Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.10.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 08.10.1913, Blaðsíða 2
170 L0GRJETTA 4ra- og 5-þætta, er komið. Hvergi lægra verð í borginni en í • AUSTURSTRÆTi 1. • Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Heimkomin frá átlöndum leyfi jeg mjer að til- kynna heiðruðum viðskiftavinum mín- um og almenningi, að jeg hef nú aft- ur opnað höfuðlækninga og hárvinnu stofu mína, á Bókhlööustíg- i). eftir að jeg hefi í utanför minni full- kornnað þekkingu mína á meöala- höf’uöbööum, ancllit^bööum. Iiáruppsetningu og liártil- búningi o. s. frv. Skal þess getið, að jeg legg nú sem áður, sjerstaka stund á iiöfuðlækningar og að auka hárvöxt. Virðingarfylst. Karólína Þorkelsson. sínum eftir ákvæðisverði þeirra, en lánþegi hefur rjett til að heimta, að bankastjórnin annist um að koma bankavaxtabrjefunum í gjaldgenga peninga endurgjaldslaust, ef þess er kostur, en borga verður hann kostn- að þann, sem af því leiðir og verð- fall. Veðdeildin hefur þó jafnan rjett til að greiða lánin í peningum með þeirri upphæð, sem hún getur fengið fyrir þau, að frádregnum öllum bein- um kostnaði. Semja má um sölu bankavaxtabrjefa deildarinnar fyrir fram í einu eða fleiru lagi, enda samþykki stjórnarráðið söluverðið. Til þess að ná í merginn, þarf að brjóta hnútuna. Svo er og með þessa grein. Mjer er gefinn rjettur til að fá peninga, en þar fylgir böggull skammrifi, því í mig er kastað því, sem bankastjórnin á hverjuni tíma fær fyrir brjefin í útlendum kaup- höllum, og leyfilegt mun líka vera að geta þess til, að núverandi banka- stjórn, eða sú, sem eftir hana kemur, sýndi ódugnað og vanhyggju við sölu brjefanna. En svo er um búið, að lántakandinn á að gjalda þess. — Alt er gert á hans ábyrgð, og auk þess á hann að borga allan ferðakostnað bankastjórnarinnar, far- gjald, fæði, þjórfje og öll önnur út- gjöld, sem af sölu brjefanna leiða, utanlands og innan. Þetta, þótt súrt sje á bragðið, er þó ekki það versta. — Mergurinn er eftir. — Nú fæ jeg lánið, eftir vanalegar bollaleggingar, og segjum, að eitthvað afbrjefunum sje óselt og mjer sje eins og að undanförnu borgað með þeim. Tök- um það dæmi, að brjefin standi í 8g°/o. Jeg hef komið með mann með mjer í bankann, sem vill samstundis kaupa þau á 94°/o En hvað segja þessi nýju lög um þaðf Þau veita banka- stjórninni ótakmarkaða heimild til að hrifsa brjefin og borga mjer aðeins 8g°/o, að frádregnum þeim kostnaði, sem hún hefur haft við tilraunasölu á þeim. Með þessu lagi er jeg svift- ur máske mörgum hundruðum króna, sem jeg annars hefði beinlínis getað haft. Bankastjórnin með ótakmark- aða valdið rjettir hjer fram arm sinn og spennir mitt eigið fje járngreip- um. Er þetta ekki gerræði, sem mjer vegna sárrar neyðar er þrengt til að beygja migundirf Eða hefur heilbrigð skynsemi lagt hendur að þessu dæmalausa vansmíði f Eða eru þessir herrar að storka þjóðinni af þeirri einu ástæðu, að hvergi fæst lán annarstaðarf Ög illa er sú þjóð farin, sem verður að kyssa á slíkan vönd. ii. gr. Hver lántakandi skal greiða i% af lánsupphæðinni í varasjóð deildarinnar um leið og hann tekur lánið. Heimilt er veðdeildinni við hver eigendaskifti að heimta lánið borg- að aftur að öllu eða nokkru leyti. Verði eigendaskifti að fasteign, sem veðsett er veðdeildinni, skal kaupandi, þegar um leið og kaupin gerast, tilkynna veðdeildinni eigenda- skiftin og greiða í varsjóð