Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 25.08.1915, Síða 3

Lögrétta - 25.08.1915, Síða 3
LÖGRJETTA 139 Ritstjóri Lögr. hefur verið á ferða- lagi aö undanförnu austur um Árnes- sýslu og Rangárvallasýslu. Hagnýta sálarfræðin. í neöanmáls- grein hjá Háskólavini í 36 tbl. Lögr. þar sem lagt er á móti stofnun kenn- araembættis í „hagnýtri sálarfræöi“, er ekki alveg rjett skýrt frá umsögn heimspekisdeildar háskólans, þvi hún mælir eindregiö meS embættisstofn- uninni, „ef alþingi sjái sjer fært“, og háskólaráöiö hefur í umsögn sinni vísað til þeirra ummæla. En þetta breytir í engu skoðun Lögr. á málinu, enda þarf nú ekki um þaö a'ö deila, því þingiö hefur, eins og sjá má á öðrum stað í blaðinu, nú horfið frá emb.stofnuninni. Nokkuð ööru rnáli er að gegna um fjárveiting- una, sem upp hefur verið tekin í stað embættisstofnunarinnar, þó lítil sjeu líkindi til þess, að hún geti að nokkru gagni komið. Alþingi. Fjárlögin. í síðasta blaði var getið um flestar breytingar og viðaukatillögur, er fjár- laganefnd n. d. vildi gera við fjár- lagafrv. stjórnarinnar. Frh. 1. umr. eða eldhúsdagurinn svonefndi var 16. þ. m., og gerðist þar fátt sögulegt. Önnur umr. hófst á föstudaginn og var henni lokið kl. 4 í fyrri nótt, og fór atkvæðagr. um síðasta kaflann fram í gær. Flestar tillögur nefnar- innar voru samþyktar. Þó var feld sú tillaga hennar, að fella niður fjárveit- ingu til byggingar vita á Malarrifi og í Selvogi, en samþykt tillaga hennar um að veita ekki fje til byggingar vita á Akranesi og Bjarnarnesi. Feld var till. hennar um að fella niður styrk til búnaðarfjelaga og samþykt var að hækka upp í 12000 kr. á ári styrkinn til skálda og listamanna. Feld var tillaga frá Sig. Eggerz um að fella alveg niður fjárveitingu til nýrra símalagninga, og var sú fjárveiting hækkuð um 21000 kr. f. á. Samþykt var að fella niður 18000 kr. fjárveitingu til undirbúnings og rannsóknar járnbrautasvæðis frá Rvík til Þjórsár. Af tillögum þing- manna, sem samþyktar voru, má nefna: 78000 kr. til brúar á Jökulsá á Sólheimasandi, 1000 kr. til lirúar á Ólafsfjarðarós, 3000 kr. (endurveit- ing) til brúar á Ljá, 3000 kr. til Einars Hjaltsteds til þess að ljúka námi í sönglist, 800 kr. á ári til Boga Th. Melsteds til að rita íslendinga- sögu, 3000 kr. á ári til dr. Guðmundar Finnbogasonar til rannsóknar og til- rauna til þess að endurbæta vinnu- brögð i landinu, 7500 kr. til báta- bryggju á Blönduósi og 2000 lcr. til bryggjugerðar í Búðardal. Af feldurn till. frá þingmönnum má nefna: 75000 kr. til brúar á Eyja- fjarðará, 800 kr. til brúar á Hörgá* 7000 kr. til brúar á Kjallaksstaðaá, 1200 kr. til brúar á Hamarsá, 5000 kr. til byggingar húsmæðraskóla á Akureyri og 1000 kr. til Alexanders Jóhannessonar. Tekjuhallinn hækkaður frá stjórn- arfrumvarpinu úr kr. 129,641.92 upp í kr. 299,706.92, eða rúml. 170 þús. krónur. Fyrirspurn til ráðh. um opinber reikningsskil, gjaldheimtur og aukið tolleftirlit. Frá Sigurði Stefánssyni. — Hvað hefur landsstjórnin gert til að full- nægja áskorun efri deildar alþingis 1914, um reikningsskil, gjaldheimtur og aukið tolleftirlit ? Staðfest lög. Lög um heimild fyrir landsstj. til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuó- friðnum, sem préntuð voru í síðasta tbl. hafa verið staðfest af konungi 21. þ. m., voru þau send honum til stað- festingar símleiðis. V elf erðarnef ndin. var kosin af sameinuðu þingi í gær: Guðmundur Björnsson, Jón Magnús- son, Jósef Björnsson, Skúli Thorodd- sen og Sveinn Björnsson. Þingmannafrumvörp. 