Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.08.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 20.08.1913, Blaðsíða 2
140 L0GRJETTA Lðgrjetta kemur út á hverjum mið' vikudegi og auk þess aukablöO vifl og við, minst 60 blöfl als á ári. Verfl: 4 kr. árg. á fslandi, erlendis S kr. Gjalddagi 1. júlt. lega hefur fundið H. Hafstein það til foráttu, að hann hefur ekki lagt öll völdin í hendur Heimastjórnarflokkn- um, og að hinu leytinu Skúla Thor- oddsen, Björn Kristjánsson, Bened. Sveinsson, Bjarna frá Vogi og Val- tý Guðmundsson sem stuðnings- menn? Annað mál er það, að eins og fylgið við ráðherra skiftist nú af til- viljun milli deildanna, er staða hans í þinginu afarörðug. Og eftir því, sem enn horfir, sýnist þingið ætla að verða mesta ólánssamkunda, sem engu nýtilegu getur afkastað. Reyn- ist það alveg óhæfilegt, hlýtur að sjálfsögðu að kom til athugunar hjá ráðherra, hvort hann eigi ekki að leita til þjóðarinnar og reyna að fá þing, sem hagar sjer betur. En mjer liggur við að segja, að það væri samviskulaust af honum, þjóðarinnar vegna, hvað mikið sem hann kann að langa til að losna, að víkja fyrir þannig lagaðri mótspyrnu, sem hann mætir nú á þinginu, án þess að hafa gert þjóðinni kost á að taka í taumana. Skalla-Grímur. Alþingi IX. Stjórnarskrármálið. Nefndin er tvíklofin. Meiri hlut- inn (Jón Magn., Jóh. Jóh. og Pjetur Jónsson, en L. H. B., Jón Ól. og St. St. með fyrirvara) hefur komist að þeirri niðurstöðu, að rjett sje að byggja í öllum atriðum á stjórnar- skipunarlagafrumvarpi því, er alþingi samdi og samþykti 1911. „Það frum- varp er svo kunnugt orðið, og þær breytingar, er það gerði á hinum eldri stjórnarskipunarlögum, svo ítar- lega ræddar af þinginu, að ekki þykir þörf á að orðlengja um þær, að því leyti, sem þær eru teknar upp óbreytt- ar af meiri hluta nefndarinnar í það frumvarp, er nú er fyrir. Þykir oss því nægja að sinni að gera grein fyrir þeim atriðum, er frábrugðin eru frumv. 1911, Meiri hluti nefndarinnar er þeirrar skoðunar, að ekki eigi að fastákveða í stjórnarskrá tölu ráðherra, og að rjett sje að byggja á því, sem nú er, að einn sje ráðherra. Hitt telur nefndin eftir atvikum rjett, að ákvæði sje sett í frumv. um það, að breyta megi tölu ráðherra með lögum. Nefndin er þeirrar skoðunar, eins og alþingi 1911» að ekki sje rjett, að það sje fastákveðið í stjórnar- skránni; að uppburður íslenskra mála fyrir konungi skuli fram fara í ríkis- ráðinu, en telur aftur á móti rjett eftir atvikum, að það sje tekið fram beinum orðum í stjórnarskránni, að það sje lagt á konungsvald, hvar málin skuli borin upp fyrir honum. Meiri hluta nefndarinnar þótti ekki næg ástæða til að binda rjett stjórn- arinnar til að víkja emhættismanni frá embætti til fullnaðar því skilyrði, að honum sje áður gefinn kostur á, að verja mál sitt fyrir dómi. Nefnd- in lítur svo á, að eins og hjer til hagar sje engin veruleg hætta á því, að stjórnin misbeiti frávikningar- rjetti sínum, og að vald hennar yfir embættismönnum sje ekki of mikið, þótt hún haldi þessum rjetti óskert- um. Meiri hluti nefndarinnar er sömu skoðunar sem alþingi 1911, aðhalda beri tvískiftingu þingsins í deildir, og að brýna nauðsyn beri til, ef kosn- ingarrjettur er rýmkaður svo, sem til er ætlast hjer, að setja nokkra tryggingu fyrir því, að önnur deild- in verði skipuð reyndum mönnum. Nokkra tryggingu þykjumst vjer fá fyrir þessu með því að taka upp það ákvæði, að 'óll efri deild, en ekki eins og frv. 1911, að eins