Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.10.1913, Blaðsíða 4

Lögrétta - 29.10.1913, Blaðsíða 4
182 L0GRJETTA Sir Oliver £oðge. Ritstjóri hins frjálslynda stórblaðs Christian Commonwealth flutti grein mikla um O. L. þegar hann setti ársþing enskra vísindamanna II. sept. sl. Átti ritstjórinn ítarlegt samtal (interview) við hinn fræga forseta þingsins, og vil jeg, með leyfi rit- stjóra Lögrjettu, gefa lesendum henn- ar dálítinn útdrátt úr samtalinu, sem óðara flaug út um víða veröld, og allur þorri heimsins höfuðblaða lauk á lofsorði — þótt sumir væri efblandn- ir — eins og stendur í Mark. guð- spjalli. Fyrst er löng saga um að- gerðir og afrek O. L,, sagt frá upp- runa hans og uppeldi alt til ársins 1873, er hann var orðinn prófessor og frægur náttúrufræðingur, en síðan eru nefndar bækur hans í rjettri röð og um leið framkvæmdir hans og uppgötvanir, (t. d. um rafgeisla, þráð- lausa firðritan og ótal margt fleira). Er það einmælt, að vart sje nokkur, rúmlega sextugur vísindamaður uppi, sem sje jafnoki hans að starfs- þoli og framkvæmd, frjálsræði og dugnaði bæði inn og út á við. Les enginn maður sögu hans án stórrar undrunar yfir afkastasemi þessa skörungs — ekki einungis sem vísindamanns og spekings, heldur og sem umbótamanns í mannfjelags- málum. Líkt og um Gladstone þykir hann leggja alt á gerfa hönd — með þeim eina mismun, að G. var stjórnmálamaður af 1. flokki, en af lægri flokkum í vísindum og trú- fræðum; en L. er alstaðar visinda- maðurinn. í hinu eru þeir taldir sviplíkir, að vera trúmenn (hvor á sinn hátt), sannleiksvinir og mann- vinir. Nú kemur útdrátturinn. Ritstjórinn vildi fyrst og fremst fræðast af Lodge um Sálrannsókn- arýjelagið. Og áður en hann skýrir frá samtalinu, minnir hann á nokkr- ar málsgreinar f hinu fræga riti höf. „Maðurinn og alheimurinn". Þar segir Lodge: „Sumir færa fram þá mótbáru móti tilraunununum til þess að komast smátt og smátt, er tfmar Ifða, svo langt, að sanna megi með vísindarökum það, sem kallað er ó- dauðleiki; þeir segja, að þar sje gengið of nærri svæði trúarinnar, það sje ofdirfska að fást við það, er trúnni einni tilkomi, . . En ef vel er að gáð, koma þeir einir með þá mótbáru, sem ætla að þekking og trú sjeu óvinir, f stað þess að sjá, að þekkingin á að styðja og styrkja trúna; í öðru lagi má telja þá, sem ósjálfrátt eru hræddir um að ríki trúar- arinnar sje endanlegt og takmörkum bundið; er þeim illa við að brotist sje inn á hennar landamæri, sem meir en nóg sje þegar búið að þrengja. En þær skoðanir angra ekki nje geta angrað þá, sem skynja að trúarinnar svæði sje ótakmarkað, og að trúin eigi ótakmarkað svið“. Lodge sagði: „Að færa út svið trúarinnar er eintómur ávinningur; því þótt ein hliðin sje færð út, minkar eigi hin fyrir það. Hið ó- endanlega minkar eigi fyrir frádrátt. Og ekki leit hinn gamli spámaður svo á er hann sagði: Jörðin skal verða eins full af þekking Drottins og hafið af vötnunum". Alt, sem vísindin geta fengið vissu fyrir, það er þeim fullkomlega leyfi- legt að „slá