Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 18.06.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 18.06.1913, Blaðsíða 2
102 L0GRJETTA Ferðamenn & Bæjarmenn! :0 Þ- v-i cd *o ’O Ö cd > Þegar þið þurfið að gera innkaup á Vefnaðarvöru og Fatnaði, þá spyrjist fyrir um verð og athugið vörugæði í Austurstræti 1. Við höfum ætíð kappkostað að hafa vör- una vandaða og með allra lægsta verði. Virðingarfylst CfQ CÐ >—k Ov Ásg'. G. Gnnnlaugsson & Co. Lðgrjetta kemar út á bverjum mið' vlkadegl og aak þess aakabiöfl vifl og við, minit 60 blðð aia á ári. Verð: 4 kr. árg. é ialandt, eriendia 5 kr. Gjalddagi 1. júll. ráða til að hafa ljettari teina en 18 kg. á metra, og það meðal annars af því, að jeg býst við að þótt lestir yrðu knúðar með rafmagni, þá þyrfti að hafa eimreið til þess að beita snjó- plóg á vetrum, með því að venju- legir rafmagnsvagnar mundu hvorki verða nógu þungir nje aflmiklir til þess að knýja snjóplóginn, þar sem þeim er ekki ætlað að knýja nema sig sjálfa með einn eða í mesta lagi tvo vagna í eftirdragi. Raunar eru á sumum brautum hafðir þungir rafinagnsknúðir dráttarvagnar (elek- trisk lokomotiv), sem ætlað er að draga heila vagnlest, en þeir dráttar- vagnar eru líka eins þungir og eim- reiðirnar, og útheimta eins sterka braut. Jeg hygg því að teinar og önnur yfirbygging brautarinnar yrði sú sama, þótt hún væri ætluð fyrir rafmagn, og væri þannig ekki heldur hægt að spara á þeim lið. Kolaeyðsla sú, sem að framan var áætluð, 21,000 kr. á ári, samsvarar 5% ársvöxtum af 420 þús. kr. Ef rafmagnið kostaði ekki neitt, og ef ekkert þyrfti að ætla fyrir fyrningu á rafmagnstækjum brautarinnar, þá er þetta hámark þess, sem rafmagns- útbúnaðurinn má kosta, til þess að ársútgjöldin verði ekki meiri með raf- magni en kolum. En nú má ekki vænta að fá rafmagnið ókeypis; sú aflstöð, sem framleiðir það, verður að borga vexti af stofnfje sínu, við- hald, fyrningu og rekstur, og hefur reynslan sýnt, að meðalstórar vatns- aflsstöðvar geta ekki selt hestaflið fyrir minna en um 50 kr, yfir árið. Ef brautin notar um 200 hestöfl að meðaltali, kostar rafmagnið 10 þús. kr. ári; þá eru eftir 11 þús. kr.,sem sparast af kolaverðinu, og þær nægja ekki fyrir rentum og fyrningu af því, sem rafmagnsútbúnaður brautanna mundi kosta umfram eimreiðirnar. Af stofnkostnaði þeim, sem áætlaður er fyrir kolabraut, mundi ekki falla burtu annað en verð eimreiðanna, og þyrfti þó að hafa a. m. k. eina til vetrarnotkunar, eins og áður er sagt. Álit mitt um rafmagn sem rekst- ursafl fyrir brautina er því á þessa leið: Það getur ekki komið til mála að byggja rafmagnsstöð til þess að- allega, að framleiða rafmagn handa brautinni; aflnotkun brautarinnar er alt of lítil til þess, og rafmagn frá lítilli stöð verður alt of dýrt. Ef bygð væri rafmagnsstöð í öðr- um tilgangi, sem gæti selt brautinni ódýrt rafmagn, þá getur komið til mála að reka hana með rafmagni, en mjög ólfklegt að það svari kostn- aði, fyr en notkun brautarinnar er orðin miklu meiri en horfur eru á að hún verði fyrst um sinn. Jeg hygg því rjettast að miða fyrst um sinn við kol tii aflframleiðslu. Ef ástæður breytast seinna, svo að hent- ugra þyki að taka rafmagn til rekst- urs, þá má væntanlega breyta vögn- unum (setja mótora í þá sem þarf) og gengur þá ekki annað úr notkun en eitthvað af eimreiðunum, og eng- in hætta á að þær verði ónýtar eða verðiausar fyrir