Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.06.1915, Blaðsíða 4

Lögrétta - 23.06.1915, Blaðsíða 4
104 LÖGRJETTA þessa lands, og setjast rólegir og á- nægöir kringum kjötpottinn og ala sig og aðra letimaga, sem svo yrðu lánssamir aö vera inni undir hjá þeim í þaö og það skiftiö. En von- andi er að óhamingja íslands komist aldrei á svo hátt stig, aö nokkur þeirra veröi nokkru sinni kjörinn til ráðherra eSa í æSsta valdasæti lands- ins, hverju nafni sem þaS svo kynni aS nefnast. — Jeg er ættaður úr Dalasýslu, fædd- ur þar og uppalinn. Ann jeg því Dala- mönnum alls hins besta. Og þaS verS jeg aS segja, aS oft hef jeg liöiö stóra önn fyrir þá, aS þeir skyldu vera þau börn aö glæpast á aö kjósa Voga-Bjarna fyrir þingmann sinn, og jiaS jjví fremur, sem jæir svo oft hafa átt völ á mjög mikilhæfum og vönd- uöum mönnum til þingsetu fyrir sína hönd. Mjer sárnar oft, hvaS þeir virS- ast láta hann leiða sig mikið með fagurgala sínum og slagorðum í garö mótstöðumanna sinna í stjórnmálum (sbr. „innlimun", „danski málstaSur- inn“ o. s. frv.), og telja sjer trú um gagnsemi hans á þingi til varðveislu rjettinda lands og þjóöar, sjálfstæðis og frelsis, — jafnvel þö hann sje einn fremstur í flokki óreiöumanna, sem ekkert láta tilsparað til aö hindra all- a- heilbrigöar samkomulagsleiðir og samningatilraunir milli íslands og Danmerkur. Mig sárkennir til vegna minna kæru Dalamanna ,þegar jeg hugsa til þess, að Bjarni frá Vogi skuli vera þingmaður þeirra. Jeg heyri því haldið fram af svo mörgum, aö í Dölum hljóti aö vera fleiri og meiri fáráSlingar og lítilsigldir menn en annarstaðar á landinu. Og ekki mega þeir Dalamenn t. d. kaupa hátt á uppboöum, og er þeim þó þar ekki einum að lá, án þess aS vera vændir um barnaskap og vitleysu. ESa skyldi menn ekki reka minni til ummælanna í garð þeirra í sumum Rvíkurblöö- unum í fyrra vor, eftir eitt slíkt opin- bert uppboö, þar sem ær þóttu kom- ast í hátt verð: „Kjósendum Bjarna frá Vogi er trúandi til alls“. En Bjarni virSist treysta þeim til ]>raut- ar til fylgis viS sig og sinn málstað. Mig minnir ekki betur en aö hann hafi sagt þaS í ræöu einni í vor á einum SjálfstæSismannafundi í Rvík, scm síöan var birt í Ingólfi, aö þó allir íslendingar brygöust þessum há- fleyga(!) og göfuga(!) málstað hans, og hans nóta, ])á tryði hann ekki ööru en að J)eir BreiSfirSingarn- ir hjeldu þar saman. — í engu geta Dalamenn frekar sjeö sóma sinn en þvi, að láta þessa beitu, eöa hvaö þaö nú er, aS engu verða, og krefjast þess af Bjarna, aö hann fylgi hinni nýju stjórn aö málum eSa leggi aö öðrum kosti niður þingmensku. Og svo vona jeg aö verSi bjart og heilbrigt yfir ]>eim Dalamönnum við næstu alþing-i iskosningar, aö þeir þá líti ekki viS honum sem fulltrúa sínum á þingi, heldur velji þangaö einhvern dugleg- an og mæatn mann, helst bónda, sem, án tillits til jjess hvað best er fyrir sjálfan hann, vill vinna aS sannri heill og sóma íslensku jrjóöarinnar. Jóhannes Ólafsson. Brjef írá utlöndum. Nú eru Italir komnir í ófriSinn við Austurríkismenn og Þjóöverja, svo hann harðnar og vex. Dýrtíöín vex einnig. Þau fáu lönd, sem standa fyrir utan ófriSinn, stynja undan útgjöldum, sem þau verða aS hafa til þess aö halda úti miklum her, til aö verja