i°/o af þeirri upphæð, sem þá hvílir á eign- inni til veðdeildarinnar. Vanræki einhver að tilkynna veðdeildinni söluna og greiða gjaldið með næsta pósti eftir að salan fór fram, skal hann greiða tvöfalt gjald. Bæði kaupandi og seljandi skulu bera sameiginlega ábyrgð á því, að gjald þetta sje skilvíslega greitt. Og stendur hin selda eign einnig að veði með i. veðrjetti fyrir þessu gjaldi. Undanþegnir þessu gjaldi skulu þó lífserfingjar, er fá fasteign í arf, ef þeir tilkynna eigendaskiftin sam- kvæmt þessari grein. Vel mætti una við að lántakand- inn borgaði i% af lánsupphæðinni, ef hann svo yrði sameiginleg eign lántakendanna á eftir. En það er nú öðru nær. Viðskiftamennirnir hafa alls enga hlutdeild í honum, og fá ekkert um hann að vita. Hjer er sem fyr hagur bankans eingöngu hafður fyrir augum. Þetta er því í raun og veru i°/o hærri vextir af láninu fyrsta árið en áskilið er. En þetta þykir fínni(l!) aðferð við okkur, skiln- ingslitla lántakendur. Sá, sem ekki sýnir húsi sínu eða jörð æfilanga ttygð, fær ósvikið kjaftshögg, því selji hann eign sína, er hann tafarlaust sektaður um i°/o af söluverðinu. Jeg fæ ekki skilið þessa hugsun á annan veg en þann, að á bak við hana lyggi blátt áfram sagt fjárdráttur. Eða hvernig er unt að rjettlæta, að jeg eigi að borga mjer alveg óviðkomandi stofnun í þessu sambandi peninga, þótt jeg selji mína eigin eign, og með þessu ákvæði er jeg sviftur mínum dýrmæta eignarjetti, og er ekki lengur fjár míns ráðandi. Því ljet þingið sig muna um að áskilja bankanum alla upphæð hinnar seldu eignar? Sje nú þessi húseigandi utanbæjar og van- ræki hann að tilkynna bankastjórn- inni eigendaskifti með nœsta pósti eftir að salan fór fram, er hann tafi' arlaust skyldur til að borga 2°/o af söluverðinu, fyrir þessa vanhirðu. Hjer duga engar málsbætur, og ekki þótt brjefhirðing eða pósturinn glati brjefinu. Svo þegar bankinn hefur náð af mjer þessum krónum, þegar jeg hef borgað ioo kr. fyrir 89 krónur, all- an kostnað við sölutilraun brjefanna, 1% í varasjóð og 2% í sekt fyrir að selja eign mína, þá má bankinn og áskilur sjer rjett til að segja upp öllu láninu fyrirvaralaust og heimta það borgað. Bendir þetta ekki til þess tíma, þegar menn voru bundnir við staura og hýddir fyrir þá ólöghlýðni, að selja nokkra fiska af hlut sínum án þess að spyrja leyfis? Jeg sje hjer á engan mun annan en þann, að kaupmennirnir á einokunartímanum voru dankskir, en bankinn er talinn íslenskur. 21. gr. Þegar lán er komið í gjalddaga (sbr. 13. gr.), hefur veð- deildin heimild til að láta selja veðið við opinbert uppboð, án undanfar- andi dóms, sáttar eða fjárnáms, sam- kvæmt ákvæðum í tilskipun um fjár- forráð ómyndugra, 18. febr. 1847, 10. gr., eða láta leggja það veð- deildinni út til eignar, ef þörf er á. — Veðdeildin þarf ekki að láta neinn vera fyrir sína hönd við uppboðið, og skal þar ekki taka mótmæli skuldunauts til greina, nema þau sjeu auðsjáanlega á rökum bygð, og eigi er heldur hægt að stöðva eða ónýta uppboðið með neins konar dóms- skoti. Veðdeildin hefur aftur á móti á- byrgð á því, að skuldin sje rjett og komin í gjalddaga, og skuldunaut er frjálst að höfða mál til endurgjaldsá öllu því, er hann hefur skaðast á uppboðinu, og öllum málskostnaði að skaðlausu. Veðdeildin getur lög- lega samið svo um við skuldunauta sína, að uppboð á veðsettum fast- eignum megi fram fara á skrifstofu uppboðshaldara. Hún er spunnin úr sama