Lögrétta - 28.07.1915, Blaðsíða 2
122
LÖGRJETTA
M
Nýjustu bækur:
íslensk söngbók. 300 söng-var. 2. útg. endurskoSuS. VerS innb. kr. 1.75.
Guðm. Finnbogason: Vit og strit. Verð innb. kr. 1.35.
Fást hjá bóksölum.
Bókaverslun Sig-f. Eymundssonar, Rvík.
Oaonfrieílaskólinn
i Flensborg- í Hafnarfirdi.
Þeir nýsveinar og eldri nemendur, sem hafa i hyggju aS ganga x gagn-
fræðaskólann í Flensborg næsta skólaár, verSa að hafa sótt um skóla-
vist til undirritaSs fyrir 15. sept. þ. á. InntökuskilyrSi eru: aS nemandi
sje 14 ára að aldri, hafi lært þær námsgreinir, sem heimtaðar eru til
fermingar, hafi óflekkað mannorð og engan næman sjúkdóm. Þeir sem
vilja setjast í 2. eða 3. bekk skólans, og eigi hafa tekS próf upp úr
yngri deildunum, verSa aS ganga undir próf aS haustinu og sýna aS þeir
sjeu hæfir til aS flytjast upp.
Heimavistarmenn verSa aS hafa rúmföt meS sjer og tryggingu fyrir
fæðispeningum i heimavistina. Námstími er frá 1. okt. til loka aprílmán.
Umsókn er bundin viS allan námstímann. Stúlkur jafnt sem piltar eiga
aSgang aS skólanum.
HafnarfirSi 15. júli 1915.
Ögmimdur Sig'urdssou.
LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð alls á ári. Verð: 4 kr. árg. á
tslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí.
MálefniS sjálft, aS bæta aS ein-
hverju leyti kjör þeirra manna, sem
harSast verSa úti sökum dýrtíöarinn-
ar, er svo sjálfsagt og sanngjarnt, aS
jeg býst viS aS hver góSur íslending'
ur hafi meira eSa minna um þaS hugs-
aS, og væri því æskilegt aS sem allra
flestir ljetu sínar skoSanir í ljósi um
þaS, hvernig því yrSi heppilegast
fvrir komiS, og þó jeg sje óvanur aS
rita í blöS, mun jeg óhikaS koma fram
meS mínar tillögur, þó ekki væri til
annars en, ef vera mættx, aS þær
leiddu til þess aS fleiri tækju máliS til
aíhugunar.
SíSan stríSiS hófst í fyrra, hafa af
þingi og stjórn veriS gerSar margar
góSar og skynsamlegar ráSstafanir,
en eina ráSstöfun, sem allar aSrar
þjóSir tóku strax, vantar oss í fram-
kvæmdinni (hvort hún kann að vera
til á pappírnum, man jeg ekki), en
þaS er aS banna meS lögum útflutn-
ing á þeim vörum, sem vjer framleiS-
um, aS svo miklu leyti sem vjer höf-
um þeirra þörf í landinu sjálfu. Þetta
er ekki nema rjett og sjálfsagt fyrir
hverja þjóS, aS hugsa fyrst um sínar
eigin þarfir, áSur en hún fer aS miSla
öSrum. Á þær vörur, sem þannig
er bannaS aS flytja út úr landinu, á
svo VerSlagsnefndin aS leggja sann-
gjarnt verS, ekki eftir þeim mæli-
kvarSa, hvaS hægt sje aS fá fyrir
vöruna á erlendum markaSi eSa í ó-
friSarlöndunum, ef hún kæmist þang-
aS, heldur eftir því, hvaS þaS kostar
framleiSandann aS framleiSa hana.
Af afurSum vorum, sem vjer selj-
um til útlanda en jeg tel aS sumpart
ætti aS banna útflutning á nema meS
stjórnarleyfi, skal jeg nefna fisk, kjöt,
smjör og ull og tólg, og skal jeg leyfa
mjer aS minnast á hverja vörutegund
fyrir sig.
