Lögrétta - 25.08.1915, Page 4
140
LÖGRJETTA
ekki hugur um, aö áhrif þau, sem
æskuliður vor fær frá sveitunum, sje
honum hollari en kaupstatSaráhrifin,
þrátt fyrir margt þarflegt og gott,
sem kemur frá kaupstöðunum. Og
aS því er þennan væntanlega kvenna-
skóla vorn Vestfirðinga snertir, þá
tel jeg mikil líkindi til þess, að mikill
meirihluti þeirra stúlkna, er hann
sækir í framtíðinni, verði einmitt
stúlkur úr sveit, stúlkur, sem einmitt
ætla sjer að ala aldur sinn i sveit og
starfa að sveitavinnu bæði úti og inni.
Þeim er því hollast og best að fá
mentun sína á góðum skóla i sveit.
Skólinn ætti og þyrfti aS vera hús-
mæðraskóli, þar sem nemendur ekki
einasta lærðu almennar fræöigreinir
bóklegar og hannyrðir, heldur líka
verkleg heimilisstörf t. d. matartil-
búning, meðferS mjólkur, smjör- og
ostatilbúning o. fl. Kensla í þessu er
stúlkum bráðnauðsynleg, einkum
þeim stúlkum, sem ætla aö ala aldur
sinn í sveit, og slíkir skólar eru oss
bráönauösynlegir. En yrði það nú of-
an á, aö þessi væntanlegi kvennaskóli
yrði settur í sveit, þá kemur til at-
hugunar,, hvar hann væri best sett-
ur, og hvaða staður yrði heppilegast-
ur. Jeg get nú imyndað mjer, að sýslu-
nefndirnar verði aldrei á eitt sáttar
um það, því hver mundi vilja toga
skólann til sin, eða sem næst sjer. En
í þessu þýðingarmikla velferðarmáli
má hreppapólitíkin með engu móti
komast að, heldur verða hinir vitr-
ustu og bestu menn sýslunnar að
leggjast á eitt með að reyna að fá
skólann settan þar, sem auðsjeð er að
hann sje best settur og á því að vera.
Jeg er í engum vafa um hvaða stað-
urþað er, sem að mínu áliti er best
fallinn til þess að vera skólasetur fyr-
ir slíkan skóla af öllum þeim stöðum
kringum Breiðafjörð, sem jeg þekki,
þegar tillit er tekið til allra kringum-
stæða og ástæða. Þessi staður er Ó-
lafsdalur. Jeg býst nú við að margir
reki upp stór augu, er þeir sjá að jeg
nefni Ólafsdal, sem er lengst inni í
Gilsfirði, og sumir munu því telja
mjög afskektan stað fyrir skólasetur.
Það hefur oft heyrst,að það hafi verið
misráðið, þegar hinn mæti og merki
maður, Torfi sál. Bjarnason, stofnaði
búnaðarskólann þar. Um það skal jeg
ekkert segja, en fyrst er nú þess að
gæta, að Ólafsdalur getur verið gott
kvennaskólasetur, þó hann á þeim
tíma, er búnaðarskólinn var settur
þar, kunni að hafa verið ekki sem
heppilegast búnaðarskólasetur. Svo er
þess að gæta, að nú hagar alt öðru-
vísi til með alt eða flest er að þessu
lítur en þá var. Þegar Torfi sál. fór
að Búa í Ólafsdal, var jörðin í stakri
niðurníðslu að öllu leyti, en nú er
hún ein hin besta og prýðilegasta
i jörð á öllu vesturlandi. Ólafsdalur er
á mótum þriggja sýslna, svo að því
leyti er hann vel settur. Nú ganga
skip inn á Salthólmavík og Króks-
fjörð, og þó að þær ferðir hafi að
þessu ekki þótt sem hagfeldastar, þá
tel jeg víst, að þær fari batnandi úr
þessu, og sýslunefndunum ætti að
vera vorkunnarlaust að haga ferðum
flóabátsins þannig, að skólinn hefði
full not af þeim. Frá Salthólmavík er
hjer um bil ein vika sjávar eða rúm-
lega það að Ólafsdal, og þaðan má
flytja allar nauðsynjar sjóveg inn að
Ólafsdalstúni, og á landi er vegurinn
í mesta lagi tveggja klukkustunda
lestagangur, og vegurinn ekki verri
en það, að það má aka fullum fetum
kerru eftir honum eins og maður
vill. Það er engu óhægra að flytja frá
Salthólmavík inn að Ólafsdal en t. d.
