Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.01.1915, Blaðsíða 1

Lögrétta - 13.01.1915, Blaðsíða 1
f Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Veltusundi 1. Talsími 359. Nr. 3. Reykjavík, 13. jan. 1915. X. árg. Bækur, mnlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng kaupa allir t Bókauerslun Siyííisar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd íisla GuOmundssonar. LÆKJARGÖTU 14 B (uppi á lofti) er venjulega opin 11—3 virka daga. lárnbrautir á islandi. Eftir Jón Þorláksson. V. Hvað aðrir geta. Frh. Þá ætla jeg aS gera nokkra grein fyrir, hvernig ástatt er meS járn- brautir í B a n d a r í k j u n u m í V e s t u r h e i m i. Þar var tekiS manntal 1910, og töldust íbúar tæp- ar 92 miljónir, en stærðin er 73 sinn- um á vi5 ísland. Jeg hef engar skýrsl- ur um fólksfjölda nýrri en þetta, en eftir árlegri aukningu a5 dæma heföi fólksfjöldinn næsta ár (1911) átt aö vera rúml. 93)4 milj. Þaö ár var lengd járnbrauta, aö rafmagnsbraut- um meötöldum, 458,000 km., og koma þá 204 menn á hvern km. Sennilega er hjer eitthvaö af innanbæjarbraut- um talið með í lengd brautanna, en þó er það beinlínis tekið fram, að því er skýrslurnar um sum ríkin snertir, að innanbæjar-rafmagnsbrautir sjeu ekki meðtaldar. Ríkin eru 48 að tölu, og talsvert mismunandi hve margir eru um hvern km., flestir í gömlu og þjettbygðu rikjunum á austurströnd- inni, þar sem fult er af stórborgum, færri þegar vestar dregur. T. d. má nefna að í rikinu New-York, þar sem eru saman komnar yfir 9 milj. manna ó svæði, sem er litlu stærra en ísland, eru 427 manns um hvern brautarkm. En í strjálbygðasta rtkinu, Nevada, sem er 2)4 sinnum stærra en ísland. með 81,875 íbúum, eru aðeins 22 menn um hvern brautarkm. Stórfljótið Missisippi rennur urn Bandaríkin frá norðri til suðurs. Vestan við ána eru 22 ríki. Aðeins í einu þeirra, Missouri, er meira en 200 manns um kílómetrann. í hinum 21, sem er samanhangandi flæmi, 50 sinnum stærra en ísland, eru hvergi 200 manns um brautarkm., flestir í Arkansas, 183 um km. Meðal þessara ríkja er svo aftur samanhangandi svæði, sem grípur yfir 11 ríki, 27 sinnum stærra en ísland, þar sem hvergi eru 100 manns um kílómetr- ann. Þessi 11 ríki eru: N.-Dakota með 81 menn um km. S.-Dakota — 86 — — — Montana ~ 52 — — — Idaho —• 79 — — — Wyoming — 55 — — — Colorado — 66 — — — New-Mexiko - 67 — — — Arizona - 58 — — — Utah — 97 — — — Nevada — 22 — — — Washington — 77 — — — Að meðaltali eru 70 manns um km. í þessum 11 rikjum. Þessi lönd, sem hjer voru talin, eru öll miklu stærri en ísland, sum strjál- bygðari en ísl., en sum þjettbygðari. Það er vandi að finna neinsstaðar í heiminum land, sem að stærð, fólks- fjölda og landsháttum sje verulega líkt íslandi. Að stærðinni til er N ý f u n d n a 1 a n d (Newfoundland) einna likast íslandi, aðeins einum tutt- ugasta hluta stærra, umflotið af sjó eins og ísland, og að mörgu leyti nokkuð líkt um atvinnuvegina. Fólks- fjöldinn er samt talsvert meiri, því að’ í árslok 1912 voru þar 241,172 Þessi mynd er frá ófriðarstöðvunum í Norður-Frakklandi, eftir vetr- arkomuna þangað, er kuldi og snjóar gera herlífið enn erfiðara en áður. manns. Landið er nokkuð hálent, um 2000 fet yfir sjávarmál á dálitlum hluta, all-vogskorið og í því mikið af ám og vötnum, og gott land í dölun- um. Frá 1901 til 1911 hafði fólkinu fjölgað um 10 pct., svo fólksfjölgun- in er rjett nákvæmlega jafnhraðfara og hjer. Hlutfallið á milli atvinnu- veganna má marka af því, að af vinn- andi mönnum 1901 stunduðu : fiskiveiðar ............ 