Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 23.10.1915, Qupperneq 1

Lögrétta - 23.10.1915, Qupperneq 1
Nr. 49 Reykjavík, 23. október 1915 X. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bdkaversiun Siofðsar EymmdssoBar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettar málaf ærslumaður. LÆKJARGATA a. Venjulega heima kl. 4—7 sí8d. fínnur nýtt land og býr sig i nýja norðurför. Áöur hefur hjer í blaöinu veriö stuttlega skýrt frá því, aö frjettir komu af Vilhjálmi Stefánssyni norö- urfara nál. 20. sept, og sögöu honum liða vel, en til þess höföu menn um kngan tíma ekkert frá ^honum heyrt. í nýkomnu „Lögbergi“, frá 23. sept., er skýrt nánar frá þessu, og segir þar svo: „Til Nome, Alaska, kom skiþ aust- an úr ishafi, þann 17. sept., er sagði þá sögu, að Vilhjálmur Stefánsson væri heill og hraustur, hefði fundiö nýtt land á ferðum sínum norður ísa og væri búinn aö fá sjer skip i stað- inn fyrir Karluk og útbúa þaö til ferðar. Skipið, sem frjettina bar, hafði verið sent í fyrra að flytja vistir til Mackenzie ósa og staöa þar umhverf- is, en komst þangað ekki fyrir isum, fyr en í sumar; þá hitti Vilhjálmur Vilhjámur Stefánsson. það. Hann sendi með því ferðasögu, dagsetta á Herschel eyju 23. ágúst, og skal hjer birtur útdráttur úr henni: Þaö var í fyrri hluta aprílmánað- ar, áö Vilhjálmur skildi við fylgdar- menn sína hina amerísku, og hjelt norður á vökóttan, hrannaðan is, er barst hratt vestur á bóginn fyrir straumi, og haföi þá tvo fylgdar- menn og einn hundasleða, hlaöinn vistum og farangri. Fylgdarmennirn- ir voru norskir, Storker Storkersen (Styrkár) og Ole Anderson, valdir s.f Vilhjálmi úr stórum hóp, fyrir þol og trúmensku. Það þótti litið vit að leggja á ísinn undir vorið og vildu víst fáir til verða, en V. fór sínu fram; hann hjelt norður ísinn í níu- tiu og sex daga og komst heilu og höldnu til lands. Vilhjálmur lagði á ísinn út af Alaska, en kom af honum niiklu austar og náði til þess hluta leiðangursins, er komist haföi alla leið og var að verki því sem honum var ætlað, að kanna og kortleggja Mackenzie fljóts ósa og aöra staöi norður þaðan og austur. Þaðan tók liann sig upp aftur 21. febr. í vetur leið og hjelt enn norður á ísana, með sínum norsku fjelögum og fleiri öör- um, tafðist hann mikið af þokum og vökum í ísunum og sóttist því seint; var skamt á leið kominn, þangaö sem hann ætlaði, þegar vora fór. Sum- staöar var lagnaðarís mjög þunnur, og var hættulegt að fara yfir hann er ísinn rak fyrir straumi og hrann- aöi með skjótri svipan. Svo var straumurinn mikill, að frá 1. til 6. maí rak þá fjelaga ellefu mílur til suðurs, og þrettán mílur vestur á Ijóginn. Vakirnar voru sumar 1500 teta breiðar, og urðu þeir aö ferja sig yfir, breyta sleöum í báta, meö þvi að skjóta segli undir meiðana og binda það upp á sleða baggann. Sá farkostur gat borið tíu vætta þunga i sljettum sjó, en hálfu minna ef hvast var. Þar kom, að ísinn gerðist kramur og jakarnir smærri og smærri og auður sjór alstaðar á milli, svo að Vilhjálmur breytti stefnu og leitaði til Patric eyjar, en fimtu mílur bar straumurinn þá suður á við, áður en þeir sluppu af honum á land þann 1. júni í sumar. — Þrettán hunda höfðu þeir og þá líklega tvo sleða; þeir drýgöu vistirnar, er þeir lögöu upp meö, með því að drepa seli og bjarndýr, bæði til matar og eldsneytis. Olían náöi skarnt, og suöu þeir eftir það við selslýsi. Þeir höfðu vind- þurkað