Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.03.1914, Blaðsíða 1

Lögrétta - 11.03.1914, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: fORARINN B. ÞORLÁKSSON. V eltuBundi 1« Taltimi S09a LOGRJETTA Ri tstjorl: PORSTEINN BlSLASON Pingholtsitratl 1T. Tslsimi 171. M 13. Reykj avik 11. raars 1914. IX. árg. Lárufl Fjeldstod, TflppJettarmálafœralamaOur. Lœkjargata 2. Hetma kl. 1 1 —12 og 4—7. Bækur, Innlendar og erlendar, papplr og allskyne ritföng kaupa allir ( Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Eftir Jón Þorláksson. II. Nefndarálit B. Kr. Hðfaðlærdómarnir. (Frh.) Það má ekki enda þessar hug- leiðingar án þess að minnast á þá 3 höfuðlærdóma, sem B. Kr. setur fram ( byrjun nefndarálits síns. Jeg tek þá í rjettri röð. >1. í samgöngumálum tel jeg landið mest vanhaga um haganlegar samgöng- ur á sjó, samgöngur á sjó umhverfis landið, og við útlönd, og það eigi að ganga á undan óllu öðru 1 þessum mál- um, áð koma samgöngunum ( það horf, að sjóleiðin sje notuð ú t í æ s a r. . . . Það er sem sje alhægt bæði sumar og vetur, að koma þangað (þ. e. til Eyrarb. og Stokkseyrar) vörum og sækja vörur, ef farið er eftir veðri, og hentugur bátur, 80—ioo smálestir, er til taks að fara ferðir þangað, e r veður leyfir, sem ávalt er auðið að velja sjer, ekki síst slðan síminn var lagður. Bátur með þessari stærð gæti siglt inn á höfn & Eyrarbakka að minsta kosti alt sumarið, er veður leyfir*. Það má segja þessari kenningu til gildis, að sú hugsun, að vjer eigum að hafa haganlegar samgöngur á sjó bæði innanlands og við útlönd, er rjett og heilbrigð. En hversu hag- anlegar sem þær eru, þá verður þó einnig nauðsynlegt að hafa sam- göngur & landi; þetta eru allir sam- mála um, og þessvegna er á hverju ári varið um og yfir 150 þús. kr. úr landssjóði til vega. Að bera nauðsyn samgangna á sjó fram sem ástæðu á móti járnbrautarlagningu er jafn fjarstætt, eins og að bera hana fram sem ástæðu á móti vegabótum, og sýnir að höf. hefur alls ekki skilið hvaða þórýum jbr. er œtlað að fullnœgja. Hún á sem sje fyrst og fremst að gera mönnum mögu- legt að stunda nautgriparækt á Suð- urlandsundirlendinu alt árið. Jeg kalla ekki að hún sje stunduð alt árið eins og nú er; rjómabúin geta ekki starfað að vetrinum, af því að þau koma engum afurðum frá sjer til hafnar; framleiðslan (mjólkin) að vetr- inum er óseljanleg, nema að því litla leyti, að menn geta gert smjör úr nokkru af mjólkinni heima, og selt það til neytslu í landinu sjálfu — útflutningsvara er það ekki, og getur aldrei orðið. Öll sumarvinnan, öflun föðursins, miðar eingöngu að þvf að halda við bústofninum, svo að hægt sje að hafa úr honum sum- arnytina, sem er seljanleg. Þetta breytist ekki hót, þó þessi 80—100 smálesta bátur — tækifærisbiðarbát- urinn hefur hann verið kallaður —• gangi þegar veður leyfir milli Rvlk- ur og eins einasta staðar á öllu Suðurlandsundiriendinu. Það getur verið ófært fyrir hann mánuðum saman að vetrinum, og menn munu ekki fremur en nú þora að treysta Eyrarb. sem útskipunarstað fyrir af- urðir sem ekki þola geymslu (t. d. smjör, hvað þá mjólk), allra sfst að vetrinum. Ástandið verður óbreytt að því leyti, að öflun heyjanna gef- ur ekki af sjer neinar teljandi selj- anlegar afurðir, og á meðan vantar alla verulega hvöt til að rækta Iand- ið. Til hvers á t. d. að framkvæma