Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.10.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 29.10.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 181 Karlmanna- og unglinga-föt, 300 sett, nýkomin í Austurstræti 1. Ágætir litir — gott snið — afsláttur gefinn um tíma. Ásg-. G. Gunnlaug-sson & Go. Mynd þessi er af nýju Dísilvjelaskipi, sem Samein.fjel. hefur látið byggja og heitir ))California«. Það er bygt hjá Burm. & Wain í Khöfn og á að fara milli Filadelííu og Skandinaviu. Annað skip af sama tægi á fjelagið i byggingu á þýskri skipasmíðastöð, og á það að fara milli sömu staða. Flugmaðurinn Farman fórst nýlega í flugferð. Hjer á mynd- inni er sýnd fyrsta flugferð hans, 2. nóv. 1907, er hann vann 50 þús. franka verðlaun. i tunnum úti. Tjónið er metið um 200 þús. kr. Dagverðareyri er nokkuð fyrir utan Akureyri, vestan við Eyja- fjörðinn, hjer um bil niður af Möðruvöllum. Síldarverksmiðj- an var bygð þarna fyrir nokkr- um missirum og var fullgerð i fyrra. En reksturinn hefur ekki gengið vel, ýmislegt verið í ólagi, og þvi kent um, að hún hafi verið reist á óheppilegum stað, í votlendi og á gljúpum jarðvegi, svo að undirstaðan ljet eítir. Reykjavík. »Stúlkan frá Ranðu myllunni« heitir mynd, sem nú er verið að sýna á „Nýja Bíó“ og felur í sjer heila sögu frá nútímalífinu í París. Fátæk stúlka strýkur að heiman frá foreldrum sínum og tekur saman við ríkan greifa um stund, en hrapar síðan frá auði til örbirgðar og er sýnd á ýmsum tröppum mannfje- lagsins, en verður siðast hjúkrunar- kona og bætir þannig fyrir alt, sem hún hefur áður misgert. Leikurinn er vel leikinn og er sýndur af frönsk- um leikendum. Hjálpræðisherinn. Sjálsafneitun- arvika hans er nú frá 26. okt. til 1. nóv. Dáin er hjer í bænum 24. þ. m. frú Sigríður Bruun, stofnandi kaffi- hússins Skjaldbreið, dóttir Sigurðar heitins Jónssonar fangavarðar, dugleg og myndarleg kona. Banameinið var krabbamein. Mattliías þjóðmenjavörður kom í síðastl. viku heim úr Noregsförinni, frá stúdentahátíðinni í Kristjaníu. Var honum þar vel tekið, og lætur hann hið besta yfir förinni. Hjeðan flutti hann kveðju og sendingu, rúnakefli, sem rist var á kvæði með hrynjandi drápulagi, eftir Guðm. Guðmundsson skáld. Matthías sagði ferðasögu | sína í Stúdentafjelaginu síðastl. laug- ardag. Gnnnar Hafstein bankastjóri í Þórshöfn í Færeyjum hefur verið hjer nokkra daga, en fer heimleiðis með „Botníu" 3. n. m. Þingtíðindin. Af þeim er síðast komið út: 5. h. af umr. í n. d. og 3 h. af umr. í e. d. Sjóður Hannesar Árnasonar. Nú á að veita styrk úr honum til heim- spekisnáms í þriðja sinn, og kvað vera margir umsækjendur: Alex. Jóhannesson, H. Jónasson, Ól. Lár- usson, S. Nordal, Vernh. Þorsteins- steinsson og ef til vill fleiri. Dagblöð. í gær byrjaði að koma hjer út nýtt blað, sem „Dagblaðið" heitir. Magnús Gíslason ljósmynd- ari er ritstjóri, en útgefandi „Fjelag í Reykjavík". Einnig er sagt, að hr. Vilhjálmur Finsen, sem hingað kom frá útlöndum í haust, ætli að fara að gefa út nýtt dagblað, sumir segja í einhverju sambandi við ísa- fold. Þriðja dagblaðið er hjer fyrir, svo sem kunnugt er, hefur þegar komið út í nokkur ár og náð all- miklum vinsældum, en það er „Vísir" Einars kand. Gunnarssonar. Fjölgi dagblöðunum svo sem nú er útlit fyrir, þá verður það til þess, að þau eyðileggja hvert annað. Af útgáfu margra dagblaða hjer í bæn- um getur ekki orðið ágóði. Hjónabönd. Nýlega eru gift hjer í bænum Björn Pálsson