föstu*. Það er rjettur þeirra ogmeira: það er skylda þeirra. Sjeu hlutir til, sem oss er meinað að þekkja, þá mega allir vera vissir um, að vjer fáum þá aldrei að þekkja. Þar er meira að segja eigi einu sinni leyfilegt að spyrja. Tilganginum með alheiminn er eigi svo háttað, að hann megi hindra með nokkurri við- leitni hans sköpuðu skepna. Ef vjer skyldum hætta rannsóknum fyrir enga betri ástæðu en þá bernskulegu ímyndun, að vjer komum þar inn á bannað svæði, ber sú skoðun ljósan vott um aumkunarlegan skort á trú á gæskuríkan vilja og vald þeirra allsherjarkrafta, sem stýra og stjórna sannleik og rjettlæti". „Látum oss rannsaka alla þá staðhætti, sem bjóð- ast, fastlega og frjálslega; látum oss prófa með einurð, og þó varúð, allar vorar „bráðabyrgðar tilgátur* (provisional hypotheses); látum oss hægt og gætilega reyna að sanna hlutina jafnóðum og vjer færumst stig af stigi. Á þann hátt vonum vjer að komast æ lengra og lengra inn f hið ókomna, vissir um, að hvar sem vjer þreifum fyrir oss í myrkr- inu, mætum vjer engu, sem vekur oss ískaldan hroll, heldur einhverri aðstoð og samúð, sem vel mætti hugsa að væri hönd Krists". „Hvað Iíður sjálfri sálrannsókninnif" spurði ritstjórinn. „Álítið þjer, að vjer sjeum komnir nær sönnun þess, að maðurinn lifi eftir líkamsdauðannf" — Hann svaraði: „Já, vissulega er- um vjer komnir nær þeirri sönnun, og að það, sem hingað til hefur ein- göngu verið trúarefni, það verði í framtíðinni vísindalegt vissuefni. Jeg segi eigi að algild úrslitasönnun sje enn fengin, heldur er vissan (evi- dence) orðin svo ákaflega rík og mögnuð, að framhjá átökum hennar (cogency) hafa einungis „forskrúfað- ir“ selir (bæ mental contortion) und- anfæri. Og rannsókn vor heldur áfram, og smámsaman munu aðrar tilgátur f þessu efni daga uppi. Vfs- indasönnunin verður eigi bygð á neinu einstöku dæmi, nje ítrekaðar staðhafnir, heldur á samsaýni stað- hafna (accumatión), sem myndar heildarsönnun eftir margfalda smám- saman fengna reynslu". „Hverjar vísindalegar ályktanir eru þá þegar gerðar í Sálrannsóknarfje- laginuf" — Lodge: „Vísindamenn hafa eigi yfirleitt viðurkent neinar ályktanir í því efni, jafnvel eigi fjarskynjanina (telepathy); og að því er snertir þá gáfu, er hún afarþýðingarmikil og umfangsrfk — hvorki meira nje minna en spáný bók f sögu mannkynsins þekkingar. En þótt nokkur dráttur eða hik sje með viðurkenning þess nýmælis, er það eðlilegt, og að vísu ekki nema gott og rjett. Lfklega eru þeir ekki margir, sem gera sjer ljóst, hve langt nái þýðing ummál og afleiðing þeirrar nýlega uppgötv- uðu gáfu vors kyns. Hún stefnir að þvf, að sameina hinar aðrar tilverur, og sanna yfirburði hins andlegri heims yfir hinum efnislega á þann hátt, sem hinir hingað til kunnu hæfileikar vorir eigi gerðu". Hjer vil jeg, segir ritstjórinn, vitna aftur til áðurnefndrar bókar eftir Sir O. Lodge, þar sem tekið er fram, að ærið margt og villandi sje við fyrir- brigðin, er hann hefur verið að rann- saka í 30 ár — ærið margt, sem hafi upptök sín meira og minna frá