meiri hluti hennar, 10 af 14, sje kosin hlut- bundnum kosningum um land alt í einu lagi, og að kosningarrjettur og kjörgengi til efri deildar sje bundið við 35 ára aldur. Meiri hluti nefndarinnar hefur orðið ásáttur um, að halda í aðalatriðum fast við kosningarrjettarákvæði frv. 1911, þó með þeim takmörkunum, að hinir nýju kjósendur komi ekki allir í einu, heldur smátt og smátt, þannig, að eftir 15 ár sje kosningar- rjetturinn til neðri deildar orðinn þannig, sem frv. 1911 segir fyrir um. Meiri hluti nefndarinnar telur það varhugavert, að fjölga svo mjög kjósendum alt í einu, að núverandi kjósendur sjeu sviftir mestöllu valdi yfir landsins málum. Nefndin telur það rjett, að dóm- endur þeir, er engin umboðsstörf hafa á hendi, — nú eru það aðeins lands- yfirdómararnir, — eigi ekki sæti á alþingi, og hafi yfirleitt ekki önnur störf á hendi en dómstörfin, því það mundi auka traust þeirra og virðing, ef vitanlegt væri, að þeir hefðu eng- um öðrum störfum að gegna, væru fyrir utan flokkadeilur, að mestu að minsta kosti, og gætu ekki annars dregið sig eftir neinum launuðum störfum, enda var nefndin sammála um að launa ætti þeim svo ríflega, að embættin væru að því leyti virðu- legri og eftirsóknarverðari. Meiri hluti nefndarinnar álitur eftir atvik- um hins vegar ekki rjett að svifta núverandi yfirdómara kjörgengi. Þá hefir nefndin orðið á sömu skoðun, sem látin er í ljósi í áliti meiri hluta nefndarinnar í neðri deild í stjórnarskrármálinu 1912, að eigi sje tímabært að leiða í lög alþýðu- atkvæði um löggjafarmál. Flytur hún síðar þær breytingar helstar, að lögin skuli borin upp fyrir konung, þar sem hann á kveð- ur; að til efri deildar verði kosnir 14 þingmenn með hlutfallskosningum í einu Iagi um land alt. Þingmenn skulu kosnir til neðri deildar til 4 ára, en til efri deildar til 8 ára, en helmingur þeirra fari frá 4. hvert ár. Kosningarrj ett skulu konur og hafa, sem eru 25 ára, þó þannig, að fyrst fái þær hann, og þeir karlmenn, sem hingað til hafa ekki haft kosningarrjett, sem eru 40 ára, þegar kjörskrá er fyrst samin eftir þessum lögum; næsta ár að auki þær og þeir, sem eru 39 ára o. s. frv. þannig, að lækka aldurtakmarkið um eitt ár í senn, þar til allir eru búnir að fá kosningarrjett. — Þeir, sem hafa ekki óflekkað mannorð, eru ekki fjár síns ráðandi og eiga ógreidd- an sveitarstyrk, skulu ekki hafa kosn- ingarrjett, svo og þeir, sem ekki hafa dvalið 1 ár í kjördæminu. Kjörgengir til alþingis eru þeir, sem kosningarrjett hafa, og verða þeir að eiga hjer lögheimili. Dóm- endur, sem ekki hafa umboðsstörf á hendi, eru ekki kjörgengir. Bjarni Jónsson frá Vogi hefur einn orðið í minni hluta, og vill að sam- þykt sje frumv. það, sem hann og þeir Ben. Sv. og Sk. Th. fluttu í þingbyrjun og þegar er getið um hjer í blaðinu. Fjáriögin. Önnur umræða um þau stóð yfir á laugardaginn, mánudaginn og í gær. Meiri hlutinn af breytingartil- lögum nefndarinnar náði fram að ganga. Þriðja umræða byrjar á föstudaginn. Fánamálinu vísaði efri deild umræðulaust til nefnd- ar: Bj. Þorl., E. Br., Jós. Bj., Sig. Egg-i Stgr. J. Lög frá alþingi. 10. Um stofnun Landhelgissjóðs íslands. 1. gr. Af sektarfje fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi skal stofna sjóð, er nefnist Landhelgissjóður íslands. 2. gr. í sjóð þennan renna 2/3 sektarfjár fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi að meðtöldum 2/3 netto andvirðis fyrir upptækan afla og veiðarfæri eftir að lög þessi öðlast gildi. 