Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 08.04.1914, Side 2

Lögrétta - 08.04.1914, Side 2
70 L0GRJETTA hefur fengið með »Sterling« V B K hefur bestar vörur. V B K selur við lægsta verði. V B K hefur mest úrval. 1 VBK og einnig með »Ceres« svo sem: Sjöl, Morgunkjólatau, Silkisvuntur og slifsi, Flauel, Kashmiresjöl, Dömu- klæði, Klæði, Kjólatau, Gardínutau, Stráhatta og húfur barna, Laka- ljereft, Lífstykki, þar á meðal fl. teg. af »Frack-Corset«, Barnakragar m. uppsl., Mousseline, Sokka kvenna, Moire-pils, fjölbr. úrval, Barna- peysur, bæjarins bestu, Rúmteppi og Rekkjuvoðirnar frægu, Kven- svuntur 30 teg., Tvistau, Trefla o. s. frv. Lógrjetta kemur út á hverjum mið Tikudegi og auk pess aukablöð við og v ö, aainst 60 blóð als á Ari. Verð: 4 kr. arg. á tsiandi. erlendls 6 kr. Qjalddagl 1. Júli. Ræða Jóns Magnússonar á kjósendafundi i Rvik 5. apríl 1914. Háttvirtu kjósendur. Síðasta alþingi vann að því af alúð og einlægni, að koma frá stjórnarskrárbreytingum þeim, er hafa verið á döfinni nú um hríð. Og jeg held mjer sje óhætt að segja að því hafi hepnast að gera svo breytinguna á stjórnarskránni úr garði að stjórnarbót sje. Hygg ómótmælanlegt, að stjórn- arskrár frv. síðasta þings feli í sjer stórmiklar rjettarbætur, enda við- urkent af öllum þorra þjóðarinnar. Jeg skal nefna sjerstaklega þessi fjögur atriði: 1. Kosningarrjettur karlmanna er rýmkaður mjög fyrir karlmenn, og konum veittur hann jafnt körl- um. 2. Konungkjörið afnumið; í stað þeirra 6 þingmanna, er kon- ungur nú nefnir, kotna 6 menn kosnir hlutfallskosningum um land alt. 3. Heimilisfesta innanlands er skilyrði fyrir kjörgengi. 4. Leggja skal undir atkvæði allra kosningarbærra manna lög um breyting á sambandinu milli íslands og Danmerkur, sem al- þingi samþykkir. Hinar aðrar breytingar aru sum- part smávægiiegri, sumpaTt um- þrættar, skal jeg nefna þessar: Tölu ráðherra má breyta með lög- tim. Meiri hluti beggja deilda getur krafist aukaþings. Alþ. kýs 3 yfirskoðunarmenn Iandsreikn. hlutf. Sambandinu milli ríkis og kirkju má breyta með lögum. Dómarar, sem ekki hafa um- boðsstörf á hendi, eru ekki kjör- gengir. Svo var ríkisráðsákvæðið numið burtu úr stjórnarskránni og sett í staðinn samkvæmt tillögu herra Skúla Thoroddsen ákvæði um að islensk mál skyldu borin upp fyrir konungi þar sem hann ákveður. — Eftirlaunarjettur embættismanna er ekki stjórnskipulega bundinn. Þegar þingmeun höfðu lokið við stjórnarskrána á siðasta þingi, þá voru sumir ekki ugglausir um, hvort frv. þannig lagað mundi fá konungsstaðfesting, bæði vegna þess, að ríkisráðsákvæðið var burt- numið, en þinginu hafði ekki einu sínni heldur tvisvar, — eftir að það hafði felt þetta ákvæði burt 1911, — borist sá boðskapur konungs, að hann gæti ekki fallist á úrtellingu rikisráðsákvæðisins úr stjórnar- skránni nema því að eins, að sam- tímis væri gerð skipun á hinu rík- isrjettarlega sambandi milli íslands og Danmerkur með samhljóða á- kvæðum hins íslenska alþingis og hins danska ríkisþings. Svo ugðu sumir að það gæti hugsast, að á- kvæðið um heimilisfestuna yrði máske til bindrunar staðfestingu. Hitt hygg jeg að enginn hafi ótt- ast, að fyrirstaða mundi verða hjer á landi fyrir því, að fá frv. samþykt til fullnustu. — Og lengi vel leit ekki út fyrir annað en að allir landsmenn væri einhuga um það að samþykkja ætli stjskrfrv. á næsta þingi óbreytt. Þegar