úr Borgarnesi og að Hvanneyri, og
heyrist ekki að nein vandræði sjeu
með flutninga þar á milli. Ekki eru
heldur nein sjerstök vandræði eða
vandkvæði fyrir stúlkur að komast
að Ólafsdal landleiðina, minsta kosti
ekki úr Dala-, Stranda-, Austur-
Barðastrandar-, Norður-ísafjarðar-
eða Mýrasýslum. Að minsta kosti
hafa stúlkur sótt erfiðari og lengri
leið oft og tíðum til Ytri-Eyjar og
Blönduósskóla. Þá mælir það með
Ólafsdal, að allar byggingar þar eru
bæði nógu stórar fyrir skóla og í
ágætu standi, svo að ekki er sjáanlegt
að þar þurfi að leggja í byggingar-
kostnað fyrst um sinn. Jeg tel liklegt,
að Ólafsdalur fáist nú til kaups með
góðum kjörum. — Þegar jeg lít nú
á þetta mál, þá blandast mjer ekki
hugur um, að þessi væntanlegi skóli
á að vera í sveit, og jeg sje engan
stað — þegar á alt er litið — heppi-
legri fyrir skólasetur en einmitt Ólafs-
dal, og jeg álít að þeir, sem ráða fyrir
þessu máli og framkvæmd þess, ættu
nú að festa kaup í Ólafsdal fyrir
kvennaskólasetur Vestfirðinga, því að
sú slysni ætti ekki að koma fyrir, að
sá skóli yrði settur í kaupstað. Búið
gæti annaðhvort stofnunin sjálf rekið
eða þá, og það öllu fremur, að jörð-
in yrði bygð þar til hæfum manni,
sem ræki svo búskap á henni, seldi
stúlkum fæði, og sæi um að þær gætu
fengið að læra húsmæðrastörf, og ljeti
þær sitja fyrir með vinnu á sumrin
eftir ástæðum. En út í hin ýmsu at-
riði fyrirkomulagsins á skólahaldinu
skal ekki farið í þessum línum, enda
eru þær ekki ritaðar í því skyni. Það
er nú búið að leggja svo mikið í
kostnað í Ólafsdal og gera þar svo
mikið, að það má með engu móti
eyðileggjast; landið og þjóðin hefur
ekki efni á þvi. Og engin gleði hefði
Ólafsdalshúsbóndanum nýlátna verið
gerð meiri en ef hann hafði sjeð, að
hinir ráðandi menn þjóðarinnar hefðu
kunnað að meta svo verkin hans í
Ólafsdal, að þeir hefðu gengist fyrir
því að , einhver nytsemdarstofnun
hefði verið sett þar á stofn, og ef að
það yrði, þá er jeg viss um að enn eigi
eftir að streyma holl og góð áhrif út
yfir þjóð vora og þjóðlíf frá Ólafsdal,
eins og átti sjer stað í svo ríkum mæli
meðan ágætismaðurinn, Torfi sál.
Bjarnason hafði búnaðarskólann sinn
þar. Læt jeg svo úttalað um þetta mál
að sinni.
Efri-Múla io. ág. 1915.
Sveinn Guðmundsson.
Eg-gert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17. Venjulega heima
kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16.
Lýdskólinn
í Bergstaðastræti 3, Reykjavík byrjar 1. vetrardag og stendur 6 mánuði.
