Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.07.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 09.07.1913, Blaðsíða 2
114 L0GRJETTA ÁRNI EIRÍKSSON Austurstræti O. Dömuklæöiö eftirK|iuröa er nú komið í verslunina aftur. Nýkomið ennfremur: Dagtreyjuefni, Tvistdúkar og Kjóla- eíni, mjög fjölbreytt og smekklegt. Silki-mittissniínir. Sokkar og Ullarnærfatnaður fyrir unga og gamla, konur og karla, og fjöldamargt annað. gesta og óðýrasta vejnaðarvöruverslunin i borginni. Lögrjetta kemur át á hverjum miö’ vikudegi og auk þess aukablöö við og viö, minst 60 blöð als á ári. Verö: 4 kr. árg. á fslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. jöli. Orðabók Jóns Olafssonar. Þeir, sem hafa boðsbrjef óendursend, sendi þau sem fyrst, svo að byrjað verði á prentun 2 heftis. aður skýrt frá, . . i, 179,541 kr. Viðlagasjóðurinn (veð- skuldabrjef hans og verðbrjef, að upp- hæð 385 þús. kr., sem eru að veði fyrir veðdeildum Lands- bankans) .... 1,787,952 — Rankavaxtabrjef III. seríu.................1,048,200 — Aktiva 4,015,693 kr. Skuldir samtals 2,433.333 — Mismunur 1,582,360 Kr. Af þessari upphæð er eftir að greiða Reykjavíkurhöfn 400,000 kr. smám saman. Peningaforðinn 31. des. 1912 sund- urliðast þannig: 1. Hjá stjórnarráðinu 28,885,00 kr. 2. — Landsbankan- um ... — 2,000,00 3. — Iandsfjehirði . — 9.99.756.37 4. Innieign hjá ríkis- sjóði og á við- skiftaliðum (versúr- ur)...............— 148,900,00 Kr. 1,179.541,37 Um fjárlagafrumvarpið, sem jeg nú legg fram, skal jeg vera stuttorð- ur í þetta sinn, og geyma mjer þær almennu athugasemdir, sem jeg hef við það að gera, þangað til frum- varpið kemur til 1. umræðu. Jeg vil aðeins þegar nú taka það fram, að enginn má láta villast af því, að frumvarpið kemur út með tekjuafgang, 75,600 kr,, til þess að halda að við sjeum birgir að tekj- um. Ástæðan er sú, að hjer er með reiknuð til tekna í 4. gr. upphæð, sem ekki hefur verið talin með tekj- unum fyr, þó að það sje að minni hyggju rjett, nefnilega afborganir af útlánum landsjóðs. Væri þessi upp- hæð, sem nemur nú 116 þús. kr. á fjárhagstímabilinu, ekki talin með, þá mundi vera tekjuhalli 41 þús. kr. Og um annað munar þó meira. Ef setja ætti í fjárlögin útgjöldin til þeirra símalagninga, sem samkvæmt lögum um talsímakerfi íslands nú á að framkvæma fyrir sjerstakt lán, þá mundi tekjuhallinn nema svo stórri upphæð, að jeg hefði kviðið fyrir að sýna h. háttv. deild frumvarpið. Nú verður kostur á mjög hagkvæmu láni til þessara starfa, sem að öllu leyti á að ávaxtast og endurborgast af tekjuafgangi landsímans. En með því hætt er við, að hinar nýju álm- ur Suðausturlands, sem nú stendur fyrir dyrum að leggja, borgi sig ekki eins vel og meginálmurnar hingað til, þá má búast við, að þetta hafi í för með sjer þó nokkra lækkun á tekjum landsjóðs af símuijum, sem nú eru taldar 315 þús. kr. á fjár- hagstímabili. Það skarð þarf að fylla á annan hátt. Það er því síst ófyrirsynju, að farið er fram á nokkra tekjuviðbót með nýjum skattalagafrv., sem lögð eru fyrir þingið, og mun eigi til hrökkva, nema vörutollslögin