Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 08.04.1914, Síða 1

Lögrétta - 08.04.1914, Síða 1
tfgreidslu- og innhelmtum.: fORARINN B. ÞORLÁKSSON. V ©ltu.»undi 1. 369. Bitstjorl: PORSTEINN 6 t SLASON Pingholtsstrntl 1T. T.l.imi 179. M 19. 11 ♦*ylí jnvíU apríl 1914 IX. Lárus FjeldstedL. TflprJettarmilafnr.ium.Aur. Lækjargala 2. Helma kl. II — I 2 or 4—7. Bœk ur, fnnlefldar og erlendar, pappir og allskyns ritföng kaupa allir ( Bokaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Ræða ións Þorlákssonar á kjósendafundi í Rvik 5. apríl 1914. Háttvirtu kjósendur! Fyrir tilmæli fjelagsins »Fram« og ýmsra annara kjósenda í hæn- um hef jeg afráðið að gefa kost á mjer til þings í þetta sinn. Þó mjer sje óljúft að tala um sjálfan mig, vil jeg fyrst minnast ofurlítið á andmæli þau, sem hafa komið gegn framboðí mínu, og fara í þá átt, að jeg megi ekki missast til þingsetu frá Öðrum störfum. Jeg álít þessi mótmæli ekki á rökum bygð, allra síst hvað snert- ir setu á þessu stutta aukaþingi i sumar. En það er afsakanlegt þó þeir menn, sem eru ókunnugir verkahring mínum, líti þannig á, og afsökun þeirra liggur í því, að fyrir nokkrum árum innleiddi jeg hjer nýtt fyrírkomulag á brúar- gerðum, stærri og særri, sem áður vaf óþekt hjer. Jeg vildi ekki taka útlenda verkstjóra til þess að byggja brýrnar, og afleiðingin varð sú, að jeg varð sjálfur að vera með verk- stjórunum sem eins konar kenn- ari eða yfirverkstjóri við uppsetn- ingu brúnna. Nú eru svo margir verkstjórar búnir að læra þetta, að návist mín við hverja einstaka brú- argerð er ekki lengur nauðsynleg, heldur er starf mitt aftur komið í það eðlilega horf, að mitt er að sjá um, að verkstjórarnir fái teikn- ingar og Iýsingar af þessum brúm, og að útvega á rjettum tíma alt efni, sem tii þeirra þarf, og svo að ferðast um eftir því, sem þarf, til eftirlits og til þess að mæla ný brúarstæði. Komi það fyrir, að bygð sje svo stór brú, að verk- stjóra sje ekki fyrir henni trúandi, liggur nær að fela aðstoðarverk- fræðingnum hana en að festa mig þar langdVölum, því að hilt er méira úm Vert, að jeg sje á þeim stað, þar sem allir verkstjórarnir geta náð í mig í síma, ef þá vant- ar éinhverjar upplýsingar. Það geta þeir best ef jeg er heima, og auk þess er návist mín hjer nauð- synleg altaf öðru hvoru á sumrin til þess að svara brjefum, afgreiða ýmislegt, sem verkstjórarnir þurfa að fá og senda borgun til þeirra mörgu manna víðs vegar um land- ið, sem hafa á hendi hinar smærri vegabætur og viðgerðir á vegum; þau verk eru mest framkvæmd á vorin og reikningarnir eru að koma til mín alt sumarið. Yfir höfuð eru störfin á vegagerðaskrifstof- unni svo mikil og margvísleg, að það fer mjög illa að hún sje mann- laus mjög langa tíma að sumrinu. Það er líka fullkomlega tilætlun þingsins, að jeg sje ekki alt sum- arið á ferðalagi, því að upphæðin til ferðakostnaðar er einskorðuð við 500 kr., og má alls ekki fara fram úr henni eins og hún nú er orðuð, í Qárlögunum. Jafnvel þó ekki væri um aukaþing að ræða, hejdur reglulegt sumarþing, sem stendur. frá'l^júíi til 10. sept., þá er nógúf tími afgangs til einnar voreftirlitsferðar — frá 14. maí til 1. júlí — og einnar haustyfirreið- ar — frá miðjum sept. til miðs okt. —, en fjárveitingnna til ferða- kostnaðar er ekki einu sinni með ýtrustu sparsemi unt að treina svo, Íe8 geti verið á ferðinni svona langan tíma vor og haust, hvað þá lengri tíma. Nú í sumar ligg- ur ekki fyrir neitt það verk, sem jnundi