Námsgreinar: íslenska, danska, enska, saga, landafræði, náttúrufræði, reikn-
iugur, bókfærsla, söngur, handavinna, líkamsæfingar. Nemendur geta sjálfir
valið um þessar námsgreinar. Ekkert próf er heimtað, en námsvottorð fá þeir
nemendur sem óska. Kenslugjaldið að eins 25 kr. yfir allan tímann og minna
yfir styttri tíma. Tungumálin kend með tíðum talæfingum og ritæfingum,
Nemendur fá inntöku í skólann hvenær sem er meðan rúm leyfir, en umsóknir
er best að senda sem fyrst til forstöðumanns
Ásmundar Gestssonar,
Laugaveg 2 Reykjavík.
r
Hlutafjársafnendur út um landið sem enn þá ekki hafa sent oss afrit
af listum þeim með númerum hlutabrjefanna, sem á sínum tíma voru send-
ir með hlutabrjefunum, eru góðfúslega beðnir að senda oss sem ALLRA
FYRST þessa lista, og bæta við á þá heimilum hluthafa.
Sömuleiðis eru allir þeir hluthafar í Reykjavík og nágrenni, sem enn þá
ekki hafa sýnt hlutabrjef sín, góðfúslega beðnir að sýna þau á skrifstofu
fjelagsins í Hafnarstræti 16 (uppi) sem er opin frá kl. 9 árd. til kl. 7
síðdegis.
Eif. ,Nýja Iduxmc
er nú tekin til starfa og óskar eftir verkefni. Fjelagið kaupir því ull og
ullarprjónatuskur hæsta verði.
HjF NÝJA IÐIJNN kembir, spinnur, vefur, þæfir, pressar, afdampar og
litar. Alt vel af hendi leyst.
Sendið sýnishornasafn eða verðlista
til bankastj. ALB. PETTERSSON,
Mariannelund, Sverige.
Auglýsing.
byrjar 1. nóvember og stendur yfir í sex mánuði. Aðgöngu fá bæði piltar
og stúlkur. Skólagjald 15 kr.
Námsgreinar: íslenska, reikningur, saga, náttúrufræði (einkum heilsu-
fræði og eðlisfræði), landafræði, enska, hagfræði, leikfimi, hannyrðir.
teikning og söngur.
Námsgreinar þessar eru áframhald af því sem kent er í barnaskólunum
en engin endurtekning.
Nemendur fá heimavist, hún kostaði síðastliðinn vetur 123.25 kr. fyrir
stúlkur en 156.51 fyrir pilta.
Umsóknir sendist undirrituðum, sem gefur frekari upplýsingar og ann-
ast alla aðdrætti til skólans.
Hvammstanga 29. júlí 1915.
Ásgfeir Mag'itússon.
Þeir, sem á sínum tíma lögðu fje inn í verslun okkar Ólafs heitins Árnasonar
á Stokkseyri (lánuðu Ólafi) og kölluðu „axiur“, eru beðnir að snúa sjer til
skiftaráðandans í Árnessýslu, sem nú er hr. cand. jur. Eiríkur Einarsson, Eyr-
arbakka, vegna endurgreiðslu á þessu fje, en ekki til mín að svo stöddu. En
sjá skal jeg um, ef jeg má ráða, að hver fái sitt, en ekki einum eyri meira eða
minna.
I sambandi við þetta vil jeg geta þess, að fáeinir menn vilja hrifsa undir sig
eignir mínar og barna minna, mun það ekki ganga svo greitt, og í sambandi
við það læt jeg með fylgja vitnisburð sýslubóka Árnessýslu, sem sýnir að
verslun okkar Ólafs heitins var aldrei seld, enda hef jeg ekki fengið eyris
virði fyrir hana enn í dag.:
„Hvorki í kaup og veðbókum Árnessýslu nje í skjalasafni sýslunnar finnast
nein skjöl viðvíkjandi sölu eða afhendingu á verslunum eða öðrum eignum
fjelagsbús hjónanna Ólafs kaupmanns Árnasonar og frú Margrjetar Árnason
til kaupfjelagsins Ingólfur eða annara.
