Lögrétta - 11.03.1914, Qupperneq 3
L0GRJETTA
49
Aðalfundur LÖGRJETTU
(lilwtaf j ela gsins)
verður haldinn í Bárubúð (uppi) fóstudaginn 20. þ. iu.,
kl. 5 síðdegis.
Reikningar fram lagðir, stjórn kosin o. s. frv., og borin upp
tillaga nm breyting á fjelagslögunum.
St jórnin.
Framhalds-aðalfundur
h/f »Völundur« verður haldinn laugardagin 14. þ. m. kl.
7 e. m. í húsi K. F. U. M.
Samkvæmt 4. gr. laga um aðflutning á áfengi 30. júlí 1909, til-
kynnist hjer með öllum þeim, sem heimild hafa til áfengisflutnings
frá útlöndum, samkv. 2. gr. nefndra laga, að þeir verða sjálfir að
sækja áfengispantanir sínar til undirritaðs, eða láta aðra sækja þær,
og borga um leið allan áfallinn kostnað.
Sömu lög ákveða, að sje aðflutts áfengis ekki vitjað til umsjón-
armanns áfengiskaupa innan 12 mánaða frá tilkynningu umsjónar-
manns áfengiskaupa, er áfengið með umbúðum eign landsjóðs.
Allan ógreiddan kostnað, sem leitt hefir af aðflutningnum, má þá
taka lögtaki hjá þeim, sem áfengið hefur pantað, samkv. lögum 16.
desbr. 1885.
Reykjavík 6. mars 1914.
JTón Á. Kgilsson
(umsjónarmaður áfengiskaupa).
verið gott. Það má Ilka ganga út frá
því sem vísu, að allir söfnuðir landsins
hafi þráð það, að fá að minnast H. P.
með sjerstakri, hátíðlegri guðsþjónustu;
um það ber glöggan vott hin almenna
og innilega þátt-taka, sem sýnd hefur
verið í guðsþjónustugjörðum þeim hin-
um mörgU, sem til minningar H. P.
hafa haldnar verið hjer 1 Reykjavík og
nágrenninu nú á föstunni. Það hefur
komið hjer berlega 1 ljós, hve H. P.
og Passíusálmar hans eru hjartfólgnir
mönnum, ekki að eins hinum eldri,
heldur einnig hinum yngri. Aðsóknin
að kirkjunum og samkomuhúsunum til
minningar-guðsþjónustu-gjörðanna hefur
verið afar-mikil, eins og á stórhátíðum;
hver blettur á gólfi og loftsvölum verið
þakinn sitjandi og standandi fólki, og
þó oft orðið tjöldi frá að hverfa, sem
ekki gat fengið rúm. Og það hefur
verið áhrifa-mikil sjón, að sjá menn
hundruðum saman unga og gamla með
Passíusálmana í höndunum taka þátt í
söngnum með klökkum hjörtum.
Og minningar-ræður prestanna hafa
mjög verið í því formi, að fljetta inn f
þær ýms vers Passfusálmanna, láta perlur
þeirra fá að skína í ýmiskonar umgjörð-
um, eins og sjá má af þeim 3 ræðu-
pörtum, sem birtir eru í 5. tölublaði
»Nýs Kirkjublaðs«.
Til sálmasöngs voru hafðir eingöngu
kaflar til og frá úr Passíusálmunum og úr
sálminum: »Alt eins og blómstrið eina«.
Hr. Sigfús Einarsson, organisti dóm-
kirkjunnar, bjó til nýtt hljóðfæralag og
ljek það á organ dómkirkjunnar við
upphaf guðsþjónustunnar.
Við hádegis-guðsþjónustuna í dóm-
kirkjunni messaði sra Bjarni Jónsson
dómkirkjupr. Byrgt var fyrir glugga f
kórnum og þar kveykt á mörgum Ijós-
um; óvenjulega mikið af ljósum haft á
altarinu. Messan fór fram á venjulegan
hátt. Var fyrst sungið: »Kom þú sál
kristin hjer«, þá: »Hafðu Jesú mig 1
minni« og »Vfst ertu Jesús kongur klár«.