hreindýrakjöt handa hundun- um, en það var nú gengiö upp og að eins tuttugu daga vist eftir handa mönnunum. Þeir hjeldu nú norður eftir eyju þessari, sem er stór og allvel þekt, því þar höfðu áður komið frægir norðurfarar og kortlagt hana, nema 50 mílna svæði. Það kannaði Vil- hiálmur og mældi. Þar fann hann stöðvar þær, sem McClintosh hafði hafst við á, nafnkendur norðurfari fyrrum, og brjef, er hann haföi skilið þar eftir. Þá daga voru þokur og dimt i lofti og erfitt að fást við mæl- ingarnar. En er þeim var lokið, slógu þeir tjöldum á nyrsta odda eyjarinnar. Þá sá Styrkár, er gengið hafði upp á háan ísjaka kamb, land til land- norðurs, er enginn hafði áður sjeð nje heyrt getið um. Þangað var þegar stefnt og komust þeir þangað næsta d'ag, eftir fjórtán mílna ferð. Þeir könnuðu strönd þessa nýja lands á 100 mílna svæði, í þrjá daga, gengu upp á 2000 feta hátt fjall og sáu það- an önnur enn hærri , um 50 mílur inn á landið. Fyrir því álítur V. land þetta vera allmikið um sig. Lágt var þar sem þeir lentu, á 77,43. stigi norðurbreiddar og 115,43. vestur- lengdar baugi, en hækkaði eftir því sem austar dró og uröu þar fjöll og hamrar fyrir þeim. Mörg hreindýr voru þar og önnur dýr heimskautalanda, nema engin bjarndýr urðu þeir varir við. Á Jónsmessudag komu þangað gæsa- hópar úr suðri og þá fóru farvegir að fyllast af leysingum í sólarhitan- um. Því máttu þeir fjelagar ekki tefja, heldur urðu að flýta för sinni áður ísar gerðust ófærir. Á suður- leið komu þeir í eyjar nokkrar áð- ur ófundnar og námu þær til handa Canada. Þeir röktu sig nú suður með stórum eylöndum, áður kunnum, skildu eftir sleða á góðum stað og segir síðan ekki af ferð þeirra fyr en þeir komu aftur til þess staðar, er þeir höfðu lagt upp frá þann 21. febr. Þangað komu þeir 8. f. m. Á allri þessari för hafði ekkert slys viljað til, annað en að eitt sleða- hlass hafði vöknað hjá þeim. Eng- inn mannanna varð einu sinni lasinn og alla hundana komu þeir með aft- ur i góðu standi. Þeir höföu nætur- ból i snjóhúsum, er þeir bjuggu til á kveldin, að sið Eskimóa. Um 100 vættir af keti og spiki brúkuöu þeir á leiðinni, mest af sel; þeir veiddu seytján hreindýr. Þann. 11. ág„ daginn eftir heimkom- una, bar þangað skipið Polar Bear, þriggja ára gamalt, er gengur fyrir seglum og olíu, eftir vild. Stefáns- son keypti það fyrir 20 þús. dali og útbjó það til tveggja ára með vist- um frá skipi þá nýkomnu, er stjórn- in hafði sent til leiðangursmanna. Vil- hiálmur ætlaði þegar að leggja 110rð- ur á hinu nýja skipi, en hætti við, nteð því að áliðið var sumars. En með vorinu leggur hann norður á því, í svokallað Beauforts haf, ef veður og ísar leyfa. Beauforts haf er ókannað ; halda sumir að þar sje hafsdjúp mik- ið, en aörir að þar sjeu stór lönd. Ferðir hafa verið gerðar þangað, en orðið hafa þær að engu. Þetta, sem nú var sagt, er ágrip at því, sem Vilhjálmur hafðist að frá þvi að hann lagöi upp í vetur. En frá því er hann skildi við manna- bygð í fyrra vor og lagði norður á ísana með sínum tveim norsku fje- lögum, segir Vilhjálmur sem nú skal greina: „Það var aðaltilgangur leiðangurs- ins að rannsaka hið ókunna haf, fyr- ir norðan Ameriku, vestur af eyja klasanum. Það hlutverk var ætlað vænsta skipinu, Karluk. Seglskútan Alaska átti að kanna Coronation flóa og seglskipið Mary Sachs átti að vera til vara og liðsinna því af þess- um tveim skipum, sem mest þurfti á að halda og jafnframt