Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 30.09.1914, Qupperneq 1

Lögrétta - 30.09.1914, Qupperneq 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgrciSslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Talsími 359. Veltusundi 1. Nr. 48. Reykjavík, 30. sept. 1914. IX. árg. i Vestmaimaeyjum. Þar sem ákveðið hefur verið að hf. „Herjólfur“ í Vestmannaeyjum hætti störfum, er vörugeymsluhús fjelagsins til sölu. Húsið er 2 ára gamalt við aðalgötu kaupstaðarins, 30 sinnum 18 álnir, portbygt, með steinsteyptum kjallara og alt járnvarið og mjög vandað að smíði. Stjórn fjelagsins gefur þeim er óska frekari upplýsingar og semur við kaupendur. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng kaupa allir í Bókaverslun Sipfúsar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. UerlarannsóknarstQlð Gísla GuDmundssonar, LÆKJARGÖTU 14 B (uppi á lofti) er venjulega opin n—3 virka daga. + Hann andáðist á heimili sínu hjer í bænum morguninn 28. þ. m. kl. 9y2. BanameiniS var lungnabólga, og hafði hann legið rúmfastur viku tíma fyrir andlát sitt. Hann var rjettra 56 ára að aldri og var síöasti æfidagur- inn afmælisdagur hans. Hann var fæddur 27. sept. 1858 í Iilíöarenda- koti í Fljótshlíö og áttu foreldrar hans þar heimili, en bóndinn þar hjet Þorsteinn og tók hann nafna sinn, ei heitinn var eftir honum, til fósturs. Foreldrar Þorsteins bjuggu síöar ann- arsstaöar í Fljótshliðinni. Var Erling- ur faðir hans Pálsson, en móðir Er- lings var Helga dóttir Erlings Guö- mundssonar í Brautarholti. En kona Erlings i Brautarholti var Anna Mar- ía, systir sjera Páls skálda. Þorsteinn kom í latínuskólann 1877 og útskrifaðist þaðan 1883. Fór hann þá á háskólann í Khöfn og las þar fyrst lög í 4 ár og síðan norræna málfræði, en tók ekki próf. Dvaldi hann lengi i Khöfn eftir aö hann hætti námi og hafði ofan af fyrir sjer með tímakenslu, og á þeim ár- um varö hann þjóðkunnur fyrir kveð- skap sinn. Orti hann þá margt af þeim kvæðum sínum, sem vinsælust hafa orðiö og öllum íslendingum eru nú kunn. En haustið 1896 varö hann ritstjóri „Bjarka“ á Seyöisfiröi og var það i fjögur ár. Eftir það var hann um tíma í Reykjavik, og siðan eitt ár ritstjóri „Arnfirðings“ á Bíldu- dal. Þaðan fluttist hann aftur hingað til bæjarins 1902 og dvaldi hjer upp frá því. Kona Þorsteins var Guörún Jóns- dóttir, og lifir hún mann sinn ásamt tveimur börnum þeirra, sem bæði eru ung; hið eldra er stúlka, sem Svan- hildur heitir, 9 ára, en hitt drengur, þriggja ára, og heitir Erlingur. Verður Þorsteins ítarlega minst í næsta tbl. Lögrjettu. Fiskverkunin á íslandi og’ heimsmarkaðurinn. Eftir Matth. ólafsson. Jeg hef orðið þess áskynja, að allur fjöldi íslenskra sjómanna og útgerð- armanna álíta að fiskverkun vor sje í svo góðu lagi sem framast megi veröa, og að vjer stöndum flestum þjóðum framar í þvi efni. Jeg skal nú íúslega kannast við þaö, aö þar sem fiskverkun er í besta lagi hjer á landi, muni hún taka fram íiskverkun flestra landa. En það er langt frá því, að verkunin sje all- staöar jafngóð og hún þarf að verða, ef við viljum halda áfram að vera fyrirmynd í þessu efni. Sannleikurinn er