sitj- endunum sjálfum og þeirra undir- eða yfir vitundarlífi. Þá segir hann ákveðið, að eigi sje fært að fylgja annari tilgátu en hinni alkunnu, að fyrirbrigðin komi yfirleitt „handan yfir". Takmörkin milli hinna tveggja heima, segir hann í nefndu riti, sjeu enn eigi auðveld yfir að stfga — frá hvorugri hlið. „Þar er enn veggur í milli; en sá bálkur er mjög farinn að þynnast og slitna á vissum stöð- um, og líkt og þeir, sem grafa gíg tveim megin frá gegnum fjall, heyra vatnagný og annan hávaða, erum vjer farnir að heyra aftur og aftur hamarshöggin og önnur hljóð frá fjelögunum hinu megin". í sjálfri þingsetningarræðu sinni fám dögum sfðar en þetta samtal varð, lýsti Lodge einarðlega vissu sinni um áframhald lífsins eftir dauð- ann, svo og þeirri skoðun, að eigi þurfi lengur að efa, að sambandi megi ná við framliðna menn og aðrar skynsamar verur, ef vel hagar til. Þarf eigi að fjölyrða framar um það mál, eða gera bollaleggingar um það, hver áhrif þessi nýja og einarða yfirlýsing hins fræga vís- indamans muni hafa á trú manna, skoðanir eða hleypidóma. En eflaust er langt í land þangað til meirihiuti manna meðtekur þennan boðskap — án langrar persónulegrar reynslu eða rannsókna. Um ýmisleg önnur allsherjar efni spurði ritstjórinn Lodge, sem jeg þó sleppi hjer — utan því svari Lodge, er ritstjórinn bað hann segja sjer skoðun hans á Kristi. Þá gaf hann honum það merkilega svar: „ Guð er sólin, en Kristur sól■ skinið". Matth. Jochumsson. Eggert Claessen yflrrjettarm&laflutn1ng8maður. Pisthússtrætl 17. Venjulega heitna kl. 10—11 og 4—5. Talsfml 16. jVS. jfiagnús (Júií»») Ixknir, sjerfræðingur í húðsjúk- dómum. Viðtalstími kl. 9—11 árdegis. Kirkjustræti 12. Brúnn hestur hefur tapast úr Hafnarfirði þ. 18. þ. m. Merktur A á aðra lendina. Finnandi geri svo vel og komi honum til Hjálpræðishersins 1 Reykjavík mót ríflegri borgun. Skakþing Islendinga verður haldið í Reykjavík ÍO. febriiai" 1014 og næstu daga. Kept verður um marmarataflborðið og »Staunton«- taflmenn. Pátttakendur láti Harald Sigurðsson verslunarmann hjá C. Ziemsen vita fyrir 8. fel)i*. Stjórn Taflfjelags Reykjavikur. Forfulg't, eller en spændende Kamp paa Liv og Död, 226 Sider, 50 Öre. Sola: Som man saar — Kr. 1,25 ib. i Pragt- bind; en af den berömte Forfatters mest læste Böger. Begge Böger sen- des portofrit mod Indsendelse af 2 Kr. pr. Postanvisning. Samtidig med- fölger ny udkommen Bogfortegnelse over ca 200 nye Böger. Önskes Kata- log over Hygiene, Sygepleje og Bar- berartikler, medsendes den gratis. A.Brandi,Prinses8egade,Kbhvn C. Afgreiöslustofa Lögrjettu er i Veltusundi nr. 1. Talsími 359. Oddur Glslason yfirrjettarmálaflutnlngsmaður, Lanfásreg 22. Venjul. heima kl. II—12 Og 4—5. Vjer ^reiðum toll af efnivörum vorum og hjá oss er því verðið lœgst eftir gæðum. Biðjið þess vegna um Súkkulaði og Kókóduft frá QT”PTTTjs!11 Fpihavnens Chocolade- „Ollul U kJ j & Cacaofabrlk. Notið vatnsafliö og vindaflið til rafmagnsframleiöslu. Allir kaupstaðir landsins, sem ekki hafa rafmagnsstöðvar, og fara