Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.02.1915, Blaðsíða 3

Lögrétta - 24.02.1915, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA O. GÍSLASON & HAY REYKJAVÍK hafa fyrirliggjandi heildsölul^irgSir af: hrísgrjónum hveiti (ýmsar teg.) völs. höfrum rúgmjöli maismjöli „molasses“ fóðurmjöli sago kartöflumjöli kexi (sætu) saltkjöti kaffi melís (steyttum) eplum sveskjum lauk ávaxtasultu Viking mjólk smjörlíki (2 teg.) vindlum sápum allskonar kertum (mörgum teg.) eldspýtum rúðugleri þakjárni gaddavír fiskilínum Manillu tóverki önglum ,Hessian‘ (fiskumbúö.) cigarettum Ýmiskonar vefnaSarvörum, svo sem stúfasirsi, regnkápum, tilbúnum fatnaði handa körlum, konum og börnum, allskonar fóöurtauum og fataefnum, .skófatnaöi og mörgu fleiru. Vörur sendar kaupmönnum og kaupfjelögum út um land, gegn fyrir- framgreiöslu. Fundur í „Fram“ verSur næstk. laugardag, 27. þ. m., á venjulegum staS og tíma, Þorsteinn Gíslason ritstj. talar um deilumál stjórnmálaflokkanna. Ýmsir aðrir munu einnig taka til máls. viS; þaS er vandalaust og ekki mikil fyrirhöfn, aS gefa mjölið kúm og draga frá dagsgjöfinni 5 pd. af hey- inu móti 2 pd. af mjöli, og best að kýrin venjist á aö sleikja mjöli'ö úr íláti; þá sameinast það strax munn- vatninu og kemur aö fylstum notum. Jeg held aö kvenfólkiö, sjerstak- lega konurnar, ættu aö biöja og skipa mönnum sínum aö hlýÖa nú ráöum EGILS — 18. 5. 1914. Stríðið. í skeytunum frá ensku stjórninni síöastl. viku eru engar stórvægileg- ar frjettir. Þaö hefur veriö barist viö Ypres, i Argonne og víöarávesturher- stöðvunum, en afstaðan þar alstaöar óbreytt eftir sem áöur. Á austurherstöðvunum er nú aftur á móti sókn af Þjóöverja hendi. t skeyti, sem stjórnarráöiö fjekk 17. þ. m. frá skrifstofu sinni í Khöfn, segir, aö Þjóðverjar fullyröi, aö þeir hafi unnið mikinn sigur í Austur-Prúss- landi og tekiö um 50 þús. herfanga. Þaö er og staðfest af Rússum, aö her þeira haldi þar undan. Um viðureign- ina í Póllandi eru fregnirnar ógreini- legar, en þó helst af þeim að ráöa, að Þjóðverjar sæki þar einnig fram. í Galizíu er barist án þess að nokkrtt þoki þar um verulega. Rússar segj- ast þó hafa unnið þar heldur á. Aftur á móti hafa Þjóöverjar og Austur- ríkismenn nú sótt fram austur í Bú- kóvínu og Rússar hörfað þar undan. Mikið er talað um það, aö Rúmen- ir hafa fengið ríkislán hjá Bretum, en Búlgarar hjá Þjóðverjum, og ýmsu spáð um, að þessi ríki muni dragast inn í ófriðinn, en þó alls óvíst enn, að svo veröi. Fregnir frá Lundúnum frá 20. þ. m. segja frá árás, sem frönslc og ensk herskip hafa gert á Dardanella- vígi Tyrkja, og haf'a þau gert þar mikinn usla, en sagt, aö ekkert skot frá virkjunum hafi náð herskipun- um. Kolaverkfallið, sem gert var um hríð í Yorkshire r Englandi, er nú hætt, eöa þrætan lögð niður meðan á stríðinu stendur. Fyrir nokkru er sagt, aö 10 þýskir kafbátar hafi komið inn til hafna á vesturströnd Noregs utan af hafi og verið nauðulega staddir eftir langt sjóvolk. Var þeim