opna brjefið frá 20. oktbr. f. á., er boð- ar úrskurð konungs um uppburð íslenskra mála í ríkisráðinu, og fer mjög i bá átt, sem þingið átti og mátti búast við eftir því sem á undan var gengið, varð kunnugt hjer á landi, þá ámæltu mótstöðu- menn ráðherra honum fyrir frammi- stöðu hans, en það þóttu engin tíðindi, því að það er nú einu sinni svo, að mótstöðumenn hans ámæla honuin alstaðar og æfinlega fyrir alt, sem hann gerir eða lætur ógert. Og þá datt enn engum í hug, að nein hætta væri á því, að trv. yrði ekki samþykt óbreytt. Það er fyrst alveg nýlega, sem fyrir alvöru er farið að brydda á mótmælum gegn því að samþykkja stjórnarskrána óbreytta.eða þá kröfu um að samþykkja hana með þeim fyrirvara, er gerir staðfestingarsynj- un vísa. Andmælin eru útaf ríkisráðs- ákvæðinu og koma fram alveg á sama hátt eins og andmæli lcomu 1902 og 1903 gegn því að þetta ákvæði væri þá tekið upp í stjórnarskrána. Nú eru viðhöfð alvég sömu stór- yrðin og aðallega af sömu mönn- unum og þá. Upptökin hafa nú, eins og þá, þeir herrar Einar Bene- diktsson, Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Arnórsson. Jeg sleppi hr. Jóni Jenssyni, því að hann hefur ekkertlagttilmálannanú. Þeir sögðu þá: »Ef ríkisráðsákvæðið verður tekið upp í stjórnarskrána, þá er það sama sem að leggja sjermálin undir hið danska ríkisvald, það er fullkomin uppgjöf landsrjettinda vorra, fulikomin innlimun«'. — Nú segja þeir að öll þessi ókjör eigi að dynja yfir okkur, ef stjskr.frv. verður samþykt óbreytt og kon- ungsúrskurður verður útgefinn slíkur, sem konungur segir sje skilyrði fyrir staðfesting. Þessum mótmælum var ekki sint 1903, ríkisráðsákvæðið var tekið uppí stjórnarskrána, og jeg þekki engan þann landvarnarmann, sem dirfist að segja að landið sje innlimað í Danmörku eða hafi orðið það 1903, enda væri það hin mesta fjærstæða. Jeg vona að þessum andmælum verði ekki heldur sint nú, og það er því minni ástæða til þess, sem menn eru yfirleitt ekkert óánægðir með það fyrirkomulagsatriði, að málin sjeu borin upp í ríkisráðinu, en það þótti mönnum yfirleitt lak- ara þá vegna undangenginnar bar- áttu beint um það atriði. Jeg vona að þingið næsta sam- þykki stjórnarskrfrv. óbreytt, og taki svo undir hinn boðaða kon- ungsúrskurð, að ekki sje hætta á staðfestingarsynjun. — Hitt tel jeg á hinn bóginn rjett, að þingið lýsi þvi, að það haldi fast við það, að ákvæðið um uppburð íslenskra mála fyrir konungi sje sjermál, og, það sem reyndar auðvitað er, fyrst úrskurðurinn er gefinn á ábyrgð íslandsráðherra eins, að hann sje sem hver annar úrskurður um ís- lenskt mál, en enginn samningur eða loforð til Dana. Jeg vona, sem sagt, að frv. gangi óbreytt fram á næsta þingi. Þá er óhjákvæmilegt að samþykkja ný kosningalög vegna hinna 6 lands- kjörnu þingmanna. Það mun fyrir- ætlun stjórnarinnar að koma þá fram um leið með ný, almenn kosningalög, er geri meðal annars þá breyting á kjördæmaskipun- inni, er oft hefur verið óskað eftir, að skift sjeöllu landinu i einmenn- ingskjördæmi i stað þess, að nú eru sumstaðar tvímennings-kjör- dæmi, sumstaðar einmennings. Þá verður vonandi auðið að fá lag- færing á því ranglæti, sem Reýkja- vík hefur verið lengi beitt, að bær- inn fær aðeins að kjósa 2 menn á þing, en ætti að rjettu lagi að kjósa 5. — Samkvæmt manntal- inu 1. deshr. 