Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.06.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 11.06.1913, Blaðsíða 2
98 L0GRJETTA ,, drekka allir þeir, er vilja fá góðan, óskaðlegan II og ódýran kaffidrykk. — Jafngildir 1 pundi af brendu og möluðu kaffi og 7* pundi af export. Fæst á aðeins 80 aura pundið hjá Svelni Jónssyni, Templarasundl 1, er einnig _ hefur til sölu Gibs-Rósettur og lista og mikið ~ úrval af Betrekki. Kaupmenn snúi sjer til Sveins M. Sveinssonar, p. t. Havnegade 47. Köbenhavn. Danska ráöaneytiö fráfa.ran<ii. Zahle borgmeistari. Stauning. Danska Ríkisþingið á að koma saman á morgun til þess að ráða fram úr því, hverjir við stjórnartaumunum taki af Berntsensráðaneytinu. Það er talið líklegast, að Zahle borgmeistara, foringja Radikalaflokksins, verði falið að mynda nýja ráðaneytið, en hann var áður yfirráðherra um tíma 1909—IO. Ef til vill verður reynt að koma á samkomulagi milli Radi- kalaflokksins og núverandi stjórnarflokks um myndun hins nýja ráðaneytis, en lítil líkindi eru sögð fyrir, að það takist. Jafnaðarmenn hafa áður sagt, að þeir Ijetu ekki menn inn í ráðaneytið fyr en þeir hefðu flokksmagn til þess að skipa það eingöngu sínum mönnum, en þó segja nú síðustu fregnir, að þeir ætli að taka þátt í ráðaneytismynduninni nú, ef það reynist ógern- ingur að fá Berntsensráðaneytið til að vera við áfram. Hjer fylgir mynd af Zahle borgmeistara og af foringja Jafnaðarmanna, Staunig, sem að lík- indum fer nú inn í nýja ráðaneytið. Hann er rjett fertugur maður, fæddur 1873. Nú við kosningarnar var atkvæðamagn stjórnmálaflokkanna þetta: Jafnaðarmanna 121 þús., Stjórnarflokksins 98 þús., Hægrimanna 87 þús. og Radikalaflokksins 66 þús. Jafnaðarmannaflokkurinn er fjölmennastur meðal kjósendanna, en Radikalaflokkurinn fámennastur, þótt þeir sjeu á þinginu því sem næst jafnir, annar með 32, hinn með 31 þingsæti. Munurinn á atkvæðamagni hægri manna og vinstri manna (stjórnarfl.) er aðeins 11 þús., en þó fá hægri menn ekki nema 7 þingsæti, en hinir 44, og hægri menn hafa 21 þús. atkvæði fram yfir Radikalaflokkinn, sem fær 31 þingsæti. Þessi útkoma stafar að nokkru leyti af ranglátri kjördæmaskiftingu. tslandi banki. Úr reikningi bankans fyrir árið 1912, sem fyrir nokkru er prentaður og sendur hefur verið Lögrjettu, skal getið þess, er hjer segir: Umsetning bankans og útbúa hans var árið 1912 því nær 73 milj. kr.; rúmar 69 milj. kr. næsta ár á undan. Peningainnborganir við bankann sjálfan rúml. 25V2 milj. kr., og við útbúin öll samtals frekar 8V2 milj. kr. Útborganir álíka. Hlaupareiknings-innborganir við bankann og útbúin námu alls fullum 10 milj. kr. árið 1912 (c. 8 milj. kr. 1911). Innstæðufje á hlaupareikning var í árslok 862 þús. kr. Innlánsfje. Lagt var inn í bank- ann og útbúin á árinu 2795 þús. kr., en teknar út 2599 þús. kr.. Jukust nnlánin þannig um tæp 200 þús. kr. Sparisjóðsinnstæða hjá útbúum bankans hækkaði um 57 þús. kr. Handveðslán bankans og útbúanna lækkuðu um 44 þús. kr. árið sem leið, og sjálfskuldarábyrgðarlán um 49 þús. kr. Reikningslán. Bankinn og útbúin útborguðu alls um 4V2 milj. kr. í slíkum lánum, en endurborgað var c. 40 þús. kr. meira. Lækkuðu lánin um þá upphæð. Víxla keypti bankinn og útbú hans fyrir fast að 14 milj. kr. árið sem leið, en innleystar voru rúmar 14 milj. kr. í víxlum. í ársbyrjun átti bankinn 3247 þús. kr. í óinnleystum víxlum, en í árslok 2937 þús. kr. Innheimtur, er bankinn og útbúin önnuðust á árinu, námu samtals fram undir hálfa fimtu milj. kr., eða nær- felt 1 milj. kr. meira en næsta ár á undan. — Með sívaxandi vöruflutn- ingi til landsins tíðkast það meir og meir að senda bönkunum hleðslu- skjöl yfir vörur, og víxla eða ávís- anir fyrir vöruandvirði til innheimtu. Tekjur bankans (vextir, diskonto, provision og arður af útbúunum) námu alls 340587 þús. kr. (rúmum 2 þús. kr. meira en næsta ár á undan). Arður bankans er talinn rúm 214 þús. kr. — Þar af fær landssjóður 9418 kr. og varasjóður bankans rúm 33 þús. kr. Hluthafar fá 5V2°/o f arð af hlutafje sínu. — Varasjóður bankans er nú orðinn því narr 300 þús. kr. árangurslaus. Sfmað er frá Khöfn í gærkvöld, að friðarfundinum í Lundúnum sje nú lokið án þess að nokkuð væri afgert þar, og að það virðist nú óhjákvæmilegt að upp úr slitni sam- kornulaginu hjá Balkanþjóðunum. Ráðherra er nú staddur á Akureyri. Lögr. talaði þar við hann í morgun. Hann ætlaði inn að Grund í dag og.halda þar þingmálafund; annan heldur hann í Staðaitungu á morgun og þriðja í Dalvík á laugar daginn kemur. Hann ráðgerði að koma heim 18. þ. m. Lögr. spurði hann um, hvað hæft væri í því, sem „Ingólfur" segireftir dönskutn blöðum um framlagning ís- lenskra mála á ráðgjafafundi í Khöfn. Hann sagði þetta tilefnislaus ósann- indi, án efa komin fram af misskiln- ingi einhvers dansks blaðamanns. Slys við hajnargerðina. Það slys vildi til í morgun úti við Efferseyjargrandann, að trjevirki, sem reist er þar og hvolft frá úr járn brautarvögnunum niður í sjóinn grjót- inu, sem á þeim er flutt úr Oskju- hlíðinni, hrundi undir 6 eða 7 fullum grjótvögnum, og meiddust við þetta 6 verkamenn, er sumir voru uppi á virkinu, þegar það fjell, en sumir niðri fyrir. Sem betur fer eru þó meiðslin ekki talin hættuleg fyrir líf þeirra, og beinbrotnað hafa þeir ekxi, heldur marist, sumir illa. Mennirnir, sem fyrir þessu urðu, voru bræðurnir Jón og Magnúsjóns- synir frá Mörk, og er Jón mikið meiddur, en Magnús minna; Þórður Erlendsson á Lindargötu 6, illa mar- inn á vinstri handlegg; Kristján Benediktsson trjesmiður á Laugav. 52, marinn á vinstri hlið; Guðni Kristínsson á Laugav. 115, marinn á fæti, en ekki mikið. Hinn 6. hefur Lögr. ekki heyrt nafngreindan. Það má kalla furðulegt, að allir mennirnir skyldu sleppa með Kfi frá öðru eins slysi og þessu. Þlngkosnlng í Færeyjum fer fram 16. þ. m. Það er sagt í dönskum blöðum, að fyrv. þingmað- ur Færeyinga, Effersö sýslumaður, gefi ekki kost á sjer til endurkosn- ingar. lýtt jarðyrRjuverRfæri var sýnt í gærdag hjer suður á Fje- lagsgarðstúninu. Það er einskonar plógur, gerður til þess að rista ofan af landi, sem sljetta á. Tveir hestar gengu fyrir og drógu, en maður á eftir og stýrði atristuplógnum. Verk- færið er fundið upp af hr. Sigurði Johnsen kennara frá Vopnafirði, syni Þorl. Ó. Johnsens fyrv. kaupmanns hjer, og hefur Sigurður verið hjer um tíma og stýrði afristuplóginum í gær við fyrstu tilraunina, sem gerð hefur verið til að vinna með honum. Piógurinn er smíðaður hjer hjájóna- tan Þorsteinssyni. Hann er að gerð nokkuð líkur algengum plógi; flatur hnífur