lögfræðingur og frk. Marta Indriðadóttir, Einar Hermannsson prentari og frk. Helga Helgadóttir. Landsijóradcilan í lew* York. Henni lauk 17. þ. m. á þann veg, að sakardómarar ákváðu með 43 atkv. gegn 12, að Sulzer skyldi missa embættið. — Varaland- stjórinn M. S. Glyn tók svo við embættinu. Forsctaliosiíiiig í Kina fór fram í þessum mánuði, og var Juan- shikai kosinn með miklum atkvæða- mun. Til þessa hefur hann aðeins verið bráðabirgðaforseti. Þó mætti kosning hans ákafri mótstöðu frá ýmsum, og daginn, sem hann tók við embættinu, var maður gerður út til þess að vinna á honum. Panamaskurðurinn. 10. þ. m. var sprengt sundur síðasta haftið, sem skildi höfin austan og vest- an. Um míðjan næsta mánuð eiga skip að geta komist alla leið gegnum skurðinn. Fundur í lleimastj.fjel. „Frain“ var loks haldinn síð- astl. laugardagskvöld. Voru ýms- ir fjelagsmenn farnir að hugsa, að formaðurinn, sem er L. H. Bjarnason prófessor, ætlaði alveg að leiða hjá sjer að kalla saman fund í fjelaginu og þótti það lík- legast, ettir framkomu hans að dæma á alþingi í sumar, að þeir Björn Kristjánsson og Landvarn- armenn mundu hafa hann með sjer inn í kjósendafjelagsskap sinn hjer í bænum. Þetta hefur þó ekki orðið enn sem komið er. En fullkomlega mun Lárus hafa þótst verða þess áskynja á fund- inum á laugardaginn, að í Heima- stjórnarmönnum ætti hann nú fá og lítil ítök, enda hefði hann átt þegar á fundinum, að segja af sjer formensku í fjelaginu. Fróðleg grein og þarfleg verður það, sem Lögr. flytur nú byrjun af neðanmáls, eftir Jón Þorláks- son landsverkfræðing. Greinin verður löng. Hún verður ekki sjerprentuð, en í blaðinu verður henni hagað þannig, að hægt verði að klippa hana úr því án þess að skerða það að öðru leyti. •Pri fjiHatíndmn til fistaik Knppsund. Sunnud. 19. okt. s. I. kl. 10 árd. var kappsund háð á Akra- nesi milli ungmennafjel. þar og U. M. F. „Haukur" í Leirársveit. Kepp- endur voru 8 og var sundhraðinn á 50 stikum þessi, eftir skýrslu dórn- nefndarinnar: 1. Árni Böðvarss., Vogat., U.M.F. H. 483/4 2. OddurSveinss., Akri,----------A. 54V4 3. Magn. Guðm.ss., Efstabæ,------A. 55 4. Stefán Ólafsson, Ökrum,-------A. 55 5. Júlíus Magnúss., Geldingaá,--- H. 56 6. ÁgústSigurðss.,----—— H. 563/4 7. Ólafur Kristj.s., Mýrarholti,-A. 74 8. Gísli Dantelsson, Rvík,-------A. synti, en þar sem dómnefndin ekki gat fundið nákvæmlega hraða hans í sam- anburði við Árna, var hvorugum út- hlutað verðlaunum; Árni bauðst til að synda aftur, en Gísli var ekki fáan- legur til þess. — Kl. 6 um kvöldið var komið saman í Báruhúsinu og voru þar birt úrslitin; þar voru ræð- ur og kvæði flutt, og á eftir skemti unga fólkið sjer með dansi. Þetta er í annað skiftið, sem þessi 2 ung- mennafjelög reyna sig í sundi og keppa þau um verðlaunapening, sem eftir 3 vinninga í röð verður eign þess manns, sem svo verður þraut- seigur. Árni í Vogatungu er nú hand- hafi peningsins. Iþróttavinur. Bjarnanessprestakall er veitt síra Þórði Oddgeirssyni á Sauðanesi samkv. kosningu safnaðar. Norskt síldveiðaskip, „Imma- nuel" frá Tvedestrand, kom nýlega frá Siglufirði til Seyðisfjarðar með síldarfarm, er það átti að flytja til Noregs. Hafði skipið bilað eitthvað úti fyrir Austurlandi, var dæmt ó- sjófært og selt á Seyðisfirði. Island erlendis. Alexander Jóhannesson, sonur Jóh. Ólafssonar heitins sýslumanns, tók 14. þ. rneistarapróf í þýsku við háskólann í Khöfn. Tlieodór Árnason, sonur Á. Jó- hannessonar bankaritara, fór