Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.06.1915, Blaðsíða 1

Lögrétta - 23.06.1915, Blaðsíða 1
Nr. 28 Reykjavík, 23. júní 1915. X. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókauerslun Siglúsar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Yfirrjettarmálafærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Stjórnarskráin staðfest og fáninn fenginn. Síðastl. laugardag ,19. þ. m., fjekk landritari símskeyti frá ráðherra, er tjáði honum að þann dag hefði stjórn- arskráin verið staðfest og konungs- úrskurður gefinn út um íslenskan fána. Þar meS er þríliti fáninn orðinn fáni íslands. Laugardaginn þ. 19. þ. mán. voru þau tíðindi símuö hingað til stjórnar- ráösins frá Kaupmannahöfn, að stjórnarskráin væri staöfest og kon- ungsúrskuröur undirskrifaöur um ís- lenskan fána. Óhætt er aö fullyröa, að þá var eins og ljetti fargi af öllum þorra manna hjer — þó aö nokkurir menn geri sig aö sjálfsögöu reiöa út af því, aö ekki skuli vera unt aö halda þ e s s u rif- rildi lengur áfram. Lögrjetta þarf naumast að taka það fram, eftir framkomu sína alla mán- uðina síöan 30. nóv. síöastl., aö hún tekur þessum úrslitum með fögnuöi, og kann öllum þeim bestu þakkir, sem unnið hafa aö því aö koma oss út úr ógöngunum. * Þegar fregnin barst hingað um af- drif stjórnarskrármálsins og fána- málsins í rikisráöi 30. nóv. f. á., birti Miöstjórn Heimastjórnarflokksins yfirlýsingu uni þaö, að hún teldi „sjálfsagt aö krefjast þess, aö stjórn- arskrárbreytingin veröi staðfest áöur en næsta reglulegt Alþingi kemur saman“, og aö hún vænti „þess, aö sem fyrst veröi gefin út konungsúr- skuröur um gerð fánans, samkvæmt tillögu þeirri er ráöherra hefur lagt fyrir konung". Þessi yfirlýsing mætti misjöfnum dómum. Sumum þótti hún alt of vægt orö- uö — eftir því sem alt var i garöinn búið. Þeir litu sjerstaklega á þann skaöa og þá skömm, sem vjer yrðum fyrir meö þvi, að helstu mál vor strönduðu á rifrildi viö Dani út af eíni, sem var nijög lítilvægt og vafa- samt í þeirra augum. Og þeim fanst, aö Miðstjórnin heföi átt að vera miklu skorinoröari. Aftur voru aðrir, sem töluöu um þessa yfirlýsingu sem vitleysu. Þaö væri bersýnilegt, aö enginn annar en meirihluta-maður gæti tekið aö sjer ábyrgð á staöfesting stjórnarskrár- innar — og þaö mundi enginn meiri- hluta-maöur gera, eins og nú væri komið. Þá heyrðust og raddir um þaö, að meö Jiessari yfirlýsing væri aö þvi stefnt, að minnihluta-maður hrifsaði völdin til sín um stund, og ætlaði aö fá málunum framgengt í óþökk meiri- hluta þingsins. En fyrir Miöstjórninni vakti það,i aö þratt fyrir þann skoðanarnun, sem upp var kominn, og þrátt tyrir fram- komu Sjálfstæöisflokksforingjanna um og eftir 30. nóv., þá mundi vera svo mikið af þjóðrækni í Sjálfstæðis- flokkinum, að ýmsum mönnum þar mundi veita mjög örðugt aö sætta sig Fyrri myndin sýnir Konstantín Grikkjakonung í samtali við fyrv. yfirráðherra sinn Venizelos, sem sagöi af sjer embætti fyrir nokkru af því aö hann fjekk því ekki ráðiö, að Grikkir legðu út í ófriðinn með bandaþjóðunum móti Þjóöverjum, þegar árásin var byrjuð á Dardanellavígin. Sagt