Flóaáveituna, meðan þær afurðir, sem áveitan beinlfnis á að framleiða — það er vetrarmjólk kúnna, sem fóðraðar verða á flæðiheyinu — eru að mestu leyti óseljanlegar, aðeins vegna þess að ekki er mögulegt að koma þeim óskemdum á markaðinn? Og að sumrinu mun ástandið einnig haldast óbreytt að þvi leyti, að vegna hinna erfiðu flutninga treystast menn ekki að gera sjer markaðs vöru úr neinu af mjólkinni nema aðeins fitunni, sem f raun og sann- leika er ekki nema rúml. helmingur- inn af verðmæti mjólkurinnar. Ost- efnin gera menn ekki að verslunar- vöru nú, vegna erfiðra samgangna. Þessi hugmynd með „tækifærisbið bátinn" getur komið að dálltlu gagni að því er snertir aðflutning á út- lendum vörum til Eyrarbakka; þær þurfa ekki að eyðileggjast við bið- ina. Ekki samt þannig, að hann geri vörur neitt ódýrari en þær eru nú, en hann gæti máske lengt vöru- flutningatíma hvers árs — sem nú er 4—5 mán. — um 1 til 2 mán- uði. Meiri afreka má ekki af hon- um vænta. Óg dýrt verður að flytja með honum, t. d milli Rvfkur og Rangárvallasýslu, f samanburði við járnbrautarflutnig. Það má gera reikninginn eitthvað á þessa leið, fyrir flutning á I tonni af vörum milli Þjórsárbrúar og Rvíkur: Vagnflutningur Þjórsá — Eyrarbakka, 30 km. ...... kr. 12,00 Geymsla og útskipun á Eyr- arbakka....................— 4,00 Uppskipun f Rvfk ... — 2,00 Fragt með bátnum . . — 15.00 Samtals kr. 33,00 Fragtin með bátnum er tekin eftir meðaltaxta strandbátanna. Menn munu sjá, að þessi fiutningskostnað- ur nálgast vagnflutningskostnaðinn svo mikið, að ekki er til vinnandi að eiga á hættu geymslu og hrakn- ing á afurðum fyrir þann sparnað. Hvernig sem á er litið, þá verður ekki annað sagt en að samgöngu- bót sú, sem „tækifærisbiðarbaturinn" býður er kák, kann að reynast of- urlítil framför f bili, en fullnægir engum framtíðarkröfum, og er því ekki miklu til hans kostandi. Það segir sig llka nokkurn veginn sjalft, að samgöngurnar verða ekki bættar að mun med því að „nota sjóleið- ina út f æsar" milli Rvíkur og Þing- valla, eða milli Rvlkur og R-uigar- vallasýslu, sem hefur engan lending- arstað nema afdr> pslausan sandinn alla leið frá Þjórsa að Jökulsá. Þa er næsti höfuðlærdómurinn: >2. Jeg tel efnahag þjóðarinnar þannig, að hún fyrst og fremst þurfi að eflast aðefnum og framleiðslu á ð u r eu hún fer að afla sjer þeirra þæginda, er slfk járnbraut getur veitt. Jeg segi þ æ g i n d a , því meira getur járnbraut ekki veitt en þægindi f landi, sem að vfsu g æ t i framleitt mikið, en sem ekki getur gert það v e g n a a 1 - mennrar fátæktar. Og jeg full* yrði, að járnbrautin geti ekki, út af fyrir sig, aukið framleiðsluna, heldur vax- andi efni alraent og aukið veltufje bankanna. Þessi 2 skilyrði verða þvf að upp- fyllast, að mlnu áliti, áður en farið er að leggja járnbrautc. í þessu finn jeg ekki neinn skyn- semisneista. Hvernig lftur það land út, „sem að vfsu gæti framleitt mik- ið, en sem ekki getur gert það?" Jeg þekki ekker slíkt land. En jeg þekki stóra landspildu, Suðurlands- undirlendið, sem að vísu gœti jram- leitt mikið, en getir það ekki vegna þess, að íbúar þess geta ekki komið afurðunum frá sjer á markað. Þar vantar flutningatækið — járnbraut- ina. Og undarlega er það að orði komist, svo ekki sje fastara að kveð- ið, að segja að flutningstækið, sem beinlfnis mundi færa mönnum