Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 11.03.1914, Side 2

Lögrétta - 11.03.1914, Side 2
48 L0GR:JfíTTA = BETRI G JAFIR = verða börnum ekki gefnar en bækur þær, sem hjer eru taldar: Dýramyndir, kr, 1,50; Hans og Grjeta, 1,50; Öskubuska, 1,50; För Gullivers til putalands, 0,75; Ferðir Miinchhausens baróns, 0.75; Sagan af Tuma þumli, 0,75; Þrautir Heraklesar, 0,75. (Hver þeirra fjögra síðasttöldu með um 40 myndum). Hrói höttur, 0,85; Engilbörnin, 0,25. — Bækur þessar fást hjá öllum bóksölum á íslandi. Spyrjið eftir þessum bókum og fáið að sjá þær. Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Rvík. Jllmxlin i Dngölji. Óneitanlcga er það ihugunar- vert, hvernig stjórnmálaþrefið og valdakappleikurinn getur farið með suma menn hjer á landi. Þó að þeir sjeu gáfaðir menn, þó að þeir vilji fráleitt gera nokkr- um manni rangt í hversdagsleg- um málum, og þó að þeim sje tamt að rita um ýms mál af sanngirni og skynsemd, þá er eins og þeir umhverfist, þegar til stjórnmálanna kemur, og þá geta þeir farið að rita eins og þeir væru annaðhvort samviskulausir bófar eða ekki með öllum mjalla. þá er eins og öll ábyrgðartilfinn- ing sje alt í einu horfin úr sál- um þeirra, og allur sannleikur sje horfinn sjónum þeirra, — jafnvel sá sannleikur, sem allir menn þekkja, og öllum mönnum er auðsær. Nú kemur enn ein hamskiftá- greinin, »Kosningar enn«, í 8. tbl. Ingólfs þ. á. Menn segja, að höf- undurinn sje hr. Bjarni Jónsson frá Vogi. Hann hafi verið milli- bilsritstjóri Ingólfs, meðan rit- stjórinn er að linna kjósendur sína í Norður-Þingeyjarsýslu, og hann hali sett saman þann ófögn- uð, sem sú grein er. Um stefnu Sambandsllokksins farast honum meðal annnars svo orð: nStefnan er alls eigi islensk stjórnmálastefna, heldur stórdönsk ofbeldis- og yfirráðastefna, sem hef- ur selt sjer það markmið að gera ísland að hluta úr Danmörku.1) Það mátti ekki minna kosta! Fyrir það, að Sambandsflokk- urinn vill ekki loka fyrir alla samninga, sem leitt geti til þess, að veröldin hœtti að lita á ísland sem hluta úr Danmörku, fyrir það, að flokkurinn vill ekki sitja sig úr færi — ef það færi kynni að berast upp í hendur íslendingum — um það, að ísland geti orðið frjálst og sjátfstœtt ríki, — fær hann þessa lýsingu. En ekki er svo sem öllu lokið með þvi. Þeir, sem ekki lesa Ingólf, kynnu að halda, að Bjarni Jóns- son mæli Sambandsflokksmönn- um þá bót, að þessi skaðvænlega stefna þeirra stafi af skammsýni mannanna og skilningsskorti. En hann mótmælir þvi harðlega, að þeim gangi nokkuð til annað en illmenskan ein. Hann tekur það fram berum orðum, að at ásettu ráði vilji þeir ginna íslendinga »í gildru erlendrar þjóðar«, að af ásettu ráði vilji þeir villa þjóð vorri svo sýn, »að hún fleygi skýlausum rjetti sinum og þjóðar- sóma, ekki í sjóinn, heldur í fornan og þaulreyndan kúgara sinn«. Manni verður að spyrja: Stendur þá islensk þjóð i raun og veru svo langt á baki öllum öðrum siðuðum þjóðum, að það sje henni samboðið, að einn af leiðtogum hennar, margra ára fræðari ungra mentamanna henn- ar, alþingismaður, maður, sem haft hefur með höndum fyrir hana mikilvægt starf í öðrum löndum, starf, sem enginn má fara með, sem ekki er gætinn og orðvar maður — er það henni samboðið, að maður, sem hún hefur notað með þeim hætti, skuli rita