Eftir að prestur hafði beðið bæn á stól
og lesið guðspjall dágsins, var sungið:
»Son Guðs ertu með sanni« og stóð
allur söfnuðurinn á meðan. Á eftir
minningarræðunni var sungið: »Gef þú
að móðurmálið mitt«. Því næst bað
presturinn bæn, þakkaði Guði fyrir æfi-
starf og áhrif H. P., bað fyrir þjóð vorri
og kirkju landsins. Þá voru sungin 4
sfðustu versin úr sálminum: »Alt eins
og blómstrið eina«, og að lokinni tón-
bæn og blessun frá altari var sungið:
»Láttu Guðs hönd þig leiða hjer«.
Við síðdegis-guðsþjónustuna messaði
sra Jóhann Þorkelsson dómkirkjupr. og
voru eingöngu sungnir Hallgríms-sálmar.
Á sama tfma messaði sra Ólafur Ólafs-
son frfkirkjuprestur í Fríkirkjunni hjer f
bænum, en hádegismessu flutti hann f
hinni nýbygðu Frfkirkju í Hafnarfirði.
Sami prestur hefur einnig haldið minn-
ingar-guðsþjónustu á geðveikra-spítalan-
um á Kleppi.
Sra Haraldur Nfelsson, prófessor, hjelt
minningar-guðsþjónustu sama sunnudag
kl. 12 á hádegi á holdsveikra-spítalanum
1 Laugarnesi.
í húsi K. F. U. M. var um morgun-
inn kl. 10 haldin minningar-guðsþjónusta
í sunnudagaskólanum. Voru sungnir
Passíusálmar og fræddi Þorvaldur Guð-
mundsson verslunarmaður börnin um
H. P.; sjerstaklega sagði hann þeim
margar og fröðlegar og fagrar smá-
sögur um hann. í drengja-deildunum f
F. U. M. talaði Páll Guðmundsson,
stúdent, margt fróðlegt og uppbyggilegt
um H. P., sálma hans og lífsstörf. Og
kl. 8*/« um kveldið var síðan afar-Qöl-
menn minningar-guðsþjónusta í K. F.
U. M. Þar talaði sra Jóhann dómk.pr.
um æfi H. P. og sra Bjarni dómk.pr.
um, hvernig H. P. hefði sungið um
krossinn.
Sra Bjarni dómkirkjupr. hefur haldið
minningar-guðsþjónustur f Hafnarfirði,
hæði f K. F. U. M. og K. F. U. K.;
svo og í kvennaskólanum hjer í bænum
og f barnaskólanum á Seltjarnarnesi og
loks f hegningarhúsinu.
í barnaskóla Reykjavíkur hefur bæði
Sigurður Jónsson barnaskólakennari og
fleiri kennarar þar frætt börnin um lffs-
starf og sálma Hallgríms. Og í unglinga-
stúkum bæjarins hafa sömu fræðslu veitt
Þorvaldur Guðmundsson, fyrnefndur, og
Ingibjörg Sigurðardóttir, kenslukona.
Hjálpræðisherinn heíur einnig haft
minningar-guðsþjónustu, og bauð til
hennar mjög mörgu gömlu fólki.
Á sama tíma sem síðdegis-guðsþjón-
usturnar voru bæði f dómkirkjunni og
fríkirkjunni, sunnudaginn í föstuinngang,
flutti Árni Pálsson, sagnfræðingur, einkar-
fróðlegan fyrirlestur í stóra sal Iðnaðar-
manna-hússins. Þannig voru á 4 stöðum
í einu, þegar K. F. U. M. er talið með,
haldnar minningar-samkomur um H. P.
í troðfullum stærstu samkomu-húsum
bæjarins.
Hafi menn ekki vitað það áður, þá
hefur það orðið augljóst nú við þessar
minningar-guðsþjónustur, að sra Hall-
grímur Pjetursson og sálmarnir hans
eiga stöðuglega besta rúmið f hjört-
um íslendinga. Margt hefur amað að
mörgum á liðnum tímum og amar enn
í landi voru, og margir ágætir menn
hafa komið fram tilaðbæta; Ijettmargar
byrðar, kipt mörgu í betra lag og grætt
mörg lfkamlegu og verslegu sárin. En
ætíð er það svo, að »sárast brennur
hjartað«, en enginn fslenskur læknir
hefur kunnað betur að nota læknis-
meðöl kristindómsins en sra Hallgrfmur
Pjetursson handa brennandi hjörtum. —
Þau læknis-meðul geta aldrei dofnað
og lækna stöðugt þann dag í dag, því
að þarfirnar hafa verið, eru og verða
jafnan hinar sömu.