gefinn 24 kl.st. frestur til þess að lagfæra þær skemdir, sem þeir höfðu orðið fyrir, en síðan hjeldu þeir aftur til hafs. Ýmsar fregnir koma af þvi, að kaup- skipum sje sökt. Stríðsvátrygging kvað samt ekki hafa hækkað. Matth. Þórðarson skipstjóri hjeðan, sem nú dvelur t Englandi, símaði til Fiskifjelags Islands 19. þ. m., aö stríðsvátryggingastofa Norðurlanda hafi sagt kaupskipum að mála nafn skipsins og lands þess á báðar hliðar skipsins og flaggið fyrir framan og aftan nafnið. Verslunarráðaneytið enska hefur ákveðið, að borga öllum starfsmönn- um á enskum kaupskipum bætur fyr- ir meiðsli, er þeir bíöa af völdum ó- vinanna. Nær þetta einnig til fiski- skipa, sem stjórnin hefur vátrygt, og hefur sú vátrygging veriö framlengd um 3 mánuði og iðgjöld færð niður. Það er talað um, að mikið af ensk- um og rússneskum kafbátum sje nú i Eystrasalti. Frjettir. Innlendar. Verðlag. Stjórnarráðið auglýsti í Lögbirtingablaðinu 18. þessa mán., að verðlagsnefndin hafi ákveðið út- söluverð á rúgmjöli í ísafjarðarsýslu og Isafjarðarkaupstað 34 aura og á hveiti 38 aura kílógr., í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Vestmannaeyjum verð á hveiti 40 au. kílógr., á Eyrar- bakka, Patreksfirði og í Stykkishólmi verð á rúgbrau#um 30 au. kílógr. og í Stykkishólmi verð á ofnkolum 6 kr skippundið. „Gullfoss" til Vesturheims. Það er auglýst á öðrum stað hjer í blaðinu, að ísl. eimskipið „Gullfoss" fari að forfallalausu til New-York fyrstu ferð sína hjeðan, um mánaðamótin mars—• april. Svo mikill farmur hefur þegar boðist, að ferðin mun verða farin, og sagt er, að ýmsir kaupsýslumenn hjeðan fari vestur með skipinu. Sótt af kappi. Hr. Bjarni Jónsson frá Vogi kvað hafa sótt um það til stjórnarinnar, að hann yrði þegar í stað settur í grískudósentsembættið, sem alþýðutalsmannafl. stofnaði til með fjárveitingu á síðasta alþingi. En áður var umsóknarfrestur aug- lýstur til 9. rnars og lögin munu ekki vera gengin i gildi enn. Hafði hann tekið það fram í umsókninni, að ungt fólk hjer í bænum væri orðið óþolin- mótt yfir því, að geta ekki byrjað á náminu undir eins og tæki sjer nærri, að þurfa að bíða eftir því fram til 9. mars, — þangað til umsóknarfrest- urinn væri úti, eða þangað til lögin gengju i gildi. Sýnir þetta best, hve mikið er að marka hjal þeirra manna, sem kallað hafa embættið óþarft, eöa þá hinna, sem látið hafa í ljósi, að hr. B. J. mundi þurfa upplestrarund- irbúning til þess að geta tekið starfið að sjer. Alþingískjörskrá fyrir Reykjavík liggur frammi á skrifstofu Lögrjettu, og ættu Heimastjórnarmenn, sem kosningarrjett hafa, aö athuga hana þar og gæta þess, að nöfn þeirra standi þar. Þeir, sem álíta, að þeir ættu að vera þar, en finna þar ekki nöfn sín, ættu að skrifa sig á lista yfir vantandi menn á kjörskrá, og liggur sá listi frammi á sama stað. Botnia fór frá Seyðisfirði áleiðis til Englands og Khafnar á föstud. var, um miðjan dag. Búist við að hún komi ekki til Khafnar fyr en eftir mánaðamót. Flora fór