upp í hendurnar peninga fyrir afurðir, sem nú eru óseljanlegar, sje aðeins til þæginda. Ef jeg á að reyna að fínna einhverja meiningu f orðum um B. Kr. um fatæktina, þá flnst mjer hún helst vera sú, að fyrst eigi menn að verða efnaðir — af banka- lánum. Þessi „vaxandi efni* — skuld- irnar — eiga að auka framleiðsluna, og svo þar á eftir, en fyr ekki, gæti komið til mála að gera mönnum mögulegt að koma framleiðslunni f verð. Mjer finst þetta vera öfug að ferð Jeg held að bankalánin verði mönnum ekki heilladrjúg á meðan afurðirnar eru óseljanlegar. Og jeg geri mjer ekki von um, að menn verði efnaðir á því að hleypa sjer f skuldir til þess að framleiða óselj- anlega vöru. Mjer lfst betur á hitt, að byrja með þvf að opna mönnum markað; þá verður framleiðslan arð- vænleg og þar með er alt fengið Þá þarf ekki að standa á bankalánunum til aukningar framleiðslunni; þá verða þau ekki lántakendunum til byrði, heldur til gróða. Þá geta menn not- að bæði vinnu sína, efni sín og láns- traust sitt til þess að græða á, og fyrir því herhlaupi er von til að fá- tæktin víki. En með litlum tekjum og miklum skuldum held jeg að henni verði seint útrýmt. Sem dæmi þvf til sönnunar, að greiður aðgangur að markaði auki ekki afl manna til að ræktá jörðina að neinum mun, nefnir B. Kr. 6 jarðir f nánd við Rvík; segist litla breytingu hafa sjeð á þeim þau 30 ár, sem hann hefur verið f Rvfk. Þessu hefur þegar verið svarað annarstaðar af nákunnugum manni, og sýnt, að mjög miklar framfarir hafa orðið á þessum jörðum, eftir þvf sem vænta mátti eftir kringum- stæðum. Samanburðurinn á þessum jörðum við Suðurlandsundirlendið villir engan kunnugan, en getur vilt þá, sem hvorugt hafa sjeð. Jeg vil spyrja: Hefur B. Kr. ekki f þessi 30 ár sjeð mun á grasbreiðunum f Árnessýslu og holtunum kringum Reykjavfk? Hafi hann ekki sjeð hann, þá ætti hann að fara að skoða hann, og þá mundi hann ekki koma með slíkan samanburð. Þessar jarðir, sem hann nefnir, eru einmitt þær, sem eiga allra ömurlegustu, upp- blásnu holtin hjer kringum bæinn, og nauðalitið land annað nema túnin. Þær eru mjög illa hæfar til nautpen- ingsræktar, miklu fremur til sauð- Ijarræktar, en hafa hallast að mjólk- urframleiðslu nú fyrir fám arum stð- an vegna hinnar óeðlilegu mjólkur- eklu f Rvík. Auk þess flestar í leiguliðaábóð. Þa kemur þriðja og sfðasta höfuð- setningin: »3. Þá er þvl og haldið frara, að ef járnbraut yrði lögð yfir þetta svæði, sem frumvarpið fer fram á, þá mundi fólk- inu ijölga þar unnvörpum, eins og reynslan sje í Vesturheimi og víðar, þar sem járnbrautir eru lagðar yfir óræktuð lönd, sem þá sjeu tekin til ræktunar. Hvaðan ætti sllkt tólk að koma? Og hvaðan á fólk að koraa, sem hefir yfir- leitt svo mikið meiri e f n i en fólk það, sem nú byggir þetta svæði, að s k j ó t r i ræktun yrði komið f framkvæmd, sem fæddi þessa nýju innflytjendur f sýsl- urnar? . Það fólk er ekki til á íslandi, það yrði því að flytjast inn frá öðrum lönd- um, til þess að rækta gras á íslandi í stað korns erlendis, sem það er vanast að rækta. og sem geng- ur miklu fljótara, þar sem skilyrði eru fyrir sllka ræktun. Arðurinn þar kemur að kalla má strax, án þess að fyrst þurfi að skapa áburð á jörðina*. Jeg veit nú ekki hver hefur haldið því fram, að fólkinu mundi „fjölga unnvörpum" i austursýslunum, þegar brautin kemur. Jeg hef a. m. k. ekki gert það. Og jeg vona, að ekki fari útlendingar að taka sjer þar bólfestu að neinum mun. En rangt er það hjá B. Kr., að ekki sje til fólk a íslandi, sem geti fjölgað fbúatölu þessara sveita, og er auðvelt að sýna fram á það. íbúatala landsins var 1910: 85183 1901: 78470 Fjölgun á 9 árum . . . 