Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.01.1915, Blaðsíða 4

Lögrétta - 13.01.1915, Blaðsíða 4
12 LÖGRJETTA FRESIID BRQDKDUPinU |þangaÖ til þjer hafið fengið tilboð frá | KÖBEflHflVNS MðBELMHOHSIN, |Tlf. 7997. Poul Rasmussen. Tlf. 7997-| Vestervold 8 (Ny Rosenborg). Stærsta húsgagnaverslun Danmerkur. Chr. VIII. húsgögn frá 400 kr. Dagstofuhúsg. mjög falleg Borðstofu — úr eik Svefnherb.—úr birki,lakk. Kr. 521. Dagstofuhúsg., pól. mah. Borðstofu — úr eik Svefnherb. — pól. mah. Kr. 1000 Ætlð 300 teg. húsgagna fyrirliggjandi. EIRÍKUR EINARSSON, yf ird ómslö gmað ur, Laugaveg 18 A, (uppi). Talsími 433. Venjul. heima kl. 12—1 og 4—5 e. h. EFTIRMÆLI. í fljótu bragði sýnist efri myndin, sem hjer er sýnd, vera riss af lands- lagi. Slíkar myndir senda njósnarmenn herþjóðanna nú frá sjer, en við- takendur eiga að geta lesið úr þeim. Með lestraraðferð þeirra breyt- ist þá efri myndin t. d. þannig, aS fram kemur neðri myndin, og er þetta þá orðin frásögn um útbúnað á vígi, hvar skotvirki sjeu þar, hvar girðingar o. s. frv. Á neðri myndinni eru settir bókstafir, sem tákna þetta: A gaddavírsgirðingu, B skotgröf, C ljett skotgögn, D stórskota- vjel, E umsátursvjel, F veg, G útgröf, H innri gröf, I stálvarinn turn, J njósnarturn, K inngang í kastalann, L járnbrautarstöð, M járnbraut- arlínu, N tvöfalda línu, O vatnsgröf. Tvær lárjettar línur tákna stefn- una frá austri til vesturs, en tvær lóðrjettar línur stefnuna frá suðri til norðurs. fylgir eftir H.Hamar. Næst eru kvæöi og vísur eftir Ríkarð, því hann er dverghagur á rím, eins og á þau efni, þar sem koma má við hnífnum eða meitlinum. Svo er mynd af Pjetri heitnum Jökli frá Hákonarstöðum á Jökuldal, og grein um hann eftir Guömund trjesmið í Fossgerði á Dal. Kvæði eftir Svb. Björnsson og J. Ö. Jónsson og þýðingar á kvæðum eftir sr. Guttorm Vigfússon í Stöð. Grein um ætt Bretakonunga, er sýnir, að þeir eiga kyn sitt að rekja til eins af landnámsmönnum íslands, Auðunnar skökuls, er bjó á Auðunnarstöðum i Víðidal. Þetta er í desemberblaðinu. En í janúarblaðinu er ritgerð eftir Indriða Einarsson skrifstofustjóra um íslenskt leikhús, og með henni fjöldi mynda, sem sýna íslenska leik- endur í ýmsum af þeim leikum, sem hjer hafa verið sýndir á síðari árum. Þetta er mjög skraut-legt blað og eigulegt, og ritgerðin eftirtektarverð, því þar er sýnt fram á nauðsyn leik- hússbyggingar í Reykjavík. Geta menn fengið þetta cölublað keypt ein- stakt. Með þessu hefti byrjar „Óðinn“ að flytja ný og frumsamin íslensk söng- lög, og á að verða framhald á því í hverju blaði, og verður því svo fyr- ir komið,, að taka má lögin frá til r.otkunar við hljóðfæri, án þess að skerða blaðið. Þessum blöðum fylgja þrjú lög, eitt eftir Helga Helgason og tvö eftir sr. Halldór Jónsson á Reyni- völlum. í næsta blaði koma ný lög eftir Jón Laxdal og Árna Thorsteins- son o. s. frv. Hinn 24. júlí síðastliðinn andaðist bónd- inn Nikulás í Lambhaga á Rangárvöllum. tiann fæddist í Ártúnum í sömu sveit 9. nóv. 1839. Foreldrar hans voru Stefán bóndi f. í Odda 1806 d. 1862 (hans móðir var Margrjet Lafransdóttir, síðari kona Ólafs Gunnarssonar i Fróðholtshjáleigu), sonur sjera Gísla (f. 1781) prests á Húsa- vik 1820—1840, Auðunssonar prests á Blöndudalshólum, Jónssonar prests á Bergsstöðum Auðunnssonar, og Sigriður, kona Stefáns (f. 1795) dóttir Andrjesar bónda í Oddhól, Illugasonar á Álfhólum Erlendssonar. Sigriður var tvígift og var Nikulás heitinn eftir fyrri manni hennar, Nikulási Árnasyni Arnórss. á Reiðarvatni, er var prestur Keldnaþinga fram á 