Iopanum, af sömu rokkunum. Bankastjórnin hefur til þessa dags komið sjálf eða sent fulltrúa sína á öll nauðungar- uppboð, sem haldin hafa verið hjer í bænum. Þetta var auðvitað sjálf- sagt og hefur komið sjer vel fyrir alla málsparta. Menn hafa fengið upplýsingar um áhvílandi skuldir og fleira, sem söluna snerti, og hafa uppboðsdaginn skoðað eignina, og hefur það oft haft mikil áhrif á sölu- verðið. En nú nennir bankastjórnin ekki að sinna þessu gamla skyldu- verki lengur, og lætur þingið Ieysa sig undan því. Hvort ástæðan er skósparnaður eða annað, veit jeg ekki. Þeir hafa þó fundið, að eitt- hvað varð að koma í stað hinna fyrri skyldu — og eru ekki lengi að fylla upp þá eyðu, því ef sá ólánssami maður, sem húsið er að missaíjárn- klær veðdeiidarinnar, kemur á síð- ustu stundu og vill stöðva uppboðið, og fyrir engan mun tapa þannig aleigu sinni, þá fær hann ekki aftrað hamarshöggi, þótt hann beri þær sakir á bankann, að krafan sje fölsk, eða á annan hátt órjettmæt, og svo tryggilega er um búið, að þótt upp- boðshaldari sjái, að krafa húseigand- ans sje rjettmæt, verður salan fram að fara. Þar kemst ekkert dómsskot að. Og þótt hann bjóðist til að borga alla skuldina upp þá þegar og allan áfallinn kostnað, verður því heldur ekki sint. Bankastjórarnir þurfa hvergi nærri að koma; það gerir 21. gr. í þeirra stað, og hana skortir ekki djörfung. Er nokkurstaðar slíkt hrafns-ákvæði heimilað með lögum nema hjer? Þótt þessi 21. gr. sje ekki síður dökkklædd en hinar systur hennar, þá bregður hún þó upp rjettlætis- týru á einum stað. Hún leyfir hús- eigandagarminum, sem átti húsið, sem selt var, með þeirri aðferð, sem lýst er hjer að ofan, að fara í mál við bankastjórnina, sje krafan rang- lát, eða ef hann hefur orðið fyrir órjetti. En húsið missir hann undir öllum kringumstæðum. íslensk lög- gjöf leyfir mjer að kvarta við sig undan því, ef einhver skyldi taka upp á því að reka hníf í skrokkinn á mjer(!I). En þetta lögsóknarleyfi er líka það eina, sem finst í lögun- um, þegar um rjett viðskiftamanns- ins er að ræða. Jeg gæti trúað, að jafnvel rússneskir böðlar hristu höf- uðið yfir þessum lögum, og yfir eymd þeirrar smáþjóðar, sem á und- ir þeim á að búa. En við göngum jafnvel út í eld fyrir peninga, svo er þörfin brýn. Þetta vita okkar um- bótamenn(ll) Jeg hef nústuttlega rakið þennanilla ofna vef í sundur—4. flokksseríuna—. Lögin eru í mínum augum fjötrar á alla, sem lán taka í veðdeildinni nýju, og þá fjötra megnar enginn að leysa, ef þeir eru lagðir á á annað borð. Jeg býst við, að þessum ósköpum stjórni ekki vondar hvatir banka- stjórnar eða þingsins, heldur skiln- ingsley.si, þekkingarskortur og græðgi í rjettindi handa bankanum. Því nú nú eru orðin greinileg hausavíxl: fólkið er skoðað til orðið fyrir bank- ann, en bankinn ekki handa fólkinu. „ísafold" frá 1. þ. m. flytur undir- ferlislega grein um þessa nýju veð- deild, Hún kjassar hana eins og uppáhaldskrakka, en skoðunin er svo bágborin og í þynnra lagi, svo að í gegn um hana sjest mynd föðursins; greinin er hefilspænir og úrgangur frá lagasmiðunum, og hafa þeir sópað ruslinu saman Hún sýnir mönnum ofan í geigvænt djúp þess væntan- lega peningaleysis, þegar 3. flokkur veðdeildarinnar sje uppjetinn. Þetta á að gefa til kynna, að eftir næsta nýár verðum við að sætta okkur við 4. flokkinn, hvort sem hann líkar betur eða ver, þar sem í annað hús sje ekki að venda. Þessi flokkur á að verða