er, aö Venizelos hafi síðan myndaö sjálfboöaliösflokk, sem tekur þátt í stríðinu meö bandamönnum. En Konstantín konungur mun vera vinveittur Þjóðverjum. Hann er giftur systur Vilhjálms keisara, og hefur numið hermensku í Þýskalandi. Meðan hann var krónprins, átti hann lengi litlum vinsældum aö fagna meðal Grikkja, en þetta breyttist í Balkanstríöunum og þótti hann ganga þar vel fram. Síðari myndin sýnir þingsal ítala. Hægra megin sjest forsetastóllinn, þar fyrir neöan ræöustóllinn og svo ráðherrabekkurinn, og snúa ráðherrarnir baki að forseta. Vinstra megin sjest annar armur þingmannal)ekkj- anna, sem hækka eftir því sem aftar dregur. Efst sjást áheyrendabekkirnir. Á ítalska þinginu eiga sæti 508 fulltrúar, kosnir til 5 ára. viö þaö, að stórmál vor færu for- göröum, eins og helst voru horfur á, og þá mundi í raun og veru langa ein- læglega til þess aö kippa þessu í lag. Og auðvitað ætlaðist Miðstjórnin til þess, aö þaö yröi meirihluta-maður, sem kæmi lagfæringunni á. Reynslan hefur nú sýnt, að það var alveg rjett, sem fyrir Miöstjórninni vakti. Meirihluta-maður frá síðasta þingi fær stjórnarskrána staöfesta og fánaúrskuröinn út gefinn. Og allar horfur eru á því, að hann fái fyrir það bestu þakkir hjá miklum meiri hluta Alþingis og þjóðarinnar. * Þaö teljum vjer alveg vafalaust, aö allir íslendingar undantekningarlaust fagni því, aö vjer höfum eignast sjer- stakan, löghelgaöan fána. Reyndar hefur ofsa-vitleysan kom- ist svo langt hjá einstökum mönnum, aö þeir hafa látiö sjer sæma aö fara urn hann óvirðingarorðum frammi fyrir alþýðu manna. En vjer göngum aö því vísu, aö þau ummæli hafi ver- iö bráöræðis-orö, og aö þeir, sem þar eiga hlut aö máli, sjái eftir þeim. Þaö er í sannleika svo mikiö gleði- efni þessari litlu þjóö að hafa fengið þetta sýnilega tákn þess, aö viö sje- um viðurkendir fjóröa þjóöin á Norð- urlöndum, að þaö er blátt áfram ó- bugsandi annað, en að þaö sje öllum íslendingum fögnuöur. Aö sjálfsögöu er nokkuö ööru máli aö gegna um hina nýju stjórnarskrá. Fánamálið er svo einfalt, sem þaö get- ur verið. Stjórnarskrármáliö er margfalt flóknara. Og breytingarn- ar eru sumar svo stórfeldar þar, aö ekki getur hjá því farið, að þær orki tvímælis. Langmest er sú breyting, sem rýmkun kosningarrjettar og kjör- gengis hefur í för með sjer. Þaö hefur víst alflrei komiö fyrir í neinu landi, aö menn hafi verið alveg sammála, þegar til þess hefur veriö stofnað aö veita stórum hluta þjóðfjelaganna rjettindi, sem þeir hafa ekki haft áö- ur. Ávalt telja sumir þann rjettinda- aulca óþarfan, aðrir skaölegan, af því aö þeir, sem rjettindin eiga að fá, sjeu ekki færir um aö fara með þau svo vel sem vera ætti. Vitanlega er í þessu efni eins ástatt hjer á landi eins og annarstaðar. í vorum augum er hjer um hreina og beina rjettlætisskyklu aö tefla. í vorum augum er það nokkuð ofbeld- iskent aö fyrirmuna nokkrum full- veðja borgurum þjóöfjelagsins aö hafa atkvæöi um landsmál, þeim er þess óska á annað borö. Og þó aö landsmála-áhuginn kttnni enn að vera lítill hjá sumum hinna væntanlegu nýju kjósenda, þá er hann áreiðanlega mikill hjá nokkurum