Fyrir því er það, að hluttakan f
þakklætis-minningunum um sra Hallgrím
Pjetursson getur verið svo almenn og
innileg.
II. J.
Hafnarf)ardar-funduriiiit.
Nafnlaus Hafnfirðingur andar
fúlt til mín í ísafold í dag út af
fundi þeim, sem jeg hjelt þar nýlega
um veðdeildarlögin og fjárhags-
ástandið yfirleitt. Þessi húsbónda-
sleikja fer visvitandi með ósann-
indi, enda blöskrar þeim körlum
ekki að vinna slík verk.
Hann segir, að tillaga mín hafi
verið borðlögð. — Ó nei, því
fór fjarri. Jeg óskaði eftir, að
hún væri borin upp að loknum
umræðum, en þá fóru sumir að
ókyrrast í sætum sinum t. d. B.
Kr. og annar maður honum mjög
vikaliðugur, og til þess að afstýra
þvi, að mín tillaga yrði sam-
þykt, lásu þeir upp aðra, sem
B. Kr. hefur hugsað en annar
skritað. Hún innihjelt eitthvað
um »óþokka árásir« og var yfir
höfuð sett saman af kjarnyrðum
þeirra kumpána. En nú vand-
aðist málið, þvi þegar tillögurnar
skyldu berast upp, var þvi mót-
mælt af einum fundarmanni að
allir þeir, sem jeg hafði boðið á
fundinn, fengju að greiða atkvæði,
en því haldið fram, að aðeins
kjósendur hefðu rjett til þess.
Jeg og fundarstjóri urðum sam-
mála um, að sundurgreining
þessi gæti ekki átt sjer stað á
fundi, sem alment væri boðaður,
og eftir allmikið þjark um þetta
kom sú tillaga fram, að hvorug
tillagan væri borin upp og engin
ályktun tekin, og marðist hún
fram með fáum atkvæðum, því
fundurinn mun hafa álitið sig
með henni sviftan rjetti í þessu
tilfelli.
Jeg tel þetta sigur fyrir minn
málstað, þar sem mótstöðumenn
mínir eftir rækilegan undirbún-
ing unnu til að eyðileggja sína
tillögu einungis af ótta fyrir því,
að mín yrði samþykt. Eða ætli
þeir hefðu ekki haldið sinni íram,
ef þeim hefði þótt það árenni-
legt? En þetta kallar Hafnfirð-
ingurinn að borðleggja tillögu.
Loks ber hann fram þá ósk,
að aðrir þeir staðir landsins, sem
jeg kynni að halda fundi á um
frestið brnðkaupinu
þangað til þjer haflð fenglð tilboð frá
Köbenhavns Möbelmagasin,
Tlf. 7997. POUL RASMUSSEN. Tlf. 7997
Vestervold 8 (Ny Rosenborg).
Stærsta húsgagnaverslun Danmerkur.
Chr. VIII. húsgBgn frá 400 kr.
Dagstofuhúsg. mjög fallcg. Borðstofu — úr eik . . Svefnherb. — úr birki, lakk. lS21tr.
Dagstofuhúsg., pól. mah.. Borðstofu — úr eik . . Svefnherb.. pól. mah. . [1000 tr.
Ætið 300 teg. húsgagna fyrirliggjandi.
veðdeildarlögin, tækju mjer eins
og Hafnfirðingar gerðu. Jeg vil
þakka þessi vinmæli, þvi Hafn-
firðingar tóku mjer í alla staði
vel og sýndu mjer sem ræðu-
manni, að þrátt fyrir einveldi
þingmanns síns og hans pilta,
kunnu þeir að haga sjer á
mannfundum. Jeg vil því í einu
sem öllu þakka þeim gestrisni þá
og lipurð, sem þeir sýndu mjer,
og einmitt þess vegna langar mig
til að hafa tal af þeim aftur áður
langir tímar liða.
Rvík 7. mars 1914.
Jóh. Jóhannesson.
Þlngmenskuframboð. Á
þingmálafundi í Hafnarfirði í fyrra
kvöldbauð hr. MagnúsTh. Blön-
dalh sig fram til þings fyrir Gull-
br,- og Kjósarsýslu, svo að fram-
bjóðendur þar verða 4. Er sagt,
að hann hafi gert það fyrir til-
mæli ýmsra kjósenda og muni
hann hafa þar mikið fylgi.