framtíðarinnar bjarghring- ur. Guð hjálpi þeirri þjóð, sem læt- ur berja inn í sig þeirri fjarstæðu! Greinin endar með því, að vara alla stranglega við því, að framkvæma nokkurt það verk í landinu, sem fje þarf til, nema spyrja Landsbankann leyfis fyrst, eða leita álits(II) hans. Jeg er að vísu lftt kunnugur víðs vegar um heiminn, en jeg er hrædd- ur um, að slík aðvörun sem þessi finnist hvergi á bygðu bóli. Menn eru með berum orðum ámintir um, að hafast ekkert að — leggja árar í bát, alveg eins og ofhart hafi verið róið undanfarið. Menn eiga að verða svefndauðir. Jeg hjelt að framar ætti við, að menn væru hvattir til fram- takssemi og karlmensku, þar sem þjóðin er að krókna úr deyfð og vesalmensku. En látum sjá. Þess- ari aðvörun um áhugaleysi verður vel tekið! Þar vinnur greinarhöfund- urinn sigur(H). Er ekki hægt að fá þjóðina til að hætta að rífast um pólitík, og manna sig heldur upp til annars þarfara? Vill hún ekki vanda meira til kosn- inga en undanfarið? Og hætta að einblína á giltu hnappana. Vill hún ekki fara að sýna meiri rögg af sjer til bjargar fjárhagsástandinu? Svo hún sje ekki hengd án þess að geta gefið hljóð af sjer? Vill hún ekki Iesa betur en undanfarið þá nauð- synlegu bók, sem heitir Fjárlög og stöku rnaður hefur heyrt getið um, en allir fengið að kenna á? Vill hún ekki kasta embættismannadýrk- uninni og meta gildi manna, enda þótt þeir sjeu í peysu eða sjóklæðum? Vill hún ekki koma þeim mönnum einum á löggjafarþing sitt, sem cru fjárhyggnir og einbeittir og stjórn- ast meira af umhyggju fyrir þjóð sinni en af hrossaverslun innan þings? Eða er landið ekki þess verðugt að því sje frekari sómi sýndur en nú er gert? Eru ekki takmarkalaus engi og túnstæði enn óunnin, og ónotuð, sern aðrar þjóðir mundu telja til verðs á margar miljónir króna? Er það af áhugaleysi einu og trúleysi á landið, að svo sorg- lega lítið er framkvæmt? Hver er ástæðan, hvar er meinið? Er það f því fólgið að bankarnir klípi svo við neglur sjer þau lán, sem um er beð- ið til framkvæmda ? Ef svo er, þarf að finna heilbrigt meðal við því peningaleysisböli, og láta það ganga fyrir öllum öðrum dagsins þrætum. Það er hverju orði sannara — okkur vantar olíu á vjelina. — Við erum peningalausir. Og mögulegt ætti að verða að ná í þá. En verð- um við þvingaðir til að kaupa snör- una í þessari nýju veðdeild, þá væri held jeg betra að fara af landi burt eða þá beinlínis á hausinn, sem kallað er. Þetta hvorttveggja er að vísu slæmt — en hvort er betra? Jeg verð auðvitað spurður um, hvað gera skuli við veðdeildargreyið, sem mjer lítist svona hræðilega á. Jeg sje ekkert annað ráð en það, að leggja fyrir alla þingmálafundi við næstu kosningar að gera þá end- urbót á lögunum, að þau verði í engu lakari hinum 3 flokkunum, sem nú eru að renna út. Þetta þarf að leflgja undirbúið fyrir næsta þing. Fari svo, að þjóðin rísi ekki upp við olnboga í þessu máli, en láti svo standa sem nú er orðið, þá er henni ekki hjálpandi, því ef hún á við- reisnar von, þá verður hún að hafa það hugfast, að „með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða“. Reykjavík 6. okt. 1913. Jóh. Jóhannesson. Æsingar á írlandi. Síðustu útl. blöð segja miklar æsingar enn í Ulster og mótmæli gegn heimastjórnarfrumvarpinu. Sir Edvard Carson hefir farið þar um og haldið fundi, sem mjög hafa kveykt þar í kolunum að nýju. Heill flokkur manna í Ulster er þess albúinn að grípa til vopna þegar