1910 var mannfjöld- inn á landinu 85,183. Á hvern þjóðkjörinn þingmann komu þá hjer um bil 2,505 manns. í Rvík voru þá 11,600 manns. Reykjavík hefði eftir því átt að hafa 4—5 þingmenn (4,6). 1913 má ætla, að mannfjöldinn á landinu hafi verið nálægt 87,500. Á hvern þjóðkjörinn þingmann ætti þá að koma 2,5574 manns. f Reykjavík voru samkvæmt mann- talinu 13354 manns. Reykjavík ætti að hafa rúml. 5 þingmenn (5.2). Því hefur að vísu verið hreyft á þinginu, er þetta ranglæti gagnvart Reykjavík sjerstaklega hefur kom- ið til ,tals, að Reykjavík verði ekki iila úti með þingmenn fyrir þvi, þar sem svo margir Reykvikingar sitji jafnaðarlega á þingi, bæði konungkjörnir og þingmenn fyrir önnur kjördæmi. Vitanlega er þetta ekki annað en fyrirsláttur. Kjós- endur i Reykjavík ráða engu um það, hverjir eru kosnir í öðrum kjördæmum. En það er einmitt ómótmælanlegur rjettur kjósenda hjer í bænum, að ráða sjálfir að tiitölu við aðra landsmenn, hverja þeir vilja senda á þing. Mjer er kunnugt um, að stjórnin í frv. sínu tekur fult tillit til þessarar rjett- lætiskröfu Rvíkur. Þá veit jeg og, að hún liefur í ráði, að setja i kosningarfrumvarpið ákvæði, er gerir fjarverandi sjómönnum auð- ið að kjósa. Það má ganga að þvf vísu, að ekki sje kosið nema til eins þings. Því er ekki mikil ástæða til að fara langt út í önnur mál að sinni. Um sambandsmálið skal jeg Iáta mjer nægja að geta þess, að það er óhugsandi, að það komi fyrir næsla alþíngi, og þá verður vænt- anlega samþykt til fullnustu á- kvæði um það, að ekkert verði gert i því máli, nema lagt sje und- ir þjóðaratkvæði. Umræður um það mál virðast því óþarfar að sinni. Annars hygg jeg hollast fyrir okkur að snúa okkur sem mest að innanlandsmálum, láta stórpólitík- ina hvíla sig um stund. Hugsa ineira um verklegar framkvæmdir, etting atvinnuveganna, efling efna- legs sjálfstæðis þjóðarinnar. Það, sem til þingsins kemur í þeim efnum, tel jeg fyrst og freinst þelta, að styðja að góðum sam- göngum á sjó og landi. Jeg hygg að segja megi að samgöngumálið, hvað sjóleiðina snertir, sje vel á veg komið fyrir góðar ráðstafanir þingsins, og óviðjafnanlegan áhuga og samtök allrar þjóðarinnar. En það vantar mikið á, að svo sje á landi. — Jeg fyrir mitt leyti er þeirrar skoðunar, að samgöng- urnar á land, sjeu þá fyrst viðun- anlegar, þegar járnbrautir eru komnar um landið þar sem þeim verður við komið. Við, sem erum miðaldra og þaðan af eldri, höfum sjeð, hvílíka þýðingu samgöngu- bætur á landi hafa haft. Það hef- ur komið berlega í ljós, hve stór- kostlega þýðingu t. a. m. vagn- vegur austur i Rangárvallasýslu hefur haft og úr Borgarnesi vestur á Mýrar. Síðan þessir vegir komu, eru sveitirnar, sem þessir vegir liggja um, eins og aðrar sveitir. Og þö eru þessar samgöngubætur mörg hundruð árum á eftir tím- anum. Hvilík viðbrigði mundu ekki verða ef járnbraut kæmi, og það er trúa mín, að járnbraut hljóti að koma áður en langt um liður, fyrst og fremst hjeðan austur í sýslur. Jeg er þess fullviss, að slík samgöngubót mundi umskapa Suð- urlandsundirlendið, og verða þar meiri lyftistöng allra framfara en nokkur gerir sjer nú í hugarlund. Reykjavík hlyti járnbrautin að gera stórmikið gagn, veitti höfninni mjög auknar tekjur, og veitti fjölda manna atvinnu, ekki einungis við byggingu brautarinnar heldur og framhaldandi. Yki verslun bæjar- ins. Ætli það væri ekki þægilegt fyrir menn, sem missa atvinnu, er hafnargerðinni er lokið, og færri