Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.08.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 27.08.1913, Blaðsíða 2
144 L0GRJETTA ALAFOSS (klœðaverksmiðjan) kembir, spinnur og tvinnar ull, vefur, þæfir, lósker, litar, reytir, pressar og afdampar dúka fyrir almenning. Spyjpjið um verð á afgreiðslu verksmiðjunnar Laugaveg nr. 32 Reykjavik. Talsími 404. Um brú á jökulsá á Sólheimasanði. Vart mun nokkur sá maður fara yfir Jökulsá á Sólheimasandi, að ekki standi honum ótti af henni, þegar hún er í fullum vexti, en það er hún helsst um þann tíma ársins, sem mest er ferðast yfir hana, sem sje frá því í maí og til októberloka. Eftir þann tíma fer hún vanalega að smáþverra, nema altaf eiga menn víst, að í hana komi „hlaup", sem kallað er, og vex hún þá mjög brátt og getur verið ófær til yfirferðar í fleiri daga. Það er engum vafa bundið, að ekkert eitt einasta mál, sem alþingi nú væntanlega hefur með höndum, er eins viðkvæmt þeim, sem búa í austurhluta Rangárvallasýslu og vest- ur-Skaftfellingum, og það, að fá brú á Jökulsá á Sólheimasandi. Fyrst og fremst af því, að hún er einn hinn allra skæðasti morðvargur landsins, og svo af því, að hún hindrar ferðir manna, auk þess sem hún veldur eignatjóni, bæði með því, að menn missa oft af klyfjahestum í hana og svo sauðf je úr rekstrum, og alls ekki dæmalaust að menn missi hesta sína í hána. A síðastliðnu hausti lágu við Jök- ulsá fimm fjárrekstrar úr V.-Skafta- fellssýslu, með nær 3000 fjár, frá 5 —9 daga. Hvað svona tilfelli valda mönnum, sem hlut eiga að máli, miklu eignatjóni, bæði beinlínis og óbeinlfnis, er ekki þægilegt að reikna út, en það, sem fljótlega verður sjeð, er það, að eftir íslenskum mæli- kvarða er það stórfje, sem þarna hefur verið offrað, einmitt vegna þess, að áin er brúarlaus. Eftir því, sem sögur fara af, hefur Jökulsá orðið 40 mönnum að bana. Býður nokkur betur? Getur nokkur íslendingur bent á vatnsfall á voru landi, sem enn er óbrúað, en hefur orðið 40 mönnum að bana? Talan getur verið miklu hærri, því nú á síðastliðnum 30 árum hafa fimm menn druknað í henni; það er sem svarar eitt mannslíf fyrir hver 6 ár. Það er þung móðgun við þá, sem búa næst ánni og mest tjón líða af völdum hennar, að sjá í öðrum hjer- uðum landsins saklausar ár og læki brúaða, en sjá Jökulsá veltast fram kolmórauða og syngja sinn dimma og drungalega sigursöng yfir þvf, að vera hið langskæðasta vatnsfall á ís- landi. Þetta má ekki lengur svo til ganga. Það er gamalla manna mál, aðjök- ulsá á Sólheimasandi og Dufþekja í Vestmannaeyjum sætu á seiðhjallin- um og mettust hvor við aðra um að verða sem flestum mönnum að bana. Nú upp á síðkastið er svo að sjá sem Dufþekja hafi gerst undirlægja Jök- ulsár, hafi sjeð að hun hafði ekki bolmagn móti slíku ofurefli, enda hefur hún slakað til upp á síðkastið, því á sfðastliðnum 30 árum mun Dufþekja ekki hafa orðið nema ein- um manni að bana. Jeg minnist þess í sambandi við druknanir manna í Jökulsá, að á síð- astliðnum vetri kom fram uppástunga um, að koma á björgunarbát við ís- land, eða öllu heldur við Faxaflóa, sjerstaklega með tilliti til slyssins mikla við Viðeyjartanga 7. apríl 1906. Þetta var falleg hugsun og mjög mannúðleg, og væri náttúrlega sjálf- sögð, ef hún gæti komið að tilætl- uðum notum. En eftir umsögn Hjalta skipstjóra Jónssonar á ekki slíkt til- felli sem þetta — á Viðeyjaitanga — að eiga sjer stað, nema