kanna hafið þar sem það fór um. Nú fór alt sem ætlað var, nema að Karluk hvarf, og er sú saga sögð hjer áður í blaðinu. Tekur Vilhjálms frásögn þar til, er liann lagði norð- ur á ísana 27. mars í fyrra og varð ekki fyr til ferða búinn en 9. apríl. Þeir voru þrír saman, svo sem fyr getur, með einn sleða og 1236 punda hlass, mest matvæli handa sjálfum þeim og hundunum, er endast átti í 40 daga; þeir höfðu segl 2 vætta I þungt, til að slá undir sleðann og ferj- ast yfir vakir, tvær byssuf og 360 skotstikla. „Tveim dögum eftir að við höfðum skilið við hina, skall á okkur það versta veður, sem við fengutn á allri ferðinni; Ekki vakaði isinn við það heldur hrannaði hann i stórar bung- ur og borgir, er hvert jakabáknið hlóðst á annaö ofan; svo mikið gerð- ist að um þetta, að jakar, sem við höfðum farið yfir daginn áður, mílu vegar frá náttstað okkar, voru að eins nokkur hundruð fet frá honum að morgni. Nokkur fet frá tjaldinu hlóst upp jakahamar, tuttugu feta hár og ef einhver jakinn hefði hrun- ið á tjaldið, þá hefðu þar oröið sögu- lok. Okkur skilaði allvel áfram, enda varð fyrir okkur sljettur ís, nýlagöur, í þynnra lagi; höfðu þar oröið vakir í ísinn, stórar sem höf, í jafndægra- stormunum í marsmánuöi og síðan lagt yfir í vægu frosti. Nú var bjart allan sólarhringinn og farið að votta fyrir sólbráð. Það var ljóst, að þessi þunni ís mundi verða ófær eftir tvær eða þrjár vikur. ' Við vorum nú komnir 240 mílur frá landi, og með þvi að hart austan- fall liggur meðfram Alaskaströnd á vorin, var ekkert vit í að snúa til lands aftur. Það sem við áttum að vinna var í norðri, og þangað var ó- hultara að halda, með því að því lengra sem norður sótti, þvi minna gætti sólarhitans. Auk þess höfðum við svo ráð fyrir gert, að halda til Banks lands, til að kanna sjávardýpi á þeirri leið og inna verk af hendi á landi, svo og til að safna nesti, smálka af hreindýrakjöti, til næsta árs sleðaferðar norður á bóginn. Nálega allur smálki (pemmican) sem leiðangrinum var ætlaður, fór for- görðum með Karluk. Þvi afrjeð jeg að reyna ekki að snúa aftur til megin- lands, heldur að halda i austur land- norður til Banks Lands eöa Pa- trick Island, eftir því sem verkast vildi. Vegna þess, hve nærri var komið sumri, varð það loks úr, að við tókum stefnu sem næst Alfreds- höfða nyrst á Banks Land. Olíulausir urðum við 5. mai, og í næstu tíu daga á eftir bræddum við ísmola kvelds og morguns til vökvunar og höfðu með því feiti, er í förinni var til áburðar á bátseglið, en að eins hálfan skamt af Jiessu höfðum við seinni helm- inginn af þessum tíu dögum. Okkur var farið að svengja þann 15. mai og Umdarnir farnir að leggja drjúg- Hjer er sýnd konungshöllin í Soffíu, höfuðstað Búlgaríu. Þar hafa nú að undanförnu farið fram ráðagerðii, sem nærri þvi má um segja,, að stórveldin hafi staðið á öndinni yfir. Lengi var stjórn Búlgara að bræða það með sjer, hvoru megin hún ætti að vera í striðinu, og ljet ganga eft- ir sjer af báðum. En nú er teningunum kastað og Búlgaría komin út í ófriðinn Þjóðverja megin. Án efa hefur konungurinn ráðið ekki litlu um þetta þvi sumir kunnustu herforingjar Búlgara gengu i þjónustu Rússa í byrjun ófriðarins og höfðu á hendi herstjórn hjá þeim, — enda eru það nú óþvegin orð, sem honum eru valin i blöðum Englendinga. Hjer fylg- ir mynd af Ferdínand konungi og krónprinsi Búlgara, sem Boris heitir, en hann er að eins 21 árs að aldri og er þó