í gær frá Færeyjum á- leiðis hingað. Hafði farið þaðan nokkrum dögum áður, en snúið aft- ur vegna stórviðris í hafi. „Syndir annara“ voru leiknar fyr- ir húsfylli síðastl. sunnudagskvöld. I.eikritiö veröur komið í bókaversl- airnar nú í vikulokin, en aðalútsala verður hjá Þór. B. Þorlákssyni, á af- greiðslustofu Lögrjettu, Veltusundi 1. Verð: kr. 1.50 Nokkur óværð hefur verið í þeim stjórnarflokkshöfðingjunum og blöð- um þeirra síðan það varð kunnugt, að H. Hafstein fór utan með Botníu síðast. Tilgáta þeirra um það, að hann hafi verið kvaddur af konungi til við- tals, er rjett. Botnvörpuskipin. Maí er nýkom- inn inn og hafði aflað mjög vel1. Undanfarna daga hafa einnig ýmsir af botnvörpungunum komið inn og haft allgóðan afla. Snorri Sturluson kom í morgun úr aðgerð í Khöfn og flutti póst. Háskólinn. Þar lauk Jóhannes A. Jóhannesson embættisprófi í leeknis- fræði 17. þ. m. með 2. eink, Strandið í ríkisráðinu. Sjera Sig- urður Stefánsson í Vigur hefur enn ritaö langa grein í „Vestra“ frá 13. þ. m. um málastrandið í ríkisráðinu og framkomu Sjálfst.fl, því viðvíkj- andi bæði fyrir og eftir, og fá þeir strandhöfðingjarnir þar maklega ráðningu. Verkakvennafjelagsskapur komst á hjer í bænum síðastl. haust, fyrir for- göngu frú Jónínu Jónatansdóttur og fleiri kvenna. 25. okt. var stofnað verkkvennafjelagið „Framsókn“ og telur fjelagið tilgang sinn, „að styrkja verkakonur þessa bæjar, auka menn- ing þeirra og sameiginlega hags- muni“. Eins og'venja er slíkum fje- lögum, eru reglur settar fyrir því i lögum þessa fjelags, hvert kaup fje- lagskonur skuli setja upp fyrir vinnu sína. 2. gr. fjelagslaganna hljóðar þannig: „Alment verkakonukaup sje 25 au. um tímann, hlunnindalaust, en 20 au. þar sem látin er í tje soðning og mat- reiðsla. Eftirvinna, frá kl. 6-10, borg- ist með 30 au. um kþtímann, en næt- ur- og sunnudagavinna með 35 au. um tímann. Kaup þetta taka konur á aldrinum frá 16 til 60 ára.“ Ekki er Lögr. kunnugt um, hvort samkomulag er orðið milli fjelagsins og vinnuveitenda, sem einkum eru út- gerðarmenn. En væntanlega verður stilt svo til hófs báðu megin, að vel íari. Og fjelagsskapufinn í þessa átt er spor til vaxandi menningar, sje honum stjórnað með skynsemi og hyggindum. í samanburði við kaup karlmanna hefur kaup kvenna verið of lág^1 þar sem bæði karlmenn og kvenmenn ganga að sömu vinnu. Mririnn no kristin trn. Það þykir sumum ekki fara vel á því að nefna grimma og örlaga- þrungna ófriðinn í nokkru sambandi við kristna trú. — Og þó er ekki til neins að gleyma því, að þjóðirnar, sem nú berast á banaspjótum á láði, legi og í lofti, hafa verið taldir for- vígismenn kristninnar í langan aldur. Öðrum virðist þessi ófriður vera nokkurskonar gjaldþrot fyrir kristin- dóminn, og yrði því naumast mót- mælt, e f „kristindómur“ meiri hlut- ans væri sama og sönn kristin trú, því að það er auðsætt, að trúarbrögð meiri hlutans í ófriðarlöndunum hafa ekki megnað að skapa þá bróðurást, og guðsótta, er komið gæti í veg