59. Um breyting á lögum nr. 40, 30. júlí 1909 um sóknargjöld. Frá Lög- taksnefndinni. — Aftan við 2. gr. falli burtu orðin: „enda nemi framlög þau, er söfnuðurinn greiðir árlega til prests og kirkju, eigi minna en sem svarar 2 kr. 25 a. fyrir hvern safnað- arlim, 15 ára eða eldri.“ 60. Um þingsköp alþingis. Frá þingskapanefndinni. Fallin frumvörp. 13. Um maurdrepandi aukabað á sauðfje. 14. Um stofnun kennaraembættis í hagnýtri sálarfræði við háskóla ís- lands .— Frv. þetta afgreitt með rök- studdri dagskrá i þvi trausti, að dr. Guðmundi Finnbogasyni yrði veittar 3000 kr. á ári næsta fjárhagstímabil til rannsókna og tilrauna til þess að endurbæta vinnubrögðin i landinu. Meö þessu voru: B. H., B. J., E. A., E. J., G. H., H. H., Jóh. E., J. J., J. M„ M. Kr„ M. Ól. P. J„ Sv. Bj„ og Þ. Ben. Móti voru: E. P„ Ben Sv„ B. K„ G. E„ S. E. S. G. Sig. Sig„ og St. St. Sk. Th. og Þorl. J. greiddu ekki atkv. Hj. Sn. var fjarverandi. Þingsályktunartillögur. 25. Út af athugasemdum yfirskoð- unarmanna landsreikninganna fyrir árin 1912 og 1913. Alþingi ályktar að skora á stjórn- ina: 1. Að gera ráðstafanir til að vextir af veðlánum verði innheimtir tafar- laust. 2. Að sjá um að skrifstofukostnaður við æðstu stjórn landsins fari fram- vegis sem allra minst fram yfir fjárveitingu. 3. Að skora á stjórnina, að leita jafn- an aukafjárveitingar fyrir öllum umframgreiðslum, nema þegar svo stendur á, að nauðsynlegt er að verja meiru fje en áætlað hefur verið, til einhvers mannvirkis til að fyrirbyggja tjón, sem af drætti á framkvæmd verksins getur staf- að. 4. Að eftirliti með bændaskólunum verði hagað líkt og áður var með an þeir voru nefndir búnaðarskól- ar og stóðu undir eftirliti amtsráð- anna, þannig, að til þess verði skipuð nefnd manna, sem tækifæri hafa til að athuga iðulega fram- kvæmdir og ástand skólabúanna og skólanna yfirleitt. 5. Að dagpeningar starfsmanna landsins, sem að undanförnu hafa verið mjög á reiki, ýmist 6 eða 8 kr. á dag, verði framvegis ekki reiknaðir yfir 6 kr. á dag, sem virð- ist nægilega hátt, auk ferðakostn- aðar. 6. Að reikningar efnarannsóknarstof- unnar, sem að undanförnu hafa verið mjög á eftir tímanum, verði heimtaðir svo snemma, að tekj- urnar geti komið fram á reiknings- ári því, sem þær tilheyra. 7. Að sala á niðursuðuverksmiðjunm á ísafirði verði reynd á þessu ári, og jafnframt verði rannsakað hvort fyrverandi eigandi ekki er fær um að greiða það, sem á kann að vanta, svo að skuldinni, sem á verksmiðjunni hvílir, verði að fullu lokið. 26. Um innlend lífsábyrgðarfjelög (sjá síðar í blaðinu). 27. Um kosningu nefndar til þess, að endurskoða reikninga yfir kaup og sölu á vörum þeim, er stjórnin hefur síðastliðið ár keypt fyrir landssjóðs- fje. Flm.: Guðm. Hann., Þór. Ben„ Sig. Gunn., Hj. Sn. og Pjetur Jóns- son. — Alþingi ályktar, að kjósa 5 manna nefnd til þess, að endurskoða reikninga yfir kaup og sölu á vörum þeim, sem stjórnin, með ráði velferð- arnefndar, hefur keypt fyrir lands- sjóðsfje og gefa þinginu stutta skýrslu um það, hvernig þessi versl- un hefur borið sig. Tillagan var samþykt í gær og kosnir voru í nefndina: Bjarni Jóns- son, Guðmundur Hannesson, Matth. Ólafsson, Ólafur Briem og Steingr. Jónsson. Lög frá alþingi, 12. Um breyting á lögum nr. 55, 10. nóv. 1913 um stofnun Landhelgissjóðs íslands. 1. gr. 3. gr. orðist svo: Landssjóð- ur leggur líka til sjóðsins 20,000 kr. á ári, er teljast með árstekjum hans. 2. gr. 4. gr. orðist svo: Sjóðnum skal á sínum tíma varið til að koma upp einu eða tveimur nýjum strand- gæsluskipum, er notuð verði til að verja landhelgina, fyrir ólöglegum veiðum, og ákveður löggjafarvaldið, hvenær sjóðurinn tekur til starfa og hve miklu af fje hans skuli varið til þessara varna. íslcnskt sall. Páll J. Torfason fjármálamaður er nýlega kominn heim hingað eftir nær ársdvöl i Danmörku. Hann hefur stofnað og látið skrásetja hjer fjelag, sem heitir „Aktieselskabet Islands Salt og kemiske Fabrikker/ Það á að starfa að saltvinslu hjer við land og ætlar einnig að fást við að vinna olíu úr kolum eða surtabrandi. í stjórnar- nefnd fjelagsins eru: P. J. Torfason, P. G. Utzon Buck og Chr. Grauballe, en framkvæmdarstjórinn heitir Einar Lytken, og er hann hjer nú að kynna sjer verkefni fjelagsins. Eftir beiðni votta jeg undirritaður, að Björn Gíslason, nú á Þjótanda, átti engan þátt í þvi, að fá mig til að ganga í ábyrgð fyrir Jón Magnús- son frá Gaulverjabæ, en þar á móti hefur hann verið mjer hjálplegur við að lcomast út úr ábyrgðarflækjunum með betri kjörum en áhorfðist, og það án nokkurs endurgjalds. Það sem reið baggamuninn, að jeg gekk í ábyrgð fyrir Jón Magnússon og lenti í viðskiftum við hann, sem jeg hef ekki haft nema ilt af, var það, að hann sýndi mjer vottorð Sigurðar Ólafssonar sýslumanns, dagsett 3. okt. 1913. Stokkseyri 23. ágúst 1915. Hreinn Kristjánsson. nokkur orð um hinn væntnnlegn kuennaskdla Uestlirðlnoa. Eins og öllum er kunnugt, gaf frú Herdís Benediktsen allálitlega fjár- upphæð eftir sinn dag til þess að koma upp kvennaskóla á Vesturlandi. Nú eru nær 18 ár síðan frú Herdís dó, og þann tíma hefur fje þetta verið á vöxtum, og er nú — samkv. síðasta reikningi — orðið nærri því 79 þús. kr. Sjóður þessi er þvi orðinn töluvert stór og mörgum virðist hann orðinn nægilega stór til þess að farið sje nú að hefjast handa og koma skólanum á fót og láta hann taka til starfa. Þær raddir hafa aftur á móti heyrst — þó fáir sjeu —■ að rjettara sje að fresta framkvæmdum þessa máls enn um ó- tiltekinn tíma og lofa sjóðnum að á- vaxtast enn þá betur. En jeg er viss um að þeir eru langt um fleiri, sem vilja láta skólann taka sem fyrst til starfa úr þessu, enda er brýn þörf á að svo verði. Jeg er nú einn i þeirra tölu, sem álít að skólans sje bráð þörf, og að hann eigi að taka til starfa sem allra fyrst að hægt er, og jeg álít að hann eigi nú þegar nóg fje til þess, því auk þess fjár, sem hann þegar á í sjóðum, tel jeg víst og sjálf- sagt, að hann verði styrktur af lands- fje eins og hinir kvennaskólar vorir; á því á hann sama sanngirnisrjett og þeir, þrátt fyrir efni þau, er hann á sakir göfuglyndis hins mæta gefanda. Nú nálgast óðum 100 ára afmæli gef- anda, það mun vera 1920; virðist mjer þá einkar vel til fallið, að skólinn gæti tekið til starfa á því ári, og ef vel væri starfað að undirbúningi til framkvæmda, þá virðist að tíminn ætti að vera nógur til undirbúnings til 1920. Jeg hef hvergi getað fundið skipulagsskrá þessa kvennaskólasjóðs í Stjórnartíðindunum, og er líklegast, að hún sje ekki enn búin að fá laga- lega staðfestingu, en hvernig á því stendur veit jeg ekki. Jeg hef heyrt sagt, að gefandinn hafi ákveðið, að skólinn skuli standa einhverstaðar við Breiðafjörð, og að stjórnarráðið skuli ákveða skólastaðinn eftir tillög- um sýslunefndanna í hinu forna Vest- uramti. Þegar ákveða skal hvar hinn fyrirhugaði kvennaskóli skuli standa, þá kemur fyrst til tals og athugunar, hvort hann skuli heldur vera í kaup- stað eða sveit. Nú á seinni árum hefur sú alda gengið yfir