binda mig iangvistum utan Rvíkur, og geta því þeir háttvirtu kjósendur, sem annara hluta vegna vildu gela mjer atkvæði sitt, ró- legir gert það, og mega þeir vita það fyrir víst, að ef jeg teldi þing- setu í sumar koma á nokkurn hátt í hága við starf inilt í landsins þjónustu, þá iiiundi jeg hafa skor- ast undan fiainhoði nú, alveg eins og jeg skoraðist undan framboði 1911 af þeirri einu ástæðu, að jeg bjóst við að þingsela mín mundi kotna í bága við þá tilhögun á störfum mínum, sem jeg vildi hafa sumarið 1912 (byggingu Rangár- brúarinnar). Þá skal jeg i fám orðum lýsa afstöðu minni til þeirra helstu mála, sem búist er við að liggi fyrir aukaþinginu í sumar. 1. Sljórnarskráin. Jeg vil sam- jrykkja óbreylt stjórnarskrárfrv. síð- asta alþingis. Ekki er þó svo að skilja, að jeg sje ánægður með öll ákvæði þess. Sjerstaklega hefði jeg óskað eftir, að fieiri en 6 af þingmönnum efri deildar yrðu landskjörnir, a. m. k. meiri hluti deildarinnar, svo að þar hefði mátt vænta mótstöðu gegn hreppapóli- tík og kjördæmabitlinga-sýki, sem ávalt kennir nokkuð meðal þing- manna úr einstöku kjördæmum, og virðist fara heldur í vöxt, og hefur oft í för með sjer óþarfa fjáreyðslu úr landsjóði. En þó jeg hefði kosið bæði þetta og sumt annað öðruvísi, þáálítjegað flest- ar breytingarnar sjeu heldur til bóta — sumar til verulegra bóta — frá því sem er, og mun greiða atkv. með frv., ef jeg fer á þing, ekki hvað síst í því skyni, að þing- ið geti þá, þegar það mál er úr sögunni, snúið sjer af alefli að atvinnumálum landsins. 2. Kjördœmaskiftingin. í stjórn- arskrárfrv. er svo ákveðið, að 34 alþm. skuli kjósa óhlutbundnum kosningum í sjerstökum kjördæm- um. Það er sama talan og nú er, en kjördæmaskiftingin er orðin svo ranglát, að ekki er við unandi, og með því að lög um kosningar til alþingis væntanlega koma fyrir aukaþingið, þá er tækifæri til að regna að bæta úr mesta ranglæt- inu. — Kjördæmaskiftingin er orð- in svo ranglát nú, að t. d. kom 1910 sú tala íbúa á einn þing- mann í nokkrum kjördæmum, sem hjer segir: Seyðisfjörður, 1 þm. fyrir 928 íbúa. A.-Skaftaf.s., 1 — — ^1128 — N.-Þingeyjars. 1 — — 1369 — N.-Múlasýsla 1 — — 1507 — Reykjavík 1 — — 5800 — og síðan hefur hlutfallið breytst þannig, að nú er hjer 1 þm. fyrir 6700 íbúa, eða hver Seyðfirðingur hefur 7-faldan kosningarrjett á við hvern Reykvíking, og þar með 7- falt meiri ráð að öllu leyti yfir Iög- gjöt, landstjórn og sameiginlegum sjóði okkar allra, landsjóðnum. Hjer er um augljóst ranglæti að ræða, sem alls ekki er við unandi, og mun jeg, ef jeg kem á þing, gera mitt ýtrasta til að Reykjavik fái þá tölu þingmanna, sem henni ber, en það eru 5 þingsœti. Heppi- legast tel jeg, að landinu sje þá um leið skift í 34 einmennings- kjördæmi, Reykjavík eftir því í 5 kjördæmi. Þetta er augljós rjettlætiskrafa, en búast má við megnri mótspyrnu frá hálfu þingmannanna í fámennu kjördæmunum. Jeg hef heyrt getið um þann misskilning hjá einstöku manni, að breytingu þyrfti að gera á stjskr.