6713 Árleg fjölgun 0,91%. Á sama tfma hafa flutst úr landi umfram innflutta 1812 m., eða full 200 manns á ári. íbúatala sveitanna var: 1901: um 61000 1910: — 55226 Fœkkun i sveitunum um 5774 íbúatala kaupstaða og kauptúna með 100 eða fleiri fbúum var: 1910: 29957 1901: um 17470 Fjölgun í kaupst.: um 12487. Jeg ætla ekki að rekja hjer ástæð- urnar til fólksjœkkunarinnar í sveit- unum, eða til útjlutningsins, (Ame- rfkuferðanna); bendi aðeins á það, að öll viðkoman eða fjölgunin f lándinu hefur lent f kaupst., og auk þess hafa flutt þangað 5—6 þús. manns úr sveit, en fj'óldanum aj þessu nýja fólki í kauþstöðunum líð- ur því miður ekki vel efnalega, vegna þess, hve nauðsynjarnar eru dýrar og atvinnan ónóg. Það er nú auðsjeð að þetta má ekki ganga þannig áfram. Jeg ætla að gera ráð fyrir að mönnum takist að stöðva fólksfækkunina í sveitun- um. Og svo ætla jeg að gera ráð fyrir að kauptúnin haldi sinni eigin fólksfjölgun. Þá er samt eftir. Þeir sem flýja landið, árlega. 200 Viðkoman í sveitunum, 0,91% af 55226......................502 Samtals 702 Ef þetta fólk settist alt á að Suður- landsundirlendinu, þá næmi hin ár- lega fjölgun 7%. Þetta væri hrað- ari fjölgun, en verið hefur í Rvfk þessi umræddu 9 ár, því að þar var hún 6.26% árlega. Jeg býst ekki við að Suðurlandsundirlendið tæki á móti svona mikilli fjölgun, þó járnbrautin kæmi. Jeg væri ánægður, ef árlega fjölgaði um: Þa sem nú flýja land. . . 200 og eðlilega viðkomu þess fólks, sem nú býr þar, um. . . 100 Samtals 300 Og þarf enginn að sjá eftir þeirri fjölgun, nema ef væri Canadastjórn. Þetta, að fólk sje ekki til f land- inu, það er tal út f bláinn, bygt á engri rannsókn. Kauptúnin eru nú full af fólki, og ef ekkert er gert, þa gæti hæglega svo farið, að út- flutningarnir yxu aftur; þeir hafa ver- ið að meðaltali á ári, umfram inn- flutningana: 1870—80 . . . 327 m 1880—90 . . . 630 — 1890—1901 . . . 248 — 1901 —1910 . . . 201 — Alls hafa á þessum 40 árum flúið land 14120 manns, og auk þess vit- anlega tnpast viðkoma þeirra. Vjer höfum haft nóg fólk til þess að byggja heilar lendur í Ameríku, og mjer finst að við ættum að þola það, þótt hje yrði á þeirri starfsemi þjóðar vorrar, og sest í þess stað þjettara á bestu blettina htima fyrir. Þá þykir B. Kr. sem seint muni ganga að rækta landið hjer, af þvf að áburðinn vanti, hann aukist ekki nema smátt og smátt. Þetta stend- ur nú fyrir hraðri ræktun landsins sumstaðar hjer, en meira eru það þó aðrar ástæður sem tefja hana, og ein þeirra sú. að menn hirða áburð- inn ekki nógu vel. En þessi áburð- arskortur kemur einmitt ekki til greina á mestum hluta Suðurlands- undirlendisins, af þvf að þar er nægð af landi, sem fallið er til áveitu, víð- ast hvar jööulvatnsáveitu, og heyið af þeim engjum er besta kúafóður, að- eins með lftilli viðbót af kraftfóðri. Aveiturnar verða vitanlega gerðar fyrst, og þá er enginn áburðarskort- ur. Auk þess í lófa lagið að fá sjer tilbúinn áburð með. Það vantar hvorki fólk, fje, eða áburð til að rækta