menn þarf við uppskipun, að fá vinnu við járnbrautargerð. Ótal- margt mætti telja gagnið, sem Reykjavik hefði af járnbraut, en til þess vinst ekki tími nú. Það væri ótrúlega mikil óeigingirni af Reyk- víkingum, ef þeir væri ekki yfirleitt fylgjandi járnbrautarmálinu. Hitt er skiljanlegra, að menn annars- staðar af landinu sje fremur hik- andi við það framlag af lands- sjóði fyrir hluta landsins aðeins, sem með þarf, ef málið á að koma til framkvæmda. Mitt álit er, að eðlilegast væri að einhver hin fyrsta krafa til hvers þingmannsefnis hjer væri sú, að hann væri fylgjandi járnbrautarmálinu. Nánar út i málið sje jeg ekki ástæðu til að fara. Á næsta þingi verður væntanlega ekki um annað að ræða, en að greiða veg máls- ins með því að veita Qe til frek- ari rannsókna, meðal annars til þess að fá járnbrautarfræðing er- lendan til þess að segja álít sitt um ýms atriði málsins, sjerstak- lega til þess að athuga, hvort ekki megi nota rafmagn til reksturs o. s. frv. Næsta þing er að vísu auka- þing, og lekur væntanlega ekki fyrir fjármál mikið, en þetta ætti sámt að gerast. Það er í reyndinni óþaríi að minnast á skattalöggjöfina nú. Það er óhugsandi að nokkur skatta- mál verði tekin fyrir á næsta þingi. Jeg skal á hinn bóginn kannast við það, að jeg er meðmæltur tekju- skattsfrumvörpum þeim, er komu fram á síðasta þingi, i aðalatrið- um. Það er ómögulegt, að fara neitt nákvæmlega út í það mál hjer, en jeg vil ráða þeim, sem vilja kynna sjer það rjetta í þeim málum, að lesa álit meirihluta skattamálanefndar síðasta þings og framsögu herra Ólafs Briems, og svo álit skattamálanefndarinnar 1907. Ef stjórnarskráin verður sam- þykt til fullnustu, þá má skipa eftirlaunámálinu eins og þinginu býður við að liorfa. Jeg hygg að það sje vilji meiri hluta kjósenda, að aftaka eftirlaun embættismanna í þeirri mynd, sem nú er, og þá á það líka að gerast. En mitt álit er, að þá eigi eitthvað að koma í staðinn. Það verður þá að taka alt launamálið til athugunar og um leið það, hvernig tryggja eigi em- bættismönnum eillhvað, sem kæmi í staðinn. Það væri sjálfsagt ekk- ert heppilegt, ef embættismenn hefðu ekkert líffje trygt, er þeir yrðu að láta af embætti, það mundi ekki efla sjálfstæði þeirra gagnvart stjórn- inni, og það er hætt við að þá kæmu mörg eftirlauna- eða styrks- beiðnin til þingsins. Og þingið er einatt býsna veikt fyrir í þeim efn- um. Launa- og eftirlaunamálið kemur auðvitað ekki fram á næsta þingi. Fánamálið tel jeg eftir atvikum komið í svo vænlegt horf, sem vjer frekastgetum við búist að sinni. Allir fánavinir ættu að vera þakklátir ráðherra vorum fyrir hans fram- kvæmdir í því máli. Og þeir eru það allir í sínum hjörtum, en þeir vilja ekki allir kannast við það með vörunum. Hvað gerðina snert- ir, þá hef jeg þegar i haust látið það í ljósi opinberlega, að jeg teldi æskilegt að hún gæti haldist hin sama, sem upp hefur verið tekin. Annars er rjett að bíða álits fána- nefndarinnar. Jeg hef ávalt viljað hafa það fyrir augum við þingstörf min, að það eigi fyrst og fremst að hlynna að atvinnuvegum landsins, land- búnaði, sjávarútvegi og iðnaði. Persónulega hef jeg lagt töluvert í sölurnar fyrir eina iðnaðargrein, án þess að geta vænst nokkurs hagnaðar af. Og þar sem jeg hef hingað til verið þingmaður fyrir hjerað, er liíir á sjávarútvegi, þá hef jeg auðvitað reynt ávalt á þingi að styðja öll mál, er