- frv. síðasta alþ. til þess að koma kjördæmabreytingunni á, en svo er ekki, meira að segja heimilt að breyta tölu þingmanna með ein- földum lögum. Þetta býst jeg við að verði aðal- málin á þessu stutta aukaþingi í sumar. En svo er eitt mál, sem má segja að ávalt liggi fyrir, og það er hvort skifta skuli um stjórn eða ekki. Þó það máske sje öll- um hjerstöddum kunnugt, þykir mjer þó rjett að taka það hjer fram, að jeg sje enga ástæðu til að skifta um stjórn, og vil styðja núverandi stjórn á næsta þingi, og sje þegar af þeirri orsök enga á- stæðu til þess að Qölga ráðherrum að svo slöddu; mjer hefur jafnan tundist Hannesi Hafstein fara ráð- herrastarfið sómasamlega úr hendi, þó hann hafi verið einn um það, en þeir, sem vilja skifta um ráð- herra, gera væntanlega grein fyrir því, hvort þeir ætla að setja einn eða tvo eða þrjá til þess að taka við verki hans. Þá vil jeg nota þann stutta tíma, sem mjer er skamtaður, til þess að minnast örlítið á atvinnumálin. Þegar stjórnarskrárbreytingin er nú frá, þá tel jeg sjálfgefið að þingið á að snúa sjer að þeim af alefli, og eigi það fyrir mjer að liggja að verða þingmaður, munu það verða þau, sem allur hugur minn og mest starf mitt beinisl að. Það hefur því miður ómótmælanlega gengið svo hjá okkur síðan 1908, að stórpólitíkin og baráttan um völdin hafa tekið svo mikið af tíma þingsins, að tilfinnanlega hafa atvinnumálin setið á hakanum. Allar framkvæmdir í atvinnu- málum hafa í för með sjer ein- hver útgjöld, og skal jeg minnast örfáum orðum á þá hliðina, þ. e. á fjármálin. Stefnu mína i þeim vil jeg láta vera þá, að spara sem mest þau útgjöld landssjóðs, sem miða ekki til að auka framleiðsl- una eða gera mönnum auðveldara að koma framleiðslunni í verð, spara þau einmitl til þess að lands- sjóðurinn verði fær um að leggja fram fje til þeirra framkvæmda, sem eiga að gera mönnum mögu- legt að reka atvinnu sína á arð- samari hátt en áður, sem miða til efnalegrar viðreisnar þessa lands. Meðal þeirra sviða, sem jeg vil spara á, get jeg t. d. nefnt út- gjöld til /rœðslumála, æðri og lægri, því að þar höfum vjer á seinni ár- um kostað svo miklu til, að vjer verðum nú að þola nokkurra ára kyrstöðu að minsta kosti. Þó vil jeg undantaka þá skóla, sem ætl- aðir eru til þess að kenna mönn- úm að stunda einhverja tiltekna atvinnu (sjómannaskóla, verslun- arskóla, bændaskóla, iðnskóla, hús- mæðraskóla). Þeir hafa orðið út- undan, og má búast við að ekki verði hjá því komist að efla þá, enda er því fje vel varið. Jeg get nefnt fleira, sem spara þarf, þar á meðal kjördœmabitlingana, sem oft eru stórar upphæðir t. d. til vega, sem ekkert liggur á að gera, og ekki gefa nokkurn eyri af sjer, hvorki beint nje óbeint, en eru marðar gegnum þingið með ýmis- konar hrossakaupum, beint í þeim tilgangi, að tryggja kjörfylgi þess þingmanns, sem þannig útvegar atvinnu á landssjóðs kostnað inn- an kjördæmisins. Útgjöldum landssjóðs er jafnað nið- ur á gjaldendurna með tolllögum, og skattalögum, sem öðru hvoru er verið að breyta. Af þessum lögum vil jeg heimta það, að þau jafni út- gjöldunum rjettlátlega niður á lands- menn, leggi gjöldin þar sem gjaldþol- ið er, og leggist ekki þyngra á þá, sem eina atvinnu stunda, heldur en þá, sem stunda aðra jafnarð- vænlega — t. d. ekki þyngra á daglaunamanninn i kaupstaðnum en smábóndann eða húsmanninn í sveitinni. Við hverja breytingu á skattalöggjöfinni þart að vera á verði þessu efni, og sjerstaklega þurfa þingmenn Reykvikinga að vera vakandi og óháðir gagnvart Bænda- flokknum, sem má sín mikils og vitanlega vill búa skattalöggjöfina svo úr garði, að hún sje ijett fyrir fyrir bændurna. En ef skattalögin jafna rjettlátlega niður, þá þarf ekki að kvarta undan þeim; það er ekki þeim að kenna, hvernig fjenu er varið, hvort heldur í arðlausa eyðslu, eða til efnahagsviðreisnar þjóðinni. Því verður ekki neitað, að nú- verandi skattalög eru að sumu leyti gallagripur hvað rjettlæti