Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.05.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 28.05.1913, Blaðsíða 2
90 L0GRJETTA Til Jóhanns kaupmanns Jóhannessonar. Yjer kyrjum lagið okkar gamla, góða, er góðan vin úr hlaði syngjum vjer. Vjer höfum ekkert betra til að bjóða en bróðurhönd, er vegu skilur hjer. Vjer nennum ekki’ að hryggja þig nje hrella með hrókaræðum, eins og þeim er tamt, er smjaðri’ og eitri’ í heiðurskyni hella í höfðingjana’ og — amast við þeim samt! Þig seiðir hjeðan Vesturálfan víða, sem víkingarnir ungu’ og djörfu þrá, — en veist, að heima bundnir kraftar bíða, oss brestur vit og orku’ að leysa þá. Þig langar til að ráða á heigulsháttinn og hrópin, glamrið, — orðum breyta’ í verk. Þjer nægir ekki’ að hlusta’ á hjartasláttinn, þú heimtar átök sigurdrjúg og sterk. Og þú ert sæll, er heimdraganum hleypir, og hver veit nema sprotann finnir þú — þann töfrasprota’, er deyfð af stóli steypir og styrkir vorrar þjóðar megintrú. — Af Vestmannanna reynslu-gulli rikur með rögg að ári’ úr viking heim þú snýrð og breytir hverju hverii Reykjavíkur í hvelfda sali’ og glæsta töfradýrð. Já, heill þjer, grjótpáll, allra urða brjótur, sem enga króka þekkir, hreinn og beinnl En vertu nú sem fyrri’ í förum skjótur, — þjer fylgir góðra óska leiðarsteinn. Kom heill sem fyrst í hópinn bræðra þinna úr herför aftur, nóg hjer kallar að, sem þú átt eftir þjóð til gagns að vinnal Og þarna’ er kvæðið! — Farðu nú af stað! Guðm. Guðmundsson. Lðgrjetta kemur át á hverjum mið* ▼Ikodegl og auk þesa aukablöð vlð og við, mimt (0 blðð ala á ári. Verð: 4 kr. árg. á Islandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. að nálin var fullliðug; síðan gerði jeg aðra tilraun, tók upp vasahníf minn og íærði oddinn á blaðinu lóðrjett niður að glerinu yfir norðurskauti nálarinnar; gat jeg þá með hnífsoddinum teymt nálina hringinn í kring og komið á hana hröð- um snúningi, svo að hún hjelt áfram að snúast marga hringi þó að jeg kipti hnlfsoddinum frá. En einlægt var nálin jafn áttavilt. Hún hagaði sjer því líkt sem segulskaut jarðarinnar væri undir fótum mjer, eða alt segulmagn horfið úr jörð- inni. Jeg hjelt nú áfram ferðinni suður eftir, en gætti á áttavitann við og við; hjelst þessi truflum á honum allan þann tíma, sem jeg var í nánd við suðureld- stöðvarnar, og þar til komið var langt norður fyrir þær. Jeg hafði fengið þeim Guðmundi skáldi og Sigfúsi annan áttavita í ferð þeirra í kringum norðureldstöðvarnar. Höfðu þeir margsinnis litið á hann og haft fult gagn af honum og hvergi orðið þess varir, að ólag kæmi á hann. Jeg hef heyrt talað um ýmsar rafseg- ultruflanir í lofti og jörðu samfara jarð- skjálftum og eldgosum; en veit ekkert nánar um þær rannsóknir, og líklega hafa þær engar verið gerðar hjer á landi. Þykir mjer rjett að geta um þessa hend- ingu, sem fyrir mig bar, svo að jarðfræð- ingar okkar fái vitneskju um hana, að því viðbættu, að hjer heima get jeg ekki vikið segulnálinni lengra en io—15° úr hvíldarstefnu með þeim sama hnífi, er teymdi hana 1 kring hjá Krakatindi. Horfur eru góðar á því, að ekkert verra muni hljótast af þessu gosi en þegar er orðið. Það hefur byrjað geist, en fallið fljótt niður aftur, og virðist ó- hætt að gerasjer von um, að það blossi ekki upp aftur að svo stöddu. Jeg hef nú 1 dag, 20. maí, átt símtal