62,674 landbúnað ................ 2>475 iðnað .................. 3,m námagröft .............. 1,5 76 Fiskiveiðarnar yfirgnæfa alla aðra at- vinnuvegi þar langsamlega, miklu meir en landbúnaðurinn hjer. Höfuð- borg þeirra heitir St. Johns, og hef- ur um 33 þús. íbúa, og 4 aðrir bæir eru þar með 3—5 þús. íbúa. Lands- sjóðstekjur þeirra eru 58 kr. á mann, cg þar af eru 49 kr. á mann toll- tekjur. Ríkisskuldir þeirra voru árið 1912 102 milj. kr., eða 425 kr. á mann; hjer eru þær (eftir „Fánabók- inni“) 32 kr. 56 au. á mann. Útflutt- ar vörur hjá þeim 54 milj. kr. (1912 —1913), eða 224 kr. á mann, hjer (1912) i6)4 milj. kr., eða 190 kr. á mann. Samgöngur á sjó eru í góðu lagi hjá þeim, því að 13 góð gufuskip halda uppi ferðum með ströndum fram og til annara landa (þau hafa líka verið 13 hjer sum árin, en má- ske ekki öll góð). Svo eru járnbraut- irnar. Af þeim voru 770 enskar mílur eða 1236 km. árið 1911, og koma þá I95íbúará hvern km. járnbrauta. Ekki þóttust þeir samt hafa nóg af brautum, því að árið 1910 samþykti þingið þeirra járnbrautarlög — um að leggja 5 brautarálmur, sem virð- ast vera um 400 km. að lengd til sam- ans. Fyrir lagninguna borgar stjórn- in 35 þús. kr. á hvern km., og auk þess leggur hún land til reksturs brautanna. Þingið samþykti að taka 3,893,200 dollara að láni, til þess að koma þessu í verk, og er það sem næst 14)4 milj. kr. Ekkert af þess- ari viðbót var komið í not 1911, og er ekki talið með i brautarlengdinni þá. Þessi viðbót þeirra samsvarar því, að við legðum 145 km. langa braut, og verðum til hennar rúmum 5 milj. kr. Og samt skulduðu þeir nokkuð mikið áður, að því er okkur mundi þykja, og flestallir búa þeir á sjávar- ströndinni og stunda sjó. Þegar lok- ið er að leggja þessar brautarálmur þeirra, verða 150 til 160 manns um brautarkilómetrann hjá þeim. Jeg vona að þetta nægi til að sýna fram á að ekki er verið að gera ó- sanngjarnar kröfur til íslendinga, þó farið sje fram á að þeir hugsi til að leggja eina 500 km. af járnbrautum í landi sínu, 0g skal því ekki telja upp fleiri útlend dæmi. En rjett er að geta þess, að i flestum löndum heimsins, öðrum en þeim, sem talin hafa verið hjer, eru nú sem stendur fleiri en 200 manns um hvern járn- brautarkm., og má skifta öllum lönd- um þessum í tvo flokka. í fyrri flokn- um eru gömlu menningarlöndin; þau eru flest svo þjettbygð og svo mikið af mannmörgum borgum í þeim, að þau þurfa ekki sem svarar 1 km. af járnbrautum fyrir hverja 200 manns; stærð þessara landa er svo lítil í sam- anburði við mannfjöldann, að ekki útheimtist svo mikið af járnbrautum, til þess að allir landsmenn eigi við sæmileg samgöngutæki að búa. Svona er því líka varið um einstöku hluta- þeirra landa, sem lýst hefur verið, t. d. ríkið New-York í Bandaríkjunum. í hinum flokknum eru flest þeirra