fyr- ir styrjöldina nje grimdarverk henn- ar. En það vekur enga undrun hjá sannkristnum manni, því að hann hef- ur aldrei búist við miklum áhrifum nje framkvæmdum af kristindómi meiri hlutans enda þótt orðin og ræð- urnar um mannúð og bróðurást, frjálslyndi og sannleiksþrá væru margar og fagrar. En hvað sem því líður, verður því ekki neitað, að trúarbrögðin hafa al- drei á síðari árum verið á jafn margra manna vörum og þcirra jafn oft getið í blööunum sem nú bæði með ófriðar- þjóðunum Og nágrönnum þeirra. Það hefur aldrei í manna minnum verið jafn mikil eftirspurn eftir biblí- unni á Rússlandi og nú, segja evan- gelískir prestar og trúboðar þar eystra. Enginn man eftir annari eins kirkjurækni í stórborgum Þýskalands og verið hefur í vetur. Um England fer óvenjulega öflug trúaralda. Landstjórnir Norðurlanda skipuðu svo fyrir, að nýjársdagur skyldi verða bæna og iðrunardagur í sínum ríkj- um. Georg Englakonungur gerði sömu skipun um sunnudaginn 3. janú- ar, og Þjóðverjar hafa þegar haft tvo eða fleiri almenna bænadaga um alt Þýskaland. Frakkar hafa verið taldir litlir kirkju og klerka vinir að undanförnu. Jafnaðarmannastjórn þeirra ofsótti kaþólska kirkju og fyrirleit evangel- isku kirkjuflokkana og taldi þá ó- þjóðrækna, af því að þeir voru i vin- fengi við trúbræður sína hjá ná- grannaþjóðunum. En þrátt fyrir þess- ar skoðanir stjórnarinnar, skiftist þó þjóðin i tvo ólika flokka í trúmálum, og fjölda margir Frakkar hafa jafnán "verið ötulir stuðningsmenn kirkju og kristindóms. — Eitt af ráðum þeim, sem Frakkastjórn tók til að losna við „klerkahættuna", var það að skylda 140 draga saman svo rtiikið lið til Carlistleflóa, sem unt væri að fá. Vjer vissum,aðeitthvað mikið stóð til, en eigi höföum vjer hug- mynd um, hvað það mundi vera. Vjer átt- um að fara til Halífax og gekk oss ferðin vel. Þar voru tvö herskip, er vjer boðuð- um á stað og eftir 24 tima hjeldum vjer allir á stað til Barbadoes. Þegar vjer komum þangað, var flóinn alsettur skipum, 28 stórskipum og flota af flutningaskipum, er höfðu 10,000 liösmenn innanborðs. Þrem dögum síöar var oss boð - ið að ljetta akkerum og allur flotinn hjelt út frá Carlistleflóa; vissu þá allir, að augnamiðið var að taka eyjuna Mortinique hertaki. Á Þriöja degi komum vjer til eyj- arinnar; liðsmenn voru látnir fara í land á tveimur stöðum og var búist við snarpri mótstöðu, en oss undraði mjög, að hún varð engin. Það virtist aö varnarlið eyjar- innar, sem að mestu voru þrælar, er skyldu veita oss mótstöðu, hafi ekki álitið að vert væri að berjast fyrir ófrelsi, eins og frelsi, og þess vegna lábbuðu þeir heim aftur, en lofuðu eyjarstjóranum og hinum reglulegu liðsmönnum að kveða á um það, hvort eyj- an skyldi framvegis lúta Frökkum ieða Englendingum. En tvo næstu dagana á eft- ir var snörp orusta og urðum vjer fyrir miklu mannfalli, þótt oss gengi betur. Frakkar flýðu undan til vigisins Dessaix, en vjer náðum víginu *við Salomonhöfða. Því næst skyldi ráðast á Pigeoneyjuna