til kemur, að heimastjórnar- frumvarpið á að fá lagagildi. Með þessu ógnar Carson stjórninni. Tal- að hefur verið um, að setja hann fastan fyrir uppreisnaræsing, en stjórnin telur það þó ekki ráðlegt, heldur hefur hún látið hann tala óáreittann. Knud Pontoppidan prófessor i læknadeild háskólans í Khöfn hefur sótt um lausn frá embætti vegna heilsuleysis. Bílferðir. Blöðin flytja þau tíðindi, að hjer sje verið að stofna bílfjelag til mann- flutninga, og þingið veitti stóra fjár- upphæð til vöruflutninga á bílum. Alt í háalofti og á fleygiferð! Það er ekki annað en gleðiefni, og sjálf- sagt á þessari þeytings framfaraöld. En vegirnir? Hvað er um þá? Jeg ætla að segja strax eins og er: Þeir eru ekki fyrir bíla, og ekki fyrir hraðan akstur, hvort sem um er að ræða bíla eða aðra vagna. Jeg tala um vegina út frá Reykja- vík. Mikinn part af árinu eru þeir svo blautir, svo djúp for á þeim og aur, að þeir eru fyrir þá sök ekki akfærir. Og þann tíma ársins, sem þeir eru þurrir, eru þeir ekki akfærir fyrir hólum og dældum og Iausagrjóti — nema með hægri ýerð. En við erum óvanir að aka, kunn- um enn ekki að fara með vagna. Svo? Það er fallegur sleggjudómur! Svo mikið er hjer .þó af vögntim og ökumönnum, að það væri undarlegt, ef enginn kynni með að fara. Samt sem áður er þetta enginn sleggjudómur. Menn hlaða vagnana illa, ýmist ber hesturinn alt of mikið af byrðinni (í tvíhjólavögnum) eða vagninn er of afturhlæður, svo að hann lyftir undir hestinn hvað Htið sem verður upp í móti. Hestunum er ætlað alt of mikið; þeim er oýboðið í hverri ferð, og þeir endast oft ekki nema 4—5 ár, þó að traustir hafi verið. Og vögnunum er ofboðið; þeir endast heldur ekki nema fá ár. Með þessu móti gera menn sig seka í illri meðferð á skepnum og mikið fje fer forgörðum að óþörfu. Ung- lingar og hálfgerðir óvitar eru látnir fara með vagna, og með því er mannslífi stofnað f voða. Nú koma bílaferðirnar tíl sögunn- ar. Þá er úr sögunni skepnunfðslan. En þá kemur annað til sögunnar: hin hraða ferð, sem þeim vögnum er ætluð, vandasamari meðferð á vagn- inum, pössun vjelarinnar og margt fleira. Einhvern tíma sagði yfirdómari Jón Jensson á þingi, að vagnarnir yrðu verðir veganna. Það er rjett: Þeir hefðu átt að vera það, en þeir hafa ekki orðið það. Vegirnir hafa verið vanhirtir, og því hafa þeir slitið út hestum og vögnum til stórskaða. Með þessum nýju flutningatækjum, bílunum, kemur ný hvöt til að hugsa um vegina, og hún brýnni en nokkru sinni fyr. Þeir vegir, sem þessir vagnar eiga að fara um, þurfa alveg sjerstaklegs viðhalds, svo framarlega sem kostur bílanna, hin hraða ferð, á að koma til nota. Á vegunum, eins og peir eru nú, er mannhætta og eyðilegging á vögnunum vís, ef farið er meira en með hálýum hraða. Og hver á að fara með bíla? Hverjum ætti að vera það leyfilegt? Bngum öðrum en peim, sem heýur lœrt pað. Vjcr höfum beðið mikið tjón, bæði manntjón og eignatjón af því, að hver strákurinn hefur haft leyfi til að fara með mótorbáta, menn, sem ekkert vit eða skilning hafa á vjel- inni, Mótorbátarnir hafa reynst skæð- ir manndrápsbollar, og vjelarnar hafa enst illa, afarilla. Enginn efi getur leikið á, að mikið af því sje mönn- unutrr að kenna. Bflferðirnar verða ekki hættulaus- ar nema kent sje að brúka bíla. Vagn- arnir endast ekki lengi nema vegirn- ir verði bættir. Þetta þarf bílfje- lagið að hugsa um í tíma.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.