Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.10.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 08.10.1913, Blaðsíða 1
Afgreiflslu- og innheimtum.: PORARINN B. ÞORLÁKSSON. Veltixsandi 1. TnUírni 359. LÖGRJETTA RlUtjori: PORSTEINN 6Í8LAS0N PingholtsatrœU 17. TaliUnl 178. M 47. ífceylijavllc S. olittflber 1913. vrii. á,rgr. I. O. O. F. 9410109. Lárus Fjeldsted, Yflrrjettarmalafserslumoííur. Lækjargata 2. Hefma kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Hvar eru bjarghringirnir? Þessa spurningu lagði skipstjóri á stóru fólksflutningaskipi fyrir einn hásetann, eftir að skipið var komið út á rúmsjó. Hásetinn svaraði kæru- leysislega: „Þeir gleymdust í landi". Hvað oft gleymum við ekki bjarg- hringjunum í landi? En nú er þó svo langt komið, að fáir þora að neita því, að peningaástandið hjer á landi sje svo gamaldags og bágborið að ekki sje við það unandi lengur. Þeir einu, sem samkvæmt lögmálinu hljóta að standa eins og múrveggur móti þessari skoðun fólksins, eru þingmennirnir, og nokkrir aðrir úr svokallaðri tölu fjármálamanna okk- ar. En hvað sem þessir herrar segja, er stjórn þeirra og afskifti af fjár- hagnum óhapparík, vanhugsuð og ljeleg. Sjón er hjer sögu ríkari, því þegar þeir loks láta eitthvað til sín taka í þá átt að lagfæra og greiða úr peningaleysinu, er þar mun ver farið en heima setið, eða þannig kemur það mjer fyrir augu. Sje einhver svo hugaður að brjóta f bágt við íslenska slóðaskapinn með því að ráðast í einhverjar fram- kvæmdir, þá eru þær dauðadæmdar í fæðingunni; svo þunnar sneiðar eru þessum mönnum skornar af pen- ingastofnunum landsins. Þau fáu fyrir- tæki, sem komast á legg, eru visin og Hkjast hungraðri skepnu í haga- leysu, og veslast útaf að lokum, nema happadísin sje þeim sjerstak- lega hliðholl. Þetta ástand, sem ein- kennir smáar og lágt hugsandi þjóð- ir, er þó að minsta kosti hjá okkur framar mönnunum að kenna en guði, þótt skuldinni sje vanalega kastað á þann síðartalda. Um þetta alvarlega og stóra mál — peningaástandið — er sáralítið rætt og ritað; þeir, sem taldir eru færir um að gefa bending- ar og rekja það í sundur, þegja sem steinar; þeir ganga með sínar hugmyndir árum saman, en þegar þeir loks verða ljettari, er fóstrið vanskapningur. Þeir smærri úr hópn- um þurfa því að taka til máls, þar sem mál þetta snertir alla milli fjalls og fjöru og frá vöggunni til graf- arinnar. Á þeim sama tíma sem mikill hluti þjóðarinnar stynur undan pen- ingaleysisfarginu, sitja þingmennirnir — fulltrúar fólksins — rennsveittir yfir fjáraustri úr landssjóði til lífs- viðurværis handa Hðljettingum, sem mörg ár hafa kúrt á brjóstum lands- sjóðs, og margar aðrar fjárveitingar eru bókstaflega til ónýtis. Það, sem þeir taka í ausuna í þessu skyni, eru tugir þúsunda kr. árlega. Meðan þessu fer fram, stendur iðjusami sveita- bóndinn með orfið sitt að höggva stráin af þúfunum, og legst lúinn í rúmið á kveldin; á meðan er sjó- maðurinn að heyja stríð við höfuð- skepnurnar upp á líf og dauða og kemur svo oft heim til konu og barna með lítinn feng; á meðan strit- ar verkamaðurinn undir kolapokan- um, með blátt og marið bakið, fyrir lág verkalaun; á meðan eru sorg- lega mörg heimili hjá þessari fá- mennu þjóð svo nauðstödd, að óvist- lega og fúla herbergiskytran er snauð og köld og enginn brauðbiti til upp í sárhungruð börnin; á meðan þetta á sjer stað bollaleggja okkar fjár- málagæðingar um fjárausturinn og sökkva landinu dýpra og dýpra í skuldadjúpið. Hverjir verða svo að borga? Auðvitað hinn vinnandilýð- ur landsins og framleiðendur þess.