við Ólaf í Þjórsártúni; segir hann mjer, að nú sjáist engir reykir lengur, ekkert eldmistur og enginn roði á lofti um lágnætti; en alt þetta sást glögt frá Þjórsárbrú um það leyti, sem jeg var á ferðinni. Að lokum vil jeg geta þess, að fjar- lægðin milli norður- og suður-eldstöðv- anna nemur nálægt því 12 röstum. Virtist mjer sem eldsprungurnar mundu vera 1 beinni stefnu hver af annari. — Nú fór jeg um og sá yfir alt svæðið milli þeirra, en sá þar hvergi nein mis- smíði, eugar nýjar sprungur. En það virðist þó auðsætt, að samrensli hefur verið milli eldanna undir niðri, því að öllum ber saman um, að suðureldinn hafi lægt jafnskjótt og gjósa tók norður frá. Af þessu mætti ætla, að býsna mikið eldbráð hafi verið niðri fyrir, og óvíst að það komist alt upp í þetta sinni; en engar getur vil jeg leiða að því, hvort líklegt muni vera, að eldur komi upp aftur á þessum stöðvum, áður langir tím- ar Ilða. Reykjavlk 20. maí 1913. Balkanmálið. Alt er með friði þar austurfrá nú, en ekkert afgert um neitt, að því er sjeð verður af síðustu blöðum frá út- löndum. Englendingar eru sestir í Skútarí fyrir stórveldanna hönd, og tyrkneskir og albanskir íbúar borg- arinnar, er flúið höfðu þaðan í stór- hópum, þegar hún gafst upp, eru nú komnir þangað aftur. Nikfta kon- ungur neitaði fastlega í fyrstu að selja borgina af hendi og stjórnin f Montenegró hafði skipað þar fyrir um hvað eina. Serbar stóðu með honum, enda voru serbneskir her- flokkar með f áhlaupinu, er borgiu var tekið. Austurríki hótaði ófriði, en það tjáði ekki. Nikita konungur Ijet ekki undan þeim hótunum. Það var atkvæði Rússastjórnar í málinu, sem rjeði. Þegar hún tjáði honum þann vilja sinn, að Montenegró slepti Skútarí, þá ljet hann undan og af- salaði borginni f hendur stórveldanna. — Frjettir frá 9. þ. m sögðu stór- bruna í borginni. Essad pasja, sá er varið hafði Skútarí svo hraustlegaaf hendiTyrkja, gerðist mjög umsvifamikill í Albaníu, er hann var kominn með herlið sitt burt úr Skútarí, og vildi verða fursti yfir Albaníu undir yfirstjórn Tyrkja- soldáns. Hann er af albanskri ætt, sem er rik og voldug þar f landinu. En ekki er útlit fyrir, að honum muni takast þetta. Það var f fyrstu skoð- un manna, að samningar hefðu verið um það milli hans og Nikita kon- ungs, að Essad gæfi upp vörnina í Skútarí, en Nikita styddi hann svo til valda á eftir í Albaníu, en síðari fregnir mótmæla þessu. f Lundúnum eru nú komnir saman fulltrúar frá Balkanríkjunum til frið- argerðar. En f París er annar fund- ur haldinn, sem ræða á um fjármála- kröfur sambandsrfkjanna á hendur Tyrkjum. Það er talað um, að Serbía og Montenegró verði sambandsríki, með málefnasambandi, áður langt um lfði. Tilgátur hafa verið um það, að Ni- kita konungur afsali sjer konung- dómi, en afkomendur hans fái svo erfðarjett til hins sameinaða ríkis. í Serbíu og Montenegró eru kon- ungaættirnar mjög mægðar saman. Þó mun alt vera óráðið um þetta enn. Ekki er haldið að Montenegró fái landaukning í skaðabætur fyrir Skú- tarí-afsalið, en hitt talið víst, að það fái ríkulegar fjárskaðabætur, er koma munu sjer vel eftir hinn mikla her- kostnað, sem rfkið hefur lagt á sig í Balkanófriðinum og bætist ofan á hið gffurlega manntjón. Stjórnir Búlgaríu og Serbíu kvað hafa tilkynt rússnesku stjórninni, að þeim hefði komið saman um að hlíta gerð Rússakeisara