Skrifstofa Árnessýslu 11. október 1913.
Sigurður ólafsson."
Að framanritað sje rjett eftirrit af mjer sýndu frumriti, vottast hjer með
notarialiter eftir nákvæman samanburð.
222
Þeir gengu á hólm í dögun og fjellu báðir.
Majórinn lifði samt nógu lengi til þess að
gera þá játningu, að einvígið við yður hefði
verið að undirlagi ofurstans, til þess að
rýma yður úr vegi, eftir að hann hefði átt
tal við skrifara minn, og ofurstinn hefði
ætlað að launa honum ríflega, ef hann sendi
yður til annars heims. Eftir þetta grunar
mig, að úr haglabyssunni hafi ekki hlaupið
af tilviljun, eins og menn ætluðu. Hvað
um það, ofurstinn er úr vegi fyrir yður og
hin gamla mey hefur fengið þann skell, að
eigi er hætt við því, að hún breyti erfða-
brjefinu, og þó hún reyndi til þess, efast
jeg um, að það yrði álitið lögmætt, því að
hún er búin að missa alt ráð. Jeg hef þess
vegna eyðilagt þá skrána, er eigi var undir-
skrifuð og efast ekki um, að jeg eftir fáar
vikur geti samfagnað yður, eins og erfingja
þessarar eignar. Jeg hygg, að það sje því
betra, því fyr sem þjer komið, og jeg ræð
yður til þess að setjast að í Madelenehöll,
því að eignin er aðalatriðið og þá getið þjer
beint frá yður öllum yfirgangi.
Yðar einlægur vin
Warden."
„Jæja, elskulega Minnie, jeg held jeg
megi óska þjer til hamingju, sem húsfrú
Madelenehallar," sagði jeg og braut sam-
an brjefið. — „Já, Percival, en það er eftir-
skrift-yfrá blaðinu, er þú hefur ekki lesið.“
Jeg sneri brjefinu við.
E. s. Jeg gleymdi með öllu að segja yður
frá því, að það er skilyrði bundið, að þjer
takið við eigninni, er jeg geri ráð fyrir, að
þjer hafið ekki á móti, úr því það var
sjerstök beiðni lávarðar Verselý, sem sje,
að þjer tækjuð upp skjaldarmerki Delmars-
ættarinnar og nafnið Delmar.
Notarialskrifstofa Reykjavíkur 27. jan. 1915.
Oddur Hermannsson.
Gjald: 50 — fimmtíu —
aurar. Greitt.
O. H.
Reykjavik 21. ágúst 1915-
r
Margrjet Arnason.
veggpappír og pappír til að líma á rúdur,
fæst í
VeoDfóOursverslun 8v. lissonar 5 Co.
E N D I R.
Vátryggið fyrir eldsvoða í
general.
Stofnsett 1885.
Varnarþing í Reykjavík.
SIG. THORODDSEN. Sími 227.
Umboðsm. óskast á Akranesi, Kefla-
vík, Vík, Stykkishólmi, ólafsvík.
Nokkrar húseignir,
á góðum stöðum í bænum fást keypt
ar nú þegar. Mjög góðir borgunar-
skilmálar. Væntanlegir kaupendur
snúi sjer til SVEINS JóNSSONAR.
Til viðtals í veggfóðursverslun Sv,
Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kl.
3—6 síðdegis.
Klæðaverksmiðjan
Álafoss
kembir, spinnur, tvinnar, þæfir, ló-
sker, pressar, litar, gagneimir (af-
dampar) og býr til falleg tau.
Vinnulaun lægri en hjá öðrum klæða-
verksmiðjum hjer á landi.
„Alafoss“-afgreiðslan: Laugaveg 34-
Rvík sími 404.
Bogi 0.1. Púröorson.
Oddur Gíslason
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
LAUFÁSVEG 22.
venjul. heima kl. 11—12 og 4—7.
Prentsmiöjan Rún.