Á hverju heimili á landinu er meira
og minna af saltfiski brúkaS, en þaS
er ekki Spánarmetinn nr. 1 eSa nr. 2
fískur, sem vjer borSum, heldur lak-
ari tegundirnar, sem í sjálfu sjer eru
eins gómsætar og góSar til manneld-
i.:, þó þær sjeu ekki eins ásjáleg og
útgengileg vara á heimsmarkaSinum
sem nr. 1 fiskurinn. Mín tillaga er
því sú, aS banna eigi útflutning á öll-
um ómöttum fiski, nema meö sjer-
stöku leyfi landsstjórnarinnar, og til
þess aS þaS leyfi fáist, þarf aS fylgja
beiSninni um þaS einróma meSmæli
bæjarstjórnar eða hreppsnefndar í
því kauptúni, er fiskurinn er fluttur
frá. ÓverkaSann saltfisk ætti heldur
ekki aS mega flytja út án slíks leyfis
og ekki ómetinn, og gjarnan mætti
hækka til muna toll á honum, því
mikill útflutningur á honum rænir
verkalýSinn atvinnu.
Kjöt ætti aS banna aS flytja út úr
lindinu nema meS sjerstöku leyfi
stjórnarráSsins, og þaS leyfi mætti
því aS eins veita, aS ekki væri kjöt-
skortur í því bygðarlagi, sem kjötiS
ætti aö flytjast úr, og frá engu kaup-
túni ætti aS leyfa aS flytja meira
kjöt en sem svaraöi meSaltali af 5
ára útflutningi úr því bygSarlagi.
Undanþágur frá þeirri reglu ætti ekki
að veita nema sjerstakar kringum-
stæður væru fyrir hendi og bæjar-
stjórn eða hreppsnefnd mæltu meS
því.
Smjör ætti aS banna aS flytja út úr
landinu, nema þaS smjör, sem rjóma-
búin framleiSa.
Tólg ætti aS banna útflutning á,
því af þeirri vöru er ekki framleitt
meira en landsmenn þurfa sjálfir aS
nota, því þó aS undanförnu hafi
nokkuS af henni veriS flutt út úr
landinu, þá hefur mikiS af þeirri tólg
verið flutt inn í landiö aftur, auk ann-
ars verra viöbitis, sem vjer höfum
oss til skaöa keypt frá útlöndum.
Þá er ullin. Sumum kann ef til vill
aS virðast að óþarfi sje að taka hana
meS, en svo er alls ekki, því meS svo
háu ullarverSi, sem aS undanförnu
hefur veriS í sumar, má telja víst, aS
vart verSi hægt aS fá ullarlagS keypt-
an til aS vinna úr vetlinga eöa sokka,
hvaS þá heldur spjarir, og hefur mjer
því komið til hugar að halda mætti
eftir mislitu ullinni í landinu.
Sjeu þessar eSa þessu líkar ráðstaf-
anir geröar, vinst þaS, að hagur
verkalýðsins batnar stórum frá því,
sem nú er útlit fyrir, og það þó án
þess að nokkrum sje gert rangt til,
þvi þaS er ekki nema eðlilegt og
sanngjarnt að framleiSendur selji
löndum sínum þaS, sem þeir þurfa
aS kaupa sjer til lífs-framfæris, fyrir
hæfilegt verS, nóg fyrir þá aS hagn-
ast vel á því af framleiSslunni, sem
þeir flytja til útlanda. Og þar sem
hjer er ekki gengiS út frá aS útflutn-
ingur verSi minni en aS undanförnu,
virðist ekki gengiS á rjett þeirra, þó
þeim sje ekki leyft aS okra á lönd-
um sínum, og þaS þeim stjettum, sem
ófriðurinn kemur harðast niSur á.
Þetta fyrirkomulag ætti líka aS geta
veriö rjettlátara en tolllagabreyting-
ar, því verðlagsnefndin á aS vera sí-
starfandi, en þingiS kemur ekki sam-
an nema annaöhvert ár.