þvf. Þetta er í fullu samræmi við það, að það er alment álit þeirra, sem vit eiga að hafa á þessu, að enn sem komið er borgi sig ekki rafmagns- rekstur á járnbrautum, nema þar sem flutningar, og þá einkum fólksflutn- ingar, eru mjög miklir, svo sem í nánd við stórbæi eða á milli stór- borga. Það væri þó æskilegt að fá þetta atriði rannsakað til fulls hvað þessa braut snertir, ef rafmagnsaflst'óð vœri til eða fyrirsjáanlega kæmi upp áður en brautin væri tekin til afnota, en til þess þarf sjerstaka fjárveitingu. Aftur á móti er aiveg þýðingarlaust að eyða tíma eða fje í slíka rann- sókn á þeim grundvelli, að aflstöðin verði bygð og kostuð af brautarfje. Þess vegna getur rafmagnsrekstur ekki komið til mála eins og nú stendur. Á síðustu árum er farið að nota fleira en gufu og rafmagn til rekst- urs járnbrauta, og má þar einkum nefna dísilvjelar (brenna steinolíu eða jarðolíu) og sameinaðar dísil- og raf- magnsvjelar. Rekstur með þeim reyn- ist undir vissum kringumstæðum ódýrari en rekstur með kolum, en út í það skal jeg ekki fara frekar að sinni. Umferð og flutningar. Á 25 km. kafla, á Mosfellsheiði, frá Laxnesi að Kárastöðum, ljet landsverkfræðingurinn setja upp síð- astl. haust 50 stikur með jafnlöngum millibilum, og eru 500 metrar á milli stika. Átti síðan að mæla snjódýptina við hverja stiku viku- lega frá hausti til vors. Þó höfðu verið feldar úr nokkrar vikur framan af vetri, þegar sjólítið var. En skýrslunni fylgir tafla yfir þessar mælingar og sýnir hún, að aðeins á 2 stöðum hefur komið svo mikill snjór, að taka mundi uppyfir yfirborð brautarteinanna, en landsverkfr. telur efalaust, að á þessum stöðum megi vikja línunni þannig við, að upp- hæickunin verði dálítið meiri. Þessi umræddi vetur var þó hjer í Reykja- vík álitinn vera f snjóþyngra lagi. Vetrarumferð mun því ekk þurfa að teppast á brautinni, ef hún er lögð þessa leið, nema ef til vill dag og dag í mestu snjóavetrum. Landsverkfræðingurinn hefur látið telja umferðina árlangt um tvo aðal- vegina milli Rvfkur Arnessýslu: Þingvallaveginn og Hellisheiðarveg- inn. Talið var á Kárastöðum og Kolviðarhóli. Um Þingvallaveginn fóru á árinu, frá I. maí 1912 til 30. aprfl 1913: 5582 menn (3375 ríðandi, 702 gang- andi eða hjólandi og 1505 akandi), 339 fólksvagnar, 478 vöruvagnar (442 tvíhjóla og 36 fjórhjóla), 1803 klyfjahestar (933 heilklyfjar og 870 hálfklyfjar og 4458 sauðkindur. Um Hellisheiðarveginn fóru á sama tíma 16169 menn (11633 ríðandi, 1989 gangandi og hjólandi, 2547 ak- andi), 420 fólksvagnar, 4099 vöru- vagnar, 3099 klyfjahestar (2497 heil- klyfjar og 602 hálfklyfjar) og 17983 sauðkindur. Mest mannaferð um Þingvallaveg- inn var í júlí og ágúst (júlí 922, ágúst 704), en um Hellisheiðarveg- inn er hún mest í júní og október (júní 2378, okt. 2331). Núverandi umferð á ári um báða vegina er þá samtals: 21751 maður, 1891 tonn af vörum, eftir áætlun landsverkfræðings, bygðri á tölunum hjer á undan, og 22441 sauðkind. Áður var haldið vegfarendatal á Kolviðarhóli frá I. nóv. 1910 til I. nóv. 1911 og töldust þar þá 12660 vegfarendur og 2000 vagnar (sjá Lögr. V. árg., 55. tbl.). Lftur því út fyrir, ao aukning eigi sjer stað, og að minsta kosti er það víst, að vagna- umferðin er að aukast stórkostlega, og það ber vott um hina sfvaxandi vöruflutningaþörf milli Rvíkur og Suðurlandsundirlendisins. Hjeruð þau, sem telja má að hafi not af brautinni, eru