Stórbrnnt í KJiöfn. Þaðan
er símað 8. þ. m. að »Cirkus«-
leikhúsið hafi brunnið.
„ísafold44 í villu. Af síð-
ustu ísaf. er svo að sjá sem hún
telji báða þingmenn Skagfirðinga
flokksmenn sína, þá Ólaf Briem
og Jósef Björnsson. En á þing-
málafundi, sem nýlega var hald-
inn á Sauðárkróki, lýstu þeir
báðir yfir, að þeir yrðu á þingi
stuðningsmennnúverandistjórnar.
Einnig telur hún sjer Sigurð
prófast Gunnarsson í Stykkis-
hólmi, en sjálfur telur hann sig
utanflokkamann og hefur jafn-
framt framboði sínu lýst yfir, að
hann vilji alls ekki fylla þann
flokk, sem koma vilji núv. stjórn
frá.
Frí Ijallatiéi tl Iskiiik
DalalæknÍ8hjerað er 17. febr.
veitt Áma Amasyni, settum lækni
þar.
Lansn írá embætti hefur Bjami
Jensson læknir í Síðuhjeraði fengið
frá 1. júlí 1914 vegna heilsubrests
og með eftirlaunum.
»Ingólfnr« Thoreijel. varð fyrir
slysi slðastl, föstudag nalægt Húsa-
vfk nyðra. Vjelin bilaði svo, að
bið varð á ferðinni um stund. Var
símað til „Helga kongs“, sem þá
lá á Dýrafirði, og hann beðinn að
koma til hjálpar. En þegar til kom,
gátu skipsmenn á „Ingólfi“ gert við
vjelina til bráðabirgða og komist til
Akureyrar. Þaðan var símað til út-
landa eftir stykki þvf, sem bilað
hafði í vjelinni, og bíður skipið þess
þar. En .Helgi kongur" fór erind-
isleysu til Húsavíkur og kom þang-
að á sunnud.
Harðindi og snjóþyngsli eru nú
um alt Norðurland og Vesturland.
í Húnavatnsýslu og Dalasýslu sagð-
ur óvenjulega mikill snjór. Hjer
syðra er snjór yfir alt, en ekki djúp-
ur. Þó haglftið bæði hjer og aust-
an fjalls. Faxaflóabáturinn „Ingólfur“
fór fyrir nokkrum dögum með fóð-
urmjel til Búða á Snæfellsnesi, og í
gær fór hann hlaðinn fóðurmjeli til
Stokkseyrar. En í morgun var sagt
að austan, að hann hefði engu getað
skipað þar upp enn vegna ókyrðar
í sjó.
Um síðastliðna helgi var lagís á
Stykkishólmshöfn, svo að „Sterling“,
sem þar var þá, komst ekki inn að
brySRjunm. og varð að setja bæði
nunn og vörur annarstaðar í land.
Nielsen »Sterlings«-8kipstjóri
fjekk að gjöf fra Stykkishólmsbúum
nú, er hann var þar f síðasta sinn
með „Sterling", vandaðan silfurbikar.
Afli er nú sagður góður hjer suð-
ur með nesjunum. Eins f Ólafsvfk,
þegar á sjó gefur.
Bíldudalsverslun hefur fyrv. versl-
unarstjóri þar Hannes B. Stephensen
tekið á leigu af Miljónafjel. fyrst
um sinn, ásamt 4 þilskipum.
Landshankaútbúið á ísaflrði.
Þorv. Jonsson læknir, sem veitt hef-
ur því forstöðu frá því að það
komst á fót, hefur nú fengið lausn
frá starfinu frá 1. maí þ. á.
Laus prcstaköll. 1. Bieiðabóls-
staður f Vesturhopi t Húnav.prófasts-
dæmi, B'eiðabólsstaðar- og Vfðidals-
tungu sóknir. Heimatekjur: I. eftir-
gjald eftir prestssetrið með hjáleig-
um kr. 225 OO, 2. ítak kr. 4,00, 3.
prestsmata kr. 51,00; samt. kr. 280,00.
Lan er á. til húsbyggingar, með láns-
kjnrum eftir lögum nr. 30 1907, og
var upphaflega, 1898. 4000 kr, en
þegar breytt var 1909. kr 2714 29
2. Kolfreyjustaður f Suðurmúlapró-
fastsdæmi, Kolfreyjustaðar- og Búða-
sóknir, er kirkja verður reist á Búð-
um í Faskrúðsfirði. Heimatekjur: 1.
eftirgjald eftir prestssetrið með hlunn
indum og hjáleigum kr. 496,66, 2.
lóðargjöld kr. 61,00; samt. kr. 557,66.