hlutleysi sitt. Menn þurfa 't d. ekki lengi aö dvelja í Noregi til þess aö heyra j)ar þungar kvartanir u'ndan herkostnaöi og vaxandi út- gjöldum. Margir velmegandi menn veröa að greiöa jjriSjunginn af tekj- tim sínum í opinber gjöld til ríkis og sveitar. Þeir, sem eru ríkir, greiöa jafnvel töluvert meira en þriðjung- inn. Svisslendingar veröa nú aö hafa yf- ir 200,000 manna undir vopnum síö- an ítalir gengu í ófriðinn. Slíkt gleip- ir miljón eða meira fyrir þeim á hverjum degi. Hollendingar hafa þó orðiS aS verja enn meira fje til þess aö verja hlutleysi sitt. En hvaö eru þessar miljónir í sam- anburSi við alt þaö, sem þeir veröa að missa og þola, sem eiga í ófriðn- um, einkanlega þeir, sem eiga þar heima, sem orustur eru háSar eSa varnarvirki og skotgrafir liggja. All- ar þjóöir prísa sig sælar, sem sleppa viS ófriSinn. Engir hafa liSiö eins mikiö og Belgir. Alt land jteirra er einn víg- völlur. Næst jteim hafa Pólverjar orö- iö hart úti. Meiri hluti Póllands er vigvöllur. Galicía er einnig pólverskt land, og hún er öll einn vígvöllur. Pólverjar mega nú berjast meö þeim þremur stórþjóSum, sem hafa skift þeim á milli sín. Danir á Suöur-Jótlandi eru um 150 þús. manna. Þá er ófriSurinn hófst, kváöu Prússar upp 12 þúsund vopn- færra danskra manna í ófriðinn meS sjer og hlýddu allir orðalaust. Síðan hafa fleiri og fleiri verið kvaddir þaöan. Fjöldi Suðurjóta er fallinn, aörir orSnir örvasa, sumir í varö- haldi. Úr einni lítilli sókn, Töftlund- arsókn, eru t. a. m. fallnir 18 menn. Finnlendingar fá aö kenna á ó- friönum á annan hátt. Fyrir nokkr- um árum tóku Rússar af þeim öll vopn, til þess aS eiga hægra meö aö kúga þá, og ljetu ]>á í staö herþjón- ustu greiSa um 20 miljónir króna á ári hverju í rússneska ríkissjóöinn. ætla Rússar aS leggja á Finnland 240 miljónir finskra marka (1 mark = 72 aurar) í herkostnað handa Rúss- um, og þykir Finnum þaS þungt gjald, sem von er. Ríkisskuldir Finn- lands eru áöur 173 miljónir marka, svo að jiær tvöfaldast til jirefaldast nú, og enn má búast viS miklu meira, þvi aö jiessar 240 miljónir eiga aö ganga upp í áfallinn herkostnað. Vjer íslendingar eigum gott aö vera eigi í sambúö viö neina stórjijóö og vera lausir við ófriöinn. x. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Oddnr Gíslason yfirrjettarmálaflutningsmaður. LAUFÁSVEG 22. venjul. heima kl. 11—12 og 4—7. EIRÍKUR EINARSSON, yfirdómslögmaður, Laugaveg 18 A, (uppi). Talsími 433. Venjul. heima kl. 12—1 og 4—5 e. h. Vátryggið fyrir eldsvoða í GENERAL. Stofnsett 1885. Varnarþing í Reykjavík. SIG. THORODDSEN. Sími 227. Umboðsm. óskast á Akranesi, Kefla- vík, Vík, Stykkishólmi, Ölafsvík. Nokkrar huseignir, á góðum stöðum í bænum fást keypt ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viötals í veggfóðursverslun Sv, Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kl. 3—6 síðdegis. Fjármark mitt er: Andfjaðrað aftan hægra, fjööur aftan vinstra og biti framan. ILLUGI G. PÓSTUR. Hvítsstöðum. Álftaneshrepp. Mýrasýslu. byrjar eins og venjulega 1. október og stendur til 14. maí n. k. Heima- vistir eru í skólanum, og selur skólir.n fæði. Síðastl. skólaár var fæöis- gjaldið 135 kr. og skólagjald 15 kr„ en næsta skólaár er búist viö aö íæðisgjald hækki eitthvað