þeirra — enda glæðist aö sjálfsögöu smámsaman, þegar rjettindin eru fengin. Enginn veit, hve miklu góöu þaö getur kom- iö til leiðar með tímanum, aö kven- eðlið fái aö njóta sín í landsmálum jafnhliöa karleölinu. Og víst er það, að þar sem reynsla er fengin fyrir þeirri breytingu, sem hjer er í vænd- um, þar er hvarvetna látið hiö besta af henni. En hvernig sem menn kunna ann- ars aö líta á efni stjórnarskrárbreyt- inganna, þá virðist oss, aö um eitt æ 11 u allir íslendingar aö vera sam- mála: aö þegar Alþingi hefur tvisvar samþykt stjórnarskrárbreyting, þá væri þaö íslendingum alt annað en vegsauki aö renna öllu niður fyrir einkisvert þjark viö Dani. Þeirri skömm hefur nú verið afstýrt. Þó aö þetta ríöi bág við þá hagsmuni, sem nokkurir menn hugsa sjer að hafa af rifrildinu, erum vjer ekki í neinum vafa um þaö, að ekki að eins þeir all- ir, sem ant er um þær rjettarbætur, sem í hinni nýju stjórnarskrá eru fólgnar, heldur og allur þorri þeirra, sem aö meira eða minna leyti eru ó- ánægðir meö breytingarnar, eru þakklátir fyrir þær málalyktir, sem nú eru orðnar. * Enn eru ekki konmar fregnir um þaö, með hverjum skilyrðum og um- mælum stórmálum vorum hefur oröiö framgengt. Þær fregnir koma að líkindum ekki fyr en meö ráðherra. Lögrjetta bíður þeirra einstaklega róleg. Eins og vjer höfurn margsinnis tekiö fram, var þaö að voru áliti al- veg rangt aö láta málið stranda 30. nóv. f. á. Þó að vitneskja hafi komiö um j>að, aö Ingólfs-birtingin alræmda hafi valdið öröugleikum, göngum vjer að því vísu, aö ummælin, sem kunna að liafa fallið í ríkisráðinu nú, sjeu oss ekki óaðgengilegri en þá, og aö líkindum hefur einhver sú liðkun fengist, sem gerir þá Sjálfstæðismenn ánægða, sem ekki meta það mest af öllu aö fá j)jarkinu haldið áfram. Hvaö sem um j)að kann að vera, var staðfesting stjórnarskrárinnar ó- umflýjanleg, ef sæmd þjóðar vorrar átti ekki aö verða fyrir óviðunanleg- um hnekki — eins og það mál var komiö að öllu leyti. Breytinoarnar ð stjdrnarskranni. Hjer fer á eftir yfirlit yfir helstu breytingar, sem nú eru orðnar á stjórnarskrá landsins. Þeim má skifta í tvo flokka. Breyt- ingarnar í öörum flokkinum vita aö- allega út á við. Hinar inn á við. Breytingar, sem aðallega horfa út á viö, eru þessar: 1. Konungur vinnur eið aö stjórn- arskrá íslands. 2. Konungur er ábyrgöarlaus og friðhelgur. Þessi ákvæöi eiga aö miða í þá átt aö marka skýrara rjettindi lands- ins, sýna, að, þó afe þau standi í grundvallarlögum Dana, verði líka að taka þau fram i stjórnarskipunarlög- um íslands. 3. Ákvæðiö um, aö embættismenn veröi að hafa rjett innborinna manna, er felt burt. 4. Fæðing hjer á landi eða vistferli um síðastliðið 5 ára skeið áður kosn- ing fer fram er orðið kosningarrjett- arskilyrði til alj)ingis. Heimilisfesta innanlands er orðið kjörgengisskil- yrði. 5. Alj)ingi er lýst friðheilagt, og enginn má raska friði þess nje frelsi. Þessu ákvæði mun vera likt farið og 1. og 2. lið hjer að ofan aö því leyti, að j)að eigi að vera bending um, aö samsvarandi fyrirmæli i grundvall- arlögum Dana gildi hjer ekki. 6. Ef alþingi samþykkir breytingu á sambandi íslands og Danmerkttr, skal leggja þaö mál undir atkvæöi allra kosningabærra manna í landinu til samþyktar eða synjunar og at- kvæðagreiðslan vera leynileg. 