fram hafa verið borin honum til stuðnings, Aðalframleiðslumagn þessa bæjar» Qelags eru nú að verða botnvörþ- ungarnir. Þeir hafa hingaðtil notið fremur lítils stuðnings af hálfu þings, heldur þvert á móti. Jeg hygg að það ætti að fara að hugsa um að gera eitthvað fyrir þennan útveg. Það hefur einn botnvörpungseigandi bent mjer á það, að vátryggingar- gjöld þeirra sjeu afarraikil, 10—12 þús. kr. um árið af skipi. Þetta fje rennur alt út úr landinu og kemur lítið af því aftur. Ef botn- vörpungaeigendur treystu sjer lil að stofna ábyrgðarfjelag sín í milli, þá ætti ekki að standa á lands- sjóði að styrkja það fjelag svo um munaði. Jeg ætla annars ekki að gefa nein loforð um miklar framkvæmd- ir á þingi fyrir þennan bæ eða annars, en einu vil jeg lofa, ef jeg verð kosinn á þing, að hafa það jafnan fyrir augum við þingstörf mín að gera það, sem jeg veit rjett- ast og best og helst til nytja fyrir land og lýð. Vilhjálmur Stejánsson norðurfari. Nýkomið Lögberg segir, að skeyti hafi komið frá honum til Kanada- stjórnar dags. 3. febr. við Collinson- höfða í Alaska. Segir þar, að hann sje í vetrarbúðum með mönnum sín- um af skipunum „Mary Sachs" og .Álaska* og að þeim líði öllum vel. Er svo minst á fyrirhugaða för hans norður í áður ókunn lönd, sem frá var sagt nýlega hjer f blaðínu. Úr skýrslu frá V. St. til Kanadastjórn- ar segir Lögb. þetta um .Karluk"- slysið: „Þegar skipið var orðið fast í ísn* um, fór V. S. að hugsa fyrir vetrin- um. Hann hafði með sjer nokkra menn, er koma þurfti á önnur skip, og til þess hugsaði hann sjer að nota veturinn, og einkum var sú þörf brýn, að afla nýrra vista, eink- um kjöts, með þvf að veiði brást algerlega þar sem þeir voru þá stadd- ir. Engir voru vanir veiðimenn á skipinu, nema Vilhjálmur og Bartlett skipstjóri, og bauðst hann til að fara, en með þvf að Vilhjalmi var alt kunnugt fyrir á landi, bæði fólk og landshættir, fór hann sjálfur með nokkra menn til næstu eyjar, safn- aði þar rekavið til eldsneytis og beið færis að komast til lands. Þetta var seint f september, og voru þá þok- ur tfðar og snjókoma með köflum á þessum sjóðum. Eftir nokkra daga kom los á fsinn, og sá Vilhjálmur skip sitt taka til ferðar og hverfa við sjóndeildarhring. Var þá ekki annað að gera en sækja til lands og láta auðnu ráða. Útbúnað hötðu þeir af skornum skamti með því að tilætlunin var að vera að eins hálfan mánuð í ferðinni. Vilhjálmnr komst til lands að lokum og hjelt austur nieð strönd og spurðist hvervetna fyrir um skip sitt, en enginn kunni houum af að segja. Eftir langa ferð og erflða komst hann til vetrarbúða skipshafnanna af Mary Sachs og Al- aska þrem dögum fyrir jól“. Lögb. segir, að V. St. sje „ekki hræddur um lff manna sinna á „Kar- lúk“, segi þá „hafa ágætan útbún- að bæði til fss- og sjó-ferða". Peary norðurfari er nú sagður vera að búa sig út til suðurheim- skautsins og ætlunarverk hans sjer- staklega að rannsaka hið svonefnda Weddelland. Vinnuleysi í New-Vork, I byrj- un marsman. var sagt, að 300 þús. manna væru þar atvinnulausar og allslausar og í yflrvofandi neyð. Uppþot varð þar í borginni eitt sinn um það leyti út af þvf, að fjöldi af þtssu fólki, er ekki hafði skýli yfir höfuðið, vildi taka með valdi kirkju eina og hafa hana fyrir náttstað. En lögregluliðið bannaði, og hrakti iólkið út úr kirkjunni.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.