AS lokum skal jeg láta þess get-,
iS, aS jeg tel sjálfsagt aS verSlags-
nefndin ákveSi hámark á mjólkur-
verði í öllum kauptúnum á landinu,
og ætti hún sem allra fyrst aS afla
sjer upplýsinga um framleiSslukostn-
aS mjólkur á sem allraflestum stöS-
um á landinu.
21. júlí 1915.
ÞórSur Bjarnason.
Fyrirvaradeilan.
Efri deild Alþingis telur fyrirvar-
anum frá 1914 fullnægt og lýsir á-
nægju sinni yfir staðfesting stjórnar-
skrárinnar með 8 atkv. gegn 5.
Tillaga þeirra J. Þork., G. Ól. og
B. Þorl., sem getiS var um í síSast
tbl., var til umræðu i e. d. síSastl.
fimtudag og er hún svohljóSandi:
„Efri deild Alþingis ályktar aS lýsa
því yfir, aS hún telur staSfestingar-
skilmála stjórnarskrár frá 19. júní
1915 í fullu samræmi viS fyrirvara
Alþingis 1914, og lýsir deildin ánægju
sinni fyrir staSfesting stjórnarskrár-
innar.“
Dr. Jón Þorkelsson talaSi fyrir til-
lögunni, en síSan tók til máls sjera
Kristinn Daníelsson og mótmælti
henni, en bar fram svohljóöandi til-
lögu til rökstuddrar dagskrár:
„Um leiS og efri deild Alþingis
lýsir yfir því, aS hún telur landiS ó-
bundiS af öSrum skilmálum iyrir
staSfesting stjórnarskrinnar en þeim,
sem felast i fyrirvara Alþingis 1914,
tekur hún fyrir næsta mál á dagskrá."
Ráöherra svaraði ræöu Kr. D., en
síöan talaSi Stgr. Jónsson og skýrSi
frá afstöðu Heimastjórnarmanna til
málsins, að þeir mundu greiSa þings-
ályktunartillögunni atkv., en móti
dagskrártill. sjera Kr. D. Karl Ein-
arsson bar þá fram aSra tillögu til
rökstuddrar dagskrár, svohljóðandi:
„MeS því aS deildin telur íhlutunar-
tilraunum danskra stjórnarvalda um
íslensk mál á rikisráðsfundi 19. júní
1915, er stjórnarskráin var staðfest
og útgefinn konungsúrskurSur um
uppburS íslenskra mála í ríkisráöi,
skýrt og ótvírætt mótmælt af íslands-
ráSherra á þeim fundi, en Danir
þektu umboS hans, sem fólst í fyrir-
vara Alþingis 1914 og þannig kröfu
Alþingis í þessu efnfi;, sem þingiS
heldur fast viS, þá lýsir deildin á-
nægju sinni yfir staöfestingu stjórn-
arskrárinnar og tekur fyrir næsta
mál á dagskrá."
Sjera Björn Þorláksson mælti meS
þingsályktunartillögunni, en mót-
mælti báðum dagskrártillögunum, og
reif þó einkum niöur till. K. E. fyrir
þaS, hvaS hún væri loSin og óljós,
og sagöi ekki sæmilegt aS leggja
annaS eins skjal og hana fram fyrir
Alþingi. Þeir Karl Finnbogason og
og Magnús Pjetursson mæltu meS
dagskrártill. K. E. og voru þó engan
veginn samdóma um máliS, meS því
aS K. F. taldi fyrirvaranum ekki full-
nægt, en vildi ekki gera mikiS úx
því, þó aS svo væri ekki, og vera
vinur ráðherra eins fyrir þaS, en M.
P. taldi fyrirvaranum fullnægt, og
fann þaS eitt aS gerSum ráSherra, aS
máliS hefSi ekki veriS lagt fyrir auka-
þing, en kvaS þar samt vera miklar
málsbætur. Jósef Björnsson talaSi
einnig, en afstaSa hans til málsins
fanst mönnum vera mjög óljós. RáS-
herra talaSi oftar. Hann mælti móti
dagskrártill. K. E. og um K. F. sagSi
hann, aS hann vildi vera meS sinn
fótinn hjá hvorum og þaS væri sjer
síst aS skapi.
