Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 16.07.1913, Síða 4

Lögrétta - 16.07.1913, Síða 4
120 L0GRJETTA Lögr]etta kemur át á hverjnm mið' vikudegi og auk þess aukablöð vlð og v!ð, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á ísiandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Kenning Únítara. FundarræSa eftir séra Rögnvald Pétursson. (Frh). ---- Eðli mannsins er sérstæð eining, óskift tilveruheild. Það er ekki um ytri og innri mann að ræða í fornum skiln- ingi. Persónuleiki mannsins er samein- ing sllaraflanna, samverkandi í llkams- myndinni, — efnismyndinni. Að hve miklu leyti þau öfl eru takmörkuð og mótuð og mynduð af líkamsbygging- unni, er ókunnugt um, en sjálfsagt eru þau það að miklu leyti. Því eitt er víst, að samfara andlegum þroska mann- kynsins hefir líkamsbygging mannsins tekið ýmsum smábreytingum, er allir hljóta að álíta að hafi verið nauðsynlegar, til þess að ið andlega llfið næði fram- förum—því tilveran gerir ekkert: að nauð- synjalausu. En nú þótt maðurinn sé ekki tvískifts eðlis, þá er það þó skoðun allflestra, að nú, og síðan hann náði þvl stigi að vera persónuheild út af fyrir sig, lifi hann eilíflega, eins þótt hann deyi hér á jörð. En kemur það ekki í mótsögn, ef persónuleiki mannsins er sameining sálaraflanna, er bæði skapast eftir þeirri byggingu, sem líkaminn öðlast, og eru samverkandi líkamanum? Nei! Vegna þess að eftir að persónuleiki mannsins er fullmyndaður, byrjar hann aftur að gagnverka á líkamann og breyta hon- um, og að Iokum getur hann komist af án hans. Hver einstakur maður er dæmi þess. Yfir þroskaárin er líkam- inn að breytast og persónuleiki manns- ins að skapast. Eftir það tímabil breyt- ist persónuleiki mannsins ekkert, en lfk- aminn heldur áfram að breytast, og það ekki inum andlegu öflum til hjálpar, heldur oft og tfðum hið gagnstæða, því hann hrörnar. Persónuleikinn er þá orðinn sjálfstætt starfandi. Og það er mikill munur mannsins í sjón, frá því hann er fertugur og þangað til hann deyr áttræður, en þó er maðurinn sá sami, sem persónuheild, og verður, þótt hann deyi. Það er vísindaleg staðhæflng, að ekk- ert, er til hafi orðið, geti orðið að engu, né orðið til af engu. Svo er þá einnig með lífið ; það hefir orðið til, og ekki þá heldur a f engu, og getur því ekki orðið a ð engu. En lífi mannsins er það lengra komið, að það er orðin sér- stæð persónuheild, fram yfir inar óæðri líftegundir. Og sú persónuheild verður ekki að engu. — Það er lfka skylt dæmi, þó það eigi ekki að öllu við: segjurn að heimurinn farist, deyi, eins og vér segjum um líkamann, myndi þá guð, sem er líf þessa heims, ekki verða leng- ur til? Nú getur ekki heimurinn dáið þannig, að hann verði að engu fremur en líkami mannsins. En getur þá guð orðið að engu, líf alheimsins? Heimur- inn getur dáið, en dauði hans boðar þá um leið nýjan himinn og nýjan heim, og dauði hans er að eins myndbreyting eða myndaskifti. Tæki ef til vill langan tíma, en tíminn er alls ekkert atriði á mæli eilffðarinnar. Frh. jtiesa-steinnmn. Árið 1868 ferðaðist þýskur trúboði, F. Klein að nafni, í Arabíu, þeim hluta hennar þar sem Móabítar bjuggu forðum. Honum var þá sýndur þar inerkilegur steinn (minn- ismerki), fullur með letri á framhlið- inni. Stærð hans var, hæð um 4 fet, breidd um 2 fet og þykt rúm- lega 1 fet. Trúboðinn vildi kaupa steininn, því að honum var það þeg- ar ljóst, að hjer var um merkilegan stein að ræða. En þá er hljóðbært varð, að hjer væri um letraðan stein að ræða, fóru fleiri að keppa um að eignast hann. Forngripasafn í Berlín bauð í hann 1500 kf., en Frakkar buðu þá 6700 kr. í hann. Arabar vildu þá og ætluðu að selja Frökk- um, en þá er tyrkneska stjórnin komst að þessu, krafðist hún, að pen- ingarnir fyrir steininn yrðu greiddir til sín. Arabar urðu þessu svo gramir, að þeir brutu steininn í marga mola. Frökkum hafði þó tekist að ná í nákvæmt eftirrit af letri steinsins, og hafa þeir einnig látið smala saman brotunum og setja þau saman, svo að steinninn er nú geymdur í Louvre- safninu í París í heilu líki að heita má. Letrið á steini þessum hefur verið lesið, fyrir síðustu aldamót, þýtt, út- skýrt og gefið út; og augljóst er orðið, að Mesa konungur Móabíta hefur Iátið reisa og áletra stein þenn- an um 900 árum fyrir Krists fæðingu, til þakklátrar endurminningar fyrir frelsun sína og þjóðarinnar (Móabíta) undan ánauðaroki ísraelsmanna. I 2. kon. 1. 