þetta land, að toga sem flesta skóla vora í kaupstaðina, en skiftar eru skoðanir landsmanna nú um það, hvort það er gagnlegt og holt þjóðlífi voru að hafa alla eða hjer um bil alla skóla vora í kaupstöð- um. Mjer fyrir mitt leyti blandast 1 Hvar er máttarstoð ábyrgðarflækju Jóns Magnússonar? í 36. tbl. Lögr. gat jeg þess, að Sigurður Ólafsson, fyrv. sýslumaður, hefði látið það í ljósi við Guðm. Þor- kelsson fyrv. hreppstjóra i Norður- Rútsstaðakoti, og að jeg hefði heyrt, að hið sama hefði hann látið uppi við stjórnarráðið: að hann ekki samþykti að mjer væri bygður Gaulverjabær vegna þess, að jeg væri svo við rið- inn „brask“ Jóns Magnússonar frá Gaulverjabæ. Þetta virðist þá hafa verið ástæðan fyrir því, að hann lagði svo mikið kapp á að vinna og láta vinna hið alræmda verk, sem unnið var í Gaulverjabæ nóttina milli 7. og 8. júní síðastl. Þykir mjer því við eiga, að birta vottorð frá nokkrutn af ábyrgðarmönnum Jóns Magnús- sonar, sem mótmæla þessu, og jafn- framt skora jeg á alla þá, sem í á- byrgð hafa gengið fyrir hann, að sýna og sanna, að jeg hafi á nokk- urn hátt flækt þá inn í ábyrgðirnar eða hvatt þá að nokkru leyti til að ganga í þær og hlífa mjer að engu. Eftir beiðni er mjer ljúft að votta, að Björn Gíslason, nú á Þjótanda, átti engan þátt í því að fá mig til að ganga í ábyrgð fyrir Jón Magnús- son frá Gaulverjabæ, en þar á móti hefur hann hjálpað mjer til að kom- ast út úr ábyrgðarflækjunni með betri kjörum en áhorfðist og það án nokkurs endurgjalds. Það sem reið baggamuninn að jeg gekk svo langt í ábyrgðum fyrir Jón Magnússon var, að hann sagði mjer af vottorði Sigurðar Ólafssonar sýslumanns dagsettu 3. okt. 1913. Staddur á Eyrarbakka 21. ág. 1915. Jón Guðmundsson frá Hlíð. Eftir beiðni votta jeg undirritaður, að Björn Gíslason, nú á Þjótanda, átti engan þátt í því að fá mig til að ganga í ábyrgð fyrir Jón Magnús- son frá Gaulverjabæ, en þar á móti hefur hann verið mjer hjálplegur við að komast út úr ábyrgðarflækjunni með betri kjörum en áhorfðist og það án nokkurs endurgjalds. Einnig er mjer ljúft að votta, að Björn hefur ætíð ráðlagt mjer heilt í þessu máli. Mýrum 23. ágúst 1915. Eiríkur Þórðarson. Eftir beiðni vottast, að Björn Gísla- son, nú á Þj.ótanda, átti engan þátt i því, að fá mig til að ganga í ábyrgð fyrir Jón Magnússon frá Gaulverja- bæ, en þar á móti hefur hann verið mjer hjálplegur við að komast út úr ábyrgðarflækjunni með betri kjörum en áhorfðist, og það án nokkurs end- urgjalds. Sljettabóli 22. ág. 1915. Einar Eyjólfsson. Eftir beiðni er okkur undirrituð- um ljúft að votta, að Björn Gíslason, nú á Þjótanda, átti engan þátt í því að fá okkur til að ganga í ábyrgð fyrir Jón Magnússon frá Gaulverja- bæ, en þar á móti hefur hann verib okkur hjálplegur að komast út úr ábyrgðarflækjunni og það án nokkurs endurgjalds. Arnarhóli 21. ágúst 1915. Árni Símonarson. Þórður Árnason. Jeg birti hjer að eins vottorð frá 6 mönnum, en fleiri eru til, og sýna sum af þeim glögt, að hinn heilagi fugl hefur komið nærri þessu ver- aldlega verki, og virðist nú ekki ýms- um svo sem vottorðið hans sje mátt- arstoð ábyrgðarflækjunnar? p. t. Reykjavík 24. ág. 1915. B j ö r n G í s 1 a s o n. 221 takið við þessu; og undir eins og þjer kom- til Englands, þá flýtið yður til herra Wardens og afhendið það í eigin hendur hans.