nú talinn yfirforingi Búlg- aiahersins, auðvitað að eins að nafni, þvi svo ungur maður getur ekki haft til að bera þá þekkingu, sem til þess þarf. En þetta á að sýna, í hve nánu sambandi herinn standi við konungshúsið. um af. Þeir unnu sama verk og áð- ur við minni fæðu, — þeir nöguðu skinnklæðin okkar og gerðu sjer mat úr þeim, en seinustu bitarnir af hundasmálkanum fóru i okkur. Þeg- ar svona var komið, virtist skynsam- legra að setjast um kyrt, heldur en að herða ferðina, svo við settumst að við vök og sátum um sel. Sú vök var það stór, að við hefðum ferjað okk- ur yfir hana á tveim klukkutím- um, á farkosti vorum. Við höfðum ekki setið urn selinn lengur en það, ei einum skaut upp, svo sem 300 yards frá vakarbarminum; hann fjekk kúlu i heilann, sem var hepnis- skot; var þá sultinum lokið úr því. Eftir það liðu 43 dagar áður en við náðurn landi, en höfðum nóg viðurværi alla þá tið. Við höfðum selspik til eldsneytis og ljósa, með sela- eða bjarndýrabein fyrir kveik, því að spikið brennur ekki sjálft eins og olía. Mörg bjarndýr drápurn við i þessa 42 daga og um 40 seli og söfnuðum vænum forða til frambúð- ar, ef til þyrfti að taka. Þegar við áttum eftir um 100 míl- ur að strönd Banks lands, fengum við austan vinda á móti og tók þá ísinn að reka vestur. Þann 24. maí, lítið eitt fyrir norðan 74. breiddarbaug, 45 milur frá Banks Land, skildum við eftir tvö tonn af keti og spiki og fjóra bjarndýra- feldi. Bjarndýrin komu jafnan óboð- in í tjaldstað, og fældust ekki við hundgá nje hróp; þau munu hafa tekið þau hljóð fyrir máfagarg, með því að öðrum hljóðum hafa þau ekki verið vön. Nú rak okkur um 60 mílur frá landi, ekki fyrir vindi eingöngu, heldur líka straumi. Við vorum komnir það nærri landinu, að við fundum botn á 736 metra dýpi, en þrem dögum seinna fundum við ekki botn með 1300 metra streng. Yið lágum lengi við afarstóra vök, en þar kom, að hún mjókkaði svo að við gátum ferjað okkur yfir hana. Eftir það hjeldum við áfram jafnt og þjett til austurs og norðurs, með vestlægum vindum af útnorðri, er hjelt isnum saman og að Banks Land, en svo var skriðið mikið á ísnum, að við fórum hraðara til suðurs en í þá átt, sem við stefndum. Fyrir því náðum við ekki landi á Alfred höfða, heldur 30 mílum sunnar, að kveldi þess 26. júní, 96 dögum eftir að við lögðum upp frá Martin Point í Alaska. Vegalengdin, sem við fór- um, er lítið meira en 700 mílur, en ferðina ber ekki að miða við það ein- göngu, heldur við hitann á ísnum og við tálmanir á leiðinni af vindum og straumum. Ef við hefðum getað lagt upp mánuði fyr, og alt gengið skaplega, þá hefði helmingi lengri leið verið auðfarin á sama tíma. Banks ey, þar sem við vorum nú komnir, sjá hvalarar stundum, en ekki hafa þar hvítir menn komið síð- an McClúre gekk þar af skipi sínu áriö 1854. Stór isjakagarður stóð botn úti fyrir vesturströnd eyjarinn- ar, 5 til 20 rnílur undan landi, en inni fyrir var auður sjór; margar vikur og vogar eru þar og hinar bestu lend- ingar. Jeg reyndi að hitta Eskimóa, er vanalega vitja hingað á vetrin, til þess að fá hjá þeim hunda, en ekki tókst það; þeir höfðu hvarflað til einhverra annara stöðva.“ Vilhjálmur og menn hans bjuggust um þar sem þeir voru komnir, þang- að til þeir náðu saman við hinn syðri hluta leiðangursins og bjóst hann um þar til hann lagöi á ísana aftur þann 11. febrúar, sem að ofan segir. f

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.