þessi: Vestur- Skaftafellsýsla að nokkru leyti, sem sje til flutnings á afurðum á markað og til aðflutninga á ýmsri Ijettavöru og svo til fólksflutninga, en fbúar eru þar 1835; Rangárvallasýsla, með 4024 fbúum; Arnessýsla, með 6072 íbúum; Mosfellssveit, með 404 íbú- um; Reykjavík, með 12500 íbúum. Enn fremur má telja nokkurn hluta Kjalarness, Kjós að nokkru leyti og Hafnarfjörð, þegar hann fær járn- brautarsamband við Reykjavík, sem ekki getur beðið lengi eftir að þessi braut er komin á. Það má því telja, að brautin sje að fullum notum fyrir sem svarar 25000 manns. í niðurlagi þessa útdráttar úr skýrslu landsverkfræðingsins, er kem- ur f næsta blaði, verður áætlun um stofnkostnað, reksturskostnað og tekj- ur brautarinnar. Hjer skal aðeins tekið fram aðalatriðið úr því, en það er, að hann álítur að „brautin geti þegar f byrjun gert meira en að borga rekstur sinn og viðhald". Balkanmálin. Sfmað er frá Khöfn 13. þ. m , að Mahmud Schevket stórvezír Tyrkja hafi verið myrtur. Ennfremur, að Búlgarar og Serbar hafi loks fallist á það, efcir alvarlega áskorun frá Rússakeisara, að fela honum málamiðlun þeirra f milli. Segir svo í skeytinu, að nú sje von um frið. Eins og áður hefur verið skýrt frá hjer f blaðinu, voru friðarskilmálar undirskrifaðir 30. maí á Lundúna- fundinum milli Tyrkja og sambands- þjóðanna. Utanríkisráðherra Breta, sir Edw. Grey, tók þar loks af skar- ið og sagði, að í sama þófinu mætti ekki lengur ganga, friðarskilmálunum yrði nú að vera lokið. Tyrkir og Búlgarar tóku þvf vel og kváðust fyrir löngu vera við því búnir að skrifa undir, en Serbar og Grikkir þæfðu enn á móti. Þó fór nú svo, að friðarskilmálarnir voru undirskrif- aðir, og voru þeir hinir sömu, sem upp á hafði verið stungið í byrjun fundarins: Tyrkir láta af hendi við Balkan- þjóðirnar alt land sitt á meginlandi Evrópu vestan við línu, sem dregin sje frá Enos við Grikklandshaf til Medía við Svartahaf, og svo Krítey. Stórveldin skulu ákveða, hvað verða skuli um eyjarnar í Grikklands- hafi aðrar en Krítey. Um fjármálaþrætuna milli máls- aðila skal útgert af nefndinni í París, sem til þess hefur verið skipuð. Stórveldunum falið að ákveða tak- mörk Albaníu. í þessum friðarskilmálum var ekk- ert ákveðið um skiftingu Tyrklands milli sigurvegaranna, og sú þræta er enn óútkljáð. Grikkir og Búlgarar áttu í bardögum innbyrðis eftir frið- argerðina við Tyrki, og síðustu út- lend blöð, sem hingað hafa komið, segja, að við því sje jafnvel búist, að Serbar sendi her inn í Búlgaríu, En alt er nú að komast í lag þar f milli, að því er segir í skeytinu hjer á undan. Aftur á móti er þar ekk- ert getið um, hvernig úr þrætunni verði greitt milli Grikkja og Búlg- ara, og þar mun þó vandinn vera mestur. Meðal Tyrkja eru nú ýmsar hreyf- ingar uppi og eiga þeir í megnum vandræðum, eins og nærri má geta. Sökinni fyrir allar hrakfarirnar er nú af mörgum snúið á Ungtyrkja- flokkinn. Mahmud Schevket stór- vezír var foringi hans. Það er nú talað um, að Konstantfnópel sje eftir þetta illa sett höfuðborg í Tyrkja- veldi og ráðgert að gera einhverja helstu borgina í Litlu-Asíu að stjórn- arsetri, t. d. Damaskus. Ffíi fjátiii til iik Sjúkrasamlag Akureyrar hefur nú 200 fjelagsmenn, segir „Nl.