Lögrétta - 26.06.1915, Side 1
Nr. 29
Reykjavík, 26. júní 1915.
X. árg.
yfirdómari.
Síödegis í gær, nál. kl. 5, andaöist !
á heimili sínu hjer í bænum Jón Jens-
son yfirdómari. Hann hafSi lengi !
þjáSst af veikindum, oft legið tim-
unum saman þungt haldinn, en náöi
sjer á milli, svo aö hann var á fót-
um, en þó varla nokkru sinni alheill.
Síöastl. vetur lá hann lengi, en komst
á fætur, er vora tók, og virtist vera
2ö ná sjer aftur smátt og smátt. En
i fyrra dag fjekk hann heilablóðfall
og andaðist af því eftir einn sólar-
hring.
Jón Jensson var því sem næst sex-
tugur aö aldri, fæddur 23. nóv. 1855 í
Reykjavik. Foreldrar hans voru Jens
Sigurðsson skólastjóri, bróðir Jóns
forseta, og kona hans Ólöf Björns-
dóttir. Stúdent varð Jón 1876 og lauk
lagaprófi viö háskólann í Khöfn 7.
jan. 1882, varö þá aðstoðarmaður í
íslensku stjórnardeildinni i Khöfn, en
var settur landritari áriö eftir og
fluttist þá heim hingaö til Reykjavík-
ur. Veitingu fyrir landritaraemættinu
fjekk hann 7. maí 1884, en 9. ág. 1889
varð hann 2. dómari og dómsmálarit-
ari landsyfirdómsins, og 1. dómari
þar varð hann 1908.
Lengi fjekst Jón Jensson viö lands-
mál, einkum landsrjettinda-deiluna,
og haföi mikinn áhuga á þvi máli.
Hann var þingmaður Reykvíkinga á
árunum 1894—99. Meöan þrætan um
Valtýskuna stóð yfir, 1897—1903,
fylti hann þann flokkinn, sem hana
studdi, og ritaði þá töluvert um mál-
iö í „Isafold". Viö kosningarnar, sem
fram fóru á þeim árum, var hann
þingmannsefni flokksins hjer í Rvik,
en náöi ekki kosningu. Eftir aö inn-
knda stjórnin komst hjer á, í ársbyrj-
un 1904, varð Jón Jensson foringi
Landvarnarflokksins og ritaði þá um
hríö mikið af stjórnmálagreinum
„Ingólfs". Hann var þá enn þing-
mannsefni Sjálfstæðismanna og Land-
varnarmanna hjer í bænum, viö kosn-
inguna 1905, er þingmanni var bætt
við Reykvíkinga, en náði ekki kosn-
ingu. Þegar sambandslagafrumvarpiö
kom til umræðu sumarið 1908, varð
Jón Jensson eindreginn fylgismaöur
þess og taldi með þvi öllum eldri
kröfum íslendinga fullnægt. Ýmsir
af þeim, sem áður höfðu fylt Land-
varnarflokkinn, fylgdu honum í
þessu, en meiri hluti hans gekk þó á
móti foringja sinum. Hann ritaði þá
bækling um deilumálin og viö kosn-
iugarnar um haustiö bauö hann sig
fram í Dalasýslu, en fjell þar. í stjórn-
máladeilunum þar á eftir studdi hann
ah af Heimastjórnarmenn aö málunr,
°g það, sem hann hefur í blöö skrif-
aö frá þeim tíma, er í „Lögrjettu“.
Gramdist honuni oft mjög framkoma
fyrri flokksmanna sinna, Landvarnar-
manna, og var beiskur í máli, er hann
talaöi um þær sakir. En enginn ef-
aðist um, aö Jón Jensson fylgdi’jafn-
an því fram í deilunum, sem hann
taldi rjettast vera.
Hann var mjög hreinskilinn maö-
ur og blátt áfram, ekki lipur eða lag-
inn á aö koma skoðunum sínum fram,
en áhugamaöur mikill, er hann gaf
sig að málum, og ósveigjanlegur frá
sínum málstaö, trygglyndur maöur
og áreiöanlegur.
