Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.04.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 23.04.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 67 feikfjel. Reykjavikur. f r h tjn a ppior Leikur í 4 þáttura eftir C. Hostrup verður lcikinn í slðasta sinn Sunnudaginn 27. þ. m. kl. 8^/2 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Tekið á raóti pöntunum í af- greiðslu ísafoldar. verkamannanna sjálfra. En skyldi ekki vera unt, að þingið færi nú að hugsa um einhverja aðaldrætti í verkamannalöggjöf, sem trygt gætu hagsmuni hvorratveggju málsaðila. Með henni mætti setja lágmark vinnu- launa, og hámark vinnutíma um dag- inn, eins og víða er gert. Og til þess að fá þingmannaefnin til að fara að hugsa um slíkt, er pólitískur at- kvæðisrjettur ekki ónýtur Þingmanna- efnunum verður oftast býsna ant um kjósendurna, þegar fer að líða að kosningunum, t. d. mætti minna á umhyggju alþingismannanna sumra fyrir smjörbúunum og landbúnaðinum. Því er ekki ólíklegt, að þar sem mikið væri af verkafólki, sem hefði alt kosningarrjett til alþingis, þar kynni lfka umhyggja þingmanna- efnanna að aukast fyrir hagsmunum þeirra. Þetta er ein hliðin á þessu máli og hún ekki svo lítisverð. Auk þessa mætti nefna öll þau lög, sem setja konuna langt niður fyrir manninn. Má þar til nefna hjónabandslöggjöfina. Mætti spyrja ýmsar tráskildar konur, hvort þær þættust hafa jafnrjetti við menn sfna í þeim efnum. Ellegar konur drykkjumanna og óreglumanna, sem sóað hafa fjelagsbúinu án þess að konan hafi getað ráðið þar nokkru um. Auðvitað geta konur nú orðið fengið sjerskilinn fjárhag. En á því eru svo margir hængir, að það getur í fæstum tilfellum komið að fullu gagni. Eða skyldu ekki ógiftu mæðurnar og óskilgetnu börnin eiga hægra uppdráttar og íá fleiri formælendur, ef konur hefðu jafnan kosningarrjett til alþingis og karlmennf Atkvæði ógiftra mæðra mundu þingmanna- efnin geta notað jafnvel og þótt þær hefði verið löglega giftar. Og þá er líklegt, að mál, sem snertu tryggingu hagsmuna þeirra, kæmust einhvern tíma lengra en á pappfrs- blað í vasa þingmannanna. Svona mætti halda áfram að telja upp lengi. Atkvæðisrjetturinn er fyrsta skilyrðið til þess, að þjóðin geti lagað misfellurnar í löggjöfinni. Þess vegna eiga allar konur að skriýa undir. Bríet Bj arn hj eði n sd ó 11 i r. Wi til östii Saudaklfppur. Jeg hef víða orðið þess var að menn hafa slæm áhöld til að klippa fjeð með. Menn segja að klippur þær, sem faist í búðum, sjeu ljelegar og verði fljótt ónýtar. Jeg er viss um að það er nokkuð til í þessu. En svo hirða margir illa klippurnar, láta þær ryðga, en það má ekki; það verður að þurka þær vel og fægja í hvert sinn og þær hafa verið brúkaðar, en bera svo fitu á þær (t. d. skilvinduolíu) og geyma þær þannig. Nokkrir bændur sunnanlands hafa spurt mig, hvar mætti fá góðar klipp- ur. Jeg hef nú pantað klippur hjá kaupm. Garðari Gíslasyni og það sömu tegund, sem jeg veit að Skotar nota og reynist vel. Þessar klippur eru gerðar í Sheffield á Englandi. Klippur þessar geta menn fengið hjá Garðari nú í vor. Reynið nú þessar klippur, sunn- lensku bændur, og ef þær reynast vel — sem jeg held áreiðanlega — þá pantið bara meira af þeim. Og blessaðir klippið fjeð ávalt og allir og látið klippurnar bfta. Það ekki að vera mikill vandi að draga þær og brýna þegar þær fara a? sljóvgast. 