þannig á mis við hin miklu og margvíslegu þægindi, er slíkar stofnanir veita, ættu sem fyrst að snúa sjer til rafinagnsfræðings Halldórs Guðmnndssonar í Reykjavík, sem gerir áætlanir um stofn- og reksturs-kostnað ralmagns- stöðva, í stórum og smáum stýl, og með því rekstursafli (vatni, vindi og ýmsum mótorum), sem hentugast er á hverjum stað, þar á meðal „sjálf- gæslustöðva", sem þurfa mjög lítið eftirlit og eru því mjög hentugar i skóla, sjúkrahús, verslanir og nokkur hús í sameiningu. Bíó-kaffihúsið (inngangur frá Bröttugötu) mælir með sinum a la carte rjettum, smuröu brauði og miðdegismat. Nokkrir menn geta fengið hús- næði og fæði. Sími 349. Virðingarfylst. Hartvig Nielsen. •----------------------------1 Munið, að 5 pör af karlmanns- sokkum kosta aðeins eina krónu í Vöruhúsinu. Massagelœknir GuOmundur Pjetursson. Heima kl. 6—7 e. m. Spítalastíg 9 (niðri). Sími 394. Búar, múffur og húfur tir loöskinni, nýkomið í V öruhúsiÖ. S. C. Jtraul8 A Forsendelseshus V._// (útsendingahús) llorsens sendir ókeypis öllum skrautverðskrá sína. Xalsími 801. Sfirifsfofa 1 Eimskipafjelag Íslands, Austurstrœti 7. Opin kl. 5-7. Talsími 409. tveggja kg. afli, og köllum vjer þýngd þess 2 kg. Til eru mörg önn- ur öfl en þetta aðdráttarafl, en öll eru þau mæld á sama hátt eða með sömu einingu, mæld í kílógrömmum. Vinntt eða erýiði köllum vjer það, ef aflið framkvæmir hreifingu. Ef i kílógram fellur til jarðar úr eins metra hæð, segjum vjer að aðdrátt- arafl jarðarinnar hafl framkvæmt vinnu að stærð I kílógrammetri, skammstafað kgm. Ef vjer viljum koma þessu Ióði, eða hvað það var, á sama stað aftur, verðum vjer að brúka afl að stærð i kg. til þess að lyfta því, og vinnan við að lyfta þvf er i kgm. Ef vjer eigum að lyfta því 2 metra, verður vinnan tvöfalt meiri eða 2 kgm. Nú skulum vjer hugsa oss að vjer höfum læk og í honum foss, t. d. 10 metra háan. Vjer þurfum að lyfta byrði nokkurri frá jafnsljettunni upp á fossbrúnina, t. d. 15 kg. af sandi. Vjer getum þá hugsað oss að vatnið í læknum sje látið gera þetta á þann hátt sem hjer greinir: Uppi á klettabrúninni festum vjer trissu eða hjól, sem leikur um lárjettan ás, og stendur ásendinn með hjólinu fram yfir brúnina. Um hjólið leggj* um vjer taug, og höfum væna skjólu f hvorum enda taugarinnar. Taugín er það löng að önnur skjólan nemur við jörð niðri þegar hin er uppi við hjólið á brúninni. Nú mokum vjer þessum 15 kg. af sandi f skjóluna, sem stendur niðri. Síðan látum vjer vatn úr læknum renna inn í þá skjól- una sem uppi er; jafnskjótt og kom- ið er f hana meira en 15 kg. af vatni, sfgur hún niður til jarðar, en sandskjólan lyftist upp, alt þar til vatnsskjólan nemur staðar niðri á jafnsljettu, og þá er sandskjólan komin upp á brún, upp f 10 metra hæð. Vatnið, sem rann í skjóluna uppi, hefur þá unnið það efiði að lyfta 15 kílógrömmum 10 metra, eða leyst af hendi 150 kílógram- metra erfiði við það að fara niður af þessum 10 metra háa stalli. Orku (Energi) köllum vjer þann hæfileika hlutanna, að þeir geta int aý hendi erfiði. í