svona? Hvað hefur hún til þess unnið að verða fyrir þeirri óvirðing, að maður, sem hún hefur falið hvert trúnaðarstarfið eftir annað, bjóði henni aðra eins óhæfu? Eða eru íslenskir kjósendur þcir skrælingjar, að óhjákvæmi- legt sje að fylla eyru þeirra með svo óhemjulegum og heimsku- Iegum rógi um andstæðingana, til þess að ná atkvæðum við al- þingiskosningar? Ef til vill leikur einhverjum forvitni á að heyra, hvernig höf. 1) Leturbr. i Ingólfi. rökstyðji þessar óhemju-staðhæf- ingar sínar. Sannanirnar(l) eru tvær. Önnur er sú, hvernig farið hafi um úrfelling rikisráðsákvæðisins úr stjórnarskránni. Um það efni farast höf. meðal annars svo orð: »Nú var það öllum vitað, að allir þingmenn vildu nema á- kvæðið úr til þess, að það kæmi ómótmælanlega fram, að íslend- ingar væru einhlítir að þeirri jreyting á stjórnarskrá sinni. Og )ví er það deginum ljósara, að nð sama vildi þingið sýna með íessu nýja orðalagi, enda stendur i áliti minni hlutans, að það sje allra hluta sjálfsagðast, að kon- ungur ákveði staðinn með undir- skrift íslands-ráðherra eins og á hans ábyrgð. Hann gat þvi eigi verið i neinum vafa um, að hann átti að halda þessu til streytu«. Það er nú einmitt þetta, sem gerst hefur, nákvæmlega það sama, sem höf. segir, að þingið hafi viljað. Um staðfesting stjórnarskrár- innar hefur fengist konungsloforð, þó að rikisráðsákvæðið sje felt úr. Enginn undirskrifar stjórnar- skrána með konungi annar en ráðherra vor. Svo að það hefur þá komið »ómótmælanlega fram, að íslendingar væru einhlítir að þeirri breyting á stjórnarskrá sinni«, eins og höf. kemst að orði. Og konungur lýsir sjálfur yfir þvi í ríkisráðinu, að úrskurður- inn um það, hvar íslandsmál skuli eftirleiðis borin upp fyrir honum, eigi íslandsráðherra einn að undirskrifa — alveg eins og minni hlutinn hafði tekið fram, að væri »allra hluta sjálfsagðast«. Um hvað er þá maðurinn að jagast, fyrst alþingi hefur fengið alt það i málinu, sem það fór fram á, og það jafnvel það, sem Bjarni Jónsson frá Vogi (minni hlutinn) fór fram á? Um eintóma endileysu. Hann jagast um það, að ráð- herra hafi skýrt konungi rangt frá vilja þingsins, sem er tilhæfu- laust. Hann jagast um það, að ráð- herra hafi orðið »ber að þvi, að hann ræðir islensk mál við danska ráðherraw. Eins og það væri á valdi nokkurs ráðherra, eða nokk- urt vit i því frá voru sjónarmiði, að rœða ekki mál vor við danska ráðherra, ef þeim þykir eitthvað athugavert við þau! Dró ráðherra Sjálfstæðismanna, Björn heitinn Jónsson, nokkurar dulur á það, að hann hefði rætt mál vor við danska ráðherra — og það mikið? Hvernig var, til dæmis að taka, um bannlögin? Ræddi hann þau ekki við danska ráðherra? Hann jagast um það, að ráð- herra hafi látið danska ráðherra »segja sjer fyrir um það, hverjar tillögur hann eigi að bera upp fyrir konungi« — sem ekki er nokkur flugufótur fyrir. Hann jagast um það, að til- laga ráðherra hafi orðið »órjúfan- legur samningur milli Dana og íslendinga um það, að islensk mál verði borin upp í rikisráðinu danska, þangað til konungur undirskrifar sambandslög«. Þessi »órjúfanlegi samningur« er kon- ungsúrskurður, sem breyta má — nákvæmlega eins og öllum öðrum konungsúrskurðum' — hvenær sem einhver Islandsráð- herra verður ásáttur um það við konung, að honum skuli breyta. Þetta eru þá öll »landráðin« í málinu um úrfelling ríkisráðsá- kvæðisins úr stjórnarskránni? Það er nokkuð óljóst, hvað höf. vill nú gera í málinu. Hann segir um það þetta eitt: »Þá hefur íslenska stjórnviskan bitið i sinn eigin sporð, ef þingið lætur ginnast til að ganga á veg- um ráðherrans«. Hvaða »vegu« vill hann þá fara? Vill hann fella stjórnarskrána? Eða vill hann láta þingið krefj- ast þess af ráðherra, að hann þiggi ekki staðfestingu, ef henni verði samfara sá konungsúrskurð- ur, er konungur hefur gert að skilyrði fyrir staðfestingu ? Það væri auðvitað ekki annað en önnur aðferð, til þess að fá komið stjórnarskrármálinu fyrir kattarnef. Isafold og Þjóðviljinn hafa verið með gersamlega tilefnislausar get- sakir um það, að Sambands- flokksmenn muni ekki vilja sam- þykkja stjórnarskrána. Þeim væri óneitanlega nær að fara að spyrja þingmannsefni Sjálfstæðisflokks- ins í Dalasýslu um það, hvað hann hafi i hyggju í þvi efni. Hin sönnunin(l) þess, að Sam- bandsflokkurinn sje sá landráða- flokkur, sem B. J. telur hann, á járnbrautarmálið á síðasta þingi að vera. Oss er nú fyrst og fremst ekki ljóst, hvers vegna Sambandsflokk- urinn á sjerstaklega aðsætaámæl- um fyrir það mál, þó að það væri eitthvað ámælisvert — sem það ekki var. Formaður Heima- stjórnarflokksins, sira Eggert Páls- son, var einn af flutningsmönn- um þess. Þingmannsefni Sjálf- stæðismanna í Rvik, yfird.lögm. Sveinn Björnsson, er einn þeirra manna, sem unnu mest að mál- inu, þó að hann sæti ekki á þingi. Hann er einn þeirra manna, sem ætluðu að stofna járnbrautarfjelagið, ef til þess hefði komið. Og hann vann að samningu frumvarpanna. Það liggur við að vera skop- Iegt, að ritstj. Isafoldar skuli taka því með algerðri þögn, að jafn- nærri honum sje höggvið, eins og B. J. heggur með sínum æru- leysis-ásökunum i garð forgöngu- manna járnbrautarmálsins, en fylla i stað þess blað sitt með jafn-fánýtu stjórnmálahjali eins og i Isafold hefur staðið að und- anförnu. Frásögn B. J. um járnbrautar- málið er þessi: Járnbrautarfrumvarpið á að hafa verið dulbúin tilraun til þess, að önnur ríki eða þjóð- höfðingjar fengju hjer ítök í landinu. »Sameinaða fjelagið, annað danskt skipafjelag og rík- issjóður Dana áttu að fá einka- leyfi i 75 ár á öllum járnbraut- um hjer á landi og öll yfirráð yfir þeim«. Til þess að málalengingar verði ekki of miklar, sleppum vjer hug- leiðingum höf. út af þessari frá- sögn. Menn munu fara nærri um það, hve sanngjarnar eða áreiðan- legar þær muni vera. En hins viljum vjer láta getið, að varla er nokkurt orð satt í þessari frásögn, og er það alveg óvenjulega furðulegt, að alþingis- maður skuli segja svo gífurlega rangt frá alþingismáli. Engir þjóðhöfðingjar nje ríki áttu, eftir járnbrautarfrumvarp- inu, að fá itök i þessu landi. Ekki átti Sameinaða gufuskipa- fjelagið, nje neitt annað danskt skipafjelag, nje ríkissjóður Dana að fá neitt járnhrautareinkaleyfi hjer. Einkaleyfið fyrirhugaða kom ekki grand við neinni þessari eða slíkri stofnun eða slíkum mönn- um. »Einkaleyfið má eigi veita öðr- um en íslenskum mönnum bú- settum á íslandi eða hlutafjelagi, þar sem meirihluti fjelagsstjórnarinnar er skipaður slíkum mönnum«. Það er 2. gr. frumvarpsins. Ekki er það heldur rjett, að leyfishafi hafi, að sjálfsögðu, átt að hafa einkaleyfi á öllum járn- brautum