Lögrétta - 27.01.1915, Page 3
LÖGRJETTA
*9
Strídid.
Orusta við Soissons.
Síðustu blaðafregnir frá vestur-
herstöðvunum segja, að Frakkar hafi
vnniö mikið á í hjeraðinu við Sois-
sons, en það er vestast á herlínunni
við ána Aisne, þar sem herlínan sveg-
ir til norðurs, og er sagt, að þetta
geti haft veruleg áhrif á viðureign-
ina vestan megin.
Sjóorusta.
í skeytatilkynningum bretsku
stjórnarinnar frá 24. þ. m. er sagt
frá sjóorustu í Norðursjónum. Þýsk
flotadeild hjelt vestur eftir og stefndi
til Englandsstranda. En ensk land-
varnarflotadeild sá til ferða hennar
og hjelt til móts við hana. Þýsku her-
skipin fóru þá undan, en urðu þó að
leggja til orustu. Endaði hún svo, að
þýska orustuskipið Blycher sökk og
tvö önnur orustuskip Þjóðverja stór-
skemdust. En Bretar biðu lítið tjón.
Á forustuskipi þeirra, Lion, særðust
11 menn, en enginn beið bana. 123
mönnum af Blycher var bjargað, en
á því skipi sagðir 887 menn. Blycher
var 15,800 smál. að stærð, smíðaður
1908, en Lion 30,000 smál., smíðað
1910.
Loftorusta.
22. þ. m. flugu 12 eða 13. þýsk
loftför yfir Dunkirk og var fleygt
niður af þeim sprengikúlum, án þess
þó að verulegt tjón yrði að. Flug-
menn frá Bandamönnum fóru til
móts við þýska loftflotann, og skaut
enskur flugmaður eitt þýska loftfar-
ið niður rjett við landamæri Frakk-
lands og Belgíu.
EiiskiHfjtlai íslands.
Gullfoss og Goðafoss.
Suðurlandsskipið hljóp af stokkun-
um í Khöfn síðastl. laugardag. Það
hefur fengið nafnið „Gullfoss". En
Norðurlandsskipið er ráðgert að
hlaupi af stokkunum í mars. Það á
að heita „Goðafoss“. Upp á Gullfoss-
nafninu var stungið af fleiri en ein-
um undir eins og Lögr. tók að flytja
uppástungur um skipanöfnin haust-
ið 1913 (sjá Lögr. 15. okt. 1913),
en nafnið á Norðurlandsskipinu var
þar „Dettifoss."
Það er sagt, að „Gullfoss“ komi
hingað einhverntima í mars. Nú er
verið að smíða skipið að innan.
ERKIBISKUP FANGELSAÐUR.
Mepcier kardináli, erkibiskup í
Belgiu, sem hjer fylgir mynd af, hef-
ur að sögn verið settur í varðhald af
Þjóðverjum vegna hirðisbrjefs, sem
hann hefur gefið út til kaþólskra
manna í Belgiu og lesið hefur verið
upp i kirkjum þeirra. I brjefinu mót-
mælir kardínálinn lögmæti yfirráða
Þjóðverja í Belgíu og segir, að Belg-
ar þurfi ekki að samsinna þeim í
hug og hjarta, enda þótt hann ráði
frá gagnslausum mótþróa. Kardínál-
inn er 64 ára gamall, doktor frá há-
skólanum í Löven og var þar áður
prófessor, en frá 1907 liefur hann
verið erkibiskup og kardináli og haft
aðsetur í Malines, einum lielsta kast-
alabænum sunnan við Antwerpen.
Frjettir.
Fríkirkjusöfnuður er nýmyndaður
i Fáskrúðsfirði, og verður Stefán
Björsson, áður ritstjóri Lögliergs,
prestur hans.
Guðm. Kamban er nýtrúlofaður
danskri leikkonu, þeirri, sem leikið
hefur aðalhlutverkið í Höddu Pöddu.
Heiðurssamsæti. Þriðjudaginn 2.
febrúar verður skáldkonunni frú
Torfhildi Holm, sem þá verður 70
ára, haldið heiðurssamsæti af konum
og körlum. Þátttakendur geta skrif-
að nöfn sín á lista í Bólcaverslun Isa-
foldar.
Samskot handa Belgum.
Húsbændur og hjú í Arnar-
holti ................ kr. 36.00
Sjera J. Þ..................— 10.00
Áður auglýst................— 28.00
Samtals kr. 74.00
f»vert um landið.
Eftir
Þórólf Sigurðsson í Baldursheimi.
Vafalaust mun það skoðun flestra
manna, að skemtilegast og fróðlegast
sje að ferðast um ísland á sumrin,
þegar sólargangur er hæstur, náttúr-
an í sínum fjölbreyttasta skrúða og
grösin i blóma.
Sennilega hefur mörgum líka
reynst það svo. — Þó jeg veldi þenn-
an tíma árs — svartasta skammdeg-
ið — til langferðar norðan og austan
úr Þingeyjarsýslu suður í Reykja-
vík, þá er það ekki af því, að jeg
álíti þann tima skemtilegastan, sjer-
stakar ástæður og erindi knúðu mig
til þess.
Slík ferð, landveg, er að vísu erf-
iðust á þessum tíma; en að henni
lokinni vil jeg samt sem áður halda
því fram að sú skoðun, sem jeg
nefndi, sje ekki að öllu leyti rjett.
Á sumrin nýtur ferðamaðurinn
náttúrunnar og fræðist um hana, en
hefur þá verri aðstöðu til þess að
kynna sjer fjelagslífið og ýmsar
greinar landbúnaðarins.
Fólkið er bundið við störfin yfir
lijargræðistímann og gefur sjer naum-
ast tóm til að svara spurningum
ferðamannsins.
Sá sem vill kynnast þjóðlífinu og
cg bera saman búskapinn og fram-
tiðarmöguleika landbúnaðarins i hjer-
uðunum og landsfjórðungunum, hann
má ekki sneiða hjá íslenska vetrinum.
Vetrarríkið setur mark sitt á hjeruð-
in og búskapinn og er mjög misjafn
í landshlutunum.
Viðbúnaður bænda gegn því gefur
bendingu um hve föstum fótum bú-
skapurinn stendur.
Að vetrinum er auðveldast að
kynna sjer búpeningsræktina, og engu
síður en á sumrin húsabyggingar,
jarðamagn og afnot þeirra. — Síð-
ast en eigi síst má nefna fjelagslíf-
ið og bóklegar mentir, sem þá er
hægast að njóta og fræðast um, eink-
um þar sem mentastofnanir eru starf-
andi, og þá fyrst og fremst í höfuð-
stað landsins.
— Náttúrufegurðin heyrir sumr-
inu til; þjóðlífsgróðurinn fremur
vetrinum.
Þetta finst mjer vera niðurstaðan.
Það er ekki ætlun mín að skrifa
beinlínis nákvæma ferðasögu, heldur
aðeins að draga saman nokkrar hugs-
anir, sem vÖknuðu upp fyrir mjer í
sambandi við það, sem bar fyrir augu
og eyru í ferðinni, og gæti svo jafn-
framt orðið brjef til kunningjanna,
heima í hjeraði minu.
Þegar jeg fór að heiman, var vet-
tirinn nýgenginn í garð. Öndvegistíð
mátti heita á norður- og austurlandi
frá októberbyrjun til nóvemberloka.
En þá skifti um með vonskuhríðum.
Kom þegar svo mikil fönn i Þingeyj-
arsýslu og Eyjafjarðarsýslu, að
naumast varð um þær farið nema á
skíðum.
Víðast mátti þó telja nokkra út-
beitarjörð.
Mjer þykir rjett að geta þess til
samanburðar hvernig veturinn heils-
aði, fyrst jeg fjekk svo gott tækifæri
til að veita þvi athygli. En það var
nokkuð á annan veg í vestursýslun-
um norðanlands. Hygg jeg, að í flest-
um árum muni það svipað og nú,
eftir umsögn manna að dæma.
Jeg lagði af stað frá Akureyri 7.
des. með norðanpósti; þá var grá-
miglu veður og norðanhríðarhragl-
andi er á daginn leið. Annars var
furðu greiðfarið eftir Öxnadalnum,
því áin var lögð og snjólítið á ísn-
um. Dalurinn er alræmd snjókista.
Engin sveit þótti mjer jafn leiðinlega
löng. Langt er á milli bæja, og þeir
flestir álits eins og hjáleigur frá
stærri jörðum í ræktarsveitum. Flest-
ar jarðirnar kostarýrar og áhöfn lit-
HERSTÖÐVARNAR AÐ AUSTAN
Að austan hefur herlínan altaf ver-
iS að breytast. Fyrst rjeðust Rússar
inn í Austur-Prússland og komust alt
vestur að Königsberg. Síðan voru
þeir hraktir þaðan, og her Þjóðverja
tók undir sig heilt hjerað austan við
landamærin. En þeir hjeldu því ekki
til lengdar, og Rússar brutust aftur
vestur yfir landamærin.
I byrjun ófriðarins hjeldu Austur-
rikismenn miklum her að sunnan inn
á Pólland, báðumegin Weichsel-
fljótsins og komust norður hjá Ljub-
lin áleiðis til Warschau, en urðu að
hörfa þar til baka aftur, er Rússar
hjeldu meginher sínum inn í Galizíu,
tóku Lemberg og hjeldu svo vestur
eítir að kastalanum Przemysl. Var
þá hætta á því fyrir Austurríkis-
menn, að her þeirra, sem kominn var
langt inn í rússneska Pólland, yrði
skilinn frá herstöðvunum við Krakau,
og drógu þeir þá her sinn í Póllandi
langt suður og vestur á bóginn aft-
ur, með aðalstöðvum við Krakau og
sambandi þaðan við Galiziuherinn að
austan, en her Þjóðverja fyrir norð-
an og vestan. í viðureigninni, sem
þá hófst, hörfuðu Rússar undan bæði
i Galizíu og í rússneska Póllandi. í
Galizíu náðu Rússar sjer brátt aftur
og sóttu þá fast fram í stefnu áKra-
kaú. í rússneska Póllandi hjeldu
Þjóðverjar einnig um tíma undan, svo
að Rússar nálguðust Torn. En nú að
síðustu hefur aftur verið mikil fram-
sókn af hálfu Þjóðv. í rússn. Póllandi.
Nú er herlínan að austan í heild
sinni þessi, sem sýnd er hjer á upp-
dráttunum: Rússar eru inni i Austur-
Prússlandi fyrir austan Tilsit, og það-
an liggur herlínan suður eftir nokkru
fyrir vestan landamærin, austan mas-
súrísku vatnanna, þar sem Þjóðverj-
ar unnu mestan sigur á Rússum í
haust, sem leið. Rússar halda þarna
dálítilli sneið af Austur-Prússlandi.
Svo liggur herlínan á landamærunum
um hrið, og inn í rússneska Pólland
hjá Mlava, en þaðan hafa Þjóðverjar
gert árás að norðan á her Rússa, svo
að hann hefur hrokkið þar undan.
Herlínan liggur svo meðfram Weich-
sel um hríð, en síðan meðfram ánni
Rawka, milli ánna Bzura og Piliza.
Þar hefur nú um hríð staðið harðasta
viðureignin. Svo liggur herlínan
fram hjá Kielzy og inn í Galizíu, en
þar hefur her Rússa, sem komnn var
í nánd við Krakau, hrokkið til baka,
Hggur svo línan suður og austur
að Karpatafjöllum. Þar hefur verið
hörð viðureign hjá Dukla og Uszok.
En þaðan liggur herlínan austur eft-
ir og endar í Bukowinu, austur und-
ir landamærum Rúmeníu.
i), sem fleytir einni meðal fjölskyldu.
— Svipað mun því og háttað í Hörg-
árdalnum.
Yfir bæjunum gnæfa hvassir hnjúk-
ar og beittar fjallabrúnir, með trölla-
giljum hjer og þar. Standa flestir
bæirnir í nánd við gilin undir brekk-
unni á gömlum, grónum skriðum.
Landslagið vestan Eyjafjarðar
stingur mjög í stúf við Þingeyjarsýsl-
una, þar eru fjöllin ávöl, bunguvaxin
og meiri gróðri klædd. Þingeying-
um mundi og þykja rangnefni á
Öxnadalsheiði, sem í raun og veru er
eigi annað en skarð gegnum fjall-
garð, grýtt og gróðurrýrt. Með orð-
inu heiði tákna þeir lægri hálsa eða
hálendi með mýrum og mólendisflák-
um.
Það er likt og ljetti þungri byrði af
ferðamanninum, er hann kemst af
heiðinni og vestur úr Norðurárdaln-
um.
Þá tekur hann heila sýslu í faðm
sinn, er yfir að líta virðist óskift eins
og ein sveit. Marga hreppa, sem eng-
in landslagstakmörk skilja.
Þar var og öðru vísi umhorfs en
austan fjallanna; snjólaust að kalla
á. undirlendinu en harðfenni í hlíð-
um.
Snjólagið var nokkuð svipað í
Húnavatnssýslunni, jókst lítið fyr en
kom vestur á Miðfjarðarháls. Enda
hafa þessi hjeruð við meiri ljettangur
að búa á vetrum en austursýslurnar.
Og þess vegna er fremur treyst þar
á útbeit og tíðargæði.
Mjer var sagt að menn myndu ekki
eftir aö jarðlaust hefði orðið fyrir
hross í Blönduhlíðinni, t. d. í Mikla-
bæjarnesi. Þar sá jeg líka stærstan
hrossahóp á einni jörð, eftir ágiskun
nokkuð á annað hundrað. En hinu
megin Hjeraðsvatnanna, litlu utar,
blasti við fjárbreiða Vallhyltinga,
mergð mikil að sjá. Var þó sumt fje
þeirra í vist hjá nágrönnunum að sið
gömlu búmannanna. Næstum þúsund
fjár áttu þeir á fjalli í sumar.
í Skagafirði munu byggingar víð-
ast í eldri stíl, en stærri bæir, þeir
er jeg sá, traustlega gerðir. Á einni
jörð, Vallanesi, sýndist alt gert af
nýjum stofni, túnið, úthýsin og nýtt
steinsteypt íbúðarhús. Alt unnið af
eigin kröftum og efnum Valdimars
bónda, sem enn er ungur maður.
Um óttuskeið lögðum við af’ stað
frá Víöimýri í blíðviðri, skínandi
tunglsljósi og norðurljósum, svo að
fannhvít fjöllin og fjörðurinn glóðu
i geislum. Útsýnisumgerðarinnar naut
svo, að jeg fór hálfgert á hæl upp
skarðið; en mjög skorti samt mýkstu
töfradrættina, er sumarmorguninn
hefur sýnt Hannesi Hafstein.
Nú rifjaðist upp fyrir mjer ein vís-
an af annari, sem skáldjöfrarnir hafa
um Skagafjörð kveðið. Ekkert hjerað
hefur hlotið eins mikið af aðdáun
þeirra og hóli.
Þegar kemur vestur úr skarðinu í
Húnavatnssýsluna, bregður öðruvísi
mynd fyrir augun. Austurhluti sýsl-
unnar er að landslagi mjög óreglu-
legur; en svipmeira er það þegar kem-
ur vestur í Þingið. Háir hálsar og
fjallgarðar á milli sumra dalanna.
Jeg fór efst úr Langadalnum beint
vestur i Þingið, yfir Ásana þar, sem
þeir eru hæstir og útsýni best. Sá
þaðan flest stórbýlin í Langadal og
Svínavatnshreppi. Á stöku bæ eru ný-
reist steinhús, og munu þau alls vera
orðin 8—10 í sýslunni til sveita.
Þar eru viða miklar og góðar jarð-
ir og ríkisbændur í fornum stíl; t. d.
var mjer sagt, að einn gamall bóndi,
Björn á Orrastöðum á Ásum, hefði
selt sonum sínum búið síðastl. vor,
þar á meðal 400 ær og 200 hesta af
heyi. Er það sennilega nokkuð ein-
stakt, því víðast urðu bændur fóður-
lausir þar um slóðir eins og annar-
staðar.
Yfirleitt virtist mjer efnahagur
bænda misjafnari í vestursýslunum
tveimur heldur en í austursýslunum.
Þar eru vafalaust fleiri ríkari bænd-
ur en fátæklingar meiri innan um. I
Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslu er
aftur á móti meira af meðalbúum, og
öllu jafnari afkoma, sem mest er að
þakka verslunarumbótum á síðari ár-
um — öflugum kaupfjelagsskap og
vaxandi samhjálp sveitarbænda, þeg-
ar harðindi og skort ber að höndum.
— Að kvöldi þ. 12. des. náðum við
vestur að Stað í Hrútafirði. Þá var
farið að hríða í logni, og hlóðst niður
fönn um nóttina. Snjórinn var meiri
þegar kom vestur fyrir Víðidalinn,
og Strandasýslan mjög hvít og harð-
indaleg til að sjá.
Nú var lokið samleið við norðan-
póst og hafði jeg,einsog liklega flestir
I aðrir ferðamenn, sem reynt hafa,
skemtilega samfylgd að þakka. Sig-
urjón Sumarliðason, fylgdarmaður-
inn hans og hestarnir hans eru allir
hraustir og ágætir Norðlendingar.
Geta öruggir mætt harðviðri og ó-
færð án þess að láta ofbjóða sjer.
Enda er þess full þörf; póstleiðin
er á þriðja hundrað kílóm., og stutt-
ur hvíldartími suma sólarhringa. —
Það er hin mesta nauðsyn og mann-
úðarmál fyrir póstana að eiga dug-
lega hesta og fara vel með þá. í því
efni hygg jeg að Norðanlandspóstur-
inn skari fram úr. Hitt er hörmulegt
að sjá magra og þróttlitla hesta brjót-
ast um í ófærð, stundum, ef til vill,
með þyngstu baggana.
Hinn 13. des. var stefnt á Holta-
vörðuheiði. Með póstinum voru tveir
aðrir ferðamenn, ásamt mjer, á leið
til Reykjavíkur: Olgeir Júlíusson
bakari frá Akureyri og húsasmiður
úr Reykjavík, Einar að nafni, sem
verið hafði í Fjarðarhorni í sumar
við húsbygging. — Um morguninn
var fönnin svo djúp, að maðurinn gat
ekkert gengið nema í hestaslóðinni.
Allan daginn var látlaust kafald, og
póstkofortin óku víða með sjer mjöll-
inni.
Þó farið væri af stað löngu fyrir
dag, þá náðum við ekki i sæluhúsið
á Holtavörðuheiði fyrri en í húmi
um kveldið. Og það verð jeg að segja
að þar bjóst jeg við betri aðkomu.
Jeg get því ekki látið hjá líða að
fara um það nokkrum orðum, ef
verða mætti að eitthvað yrði úr því
bætt.
Þar urðum við auðvitað að gista,
engin tiltök að brjótast lengra, þeg-
ar ekki sá svipað því á milli staura.
Sæluhúsið er þannig gert, að innan
við það rúm, sem hestarnir hafa, er
afþiljaður dálítill klefi fyrir ferða-
menn að hvílast í. Þar er ekkert ann-
að til þæginda en olíuvjelar kríli og
tveir bekkir til að sitja á.
Nú getur hver sem vill sett sig í
spor ferðamannsins, sem kemur þar
uppgefinn af að brjótast áfram í ó-
færð, allur blautur upp til mittis og
á höndum og auk þess sveittur.
Hann verður að hafast við í klef-
anum (við vorum þar 6 í þetta sinn),
og berja sjer til þess að verjast
skjálftanum, uns það hitnar svo í hús-
inu frá mönnunum og ljósinu á olíu-
vjelinni, að hjelan klöknar á súðinni.
Þá tekur það versta við, vatnið
streymir ofan á mann eins og úti í
regnskúr. I bleytunni er setið alt
kvöldið og nóttina, því að eigi er unt
að þurka vetling hvað þá brækur.
Væri ófærar stórhríðar fleiri daga,
eins og oft á sjer stað, mundi ilt að
lifa í húsinu. Þeir giska á það, sem
reynt hafa eina nótt. Ef einn mann
bæri þar að, illa til reyka, tel jeg
vafasamt að hann gæti haldið í sjer
lífinu vegna kulda; og engan frið
hefði hann til hvíldar.
Það er ömurlegt að hugsa til þess
að gistihús á langfjölfarnasta fjall-
vegi landsins skuli vera svona ófull-
komið, lakara en skýli leitarmanna á
Mývatnsöræfum.
Hvað kostar að bæta úr þessu?
llúsvistin mundi mikið batna og
verða sæmileg, ef þar væri komið
fyrir eldavjel eða ofni, sem kostaði
í mesta lagi 50 kr.; og flutt þangað
kol ca. 10—12 kr. virði á ári. Senni-
lega mundi pósturinn sjá um flutning
á þvi. Þetta virðist ekki mikill kostn-
aður, en gæti þó orðið fullnægjandi
til þess að hita ferðamönnum og
þurka fötin.
Það er svo kæruleysislegt að láta
þetta dragast lengur, jafn kostnaðar-
lítið atriði, en þó mjög þýðingar-
mikið fyrir líf og heilsu ferðamanna.
Þess vegna skora jeg á landsstjórn-
ina að hlutast til um, að bætt verði
úr þessu sem fyrst i þá átt, er jeg hef
bent á. Húsið er bygt fyrir landssjóðs-
fje og undir eftirliti stjórnarinnar.—
Jeg vona að þetta verði tekið til
greina; það er oft mestur bagi að því,
sem minst kostar að lagfæra.
Mjer var sagt af kunnugum mönn-
um, sem höfðu veitt því eftirtekt, að
yfir Holtavörðuheiði færi alt að 4000
manns á ári, og stundum fleiri—þar
á meðal töluvert af útlendingum. Á
vetrum eru langferðamenn oft með
póstinum.
Hann sagði mjer að jafnan væri
ófærð á heiðinni, nema um hásumar-
ið; og mun óvíða meiri nauðsyn á
vegabótum og þar. — En þess verð-
ur, ef til vill, eigi langt að bíða, að
landið fái flugvjel (loftfar) til póst-
flutninga milli Suður- og Norður-
lands (Reykjavíkur og Akureyrar).
Það er ekki fjarlægari hugmynd en
ýmislegt, sem rætt er um.
Heiðin reyndist okkur ferðamönn-
unum erfiður þröskuldur, en þegar
kom efst í Norðurárdalinn, var hægt
( að fara greiðara. Samt sem áður var