3. gr. Til sjóðsins leggur og lands- sjóður 5000 krónur á ári, er telst með árstekjum hans. 4. gr. Sjóðnum skal á sínum tíma varið til eflingar landhelgisvörnum íslands fyrir ólöglegum veiðum, og ákveður löggjafarvaldið, hve nær hann tekar til starfa og hve miklu af fje hans skal til þessara varna varið. 5. gr. Til þess tíma, sem ákveðin er í 4. gr., má ekki skerða sjóðinn, og skulu allir vextirnir af stofnfje hans leggjast við höfuðstólinn. 6. gr. Landsstjórnin hefur á hendi stjórn sjóðsins, og skal hún ávaxta fje hans í Landsbankanum. Reikn- ingur hans skal árlega birtur í Stjórn- artíðindum. 7. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1914. 11. Um breyting á lögum nr. 26, 11. júlí 1911, um skoðun á síld. Skoðun skal fram fara á allri ný- veiddri síld, sem ætluð er til útflutn- ings, og veidd er í herpinót eða reknet, og söltuð er á landi eða hjer við land. Auk þess skal öllum gefast kostur á að fá mat á saltaðri síld, hafi hún legið hæfilega lengi í salti. Hallærisvarnir. Nefndin í því máli ber upp frv. til laga um forðagæslu og gerir grein fyrir því frumvarpi í ítarlegu nefndar- áliti. Þar segir: „Oss, sem höfum til meðferðar frv. til laga um hallærisvarnir, hefur verið Ijóst frá upphafi, að lög nr. 7, 1900 um horfelli á skepnum 0. fl. þurfa mikilla umbóta í mörgum greinum. Þegar um það er að gera, að tryggja atvinnuvegi landsmanna sem best gegn skyndiiegum áföllum, sem hlotist geta af illu árferði, þá er þrenns að gæta: 1. Það þarf að koma upp öflug- um tryggingarsjóði handa öllu efna- litlu fólki, sem aldrei megnar að standast miklu óárin (vetrarharðindi, grasbrest, aflaleysi) hjálparlaust. 2. það er brýn nauðsyn, að koma því lagi á, að jafnan sje til reiðu nægur vetrarforði handa mönnum og skepnum í öllum þeim hjeruðum, sem enn eru svo stödd, að tekið getur fyrir alla aðflutninga mánuðum saman, bæði á sjó og landi. 3. Og loks er þá auðsætt, að hjer er þörf á ströngu eftirliti því til tryggingar, að hvergi vanti nauðsyn- legar haustbirgðir og ekki hljótist stórtjón eða óþarfur tilkostnaður af óforsjálni einstakra manna eða lieilla sveita. Nú hefir efri deild alþingis samþykt frumvarp um hallærissjóð, og neðri deild hefur til meðferðar frv. til við- aukalaga við lög nr. 24, 1909 um samþyktir um kornforðabúr til skepnu- fóðurs. Vjer höfum því tekið til íhugunar, hvaða breytingar sjeu nauðsynlegar á eftirlitinu, sem skipað er fyrir um í lögum nr, 7, 1900. Það er vafalaust óhætt að fullyrða, að þau lög hafa óvíða komið að til- ætluðum notum og allvíða að mjög litlum eða engum notum. Það er t. d. á allra manna vitorði, að síðan lögin gengu í gildi, hefir það borið við, að fjenaður hefur fallið úr hor í ýmsum sveitum landsins, og verið allmikil brögð að því; en ekki er oss kunnugt, að nokkur maður hafi orðið að sæta sektum eða fangelsi fyrir þá sök samkvæmt 5. gr. lag- anna. Ennfremur er öllum orðið Ijóst, að ein skoðun, og það síðari hluta vetrar, er allsendis ónóg, af því að þá er oft orðið ógerlegt að bæta úr þeim forðaskorti, sem fyrir finst. Þá er skipun skoðunarmanna mjög óhentug; þeir eru kosnir á haust- hreppaskilum, og ekki nema til eins árs í senn, en af því hefur leitt, að mannavalið hefur oft mistekist, eða góðir menn látið af starfinu eftir eitt ár. Og loks hefur með rjettu verið fundið að því, að gæslumenn geti ekki látið til sín taka sem skyldi, hafi ekkert þvingunarvald, en margir virði ráð þeirra að vettugi, sjer sjálf- um oft til stórtjóns og skepnum sín- um til