1. í biblíunni stendur: „Eftir dauða Akabo brautst- Móab undan ísrael". Og í sömu bók 3. kap. er frásögn um herferð þeirra: Jórams konungs í Ísraelsríki, Jósafats Júda-konungs og konungsins í Edóm á hendur Móabítum, til þess að gera þá aftur skattskylda Gyðingum. Þess- um 3 konungum tókst nú að sönnu að vinna sigur á Móabítum í orustum og vinna borgir þeirra „úns eigi var annað eftir en steinmúrarnir í Kír-Hareset“. „En er Móabskon- ungur (Mesa) sá, að hann mundi fara halloka í orustunni, tók hann með sjer 700 manna, er sverð báru, til þess að brjótast út þar sem Edóm- konungur var fyrir, en þeir gátu það ekki. Þá tók hann frumgetinn son sinn, er taka átti ríki eftir hann, og fórnaði honum í brennifórn á múr- unum. Kom þá mikil reiði yfir ís- rael, og hjeldu þeir burt þaðan og hurfu aftur heim í land sitt", (2. Kon. 3. 25.-27). Á þennan hátt segir Biblían frá herferð þessari og afdrifum hennar. ísraelsmönnum hepnaðist ekki að gera Móabítana aftur skattskylda. Mesa konungur og Móabítar hjeldu frelsi sínu. Mesa-steinninn er svo reistur og letraður til þakklætis og minningar um frelsun þeirra. Letur steinsins byrjar á þennan hátt: „Jeg, Mesa, sonur Chemosh-Meleck, „konungur Moabo, Dibónítinn. Bróð- „ir minn ríkti yfir Móab í 30 ár og „jeg ríkti eftir föður minn. Jeg „reisti þetta minnismerki hana Chem- „osh við Korkah. Minnismerki fyrir „frelsun, því að hann frelsaði mig „frá öllum aðsækjendum og Ijet mig „sjá óskir mínar rætast á öllum mín- „um fjendum". o. s. frv. Þessi steinn sannar nú ýmislegt merkilegt. 1. sannar hann, að Mesa og Móa- bítar frelsast undan yfirráðum ísraels, eins og Biblían bendir til. 2. sannar hann, að Móabítar hafa átt ritmál á dögum Mesa konungs, um 900 f. Kr. 3. sannar hann, að þetta ritmál er mjög líkt Hebreskunni, máli Gyð- inga; enda telur Biblíun Móabíta af- komendur Lots, bróðursonar Abra- hams. 4. sannar hann, að ritmálið hjá Móabítum er svo fulkomið á Mesa konungs tímum, að greining er gerð á sjerhverju orði (settur punktur á milli allra orða), en ekki ritað alt í einni samanhangandi klausu, eins og nýguðfræðingarnir hafa haldið fram að hafi verið gert á ritum Biblíunn- ar (G. T.). 5. sannar hann, að það getur ekki verið rjett, sem nýguðfræðingar halda fram út af rannsóknum rita Gamla testam. að Gyðingar hafi ekki átt til ritmál fyrri en á 8. öld f. Kr. (100 árum seinna en Mesa-steinnin er reistur). Prófessor A. H. Sayce í Oxford, sem nú er talinn einn hinn lærðasti maður í assýriskum og he- breskum málum, segir um letrið á Mesasteininum: „Formið á stöf- unum á Mesasteininum sýnir, að Móabítar hafa notað ritmál (á minn- ismerki) um langan aldur áður en þessi steinn er reistur og letraður". Getur nú nokkur fengist til að trúa því, að Gyðingar hafi ekki þekt staf- rof, nje haft nokkra hugmynd um ritlistina, fyrri en hundruðum ára síð- ar en frændur þeirra, Móabítar? Lík- legra væri, að Gyðingar hafi þekt og notað ritmál að minsta kosti eins snemma og Móabítar, og það ekki síður greinilegt ritmál en þeir. x. Gerlarannsóknarstöðin í Reykjavík, Lækjargötu 6, tekur að sjer alls konar gerlarannsóknir fyrir sanngjarnt verð og er venju lega opin kl. II — 2 virka daga. — Jafnframt útvega jeg, sem aðal- umboðsmaður á íslandi fyrir sjón- færavnrksmiðju C. Keiclierís í Wien, Austurríki, hinar bestu ódýr- ari smásjár (microskop) með inn- kaupsverði og hef sýnishorn af þeim á rannsóknarstöðinni. Gísli Guðmimdsson. Lýöskdlinn í Bergstaðastr. 