sem svaraði einu sinni á hverjum þúsund árum. Ef að gengið væri nú út frá því, að bátur væri bygður sjerstaklega með tilliti til þessa áminsta slyss, og með tilliti til umsagnar Hjalta skipstjóra, þá væri báturinn bygður fyrir sem svaraði rúmlega eitt mannslíf á hverj- um fimtfu árum. Mundi þá ekki öll sanngirni mæla með því, að byggja brú á Jökulsá fyrir eitt mannslíf á hverjum sex árum, þó ekki væri tek- ið tillit til annars en aðeins lífshætt- unnar? Þessu liggur þeim næst að svara, sem andstæðir eru brúnni. Heyrt hef jeg einstöku menn, sem andstæðir eru brúnni, slá því fram, að brú mundi ekki geta haldist við á ánni vegna straumhörkunnar. Þetta er fjarstæða, sem ekki getur komið til nokkurra mála, enda mun okkar gætni og góði landsverkfræðingur, Jón Þorláksson, ekki telja nein vand- kvæði á því; vil jeg því, sem kunn- ugur er öllum staðháttum, lýsa af- stöðu árinnar. Upptökin eru þannig, að hún kem- ur undan Mýrdalsjökli milli Skóga- fjalls og Hvítmögufells. Fyrir fram- an upptökin er stórt gljúfur, en fyrir framan það er annar jökull, afsprengi Mýrdalsjökuls, nefndur fremri jökull. Þessi jökull liggur þversum yfir gljúfr- ið, fyrir framan Skógafjall og Hvít- mögufell, og leggur þannig hatt á fulla framrás alls þess vatns, sem kernur undan inri jöklinum. Mynd- ast því með köflum afarmikil uppi- staða fyrir innan fremri jökulinn, en sá jökull er skriðjökull, og er því háður afarmiklum breytingum og fer sem annar víkingur ekki að neinum lögum, stoppar ána um lengri eða skemri tíma, og veitir henni fulla framrás með köflum, og koma þá hin svonefndu hlaup í ána. Þessi hlaup eru ókunnugir hræddir við að geti grandað brú á ánni, en það þarf ekki að óttast, eins og jeg hef áður drepið á. Væri það hlutverk Jökulsár á Sól- heimasandi að skera í sundur Kjós- ar- og Gullbringusýslu frá Árnessýslu, mundi hún hafa orðið með fyrstu vatnsfóllum þessa lands, sem brúuð hefðu verið, en af því hún liggur svona langt út til sveita, er hún látin sitja á hakanum. Að síðustu vil jeg beina þeirri al- varlegu ósk til hinna háttvirtu þjóð- fulltrúa, sem nú um þessar mundir eru að meta og vega í sundur hvar þessar og þessar þúsundirnar, sem þeir hafa til miðlunur úr forðabúri landsjóðsins, eigi að lenda, að þeir minnist þess, að Jökulsá á Sólheima- sandi er allra skæðasta vatnsfallið á íslandi, sem enn er óbrúað, sem tek- ur eitt mannslíf til jafnaðar á hverj- um 6 árum, sem hindrar ferðir manna um langan tíma, og síðast og ekki síst, að Eyfellingar eiga að vitja læknis, hvernig sem á stendur, yfir þetta voða-vatnsfall. í einu orði sagt: það er þjóðar- smán, að hafa Jökulsá á Sólheima- sandi óbrúaða. 3'/7 '13- X. var fyrirsögn á grein, sem „Verk- mannablaðið" hjer í Rvfk flutti í sumar eftir 0. Þ., og átti að vera svar upp á grein Tr. G. í „Lögr." 7. maí í vor um ísl. atvinnnvegi og verkakaup. Tr. G. hefur gengið framhjá greininni, án þess að svara henni. En „verkamaður" á Eyrar- bakka hefur tekið til máls út af greininni í „Suðurl." 