Lán er á, til húskaupa, tekið ur lands-
sjóði 1904, kr. 2700, er endurgreið-
ist með 135 kr. árlega f 20 ár.
Prestaköllin veitast frá fardögum
1914. Umsóknarfrestur er til 8.
apríl 1914.
Úr Axarfirði er skrifað 14. febr.:
„ . . . Nú er versta tfð, fannfergi
og jarðbönn, svo að jeg held, ef
þessi harðindi haldast, að það væri
ekki vanþörf á að stjómin hefði vak-
andi auga á því, að byrgja þessar
útkjalkasveitir upp með fóðurforða
áður en hafísinn lokar böfnunum, til
að afstýra fjárfelli. . . . “
Lárus i Banka-Bjarnar-
llölnu. Þeir hafa sagt það alt
til þessa, stuðningsmenn L. H. B.
nú við kosningarnar, sem Heima-
sljórnarmenn hafa veríð, að með
honum mundi bjóða sig fram
annar maður úr þvi liði. Þetta
hefur hann án efa látið i veðri
vaka við þá, til þess að dylja þá
sem lengst makksins við B. Kr.
dunóur í „cFram„
verður lialdinn í Goodtemplara-
húsinn næstk. laugard. 14. þ. m.
kl. 81/2 e. h.
Jón Magnússon og Jón Þorláks-
son tala.
WGT Kjósendur utanfjelags eru
velkomnir á fundinn meðan hús-
rúm leyfir.
og Sjálfstæðismenn. En nú er
það kunnugt orðið, að enginn
býður sig þaðan fram með hon-
um. Og ástæðan er sú, að hann
vill reyna að sýna lit á, að borga
fylgið, sem hann á að fá frá
Banka-Bjarnar-líðinu, með þvi
að láta »sína menn« kjósa með
Sjálfstæðismönnum. »Jeg læt mína
karla kjósa Sigurð«, er haft eftir
honum, þegar hann er að semja
við Sjálfst.manna-smalana.
Skilja þeir ekki enn, Heimastj.-
mennirnir, sem með L. fóru úr
»Fram« í haust, hvert ferðinni
var heitið með þá?
Reykjavík.
í yfirkjörstjórn hjer í bænum
við alþingiskosningarnar 11. apríl
næstk. hefur bæjarsljórnin kosið
þá Eggert Briem skrifstofustj. og
Sighv. Bjarnason bankastj.
Til Ameríku fóru með »Ster-
ling« i gærkvöld Jón og Ragn-
heiður Gunnarsson frá Winnipeg
og dóttir þeirra, en þau hafa
dvalið hjer heima frá því í ágúst
siðastl. sumar.
Einnig fór til Ameriku i gær
Daniel Hjálmsson vegaverkstjóri,
i kynnisför til síra Pjeturs bróð-
ur sins, sem býr í Alberta-fylki,
vestur undir Klettafjöllum, og
mun það ætlun Daniels, að koma
heim aftur eftir eins árs dvöl
vestra, eða svo.
JMatth. Þórðarson útgerðarraað-
ur fór til Englands i gærkvöld
til þess að fá þar smíðaðan botn-
vörpung, sem verður eigri hans
og fleiri manna hjer. — Útgerð-
arstöðina i Sandgerði hefur Matt-
hías nú selt Lofti Loftssyni frá
Akranesi fyrir 70 þús. kr.
»Fálkinn« kom frá Khöfn til
strandvarnanna siðastl. sunnudag.
Jarðarför frk. Kristínar Arason
fór fram á föstud. Fimm bekkir
barnaskólans fylgdu í skrúðgöngu.
Hafði skólastjóri og kennarar
skólans sjeð um útbúnaðinn. Síra
Jóh. Þorkelsson flutti ræðuna, en
kvæði var sungið við húskveðj-
una eftir Guðm. Guðmundsson
skáld.
Tunglrayrkvi verður næstu nótt,
frá kl. 1,42’ til kl. 4,44’ og nær yfir
9/io hluta af þvermáli tunglsins.
Þetta er eini tunglmyrkvinn, sem
hjeðan er sýnilegur á þessu ári.
Næsta blað á langardag.