og varö þá sjóliðið að skerast í leikinn. Vjer urðum að koma vögnum og fallbyss- um upp á hæð, er því nær var ómögulegt upp að komast, en eigi aö siður tókst oss það og urðu óvinirnir forviða og gátu naumast trúað því, er vjer ljetum dynja að þeim stórskotin. Eftir snarpa skothríð í 10 klukkustundir gafst eyjan upp; kom þá flotaforinginn og lagði flotanum inn í Royalflóa, en þó eigi nógu fljótt til þess, að Frakkar væru eigi búnir að leggja eld í skipin á höfninni. Fáum dögum síðar gáfust upp bæirnir St. Pierre og Port Royal, en vígið Dessaix veitti mótstöðu. í meira en viku vorum vjer að búa til skot- garða og koma fallbyssunum í land, en þá hófst skothríðin og eftir 5 daga gáfust Frakkar upp og öll eyjan gekk á hendur Englendingum. Jeg hef farið fljótt yfir hertekninguna, því að henni hefur verið lýst rækilega. Alt, sem jeg hef að segja, er það, að hríð- in var snörp fyrir skipverja og gengu þeir eigi ólúnir til hvíldar. En vegna sjerstak- legs eðlis herþjónustunnar kom fyrir eitt atvik, er hafði mikla þýðingu fyrir mig. Jeg mintist þess áður, að sjóliðar hefðu átt í miklu striti að koma fallbyssunum og öðru á land þangað sem skotgarðarnir áttu að vera; þeir unnu, í stuttu máli, eins og þrælar í brennandi sólarhita, ineðan að landliðið sat um vígið í náðum. Engar um- kvartanir voru bornar upp og sjóliðar voru fúsir til verka, en fyrirliðarnir og offíser- arnir, er riðu á milli og skipuðu fyrir, voru eigi svo kurteisir, sem skyldi, það er að segja sumir þeirra, en af þessu spratt óein- ing og hatur. Hinir yngri offíserar í sjóliðinu og lautinantar, er máttu missast til þess að stýra verki liðsmannanna í landi, urðu með köflum fyrir snörpum bituryrðum af hendi landoffíseranna og skortu þá ekki stóryrði á móti við þá, er þeir álitu, að eigi hefðu nokkurn rjett til að skipa yfir sjer. Voru þá sakir bornar upp fyrir kafteinunum, en er málin voru rannsökuð, urðu oftast þau úrslit, að kafteinar hjeldu með offiserum sinum og fengu landoffíserar engar bætur. Meðan á ófriðnum stóð fjell þetta svo nið- ur, en er eyjan hafði gefist upp, hófust þessar óhappalegu misklíðir á ný. Fáum dögum eftir aö eyjan var tekin, voru fangar og liðsmenn fluttir á skip út og sigldi flotinn burtu, en nægilegt lið var skiliö eftir eyjunni til varnar. Flota- forngjanum þótti það og ráðlegra að skilja geymandinn talaði þá við hina, og beindu þeir allir gremju sinni að mjer. Flestir þeirra heitstrengdu að jafna um mig og drepa mig, ef þeir fengju færi á. Það kvað svo ramt að, að þeim varð naumlega varið að leggja hendur á mig. Bob Kross skaut þessu að verðinum og fjekk hann stilt til friðar með því að beita byssustingnum, en eigi að síður hjeldu þeir áfram að reiða hnefana og hefndin vofði yfir á hverri mínútu. „Jeg sagði yður það, piltar góðir, að jeg hef verið á herskipi fyr,“ sagöi Bob Kross, „og þaö væri betur, að þjer gættuð yðar, því að hins munduð þjer iðrast. Svo mikið er víst, að snerti nokkur yðar hann, munuð þjer verða barðir 60 högg, áður en morgun kemur.