þessum 15 kg. af vatni, sem gátu lyft 15 kg. af sandi 10 metra upp, bjó orka, sem nam 150 kílógrammetrum. Þessa orku hefur vatnið mist, þegar það er komið niður á jafnsljettu. Það getur ekki fengið þá sömu orku aftur, nema því sje aftur lyft upp, en til þess útheimtist sama erfiðið, eða raunar ofurlitið meira erfiði, sem nemur núningsmótstöðu hjólsins á ásnum m. m. En sandurinn, sem áður lá orkulaus niðri, hann hefur nú fengið orku; hann gæti nú aftur lyft annari byrði upp á brúnina, en mundi eyða til þess orku sinni, og þegar hann væri kominn niður á jafn- sljettu, sæti alt við sama og f byrj- un. Ef vjer viljum lyfta upp meiru en þessum 15 kg. af sandi, verðum vjer að taka meira en 15 kg. af vatni; vjer verðum að taka nýtt vatn uppi á fossbrúninni til þess að lyfta næstu sandfötunni, og svo koll af kolli. Gerum nú ráð fyrir, að vjer tökum alt vatn sem til er í læknum, og látum það lyfta upp sandi; segj- um, að vatnið f læknum nægi til að fylla 30 skjólur á mínútu hverri; f hverri skjólu eru 15 kg. af vatni, sem er sama sem 15 lítrar af vatni, með því að 1 lítri vatns vegur nákvæm- lega 1 kg.; þá renna eftir læknum 30X15=450 lítrar á hverri mínútu, eða Vð° — 7> 5 lítrar á hverri sekúndu. Erfiðið, sem þetta vatn getur unnið með þvf að falla niður 10 metra, eða orkan, sem f því býr uppi á brúninni, er 30X150=4500 kíló* grammetrar á hverri mínútu. Það er sama sem = 75 kílógrammetr• ar á hverri sekúndu, og er þetta kallað 1 hestajl, (ætti að rjettu að nefnast hesterfiði, eða eins hests vinna). Segja menn þá, að þessi foss (10 metra hár, er flytur 7V2 lítra vatns á sekúndu hverri) hafi eitt hestafl. Með einu hestafli má þá Iyfta: 75 kg. einn metra á hverri sek- úndu, eða 60X75 = 4500 kg. i.m. á mínútu, eða 60X4500 = 270000 kg. 1 m. á klukkustund. Þetta erfiði, sem eitt hestafl getur int af hendi á klukkustund, er oft notað sem ein- ing þegar mæla skal mikið erfíði eða mikla orku, og nefnist 1 hestafls- tími. Þegar vatnið þannig er notað til þess að lyfta sandi, eins og vjer nú höfum hugsað oss, er hægt að benda á, hvað verður aý orkunni, sem f vatninu bjó, áður en það steyptist niður fossinn. Hún flytst sem sje yfír f sandinn, sem kominn er upp á brúnina að afloknu erfiði. Ekkert af henni verður að engu, ef flutn- ingstækin eru fullkomin. En ekki er heldur með ncinu móti hægt að auka hana, eða fá meira en fyrir var; það geta ekki komið fleiri kg. af sandi upp en niður fara af vatni. En hvað verður af orku vatnsins, ef fossinn er ekki notaður til neins? Undir fossinum sjáum vjer iðuköst og froðufjúk, en þaðan rennur vatn- ið áfram orkulaust eftir flatneskjunni. Hefur þá orka þess orðið að enguí Þessari spurningu var ekki svarað til fulls fyr en fyrir rúmum 60 árum síðan. Þá komu menn auga á það lögmál, sem síðan hefur verið leið- arstjarna náttúruvísindanna: Orkan getur tekið á sig ýmsar myndir, en hún getur aldrei minkað, aldreineitt aý henm orðið að engu. í dæminu hjernefnda er svarið það, að orka

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.