— En þrátt fyrir þetta kjósa hjeruðin þessa sömu menn ár eftir ár, og kasta öllum sínum velferðarmálum á þeirra herðar, en láta svo óátalið hversu oft þeir bregðast trausti þeirra; kjósendurnir lesa jafnvel ekki fjárlög- in, og eru þau þó fróðleg bók um þetta efni. Er mögulegt að finna meiri flón en íslenska kjósendur? Þar er samferða takmarkalaus tor- trygni annars vegar og andvaralaus trúgirni hins vegar. Því skal ekki neitað, að upp hafa vakist menn á ýmsum tímum, sem hafa gert sitt til að benda á leiðir út úr peningaerfiðleikunum; en oft hefur sá heilaspuni sameinast golunni, og lítill árangur orðið. Framleiðslu- kraftur okkar er eins og vatnsmylla, sem varla kemst áfram vegna vatns- leysis, og í þekn þurki hefur Lands- bankinn með köflum mannað sig upp og lagt af stað í fjárbónorðs- farir. En hverra hefur hann beðið? Aðeins dönsku bankanna. Þeir hafa stundum hrærst til meðaumkvunar með þessum bágstöddu bræðrum sínum, og lánað, auðvitað svo Iítið, að hvergi nærri hefur nægt í svip, hvað þá lengur. En af hvaða fje hafa þeir skorið okkur þessa mis- kunnarbita? Afþví, sem þeir sjálfir fengu frá aflmeiri þjóðum, gegn há- um vöxtum. Þessum kjörum hefur verið sætt vegna þess að óviðfeldið þótti að ganga fram hjá föðurhús- unum. Fje bankanna þarf ekki að tíunda. Þeir segjast hafa það mjög af skornum skamti, og veit jeg að sá lómur er barinn af ástæðum. íslands- banki lánar alls ekkert af veðdeild- arlánum, og vill þar af leiðandi ekki sjá eignir manna, þótt með 1. veð- rjetti sjeu boðnar, en hann hefur samt margt gott verkið unnið, og mun því ósk margra að hann væri fjár- ríkari en hann er. Þó renna margir til hans vonaraugum í sambandi við sjávarútveginn. Þar sem íslands- banki ekki veitir veðdeildarlán, þá er hvergi að leita nema til Lands- bankans, og getur hann því boðið byrginn. En veðdeildin hefur þó þá skyldu að vera máttartrje fasteigna í landinu, en þó lætur hún lítinn og óákveðinn hluta virðingarverðs með stórtapi fyrir lántakandann. Oft ber það við, að þessi dýru og takmörk- uðu Ián eru þannig veitt, að ætla mætti að kærleiksverk væru int af hendi, enda er það svo í raun og veru, þar sem Ián fást alls ekki með köflum, og eru þau óþægindi óút- reiknanleg þar sem t. d. bændur taka á sig löng ferðalög ogeftir margra daga bið fara svo synjandi, þótt þeir eigi skuldlausar jarðir. Þetta er ástandið, sem svefnelska þjóðin hefur lítt átalið en orðið að þola í marga mannsaldra. Umkvart- anir hafa að vísu heyrst, en sjaldan nema í hálfum hljóðum, eins og oft vill verða, þegar á Grettistökin þarf að ráðast. En er ekki kominn fóta- ferðatími? Er ástandið ekki orðið svo óþolandi, að ekki sje unt við það lengur að búa? A enn að drepa þann þrótt og þá manndáð, sem finnast kann hjá einstaklingnum, á að halda áfram að flæma ungt og upprennandi fólk af landi burt til Ameríku? Er landið ekki þess vert, að því sje sýnd meiri rækt en nú er gert? En til þess að sporna við burtflutning og framkvæma, þarf meðulin. Hvert á að sækja þau? Auðvitað til okkar einu lánstofnun- ar, Landsbankans. — En hann er bjargarlaus, svo hefur þingið rauna- lega um það búið á umliðnum árum; menn eru í fjárbaslinu langvarahdi orðnir svo sljóvir fyrir manndómi sínum og