“ Þetta dró niður í vesalings mönnunum; flestir þeirra lögðust niður og reyndu til að sofa burtu volæði sitt. „Hví segið þjer ekki til yðar, herra Keene?“ sagði Bob Kross í hálfum hljóð- um; „jeg sá heræfingakennar-ann uppi á þiljum í þessari svipan." — „Jeg hygg ráð- legra að gera það ekki. Það eru fleiri hús að rannsaka, og kæmist slægð mín upp, mundi kvenþjóðin eigi verða lengi að koma þessu í hámæli; þá yrði setið um mig og jeg rnáske myrtur af liðgeymendum. Kaf- teinninn kemur eflaust kl. 10 og ætla jeg þá að ná tali hans á einhvern hátt.“ — „En yður er óhætt að trúa sjófræðingnum; því viljið þjer ekki finna hann?“ — „Jeg skal hugsa um það, en það er ekki vert að hrapa að neinu.“ Jeg var hræddur um að Tommý Dott mundi þekkja mig og gekk jeg því úr vegi fyrir honum, eftir því sem jeg gat. „Jeg slcal segja yður nokkuð; fyrst jeg var ekki ráöinn á skipinu, er þá ekki best aö láta menn ætla, að jeg hafi verið tekinn nauðugur, ásamt hinum, og þá get jeg sent eftir Dott og látið hann þekkja mig? Hæst- ráðandi offíserinn mun þá, svo sem auðvit- 137 að er, senda eftir mjer, og jeg mun ráðast; get jeg þá gengið frjáls fram og aftur og náð tali kafteinsins, er hann kemur.“ — „Á þetta líst mjer vel; talið við vörðinn." — „Hver er kafteinn hjer; segið mjer það, vörður,“ sagði Kross.—„Kafteinn Delmar“ — „Delmar! Nú, það er þá gamli kafteinn- inn minn. Sá jeg ekki herra Dott, ungan offísera?" — „Jú, það er herra Dott á skip- inu.“ — „Gerið þá svo vel að skila til hans, að einn hinna nauöteknu langi til að tala við hann.“ Vöröurinn gerði svo og Dott kom ofan. — „Hvernig líður yður, herra Dott?“ sagði Bob Kross, en jeg leit undan. — „Hvað er þetta? Eruð það þjer, Kross? Hafið þjer verið tekinn nauðugur?" — „Já, herra minn; það tjáir ekki að tala um það; mjer þykir vænt um að eiga að sigla með yður. Hvað er orðið af herra Keene?“ — „Æ, það veit jeg ekki, en hafi hann ekki verið hengdur um þessar mundir, hygg jeg að hann sje á leiðinni hingað.“ — „Skyldi jeg eiga að löðrunga þig fyrir það,“ hugs- aöi jeg. — „Hverjir eru hinir offíserarn- ir?“ — „Sjófræðingurinn herra Smith og læknirinn." — „Jæja, það stoðar eigi ann- að en að bera sig vel, herra Dott, þegar á hólminn er komið. Segið herra Smith, að jeg muni ráðast og þegar skrifa nafn mitt, heldur en að vera í þessari prísund.“ — „Þjer gerið rjett, Kross, og það er ráð- legra fyrir yður, piltar, að fylgja góðu dæmi. Vörður! látið þennan mann fara með mjer.“ Bob fór með Tommý og rjeðist. Sjófræð- ingurinn gladdist, er hann sá hann og sagði: „Herra Keene sagði mjer, að þjer hefðuð lofað að koma.“ — „Svo var, herra minn, en það er löng saga um það, og svo er komið, að jeg stend hjer og vona að fá sömu stöðu og áður.“ Skömmu síðar kom Bob ofan og sagði: „Jeg er nú frí og frjáls, piltar góðir, og ræð jeg yður til að gera slíkt hið sama, sem jeg hef gert. Komdu, Hans,“ sagði hann

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.