í ágreinings- málum þeim, sem komið hafa upp þar í milli út af skiftingu landaukn- inganna frá Tyrkjum. En ræðast skulu þau mál þó ásamt friðargerð- inni við Tyrki á fundunum f Lund- únum og París. Það kvað vera ákveðið, þó ekki sje það samningum bundið enn, að lína frá Enos við Grikklandshaf til Medía við Svartahafið verði tak- markalínan milli Búlgaríu og Tyrk- lands framvegis. Halda þá Tyrkir eftir tanganum, sem Konstantínópel er á, og svo allri strandlengjunni suður með Marmarahafinu, Gallipóli- skaganum og landi umhverfis flóann þar vestan við. Grikkir fá að sjálf- sögðu Krítey, en stórveldin eiga að skera úr því, hvað verða skuli um hinar eyjarnar í Grikklandshafinu. Montenegrómenn tóku sjer það mjög nærri að verða að sleppa Skú- tarí. Borgin átti að verða höfuð- borg í Montenegró og krónprinsinn hafði þegar gefið þar út auglýsingu um, að svo ætti að verða. Ráða- neyti Nikita konungs sagði af sjer, er hann sá sjer ekki annað fært en rýma burt úr borginni. En síðustu fregnir segja, að öll æsing út af þessu sje þó hjöðnuð, og besta samkomu- lag orðið milli konungs, ráðaneytis- ins og þingsins. Austurríki og Ítalía voru komin á fremsta hlunn með að hefja ófrið út af Skútarí. Serbnesku hjeruðin suðaustan til í Austurríki voru sett í hervörslu, og á hverri stundu stóð til að friðnum yrði slitið. Einn af helstu foringjum Ung- tyrkjaflokksins, Niazi bey, var nýlega myrtur í bænum Valona í Albaníu. Fregnbrjef til Lögrjettu. S.-Mulasýslu (Geithellnahr.) ! /6 ’ 13, .....Tfðin var ágæt til Þorraloka, reyndar nokkuð storma- og hrak- viðrasöm, en oftast auð jörð. Með Góukomu byrjaði versta tíð, með stormi og snjókomu, sem varði þar til viku eftir páska. Þá voru aldrei mikil frost, mest 22. mars 10,3° (C.) við sjó; víst nokkuð meir inn til dala. Á Góunni varð allvíða hag- laust hjer f sveit, nema við sjó altaf hagar. í síðustu viku Þorra kom hjer nægur fiskur, en náðist varla í soðið fyrir ógæftum. Sumarið byrjaði með stormi og rigningu; þó hafa komið blíðir dagar sfðan og gróið vel, útlit því gott. Um fjelagsmál er hjer lftið að segja; og mun það helst gera strjálbygðin og annað það: að okkur vantar á- hugamikla forgöngumenn, til þess að koma ýmsum þarflegum fyrirtækjum í framkvæmd, sem eflaust gætu lifað hjer eins vel og annarstaðar með góðri stjórn. Búnaðarfjelag er hjer að nafninu til, en þó enginn búfræðingur, sem getur gefið mönnum arðvænlegar upplýsingar í búnaði, með jarðabæt- ur og fleira. Þó er ástand manna og afkoma yfirleitt góðf sumir duglegir búmenn og fjárbændur. Alt gott á meðan ekki kemur harður vetur; og þarf ekki langan til að gera breytingar. Góðar undirtektir hafa orðið hjer í hreppi með Eimskipafjelag íslands fyrirhugaða. Enda ætti hver maður á Iandinu að styrkja það eftir megni, og sjá og sannfærast um hag þjóð- arinnar f því efni. Annað málefni er það, sem menn ættu ekki að láta sem vind um eyrun þjóta, og það er ritgerð landlæknis Guðm. Björnssonar um „Næstu harð- indin". Jeg las þá ritgerð með ánægju, eins og húslestur fyrir öllu heimilis- Orðabók Jóns Ölafssonar. Þeir, sem hafa boðsbrjef óendursend, sendi þau sem fyrst, svo að byrjað verði á prentun 2 heftis. fólki mínu. Oft hef jeg óskað eftir því, með sjálfum mjer, þá jeg hef lesið um harðindi á íslandi, af jarð- eldum, hafísum og fl , að einhver vel hæfur maður ljeti