dálítið vegna þess aS allar nauösynjar eru dýrar. Skólinn leggur til rúm með stoppuöum dýnum og púðum. Námsmeyj- ar þurfa því að leggja sjer til yfirsængur, kodda og rekkjuvoöir. Helming af fæðis- og skólagjaldi skal borga viö komu í skólann, en hitt mánaöarlega síðara hluta skólaárs uns lokiö er. Á skólanum eru kendar Jiessar námsgreinar: íslenska, danska,, reikningur landafræði, saga, náttúrufræði, dráttlist, skrift, söngur, leikfimi, handavinna og hússtjórnarstörf. Þeim sem óska er veitt tilsögn í ensku. Sjerstök áhersla er lögö á handavinnuna, og hússtjórnarkenslan veröur aukin frá þvi sem veriö hefur. Skilyrði fyrir inntöku í skólann eru: a. Aö umsækjandinn hafi engan næman sjúkdóm. b. Að umsækjandinn hafi vottorð um góða hegðun. c. Að umsækjandinn sanni með vottoröi að hann hafi tekið fullnaðar- próf samkvæmt fræðslulögunum, ella gangi undir inntökupróf jieg- ar hann kemur á skólann. Nemendur, sem setjast vilja í aðra eSa jiriSju deild, skulu sanna fyrir kennurum skólans aö þeir hafi kunn- áttu til þess, ella taki próf. Umsóknir um skólann skulu sendar fyrir lok ágústmánaöar n. k. til formanns skólanefndarinnar Árna Á. Þorkelssonar á GeitaskarSi. Reglugerö skólans er prentuö í B-deild stjórnartíðindanna 1915, blaðs. 10—15, og er þeim sem vilja hægt að kynna sjer þar nánar inntökuskil- yrðin og annað um fyrirkomulag skólans. Forstöduuefndin. Hj úkr unar s t arf. Hiö nýstofnaða hjúkrunarfjelag „Líkn“, í Reykjavík, óskar eftir út- lærðri hjúkrunarkonu. MeSmæli og umsóknir sendist til formanns fje- lagsins, frú Chr. Bjarnhjeðinsson, Laugaveg 11, Reykjavík, sem gefur einnig nánari upplýsingar, ef óskaö er. Umsóknir sendist fyrir 1. ágúst þ. á. Stjórnin. við unglinga- og barnaskóla Isafjarö- ar er laus. Laun: 1600 kr. Þá er og laus kennarastaða við sama skóla. Laun: 1200 kr. Við veitingu á þessum kennara- stööum verSur sjerstaklega lögö á- hersla á, að umsækjendurnir sjeu vel færir um að kenna íslensku, ensku, reikning og eölisfræði. Umsóknir sendist skólanefnd ísa- fjarðar. Umsóknarfrestur til 31. júlí n. k. IsafirSi 28. maí 1915. ÞORVALDUR JÓNSSON p. t. form. skólanefndar ísafjarðar. Klæðaverksmiðjan Álafoss kembir, spinnur, tvinnar, þæfir, ló- sker, pressar, litar, gagneimir (af- dampar) og býr til falleg tau. Vinnulaun lægri en hjá öðrum klæða- verksmiðjum hjer á landi. „Álafoss“-afgreiðslan: Laugaveg 34 Rvík sími 404. Bogi I ]. Dóríarsoo. Prentsmiðjan Rún. 200 197 opnum augum, var jeg þó fastráðinn í því aö gera það, svo mikið sem mjer þótti fyrir aö neySast til þess. Jeg dirfSist ekki aö dæma um þaS, hversu hegningarverð slík atvik væru, er skorað væri á mann að leggja veraldlega velferS sína í sölurnar, hætta á aö svifta annan vísvitandi lífi, en eitt er víst, aö þótt þetta veröi dæmt í öðr- um heimi, verður þaö í þessum heimi jafn- an talið afsakanlegt meöal hermanna. Jeg gerði þess vegna það, sem flestir í minni stöðu mundu hafa gert í sömu kringum- stæöum; jeg hratt því úr huga mjer eftir megni, þangað til tíminn kæmi og ákvæöi, hvernig færi. Jeg áleit, að jeg mundi verða dæmdur fyrir breytni mína í heild sinni og að iörun, þegar undir hepni væri komiS, hvort jeg mundi deyja, væri viðlíka virði og iörun á sóttarsænginni. Þegar skipasmiSirnir