“ Síðan tók jeg af mjer selskinnsbudd- una, sem geymdi brjef lávarðar Versely til móður minnar og fjekk honum það í hendur. Jafnframt skrifaði jeg hr. Warden langt brjef, útlistaði eftir því sem jeg gat, hverjum brögðum ofurstinn hefði beitt, til þess að komast yfir brjefin og hvers vegna jeg hefði leiðst til þess að koma lávarðinum til að ætla, að móðir mín væri látin. Jeg leitaðist ekki við að fegra breytni mína, heldur hið gagnstæða, því að jeg áfeldi sjálfan mig harðlega fyrir undirferlið og kvað mig eiga það meira en skilið, ef jeg misti af arfinum. Kross bjó sig sem skjótast og lagði aí stað morguninn eftir. Þegar jeg var búinn að koma þessu á veg, hafði jeg ekki annað að gjöra en hugsa um Minnie. Eftir hálf- an mánuð var jeg albata og mintist þess þá við hr. Vanderwelt, að það væri innleg ósk mín, að giftingin færi fram. Hann hafði ekkert á móti því og var það fastráðið, að viku hjer frá skyldi jeg leiða hana upp að altarinu. Mjer fanst vikan aldrei ætla að líða, en eins og allar aðrar vikur dó hún um síðir náttúrlegum dauða og við vor- um gift. Brúðkaupið var afstaðið, boðs- mennirnir komnir burtu og við vorum aftur ein og hjelt jeg á elskulegu Minnie minni í faðmi mjer, er herra Vanderwelt færði mjer brjef frá Englandi; það var frá hr. Warden og var jeg fljótur að opna það. Minnie tók þátt í óþolinmæði minni og las yfir herðar mjer; brjefsefnið hljóðaði þannig: „Minn kæri kaft. Keene! Það var næsta gæfusamlegt, að þjer skylduð geyma brjef- ið, en jeg má ekki tefja. Þegar jeg tók við því hjá Kross, fór jeg þegar af stað til gömlu meyjarinnar og sýndi henni það; jeg gerði meir, jeg las henni brjefið yðar, þar sem þjer skýrðuð frá þvi, hvers vegna þjer hefðuð komið láv. Verselý til að ætla, að móðir yðar væri dauð. Hin gamla mey, sem nú er næsta farin að minni, gat naumast skilið mig. Eigi að síður rankaði hún dá- lítið við sjer, er hún sá hönd bróðursonar síns og sagði: „Jæja, jæja, jeg sje, að jeg verð að hugsa um það; jeg ætla ekki að fastráða neitt; jeg verð að heyra, hvað ofurstinn segir.“ En það var það, sem jeg ekki óskaði, en hún var föst við sinn keip og jeg var neyddur til að fara frá henni. Það var sent eftir ofurstanum, en ekki veit jeg hvað gerðist, eða rjettara sagt, kynni að hafa orðið, er lukkan kom yður til hjálp- ar á næsta óvæntan hátt. Þegar jeg gekk út, sá jeg tvo menn koma i vagni; annar þeirra virtist mjög veikur og veikburða, því að hann gat naum- ast gengið upp þrepið; þeir spurðu eftir Delmar ofursta og var vísað inn í dagstofu, þangað til hann kæmi út frá hefðarmeynni Delmar. Jeg sá hann koma og skein ánægj- an út úr andliti hans, svo að jeg þóttist viss um, að hann hefði fengið hana á sitt mál. Jeg skundaði heim, fastráðinn í þvi að brenna hið nýja erfðabrjef, er ekki var und- irskrifað, þó eigi væri til annars, en að fá frest, og jeg þyrfti að semja það aftur. En morgunin eftir var sent til mín og jeg beð- inn að koma þegar til hallarinnar. Jeg gerði svo, en tók ekki nýja arfleiðslubrjefið með mjer, þar eð jeg þóttist viss um að gerði jeg það, yrði skrifað undir það samdæg- urs. En það var á annan veg, en jeg ætlaði; það var sent eftir mjer vegna dauða Del- mars ofursta, er hafði um morguninn fall- ið í einvígi við majór Stapleton, offíserann, er átti hólmgöngu við yður. Það virðist svo, að kaft. Green hafði sagt majórnum frá orðum ofurstans, er hann hugsaði hann dauðann og majórinn, er alt af hefur verið veikur síðan, hafi einungis beðið við, þang- að til hann væri fær um að standa, til þess að heimta viðreisn af ofurstanum. Það voru þeir majórinn og vinur hans, er jeg mætti, þegar jeg fór út úr höllinni daginn fyrir.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.