Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.10.1913, Blaðsíða 4

Lögrétta - 01.10.1913, Blaðsíða 4
168 L0GRJETTA Útsalan mikla í EDINBORG stendur aðeins yfir í tvo daga enn. Ættu því allir, sem vilja sæta góðum kaupum, að koma sem íyrst, áður en htín hættir. All^koaar vefnaðarvara. Tilbúirin fatriaður. Vetrarfrakkar oj -jakkar. ‘Re^nkápur (Waterproof) fyrir konur, karla oj börp. j-lálslín. slipsi oj slaufur. Skófatriaður allskopar o. m. fl., 5?l5t með afarláju verði. 10-40% afsláttur. Siurla Sónsson. JSaugaveg 11. to hún óx, varð of stuttur handa henni, bjó hann til nýjan, og þannig koll af kolli, miklu oftar en við þurfti. En alla trjefæturna bar hann með sjer, stað úr stað. Og nú varð æfin önnur fyrir Sól- rúnu litlu. Aður höfðu öll börn gert sjer að skyldu, að hnýta í hana, — nú þótti þeim engin vera sem hún. Hefðu jafnöldrur hennar mátt kjósa, hvort þær vildu heldur vera prinsessa eða Sólrún, mundu þær ekki hafa hugsað sig um eitt augnablik, heldur strax kosið að vera fiækingstelpan. Svo mikið þótti þeim til koma um trjefæturna hennar. En trjefæturnir hennar voru líka sjaldsjeðir gripir. Á sumum þeirra sáust furðuleg kynjadýr í bardaga hvert við annað; — það var á vetrar- og rigningar-fótunum. En á sumar- og sólskins-fótunum voru blómsveigar og undarleg lands- lög. Og enn voru nókkrir fætur, sem Hjálmar hafði skorið á atburði úr fornsögunum, eða æfintýri, sem hann sjálfur bjó til. IX Sólrún varð að sýna alla trjefæt* uraa, hvar sem þau komu, og Hjálm- ar að skýra frá, hvað á þeim stóð. Þau urðu brátt svo velkomin hver- vetna, að rómur fór af ferð þeirra. Þeirra var því oft beðið með óþreyju, og þeim tekið mætavel, eins og góð- um gestum. Þvílíka skemtun, eins og að sjá trjefætur Sólrúnar og heyra lýsingar Hjálmars, hafði fólk ekki áður þekt. Og stundum buðu menn, sem þó gengu á báðum fótum heil- um, — hátt verð fyrir trjefót, sem þeim leitst einkar vel á. En trjefæt- urnir voru ekki falir. — Þó kom sú tíð, að þeir voru seldir. Sólrún var þá tuttugu og eins árs, og trúloíuð ungum manni, sem ekki átti fremur jarðneskt góss en hún sjálf. Þá fann Hjálmar upp á því, að selja trjefæturna og útvega henni þannig heimanmund, svo þau gætu giftst. Það tók mestan hluta árs, að koma því fyrir. Hjálmar var nú maður við aldur, og hafði langt, grátt hár og 12 skegg. Hann og unga stúlkan leidd- ust sömu leiðina, sem þau höfðu svo oft áður farið. Þegar fólk fjekk að vita, að þetta var seinasta ferðin þeirra saman, var þeim tekið með veisluhöldum og ýms- um vinabrögðum. Þeim var fylgt á leið frá hverjum bæ — allir, sem viðstaddir voru, þar á meðal hundar, heimalömb og alikálfar, fylgdu þeim út fyrir túngarðinn. Oft runnu tár við kveðjurnar. Mörg hjörtu vikn- uðu. Og Hjálmar varð að lofa því statt og stöðugt, að koma við næst. Því hann mundi þó varla ætla sjer að setjast í helgan stein? Nei, sú var ekki ætlun hans. Og hann lofaði að koma við næst, þeg- ar leið hans lægi þar um slóðir. Það var að vetri til, að Hjálmar og Sólrún luku ferð sinni, og komu þar í sveit, sem unnusti Sólrúnar var vinnumaður og beið eftir heitmey sinni. Hjálmar keypti handa þeim jarðarskika. Og í annað skifti á æf- inni settist hann um kyrt mánaðar- tíma — einmitt svo lengi, að hon- i3 um auðnaðist að sjá uppeldisdóttur sína í hjónabandi. Á meðan var hann að skera út nýjan trjefót, sem hann lagði sig mjög í líma við. Hann risti á hann æfintýri, sem hann sjálfur hafði samið. Æfintýrið var um stóran og stirðan eikarbjálka, sem flæktist fram og aft- ur um hafið. Oldurnar kendu í brjósti um hann, af því hann var svo ein- mana, og gáfu honum frækorn, sem hann sáði í rifu, þar sem hann geymdi dálítinn moldarköggul. Frækornið óx, og varð að stóru, fögru blómi. Og bjálkinn sigldi nú hreykinn frá ey til eyjar og sýndi prýði sína. En svo bar það til einn dag, meðan hann lá og svaf í heitum sandinum á strönd nokkurri, að ungan guð bar þar að, og sá hann blómið. Og guð- inn sagði: „Þetta er of lítil mold handa þjer, blómið gott, bráðum muntu visna og deyja. En nú skal jeg bjarga þjer". — Þegar bjálkinn vaknaði, var blómið horfið. Hann leit í kring um sig, og sá það í jurta- potti innan við stóran glugga í höll i4 guðsins. Þá sigldi bjálkinn sína leið, og það sást aldrei neitt til hans upp frá því. Hjálmar Iauk við trjefótinn á brúð- kaupsdegi Sólrúnar, og gaf henni hann í brúðargjöf og mælti um leið brosandi: „Farðu nú vel með hann, og brúk- aðu hann ekki nema við hátfðleg tækifæri. Nú ertu hætt að vaxa, og það getur orðið langt þangað til jeg gef þjer næsta trjefótinn. Daginn eftir hjelt hann leiðar sinn- ar. Hann átti yfir fjallveg að fara. Það skall á snjóhríð þann dag, og hann hefur líklega vilst. Því ári seinna var hann ekki kominn aftur. Og ekkert hefur til hans spurst síðan hann lagði á heiðina daginn eftir brúðkaup uppeldisdóttur sinnar.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað: 46. tölublað (01.10.1913)
https://timarit.is/issue/170338

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

46. tölublað (01.10.1913)

Aðgerðir: