Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.01.1915, Blaðsíða 2

Lögrétta - 20.01.1915, Blaðsíða 2
14 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi og aulc þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð: 4 kr. árg. á Islandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. Hstand og borior. Horfurnar þykja nú og eru fremur ískyggilegar, ekki síst hvað landbú- skapinn snertir, enda hefur hann fengiö þaS rothögg nú í 2 ár, sem hann óefaö býr lengi aö. Sumarið 1912 var gott, og heyjaðist þá yfir- leitt vel, en fjenaöur afarmargur. Fram aö þeim tíma hafði fjenaði fjölgað ár frá ári síöan um aldamót, og að líkindum skuldir aukist sam- hliöa, og er þaö að vísu eðlilegt, þeg- ar þess er gætt, hvaö mikið var fyrir framan höndina, sem þurfti að gera. Víðast hvar voru bæir og fjenaðar- hús undir torfþaki, hey meira og minna í heygöröum; tún mikið þýfö, engjar og tún ógirt o. fl. Víðast hjer á Suðurlandi er þetta stórbreytt. I staö torfbæjanna eru bygð heil og hálf timburhús. Fjenaðarhús undir járni víða. Mestöll hey í járnvöröum heyhlöðum. Flest tún girt með gadda- vír. Mikið af túnum nær alsljett og engjar víða girtar. Alt þetta hefur kostað mikla peninga og fyrirhöfn, og mikið af því hefur verið unnið og framkvæmt með lánsfje. Þótt nú erf- itt sje að neita því, að alt þetta sje þarft og nauðsynlegt, og ekki verði með sanni sagt, að sú kynslóð, sem þetta hefur mest gert á hálfum til heilum aldarfjórðungi, hafi ekkert gert til gagns, verður þó all-erfitt að meta alt þetta til sannvirðis, þegar ill og erfið ár koma á eftir, sem eyði- leggja svo mjög bústofn bænda sem rm er raun á, svo langt sem jeg þekki, og þekki jeg þó minst, en nóg til þess, að mjer ægir við að nefna dæmi, og sleppi jeg þeim því. Þær skýrslur verða annarstaðar til sýnis, þótt ekki sjeu þær skemtilegar. Hvað tekur nú'við.verði framh. á ó- áran fyrir landbændur ? Veturinn 1912 -13 fór með nál. öll hin miklu hey frá sumrinu 1912. Sumarið 1913 var, eins og menn muna, afleitt óþurkasumar, auk veðra, sem gerðu heyskaða hing- að og þangað. Hey því vond og ljett til fóðurs, sem greinilega sýndi sig síðastliðinn vetur. Þótt nú margir fækkuðu afarmikið fjenaði í fyrra- haust, 1913, svo að á mörgum bæjum voru afarfá lömb, og sumstað- ar engin, auk annars fjenaðar, sem fargað var, dugði þetta ekki til að bjargast síðastliðinn vetur, sem, eins og kunnugt er, var afarharður. All- flestir bændur urðu því fyrir æði- miklum vanhöldum á fjenaði síðastl. vor. Svo kemur þá þetta síðasta sum- ar sem 4. missirið í röðinni, og þarf síst að segja, að það hafi staðið hin- um missirunum framar að gæðum. Gras var að vísu á endanum í meðal- lagi, en spratt seint. Margir mistu hey sin, meira og minna, í vatn og \eður, og flestir áttu hey úti að lok- um, svo enn urðu menn að farga af heyjum, sem aldrei hefur þótt gott, og síst er gott, þegar fjenaður var orðinn eins fár og hann var alment í haust, og er þó trúa mín, að verði þessi vetur verri en í meðallagi þá sje nóg eftir á þau hey, sem til eru alment, og tekur þá fyrst í hnúkana, ef ekki dugir það fóður, sem nú er til, sem telja má hæpið, því illa byrjar þessi vetur, hvernig sem hann kann að verða, en hætt er við, að forða- gæslulög og menn dugi þar skamt, sem við er að búast. En þótt alt fari nú vel, er samt sjónarlega ískyggi- legt framundan. Ár frá ári aukast Öll útgjöld. Sveitarþyngsli aukast ár frá árf og þó allra mest síðastliðið haust, víðast, það jeg til veit, frá einum fimta til eins þriðja, og er það þó minst af hækkandi útgjöldum bóndans, ekki síst á þessu stríðs- og óhappa-ári. Ull, kjöt, smjör í lægra verði en í fyrra, því ekki get jeg tal- ið það verð, sem síðast í haust varð á kjöti, ull og gærum, því það verð myndaðist fyrst eftir að menn voru búnir að selja fje sitt til slátrunar. Þau gæði hafa því lent í vasa kaup- manna mest öll, sem og önnur fleiri á þessu vonda ári. Annars má það makalaust heita, að ein stjett í land- inu skuli hafa mestan hagnaðinn á því sama ári, sem allar aðrar stjettir verða fyrir mestri dýrtíð. Því þrátt fyrir það, þótt kaupmenn seldu vör- urnar með uppskrúfuðu verði, sem til voru í landinu þegar stríðið hófst,, hafa víst fáir orðið varið við að þeir gengju síður eftir skuldunum nú en vant er, heldur miklu harðara. Hvað smjörsölu snertir, var hún bæði iil og lítil. Flestöll rjómabú störfuðu aðeins fáar vikur og framleiddu, að jeg hygg, fá yfir þriðjung af vana- legri framleiðslu, eða svo var það hjer. Auk þess seldist smjörið illa. Hvar sem því á er litið, er árferðið vont fyrir sveitabændur. Verði fram- hald á þessu, er útlitið ilt, enda strax farið að bóla á því lakasta, sem hjer getur hent, að bændur, sumir dugleg- ir og ungir, aðrir eldri og efnaðir, bregða búskap og flytja til kaupstað- anna með krafta sína og efni sín, en úr kaupstöðunum eru fluttir í sveitirnar hópar af fólki, sem slitið hafa þar kröftum sínum og efnum, ef nokkurntíma hafa verið þar til, og eru það slæm skifti. En svo hefur það vanalega gengið til í óárum, að byrjun hnignunarinnar hefur hafist með því að bændur hafa brugðið búi og flutt til kaupstaðanna en bæði þeir og aðrir svo þaðan af landi burt, og má það heita sorgleg blóðtaka fyrir landbúskapinn og þjóðina í heild sinni. Undir þann leka þarf fljótt að setja, þvi þegar einn fer, er nærri sjálfsagt að hópur fari á eftir. Það mun vera nokkuð undantekningarlaus regla. Árið 1900 fóru til Ameríku úr þessum litla hrepp 7 bændur, en milli 30 og 40 manns alls, flest fólk á besta aldri, og svona mun það víðar hafa gengið til í óárum. En straumurinn siðastliðið ár til kaupstaðanna hefur verið litlu betri. Fólk, sjerstaklega kvenfólk, hefur hópast úr sveitum til kaupstaðanna að vetrinum til með vor- og sumar-kaup sitt og eytt því þar. Svo loks kemur það fyrir fult og alt með barn á handlegg. Mjer dettur í hug í þessu sambandj það; sem ein myndarkona sagði við mig fyrir stuttu, þegar tilrætt var um þetta fyrirkomulag kvenna. Hún sagði: „Þær sjá þetta of seint; þeg- ar þær eru orðnar konur og eiga börn, sjá þær eftir hverjum eyri, sem þær hafa eytt til ónýtis, hvað þá heldur öilu sínu á bestu árunum, og mundu þá einskis fremur óska, en að þær krónur væru aftur komnar til að fæða og klæða litlu börnin, sem nú liggja við sveit.“ Þetta er vissulega of seint sjeð. En þau tíðkast nú hin breiðu spjótin. Þar eigum við öll og allir sammerkt, að við sjáum hlutina of seint. — Nú í vetur eru ekki horfur á að barnafræðsla geti farið fram eftir fræðslulögunum í mörgum hreppum. Víða hefur áður verið farkensla. Kennari og börn því orðið að vera á nokkrum bæjum í hverju fræðslu- hjeraði 2—4 vikur. Miklum erfið- leikum hefur það verið bundið að koma kennurum og börnum þannig fyrir, því víða hefur ekki verið hús til að kenna i, en enn óvíðar hefur verið vilji á að taka kennara og börn, sem víða verða að vera þar öll, sem kennari er, einkannlega þar sem strjálbygt er. Þótt nú fæði kenn- ara, hús og fje, hafi, að jeg hygg, sjaldan farið fram úr kr. 1,00 og fæði barna kr. 0,50, hefur barnaeig- endum þótt nóg að borga það, sem að vissu leyti hefur verið, þegar mjög fátækir hafa átt í hlut. Þá er ekki að furða, þótt nú sje kveinað, því engin leið er að koma kennara fyrir fyrir minna en kr. 1,50 á dag og börn- úm fyrir kr. 0,75. Verður þá með- gjöf með hverju barni kr. 42,00 í 2 mánuði, fyrir utan bækur og annan útbúnað, sem börnin endilega þurfa, þegar þau fara að heiman, fram yfir það, sem þau þurfa, ef þau væru heima. Nú eru víða 2—3 börn, og jafnvel 4 á skólaskyldum aldri, og verður þá hin beina peningameðgjöf frá kr. 42,00—168,00, eða með öllu, ekki ofhátt reiknað, frá kr. 60,00— 240,00, og fullyrði jeg, að mörgum er þessi meðgjöf ómöguleg ár eftir ár í 4 ár, eins og nú standa sakir. Þó er hitt ekki betra, að ómögulegt er að fá samastað fyrir kennara og börn, þótt þessi meðgjöf væri í boði. Fræðslu- og hreppsnefndir eru því i mestu vandræðum eins og nú stend- ur að fullnægja jafnvel ljettustu skil- yrðum fræðslulaganna, svo að ekki er annað sýnna en að aftur fari í sama horfið, að við verðum að taka sem áður heimiliskenslu, umgangskenslu, og ef til vill sama og enga kenslu, eins og áður var. Og þetta skeður, eftir útliti að dæma, árið 1914* sama árið og stofnað er nýtt embætti í latínu og grísku við háskóla íslands, sama árið, sem foreldrar barnanna, fræðslu- og hreppsnefndir sjá engin ráð til að kenna börnunum jafnvel ) það nauðsynlegasta undir fermingu, þá samþykkir alþingi að stofna áður- nefnt embætti, sem ekki einungis við, sem hægt er að segja að ekkert vit höfum á því máli, heldur og margir mentuðustu menn þjóðarinnar, telja ónýtt og óþarft, enda vonandi, að það hjegómamál komi aldrei til fram- kvæmda, því margt þarfara virðist nú fyrir dyrum. En hætt er við að einhverjum okkar kotbændanna fari að þykja nóg um, þegar búið er að gera „stöður“ og embætti eins mörg í landinu með fárra klukkutíma vinnu á dag, ef til vill ljettri eða óþarfri, eins og margir ónýtir slæpingar eru til, til að setjast í þau. Eirihvern- tima ætti að vera komið nóg af slíku. Einhverntíma þarf að koma að því, að þjóðin geti greint það þarfara frá því óþarfara, það nýta frá því ónýta, það rjetta frá því ranga. Sá tími þyrfti og þarf að koma sem fyrst, þvi fjöldamargt þarft er ógert enn; á því er enginn hörgull. Enn þá eru vegirnir illfærir og ófærir, nema r.okkuð af árinu. Og við, sem lengst eigum til kaupstaða, verðum enn að flytja nauðsynjar okkar frá kaup- stað á klökkum og klyfbera, þrátt fyrir hin afarþungu vegaviðhalds- gjöld, sem á Árnessýslu hvíla. Enn þá erum við símalausir, sem fjærst bú- um og erfiðast eigum með snúning- ana bæði vetur og sumar. Enn þá er þýfi í túnunum okkar, þessum hlut- fallslega litla bletti af ræktuðu landi, á móts við landareign hverrar jarð- ar. Enn þá vantar nauðsynlegustu hirðingu á áburði á tún og matjurta- garða, sem enn eru langt of litlir. Enn er mörg mýrin, sem býður sig fram fyrir flæðiengi, ef kraftur væri til að veita á hana vatni. Enn eru torfbæirnir, þar sem lekur ofan í rúmin, ef skúr gerir, að jeg ekki tali um fjenaðarhúsin, sem víða eru ó- brúkandi. Enn þá eru kynbætur á búpeningi ófullkomnar, þrátt fyrir margar tilraunir; víða brúkaður til undaneldis hver veturgamall griðung- ur, sem til er. Allavega litir folar og af óvöldu kyni. Enn eru hrútar brúk- aðir, sem óbrúkandi eru o. fl. Svona mætti lengi halda áfram. Þó verður ekki sagt, eins og jeg tók fram i upphafi, að þessi kynslóð, sem lifað og starfað hefur nú síðasta aldar- fjórðung, hafi ekki gert neitt, sem eftir liggi; það væri frámunalega rangt. En hitt er líka víst, að eftir góðu árin og í byrjun óáranna er mikið ógert, sem þörf væri að gera ef hægt væri. En nú kemur trúlega kyrstaðan, eða jafnvel að við förum aftur á bak. „Það er svo bágt að standa í stað“, eins og skáldið seg- ir. Því ríður svo mikið á, einmitt nú, ef til vill allra helst, að það sem gert er sje eitthvað af því þarfa, en sem minst — helst ekkert — af því ó- þarfa, um það þyrftu allir að vera samtaka, alt frá þeim lægsta til hins hæsta í mannfjelaginu, alt frá sveit- arstjórn upp í stjórnarráð. Sje þess gætt í sem flestu, getum við vonáð að komast yfir óárin og ótíðina, yfir að góðu árunum, sem vonandi bíða framundan. Getum við ekki orðið samtaka, líða fleiri eða færri skipbrot, flýja fleiri eða færri sveit sína og land sitt. Verklegu framkvæmdirnar til lands og sjávar þurfa að sitja fyrir öllu öðru. Þær eru vissastar til að launa til baka þá vinnu og pen- inga, sem til þeirra er varið. Svona virðist mjer þá ástandið og horfurn- ar í fám orðum. Afarmikið ógert af því sem endi- lega þyrfti að gerast, en erfiðleik- arnir sjónarlega miklir á að hægt sje að gera það, eins og nú er ástatt. Laugarvatni, aðfangad. jóla 1914- Böðvar Magnússon. fslendinpr skotinn i il. íslenskur maður að nafni Gísli Oddsson Gíslasonar frá Sæbóli bók- bindara á ísafirði var skotinn í Hull skömmu fyrir jól. Hann var á gangi fyrir utan bæinn um kvöld og kveykti þar i pipu sinni, en mönnum er bann- að að vera utan bæjar úr þvi að dimt er orðið. Lögreglan hefur því haldið, er hún sá ljósið, að njósnarmenn væru að gefa merki og hleypt af. Gisli þessi var skipstjóri á ensk- um botnvörpung, mesti dugnaðar- og atgervismaður. Hann var um þrí- tugt og ókvæntur. Vísir. ■ III* BETSI CtJAFIR L' I verða börnum ekki gefnar en bækur þær, sem hjer eru taldar: Dýra- I myndir, kr. 1.50; Hans og Grjeta, 1.50; öskubuska, 1.50; För Gullivers Itil putlands, 0.75; Ferðir Mynchausens baróns, 0.75; Sagan af Tuma þumli, 0.75 ; Þrautir Heraklesar, 0.75. (Hver þeirra fjögra siðast töldu = með um 40 myndum.) Hrói höttur, 0.85; Engilbörnin, 0.25. — Bækur Iþessar fást hjá öllum bóksölum á Islandi. Spyrjið eftir þessum bókum og fáið að sjá þær. Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Rvík. íslensk kol. 1. Tiðindi væru það, ef satt reyndist, er segir í Ingólfi síðast, að Guðm. E. Guðmundsson kaupmaður hafi fundið í Dufansdal kolalag 4alin á þykt. En því miður þarf ekki að gera ráð fyrir, að þetta sje rjett at- hugað. Mjer er talsvert kunnugt um kola- cg surtabrandslög á landi hjer, bæði af sjón og sögn. Slíkar jarðmyndan- ir hafa rannsakað Eggert og Bjarni, Jónas Hallgrimsson, J. F. Johnstrup, Þorvaldur Thoroddsen og fl. Sjálfur hef jeg skoðað slík jarðlög á Aust- ur-, Norður- og Vesturlandi. Er nokk- uð sagt af athugunum mínum í yfir- liti því yfir jarðfræði Islands, sem jeg hef ritað í Handbuch der region- alen Geologie. Flest eru þau kolalög, sem jeg hef sjeð, ekki hálf alin á þykt; man jeg ekki eftir nema einu sliku lagi, sem nálgaðist álnarþykt. Sumarið 1905 skoðaði jeg kolalög á Skarðsströnd, og taldi svo sem vist að þar mundi ekki geta orðið námu- gröftur að neinu ráði. En viti menn, 1908 var farið að skrifa um þykk kolalög þar á Skarðsströndinni og stofnað til námu. Þó að jeg hefði býsna litla trú á þessu, fór jeg þó um sumarið og skoðaði námu þessa. Og sjá, þykkasta kolalagið var minna en hálfrar álnar þykt. Námugöng höfðu þarna verið graf- in eigi all-lítil, og munu þau vera þar enn til sýnis. En þó eru í öðrum slöðum, og munu verða, miklu meiri og verri menjar þess, hvað mönnum er gjarnt að halda, að þeir, sem meira vita, sjeu einmitt hinir heimskari og einfaldari. Óskandi væri að Guðmundur kaup- maður næði þarna í Dufansdal svo miklu af kolum, og þau yrðu það góð, að dugnaður hans yrði honum ekki að fjártjóni. En varla mun þurfa að gera ráð fyrir kolanámu þarna til frambúðar, fremur en í öðrum stöð- um sem reynt hefur verið. II. Rannsóknir þær í jarðfræði og steinafræði íslands, sem gerðar hafa verið, benda til þess, að hjer á landi sje ekki námuvænlegt. En þó kann þetta að breytast með framförum i efnafræði, þannig að steinefni, sem nú eru ekki verðmæt, geti orðið eft- írsóknarverð. Og enginn hefði um eitt skeið haldið, að alúmíníum yrði losað úr samböndum sínum og notað eins og nú er gert. En ekki er ólík- legt að alúmíniumnám gæti orðið hjer mikið. Fer þörfin fyrir það vaxandi mjög. Steinkolaland mun ísland ekki reynast. En hjer á landi er til það, sem miklu er betra en kolalög, vatns- afl, sem breyta má í rafmagn. Ættu þeir timar, sem nú eru, að ýta mjög undir framfarir i notkun rafmagns. Má það merkilegt heita, að ekki skuli menn hafa verið fiknari en reynst hef- ur i það fyrirkomulag, að þurfa ekki annað en snúa snerli, til þess að hafa !jós og hita og vinnuafl. Notkun raf- magns bætir og lengir margs manns líf, og væri óskiljanlegt með öllu, að framfarirnar i notkun rafurmagns og i rafmagnsfræði skuli ekki hafa ver- ið miklu meiri, ef menn vissu ekki, að ýmsir hinir auðugustu menn hafa auð sinn af kolum og olíu. Þar er þröskuldurinn. Af því stafar hin undarlega kepni „gassins" við raf- magnið ; og af því er það, sem ekki eru komnar rafmagnsgangvjelar í hafskip enn þá. En að íslendingum skyldi nú ekki koma til hugar að reyna að fá slíkt i sín skip, og verða þannig forgöngu- menn, í stað þess að vera, eins og j vanalega, eftirbátar, þar sem íslensk- ur er þessi merkilegi hugvitsmaður um notkun rafmagns, Hjörtur Þórð- arson. Slikur maður þyrfti að vita, að íslendingar muna eftir honum, því að það kynni þó að verða þessari þjóð ekki einskis virði, að snillingur- inn hefði sem mesta ástæðu til að minnast íslands að öðru en því, að hann varð að fara hjeðan. Setjum svo að Hjörtur hefði ver- ið spurður til ráða, áður en tekið var upp á annari eins fjarstæðu eins og að fara að nota „gas“ hjer í Reykja- vík. Líklega hefði þá aldrei til þess komið. En hvað sem því liður, þá er vonandi að þessi töf á að raflýsa og rafhita Reykjavík verði sem stytst. 15. 1. Helgi Pjeturss. Ihore-skipjö „Ingoir ferst. Rekst á tundurdufl í Norðursjónum. Skipið lagði af stað frá Khöfn 23. í. m. til þess að sækja kol til Eng- lands, og síðan hefur ekki til þess spurtst, en talið víst, að það hafi far- ist á tundurdufli í Norðursjónum. Fregnin kom hingað fyrst frá Ak- ureyri, en ekki nánari en þetta. Þó er einnig fengin vitneskja um það, að Júlíus Júliníusson, sem veriö hef- ur skipstjóri Ingólfs, fór ekki þessa ferð, heldur var nú skipstjóri Peter- sen sá, er áður hefur verið þar stýri- maður. Júlíus var ráðinn skipstjóri á Norðurlandsskip Eimskipafjelags Is- lands og hafði farið úr þjónustu Thorefjelagsins 21. des., tveimur dög- um áður en „Ingólf" lagði af stað í förina til Englands. Július er nú á loftskeytaskóla í Svendborg, þurfti að læra að fara með loftskeytatæki áður en hann tæki við stjórn Norður- landsskipsins, því skipið á að hafa loftskeytaútbúnað. Þaö er sagt, að 16 manns muni hafa veriö með skipinu og farist. Engir íslendingar voru þar á meðal, svo að menn viti. Bátar úr skipinu hafa fundist mannlausir á reki í Norður- sjónum. (Úr Isafold 9. jan. 1915.) I næst-síðasta blaði Lögrjettu er sú spurning lögð fyrir Sjálfstæðismenn hversu þeir hugsi sjer að komast út úr þeim ógöngum, sem mál vor hafa í bili komist í. Spurning þessi er í mínum augum rjettmæt. Fánamálið er gott sjálf- stæðismál og má ekki að engu verða í höndum vorum. Stjórnarskrármál- ið kysi jeg helst að væri tekið á ný til athugunar vegna þess að jeg tel vafalaust, að frumvarpið mætti end- urbæta að góðum mun, en hvað sem þessu líður, þá verður óhjákvæmilegt að ráða á einhvern hátt fram úr deil- unni um rikisráðið. Fyrir mitt leyti vil jeg því svara spurningunni á þá leið: S j á 1 f- stæðismenn ætla sjer að leiða bæði þessi mál til h e p p i 1 e g r a 1 y k t a, fá fána- gerðina ákveðna og ráða fram úr deiluatriðinu í stjórnarskránni, en þeir vilja gera það á annan veg en samþykkja ákvæði opna brjefsins, sem þeir telja varhugaverð. Jeg get ekki hugsað mjer að nokkr- um góöum Sjálfstæðismanni detti það í hug að fánanum sje glatað, stjórn- arskrárbreyting sett í algert strand og síðan ekkert annað — en setið við völd. Slíkt stjórnmálagetuleysi er engin sjálfstæöisstefna, yfirleitt eng- in stjórnmálastefna heldur algert hjakk í sama farið, að minsta kosti hvað þessi mál snertir. Næsta spurning verður þá að sjálf- sögðu : H v e r n i g ætlið þið þá aö ráða fram úr þessu? Hverjar leiðir ætlið þið að fara til þess að koma þessum góðu áformum fram? Þaö er ætið auðveldara að spyrja en svara, en bersýnilega getur veriö um fleiri leiðir að velja og mjer er satt að segja ókunnugt um það, hverj-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.