heiðri, að þeir næstum brúka fremur knje en fætur, þegar neyðin rekur þá í krónuleit. Jeg skal strax taka það fram, að bankastjórar Landsbankans hafa þrönga skó í þessu efni; þeir sitja við tóman kassa, svipað fjármanni, sem treinir sfðustu heytugguna handa stórum, soltnum fjárhóp, og þess á milli naga skepnurnar gaddaða rót- ina. Þannig er um viðskiftamenn- ina, að þau lán, sem þeir loks geta fengið, nægja hvergi nærri til þess, sem þau áttu að notast til. Afleiðing- arnar af þessum smáskamtalækning- um verða svik manna á meðal og allskonar fjárglæfrar, og er því við- skiftalífið orðið svo sjúkt, að menn láta sjer ekki detta í hug að stela, heldur fá lán á lán ofan hjá kaup- mönnum og öðrum, og borga auð- vitað aldrei. Um það segir engin grein hegningarlaganna eitt orð. Af fjárskortinum fæðast margir lestir, enda er hann ekkert leikfang, hvort sem hann heimsækir einstaklinginn eða heil þjóðfjelög. En á þessu holgrafna þjóðarmeini þarf að stinga. Sveðja atorku og dugnaðar þarf að rekast þar til botns. En skurðlæknirinn er vand- fundinn. Þó er mál til komið að menn leggi sína takmörkuðu vits- muni fram í þessu máli, og frá fleir- um má sú rödd heyrast en þeim skriftlærðu. Líklega verður mjer svarað því, að mögulegleikans hlið á þessu máli standi nú í hálfa gátt, að rósin sje sprungin út — fjórða flokks veðdeildin sje á ferðinni. Víst er þetta svo, að þessi er árangurinn af margra ára heilastriti bankastjórnar Landsbankans, og löggjafaþingsins; þennan ójetandi graut hafa saman- soðið landsins mestu fjármálamenn. Að minsta kosti ber líklega að skoða þá þannig, þótt skuggalegt sje fram- undan, ef hvergi frá er annars meira eða betra að vænta.—Jeg vil spyrja — en þarf þess þó ekki — hvort eru þessi nýju 5 miljóna lög líklegri til að bæta úr fjárþrönginni eða það gagnstæða? Þau eru í mínum augum til tjóns í framkvæmdinni frá fleiri hliðum, og þótt leitt sje að Iiggja í skuldahaugnum, grafinn upp að eyrum, þá Iiggur við að jeg kjósi það fremur en að nota þessa veðdeild, vegna þrælslegra ákvæða hennar. Að vísu var bankastjórninni og þinginu ekki láandi, þótt þau reyndu að finna leið út úr peningaleysinu, og bar líka til þess ótvfræð skylda. En þessi leið, eins og hún nú blasir við, hefði verið betur ófarin, og sæmra að halda að sjer höndum eins og undanfarið en að demba á þjóð- ina — og látast vera að reisa hana við — annari eins forsmán. Við hverju er líka að búast? Málinu var hroðað af nálægt þinglokum, líklega með karlmenskubrögðum á bak við tjöldin; — þinghúsið hefur fyr verið notað til verslunar. Menn gleypa í sig pólitískar æs- inga greinar, sem flokkarnir þeyta út fyrir kosningarnar. En þegar til laga þeirra kemur, sem fulltrúar þeirra klastra saman, vita menn sáralítið — lesa þau ekki. — Líklega er eins ástatt með nýju veðdeildarlögin, sem nú eru rök undan konungspennan- um, að sárfáir hafi lesið þau. Jeg ætla því, áður en lengra er farið, að setja hjer þær greinar orðrjettar, sem verulegu máli skifta, og gera við þær stuttar athugasemdir jafnhliða. 