Jón Jensson kvæntist 9. jan. 1886
Sigríði Hjaltadóttur, frá Ytriey, Ól-
afssonar Thorbergs, bróöurdóttur
Bergs Thorbergs landshöfðingja, og
lifir hún mann sinn ásamt 4 börnum
þeirra, er heita Guðlaug, Ólöf, Bergur
og Sesselja. Er hiö elsta þeirra um
tvítugt, og öll eru þau heima í for-
eldrahúsum.
Hjer á myndinni er það sýnt, er Kristján konungur X. skrifar undir
grundvallarlögin dönsku 5. þ. m. Konungur situr fyrir borðendanum,
sem fjær er, en við borðið eru ráðherrar hans i þessari röð, talið frá
vinstri hendi til hægri: Kejser-Nielsen, P. Munk, E. Brandes, Zahle
(vinstra megin), Scavenius, Hassing-Jörgensen, O. Rode og Pedersen-
Sundby (hægra megin).
Þessi mynd er af skrúögöngu kverma í Khöfn 5. þ. m„ er þær fögnuöu
kosningarrjettinum. Neðst sjást þær, sem fremstar gengu, ungar stúlkur
hvítklæddar með fána. En efst sjest fylking hjúkrunarkvenna. Innan i
hringnum sjest fylkingin viö Amalíuborg, en þar var konungshjónunum
fært ávarp. Þaðan var farið til þinghússins, og um kvöldið var fagnaðar-
samkoma.
Stoðfestino stjóriarskráriinar.
Umræður í ríkisrádi 19. júní 1915.
í íslenskri þýðingu eftir Lögbirtingablaðinu*.
Til þrilita fánaus.
Ber þú til frægðár í bláum feldi
bjarmann af jöklum, skin af eldi,
beint undir hækkandi hamingjudag,
Leiðirnar greið oss að ljósum og rósum,
ljómandi geym það, sem helgast vjer kjósum:
frelsi og jöfnuð og fóstbræðralag.
G. M.
Stjórnarskipunarlagsmálið íslenska
var til meðferðar í ríkisráði 19. júní
I9I5-
íslandsráðherra
las upp allraþegnsamlegasta tillögu
svohljóðandi:
Alþingi það, er kom saman 1914,
hefur samþykt óbreytt frumvarp það
til stjórnskipunarlaga um breyting á
stjórnarslcrá um hin sjerstaklegu mál-
efni Islands frá 5. jan. 1874 og stjórn-
skipunarlögum frá 3. okt. 1903, er áður
hefur verið lagt fyrir Yðar Hátign og
Alþingi 1913 hefur samþykt.
Þar sem Alþingi hefur verið rofið
og nýjar almennar kosningar til Al-
þmgis hafa farið fram milli þinganna
tveggja, er fullnægt skilyrðum þeim,
sem sett eru 1 61. gr. stjórnarskrár
5 jan. 1874, til þess að bera megi
stjórnskipulagafrumvarpið upp fyrir
Yðar Hátign til staðfestingar.
Um leið og stjórnskipulagafrum-
varp þetta var samþykt á síðara þing-
inu, var samþykt svolátandi þ'iíigsá-
lyktunartillaga í báðum deildum Al-
þingis:
„Um leið og Alþingi afgreiðir
frumvarp til laga um breytingar á
stjórnarskrá íslands 5. jan. 1874 og
stjórnarskipunarlögum 3. okt. 1903,
áiyktar það að lýsa yfir því, að ef
svo yrði litið á, að með því, sem
gerðist á ríkisráðsfundi 20. okt. 1913,
sbr. konunglegt opið brjef, dagsett
sama dag, hafi uppburður sjermála ís-
lands fyrir konungi í ríkisráði Dana
verið lagður undir valdsvið dansks
löggjafarvalds eða danskra stjóm-
arvalda, þá getur Alþingi ekki við-
urkent slíka ráðstöfun skuldbind-
andi fyrir ísland, þar sem hún bryti
bág við vilja þingsins 1913 og fyrri
þinga. Ennfremur ályktar Alþingi að
lýsa yfir því, að það áskilur, að kon-
ungsúrskurður sá, er boðaður var í
fyrnefndu opnu brjefi, verði skoðað-
ur sem hver annar íslenskur konungs-
úrskurður, enda geti konungur breytt
honum á ábyrgð íslandsráðherra eins,
og án nokkurrar íhlutunar af hálfu
dansks löggjafarvalds eða danskra
stjórnarvalda. Heldur Alþingi því
þess vegna fast fram, aö uppburður
* í Lögbirtingablaðinu eru um-
ræðurnar prentaöar á dönsku og ís-
Icnsku.