landa, sem eru mjög skamt á veg komin í menningu; þar er ekki enn búið að leggja svo mikið af brautum, sem þarfir landsmanna heimta. í þess- um flokki eru flest löndin í Afríku og Suður-Ameríku, og mörg i Asíu, og Svo ísland. Hjer eru nú engar járnbrautir, en um 87,400 manns; ef spurt er um hve margir menn sjeu um hvern járnbrautarkm. á íslandi sem stendur, verður víst flestum ó- hægt um svarið, en stærðfræðingar mundu svara á þá leið, að hjer sjeu óendanlega margir menn um hvern km. Nú kann einhverjum að vera for- vitni á hvort járnbrautarrekstur geti borgað sig þar sem svona fáir menn —- 200 eða færri — koma á hvem km.. í Bandaríkjunum eru allar braut- ir eign einstakra manna eða fjelaga, og er það kunnugra en frá þurfi að segja að þær eru ekki reknar með tapi. Árið 1910 var afgangs rekst- urs- og viðhaldskostnaði sem svaraði 17 pct. af stofnfjenu, og voru greidd- ir að meðaltali 7)4 pct. af stofnfjenu í vexti. Þarna voru, eins og fyr seg- ir, 204 menn um km. í Kanada nam tekjuafgangurinn rekstursárið 1912— 1913 4)4 pct. af stofnfjenu—þar voru 164 um km. í Ástralíu var tekjuaf- gangurinn 1912—1913 h. u. b. 4 pct. af brautarverðinu, og voru þar 160 manns um kílómetrann. Um rekstur brautanna á Nýfundnalandi hef jeg ekki skýrslur. Annars er það ekki neinstaðar talið miklu máli skifta, hvort járnbrautirnar beri sig betur eða miður, nema hvað hlutafjelög og einstaklingar, sem eiga brautir, vitan- lega reyna að fá sem mestan arð af eign sinni. En annars er hvergi lit- ið svo á, sem það sje aðalætlunar- verk járnbrauta, fremur en annara brauta, að gefa eigendum sínum bein- an arð, heldur eru þær lagðar í alt öðrum tilgangi, sem sje til þess að bæta úr samgönguþörfum manna, og þar sem ríkin eiga brautirnar sjálf, má heita að það sje föst regla, að láta notendurna ekki borga meira en svo, að einungis fáist mjög lágir vext- ir, eða ekki fullir yextir, af stofn- fjenu. Munurinn á ríkisbrautum og einstakra manna brautum sjest nokk- uð vel með því að bera saman Banda- rikin og Ástralíu. Brautir Bandarikj- anna eru einstakra manna eign, og gefa af sjer 17 pct. af stofnfjenu, en Ástralíubrautirnar eru ríkisbrautir, og gefa 4 pct. Enginn mun halda þvi fram, að það sje heppilegra „frá al- mennu sjónarmiöi“, að Bandaríkja- brautirnar gefa svo mikið af sjer; fyrir almenning, sem brautirnar not- ar, væri heppilegra að flutningsgjöld- in væru lægri, og ef ríkið ætti braut- irnar, mundu flutningsgjöldin verða sett niður, jafnvel svo langt niður, að braptirnar hættu að bera sig. fvríHstríiii. Lögrjetta flutti í haust yfirlits- greinar um tildrög og upphaf Ev- rópuófriðarins. Síðan hafa aðeins birtst lausar fregnir af ófriðnum, mest eftir símskeytum, eða í sambandi við þau. En þær fregnir eru ónógar, ef eigi fylgja þeim við og við yfirlits- greinar, er skýri nánar frá höfuð- dráttunum í því, sem er að gerast. Því verður nú byrjað hjer aftur á slíkum greinum. I. Herskaparstefna nútímans. Almenn herskylda, eða varnar- skylda, eins og hún tíðkast nú í flest- um ríkjum Norðurálfunnar, var fyrst í lög leidd í Prússlandi 1814. Áður höfðu þó, bæði í Þýskalandi og víð- ar, nokkur spor verið stigin i þessa átt. Eitt af