6. gr. Fje veðdeildarinnar má lána gegn veði f jarðeignum, erfðafestu- löndum og húseignúm með lóð í kaupstöðum og verslunarstöðum, en gegn veði í húseignum því að eins, að þær sjeu vátrygðar f vátrygging- arstofnun, er bankastjórnin tekur góða og gilda. Lánsupphæðin má ekki fara fram úr helmingi af virðingarverði fast- eignarinnar. Hún er að vísu þekt frá fyrri veð- deildarflokkunum. Bankastjórnin get- ur hjer með laganna vernd misbeitt valdi sínu herfilega, hvað lánshæðina snertir. Hún má lána út á alt að helming virðingarverðs, en hefur þó alveg óbundnar hendur í því efni, og má því skamta svo smátt, sem henni þóknast. Lántakandinn hefur hjer ekkert að segja, ákvæðin eru hon- um fráhverf sem í öðrum greinum laganna, og þekkja menn það áþreif- anlega frá fyrri reynslu. 7. gr. Eignir þær, sem veðdeildin tekur að veði, skal á kostnað lán- þega virða á þann hátt, er nánar verður tiltekið í reglugerð fyrir veð- deildina. í reglugerðinni má meðal annars ákveða, að stjórn landsbank- ans megi nefna til þá menn, er virða skuli veðin, og að hreppsnefnd eða bæjarstjórn, sú er í hlut á, samþykki virðinguna. Svo skal lántakandi, að minsta kosti á hverjum 5 ára fresti, meðan lánið stendur, sýna skfrteini sem bankastjórnin tekur gild fyrir því, að veðið hafi eigi rýrnað í verði svo að veðdeildarflokknum geti verið nein hætta búin. Láti lántakandi far- ast fyrir að senda bankastjórn lands- bankans þetta skírteini, má stjórn bankans láta skoðunargerð af innan- hjeraðsmönnum fram fara á kostnað Iántakanda. Hún þykir líklega vera meinleysis- leg á svipinn, en þó er hún, þegar að er gætt, þungbúin, illileg og merkt með gamla íslenska hálfgerða- verkinu. Lántakandinn á að leggja fram skírteini fyrir að eignin sje í alla staði vel hirt, og ber að gera það fimta hvert ár. Hver á að und- irskrifa skírteini þetta? Máske hann sjálfurl!? Þótt mannskepnan, sem lán- ið fær, ræki þessa skyldu sína af mestu samviskusemi, hefur það enga þýðingu, því bankastjórnin hefur á- skilið sjer rjett, sem hún vitanlega notar, og hann er sá, að þrátt fyrir áminst skírteini getur hún sent mann upp á kostnað lántakanda til að lfta eftir viðhaldi og hirðingu eignarinn- ar. Mjer finst þessi lagaþáttur æði loðinn og tvíeggjaður mjög. 8. gr. Lántakendur veðdeildar- innar skulu, auk þess að bera ábyrgð á sínum eigin skuldum, ábyrgjast sameiginlega (in solidum) skuldbind- ingar veðdeildarinnar, þó eigi meira en io°/o af þvf, sem lán þeirra voru á sfðasta gjalddaga, áður en taka þurfti til ábyrgðarinnar; skal í reglu- gerð deildarinnar ákveða, hvenær grípa skuli til þessarar sameiginlegu ábyrgðar, og hvernig henni að öðru leyti skuli vera fyrir komið. Hún er góð sönnun þess, hvað lögggjafarvald og bankastjórn vogar sjer að bjóða þeim fáu mönnum, sem rumska til einhverra fram- kvæmda í landsins þágu — sjá brýna þörf fyrir fjölgun húsa við sjó og í sveitum. Sjáum t. t. húsnæðisleysið hjer í bænum, — sömu dagana, sem þessi áhrifamiklu lög eru að fæðast í heiminu. Fólk liggur úti á berri, haustkaldri jörðinni — auðvitað fá- tæklingar — með barnahrúguna f kring um sig, hafandi ekkert þak yfir höfuðið; en þessi 8. gr. gerir það að verkum, að menn láta sjer ekki detta f hug að byggja, enda væri það óðs manns æði, þegar svo ákvæði annara greina eru tekin með í reikninginn. Jeg skal taka dæmi úr þessari 8. gr: Jeg byggi hús hjer í bænum. Jeg fæ út á það í veðdeildinni 10,000 kr., og borga skilvíslega alt, sem mjer ber af lán- inu. Á sama tíma er manni vestur í Ólafsvík veitt sama lánsupphæð út á eign þar, og er hin allsvaldandi bankastjórn máske sjerstaklega vin- veitt manni þessum. Þegar tímar líða fram, svíkst hann um að borga af láninu, svo bankinn er neyddur til að selja eignina, og hún selst ekki nærri fyrir