voru kallaöir út, fór jeg til gestahússins og settist að mið- degisverði með ofurstanum. Við höfðum naumlega drukkið úr rauðvínsflösku, þeg- ar tími var kominn til aö halda af staö. Við gengum út fyrir borgina og til hins á- kveöna staðar; þar var mótstööumaöur minn fyrir og fulltingismaður hans. Ofurst- inn haslaöi völlinn, en er jeg kom á þaö svið, er mjer var markað, sá jeg að sólin skein í augu mjer. Jeg benti honum á þetta og beiddist þess, að jeg mætti standa öðru- vísi. Hinn fulltingismaðurinn heyrði það og fjelst góðfúslega á þaS, að jeg hefSi rjett til að beiðast þess, og ófurstinn gerði þegar afsökun fyrir ógætni sína. Þaö var því haslaður völlur á öðrum stað, og ofurstinn leiddi mig á minn staS; sá jeg ])á að einn af hinum hvítþvegnu stólpum var fyrir aftan mig, til þess að gera mig að vissu skotmarki mótstöðumanns míns. „Jeg er ekki vanur við þetta verk, Keene,“ svaraöi ofurstinn, „og geri kynleg glappa- skot.“ Jeg benti þá á stefnu, er báðum væri hent; síöan voru skammbyssurnar hlaönar og okkur fengnar þær; við skutum, er merki var gefið. Jeg fann að kúlan kom í mig, en mótstöSumaöur minn fjell; jeg var afllaus, og þó jeg stæði, gat jeg ekki hreyft mig. Kafteinn Green og ofurstinn fóru til mótstöðumanns míns; kúlan hafði fariö í gegn um brjóstið á honum. „Hann er dauður, steindauöur,“ sagði Green. — „Já,“ svaraði ofurstinn; „minn kæri Keene, jeg samgleðst yður; jijer hafiö drepið hinn versta fant, sem nokkurn tíma hefur vanvirt einkennisbúning hans há- tignar.“ — „Ofursti Delmar,“ svaraöi kaf- teinn Green, „jiessi orð máttu vera ótöluð. Brestir vorir og heimska deyja með oss.“ — „Þjer hafið rjett að mæ;la, kafteinn Green,“ svaraði jeg; „jeg get að eins látið i ljósi undrun mína yfir því, að ofurstinn skuli hafa leitt mig í kynni við þann mann, á hvers minningu hann ræðst nú svo beisk- lega. „Breytni ofurstans frá því, er hólm- gangan byrjaöi, haföi á einn eSa annan hátt vakið grunsemi mina, og ótal atvik rifjuö- ust nú upp fyrir mjer eins og leiftur, og komst jeg alt í einu á þá niöurstöðu, að hann væri óvinur minn, en ekki vinur; en mjer blæddi mjög; nokkrir dátar, er gengu framhjá, voru kallaðir til hjálpar, sumir báru burtu likama Stapletons, en aðrir báru mig aftur til gestahússins. Það var sent eftir lækni, og var sár mitt ekki hættulegt. Kúlan haföi farið djúpt inn í lærið á mjer, en hafði ekki hitt á neina stóra æð; hún var þegar dregin út og jeg látinn vera i næöi í rúminu. Ofursti Delmar kom upp til mín, eins ög áður, en jeg tók oröum hans meö miklum kulda. Jeg kvaðst álíta ráð- legt fyrir hann að fara burt, þangað til fyrntist yfir þetta atvik, en hann kvaöst verða hjá mjer, hvað sem fyrir kæmi. Skömmu síðar kom kafteinn Green inn til mín og sagði: „Jeg er viss um, kafteinn Keene, að þaö gleður yður, aö majór Stap- leton er ekki dauður; hann hefur liöiö í ómegin, en hefur raknaö við, og læknirinn hefur góðar vonir um hann.