Suðurlandsundir- lendið. Það vantur bara eitt, sem sje að geta selt afurðirnar jafnóðum fyrir hæfílegt verð. Ekki má alveg ganga fram hjá lýs- ingu B. Kr. á útiendum búnaðarháttum. Þar er ræktað korn, og „arðurinn þar kemur að kalla má strax, án þess að fyrst þurfi að skapa áburð á jörðina*. Hver er er meiningin? Er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að erlendis þurfi ekki áburð á kornakr• ana? Sú kennig hefur heyrst hjer á landifyr. Águllaldarárum „agentanna" hjer, frá 1880 og fram undir alda- mótin, var einmitt þetta af þeim tal- inn einn aðalkostur „fyrirheitna lands- ins", Canada, að þar þyrfti ekki að bera á jörðina, til þess að fá af henni uppskeru. Margir trúðu þessu, og máske B. Kr. hafa gert það líka. Sannleikurinn er sá, að sú jörð, sem aldrei hefur verið yrkt, getur verið svo auðug af frjóefnum, að af henni mngi fá uppskeru f nokkur ár, án þess að bæta henni efnamissirinn. Slík jörð er til f Canada, og lika sumstaðar hjer á landi. En fijótt kemur að því, að forðinn er þrotinn, og úr þvf er ekki annars kostur, en að bæta jörðinni með áburði þau efni, sem hún leggur til í uppsker- una, enda er þetta allstaðar gert, þar sem kornyrkja er stunduð. Áburð- arvandræðin ekki minni þar en hjer. En þessi hugmynd, að ekki þurfi að bera á akrana, lýsir ámóta þekkingu á útlendum búnaðarháttum, eins og kom fram í arðsemisreikningi B. Kr. að þvf er innlendan búnað snertir. Jeg ætla nú ekki að eltast við fleiri atriði úr nefndaráliti B Kr., þó fleira sje þar til, sem leiðrjetta þyrfti. Það hefur verið mjer mjög ógeðfelt, að þurfa að eltast við fjarstæður hans, en hjá þvf varð naumast kom- ist. Jeg þykist hafa sýnt fram á, að honum hafí ekki tekist að hnekkja neinu atriði í „Skýrslu" minni, og get jeg þvf hjer á eftir haldið áfram og ritað um málið sjálft á þeim grundvelli, sem með henni er feng- inn. Enginn má skilja þetta svo, sem jeg álíti að „Skýrslan" sje í öllum atriðum óyggjandi. Þvert á móti. Það getur naumast hjá þvf farið, að ný og fyllri rannsókn þeirra atriða, sem þar ræðir um, leiði ýmislegt f Ijós, sem breyti þeirri niðurstöðu, sem jeg þar hef komist að. En jeg hygg, að það verði ekki gert rann- sóknalaust, hvorki af B. Kr. nje öðrum. (Frh.) »Mitteilungen der lslandsfreunde« heitir manaðatblað íslandsvinan'ia þýsku, sem Lögr. hefur áður getið um. Hefur hún nýlega sjeð 3ja hefti þess og er þar fremst grein um Stgr. Thorsteinsson skáld, að mestu þýð« ing á ræðu þeirra, sem H. Nielsson prófessor flutti við útför hans. Þá er þar ýmislegt frá ferðum um ís- land og Færeyjar og svo frjettir hjeðan frá landi. Og þýðing er þar af dahtlum kafla úr hinni nýju sögu Jóns Trausta: „Sigur lífsins". Það er lýsingin á ferjumanninum við Þjórsá. Einn kafli er þar um rit, sem snerta ísland. Þar fær kunn- ingi okkar Carl Kiichler mjög strang- an dóm hjá hr. H. Erkes fyrir ferða- lýsingar sínar hjeðan. Þykir Erkes hann yflrdrífa alt of mikið, og flnnur yfir höfuð margt að ritum hans, en segir, að sum þeirra hafi selst í 6 þús. eint. H. Erkes hefur einnig f „Rhein- ische Zeitung* frá 6. jan. síðastl. ritað grein ura ferðir sínar hjer. „Vom fsl. Hochland" (Frá halendi íslands). Hann hefur áður mest ferðast norð- an lands, en nú hefur Lögr. heyrt, að hann muni koma hingað til Rvík- ur næsta sumar.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.