reynist því betur. Þau eru enn ekki búin að sýna sig, og þangað til reynsla er fengin um afkast þeirra og vin- sældir, álít jeg tilgangslaust að stinga upp á nýjum leiðum. Um afdrif frumvarps þess um lotterí, sem síðasta þing hugði mundi gefa landsjóði svo góðan tekjuauka, mun jeg gefa skýrslu í sameinuðu þingi við einhverja fyrstu hentug- leika. leiðrjetting. Við nánari rann- sókn hefur það komið fram viðvíkj- andi sendingu :Lögr. til Húnavatns- sýslu með apríl-póstferð, sem um var getið í síðasta tbl., að pósthúsið hjer hefur afgreitt sendinguna alveg rjett, enda var það og ranghermi, af mis- skilningi sprottið, að pósthúsið hafi lofað nokkurri leiðrjettingu framvegis, eins og sagt var í blaðinu. / Alþingi. 11. Pingmannafriiinvörp. 1. Um íslenskansjerfána. Flm.: L H. B., Jón Jónsson þm. Rvík, og G. Eggerz, og hljóðar það svo: „Hjer á landi skal vera löggild- ur íslenkur fáni. Sameinað al- þingi ræður gerð fánans". Bjarni, Skúli og B. Sv. flytja þær breyt- ingarrtillögur, að fáninn skuli vera af sömu gerð og bláhvíti fáninn, og hann skuli heita ís- lenskur fáni (ekki sjerfáni), og að úr gildi skuli numin öll þau lagaákvæðl, er heimili íslenskum skipum að nota annan fána. 2. Breyting á stjórnarskránni. Flm.: Bjarni, Skúli, Benedikt. — Ríkis- ráðsákvæðið felt burtu, landrit- araembættið afnumið og kon- ungkjörnir þingmenn, og skulu þingmenn vera 36 þjóðkjörnir, og kýs sameinað alþingi 12 til efri deildar, og skal kjörtíma- bilið vera 4 ár. Kosningarjett hafa allir, bæði karlar og konur, er hafa náð lögaldri og annað- j hvort eru fæddir hjer á landi j eða átt lögheimili síðustu 5 árin | og verið eitt ár heimilisfastir í kjördæminu. Reglulegt þing skal háð annaðhvort ár, en krefjist meiri hluti þingmanna hvorrar deildar, að aukaþing sje haldið, þá skal konungur kveðja til aukaþings, er eigi má lengur vara en 4 vikur, án samþykkis kon- ungs. Yfirskoðunarmenn lands- reikninga skulu vera 3, kosnir með hlutfallskosningu. Skilnað- ur ríkis og kirkju heimilaður með einföldum lögum. Enginn skyldur að inna af hendi per- sónuleg gjöld til annarar guðs- dýrkunar en þeirrar, sem hann aðhyllist. Rjettindi, bundin við nafnbætur og lögeign, má eigi lögleiða. Sambandslög milli ís- lands og Danmerkur skal bera undir þjóðaratkvæði eftir að al- þingi hefur samþykt þau. Með sjerstökum lögum má og ákveða, að skjóta megi undir þjóðarat- kvæði lögum, er alþingi hefur samþykt, ef V3 hluti hvorrar þingdeildar og 3000 kjósendur krefjast þess. 3. Um samþyktir um eftirlit úr landi með fiskiveiðum í land- helgi. Flm.: Kr. Dan. og Bj. Kr. Sýslunefndum heimilað, að gera samþyktir þar að lútandi með samþykki stjórnarráðsins. 4. Um breyting á lögum 10. nóv. 1905 um stofnun fiskiveiðasjóðs íslands, að alt sektarfje fyrir óiöglegar fiskiveiðar í landhelgi og andvirði upptæks afla og veiðarfæra skuli renna í sjóðinn. Flm.: B. Kr., Kr. Dan., Matth. Ól. og Sk. Th. 5. Um breyting á skipun læknis- hjeraða, að Þingvalla-, Kjósar-, Kjalarness- og Hvalfjarðarstr.hr., út fyrir Hrafnabjörg, skuli mynda nýtt læknishjeraði, er nefnist Kjósarhjerað. Flm.: Bj. Kr. og Kr. Dan. 6. Um stofnun Landhelgissjóðs ís- land. Flm.: Sig. Stef. Af 2/3 hlutum sektarf jár fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi og 2/3 hlut- um andvirðis upptæks afla og veiðarfæra skuli mynda sjóð, er landsjóður leggi í 5000 kr. árlega, er verja á til eflingar landhelgisvörnum Islands fyrir ólöglegar veiðar. Alþingi ákveð- ur, tivenær hann tekur til starfa. 