kvalar. Til þess að eftirlitið komist í gott lag og beri fullan árangur, teljum vjer nauðsynlegt: a. að vanda sem best valið á gæslumönnunum í hverjum hreppi; b. að lögbjóða þrjár eftirlitsferðir, haust, vetur og vor; c. að vandlega sje gætt að pen- ingsfjölda og fóðurbirgðum að haust- inu og þær sveitir, sem illa eru staddar og hætta búin, ef illa vetrar, hvattar til að afla sjer eða tryggja sjer varaforða, og helst gert það að skyldu; d. að þeir, sem eru komnir í fóðurþröng, þegar á vetur líður, sjeu skyldaðir til að afla sjer fóðurs eftir fyrirsögn gæslumanns, ef þeir eiga kost á því; e. að fyrningar sjeu mældar á vorin og skoðaður allur búpeningur bænda og hverjum búanda veittur glöggur og rjettlátur vitnisburður fyrir útlit búpeningsins og skepnuhirðingu á umliðnum vetri. Af þessum ástæðum höfum vjer samið og berum upp frumvarp til laga um forðagæslu, og felur það í sjer öll þau meginatriði, sem nú voru nefnd; ætlumst vjer til, að þet.ta frumvarp, ef það verður að lögum, komi í staðinn fyrir „horfellis- lögin“, og trúum því fastlega, að það gæslustarf, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, muni koma að margfalt meiri notum en lögin nr. 7, 1900. Það er fullyrt, að glöggir gæslumenn eigi jafnan hægt með að meta fóður- birgðir bænda bæði á haustin og eins á útmánuðum og gera ábyggi- lega áætlun um fóðurþörfina eftir peningsfjölda; geta þeir því orðið lítilsigldum búendum og nýgræðing- um að miklu liði. Vjer getum meira að segja fært álitlegar sönnur á, að svo muni verða, því að oss er kunnugt, að einstaka sveitir hafa af sjálfsdáðum tekið upp þær eftirlitsaðferðir, sem vjer viljum leiða í lög, og gefist mæta vel“. Nefndin telur lífsnauðsyn fyrir landbúnaðinn, að hver sveit eða sýsla tryggi sjer varaforða, ef illa heyjast. Af heyskorti á vorinu stafi lamba- dauðinn, sem oft veldur miklu tjóni. Skýrslur um hann eru engar til. En í verslunarskýrslunum eru talin út- flutt lambskinn og kemur þar greini- lega í Ijós, að vanhöldin eru mikil og misjöfn. Skýrslur um útflutt lamb- skinn á árunum 1880—1910 fylgir nefndarálitinu. 1880 eru útfl. lamb- skinn 9641, 1881 eru þau 18644, en 1882 eru þau 65602. Það er hæsta talan á tímaSilinu, en 1884 er hún lægst, 7800. 1885 er hún 31445. Svo verður hún ekki afarhá aftur fyr en 1906, en þá er hún 34632, og 1910 er hún 31278. Það er eftirtektar vert, segir í nefnd- arálitinu, að stundum hefur orðið mikill skepnufellir hjá ýmsum bænd- um rjett á undan góðum bata, ekki munað meiru en því, að þá hefur vantað viku eða hálfsmánaðar fóður handa skepnunum. Og þó völ hafi verið á kornkaupum, hefur mörgum orðið það á, að draga þau of lengi, þangað til fje var orðið horað og hey á þrotum. Að skipa mönnum að skera af heyjum á útmánuðum, getur þótt hart, er bata má vænta. En alt ann- að mál er hitt, að gera mönnum að skyldu að afla sjer fóðurs, ef þeir eru komnir í þröng. Af því getur aldrei leitt neitt teljandi tjón, en oft gágn. Rajmagn í Winnipeg. Úr brjefi að vestan. „ . . . Þið hafið mikil framfara- fyrirtæki á prjónunum, þar sem gufu- skipamálið og járnbrautin eru. Betur að þjóðin bæri gæfu til að eiga þau fyrirtæki sjálf og starfrækja þau. Jeg sje að hugsað er um að nota frem- ur gufu en rafmagn fyrir hreyfiafl á járnbrautinni. Auðvitað hef jeg ekki þekkingu til að dæma um, hvort betra sje. En mjer sýnist rafmagnið vera að útrýma gufuaflinu á fiestum sviðum, þar sem mögulegt er að koma því við. Verksmiðjur þær, sem bygðar hafa verið hjer á