í stað plógskerans, og svo hjól þar íyrir framan, sem markar af, hve djúpt skuli rist, og lyftir hnífnum upp, er farið er yfir þýfi Þó verður afristuplógnum ekki komið við í stóru og kröppu þýfi. En tilraunin í flær gekk vel, og var það trú vanra plægingamanna, sem þar voru viðstaddir, að verkfærið mundi koma að góðum notum. ísland erlendis. Heimspekispróf við háskólann í Khöfn hafa nýlega tekið : Geir Ein- arsson, Hallgr. Hallgrímsson, Helgi Guðmundsson, Jón Björnsson, Kjart- an Thórs, Ólafur Thórs og ólafur Þor- steinsson. G. E. og Ó. Th. með ág. eink., H. H. og Ó. Þ. með 1. eink., hinir með 2. eink. Frk. Guðrún Indriðadóttir er nú bráðlega væntanleg heim að vest- an, og hefur á heimleiðinni farið til Khafnar. Vestur-íslendingar kvöddu hana f Winnipeg með miklum virkt- um og þakklæti fyrir góða skemtun. Reykjavík. Heinispekispróf við háskóiann tóku siðastl. laugardag: Ásg. Asgeirs- son (ág. eink.), Friðrik Jónasson (2. betri eink), Gunnl. Einarsson (2. betri eink.), Herm. Hjartarson (1. eink.), Jón Guðnason (2. eink.), Jósef Jóns- son (1. eink.) og Páll Bjarnason (1. eink.) A. Courmont háskólakennari fer hjeðan alfarinn nú f vor og á að halda honum skilnaðarsamsæti næstk. laugardag. Hann hefur getið sjer hjer góðan orðstír, Þegar heim kemur til Þ'rakklands, tekur við fyrir honum þriggja ára herþjónustuskylda. Stgr. Matthíasson læknir á Ak- ureyri er hjer nú staddur. Riddarar at dbr. eru nýorðnir Aug. Flygenring kaupm. í Hafnar- firði, Eggert Briem skrifstofustjóri og Geir Sæmundsson vígslubiskup á Ak- ureyri. Trúlofuð eru frk. Rannveig Þor- varðsdóttir prentsmiðjustjóra og Ólaf- ur Þorsteinsson stud. med., sonur síra Þorsteins Halldórssonar prests ( Mjóa- firði. Boesens-leikflokkurinn hefur nú síðast sýnt leik, sem hjer var oft leikinn fyrir nokkrum árum og mikið þótti í varið. Það er »Drengurinn minn«, umritaður á dönsku af E. Bögh. Var hann vel leikinn og áhorfendarúm fult. Kveðjusamsæti var frú Valgerði Ólafsdóttur haldið á föstudaginn var af Kvenfjelagi Fríkirkjusafnaðarins og fleiri konum. Hún er nú að fara alfarin norður á Akureyri, en mað- ur hennar er orðinn þar deildarstjóri fyrir D. D. P. A. Frú Valgerður hefur starfað bæði mikið og vel í þarfir Kvenfjel. Frikirkjus. frá því það var stofnað, og er því mikil eftirsjá í henni. Hefur hún þar sem annarstaðar notið ástsældar og virð- ingar, og munu allir, sem til hennar þekkja, kveðja hana með hlýjum hug. Samsætið sátu um 60 konur og fór það hið besta fram, enda var prýði- lega framreitt. Frú Guðríður Guð- mundsdóttir bauð gestina velkomna. Fyrir minni heiðursgestsins mælti frú Hólmfríður Þorláksdóttir, og frú Guð- rún Jónsdóttir mintist einnig frú Val- gerðar og móður hennar. Kvæði var heiðursgestinum flutt (eftir I. B) og eru þetta síðustu erindin: »Við hörmum sætið auða, er hjeðan burt þú fer. í heimkynnið þitt nýja samt gæfan fylgi þjer, því fögur sál og tigin, og hög og listfeng hönd æ heldur sínu gildi, þó flytjist víða’ um lönd. Þú hlýtur eins að finna þar hlýju’ og vinarþel, og hreinviðrið hið norðlenska geðjast mun þjer vel. Þ ar breiðir einnig sólin sitt sumarljós og vor; — hún signi þig og vermi, og b 1 e s si öll þín spor«. Loks þakkaði heiðursgesturinn fyrir sjer sýnda vináttu. Kona. Úr Keflavík er skrifað 1. þ. m.: „Hjeðan af Suðurnesjum er sjaldan mikið af frjettum í blöðunum, enda ekki viðburðaríkt. Nú er vetrarvertíðin um garð gengin 1 Grindavík, tæplega meðal- vertíð, að sögn; í Höfnum sömuleiðis, Miðnesi fremur lítið, Garði og Leiru mjög lítið hjá flestum. Þó eru í Garðin- um einstakir rnenn, en þó mjög fáir, sem hafa fiskað allvel. í Keflavík og Njarð- víkum hefur sáralítið aflast. Þetta er á opin skip. Aftur hafa vjelarbátar fiskað vel, flestir að minsta kosti, en það eru ekki nærri allir, sem geta haft gott af þeim afla, og þeir síst, sem helsta hafa þörfina fyrir að geta náð í aflann, því eins og allir vita geta þeir ekki eignast vjelarbát, eða part í honum, -sem ekki eiga neitt til að tryggja sjer lán með; það eru aðeins efnamennirnir, sem geta fengið peningalán og með því móti kom- ið sjer áfram; hinir ekki. Botnvörpung- arnir hafa eflaust með minsta móti fisk- að í landhelgi í vetur og það, sem af er vorinu, í Garðsjónum, og er það eflaust að þakka vjelarbátnum í Leirunni, sem hefur haft gæsluna á hendi og gert það sæmilega. Lítið heyrist talað um póli- tík; margir vilja að næsta þing láti sam- bandsmálið bíða, en snúa sjer að öðrum meir áríðandi málum, t. d. atvinnumál- unum og gufuskipamálinu, sem óefað flest allir eru með, þó menn því miður eigi erfitt með að sýna það í verkinu með fjárframlögum, því nú hefur bónd- inn í mörg horn að líta hvað útgjöld snertir, ekki síður en endranær. En eitt eru menn sammála um, og það er, að þingið takmarki bitlingana meir en verið hefur. — Heilsufar manna í vetur hefur verið fremur gott, nema hvað inflúensa hefur gengið, og er hjer enn, þó ekki mjög þungbær, enda kemur það sjer vel, Gunnar Gunnarsson: Kirkja fyrirfinst engin. Ef það hefði verið sólskin, þá hefði prófasturinn varla verið jafn geðillur og hann var þennan dag. En hann var á vísitasíuferð til út- kjálkaprestakalls og fjekk glórulausa þoku einmitt þann daginn, sem hann lagði á heiðina, svo hann varð að þreifa sig fram yfir vegleys- urnar og geta sjer til — af því að hvergi sá til fjalla, —*■ hverjir af þeim götutroðningum, sem lágu í allar áttir, væru rjetta leiðin til prests- setursins, sem hann fyrir forms sakir var nauðbeygður til að vitja, þótt hann vissi það í þvíiíku ástandi, að ekki væri um gistingu að ræða, og yrði r5 3 að búa sig undir að fara til baka um kvöldið, — og þetta alt saman eingöngu til þess að geta krotað nokkrar línur í vísitasíubók. Og þessar línur hefði þó mátt — já, við skulum segja: semja — því um fals er ekki að tala — hinumegin við heiðina eftir vitnisburði óvilhallra manna, ef kjaftæðið ræki ekki nefið í alla skapaða hluti og vonin um að verða bráðlega biskup stæði ekki eins og fögur hylling framundan. Hann var maður á fimtugs aldri, vel hold- ugur og óvanur ferðalagi. Það var því engin ástæða til þess fyrir hann að vera í háalofti af ánægju svona dag. Einkum þegar svo illa bar undir, að hnakkgjörðin bilaði neðst í brattanum og ólund var í klárnum, svo hann af tómri illgirni hnaut við hvern hnullung, sem á vegi hans varð. En ofan á alt þetta bættist, að þegar hann á áningarstaðnum leysti upp malinn og ætlaði að fá sjer góð- an bita, fann hann eggin í klessu, smjörið bráðið, kjötið þrátt og brauðið

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.