“ Heiðurssamsæti hjeldu Mývetn- ingar Árna prófasti Jónssyni á Skútu- stöðum 20. maí í vor. Hann hafði þá verið prestur þeirra 25 ár, en nú fengið Hólma í Reyðarfirði og flutt- ist þangað í vor. Samsætið var fjöl- ment. Pjetur alþm. á Gautlöndum hjelt aðalræðuna. Gullhringa gáfu sveitarmenn þeim prófastshjónunum að skilnaði. Símalagningar í sumar. Þing- vallasímann er nú verið að leggja og á hann að verða fullgerður um miðj- an júlí. Til Ólafsvíkur kemur símalína í sumar, og út í Hrísey í Eyjafirði verður lagður sími, frá stöðinni f Fagraskógi. Byrjað verður og á því sumar, að leggja síma um Hellisheiði milli Vopnafjarðar og Fljótsdalshjeraðs, og á aðalsímalfnan að flytjast þangað frá Smjörvatnsheiði. Skemdir af ís- ing hafa verið svo miklar undan- farandi á Smjörvatnsheiðarsfmanum, að ekki þykir gerlegt að hafa hann þar framvegis. Þó er ekki ráðgert að þessi breyting komist á fyr en næsta sumar. Staurar verða í sumar fluttir upp til Víkurlínunnar, eins og nýlega hefur verið frá sagt hjer í blaðinu. Afli á Vestfjörðum. „Vestri“ frá 3. þ. m. segir afla á ísafirði orð- inn í góðu meðallagi á vorvertíðinni og fiskverð óvenjulega hátt, Dáin er 4. þ. m. merkiskonan Þuríður Guðrún Runólfsdóttir, kona Ólafs hreppstj. Eggertssonar í Króks- fjarðarnesi í Reykhólasveit. Stórstúkuþingið hófst á ísafirði 13. þ. m. 25 fulltrúar voru þar, og von á fleirum síðar. Sr. Sigtryggur Guðlaugsson prjedikaði við þingsetn- inguna. Áður, 9. þ. m., höfðu ís- firðingar haldið stórstúkululltrúunum samsæti. Útbreiðslufund höfðu stór- stúkufulltrúar haldið, og þar verið fjölment. Indriði Einarsson skrif- stofustjóri stýrir þinginu. — Þetta er úr símskeyti til Lögr. frá 12. þ. m. í gær kom fregn um embættis- mannakosning Stórstúkunnar. Indr. Einarsson er kosinn stórtemplar, Þorv. Þorvarðsson kanslari, Guðm. Guð- mundsson skáid varatemplar, frú Guðrún Jónasson gæslum. ungtempl- ara, Jón Árnason ritari, P. Halldórs- son gjaldkeri, P. Zophoníasson gæslm. kosninga, sr. Sigurbj. A. Gíslason kapelán. Prestskosning fór fram í Holti undir Eyjafjöllum síðastl. laugardag. Kosinn var Jakob Óskar Lárusson með 199 atkv. Síra Kjartan Kjart- ansson fjekk 8. Eitt var ógilt. Prestur segir af sjer. Síra Arn- ór Þorláksson á Hesti hefur sagt af sjer embætti. Kand. theol. Tryggvi Þórhallsson verður settur til að þjóna brauðinu. »Miklayatnsmýraráveitan kemur nú að góðu liði, þegar allur gróður er að visna af ofþurkis, segir »Suð- url. 5 þ. m. »Er nú nægilegt vatn yfir öllu áveitulandinu þar eystra, en ennþá vantar flóðgarðana til þess að jafna úr vatninu og halda því. p'yrst eftir að skurðurinn var opnaður var vatnið of lítið, og urðu þá ýmsir vondaufirum áveituna, en fyrir nokkru kom vöxtur í Þjórsá, svo að nú skortir eigi vatn, og fer eigi hjá því, að sýnilegur árangur verði að áveit- unni strax í sumart. Dönsku landmælingaraennirnir komu með „Sterllng" 12. þ. m. og eru farnir til Vestfjarða. Verða þar við mælingar í sumar á svæðinu fyrir norðan Reykjarfjörð og vestur fyrir Patreksfjörð. Foringi þeirra í sumar heitir F. A. Buchwaldt. Gullbrúðkaup áttu þau 15. þ. m. Andrjes og Sesselja Fjeldsteð á Ferju- bakka í Mýrasýslu. Til minnis um það gáfu synir þeirra þeim mjög vandagan grip, útskorinn og gullbú- inn skáp. Stefán Eiríksson trjeskeri sendi og Andrjesi útskorinn göngu- staf. Von var um þetta leyti á Krist- jáni, elsta syni þeirra, heim frá Ame- ríku, er þar hefur verið yfir 20 ár, en eitthvað dvaldi för hans, svo að hann kemur ekki heim í sumar. Myndir af þeim hjónunum, með nánari frásögn, koma í júníblaði „Óðins". Silfurbrúðkaup áttu þau hjónin Grímur og Jónína Thorarensen í Kiríjubæ á Rangárvöllum 8. þ. m. Sveitungar þeirra gáfu honum til minningar gulldósir og henni gull- hring. Reykjavík. Enskt forðamannaskip er vænt- anlegt hingað 24. þ. m. og ef til vill aftur sfðar í sumar, sama skipið. Það er eimskipafjelag í Glasgow, sem gerir skipið út í ferðina, og stendur það í sambandi við Garðar Gíslason kaupmann. Hann segir, að skipið muni taka um 300 farþega og vera fullskipað. Ráðgert er, að það verði hjer 4 daga, frá 24. til 28. þ. m. og að eitthvað af farþegunum fari þá til Þingvalla og Geysis. Hljómleikar voru haldnir í Báru- búð síðastl. sunnudagskvöld af þeim Eggert og Þórarni Guðmundssonum. Þeir eru synir Guðm. Jakobssonar trjesmíðameistara og báðir ungir að aldri, Þórarinn um fermingu, en Egg- ert nokkru eldri. Báðir hafa þeir verið við hljómfræðisnám í Khöfn að undanförnu, og báðir eru þeir sjerlega efnilegir, segja þeir menn, sem best þekkja til þess, enda sýndu þeir það líka á sunnudagskvöldið. Eggert leikur á píanó, en Þórarinn á fiðlu. Skemtun þeirra var tekið mjög vel af áheyrendum, og húsið var fult. Meðal annars voru á söng- skránni tvö lög eftir Eggert. FerÓamaður frá Jaya kom hing- að með „Botníu" síðast. Það er danskur læknir, sem verið hefur í hollenskri þjónustu á Java og Su- matra. Með honum er sonur hans 11 ára. Þeir hafa síðastl. vetur dvalið í Danmörku, en ætla að ferð- ast hjer í sumar um fjöllin, gangandi að sögn, og aka með sjer tjaldi og vistum á litlum vagni. Þeir ætla til Heklu og Fiskivatna. En nú fyrst fóru þeir suður á Reykjanes. Lækn- irinn hetur mikinn áhuga á að kynna sjer eldfjöllin hjer; hefur einnig feng- ist við eldtjallaskoðanir þar í Aust- urlöndum. Hann heitir Justesen og er um fertugt. í heimkynnum þeirra í Asíu er hitinn sjaldan undir 20 st, en ter hins vegar varla yfir 32 st. Kuldanum hafa þeir vanist nokkuð í Danmörku í vetur. En hætt er samt við, að þeim þyki einhvern tfma kalt að liggja hjer í tjaldi uppi á fjöllum í sumar. Jón Porláksson landsverkfræðing- ur fór til Austfjarða með „Skálholti" 12. þ. m., og fer þaðan til Norður- lands. Mun koma aftur um miðjan júlí úr þeirri ferð. Guðra. Guðmundsson skáld er sagður koma hingað til bæjarins al- kominn frá ísafirði nú bráðlega. Frá útlöndum eru nýlega komin Sig. Briem póstmeistari og frú hans, Guðm. Sveinbjörnsson og frú hans, Guðjón Sigurðsson úrsmiður, B. Krist- jánsson bankastjóri., frú Valg. Bene- diktsson frá Englandi. D. Thomsen konsúll er hjer nú um tíma; kom norðan um land. Kappsund fór fram hjá sundskál- anum síðastl. sunnudag, 50 mtr. sund og 200 mtr. sund. Erlingur Palsson varð sigurvegari í báðum. Prestar yígðir. Innan skamms verða prestvígðir hjer í dómkirkj- unni kandídatarnir Jakob Ó. Lárus- son, að Holti undir Eyjafjöllum, og Tryggvi Þórhallsson, að Hesti í Borg- arfirði. A. Courmount háskólakennara var haldið samsæti, eins og til stóð, á laugardagskvöldið. Ag. Bjarnason prófessor talaði fyrir minni heiðurs- gestsins, en sungið var kvæði eftir G. Magnússon skáld, sem prentað er hjer í blaðinu. Ymsir fleiri töl- uðu, þar á meðal M. Stephensen fyrv. landshöfðingi og franski konsúllinn, báðir á frönsku. Rektor háskólans stýrði samsætinu. Elliðaárnar. Á bæjarstj fundi 5. þ. m. var samþykt að heimila borg- arstjóra að leigja Elliðaárnar til

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.