7. Loks er það atriðið, sem mestir vafningarnir hafa orðið út af: í staö j)ess sem staðið hefur síðan 1903, að ráðherra íslands skuli bera upp fyrir konungi lög og mikilvægar stjórnarráöstafanir „í ríkisráöinu", er nú svo ákveðið, aö þetta skuli ráö- herra gera „þar sem konungur ákveö- ur“. Þá eru þær breytingar, sem aöal- lega horfa inn á viö: 1. Ráðherrum má fjölga meö al- mennum lögum, og verði það gert, legst landritaraembættið niður. 2. Bráöabirgöafjárlög rná ekki gefa út, ef fjárlög fyrir fjárhagstímabilið eru samþykt af alþingi. 3. Ef meiri hluti þingmanna hvorr- ar deildar krefst þess, að aukaþing sje haldiö, kveður konungur saman Fyrst um sinn trá 1. júlí næstk. verdur Landsbank- inn opinn kl. 10 árd. til 3 síðd., en ekki á öðrum tíma dags. Bankastjórnin verdur til viðtals kl. 10 til kl. 12. Frá 1. júlí næstkomandi verður íslandsbanki fyrst um sinn opinn kl. 10 ár- degis til kl. 4 síðdegis, en eigi aðra tíma dagsins. aukaþing. Með því er aukinn rjettur þingmanna milli þinga. 4. Yfirskoðunarmenn landsreikn- inganna verða þrír (í stað tveggja að undanförnu), kosnir i sameinuðu þingi með hlutfallskosningum. Minni- hlutanum þar gerður kostur á auknu eftirliti. 5. Breyta má með lögum því stjórn- arskrárákvæði, að hin evangeliska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á íslandi, og að hið opinbera skuli að því leyti styðja hana og vernda. Auk þess er svo ákveðið, að utanþjóð- kirkjumenn, sem ekki heyra til öðr- um trúarflokki, er viðurkendur er í landinu, skuli gjalda til háskóla ís- lands eða einhvers styrktarsjóðs við þann skóla, eftir því sem á verður kveðið, þau gjöld, er þeim hefði ella borið að greiða til þjóðkirkjunnar. Þá koma þær breytingarnar, sem flestum mun þykja mest um vert. Önnur er 6. Breyting á skipun þingsins. Kon- ungkjörnir alþingismenn hverfa úr sögunni. í þeirra staö koma 6 þjóð- kjörnir alþingismenn, kosnir til efri deildar með hlutfallskosningum í einu lagi um land alt. Við þær kosningar er kjörgengi og kosningarrjettur bundinn viö 35 ára aldur. Þessir þing- menn, sem kosnir eru hlutbundnum kosningum, skulu kosnir til 12 ára, og fer helmingur þeirra frá sjötta hvert ár, fyrsta skiftið eftir hlutkesti. Þingrof nær ekki til þessara þing- manna. Enn fremur er sú breyting gerð, að kjördæmakosnu þingmenn- ina 8, er sameinað alþingi kýs til efri deildar, má kjósa hlutbundnum kosn- ingum. 7. Síðasta atriðiö sem vjer nefnum hjer, virðist mikilvægara en nokkurt hinna. Þaö er hin mikla rýmkun kosn- ingarrjettar og kjörgengis, sem geng- ur í gildi meö hinni nýju stjórnarskrá. Fyrst og fremst bætast viö smám- saman allar konur, giftar og ógiftar, eftir sömu reglum og karlar, sem nú hafa kosningarrjett, og þar aö auki vinnuhjú, bæði karlar ok konur, þannig, að fyrst bætast viö þeir nýir kjósendur einir, sem eru 40 ára eöa elclri. Næsta ár þeir sem eru 39 ára og svo koll af kolli, aldurstakmarkiö

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.