láninu. Hver er afleið- ingin, eða hvaðan fær bankinn þann skaða greiddan, sem hann verður fyrir? Hann seilist eftir honum að nokkru leyti til mín; jeg á að borga fyrir þennan mann, sem jeg aldrei hef heyrt eða sjeð. Og ef jeg leyfi mjer að hafa á móti þessu, er eign mín seld til lúkningar skuld þessa Ólafsvíkurmanns. Þetta er nú sá kostur, sem þessi sameiginlega ábyrgð hefur. Mig undrar, að nokkrum skuli hafa dottið þessi ósvffni í hug, þeg- ar um veðdeild var að ræða. Ekki dettur þessum lagasmiðum f hug, að áskilja þeim, sem krafinn er þannig um skuldir annars manns, hinn minsta rjett til að hafa eða láta hafa hið minsta eftirlit með bankastjórn- inni í slfkum tilfellum. Honum er varnað að gætu rjettar síns. — Þetta væru talin óleyfileg brögð á öðrum svæðum. Jeg hef átt tal við suma af feðr- um þessara laga, og reynt að sýna þeim fram á þá rangsleitni, sem feld- ist f þessari sameiginlegu ábyrgð. Hverju hafa þeir svarað? Þvf einu, að það væri aðallega gert til þess að tryggja það, að brjefin seldust betur erlendis. En sje það sú hugs- un, sem liggur á bak við þetta rang- láta ákvæði, þá vil jeg enn spyrja: Hvar er þá allur sjálfstæðisvindur- inn og trúin á landið, ef eignir manna, sem lánað er út á t. d. V3 af virðingarverði, standa ekki fyrir þessum krónum ? Og láta þessir menn sjer detta í hug, að þetta sje beita fyrir glögga útlenda fjármálamenn? Þeir hugsa eðlilega þannig, að banka- stjórn Landsbankans, sem auðvitað beri skyn á eignir landsins og verð- mæti þeirra, hafi þá skoðun, að til þess að brjefin sjeu trygg, þurfi, auk veðsins, að setja Hfandi tryggingu, og í því landi, sem jafn-aumlega sje ástatt, vilja menn auðvitað sfður kaupa brjef með þessu fyrirkomu- lagi, enda er trúnni á framtfð ís- lands hjer gersamlega kollvarpað, og engin auglýsing f þessa átt er lfk- legri til að verka en einmitt þessi. Aumingja ísland, nakið er það og bert, en hjer er á það varpað hræði- legum skugga af þess trúnaðarmönn- um — að ástæðulausu. 9. gr. Eigi ma lána nema gegn 1. veðrjetti. Lánsupphæðin útáein- staka fasteign má eigi hærri vera en 50 þús. kr., og minsta lán, sem veð- deildin veitir, skal vera 300 kr., og skulu lán jafnan standa á hundraði króna. Lánstíminn má vera alt að 40 ár- um, sje veðið jarðeign, alt að 35 ár- um, sje veðið vandað steinsteypuhús eða steinhús, og alt að 25 árum, sje veðið timburhús. Sje lánið bæjar- lán, sýslulán eða sveitarlán, skal þvf lokið á eigi lengri tfma en 40 árum. Svipað þessu hafa menn orðið að þola undanfarin ár. En þegar nýr veðdeildarflokkur myndast, mætti vænta þess, að hann fylgdi betur tfmanum en þeir eldri og auðvitað úreltu. En sú von bregst gersam- lega. Lánstfminn er hjer mikils til of stuttur, því að út á steinhús og jarð- ir mætti hættulaust Iána til 60 ára, og út á timburhús að minsta kosti til 40 ára. Lánstfminn er heldur ekki f sem bestu samræmi við það stranga eftirlit, sem nú á að hafa með hirð- ingu eignanna, þvf áður hefur mátt lesa á bók f gegnum veggi húsa þeirra, sem Landsbankinn hefur átt veð f, án þess hann hafi gert sjer rellu út af þvf. Væri lánstíminn sá, sem jeg sting hjer upp á, mundi það stórum greiða fyrir mönnum, ef þeir á annað borð verða svo fjár- hagslega langt leiddir, að taka lán hjá þessum tjórða flokki. 10. gr. Lán þau, sem veðdeildin veit- ir, má hún greiða í bankavaxtabrjefum

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.