sá, að fiskverkun hefur farið aftur hjá oss hina síðustu áratugi. Fiskurinn er nú að vísu jafn- ari aö útliti á landinu í heild sinni, en þaö er undantekning að nú á síö- ari árum sjáist eins fallegur fiskur eins og skútufiskurinn, hinn svo- nefndi „jagtfiskur“, var á Vesturlandi á áratugunum 1870—1890. Orsökin til þessarar afturfarar er aö nokkru leyti sú, að á seinni árum hefur fiskast miklum mun meira og þeir sem verkunina hafa haft með höndum, hafa ekki komist eins vel yfir að þurka svo mikinn fisk, eins og áður meðan miklu minni fiskur var til verkunar. Mannafli og fiski- reitir hafa ekki aukist að sama skapi og fiskurinn. Þá hafa og saltfiskkaupin átt mik- inn þátt í hnignun fiskverkunarinn- ar.* Það er, eða ætti að minsta kosti að vera, öllum kunnugt, að fyrsta byrjunin til góörar verkunar á fiski byrjar undir eins og fiskurinn kem- ur upp úr sjónum. Fiskur, sem ekki er skorinn á háls, eða „blóðgaöur", eins og það er kallað, undir eins og hann kemur upp úr sjónum, verður aldrei fallegur, hversu vel sem með hann er farið eftir á. Blóðið fer út í líkama fisksins og gerir hann mó- rauðan á lit. Þá hefur það og stutt að hnignun fiskverkunarinnar, að þilskipamenn hafa á síðustu áratugum tekið upp á því, að gera aðeins einu sinni að fisk- inum á sólarhring, í stað þess, að áður var það gert kvöld og morgna. Það gefur að skilja, að því lengur sem fiskurinn liggur með innyflum og því meira farg, sem verður í fiski- stíunum á þilfarinu, því hættara er við að fiskurinn, einkum hinn smærri, skemmist. Þegar heitt er í veðri, skemmist fiskurinn, og því meir, sem hann liggur lengur óaðgerður Síðan farið var að nota vjelbáta til fiskiveiða, hafa sjóferðirnar orðið miklu lengri en þær voru áður með- an róðrarbátar voru notaðir. Bæði sækja vjelbátarnir miklu lengra til hafs en róðrarbátarnir gerðu og hafa auk þess miklu meiri veiðarfæri. Af þessu leiðir, að frá því er fyrsti fisk- urinn kemur inn í bátinn og þangað til síðasti fiskurinn er kominn í salt á landi, geta liðið alt að 24 klst. eða jafnvel meira, og þegar heitt er í veðri, er það óhæfilega langur tími. Ofan á þetta alt bætist svo það, að fiskurinn verður fyrir óhæfilega miklu hnjaski, jafnvel hve mikillar varúðar sem gætt er. Fyrst er fiskur- inn látinn í lestina, og þegar vel fisk- ast, verður allmikill þungi á þeim fiski, sem neðst liggur í búlkanum og er honurn þá hætt við að merjast og að gallið springi og fari út í fisk- iun, sem bæði gerir hann ljótan og bragðvondan. Þegar svo inn á höfn kemur, er fiskurinn venjulegast tekinn upp úr lestinni og hent niður í bát og fluttur að landi. Þá er hann enn af nýju tek- inn og látinn í börur og borinn upp á möl eða grasbala og þá fyrst byrj- ar aðgerðin á honum. Þegar fiskurinn er tekinn upp úr búlkanum og bátnum, er það gert með krókum, á Vesturlandi nefnast það goggar. Er þá oft að mönnum verður það á að krækja (gogga) í búk fiskj- arins, en eftir slíka stungu verður á- valt svartur blettur i fiskinn, sem gerir hann óhæfilegann í 1. flokk,þótt ekkert sje annað að honum. Þetta þurfa því fiskimenn að varast.. * Þegar fiskur er keyptur upp úr salti, er ekki vcnja a'ð