niðurjötn- unarinnar snertir. Vörutollurinn kemur mikla þyngra niður á sjáv- armönnum og kaupstaðarbúum, heldur en á sveitamönnum, og sóknargjöldin — nefskatturinn — eru órjettlátuslu gjöldin, sem hægt er að setja. Það er þess vegna engin vanþörf á að taka skattamálin til íhugunar. Að því er þau eiginlegu atvinnu- mál snertir, þá leyfir timinn ekki að minnast á annað en það, sem beint snertir þennan bæ. Þið vitið allir hvernig ástandið er hjer nú. Fólkið tollir ekki í sveitunum — m. a. vegna þess, að löggjafarvaldið hefur ekki enn þá gert neitt af því, sem gera þarf og annarstaðar er gert, til þess að halda fólkinu þar. Það streymir að sjónum og kauptúnunum, mest hingað. Fólks- fjöldinn hjer vex hröðum fetum, en atvinnan vex ekki að sama skapi. Að vísu er skylt að minnast þess, ekki síst í þessu húsi, sem vjer nú stöndum i, minnast þess með djúpri þakklátsemi til forvígismannanna, sem brautina ruddu, að hjer erað blómgast nýr og kröflugur atvinnu- vegur, trollaraútgerðin; án henn- ar væri bærinn nú alveg far- lama. En þessi atvinnuvegur er svo fjárfrekur og fólksspar, að hann getur ekki tekið við öllu því sem hingað streymir og veitt því atvinnu; og þar við bætist að ekki eru allir hæfir til þess að verða sjómenn. Mjer hefur sagt kunn- ugur maður, sem sjerstaklega þekkir vel atvinnu verkafólks hjer í bæn- um, að hjer væru um 400 verka- manna fram yfir það, sem atvinna er fyrir. Og þetta er núna, með- an hafnarvinnan stendur yfir, og veitir Qölda manns atvinnu. En þegar hún er búin — eftir svo sem þrjú ár — þá missa þeir vinnu sína. Og þá breytist uppskipun og útskipun hjer i það horf, að skipin ferma og afferma við bryggi- ur, og mikill hluti þeirrar atvinnu, sem daglaunamenn hafa þar nú, hverfur. Hvað tekur þá við, ef straumurinn af fólkinu til bæjar- ins heldur áfram, en atvinnan vex ekki nema hægt og seint? Mjer virðist það auðsjeð. Ef ekkert er gert, þá taka við fólksflutningar úr landinu, Ameríkufarir. Það er því mín skoðun, að við verðum að færa út atvinnusvið bæjarins, og ein af leiðunum til þess er járnbrautin austnr. Sú braut mundi gera ámóta verkun eins og ef Suðurlandsund- irlendið væri alt i einu flutt hing- að í nágrennið. Og hvaða þýð- ingu hefði það fyrir atvinnuvegi Reykjavikur? Fyrst þá, að óeðlilegt og óholt að- streymi af verkafólki úr sveitun- um mundi rjena, því að Suður- landsundirlendið mundi geta tekið á móti þvi. Verslun bæjarins mundi mjög bráðlega tvöfaldast, þegar bærinn fær uppland með 10 þús. manns til að byrja með, og stórkostlegum framfaramöguleik- um, og sjá allir hver atvinnuauki slíkf er, og hver Ijettir t. d. að þvi er snerlir kostnaðinn af hötninni. Iðnaðarmennirnir ná tali af 10,000 kaupendum, sem nú sitja fyrir austan fjall, og geta lítið selt, lítið keypt og lítið flutt tii sin eins og er. Nýr iðnaður, niðursuða í stór- um stýl, mundi rísa upp. Og dag- launamennirnir njóta arðsins af uppgangi hinna stjettanna í auk- inni atvinnu. Með öðrum orðum: leiðin er opnuð til efnalegra fram- fara fyrir hvern dngandi mann. Jeg veit að allir skynberandi menn viðurkenna að þessi mundi afleiðingin verða, ef brautin kæmi. En mótbáran er á takteinum: þetta er okkur ofvaxið, við getum það ekki, við setjum okkur á hausinn með því. Gætum örlitið að. Hvernig er með þau stórfyrirtækin, sem vjer höfum fengið. Vatnsveitan okkar (7s miij. kr.) borgar sig og langt fram yfir það. Það hefur aldrei verið lagt eins eyris úisvar á neinn mann í hennar þarfir, heldur