Dagskrártill. K. D. var fyrst borin
upp og feld meS 9 gegn 4, síðan dag-
skrártill. K. E. og var hún einnig
feld meS 9 gegn 4, en síSan var
þingsályktunartillagan samþ. meS 8
gegn 5.
Ymislent irá öfriðnum.
Frá frjettaritara Lögrjettu.
1,610,000 herfangar. „Vossissche
Zeitung“ 18. júní segir frá, að sam-
kvæmt skýrslu í lögbirtingablaSi
Bayerns hafi þýski og austur-
ríski- og ungverski herinn 14.
júní veriS búinn að taka fanga sem
hjer segir:
1,240,000 Rússa
255,000 Frakka
24,000 Englendinga
41,000 Belgi
50,000 Serba
Alls 1,610,000 herfangar.
Eftir siSustu sigrana í Galizíu hef-
ur þessi tala hækkaS aS mun.
**
*
Þýsku hermdarverkin í Belgíu.
„Zyricher Nachrichten" segja frá
því aS svissneskur blaSamaöur hafi,
fyrir skemstu, fyrir hönd stórs
bókaútgáfufjelags, ásamt nokkrum
stjettarbræSrum sínum frá öSrum
hlutlausum löndum, ferSast um Bel-
gíu meS leyfi þýskra yfirvalda og í
skjóli amerísku bjargráðanefndarinn-
ar. í pistli frá honum, sem blaðiö
birtir, stendur meSal annars: „ÞaS
er eftirtektarvert aS vjer á ýmsum
stöðum grensluSumst eftir meintum
hermdarverkum ÞjóSverja. Vjer
fylgdum í því opinberum skýrslum
Frakka. Á þremur stöSum fundust
engir meS nöfnum þeim, sem skýrsl-
an hermir. Og á þeim stöSum könn-
uðust menn yfir höfuS alls ekki við
þessi meintu grimdarverk. Á fjórSa
staSnum var aS vísu maður meS hinu
tiltekna nafni, en engin kona; einnig
þar var mönnum allsendis ókunnugt
um hrySjuverk hinna þýsku grimd-
arseggja."
**
*
Þýsk-franskur minnisvarði. í
„Deutsche Tageszeitung" 14. júni er
eftirfarandi einkaskeyti frá frjettarit-
ara blaSsins á herstöSvunum:
„12. júní.
I viðurvist yfirforingjans, fyrver-
andi hermálaráSherra, hágöfginnar
von Einem, hágöfginnar von Fleck,
margra háttsettra foringja, herdeilda
og franskra borgara var í dag vígSur
þýsk-franskur minnisvarSi hjá Noy-
ers við Sedan yfir 1024 ÞjóSverja og
X773 Frakka, sem fjellu 27. ágúst
1914 í hinum áköfu orustum hjá
Maas.
Eftir aS herpresturinn þýski hafSi
haldiS ræSu, afhenti foringi herdeild-
anna stiftis- og borgaryfirvöldunum
frönsku, sem þar voru viSstödd,
minnisvarSann meS franskri ræSu; á
minnisvarðanum stendur: „Fyr uns“
(þ. e. „Fyrir vorar sakir“) og „Pour
la patrie“ (þ. e. „Fyrir föSurlandiS“).
AmtmaSurinn franski þakkaði meS
hiartnæmri ræSu. Hann þakkaði
þýsku herstjórninni fyrir þaS, aS
hún hefði viðurkent aS þaS væri ekki
einvörSungu hjá þeim hernum, sem
sigraöi, aS hreystin fyndist, heldur
aS jafnt bæri aS heiSra alla, sem út-
heltu blóSi sínu fyrir fósturjörSina.
MinnisvarSinn skyldi um aldur og
æfi vera varinn og í heiðri hafSur af
íbúunum.
**
*
Frakkar óttast sannleikann. í spild-
um þeim af Frakklandi, sem ÞjóS-
verjar sitja í, gefa þeir út blaS, sem
heitir „Gazette des Ardennes“ og er
þaS lagt upp í 90,000 eintökum. í 53.
tbl. þess stendur eftirfarandi mjög
eftirtektarverS grein:
„SKRÁ YFIR SÆRÐA FRAKKA,
SEM AFTUR ERU KOMNIR
HEIM TIL ÆTTJARÐAR
SINNAR.