greina hann í flokka, enda er það naumast unt. Af því hefur leitt, að fiskimenn hirða lítið um að vanda fiskinn, ef þeir ætla sjer að selja fisk- inn upp úr salti. Þeir fá að jafnaði jafn mikið fyrir hann og þeir, sem vanda hann vel. Er sá fiskur því oft vansaltaður og illa þveginn og hirtur áður hann er salt- aður. Er það engin nýlunda að alt að helmingi slíks fisks verði 2. flokks vara. Yfir höfuð er aldrei um of brýnt fyrir fiskimönnum að gæta allrar var- kárni með fiskinn, frá fyrsta hand- taki til síðasta. Það er og víst, að góð meðferð á fiskinum tekur engu meiri tíma, ef menn að eins temja sjer hana frá fyrstu. Mönnum finst stundum, að fisk- kaupendur sjeu óþarflega vandfýsnir og kenjóttir um meðferð fiskjarins, og má það nokkuð til sanns vegar færa, en þess verður ávalt að gæta, að verð vörunnar er einatt komið undir því, að hún sje kaupendunum að skapi. Þegar það kemur fyrir, að svo vel fiskast að bátarnir ekki bera aflann, þá er það venja sjómanna að af- hausa fiskinn og slægja og kasta þá í sjóinn hausum og innyflum til að ljetta fiskinn. Þegar fiskað er langt undan landi er þetta óhjákvæmilegt, því ella yrði að skilja veiðarfærin eft- ir með fiskinum á, og væri þá átt á hættu, að ekkert hefðist af hvorugu, en þegar fiskur stendur nærri landi, er þessa síður þörf og sje veiðin stunduð innfjarðar, ætti slíkt aldrei að vera gert. Þá næst oftast nær i veið- arfærin og aflann og í þorskhausum og slógi er allmikið verðmæti, bæði til manneldis, skepnufóðurs og áburð- ar. En sje á annað borð óhjákvæmilegt að afhausa og slægja fisk á sjónum, þá verður að gæta þess, að gera það ckki fyr en fiskurinn er orðinn stirðn- aður, því ella fer blóð í hnakka fisks- ins, sem aldrei næst úr, hversu vel sem hann er þveginn i saltið, og ger- ir hann ljótan að útliti. Á fiski, sem er hnakkakýldur, veld- ur þetta minni skaða, ef blóðið hefur ekki litað fiskinn lengra en því nem- ur, sem af hnakkanum er skorið, en það er sjaldan, að það náist alt burtu með hnakkanum, og eigi fiskurinn að verða Spánarfiskur, kemst hann trauðla í 1. flokk og getur þá af þessu hlotist mikið fjárhagslegt tjón, ekki hvað síst vegna þess, að þetta er því nær eingöngu gert þegar mikið fisk- ast. Engan fisk er eins auðvelt að gera að góðri vöru og þann, sem fiskast á handfæri, og þvi er það, að svokall- aður „skútufiskur“ hefur ávalt verið í mestu áliti hjer á landi. Sama má að nokkru leyti segja um fisk, sem veiddur er á lóðir, ef að honum er gert á sjálfu skipinu og ef lóðin eigi hefur legið svo lengi i sjónum, að fiskurinn sje dauður á henni. Af þessari ástæðu, meðal annars, þarf vjelarbátaútgerðin að stefna að því, að bátarnir sjeu hafðir svo stór- ir, að hægt sje að gera að fiskinum á þeim sjálfum og salta hann niður í þá, þar til þeir eru orðnir fullfermd- ir af saltfiski, þá losnaði fiskurinn við alt hnask, sem hann verður fyrir á smærri bátunum, sem flytja afla sinn að landi eftir að þeir hafa dregiö lóðina í hvert skifti. Þó hefur þetta fyrirkomulag þann annmarka, að eigi er unt að hagnýta nema lítið eitt af þorskhausum, sem einsog áður er sagt eru þó nokkurs virði, og að stein- bitur og