3 starfar næsta vetur með líku sniði og undanfarið. Byrjar i. vetrardag. Skólastjóri verður Ásmundur Gestsson kennari, sem áður hefur kent við skólann. Hann hefur verið í Dan- mörku undanfarið ár á Statens Lærer- kursus; kemur heim í ágústmán n. k. — Umsóknir sendist merktar: Lýð- skólinn í Bergstaðastræti 3, Rvík. — Nánar auglýst síðar. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutnlngsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsfml 16. IJndirrltadur tekur að sjer mál- færslu- og innheimtu-störf. Til við- tals kl. 6—71/2 e. m. á Grettisgötu 20 B. Talsími 322. Marínó Hafsteln. pseignir til sölu. Neðangreindar húseignir fást keyptar : Klapparstígur Nr. 20. Grettisgata Nr. 10. Yitastígur Nr. 11. Semjið við Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmann. Furðuvark nútímans. 100 skrautgripir, allir úr hreinu amerísku gull-))double<í, fyrir aðeins kr. 9,25. 10 ára ábyrgð. 1 ljómandi fallegt, þunt 14 kar. gull-double anker-gangs karlmanns-vasaúr, sem geng- ur 36 tíma, ábyrgst að gangi rjett í 4 ár, 1 fyrirtaks leð- ur-mappa, 1 tvöföld karlm,- úrfesti, 1 skrautaskja með manchettu-, flibba- og brjóst- hnöppum með patent-lásum, 1 fingurgull, 1 slipsnæla, 1 kven-brjóstnál (síðasta nýung), 1 hvítt perluband, 1 fyrirtaks vasa-ritföng, 1 vasa spegill í hulstri, 80 gagnsmunir fyrir hvert heimili, alt safnið, með 14 kar. gyltu karlmanns-uri, sem með rafmagni er húðað með hreinu gulli, kostar aðeins kr. 9,25 heim- sent. Sendist með póstkröfu. — Welt- versandhaus H. Spingarn, Krakau, Östrig, Nr. 464. — Þeim, er kaupir meira en 1 safn, verður sendur ókeypis með hverju safni 1 ágætur vasa-vindlakveykjari, Sjeu vörurnar ekki að óskum, verða peningarnir sendir aftur; þess vegna er engin áhætta. jíí. jlÆagnús (Jfc») Ixknir, sjerfræðingur í húðsjúk- dómum. Yiðtalstími kl. 9—11 árdegis. Kirkjustræti 12. Húseignín nr. 12 i Xirkjustræli fæst keypt. Nánari upplýs- ingar hjá Halldóri yfirdómara Daníelssyni, Aðalstr. 11. Oddur Gríslason yfirrjettarmálaflutningsmaður, Lauf'ásveg 22. Venjul. heima kl n—12 og 4—5 IQT* Auglýsingum í „Lög- rjettu“ tekur afgreiðslan við eða prentsmiðjan. Prentsmiðjan Gutenberg. KOL. Þeir, sem kynnu að vilja selja Laugarnesspítala hjer um bil 1G0 tonn góð ofnkol heimflutt í kjallara spítalans íyrir miðjan ágústmán. þ. á., sendi m jer skrifleg tilboð með lægsta verði fyrir 20. þ. m. Laugarnesspítala 14. júlí 1911. Einar Markósson. TJrn leið og hjer með auglýsist að undirritaður liefur aðalumlíoð fyrir „Continentale-V ersi- elieniug'-Oesellseliaft,,4 Manuheim, til þess að vátryggja skip og vörur gegn sjóskaða, gefst einnig til kynna að „lT'oi-siliriiigs Ak.lítiesel- slíatiet Hansa“, Stoelcliolm, jafnóðum og samningar, sem gerðir eru við þetta fjelag, eru útrunnir, mun hætta að starfa. „Oontiiientale“ er fjelag, sem hefar starfað í hjer um bil 29 ár og heíur mikið álit á sjer. Stofnfje er 2 miljónir marka, varasjóður er V2 miljón. Fjelagið hefur síðan 1. dag maímánaðar tekið að sjer 50°/o af vátryggingum »Hansa«-fjelagsins og ið- gjöld og skilmálar eru hinir sömu og hjá )>Hansa«. Qarl cKrolle. danska smjörlihi er besl. Biðjið um legundírnar „Sólcy” „Ingólfur” Mehla"eða Jscifoíd” Smjörlihið fœ$Y einungij fra : Offo Mönsfed h/f, Kaupmnnnohöfn oQjf\ró$am i Oanmörhu. Carlsberg- brug’g’húsin mæla með Garl$ber£ inyrkum skattefri alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum, haldgóðum. Garl$berg $kattefri porter hinni extraktríkustu af öllum portertegundum. Carlsberg sódayatn er áreiðanlega besta sódavatn. Þakpappi fæst með innkaupsverði hjá clofí. *3ófíannossynif Laugaveg 19.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.