1776, Snorrasonar. Árni bjó lengi á Selalæk og Nikulás eftir hann fram um 1837—8; áttu þau Sigriður mörg börn, en hann varð nú a? vikja fyrir eiganda þeirrar jarðar, Gísla ísleifssyni Einarsen, er þá var kandí- dat. og tók að búa þar um hríð. Nikulás ólst upp hjá foreldrum sínum, er brátt fluttust frá Ártúnum inn í Fljóts- hlíð, að Torfastöðum, þar sem þau bjuggu siðan, og í vinnumannsstöðu var hann nokkur ár á góðum bæjum, en síðan bóndi að Árbæ á landi i 7 ár; að þeim liðnum, sem var vorið 1882, var býli hans komið í auðn af sandfoki og eigur gengnar til þurðar; gekk það sem plága um vorið yfir jarðir og fjenað á þeim stöðvum. — Fór hann þá að Gaddstöðum á Rangárvöllum, sem nú voru í litlu betra ástandi, og bjó þar 11 ár. Jukust honum samt ejni með batnandi árferði; þá fluttist hann að verður haldið hjer í Reykjavík í vikunni frá 15.—21. febrúar þ. á. Kent verður í þremur flokkum, í einum stúlkur, öðrum piltar og þriðja drengir; ókeypis kensla í öllum flokkum. Þátttakendur gefi sig fram við verslunarstjóra L. MÍJLLER, Brauns verslun, fyrir 8. febr. Rvík í janúar 1915. Stjórnin. Klæðakverksmiðjan Alafoss kembir, spínnur, tvinnar, þæfir, ló- sker, pressar, litar, gagneimir (af- dampar) og býr til falleg tau. Vinnulaun lægri en hjá öðrum klæða- verksmiðjum hjer á landi. ..Álafoss“-afgreiðslan: Laugaveg 34 Rvík sími 404. Bogl R. ]. PárDarson. Oddur Gíslason yfirrjettarmálaflutningsmaður. LAUFÁSVEG 22. venjul. heima kl. 11—12 og 4—7. Kumlu í sama hreppi og bjó þar sömu- leiðis í 11 ár; síðan keypti hann jörðina Lambhaga og bjó þar við góð efni í full 10 ár. Fljótt þótti Nikulás næmur fyrir bók- lestri og vel minnugur, einkum í fornkon- ungasögum. Prúðmannlegur var hann, glaðvær og viðræðugóður, áhugasamur til dauðans fyrir velferð allra stærri lands- mála. Þótt blindur væri 7 ár, hugði hann kappsamlega eftir hverjum úrslitafundi, sem haldinn var í stjórnmálum, og glögg- sýnn var hann á þingmenskuhæfileika full- trúanna, enda var hans yndi að lesa og láta lesa fyrir sig alt frjettnæmt af því tægi. Hann var jarðsunginn 8. ág. við Breiða- bólstaðarkirkju, eftir sjálfs hans fyrirlagi, þar sem ættfólkið nánasta hafði jarðsett verið, og fór jarðarförin fram við fjöl- menni og rausn, eins og við átti. Kona hans var Þórunn Sigurðardóttir bónda á Ljótsstöðum í Skaftafellssýslu, Bótólfssonar digra á Borgarfelli Jónsson- ar; var hún manni sínum samhent og má telja með afbrigðum hennar dugnað í sumum greinum. Býr hún enn með tveimur sonum þeirra fulltíða, og er annar ný- kvæntur, en hinn þriðji kvæntist fyrir nokkrum árum og er burtu fluttur. J. Konur þær, sem ætla að sækja um styrk úr sjóði fjelagsins, verða að senda umsóknir sínar, fyrir 15. jan. næstkomandi, til forstöðukonu fje- lagsns. Katrín Magnússon' nsom sender denne Annonse , til „Klædefabr. Kontoret", Köbennavn S., faar frit tilsendt 4 mtr. 125 ct. b. sort, mörkblaa, marine- blaa, brun el. grön finulds Klæde til en flot Dragt for 10 Kr. Vátryggið fyrir eldsvoða í GENERAL. Stofnsett 1885. Varnarþing í Reykjavík. SIG. THORODDSEN. Sími 227. Umboðsm. óskast á Akranesi, Kefla- vík, Vík, Stykkishólmi, Ólafsvík. Eg’gdt Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Nokkrar húseig’nir á góðum stöðum í bænum fást kéypt ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viðtals í veggfóðursverslun Sv. Tónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kl. 3—6 siðdegis. Prentsmiðjan Rún. 118 119 lágum vjer vel fyrir skipinu, er var eina leiðarsteinsátt frá oss á hljeborða. Eftir aðra hálfa stund áttum vjer að eins hund- rað faðma að því; þá ljetum vjer undan síga, til þess að fara fram hjá því á hlje- borða, en svo fórum vjer nálægt, að vel hefði mátt kasta tvíböku yfir á þiljur þess. Skipið hjelt áfram gagnvart oss, og kall- aði þá kaft. Delmar yfir á það og spurði hvaða skip það væri. Dauðans þögn var á þiljum uppi á báð- um skipunum og rödd hans smaug skært gegnum næturvindinn. „Hvað þá?