274’i3. Jón H. Porbergsson. HÚ8bruni. Aðfaranótt 16. þ. m. brann svokallað „Möllershús" á Blönduósi, allstórt hús, er nokkrir húnvetnskir bændur áttu. Bjuggu I því nokkrar fátækar fjölskyldur. Mikið af innbúi bjargaðist, en húsið brann til grunna. Fríkirkjan í Hafnarflrði. Frí- kirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði er nú stofnaður. Voru lög fyrir hann sam- þykt á fundi síðastl. sunnudagskvöld og prestur kosinn sr. Ólafur Ólafs- son fríkirkjuprestur hjer. Aflabrögð eru nú á síðkastið mjög góð, bæði á botnvörpuskipin og skúturnar. Sagt, að skúturnar hafi aflað svo vel nú sfðustu vikurnar, að þær sjeu nokkuð farnar að vinna upp aflaleysið framan af vertfðinni. Chr. Broberg skipstjóri á „Ceres" hættir nú ferðum hingað, og var hann kvaddur með samsætum bæði hjer og á ísafirði. Hjer var honum og gefið til minningar málverk af Hornafirði eftir Ásgr. Jónsson, og er hann fór frá Vestmanneyjum nú í fyrradag, var honum gefið þar annað málverk eftir Ásgrím, af Vestmanna- eyjum. Hruknnn. Frá Vestmannaeyjum var sú frjett sögð í fyrrakvöld, að mótorbatur hefði farist þaðan og einn maður druknað. Öðrum, sem á bátnum voru, var bjargað af botn- vörpung. Maðurinn, sem druknaði, var sagður af Vestfjörðum. itríðið. Sfmað er frá Khöfn 18. þ.: „Braðabirgða vopnahlje milli Búlgara og Tyrkja. Grikkir víggirðá Salónikí f ákafa". Fr« Pankliurst, er skýrt hafði frá því á opinberum fundi, eins og áður hefur verið frá sagt hjer í blaðinu, að hún hefði hvatt til sprengingarinnar á húsi Lloyd Georg- es ráðherra, hefur nú verið dæmd í þriggja ára hegningarhússvist fyrir það tiltæki. Háar Aurnbyggingar. Halli turninn í Písa er heimsfrægur. Hann var bygður á 12. öld. Frá sama tfma eru tveir hallir turnar í Bologna. Reykjavík. Til útlanda fór hjeðan með „Ceres" á sunnudaginn fjöldi manns: Kl.Jóns- son landritari með frú, Sig. Briem póstmeistari með frú, Jón Þorláksson landsverkfræðingur, E. Claessen yfir- rjettarmálaflm., Guðm. Sveinbjörns- son aðst.m. ( stjórnarráðinu með frú, Jón Stefánsson málari, Friðrik Jóns- son kaupm., Jón Brynjólfsson kaupm., Debell forstjóri D. D. P. A., milli 10 og 20 vesturfarar, þar á meðal frú Sigurbjörg Pálsson, móðir Jónasar söngfræðings og þeirra bræðra. Salernahreinsunarraálið. Út af mótmælum þeim, sem komu fram frá ýmsum mönnum í bænum gegn ákvæðum bæjarstjórnarinnar frá sfð- astl. sumri um hreinsun salerna, er hún þá tók að sjer og ljet fram- kvæma gegn ákveðnu gjaldi, hefur bæjarfógeti kveðið upp úrskurð. Málið lá þannig fyrir, að borgarstjóri beidd- ist lögtaks á hreinsunargjöldum hjá þeim, er bannað höfðu hreinsun þeim mönnum, er bæjarstjórnin hafði falið hana. Úrskurðurinn fjell þannig, að lögtakið skyldi fram fara, og er í forsendum hans vísað til 5. gr. laga nr. 42 frá 11. júlí 1911 um gjöld til holræsa og gangstjetta í Rvík, er