“ — „Það gleð- vakti hjá rúmi minu meiri hluta dags- ins. Þetta atvik tálmaði burtför minni og þaö var ekki fyr en þrem vikum seinna, aö jeg var svo heill, að jeg gæti farið út. Lávaröur Verselý hjelt til Lundúna, er hann þóttist viss um, að jeg væri úr allri hættu, en ofurstinn varð eftir. Mjer þótti mjög vænt um, hvað hann var mjer innilegur og al- úðlegur og vorum við orðnir mestu mát- ar. Hann haföi boöist til að fylgja mjer til Portsmudd, og lýsti jeg ánægju minni yfir því. Heföarmeyjan Delmar haföi látiS í ljósi mikla viðkvæmni og hræSslu, með- an jeg lá; hið sama hafði herra Warden gert og oft komiö til að vitja um mig. Jeg jióttist vera svo umkringdur af vin- um og velvildarmönnum, aS mjer þótti naumast fyrir þessu atviki. Viö lok fimtu vikunnar var jeg nægi- lega heill til jiess að geta haldið til Ports- mudd, og fýsti mig þangað, j>ví aS Circe var komin af bakkastokkunum og búið að reisa neðri siglurnar. Jeg kvaddi hefðar- meyjuna Delmar, sem bað mig að koma sem fyrst til Madelene-hallar, og enn ]>á einu sinni gisti jeg í Billets gestahúsi, á- samt Delmar ofursta, er fylgdi mjer j>ang- að. Bob Kross var hinn fyrsti, er heimsótti mig, því aö jeg hafði skrifað honum, til J>ess að láta hann vita, að jeg mundi koma. Hann haföi heyirt hversu hætt jeg var kominn, j>ví að ]>að stóS í dagblöðunum. Frjettir hafði hann einnig að segja og þær góSar. Alt var á góðum vegi með fregát- una; hún lá á sjónum, eins og önd; reiö- inn var kominn langt og offíserarnir virt- ust dugandis menn; einnig var alt í himna- lagi með hjónaband hans; konan var eft- ir óskum, karlfauskurinn sætur sem síróp og Bob hafSi lagt grunninn undir ungan Kross. Því næst fórum viö að tala um sjó- sakir, og gaf jeg honum ýrnsar bendmgar viövíkjandi útbúnaSi skipsins, og skildi hann svo við mig. Morguninn eftir kom fyrsti lautinant- inn til þess aö heilsa mjer, og var það bæði aö sjá og heyra á honum, aö hann væri góður sjómaöur og duglegur maður, eins og um hann hafði veriö sagt. Jeg gekk meö honum ofan að herskipakvínni, til j>ess að horfa á fregátuna, þar sem hún flaut á sjónum, og síðan út á skipskrokk- inn, til þess að sjá hina offíserana og þá af sjóliöum, er ráöist höföu. Jeg hafSi alla orsök til þess aö vera ánægöur og fór svo aftur til gistihússins, til j>ess aS snæða meö Delmar ofursta. Hann virtist hafa mikiö álit á mjer, og eftir að skotiS hljóp úr byssu hans, er j>ví nær var orðiö mjer að bana, var hann ójireytandi í því, að láta mjer í ljósi kærleika sinn. Jeg verð að játa, að jeg hef aldrei hitt siöaðri nje skemtilegri mann. Viö urðum því mestu aldavinir, og gaf hann mjer oftlega stór- gjafir, er jeg feginn vildi komast undan. Stundum, er viö vorum einir, bar svo viö, að hann vildi minnast á ætterni mitt og faðerni, en jeg þagði jafnan um það efni og fór aö tala um annað; það var aö eins í eitt skifti, aö jeg sagði við hann, að fað- ir minn og móöir mín væru dauð. Þegar jeg kom til Portsmudd, voru nokkur brjef er biðu mín og þar á meðal 2 eða 3 frá móSur minni, er haföi lesið í blöSununr, hve hætt jeg var korninn, og fýsti mjög að heyra frá minni eigin hendi, hvernig nrjer liði. HefSi mjer dott- ið í hug, að fregnin bærist til hennar, hefSi jeg skrifaö ömmu minni frá Made- lene-höll, en jeg hugsaði aö hún mundi ekki verða búin aö frjetta JraS, er jeg kæmi til Portsmudd; I angist sinni haföi hún gleymt því aö láta ömmu mína jafnan skrifa mjer. Þegar jeg hafði lesið brjefin, læsti jeg þau ofan í skrifborS mitt og flýtti mjer

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.