til Winnipeg í sumar, sem leið, og hefur haft þar skemtisamkomur með fiðluspili. Er látið vel yfir því í blöðum Vestur-íslendinga. Dr. Carl Kuchler hefur ritað um Heklugosið f sumar og ferð sína hjer í þýska myndablaðið „Illustrirte Zei- tung" frá 18. sept. langa grein, og fylgja henni ágætar myndir og kort af eldsvæðinu. Fimskipanöfnin. Nýjar uppástungur eru enn þessar: N. Frón, S. Draupnir. N. Edda, S. Saga. N. Hrafn Sveinbjarnar- son, S. Geysir. N. íslandsframi, S. Landnemi íslands. N. Sól- fari, S. Bjarmi. N. Draupnir, S. Miðgarðsormur. N. Huginn, S. Muninn. N. Langanes, S. Reykja- nes. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönn- um, að jarðarför minnar ástkæru eiginkonu, Sigriðar Sigurðardóttir Bruun, fer fram föstu- daginn 31. þ. m. Húskveðjan byrjar kl. II1/* á heimili minu, Kirkj ustræti 8. Ludvig' Bruun. Gjafir og áhelt til Heilsuhælis- fjelagsins: Frá Ögurdeild: Þ. Ólafsd., 0,50. Bjarni Sigurðsson real. stud., Vig- ur, 5,00. Finnbogi Pjetursson, Litlabæ, 5,00. Þurlður Jónsd., Ósi, 1,00. Stúlka í Ögursveit, 1,00.— Kona íÁrnessýslu, 5,00. N. N., Rvík, 5,00. Á. í Árnessýslu 10,00. Fyrir vel sagða fyndni 22/6 '13, 5,00. A. J., 2,00. Ólöf Ólafsd., Vatnsst. 16, 3,00. G. í Winnipeg, 5,00. Lady Paul Water- ford 11,80. Ól. Jónsson, Garðst., 5,00. Björn Jónsson bakari, Rvik, 10,00. Safn- að af Ól. Eiríkss., 11,00. Kona 1 Rvfk, 1,00. K. Jónsson, 5,00. H. H., 10,00. Landi í Höfn, 25,00. N. N., Vatnsleysu- strönd, 2,50. Mrs. Jórunn Grímsson, Winnipeg, 11,10. N. N., Rvík, 5,00. H. H., 5,00. J. H., ísaf., 10,00. Stúlka í Garðahr., 2,00. Stúlka í Fljótshlíð, 5,00. Guðm. Hjaltason, 10,00. Ástr. Þorsteins- dóttir, Húsafelli, 4,00. Stúlka í Fljótshlíð, 2,00. N. N., afh. afMagnúsi, 5,00. Flóki, 5,00. Runólfur Halldórsson hreppstj., Rauðalæk, 50,00. Sölvi Sölvason, Winni- peg, 45,00. Magn. Þorsteinss., Höfn, . Borgarf. eystra, 10,00. N. N., 2,00. N. N., Önundarf., 10,00. Á. G., 15,00. Kona á Patreksf., 2,00. Þór. Jónsson alþm., 10,00. Stúlka á Akranesi, 2,00. S. S., 5,00. Kona í Garðahr., 2,00. I. P., 10,00. Árn- ína Erlendsd., Húsavfk, 5,00. Nokkrar konur í Borgarf. eystra, 100,00. Ártíða- skráin f september 163 kr. Jón Rósenkrans. gCST Auglýsingum í „Lög- rjettu“ tekur afgreiðslan við eða prentsmiðjan. Rajmagn úr vatnsajli. Efir Jón Þorláksson. Það má víst gera ráð fyrir að flestir hafi núna síðustu árin heyrt eða sjeð ýmsar sagnir um nýjan sig- ur mannanna yfir þverúðugum öflum náttúrunnar, þennan dásamlega sigur, að breyta gagnslausu eða eyðandi straumafli ískaldra vatnsfalla í Ijós og hita, flytja það víðsvegar út um borgir og sveitir til hverskonar vmnu, og nú sfðast að láta það búa til nœringareýni úr loftinu fyrir jurta- gróður jarðarinnar. Ekki getum vjer íslendingar eignað oss nokkurn snefil af þátttöku í sigurvinningunni. Allan heiðurinn verðum vjer að eftirláta öðrum, og allur heimurinn er sam- mála um að þakka danska vísinda- manninum H. C. Örsted fyrsta og þess vegna einna þýðingarmesta sporið á þeirri framsóknarbraut, sem nú hefur leitt mannkynið að svo glæsilegu takmarki; það var upp- götvun hans um sambandið milli segulmagns og rafmagns, sem hann gerði í kenslustofu sinni í Kaup- mannahafnarháskóla árið 1820. Síð- an hafa vísindamenn og verkfræð- ingar flestra eða allra menningar- þjóða hjálpast að, skygnst inn í hvern leyndardóminn á eftir öðrum, einn ráðið eina gátuna, annar hina. Ekki er baráttunni um yfirráð nátt- úruaflanna lokið