2. ág. og segir þar meðal annars: „ . . . Það er nú í sjálfu sjer ekk- ert athugavert við það, þó andmælt sje greinum. Slíkt er heilbrigt. En þjóðin á heimting á því, finst mjer, að það sje gert á sómasamlegan hátt. Þessi „Tryggvasenna" er þrung- in af svo stækri fyrirlitningu og blátt áfram ókurteisi f garð þessa aldur- hnigna mikilmennis, að slíkt er hreint dæmalaust. Og þó Tryggva kunni eitthvað að greina á við verkamenn í Reykjavík, þá ætti öllum að vera það ljóst, að hann vill verkamönn- um landsins alt hið besta, eins og hann vill Iandinu alt hið besta. Tvo menn getur greint á um leiðir, þó báðir vilji vel. Svo er um Tryggva og verkmannafjelagið „Dagsbrún". Og þá ríður á, að hvorirtveggja kunni að virða mennina, hugsjónina sam- eiginlegu, sem á bak við stendur hjá báðum. Hver hefir stuðlað fremur að því á síðari hluta fyrri aldar, og það sem af er þessari, að íslenskir verka- menn fengju vinnu, en Tryggvi Gunn- arsson? Hefur hann ekki verið lífið og sálin í ýmsum stórtækum at- vinnufyrirtækjum til lands og sjávar? Hversu oft hafa ekki fátækir verka- menn í Reykjavík fengið atvinnu fyrir tillögur hans og framkvæmdir í bæjarstjórninni? Studdi hann ekki fátæka prentara, sem voru að koma sjer upp sjálfstæðri vinnustofu í Reykjavík ? Þessar og fleiri líkar spurningar mætti leggja fyrir verkamenn í Reykja- víkurbæ og úti um alt land. Eru þetta launin, sem Tryggvi fær hjá verkalýðnum? Jeg sje að „Verkmannablað"ið er að raupa af því, að það sje mikið keypt í Reykjavík. Jæja, verkamenn góðirl Þá hafið þiðí höndum ykkar greinina „Tryggva- senna". Athugið hana vel og and- ann, sem hún er skrifuð í. Rennið svo augunum yfir lífsstarf þessa ald- urhnigna manns, sjáið hvað fyrir hans dugnað er framkvæmt í þessu landi og í bæjarfjelagi Reykjavíkur, °S )eS er sannfærður um, að þið fáið megnasta ógeð á „Tryggvasennu" og því, að nokkurt blað, sem gerir kröfu til þess að heita heiðarlegt blað, skuli flytja svo óhræsislega skrifuð mótmæli. Tryggvi Gunnarsson er einn af þeim fáu fyrirliðum þessarar þjóðar, sem hefur starfað, ekki aðeins f orði, heldur og í verki. Og á hann það mannasíst skilið, hvorki sem „Tryggvi Gunnarsson" nje heldur sem „bæjar- fulltrúi" Reykjavíkar, að hann sje svo óhræsislega óvirtur sem gert er í tjeðri „Tryggvasennu". — En þegar þakklæti er ljelegasta dygðin, þá er vanþakklætið auðvitað mesta dygðin. Eða hvað? — Verkamaður". Stórt gjaldþrot í Málmey. Ný- lega varð þar miljónaverslunin P. Stáhle & Sön gjaldþrota og er tap- ið talið 5—6 miljónir. Þetta er gömul timburverslun. Frá Mexíkó. Stjórn Bandaríkj- anna kallaði snemma í ágúst sendi- herra sinn heim frá Mexikó og var sagt að hún hefði jafnframt sett Huerta forseta tvo kosti, annaðhvort að leggja þegar niður embætti, eða hún snerist móti honum og styddi Maderósflokkinn aftur til valda. Járnbrautargöng nndir Ermar- sund í nndirbúningi. Snemma f ágúst kom á fund Asquits yfirráð- herra nefnd manna frá öllum stjórn- málaflokkum neðri málstofunnar með tillögu um, að stjórnin beittist fyrir því, að gerð verði járnbrautargöng undir sundið milli Frakklands og Englands. Yfirráðherrann tók vel í málið, sagði, að það yrði tekið til nákvæmrar yfirvegunar og mintist vináttunnar, sem nú væri milli Eng- lendinga og Frakka. Castro fyrv. forseti í Venezuelu er nú kominn þangað aftur í broddi fyrir allmiklu liði og farinn að leggja undir sig landið, segir í útl. blóðum frá byrjun ágústmánaðar. Lands- fólkið tekur honum að sögn vel, og margar af strandborgunum eru þeg- ar á hans valdi. í Coro hefur hann látið drepa embættismennina og sett aðra í þeirra stað, segja frjettirnar. Merkilegar fornmenjar hafa ný- lega fundist við Kögeflóann í Dan- mörku. Það eru beinagrindur af 20 mönnum og konum, er allar liggja í röð, með höfuðin til norðvesturs. Ennfremur