7. Um breytingu á viðaukalögum frá 23. mars 1894 við tilskipun um veiði á íslandi 20. júní 1849. Flm.: B. Þorl. og Jós. Bj. í stað 2. greinar komi svohlj. grein: »Engir, hvorki varpeigendur nje aðrir, mega æðaregg selja nje kaupa, nje á nokkurn hátt af hendi láta til annara. Brjóti nokkur móti þessu, skal hann gjalda 10 til 100 króna sekt. Sje brotið ítrekað, tvöfaldast sektin". 8. Um samþyktir um hringnóta- veiði. Flm.: St. St. og Ól. Br. „Sýslunefndum heimilað að gera samþyktir um sildveiði með hringnót í landhelgi, er stjórnar- ráðið samþykkir". 9. Um viðauka við lög um friðun fugla frá 27. nóv. 1903. Flm. Bj. Þorl. og Jós. Bj. „Rjúpur skulu friðhelgar vera um allan tíma árs, fyrst um sinn í 5 ár frá 1. janúar 1914 að telja". 10. Um breytingu á lögum nr. 18, 9. júlí 1009 um styrktarsjóð handa barnakennurum. Flutn- ingsm : þingmenn Rvk. „Sjóð- urinn fær 2500 kr. styrk úr land- sjóði á ári hverju. Kennarafje lagið kýs í stjórnarnefnd sjóðs- ins þann manninn, er stjórnar- ráðið hefur hingað til nefnt beint í nefndina. Andist kennari, er átti rjett til styrks úr sjóðnum, má eftir atvikum veita ekkju hans, eða, sje hún ekki til, þá eftirlátnum börnum hans á ómaga- aldri, styrk þann, er hinn látni hefði getað orðið aðnjótandi. Pingsályktunartillögur. 1. Bj. Kr., Kr. Dan., Valtýr, Matth. Ól.,Sig.Stef.flytjatillögu um: Að 5 manna nefnd verði kosin til að íhuga, á hvern hátt að haganlegast mundi vera að efla hag Lands- bankans, og íhuga fyrirkomulag veðdeildar hans. 2. Sömu menn flytja og tillögu um, að 5 manna nefnd verði falið að íhuga samgöngumál á sjó. 3. Sig. Sig., St. St., Þorl. J., Ól. Br., P. J., Ein. J. flytja tillögu um, að skipuð verði 5 manna nefnd til þess að íhuga land- búnaðarmál og önnur atvinnu- mál. Nefndir. N. d.: Fjárlaganefnd: L. H. Bjarna- son (form.), Pjetur Jónsson (skr.), Jóh. Jóhannesson, Eggert Pálsson, Sk. Thoroddsen, Sig. Sigurðsson og Krist- ján Jónsson með hlutkesti milli hans og Valtýs Guðm. — Fjáraukal. 1912 —1913 vísað til þessarar nefndar. Landsreikninganefnd: St.St. (form.), G. Eggerz (skr.), M. Kr. — Fjár- aukal. 1910—1911 vísað til þeirrar nefndar. Skattanefnd: Jón Magn. (form.), Jón Ól., Ól. Br. (skr.), Matth. Ól., Kr. Dan., Halld. St. og Tr. B. (þessi nefnd fjallar um öll skattafrv. stjórn- arinnar og frv. um laun hreppstj,, verðlag og manntalsþing). Tolllaganefnd: Jón Jónss. (form.), B. Jónss. (skr.), Þorl. J., M. Kr., Ein. Jónss. (Til þessarar nefndar vísað frv. um vörutoll og vitagjald). Launanefnd: Sig. Sig., G. Egg., M. Kr., B. Sv„ Ól. Br. Stjórnarskrárnefnd: J. Magn., P. Jónss, L. H. B., Bjarni J., Jóh.Jóh., St. St., J. Ól. E. d.: Siglingalaganefnd: E. Br. (form.), Sig. Stef., Sig. Egg. (skr.), Einar J., Hák. Kr. Abyrgðarfjelaganefnd: J. Havsteen (form.), Stgr. J. (skr.), Guðj. G. Ritsímanefnd: Bj. Þorl. (form.), Jós. Bj. (skr.), Þór. J. Vatnsveitunefnd: Jón Jónat. (form.), Þór. J. (skr.), E. Br., Stgr. J., Jós. Bj. Bæjarstjórnarkosninganefnd: Guðj. G. (form.), Sig. Egg. (skr.), G. Bj. Hagstofunefnd: Sig. St. (form.), G. Bj. (skr.), Stgr. J. Sjódómar og rjettarfar í sjómálum: Sig. Egg. (form ), G. Bj. (skr.), E. Br. Mannskaðaskýrslur (vísað til sömu nefndar). Sparisjóðanefnd: Eir. Br. (form.), Þór. J. (skr.), Guðj. Guðl., Stgr. J,. Hák. Kr. Málaflutningsmenn: Júl. Havsteen (form.), Stgr. J. (skr.), Sig. Egg. Prestsetralán: Bj. Þorl. (form.), Ein. J. (skr), Jón Bj. Ættanöfn: Guðm. Bj. (form.), Jós. Bj. (skr.), Sig. St. (Býlanöfn vísað til sömu nefndar). I andhelgisnefnd: Sig. St., J. Jónat., Jós. Bj. Síðasta stórflugiö. Maður- inn, sem hjer fylgir mynd af, heitir Brindejone de Moulines og er fransk- ur. Hann flaug nýlega frá París, um Berlín og til Varsjá, f áköfu storm- veðri, og er mikið dást að því flugi, bæði styrkieika vjelarinnar og þraut- seigju flugmannsins. jiskijiingið. Það var haldið hjer dagana 30. júní til 5. júlf, og er hið fyrsta fiski- þing, sem haldið hefur verið hjer á landi. Þessir fulltrúar voru við- staddir: Jón Jónsson bókhaldari frá Seyðisfirði, Ólafur Jónsson útgerðarm. frá ísafirði, Magnús Kristjánsson alþm. frá Akureyri, Bjarni Sæmundsson mentask.kennari, Rvík, Tryggvi Gunn- arsson f. bankastj., Rvík, Matthías Þórðarson útgerðarm., Rvík, Magnús Sigurðsson lögfr. Rvík. Einnig voru þessir aukafulltrúar: Arnbjörn Ólafsson útg.m., Keflavík, Matth. Ólafsson alþm, Dýrafirði, Þorst. Gíslason bóndi á Meiðastöðum í Gullbr.sýslu. Forseti fjelagsins, Hannes Hafliða son, gaf skýrslu um hag fjelagsins. Samkvæmt henni voru nú í fjelag inu, auk aðaldeildar, 12 deildir með 542 meðlimi. Merkust mál, sem tekin voru fyrir á þinginu, voru stein- olíumálið, strandvarnarmálið, vita- mál, síldarútflutningur, um kenslu á hirðingu og meðferð mótora og um lög Fiskiveiðasjóðsins, auk margra fjelagsmála. Steinolíumálið hefur einlægt verið ofarlega á dagskrá Fiskifjelagsins síðan f fyrra, og urðu um það all- miklar umræður, sem enduðu með því, að fela stjórn fjelagsins fram- kvæmdir í málinu. — I strandvarn- armálinu hafði verið kosin nefnd á aðalfundi Fskifjelagsins í vetur, og lagði hún fram alllangt nefndarálit prentað. í þessu máli voru samþ. svohljóðandi tillögur: 1. Að alþingi og stjórnin geri sitt ítrasta til þess að landið taki sem fyrst í sína hönd gæslu landhelginnar, að svo miklu leyti sem hægt er. 2. Að landið styrki svo sem fært þykir úthald vjelbáta til aðstoðar við gæslu land- helginnar. — í síldarmálinu var skor- að á alþingi að breyta lögunum um söltun á síld frá 11. júlt 1910 í þá átt, að skoðun á útfluttri sfld nái yfir alt landið. — I mótoramálinu var samþ. að veita alt að 1500 kr. úr sjóði Fiskifjelagsins til vjelfræð- ings, sem ferðaðist um og kendi mönnum meðferð mótora, að leiðar- vxsir væri gefinn út um sama efni, og skorað á þá, sem