heimila bæjarstjórn að taka að sjer sorphreinsun og salernahreinsun í bæn- um gegn því að leggja gjald á hús þau, sem hreinsað er fyrir. Málverkið »Áning« eftir Þórarinn Þorláksson er nýlega gefið málverka- safni landsins af fjelaginu „Þórarinn máiari". Slys vildi til hjer á höfninni í fyrra kvöld. Franskur skipstjóri, Mai- gat að nafni, fjell útbyrðis af skipi sínu, skonnortunni „Julie", og drukn- aði. Þegar skipverjar komu upp á þilfarið frá máltfð, sáu þeir hann fljóta dauðan við skipshliðina, og - - "A:i> v Á •**« . *w S >•••• ■ -v liS§ Þeir eru sýndir hjer á myndinni. Ný- lega hafa menn tekið eftir að annar þeirra, sá sem fremstur er hjer á myndinni, er sprunginn frá grunni og upp í topp, og á nú að setja á hann járngjarðir til þess að halda honum við. Auglýsing um styrk úr styrktarsjóði Hannesar Árnasonar. Samkvæmt endurskoðaðri skipulagsskrá fyrir styrktarsjóð Hannesar Árnasonar til eflingar heimspekilegum vísindum á íslandi, staðfestri 11. nóv. 1912 (Stjórnarlíðindi 1912, B. bls. 276—277), auglýsist hjer með, að styrkur af nefndum sjóði verður veittur á árinu 1913. Bónarbrjef um styrk þennan sendist háskólaráðinu innan 6 mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar. Styrkurinn veitist til fjögurra ára, 2000 krónur hvert ár, sam- kvæmt skilyrðum í endurskoðaðri skipulagsskrá sjóðsins 3. og 4. gr., og ber hverjum umsækjanda að taka nákvæmlega fram í bónarbrjefinu hver viðfangsefni hann ætlar að leggja stund á. Reykjvík, 23. apríl 1913. Fyrir hönd háskólaráðsins G. Magnússon, þ. á. rektor. Áðalfundur íþróttasarabands íslands verður haldinn í Reykjavík sunnudaginn þ. 29. júní næstkomandi. Staður og stund verður auglýst síðar. Verkefni: 1. Reikningar Sambandsins end- urskoðaðir, með athugasemd- um og svörum, verða lagðir fram og samþyktir. 2. Samþyklar »Reglur um íslenska glímu«. 3. Rædd ýms mál, sem varða sambandið eða fjelög þau, sem í því eru. 4. Skýrir hin fráfarandi stjórn frá gerðum sínum hið liðna ár. 5. Kosin ný stjórn og endurskoð- endur. Reykjavík, þ. 22. apríl 1913: Stjórnin. iriuuið eftir lunni í Iviii Tersluninni 1889 Var Eiffellturninn bygður í París, og er hann hæsti turn í Norð- urálfu, 300 metrar. Hann hefur nafn eftir manninum, sem bygði hann, Eiffel verkfræðing. Nú ætla Þjóð- verjar að fara að byggja nýjan turn miklu hærri, sem á að heita Rfnar- turninn og verða 500 metrar á hæð. Hann á að byggjast nálægt Diissel- dorf og líta út eins og myndin hjer sýnir. Turnbyggingin á að standa í sambandi við brúarbyggingu yfir Rín og á í honum að vera loftskeyta- stöð og veðurfræðisstöð og auk þess er hann ætlaður til þess að vera mið handa loftsiglingamönnum. Að bygg- ingarlagi á Rínarturninn að verða mjög líkur Eiffelturninum. vita menn ekki frekar um, hvernig slysið hefur orsakast. »Ura jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað líf«, hinn fróðlegi fyrirlestur, sem Guðm. Björnsson landlæknir flutti hjer 1 vetur, er nú kominn út í síðasta hefti „Skírnis". Eins og áður hefur verið getið um í Lögr. var fyrirlesturinn haldinn til hvatningar mönnum að taka upp líkbrenslu. Fyrir 40 