til sín heyra, og hvetti nú þjóðina til að búa sig undir næstu harðindi. Nú er þetta orðið, nú hefur þjóðin fengið aðvör- un, og það af góðum og fjölhæfum manni, sem best mun þekkja heil- brigðisástand þjóðarinnar. Landlæknir hefur stuttlega getið um, hvað harð- indi hafi í för með sjer, og jafnframt bent á ráðin til að forðast þau, eða draga úr þeim. Og það getum við, ef við látum ekki vanta áhuga og fjelagsskap. Landlæknir Guðmundur Björnsson á allra þakkir skilið fyrir þessa rit- gerð sína; hún væri þess verð að hvert einasta heimili á landinu læsi hana með eftirtekt, og tækju þau síðan höndum saman til þess að forðast næstu harðindi. Fjárhöld hafa verið slæm á stöku bæjum hjer í hreppi; sumir mist í sjóinn að mun, og bráðafarið drepið margt þrátt fyrir árl. bólusetningu; síðastl. haust var tvíbólusett sumstað- ar, og þó hefur drepist jafnt sem áður; kenna menn um ónýtu bólefni 1912. Sœfari. ísland erlendis. Jónas Guðlaugsson. Hann hefur nýlega lokið við skáldsögu, segir „Politiken", sem bráðlega á að koma út hjá Gyldendals bókaverslun f Khöfn og heitir „Vikingeblodet". Einar Jónsson myndhöggvari. Myndir af ýmsum verkum hans hafa nýlega birtst í merku ensku tíma- riti, „The Studió", og er farið hrós- andi ummælum um þau í grein, sem þar fylgir. Ingólfslíkneskið er eitt af því, sem þarna er sýnt. Jóh. Jósefsson glímukappi er nú í New-York. „Heimskr." frá 17. aprfl flytur langa frásögn, eftir New-Yorkblöðum, um að viðureign hans þar við japanskan glfmumann, og bar Jóhannes sigur af hólmi f þeirri viðureign. B. L. Baldviuson „Heimskr"-rit- stjóri er orðinn aðstoðarráðgjafi í Manitóba-stjórninni, segir „Heims- kr.“ frá 24. apríl. íafnframt er hann látinn af ritstjórn „Heimskr.", en við henni tekinn Gunnl. Tr. Jónsson, sem áður hefur ritað töluvert í blaðið. Sr. Eriðrik Bergmann og frú hans hjeldu silfurbrúðkaup sitt 18. apríl í vor. ísl. sálmar á ensku. Aprílblað „Sameiningarinnar" segir frá því, að út sje komið þar vestra „úrval fs- lenskra ljóða andlegra í enskri þýð* ingu eftir Charles Venn Pilcher, einn af prestum St. James dómkirkju í Torontó. Kverið er prentað í London á Englandi og nefnist „The Passion Hymns of Iceland", þvf þýðingaf i34 um alla eilíf -— og aðeins fá heim- sókn af hröfnunum — vegna augn- anna — og möðkunum, sem lifnuðu í manns eigin skrokk. — Og ef þar á ofan bættist, að þjóðtrúin hefði rjett fyrir sjer, og hlið himnaríkis væru lokuð þeim, sem ekki lentu f vfgðri mold, — og þeir þess vegna yrðu að draugum, afturgöngum, sem sveimuðu um kring og gerðu næturfarir og einfarir hættulegar ... Lfklega voru hlið undirheima einnig lokuð þeim.------- Skyldi ekkert vera hægt að gera til varnar þessum árlegu slysumf Vigfús var aftur orðinn rólegri. Storminn hafði lægt stundarkorn. Og hann var svo sokkinn niður í hugs- anir sínar, að houum sást yfir að bylurinn var bara að sækja í sig veðrið. Hann var kominn töluvert áleiðis frá beinakerlingunni — átti skamt eftir til eystri enda Langahryggs. Hann stansaði snögglega og leit um hæl. Hann dró með augunum Ifnu frá vörðunni á hæðinni hinu- i35 megin við Langahrygg, eftir endi- löngum bálkinum, yfir sjálfan sig og alla leið að beinakerlingunni. Lfnan var bein. Já,--------það mœtti byggja bæ, þarna, sem beinakerlingin lá. Bjarg- hús ætti bærinn að heita, af því hann væri bygður til að bjarga mönn- um úr lífshættu. Það mætti líklega lánast að lifa hjer uppi. Það var hreint ekki ógrösugt í dalverpinu. Að sumarlaginu væru hagar og engi þar græn og grasgefin — grasgefnari jafnvel en niðri í bygðinni. En lítið var um vetrarhaga. Tvær hræður mundu þó geta tórt hjer uppi.