ýms áhöld úr leir, silfur- myndir og gullgripir með fornnor- rænni gerð. Fræðimenn hafa getið til, að þetta væri frá 2. öld eftir Krist. Suffragetturnar ensku. Snemma í ágúst rjeðust 40 kvenrjettindakon- ur inn f St. Paulskirkjuna í Lund- únum um messutíma og fóru að syngja þar hersöngva kvenrjettinda- fjelaganna. Guðsþjónustunni varð að fresta og láta konurnar út með valdi. Ný ensk flotastðð er nú sögð ráðgerð við Bermudas-eyjarnar með því markmiði að gæta enskra skipa, sem fara um Panamaskurðinn. Þetta kvað vekja mikla eftirtekt í Banda- ríkjunum. »Titanic«. Frjett hefur gengið um það í útl. blöðum, að flakið af stór- skipinu „Titanic", sem fórst 19. aprfl 1912, hafi sjest með forstefnið uppi á blindskeri, er valdið hafi strandinu, en áður hefur verið fullyrt, að skipið hafi brotnað af árekstri við ísjaka. Ólíklegt þykir þó, að frjett þessi sje sönn. Albaníufursti. Það er nú talað um það í útl. blöðum, að ráðgert sje að Morits prins af Schaumburg-Lippe verði Albaníufursti, en hann er bróð- ir Adolfs fursta af Schaumburg-Lippe, 29 ára gamall, og er nú sem stend- ur foringi í prússneska hernum. VesUTÍus gýs. Útl. blöð frá 7. þ. m. segja að hann sje að gjósa og að búist sje við að meira verði úr því síðar. Kruppsmálin þýsku. Nýlega er fallinn dómur f málunum, sem risu síðastl. vor út af ásökunum þeim, sem bornar voru fram í þýska þing- inu gegn forstjórum hinnar miklu Krupps-vopnaverksmiðju. Málin hafa ekki gengið mjög í móti verksmiðj- unni, þótt sannast hafi að hún hafi beitt ýmsum brögðum í samkepn- inni við aðrar þýskar verk- smiðjur og haft í því skyni úti Iaunaða leyniþjóna til þess að kom- ast eftir leyndarráðum hermálastjórn- arinnar. En nokkrir þýskir herfor- ingjar, sem staðið hafa í sambandi við umboðsmenn verksmiðjunnar og útvegað þeim upplýsingar frá her- málastjórninni, sem ekki máttu birt- ast, hafa verið dæmdir til hegning- ingar, fangelsisvistar og embættis- missis. Málið hefur vakið mikið umtal. Herskyldan í Frakklandi. Laga- frumvarpið um 3ja ára herþjónustu- skyldu var samþykt í sumar í full- trúaþinginu með 358 atkv. gegn 204. Áköf þræta stóð f þinginu um frum- varpið, og við síðustu umræðuna varð hitinn svo mikill, að einn þing- manna gaf öðrum kjaftshögg meðan á henni stóð. Flotaaukning Breta er afarmikil nú, altaf bygð ný og ný herskip, smærri og stærri. Fjöldi af þessum nýju herskipum notar olíu í stað kola. Flotamálaráðherrann skýrði frá því í þinginu í sumar, að meðal annars væru nú í smfðum 100 tund- urbátadólgar, er allir væru olíuskip. Heimastjórn írlands. Frum- varpið um heimastjórn írlands fjell enn í efri málstofunni 15. júlí f sum- ar með 302 atkv. gegn 64. Jafn- framt var þar þá samþykt þingsá- lyktunartillaga frá Lansdowne um, að efri málsstofan neitaði að samþykkja frumv. fyr en þjóðin hefði lýst yfir, að hún vildi hafa það. En nú verð- ur frumvarpið að lögum, er neðri málstofan hefur samþykt það einu sinni til, hvað sem efri málstofan segir. Prestnr myrtur. Það kom fyrir í Svfþjóð f sumar, að prestur einn, Nyström að nafni, var settur frá embætti fyrir drykkjuskap. Kendi hann um þetta prófasti sínum, sem hjet Ástrand og átti heima f Kalmar. Nokkru eftir afsetninguna kom Ny- ström inn á skrifstofu prófastsins og skaut hann. Gekk svo rólegur burtu og fór f bað þar f grendinni, og þar var hann tekinn fastur. Panaraaskurðurinn. Það er sagt að Atlantshafsfloti Bandaríkjanna