Vjer birtum nú auk „Fangalista“
vors skrá yfir hartsærða Frakka, sem
búiS er að hafa skifti á, og nú eru
komnir heim til sín og dvelja í Frakk-
landi. Skrá þessi, sem vjer munum
halda áfram aS flytja, á aS flytja
ættmennunum fregnir um þaS, hvern-
ig farið hefur um frændur þeirra.
Þess vegna getum vjer líka þess um
hvern hinna særðu, sem hafa veriS
höfS skifti á, hvaSa sár hann hefur
hlotiS. AS birta þetta finst oss vera
mannúöarskylda, og þaS því fremur,
sem vjer höfum góða ástæSu til aS
ætla, aS aSstandendum hinna særöu
sje ekki alt af tilkynt þetta, a f þ v í
a S lýSveldiS (þ. e. Frakkland)
f e l'u r þ a h i n a h a r t særSu.
Á herspítalana þýsku eru alt af aS
koma brjef frá Frakklandi til særSra
manna, sem löngu eru komnir heim
til sín; spurning sú, sem vjer settum
fram í 43. tbl. af „Gazette des Arden-
nes“, á því enn þá fullan rjett á sjer,
og svariS, sem maSur fær, verSur
þetta:
Frakkneska stjórnin vill ekki aS
hinir hart særSu menn taki aftur þátt
x lífi þjóSarinnar. Hún óttast aS tunga
þeirra, sem þjáningarnar hafa gert al-
varlega, muni fletta ofan af sannleik-
anum, — meSal annars um þaS,
hvernig fariS hafi veriS meS þá á
Þýskalandi — sannleikanum, sem
stjórnin er aS reyna aS fela fyrir
frönsku þjóSinnij, svo hann hindri
ekki hiS fjelega starf, sem unniS er
aS því, aS blása upp blint hatur gegn
þýsku þjóSinni.“
Svo koma nöfn 200 særðra, þar á
rneöal margra liðsforingja.
**
*
Svíar og póstskoðun Englendinga.
Sá kvittur hefur komið upp aS
enska póststjórnin hafi rofiö innsiglin
á póstsendingum frá Ameríku til Sví-
þjóSar, sem um England hafa fariS.
Þetta hafa þeir ekki eingöngu gert
viS almennar sendingar heldur líka
viS ábyrgSarsendingar. RitskoSunin
enska hefur grandgæfilega rannsakaS
öll brjef, sem ætluS voru verslunar-
húsum, bönkum og því um líku, og
loks klykkir hún út meS því aS hún
lýsir því yfir, aS hún hafi haldiS
einu ábyrgðarbrjefi eftir. Stjórnin
hefur þegar látiS sendiherra sína í
Wasington og London bera sig ákaft
upp undan þessu. Sænsku blööin láta
sjer misjafnlega um þetta finnast, og
þó öllum illa. „Svenska Dagbladet“
segir hart aS þurfa aS eiga hlut sinn
undir erlendum embættismönnum,
þegar heiSarleikinn sje ekki meiri
en þetta. „Sto;ckholms Dagblad“
kallar aðferðina „rússneska“ eins og
satt er. „Stockholms Tidningen“ seg-
ir: Ef fregnin um þennan enska yfir-
gang reynist sönn, mun almennings-
álitiS í SviþjóS rísa upp á móti þessu.
Slíka auSmýking getum vjer ekki gert
oss aS góðu. SvíþjóS er eitt af þeim
löndum, sem enskir stjórnmálamenn
stöðugt segja aS sje undir göfuglyndri
vernd hins bretska ríkis. Vjer höfum
aldrei beiSst eftir neinni sjerstakri
vernd og látum oss nægja aS þessi
verndari smáþjóðanna troði ekki
hrokafullur rjett vorn undir fótum“.