heilagfiski missir allmikið af vcrðmæti sinu við það, að eigi er hægt að verka það í harðfisk. En reynslan hefur sýnt, að stærri bátarnir bera sig betur af þvi að aflinn verður bæði meiri og betri og að olíueyðslan er miklum mun minni, en hjá þeim, sem fara i land á hverjum degi. Það af botnvörpungafiskinum, sem næst á að blóðga meðan hann er lif- andi, ætti og að verða jafngóð vara og handfærafiskur, enda má segja að meiri hluti af vetrarfiski þeirra sje sæmilega góð vara. Netafiskurinn er sá fiskur, sem erf- iðast er að gera góða vöru úr, og kemur það aðallega af þvi, að svo mikið af honum deyr í netunum, fer þá blóðið út í líkama fisksins og gerir hann mórauðan á litinn. En þótt nú alt það, er jeg hef drep- ið á hjer að framan, væri í góðu lagi, þá er þó enn eitt atriði viö verkun fisksins, sem mikils er um vert, og það er hvernig hann er flattur. Allir aukaskurðir, sem verða á fisk- inum við flatninguna, gera hann eigi að eins ljótari útlits, heldur er hon- um og miklu hættara við að springa, og það eitt út af fyrir sig getur leitt til þess, að fiskurinn komist ekki í 1. flokk, eða jafnvel ekki 2., ef mikið kveður að sprungunum. Þá getur og ill afhausun á fiski orðið til þess, að hann ekki verði 1. flokks vara. Rifni kviðurinn frá hnakkanum, svo að þar sjái í roðið, er. fiskurinn óhæf 1. flokks vara, en við þessu er sjerlega hætt, einkum á stórum fiski, ef ekki er gætt allrar varúðar, og því stærri sem fiskur- inn er, því meiri skaði er að verð- fallinu. Það, sem gæta þarf við fiskverk- unina, er þá í stuttu máli þetta: að blóðga fiskinn undir eins og hann kemur upp í skipið; aö kasta honum ekki ógætilega nið- ur á þilfarið eður á skarpar rand- ir, svo hætt sje við að hann merj- ist; að láta hann ekki liggja lengur óað- gerðan en, i lengsta lagi, 12 klst., síst ef heitt er í veðri; að afhausa hann vel; að fletja hann vel, svo að engir auka- skurðir sjeu í hann; að þvo hann vel í saltið og kreista blóðið úr dálkinum; aö salta hann jafnt og vel úr góðu salti (t. d. Trepanisalti) og sem fyrst eftir að hann er flattur og þvegínn í saltið. Frh. Yfirlit. IV. Herbúnaður ófriðarþjóðanna. Hermagn rikja þeirra, sem nú eiga í ófriðnum, er talið þannig: Austur- riki hefur á friðartímum 396,000 manns, á ófriðartímum nál. 2,500,— 000; Þýskaland á frt. 814,000, á ófrt. 5,500,000; England á frt. 239,000, á ófrt. 380,000, en þá er að eins talið hið fasta lið og varalið þess, og þar við bætist Indlandsherinn, sem er 159,000 af æfðu liði, jafnt á frt. sem ófrt.; Frakkland með Algeriu á frt. 730,000, á ófrt. 4,000,000; Rússland á frt. 1,200,000, á ófrt. 4,500,000; Bel- gía á frt. 55,000, á ófrt. 300,000; Ser- bía á frt. 36,000, á ófrt. 300,000; Mon- tenegró á frt. 3,000, á ófrt. 30,000. Tölurnar eru teknar eftir „Daily Mail Yearbook 1914“. Þar fyrir ut~ an er sjálfboðalið báðumegin, og svo málaliðið, sem Bretar eru að fá smátt og smátt, og loks liðið, sem væntan- legt er frá nýl. þeirra. Hve. margt manna sje undir vopnum alls, er ekki hægt að segja með neinni nákvæmni, endasegir líka árbókin, sem tölurnar, hjer á undan eru teknar úr, aö*ekki sjeu birtar opinberlega tölur, sem