selja hjer mó- tora, að láta fylgja þeim nákvæman leiðarvísi um meðferð vjelanna. — Ymsar fleiri tillögur og samþyktir voru gerðar á þinginu, og vísast til skýrslu um það, sem kemur út bráð- lega. Þessir hlutu kosningu í stjórn fje- lagsins til næsta þings 1915: For- seti: Matth. Þórðarson útgerðarm. Varafors.: Hannes Hafliðason. Með- stjórnendur: Geir Sigurðsson skipstj., Bjarni Sæmundsson mentask.kennari, Tryggvi Gunnarsson f. bankastj., Jón Ólafsson skipstjóri. Eftir Gudmund Hjaltason. Skólarnir og blöðin, skáldin og aðrir rithöfundar, eru, eins og kunn- ugt er, einhver helstu menningar- meðulin nú á dögum. Fyrirlestrar eru og eitt menningar- meðalið og geta gert gagn eins og hin. En hjer á landi er ennþá örð- ugt að nota það, einkum vegna strjál- bygðar, veðráttu og húsaskorts. Má þó með lagi gera mikið gagn með því, vekja og fræða, leiðbeina og leiðrjetta bæði í andlegum og ver- aldlegum efnum, greiða götu skólanna og bókmentanna og fleira. En mikið þarf til þessa starfs, ef vel á að ganga, Ekki aðeins þekk- ing og áhuga, andríki og mælsku og aðra andlega hæfileika, heldur einnig likamsþrek og þol og góða heilsu. Og svo ekki síst nægjusemi og reglu- semi. Þótt jeg tii dæmis hafi nú yfirleitt fengið góðar viðtökur, þá finn jeg það, að náttúran gerir starf þetta oft erfitt. Margur dagur fellur úr, og til þess að starfið gangi nokkurn veginn duglega, verður að halda 2 og stundum 3 á dag. Með þessu móti hefur mjer tekist að halda yfir 400 fyrirlestra á þessum seinustu 4 árum. Jeg hef haft 400 kr. landsjóðsstyrk seinustu 2 árin, og önnur 400 frá Flensborg, alþýðufræðslu, Búnaðar- fjelagi og Ungm.f jelögum. Alls 800 kr. Mjer hefur ekki veitt af hausti, vetri og vori til fyrirlestranna sjálfra, og svo sumrinu til undirbúnings; hef þó orðið að vinna líkamlega vinnu með á sumrin. En 800—900 kr. alls handa 4 mönnum þykir nú lítið fyrir þá, sem hafa gengið skólaveginn. Læt jeg það nú vera samt. Við það má þó bjargast með góðri heilsu og nægjusemi. En ekki munu margir fyrirlestramenn gera sig ánægða með það til lengdar. Jeg held að fyrirlestramaður ætti að minsta kosti að hafa alls 1200 kr., halda svo fyrirlestrana ókeypis fyrir alla með því móti, að fá fundahús, gisting og fylgdir ókeypis; halda þá á einum 3—5 stöðum í sveit hverri, svo fólK þyrfti ekki nema lítinn tíma til að sækja þá. Hann ætti að gera fyrirspurnir um hvaða heimili helst óskuðu fyrirlestra, og halda þá þar. Hjeldi hann nú t. d. fyrirlestra á 5 stöðum í sveitinni, yrði dagleið hans svo stutt, að hann ætti oft að geta haldið 3 á dag. Á þennan hátt held jeg að alþýða fengi best og þægi- legust not af fyrirlestrunum. íslamls banki. Aðalfundur bankans var hald- inn 2. þ. m. Fundarstjóri var kosinn Halldór Daníelsson yfir- dómari. — Hjer skal getið hins helsta, er á fundinum gerðist. 1. Lesin upp skýrsla fulltrúa- ráðs bankans um starfsemi hank- ans síðastl. ár. Umsetning bank- ans það ár hefði verið meiri en nokkru sinni áður. 2. Lagður fram reikningur bankans fyrir árið 1912 og skýr-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.