“ var svarað. — „Hvaða skip er þetta?“ spurði kaft. Delmar aftur. Hver stóð hjá sinni falbyssu, og alt var undir- búið til þess að láta skotin ríða af. — „Hvaða skip er þetta?“ var svarað frá hinu skipinu. — „Það er Kallíópe, skip hans konunglegu hátignar," svaraði kaft. Delmar, en spurði síðan aftur, hvert hitt skipið væri, og um leið bauð hann öllum að leggjast niður, hverjum á sínum stað. En naumast höfðu menn hlýtt þessu boði, er skotin dundu á oss frá allri hlið skips- ins í einu og gerðu þau eigi lítil spjöll. á reiða vorum og skipsskrokk, en fáir særð- ust, þar eð þeir höfðu lagst niður. Þegar hlje varð á brakinu og brestun- um, hrópaði kaft. Delmar: „Upp allir menn og skjótið, er jeg sný við aftan undir það.“ Á fáum augnablikum vorum vjer komnir úr reykjarmökknum, lögðum aftan að því og ljetum skotin ríða frá allri hliðinni. — „Látum aftur undan síga,“ var næsta skip- un, „en verið tilbúnir.“ Vjer Ijetum undan síga um 300 faðma, þangað til vjer höfðum nægilegt svið til þess að hverfa skipinu upp í vindinn og yfrum. Þá sigldum vjer gagnvart hinu skipinu, eins og vjer ætluðum að ráð- ast að því kulborða megin, en alt í einu snerum vjer við og aftan að þvi og ljetum öll skotin dynja eftir því endilöngu; kom þetta Hollendingum mjög á óvart, er hjeldu, að vjer mundum ráðast að þeim kulborða megin, og voru því allir við fall- byssurnar þeim megin. Það kom auðsjáanlega mikið fát á hol- lenska skipstjórann; hann stóð í lyftingu og hrópaði á illri ensku, er vjer höfðum æði gaman af: „Bleyðurnar ykkar! Þið berjist klaufalega.“ Vjer ljetum skríða fram fyrir þá á hlje- borða, en þá skutu þeir á oss frá bak- borða hliðinni, en þar sem þeir höfðu stað- ið við fallbyssurnar hinu megin, voru þeir eigi nógu fljótir og gerðu oss lítið tjón, en öftustu sigluna mistu þeir og fjell hún fyrir borð skömmu eftir að vjer fórum fram hjá þem. Þeir ljetu þá undan síga, og gerðum vjer það einnig, til þess þeir skyldu ekki ná að skjóta eftir skipi voru endilöngu, en hliðarskotin riðu frá báðum á víxl, en svo miklu betur sigldi skip vort, að vjer komumst úr skotfæri fram fyrir þá, gátum svo snúið við og skotið eftir skipi þeirra endilöngu. Þá mistu þeir topp- sigluna og voru svo á voru valdi, eins og Bob Kross sagði, því að þeir gátu eigi snú- ið skipinu, er þá vantaði afturseglið, en vjer gátum látið skip vort liggja eftir því sem Sest mátti fara og ljetum vjer skotin ríða eftir skipi þeirra endilöngu, þangað til að þeir mistu framsigluna og var þá miðsiglan ein eftir, en þetta var þó engu verra fyrir þá, því að þótt skipinu væri lítt stjórnandi í svo litlum vindi, gátu þeir þó heldur beitt upp í vindinn, er þeir og gerðu, og hjelt orustan áfram, en vjer vor- um miklu betur settir, að geta barist undir seglum, og þótt stöku skot lenti á skip vort og nokkrir særðust, skutum vjer tíu skot meðan þeir skutu eitt. Orustan hafði staðið klukkustund, og varð þá stafalogn. Við það stóðum vjer jafnir að vígi, þar eð vjer gátum ekki stýrt skipi voru. Það var um fjórðungur mílu á milli vor, og lágum vjer þannig, að að eins fáum fall- byssum varð komið við. Skipverjar voru þvi látnir gera við það, er aflaga hafði farið, og var það eigi allítið. Jeg stóð hjá Bob Kross, er var að horfa eftir kattafótum, eins og vjer köllum hæg- an vindblæ. „Aldrei gat mjer hugsast,“ mælti hann, „að kafteinninn mundi stjórna svona vel skipi sínu; það munu fáir taka honum fram.