tjettir hún þegar útsvörum af bæj- arbúum, sem nemur 10—15 þús. kr. árlega. Gasstöðin kostar um 400 þús kr., og orkar nokkuð tvímælisum nauð- syn hennar, en ekki hefur hún í- þvngt neinum gjaldanda með aukn- um útsvörum, og mun ekki gera. Landssíminn borgar sjálfur allan reksturskostnað sinn og viðhald, og fullar rentur af því, sem í hann hefur verið lagt, auk hins óbeina gagns, sem hann gerir landsmönn- um, og naumast verður fullmetið. Höfnin er ekki búin, og reynsla því ófengin, en fastlega er vonað að hún borgi sinn kostnað sjálf, og þurfi elcki að íþyngja neinum með útsvari hennar vegna. Ekki vantaði hrakspárnar áður en síminn kom. Dauf var trúin á vatnsveituna hjá sumum. En svona varð reyndin. Skyldi ekki fara eitthvað líkt með brautina, ef vjer förum skynsamlega að? Og ef vjer eftir nákvæma rannsókn komumst að þeirri niðurstöðu, að of mikil áhætta sje að leggja út í byggingu hennar með tómn lánsfje, þá er að taka fátæklingsins ráð, og spara sjer saman nokkurn hluta verðsins fyrst, svo að ekki þurfi lánið að vera , stærra en hóflegt þykir. Jeg vil óska að ekki þurfi að , verða mjög langt á milli þess sem hafnarvinnan endar og járnbraut- arvinnan byrjar, óska þess sjer- staklega vegna verkmannastjettar- innar, Jeg vil helst að brautin verði lögð á landsins kostnað, en til þess þarf að fara fram fullnað- arrannsókn á brautarstæðinu, og á öilum þeim atriðum, sem standa í sambandi við byggingu og rekstur brautarinnar, þar á meðal á því hvort tiltækilegt sje að reka brautina þegar í upphafi með raf- . magni. Jafnframt þarf þá og að rannsaka frekar en gert hefur verið möguleikana á því að byggja þeg- ar í upphafi ódýrar álmur út frá brautinni, t. d. sjerstaklega spott- ann milli Rvíkur og Hafnarfjarð- ar. Fjárveitinguna til þess að fram- kvæma þennan undirbúning, sem verður að gerast af útlendum verk- fræðingum, sem vanir eru jbr.lagn- ingum, vil jeg, ef jeg verð kosinn, leggja hið mesta kapp á að fá með fjáraukalögum þegar á aukaþing- inu 1 sumar. Og jeg vil biðja menn að at- huga þetta, að meðan svona stend- ur, meðan rannsóknum og undir- búningi er ekki lokið, er ótíma- bært fyrir kjósendur að taka af- J stöðu með eða móti járnbrautar- lagningunni. Spurninguna um það á ekki að leggja tram nú, heldur þegar undirbúningnum er lokið. Nú sem stendur er ágreiningurinn um það, hvort það eigi að rann- saka málið til fulls, eða að láta það falla alveg niður. Meiri hluti neðri deildar komst á siðasta þingi að þeirri niðurstöðu, eftir tillögum B. Kr. að synja um fje til rann- sókna á málinu, egðileggja málið alveg. Um þetta er nú barist og skal verða barist þangað til rann- sóknin fæst framkvæmd. Mjer finst þeir menn vera brjóstumkenn- anlegir, sem eru svoleiðis innrættir, að þeir, með því að synja um fjár- veitingu til rannsókna á þessu máli, vilja leiða á höggstokkinn vonir þjóðarinnar um það, að þetta land geti i framtíðinni veitt sínum börn- sömu lífskjör og öll önnur lönd bjóða sínum börnum. En hvort sem það tekur langan eða stuttan tíma, að fá fje til þess- ara rannsókna, og hvort sem þið, háttvirtu kjósendur, sendið mig á þing eða ekki, þá vil jeg enda mál mitt þeirri ósk, að bæði það þing, sem nú á að kjósa, og þau, sem á eftir því koma, beri gæfu til þess að láta það sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru, að efla atvinnuvegi lunds- manna, að opna sem flestar leiðir til arðsamrar framleiðsla í landinu.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.