eigi í apríl næsta ár að fara vestur í gegn um Panamaskurðinn. Nicaragúa og Bandaríkin. Stjórn Bandaríkjanna vill nú taka sjer vernd- arrjett yfir þjóðveldinu Nicaragúa í Miðameríku, fá umsjón fjármála þess og annara mála út á við, rjett til að grafa skipgengan skurð þar um landið og gera þar flotastöð í einni af höfnum þess. Einnig er sagt, að til standi lfk afskifti frá Bandaríkj- anna hálfu af öðrum ríkjum í Mið- ameríku. Hit Tolstois. í Moskvu eru f sumar að koma út ritverk L. Tolstois. Af þeirri útgáfu voru 3 fyrstu bind- in gerð upptæk af því að í þeim var meðal annars þýðing hinna fjögra guðspjalla með skýringum eftir Tolstoi. Enskt stórfyrirtæki í Noregi. Norska stórþingið samþykti í sumar með 86 atkv. gegn 34 leyfi handa ensku fjelagi til þess að nota vatns- afl í 3 ám í Raumdalsamti til fram- leiðslu loftáburðar, Stjórnin bar málið fram. Höfuðstóll f jelagsins er 36 milj. kr. Það á að borga til ríkisins þegar í stað 400 þús. kr. og síðan 200 þús. kr. árlega, og jafnmikið til sveitasjóðanna í Raums dals amti. Eftir 65 ár eiga verk- smiðjur fjelagsins að verða eign rík- isins. Vatnsaflið, sem fjelagið fær til afnota, er talið 200 þús. hestöfl. — Danska blaðið „Pólitiken", er segir frá því 23. júlí í sumar, að at- kvæðagreiðsla standi til í Stórþing- þinginu um þetta mál, bætir því við, að neiti þingið um Ieyfið, þá snúi fjelagið sjer að Dettifossi á íslandi, er það hafi vissu fyrir að geta feng- ið, en þar sje krafturinn 400 þús. hestöfl. Maxim Gorki, rússneska skáldið, hefur dvalið erlendis, mest á ítalíu, síðustu árin, og ekki mátt heim koma. En síðastliðið vor voru sakar- giftirnar gegn honum látnar niður falla og honum leyfð heimkoma. En sfðustu fregnir segja hann hafa kom- ið dauðveikan suður til ítalíu. Rússneskir Norðurheimskauts- farar, sem lögðu á stað frá Archan- gelsk fyrir i*/a ári ög ekki hefur spurst til síðan, eru nú taldir frá. Norskt skip fann f sumar lík 5 manna á ísjaka norður í höfum og er þess getið til, að þar muni vera hinir rússnesku norðurfarar. Fólksfjöldi í Danraörku. Eftir nýútkomnum skýrslum, sem byggja á manntali frá 1. febr. 1911, er íbúa- tala Danmerkur þá 2,757,000, eða vel 23/4 milj. Fjölgunin frá 1906 er 168,000 eða 1,27% árlega. 1801 voru íbúar innan núv. takmarka Danmerkur 929,000, svo að þeir hafa nærri þrefaldast síðan. 1901 voru þeir 2,450,000. Ráðherrar og þingmenn í Nor- egi. Sú breyting á stjórnarskrá Norðmanna var gerð í sumar, að ráðherrarnir mættu jafnframt vera þingmenn, því hingað til hefur hver þingmaður, sem komist hefur f ráða- neytið, orðið að Ieggja niður þing- mensku fyrir kjördæmi sitt. Ráð- herrarnir hafa átt sæti í þinginu frá 1. júlí 1884 og staðið þar fyrir mál- um sínum, en ekki haft þar atkvæð- isrjett fyr en nú. Breytingin hafði alment fylgi í þinginu. Sahroe, þingmaðurinn danski, sem fórst við járnbrautarslysið hjá Esbjerg nýlega, fær mjög lofsamleg eftirmæli í dönskum blöðum. Hann hafði varið öllum kröftum sínum, tíma og fje, til þess að rjetta hluta þeirra, sem bágast áttu í mannfje- laginu, fátækra ekna og barna. Nú er ráðgert að reisa honum minnis- merki á einhverjum fjölförnum vegi í Khöfn, og á minnismerkið jafn- framt að vera samskotasafnari handa fátækum börnum. Uppkast hefur ver- ið gert af minnismerkinu, og á það að vera fátæklega klædd kona, sem heldur á ungu barni.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.