þeim var stofnun þjóð- varðarins franska á tímum stjórnar- byltingarinnar miklu. En nútímans herskyldufyrirmynd er þó fyrst feng- in með löggjöf Prússa i þessari grein frá 1814. Stjórnmálamenn og umbótamenn Jieirra tíma töldu þetta fyrirkomulag mikilsverða framför. Áður höfðu stjórnendur ríkjanna myndað heri sína af leigðum flokkum heræfðra manna úr ýmsum áttum. Völdust til þessa hraustir æfintýramenn, en í fylgd með þeim slóst ýmislegur trant- aralýður, samsafn af drefjum og sora þjóðfjelaganna. Var, eins og nærri m á geta, enginn hægðarleikur, að stjórna þessum lýð, og einkum var yfir því kvartað, hve ilt væri að verða fyrir honum, Jiar sem hann bar sig- ur úr býtum og fjekk vald yfir hjer- uðum eða borgum. í stað þessa skyldu nú Jijóðarinnar eigin synir koma fram í hernaðinum fyrir fósturjörðina, án stjettaskiftingar, allir jafnir að rjetti og skyldum. Hugsunin Jjótti fögur. Auk þess sem talið var að sið- ferði hermannanna mundi verða alt annað og miklum mun betra eftir þessa breytingu, þá var líka talið, að þessi aðferð mundi verða miklu kostn- aðarminni. Það hafði reynst afardýrt ?ð mynda fasta heri af málaliðsflokk- um og halda þeim við. Og ekki þótti minst í það varið, að með þessari breytingu yrði rutt burt ljótum ósið, er átt hafði sjer stað öldum saman alt fram að þessum tíma,en hann var sá, að þjóðhöfðingjar, sem sökt höfðu sjer í skuldir, seldu þegna sína i stór hópum til hermensku í öðrum ríkjum, sem í ófriði áttu. Þessi ósiður hafði lengi verið almenn hneykslunarhella. Eitthvert versta dæmið um þetta er það, sem gerðist i ófriðnum milli F.nglendinga og nýlendna þeirra fyr- ir vestan haf. Landgreifinn af Hess- en seldi þá Englendingum 15 þús- undir manna, fyrir 1000 dali hvern, til þess að berjast undir merkjum þeirra vestan hafs. Þetta opnaði augu hugsandi manna i Þýskalandi fyrir því, hve svívirðilegt það væri, að annað eins og þetta gæti átt sjer stað. Og Prússar höfðu yfirleitt sam- hug manna i Evrópu, er þeir breyttu hermenskufyrirkomulaginu á þennan hátt, sem áður segir, og sýndu fram á veg til þess að uppræta ýmislegt, er óþolandi þótti i hinu eldra fyrir- komulagi, enda tóku aðrar þjóðir mjög bráðlega upp hjá sjer hina al- mennu hervarnarskyldu, og fylgdu þar dæmi Prússa. Reynslan hefur þó orðið nokkuð á annan hátt en forvígismenn hervarn- arskyldufyrirkomulagsins ætluðust til i upphafi. Um það ber ljósastan vott- inn sú mikla styrjöld, sem nú stend- ur yfir í Norðurálfunni. Auðvitað liggja til hennar margar orsakir, sem ekki er ljett að rekja. Það er án efa rangt, að kasta sökinni hugsun- arlaust á einhverja einstaka þjóð, og þá því fremur rangt, að kasta henni á einstaka menn. Dýpsta orsökin mun liggja í hernaðarfyrirkomulagi nú- timans. Framsóknin í ]>ví nú um 100 ára skeið hefur leitt til þess, sem nú NYJA VERSLUNIN — Hverfisgötu 34, áður 4 D — Flestalt (utast og inst) til kven- fatnaðar og barna og margt fl. Góðar vörur. — ódýrar vörur. K jólasaumastofa. er að gerast á vígvöllunum í Evrópu. Þjóðir og stjórnendur berast með straumum tímanna án þess að nokk- ur einstök þjóð eða einstakur stjórn- andi fái við ráðið, og svo hefur verið 11 m þennan straum, að hann hefur