AnnaS blaS stjórninni mjög nákomiS
segir: „Hin fullkomna ófyrirleitni,
sem England beitir viS símskeyti
hlutlausu ríkjanna, er nú búin aS
teygja angalýjurnar yfir friðheilög
rjettar- og embættisinnsigli. Fregn-
ir þessar eru svo alvarlegar, aS maSur
vill ekki hugleiöa þær á þann hátt,
sem næst liggur, fyr en opinberar
embættisskýrslur liggja fyrir um mál-
iS. En manni verður þó aS spyrja,
hvort vjer getum flutt enskan póst
um okkar land fyrst viS höfum sætt
þessari meSferS.“ Jafnvel þótt engir
hafi ætlast til aS Englar væru neinir
englar, get jeg varla skilið annaS, en
aS jafnvel bestu vinum þeirra þyki
þessi aöferö „einu númeri of sterk“.
Khöfn 25. júní 1915
G- J-
ðr brjeii úr Arnessvslu.
Um Gaulverjabæjarmálið.
..... MikiS hefur veriS talaS um
GaulverjabæjarmáliS hjer um slóöir,
og eru flestir á einu máli um þaö, aS
meira hafi veriS unniS aS því af kappi
en forsjá. Jeg hef átt tal viS marga
bændur í Gaulverjabæjarhreppi og
ber þeim öllum saman um, aS Björn
Gislason hafi gert jöröinni meira til
góSa en nokkur annar ábúandi henn-
ar síSan sjera Einar Pálsson fór þaS-
an fyrir eitthvaS 8 árum, og hafi þó
Björn á þessu eina ári gert þar nærri
eins miklar jarSabætur og sjera Ein-
ar á fjórum árum. Þetta játa jafnvel
þeir Gísli á Haugi og Einar í Brands-
húsum, sem munu vera einu mót-
stööumenn Björns í hreppnum. Nú
þykir Skúli Thorarensen líklegur til
þess aS kippa öllu í sama lag og var
áSur en Björn kom þangað, því hann
hefur safnað svo miklu stóSi á jörö-
ina, aS hún mun fara öll í flag, ef
svo er áfram haldiö, á einu eöa tveim-
ur árum. Hjelt jeg aS þetta kæmi sjer
ekki vel fyrir bændurna í kring, sem
eiga sameiginlegt beitiland viS Gaul-
verjabæ, aS höfS sjeu í kúahögun-
um aS staöaldri 60—150 stóöhross,
sem ekki einungis rótnaga jörSina,
heldur líka sparka henni allri í sund-
ur. Þeir munu ekki þykjast hafa skift
um nágranna til hins betra, því svo
segja þeir nú, aS Björn hafi aldrei
gengiS á hluta þeirra, heldur jafnan
veriS reiSubúinn til aS hlaupa undir
bagga meS þeim og greiöa fyrir þeim.
ÞaS virSist annars ekki fara aS
verSa árennilegt fyrir ólögfróöa
menn aS taka kirkjusjóSsjarðirnar,
þar sem þeir geta átt á hættu, þrátt
fyrir byggingu hreppstjóra, aS verða
hraktir burtu með fárra klukkutíma
íyrirvara, þótt fardagar sjeu úti. Og
nú virSist mjer helst svo komiS, að
þeim Gaulv.bæjarhreppsbúum þyki
þaS hafa verið óþarfa- og óhappa-
verk af sýslumanni, aS hrekja Björn
burtu af jöröinni til þess aS koma
þar aS ómyndugum hrossaprangara.
Ekki hefur alt þetta mál vakiS minsta
athygli af því, aS mönnum virSist svo
sem bæSi fyrv. hreppstjóri og sýslu-
maSur hafi hlaupiS frá embættum
sínum út af því. En um Skúla segja
menn þaS, aS hann muni hafa lítinn
hug eSa hneigingu til búskapar, held-
ur sje hann á einlægu flakki út um
allar sveitir, og muni helst hafa hug
á aS græöa fje á því, aS kaupa gripi
bænda meS lágu verði, þegar peninga-
vandræði sverfa aS þeim. Annars
þykir okkur smærri bændunum öll
framkoma Skúla í þessu máli ekki
samboðin fáfræSi okkar.“