sjermála Islands fyrir konungi í ríkis-
ráði Dana verði hjer eftir sem hingað
tií sjermál landsins.“
Þá er Alþingi samþykti stjórnskip-
unarlagafrumvarpið, ásamt þar meö
fylgjandi þingsályktunartillögu, voru
því ljósar óskir Yðar Hátignar um
uppburð íslenskra sjermála fyrir kon-
ungi í ríkisráði; í meðferð stjórn-
skipulaganna á Alþingi hefur enginn
andblástur verið vakinn gegn þessu,
og erfiðleikarnir við skipun þessa
máls hafa eigi varðað það, að mál-
in væru í framkvæmdinni borin upp
fyrir konungi í ríkisráði.
Geigur sá, er fram kemur í þings-
ályktunartillögunni, er sprottinn af
ótta viö það, að auglýsing sú í Dan-
mörku, sem boðuð var, um afstöðu
Yðar Hátignar gagnvart íslenskum
úrskurði, mundi verka sjerstaklega á
rikisrjettarlegt eðli þessa úrskurðar,
þar sem hún, samkvæmt íslenskri
skoðun, mundi gera íslenskt stjórn-
skipulegt málefni háð dönsku löggjaf-
arvaldi eða dönskum stjórnarvöld--
um.
Þessi geigur er formlegs-fræðilegs
eölis, og 1913 hefur þáverandi ráð-
herra eigi lagt úrslita-áherslu á hann
og því eigi heldur skýrt Yðar Hátign
frá honum. En ihuganir þær, er síðan
hafa gerðar verið á íslandi, og einn-
ig hafa ljóst komið framyeftir síðari
meðferð málsins í ríkisráði, sýna, að
á íslandi telja menn þetta formlegai
atriði svo mikið grundvallaraíriði, að
þeir álíta jafnvel — öldungis andstætt
þvi, sem til getur hafa verið ætlast
með umræðunum í ríkisráði 1913 —
skipun þá, er þá var fyrirhuguð, aft-
urför í rjettarstöðu íslands, með því
að gildandi stjórnskipunarlög, ásamt
ríkisráðsákvæði sinu, er að lögum,
samkvæmt skoöun íslendinga, ein-
vörðungu háð löggjafarvaldinu ís-
lenska.
Með tilvísun til áðurgreindrar
þingsályktunartillögu, svo og þess
annars, er jeg hef látið um mælt, og
með hliðsjón til stjórnmálavinnu
þeirrar hinnar miklu, er fara mundi
forgörðum, ef stjórnskipunarmálið
næði eigi fram að ganga, skal jeg
allraþegnsamlegast leggja til, að Yö-
ar Hátign vildi staðfesta stjórnskip-
unarlögin, svo og að gefinn mætti
verða út konungsúrskurður, meöund-
irritaður af mjer, og að samkvæmt
honum verði íslensk lög og mikilvæg-
?r stjórnarráðstafanir framvegis svo
sem hingað til bornar upp i rikisráð-
inu.