sýni herafla stórveldanna á ófriðartímum. Herafli helstu ríkja annara er i sömu heimild, sem áður er nefnd, tal- inn þannig: Búlgaríu á frt. 60,000, á ófrt. 550,000; Rúmeníu á frt. 98,000, á ófrt. 700,000; Tyrklands á frt. 230,- 000, á ófrt. 500,000; Grikklands á frt. 30,000, á ófrt. 200,000; ítalíu á frt. 291,000, á ófrt. 2,000,000; Spánar á frt. 128,000, á ófrt. 600,000; Sviss- lands á frt. 21,000, á ófrt. 300,000; Hollands á frt. 24,000, á ófrt. 175,000; Danmerkur á frt. 13,700, á ófrt. 100,- 000; Svíþjóðar á frt. 81,000, á ófrt. 600,000; Bandaríkjanna 95,000 fast lið á frt. og ófrt.; Japans á frt. 230,- á ófrt. 2,000,000. Árleg hernaðarútgjöld stórveldanna telur árbókin þannig í milj. sterlings- punda: Rússlands 64; Frakklands með Algeriu 48; Þýskalands 42 (og þar að auki 52 milj. veittar 1913 til varanlegra hervirkja, kastala o. s. frv.); Bretlands 28,2 og Indlands 17,9; Austurrikis 25; Bandaríkjanna 18,6; ítalíu 17,2; Japans 10; Tyrk- lands 9; Kína 7. Herskipaeignina telur árbókin þannig, og tekur það framtal yfir öll skip, sem fje hefur verið veitt til að byggja fram í október 1913: Af orustuskipum (battleships) í 1. flokki (dreadnoughts) hefur Bretland 32, Þýskaland 19, Frakkland 12, Austurriki 8, ítalía 10, Bandarikin 14 og Japan 6. Af orustuskipum í 2. og 3. ílokki hefur Bretland 40, Þýskaland 20, Frakkland 20, Austurríki 9, Italía 11, Af beitiskipum (Cruisers), ýmsum tegundum, hefur Bretland 93, Þýska- land 43, Frakkland 21, Austurriki 7, ítalía 13, Bandaríkin 17 og Japan 21. Af tundurspillum (destroiers, 10 ára og yngri) hefur Bretland 162, Þýskaland 116, Frakkland 74, Aust- urriki 36, Italía 40, Bandaríkin 46 og Japan 41. Af kafskipum (submarines) he'fur Bretland 91, Þýskaland 40, Frakk- land 94, Austurriki 14, ítalía 20, Bandaríkin 47 og Japan 15. Verð flotanna er þannig talið í milj. sterlingspunda: Bretlands 46,3, Þýskalands 23,3, Frakklands 20,6, Austurrikis 8,3, ítaliu 10,1, Banda- ríkjanna 29,4 og Japans 9,8. Mannfjöldi á flotunum er þannig talinn á friðartímum: Bretlands 146 þús., og varalið 63 þús.; Þýskalands 73 þús. og varalið 80 þús.; Frakk- lands 63 þús. og varal. 70 þús.; Austurríkis 19 þús. og varal. 20 þús.; ítalíu 37 þús. og varal. 40 þús.; Bandaríkjanna 68 þús. og varal. 4>50° i Japans 51 þús. og varal. 50 þús. I 1. flokki eru að eins þau skip talin, sem skjóta frá hlið að minsta kosti 6000 pd. Floti Rússa mátti heita að væri gereyðilagður í striðinu við Japans- menn fyrir nokkrum árum, en síðan hefur verið veitt mikið fje til þess að koma honum upp aftur. 1912 sam- þykti rússneska þingið nákvæma á- ætlun um viðreisn flotans, og átti eft- ir henni að verða i Eystrasaltsflot- anum 24 orustuskip, 36 beitiskip, 106 tundurspillar og 36 kafskip, en auk þess skyldi komið upp sterkum flota í Svartahafi. En lítið af þessum ráð- gerðu flotum er komiö upp enn. I árbókinni, sem farið hefur verið eft- ir hjer á undan, er sagt að 4 orustu- skip handa Eystrasaltsflotanum hafi átt að vera fullgerð 1914, en á 4 nýj- um var byrjað i árslok 1912 og skyldu þau verða stærstu og dýrustu skipin,

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.