“ — „Svo ætla jeg vera muni,“ mælti jeg, „en þetta er leiða skot- ið,“ þvi að þá reið skot að oss, er fleygði niður 6 mönnum, sem voru uppi í reiðan- um. — „Já, hann er þjettur fyrir, þessi piltur, og svo eru allir Hollendingar, og það er ekkert gaman að eiga við þá; það er eigi víst, hvernig fer með þeim og oss; vjer verðum að biðja um vind, en þeir um logn.“ „Hvar er hann herra Keene?“ hrópaði kafteinninn, er stóð hinumegin á þiljun- um. — „Hjerna, herra minn,“ mælti jeg og hljóp til hans. — „Farið ofan, herra Keene, og vitið hvað margir eru særðir; læknirinn getur sagt yður það hjer um bil.“ Jeg skautst ofan, en i því bili reið skot á lúkuna hjer um bil fet fyrir ofan höfuðið á mjer og hefði það tekið af mjer höfuðið, ef jeg hefði eigi flýtt mjer svo mjög. Jeg fór ofan í púðurklefann, því að læknir vildi heldur vera þar, en í sjúkrahúsinu, til þess að taka limi af mönnum, því að þar var rúmbetra. Hann var að taka fót af manni, er jeg kom ofan með skilmælin, og var það hræðileg sjón, svo að mjer varð ilt. Þegar hann var búinn, mælti hann: „Þjer getið sjeð þá alla í fram- káetunni, er jeg hef gert við; hinir dauðu eru í sjúkrahúsinu. Jeg hef þegar tekið limi af fimm. Heræfingakennarinn er særð- ur og herra Vilhjálmur undiroffíseri dauð- ur, en þeir, sem jeg hef enn þá ekki getað litið eftir, eru hjer. Þjer verðið sjálfur að fullnægja ósk kafteinsins, herra Keene. Jeg get ekki yfirgefið lim, sem óbundið er fyrir æðar á, til þess að telja höfuð.“ Þar eð jeg sá, að læknirinn hafði satt að mæla, greip jeg ljósbera og byrjaði rannsókn mína. I púðurklefanum voru 14 menn særðir, er biðu læknishjálpar, og flaut gólfið í blóði. I káetunni voru níu, er búið var að binda um, og lágu fjórir í rúmum sínum, er höfðu mist hönd eða fót. í sjúkrahúsinu voru ellefu dauðir af vorum bestu mönnum. Þegar jeg hafði lokið rannsókn minni og var að ganga upp sjúkrahússstigann, sá jeg hvar Kúlpepper lá á hnjánum með ljósbera fyrir framan sig. Hann var náfölur, og er hann leit upp, varð hann var við mig. — „Hvað er yður á höndum?“ mælti hann. — „Eigi annað en það, herra minn, að kafteinninn vill fá að vita, hversu margir eru særðir.“ — „Segið honum að jeg viti það ekki; jeg geri ráð fyrir, að hann þurfi mig ekki upp á þiljur.“ — „Hann vill fá að vita, hvað margir eru særðir,“ svaraði jeg, því að jeg sá að hann hugsaði, að hann ætti að gera grein fyrir því. — „Guð hjálpi mjer; bíð- ið augnablik, herra Keene; jeg ætla að senda orð upp með yður.“ — „Jeg má ekki bíða,“ mælti jeg og fór upp stigann. Kúlpepper hefði sjálfsagt kallað aftur á mig, en jeg kaus það heldur að láta hann vaða í villunni, því að jeg hafði gaman af að vita, hvort hann óttaðist meira reiði kafteinsins, eða skot óvinannna. Kafteinninn var alvarlegur og þagði, er jeg skýröi honum frá rannsókn minni. Skipin lágu með afturstefnin hvort á móti öðru og skutu við og við hvort eftir öðru endilöngu. Allir lágu niðri á skipi voru eftir boði kafteinsins, nema þeir, er skutu. „Ó, að vindurinn kæmi,“ mælti kafteinn- inn við fyrsta lautinantinn, „en það eru eng- ar líkur til þess.“ „Tunglið kemur upp eftir 10 mínútur", mælti jeg, „og kemur þá oft gola um leið.“ — „Satt er það, en eigi er svo jafnan; jeg vil vona að svo verði, því að öðrum

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.