hjer á landi. Leyfishafi átti að fá einkaleyfi »til þess að leggja og reka járn- braut frá Reykjavik austur í Rangárvallasýslu, að henni með- taldri, með hliðarálmu niður á Eyrarbakka«. Enn fremur átti hann að »hafa forgangsrjett fyrir öðrum, að öðru jöfnu, til þess að leggja aðr- ar járnbrautir i sambandi við járnbraut þá, er hjer ræðir um, i framhaldi af henni eða til lilið- ar við hana. . . nema landssjóð- ur vilji sjálfur leggja hinar nýju brautir, því þá hefur einkaleyfis- hafi engan forgangsrjett«. Sömuleiðis er það ósatt, að leyfishafi hafi átt að hafa öll yfir- ráð yfir járnbrautunum. Þau yfirráð áttu að vera tak- mörkuð að ýmsu leyti, svo að í raun og veru mátti segja, að fremur lítið yrði eftir af þeim. Vjer skulum geta fáeinna at- riða. Lega brautarinnar og gerð hennar og alt, sem henni til- heyrði.sömleiðis ferðaáætlun járn- brautalestanna hvert ár, átti að liggja undir samþykki stjórnar- ráðsins. Hámark fargjalda og flutnings- gjalda á járnbrautinni átti 5 manna nefnd óvillhallra manna að ákveða fyrir 3 ár í senn, og i þá nefnd átti landsyfirdómur- inn að nefna 3 menn, stjórnar- ráðið 1 og leyfishafi 1. Leyfishafi átti að hlíta ákvörð- unum stjórnarráðsins um not- kun innlends vinnulýðs við lagn- ing og rekstur brautarinnar. Landssjóði skyldi ákveðinn rjettur til þess, þegar 10 ár væru liðin frá því, að rekstur járn- brautarinar byrjaði á öllu svæð- inu frá Reykjavik austur að Þjórsá, að taka við járnbrautinni með öllu, sem henni fylgdi og tilheyrði, ásamt skuldbindingum þeim er á henni hvíldu, gegn því að greiða upphæð, sem sam- svaraði fje því, er sannanlega hefði verið varið til byggingar og út- vegunar á braulinni með öllu tilheyrandi. Þetta ætti að nægja, til þess að sýna, hvað satt er í frásögn- inni um yfirráðin öll. Það eina, sem ekki er beint ósatt i þessari tilgreindu frásögn, er 75 ára einkaleyfistíminn. Samt er það ekki nema hálfur sann- leikurinn. Þess var látið getið þegar i öndverðu af forgöngu- mönnum fyrirtækisins, að tíma- lengdin væri ekkert kappsmál — enda skifti hún minstu máli, þar sem landssjóður gat tekið alt til sin eftir 10 ár, ef honum þókn- aðist það. Á þessum sönnunum(l) reisir höf. ásakanir sinar um viss vitt- andi landráð saklausra manna. Þeim mönnum, sem missa svona jafnvægið í stjórnmála- slappinu, væri áreiðanlega vansa- minna að gæta þess, að koma aldrei nærri þvi. Skalla-Grímur. ÞlnKmálafundur í Hafn> arfiröi. Hinn 9. þ. m. k). 8V2 e. h. hjeldu þingmenn Gullbr. og Kjós- arsýslu svonefndan fund f Hafnarf. B. Kr. rjeði einn allri tilhögun: skipaði fundarstjóra (hann kann að vera þektur í Hafnarf.) og skrifara, samdi fundarsköp og dagskrá. Fund- arsköpin ákváðu, að kjósendur einir hefðu málfrelsi og atkv.rjett, þeir mættu taka tvisvar til máls í hverju máli, mest 15 mín. í einu, en þing- menn svo oft og lengi sem þá lysti. Dagskráin hafði: 1. stjórnarskrár- mál, 2. járnbrautarmál, 3. fánamál, 4. veðdeildarlögin, 5. önnur mál, er kjósendur kynnu að bera upp. Einn kjósandi gerði breytingartil* lögu við dagskrána og mælti fyrir henni á þá leið, að á þingmálafund- um væri ekki síður ástæða til að kjósendur ljetu þingmenn heyra sín áhugamál, en að þingm. ræddu við þá um þau mál ein, er þeim hug- kvæmdust. Þcssu svaraði B. Kr. á þá leið, að þenna fund hefðu þing- mennirnir