Samkvæmt þessu skal jeg, um leið
og jeg legg allraþegnsamlegast fyrir
Yðar Hátign stjórnskipulagafrum-
varp það, er alþingin tvö hafa sam-
þykt, leyfa mjer að leggja til:
Að Yðar Hátign mætti allra-
mildilegast þóknast að veita nefndu
frumvarpi til stjórnskipunarlaga
um breyting á stjórnarskrá um hin
hin sjerstaklegu málefni íslands frá
5. jan. 1874 og stjórnskipunarlög-
um 3. okt. 1903 allra hæsta stað-
festingu,
svo og að setja á allraþegnsam-
legast hjálögð skjöl allrahæsta und-
irskrift.
Forsætisráðherra mælti:
Eftir ummælum þeim, sem ráðherra
íslands hefur haft, er enginn ágrein-
ingur um það, að íslensk lög og mik-
ilvægar stjórnarráðstafanir verði á-
fram bornar upp fyrir Yðar Hátign
i ríkisráði. Jeg get aö öllu fallist á
þá skoðun, að spurningin um breyt-
ing á ríkisráðsákvæðinu sje formlegs-
fræðilegs eðlis.
Jeg skal því aðeins halda því fram,
að danska skoðunin á þessu fræðilega
atriði fer í þá átt, að þvi verði eigi
breytt, nema ný skipun verði á gerð,
er feli í sjer slika tryggingu sem þá,
er nú er.
Eftir skipun þeirri, sem nú er á
rjettarsambandi íslands og Danmerk-
ur, held jeg því fram, aö til verði aö
vera ákveðinn staður, þar sem ræða
megi og fjarlægja vafamál, er koma
kynnu upp — frá hvorri hlið sem er
— um takmörk hins sjerstaka og sam-
eiginlega löggjafarvalds.
Jeg sæki um allrahæst leyfi Yðar
Hátignar til þess að mega birta i
Danmörku skýrslu um það, er nú ger-
ist í þessu máli.
Ráðherra íslands mælti:
Jafnframt því að jeg held mjer við
íslensku skoðunina á ríkisráðsmálinu,
þá er jeg hef frá skýrt og felst í
þingsályktunartillögunni, óska jeg að
láta þess getið, að jeg vil ekki mæla
Bækur,
innlendar og erlendar, pappir og alls-
konar ritföng, kaupa allir i
Bókaverslun SiQfusar Eymundssonar.
Lárus Fjeldsted,
Y f irr jettarmálaf ærslumaður.
LÆKJARGATA 2.
Venjulega heima kl. 4—7 síðd.
HJERMEÐ þakka jeg öllum þeim
kærlega sem glöddu mig og
heiðruðu með því að minnast
mín með brjefum og símskeytum
6. júní þ. á.
Kaupmanuahöfn 7. júní 1915.
ÞORV. THORODDSEN.
því i gegn, að það, sem nú gerist í
máli þessu, verði birt i Danmörku,
þar sem jeg geng að þvi vísu, að slík
skýrsla muni ekki geta varðað neinu
um rjettareðli málsins um uppburð ís-
lenskra sjermála i ríkisráði.
Hans Hátign mælti:
Af umræðum þeim við íslenska
stjórnmálamenn af ýmsum flokkum,
er farið hafa fram að minni tilhlutun,
svo og af tillögu þeirri, er borin hef-
ur verið fyrir mig, hef jeg fengið
vissu fyrir þvi, að samkomulag er um
það frá öllum hliðum, að íslensk sjer-
mál skuli borin upp fyrir mjer í ríkis-
ráði. Eins og jeg hef áður sagt i rík-
isráði, er það konunglegur vilji minn,
að islensk lög og mikilvægar stjórn-
arráðstafanir verði framvegis sem
hingað til bornar upp fyrir mjer í
ríkisráði mínu, og alþingi má eigi
vænta þess, að jeg vilji fallast' á
nokkra breytingu á þessu í minni
stjórnartíð, nema önnur skipun, jafn-
trygg þeirri, sem nú er, verði á ger.
Fyrir milligöngu ráðherra íslands
á að út gefa opinbera skýrslu til ís-
lands um þaö, sem nú hefur gerst i
ríkisráöi i mál þessu, og jafnfraínt
verður birt skýrsla um það í Dan-
mörku.