sfð- ustu árum, eru allar reknar með raf- magni, og margar hinar eldri hafa lagt niður sinn gamla útbúnað og tekið rafmagn í staðinn, t. d. hveiti- mylnan, sem jeg vann hjer við fyrstu árin, en hún þarf 1000 hestöfl. Winnipegborg á nú öfluga raf- magnsframleiðslustöð, en áður var alt rafmagn keypt af strætisbrauta- fjelaginu, og heyrði jeg ekki getið um, að verð á rafmagni væri hjer hærra en gengur og gerist. En síð- an bærinn fór að selja rafmagn hef- ur verðið lækkað um tvo þriðju hluta. En verðið er miðað við framleiðslu- kostnað, og fyrirtækið látið borga vexti og afborganir af skuldum, sem á því hvíla. Nú fæst fyrir 3,33 doll. sama ljósmagn sem áður kostaði 10 doll. Hve mikið verðið hefur lækk- að á hreyfiaflinu, veit jeg ekki. Margir hafa spáð því, að með þessu lagi gæti stöðin ekki borið sig. En eftir síðustu skýrslum, sem jeg hef sjeð, standa sakirnar svona: Stöðin hefur ekki sölu fyrir nema tæpan helming þess afls, sem hún gæti framleitt, en samt hefur hún getað staðið í skilum með allar af- borganir og reksturskostnað. Og talið er líklegt, að þegar hún fær nóg að gera, muni enn mega setja verðið niður um nærri helming. Þar sem þið hafið nóg afl til raf- magnsframleiðslu í landinu, en kol öll þarf að sækja til annara landa, getur þetta verið athuga vert..." Mm tl fislimi Eyjafjarðarsýsla, og bæjarfógeta- embættið á Akureyri, er augl. laus frá 14. þ. m. og umsóknarfrestur til 15. nóv. næstk. Árslaun 3500 kr. Dalalæknishjerað er augl. laust frá 1. sept. og umsóknarfrestur til 15. nóv. næstk. Árslaun 1500 kr. Lögreglustjóri á Siglufirði er í sumar Eiríkur Einarsson kand. júr. Íslandsglíman 1913 verður háð hjer í Rvík 24. sept. Bæjarfógeti á Akureyri og sýslum. f Eyjafjarðarsýslu er kand. júr. Júl. Havsteen settur fyrst um sinn. Af Langanesströndum er skrifað 6. þ. m.: „Síðastl. vetur var frosta- Iítill og jarðsadl, en stormasamur og óstilt tíð. Voru því lömb og hestar tekin snemma í hús. Vorið var vont, alt til 11. júnf; þá fór að hlýna. Lambadauði var talsverður, en skepnuhöld að öðru leyti góð. Vfða gáfust hey upp. Manndauði hefur verið talsverður hjer í Jjveit í vetur. Merkastur þeirra sem dáið hafa, er Jón Sigurðsson bóndi í Höfn. Hann var óefað einhver greindasti maður í þessum hreppi og mesti ágætismaður. ..." Yandræðatíð. Sunnanlands geng- ur heyskapur afarilla vegna óþurka. Víða við Faxaflóa innanverðan eru allar töður úti enn, meira eða minna skemdar. Austanfjalls hafa töður náðst inn víðast hvar, en mjög skemdar, þar sem snemma var slegið; óvíða er út- heyi þar komið í tóft, svo að nokkru nemi; sumstaðar verður ekki átt við heyskap fyrir vatnsaga; glöggur maður nýkominn að austan segir (19. þ. m.) að vel geti svo farið, að útheyskapurinn verði ekki í mörgum sveitum Árnessýslu meiri en þriðj- ungur á við það, sem gerist í með- alári. Vestan af Snæfellsnesi (úr Mikla- holtshreppi) er skrifað 17. þ. m.: „Mjög er erfið veðrátta hjer nú, eigi búið að ná neinu heyi enn þá; horfir því til vandræða bæði með hey og eldivið". Síldarafli við Norðurland er nú sagður mjög góður, einkum á svæð- inu frá Skjálfanda og vestur fyrir Siglufjörð. — Einnig er nú sagður góður afli við Austurland. 50 Krona gj«f til Heilsuhælisins hefur mjer bor- ist frá Runólfi hreppstjóra Halldórs- syni á Rauðalæk. '3/8 1913- G. Björnsson. Uppreisnin í liina kvað nú vera kæfð, og hefur Juansikai haft þar sigur, en dr. Sunyatsen er sagð- ur flúinn úr landi.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.