vaxið og eflst fyrir mátt þess, sem kallað er tímanna kröfur, þangað til hann varð að því flóði, sem ekkert vald fjekk stöðvað, engin ein þjóð nje einstakur stjórnandi gat ráðið við. Og þó hafa nú á síðari áratugum sterkari og sterkari raddir kveðið við, sem mótmælt hafa, og varað við þeirri hættu, sem menningu heimsins stafaði af hinum gegndarlausa vexti berskaparútbúnaðarins. En kepnin milli stórveldanna varð ekki stöðvuð. Þó stjórnmálaflokkarnir skiftust á um valdameðferðina innan hinna einstöku ríkja, þá varð engin veruleg breyt- ing á þessu. Herskaparútbúnaðurinn var hjá hverju ríkinu fyrir sig talinn lífsnauðsyn, því hvert um sig þótt- ist þurfa að vera við búið að verjast ófriði frá hinu. Alstaðar var friður- inn lofaður og talinn æskilegastur, en jafnframt var vígbúnaðurinn al- staðar árlega aukinn, því hvert ríkið um sig taldi sjer ekki friðinn trygð- an með öðru móti en því, að það væri sem best búið til þess að mæta ófriði. Loks eru útgjöldin til þessa herskaparútbúnaðar að verða óþol- andi byrði á þjóðfjelögunum. Einkum hafa þessi útgjöld vaxið nú á allra síðustu árunum. Frá 1900 til 1912 er talið, að þau hafi vaxið um 50 pct. 1912 var talið, að her- skaparútgjöld Norðurálfunnar næmu samtals rúml. 360 milj. sterlingspunda á ári. En við Balkanstríðin uxu þau enn mikið, og i byrjun ársins 1914 voru þau talin 500 milj. sterl. punda, eða nálægt 9 miljörðum króna. Og ekkert útlit var fyrir, að útgjöldin mundu aftur fara lækkandi, heldur þvert á móti, að mikil aukning stæði enn til fram úr þessu. Enskur rit- höfundur reiknaði út, að hinn svo kallaði „vopnum varði friður“ kost- aði Evrópuþjóðirnar samtals á ári um 12 miljarða króna, þar í talið að nokkru leyti vinnukraftatap þeirra, sem við hermenskuna eru bundnir. Með gifurlegum lántökum ríkjanna hafa stjórnirnar fundið veg til þess, að velta nokkru af þessum kostnaði yfir á eftirkomandi kynslóðir. En aukist herskaparútgjöldin í sífellu, þá er fyrirsjáanlegt, að ekkert fær við þeim útgjöldum staðist, fyrirsjá- anlegt, að kepnin í herskaparútbún- aðinum hlýtur, fyr eða siðar, að leiða fleiri eða færri af þeim ríkjurn; sem þátt taka í henni, til gjaldþrota. Með samningum milli allra stór- veldanna hefði auðvitað verið hægt að hefta þessa hættu. En þeir samn- itigar hafa ekki komist lengra en svo, að þau hafa nú skipað sjer í tvo flokka. Ef öll stórveldin hefðu verið jöfn fyrir að herbúnaði, bæði á sjó, og landi, þá hefði verið ljettara fyrir þau að koma sjer saman. En þegar eitt segir öðru: þú mátt ekki verða sterkari en svo eða svo í samanburði við mig; jeg vil altaf hafa yfirhönd- ina yfir þjer — þá stranda samning- arnir og kepnin skapast. Sá, sem er veikari fyrir, fer að herða sig og vill ekki láta setja vexti sínum og kröft- um takmörk, og hinn, sem vill halda þeim yfirburðum, sem hann þegar hefur, færist einnig í aukana. Þannig hefur skapast kepnin i herskaparút- búnaðinum, sem gert hefur hina fal- legu hugmynd, sem upphaflega fæddi af sjer hervarnarskyldufyrirkomulag- ið, að þeirri grilu, sem herskaparfyr- irkomulagið er nú orðið. En án sam- komulags um hefting á aukning her-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.