árura. Kl. Jónsson landritari hefur í síðasta hefti „Skírn- is" ritað skemtilega grein um ýms atriði úr lífinu í Reykjavík fyrir 40 árum. Yeðrið. Eftir góðviðriskaflann í byrjun mánaðarins hefur tíðin verið umhleypingasöm, nú um tíma þykt Ioft með rigningu öðru hvoru og stundum snjó. í fyrri nótt stórveður á útsunnan. Austurstræti 6. Besta vefnadarvöruverslunin i bænum hefur nú sem endrarnær nægar birgð- ir af sfnum góðkunnu vörum og á þó von á viðbót, með s/s „Botniu" núna um mánaðamótin. Munið eftir Sumargjöfununi, sem áreiðanlega eru hvergi betri, ódýrari eða fjolbreyttari en hjer. Mka fjrir vetiirina! Snjóflóð í Noregi. Um miðjan síðastl. mánuð komu 2 snjóflóð Guðbrandsdölum í Noregi, sem fjellu Síðastliðið liaust var mjer dreg- ið hvítt gimburlamb, sem jeg atti ekki, með mfnu marki: blaðstýft fr. hægra og heilrifað vinstra. Hver, sem getur sannað að hann eigi lamb þetta, geri mjer aðvart og semji við mig undirritaða um markið. Kollsvík í Rauðasandshreppi 15. mars 19x3. Halldóra M. Halldórsdóttir. cTunóur í „€&ram“ verður haldinn í Goodteraplara- húsinu næstk. laugardag (26. þ. m.) kl. 872 e. h. Ii.au|ini. Fóröur Bjarna- son Aalar. yfir 3 bæi og urðu 15 manns að bana. Alls voru 22 menn í þessum bæjum, en 7 náðust lifandi. Bæði flóðin fjellu um miðnætti, er fólk var háttað. Austurstræti 1. Þar eru seld þessa viku með inn- kaupsverði: Kvendragtir, Dragtapils, Millipils, Kvensvuntur. Notið tækifærið! Afgreiðslustofa Lögrjettu er i Veltusundi nr, 1, Talsími 359. IW Þeir kaupendur Lögrjettu, sem ekki fa blaðið með skilum, eru beðnir að gera afgreiðslumanni við- vart sem fyrst svo úr því verði bætt. Talsimi 359. Island erlendis. Yilhjálmur Stefánsson norður- fari hefir i vor verið í Lundúnum og haldið þar fyrirlestur í Landfræðis- fjelaginu um norðurför slna hina fyrri og um tilætlunina með för þeirri, sem hann nú er að búast á stað í. Er í útlendum blöðum látið vel yfir fyrirlestri hans. Hann hafði gert ráð fyrir að fara til Khafnar, en ekki sjest af síðustu blöðum þaðan, að úr því hafi orðið. Jakob Gunnlögsson stórkaupm. í Khöfn er nýlega orðinn riddari af dbr. Fjalla-Eyvindur. Það hefur staðið rimma um hann í ísl. Amerfkublöð- unum. „Heimskr". hefur rifið hann niður og kallar hann „Ijótan leik og siðspillandi", en „Lögb." hrósar hon- um mjög, og ýmsir fleiri hafa einnig orðið til þess að andmæla „Heimskr." í báðum blöðunum, bæði henni sjalfri og „Lögb." Allir láta vel yfir leik frk. Guðrúnar Indriðadóttur. Enskur fuglafrædingur, Edmund Selous að natm, var hjer á ferð í iyrra sumar og hefur ntað um hana í tímaritið „The Zoologist". Honum er mjog ant um íuglana og hann hefur nakvæmlega kynt sjer hætti þeirra. Verður siðar minst nánar á trasagnir hans. Ship söhk i gærkvölil í iimsiglínguuui Ail Hafnar- fjaröar. Það var þýskt seglsktp, sern flutti kol til botnvörpunganna þar. Hafðt rekið upp þar nalægt í fyrrinótt, en var þa dregið út aftur af botnvórpuskipi. Laskaðist það þá svo, að það gat ekki flotið lengur en þetta. „Geir" er nú þar syðra að fast við það. k

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.