boðað til að ræða sín á- hugamál við kjósendur, og ættu því að ráða dagskránni. Ljet hann síðan (gegn um málpípu sína, S. Bergm.) bera dagskrána upp til atkv., en engu sinna breytingartillögunni, og voru nælægt 20 hendur rjettar upp til samþykkis (samhlj. atkv.). Sýndu fundarmenn með þeirri atkv.greiðslu að þeir skildu hver skrípaleikur með þá það var, að bera undir atkvæði til málamynda þessa einræðisdag- skrá þingmannanna. Húsið var fult, á 3. hundrað manns, og voru þeir rólegir inni meðan þrjú fyrstu málin voru rædd. Tillögur voru bornar upp í þess- um 4 málum, og höfðu þeir S. Berg- mann og Sigurður skrifari fengið þær til meðferðar til helminga hvor. Var till. í stjórnarskrárm. samþ. með 49 atkv; í jbrm. fyrri hlutinn með 40, síðari 21 gegn 5; í fánam. 29 og í veðdeildarm. 12 gegn I. Undir ræðu B. K. í síðasta mál- inu fækkaði svo fundarmönnum, að í lok hennar voru 36 alls í húsinu. í umræðunni um það mál lýsti Magnús Blöndahl yfir, að hann byði sig nú fram í G.-K. „sem sjálfstæð- ismann". Setti þá B. K. eldrauðan. Spanst nú senna nokkur milli þing- mannanna og M. Bl. Þótti B. K. það hin mesta goðgá, að M. Bl. skyldi dirfast þessa án síns leyfis, og sama fanst þá sfra Kristni líka. Var fróðlegt að vera þarna sjónar- og heyrnarvottur að því, hvernig þingmenn þessir, sem sífelt eru með sjálfstæðið á vörunum, framfylgja sjálfstæðishugsjóninni í verki. Maður, sem játar sig undir stefnu flokks þeirra, má ekki verða við óskum kjósenda um að bjóða sig fram til kosninga, nema hann fái til þess leyfi (fyrverandi) höfuðpaura eins stjórnmálafjelags af flokknum og undirtyllumanna hans. Og svo var mikill ákafi þingmannanna að halda þessu fram, að þeir við þetta tæki- færi margbrutu sfnar eigin fundar- reglur. Þvílíkt sjálfstæði. B. B. Minning sr.Hallgríms PJeturssonar i Reykjavík og nágreimi. Vjer höfum á síðustu árum reynt á ýmsan hátt að heiðra minningu ýmsra ágætismanna, er þjóð vor hefur átt á liðnum öldum, og rifjað með því upp fyrir oss starfsemi þeirra og afrek til þjóðrifa, svo að vaknað gæti hjá oss bæði þakklátsemi og einnig löngun til að vinna sjálfir gagnsamleg störf fyrir þjóð vora og ættjörð. Vjer höfum reist Jónasi Hallgríms- syni minnisvarða, ort um hann, sungið og talað, jetið og drukkið honum til heiðurs. Vjer höfum reist Jóni Sigurðs- syni minnisvarða, gefið út minningarrit um hann, ritað og ort um hann, sungið og talað, jetið og drukkið ósköpin öll honum til heiðurs. Og á ýmsan hátt höfum vjer heiðrað minningu fleiri á- gætismanna vorra, svo sem Tómasar Sæmundssonar, Jóns Arasonár, Skúla Magnússonar, Páls Melsteðs sagnfræðings o. s. frv. Blöðin hafa verið full af frá- sögnum þessara minninga og sjaldan gleymt nokkurri matarveislu f þessu skyni auk heldur þá öðru, sem merkara var. Nú, árið 1014, er minningarár sra Hallgríms Pjeturssonar; það eru 300 ár sfðan hann fæddist. Biskup hafði þvf lagt fyrir presta tandsins, tað minnast H. P. við guðs- þjónustugjörð sunnudaginn f föstuinn- gang í vetur«; en með því að þann dag voru stór-hrfðar um mestan hluta lands- ins hafa prestar vfðast orðið að taka aðra daga til þess sfðar á föstunni, enda hafa flestir þeirra mörgum söfnuðum að þjóna, svo að einn sunnudagur mundi alls ekki hafa nægt, þótt veður hefði

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.