enn þá, en svo langt er þó komið, að hinir sem hjá hafa setið, og þá einnig vjer, geta farið að hita sjer og lýsa með árangrinum af erfiðismunum forkólf- anna. Hjer á landi erum vjer að byrja að bera oss eftir árangri þeim, sem unninn er. Einstaka kauptún og kaupstaðir eru farnir að nota vatnsafl til að framleiða rafmagn, og fleiri eru f undirbúningi með það. Og svo mikið hefur almenningur heyrt og sjeð um þetta, að margur bóndinn er farinn að velta því fyrir sjer, hvort ekki sjeu tiltök að nota sjer bæjarlækinn eða einhverja áar- sprænu í nágrenninu til lýsingar og hitunar. í öðrum löndum er þetta komið lengra á veg; naumast getur maður nú Iitið svo í norskt blað, að ekki sjáist þar ný frjett um að nú sje þessi eða hinn bóndinn að byggja sjer rafmagnstöð, ýmist einn fyrir sig eða grannar í samlögum. Hjer á landi er nú raflýsing í einum bónda- bæ, Bíldsfelli í Grafningi, notað afl allvænnar lindar þar í túninu, en annarstaðar hefur ekki orðið úr framkvæmdum í þessu efni til sveita. Það er næsta eðlilegt að framkvæmd- irnar hafi orðið litlar, þegar af þeirri ástæðu, að menn hafa enga hug- mynd um hvaða skilyrði þurfa að vera vera fyrir hendi, til þess að rafmagnsframleiðsla geti þrifist, og því síður neina hugmynd um hver kostnaðurinn verður, þó hentug skil- yrði sjeu fyrir hendi. Jeg ætla að reyna að bæta ofurlítið úr þessu, þó erfitt sje að skýra ýmislegt hjer að lútandi í myndalausu lesmáli, reyna að benda á hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að vatns- afl verði notað, hvað menn geta at- hugað sjálfir og um hvað verður að leyta vitneskju hjá verkfræðingi ( hvert skifti; einnig ætla jeg að gefa nokkrar bendingar um hvað tækin til notkunar vatnsaflsins og fram- leiðslu ljóssins og hitans kosta. Jeg miða eingöngu við þarfir eins heim- ilis, eða örfárra. Þar sem fleiri búa saman, t. d. í kauptúnum, verður ýmislegt margbrotnara, og þar verð- ur þegar í upphafi undirbúningsins að leita aðstoðar verkfræðings. Þá sem unna góðu máli bið jeg fyrir- fram afsökunar ef mjer verður á að syndga gegn lögum móðurmálsins; það er erfitt skrifa hreina íslensku um verkleg vísindi vorra tíma, og orðasmíð lætur mjer illa. Þeim til leiðbeiningar, sem kann að þykja efnið torskilið, get jeg þess, að þjóð- ráð er að lesa í annað og þriðja sinn ef menn vilja skilja, en hefur ekki tekist í fyrsta yfirlestri. Margt af því, sem jeg ætla að segja, hef jeg orðið að lesa oftar en þrisvar áður en jeg skildi það. Jcg hugsa mjer þá sveitaheimili í stærra lagi, með vænum bæjarlæk nálægt bænum, og viðfangsefnið er það, að rannsaka hver skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að afl bæjarlæksins verði notað heimilinu til gagns. Áður en jeg sný mjer að aðal- efninu, verð jeg að biðja lesandann að skygnast ofurlítið með mjer eftir nokkrum grundvallaratriðum eðlis- fræðinnar, lfta á eina greinina í hinni óbreytanlegu og órjúfanlegu stjórnar- skrá náttúrunnar. II. Kraýta eða óýl nefnum vjer þau fyrirbrigði í náttúrunni, sem geta or- sakað kreifingu, Algengasta aflið í kringum oss er aðdráttarafl jarðar- innar. Það verkar á alla hluti á jörð- unni, og verkar mismunandi mikið á þá, eftir því hve þungir þeir eru. Aðdráttarafl jarðarinnar á blýlóð, sem vegur 1 kílógram, köllum vjer blátt áfram 1 kílógram. Ef annað lóð úr sama efni er tvöfalt stærra, leitast jörðin við að draga það að sjer með tvöfalt mcira afli, mcð

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.