------- Baðstofan ætti að snúa gaflinum að Langahrygg. Á nóttum gæti log- andi lampi hangið í gaflglugganum — líka að degi til í dimmviðri. Þeir, sem kæmu úr kaupstað, gætu staldr- að við, þangað til ferðaveður gæfist. Hinir, sem kæmu ofan úr fjallasveit- inni, gætu gengið á ljósið. — Það væri cinnig hægt að byggja kofa hinumeginvið Langahrygg; þar gætu svo ferðamenn leitað skjóls, ef of j 136 dimt væri til þess að ljós sæist frá bænum. Bóndin á bænum yrði stöðugt að líta eftir í kofanum, einkum eftir stórhríðir, — til þess að fyrirbyggja að þeir, sem aðframkomnir kynnu að hafa náð þangað, Iægju þar hjálp- arlausir. Vigfús varð sjer þess meðvitandi, að hann stóð kyr og var fallinn í stafi. Hann tók á sig sveiflu, — hljóp fyrstu spilduna. En hver átti að gera þetta? Hann rendi huganum yfir sveitina, til þess að finna rjetta manninn. Þeir voru víst ekki margir, sem langaði til að flytja hingað upp, Enda var hjer einmanalegt og eyðilegt. Veturinn yrði langur. — — Það yrðu helst að vera maður og kona saman. Ung og dugleg. En það stóðu jarðir í eyði niðri í sveitinni. Það var ekki örðugt að leigja þær, fyrir ung hjón, er ætluðu að sctja bú. Þvf bygðust þær ekki, lentu þær í órækt.--------Það fcng- 137 ist víst enginn til að flytja upp í þetta heiðarbýli. Hugur hans fór sjer hægt, síðasta spölinn, því hann nálgaðist — sjálf- ann hann, staðnæmdist við sjálfann hann. Vigfús stórreiddist huga sínum, eins og hann væri honum sjálfum ó- viðkomandi persóna, sem hefði fært honum þessa vanþakklátu ráðningu á gátunni. Þessa bansettu fjarstæðu! Því pabbi hans átti stóra jörð — aðra en ábýlisjörð sína — sem losnaði í vor. Það var búið að útbyggja leigu- liðanum, — búið að byggja honum út. Því Vigfús átti að taka við jörðinni — nú í vor. Og svo væri ekki annað eftir en að hann flytti hingað! — ljeti leiguliðann halda jörinni og flytti sjálfur hingað upp í auðnina! — Það var merkilegur djöf- ull, hvað menn gátu verið ósann- gjarnir 1 Vigfús leit í kring um sig, — leit snögglega til beggja hliða. Guði sje lof,—það var enginn nálægur. 138 Það var einungis hann, sem andar- tak — óafvitandi — hafði sett sig f annara manna stað, er þeir fengju að heyra um bæinn á Dimmufjöllum, — og bent á sjálfan sig sem þann mann, er bæri skylda til að gefa hugmyndinni lff; — dæmt sjálfan sig til þess að gera virkileik úr henni, — fundið að hugmyndin batt í sjer skyldu til vinnu — til fórnar. Engum öðrum hafði hugkvæmst þetta. En þó að maður sæi að gjöra mætti þann hlut, — þó að maður, svo að segja, væri öðrum gáf- aðri, — þurfti maður þó vonandi ekki sjálfur að gera hann. Hinna hlutdeild yrði ekki of mikil, þó það lenti á þeim. Og að gera þetta sjálf- ur! — nei, það kom honum ekki til hugar. Enginn hlutur lá honum fjær. Og — guð mátti vita það! — ef til vill hafði mörgum niðri í sveit- inni hugkvæmst þetta sama, — eða eitthvað því líkt. En þcir gættu sfn. Höfðu vit á að halda sjer saman.— — — Hann skyldi gæta sín, og fleipra ekki þessu, sem honum hafði

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.