Lögrétta - 23.10.1915, Blaðsíða 2
176
LÖGRJETTA
LÖGRJETTA kemur út á hverjum mi8-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
tr.inst 60 blöð alls á ári. Verð: 4 kr. árg. á
Islandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí.
Enn um kmnniskdln Uesiðinga.
Síöan Lögrjetta flutti grein frá
mjer, um þennan fyrirhugaöa kvenna-
skóla, hefur mjer í sama blaSi borist
önnur grein, eftir prest, sjer Lárus,
er fer þvi fram, aS skólinn sje best
settur í F 1 a t e y.
Þó sá staöur sje hóti betri en Ólafs-
dalur til þess, þá eru samt svo margir
annmarkar á því, að sá staöur er
ekki heldur vel valinn fyrir skólann.
Þetta er umflotin eyja, sem ekki hef-
ur ööruvísi samgöngur við umheim-
inn en yfir sjóinn, en hann (sjóinn)
leggur þar oft í frostum svo ekki
veröur komist aö fyrir ís, enda er
ekki tíundi hluti þeirra gufuskipa-
ferða, er liggja um Stykkishólm, sem
koma þar við. Heldur ekki er þar
s í m i, og það hefur einnig mikla
þýðingu. Og ekki hefur gefand-
anum sýnst, að nefna eyjuna til þess,
sem hún þó sjálf er upprunnin úr
og allur hennar auður stafaði frá.
Enda mun sú forna frægð þeirrar
eyjar, er þeir voru uppi, Br. Benidikt-
sen, sjera Ó. Sívertsen, Eiríkur Kuld,
Johnsen o. fl. — vera horfin.
Mjer getur nú ekki persónulega
verið neitt mikið í mun um það, hvar
skóli þessi stendur. En það verð jeg
að segja, að ætti jeg enn þá ungar
dætur, sem jeg vildi menta, þá ljeti
jeg þær fúslega fara á kvennaskóla,
ef hann stæði í Stykkishólmi, en ekki,
ef hann stæði „í fásinninu“ í Flatey.
Því hvað er eiginlega sönn mentun?
Hún er ekki innifalin — síst fyrir
stúlkur — í því, að sökkva sjer niður
i bóknám og vera svo eins og „álfur
út úr hólnum“ í öllu praktísku i lif-
inu. M e n t u n — sem við skýrum
með danska orðinu „Dannelse“ — er
marghliðaðri en það, að hanga alt af
uppi yfir baldering og bóknámi, osta-
gjörð eða útsaumi, það verður líka
að læra kurteisissiði, fagra fram-
göngu í öllu látbragði, hæversku i
viðmóti, etc. Því segir útlendur máls-
háttur: Segðu mjer hverja þú um-
gengst og jeg skal segja þjer hvernig
þú ert. í Stykkishólmi er meiri ment-
unarblær á öllu en annarstaðar kring
um Breiðafjörð, sem von er, því þar
eru fjórar stórverslanir; þar býr
sýslumaður, læknir, apótekari og
fundahöld og fyrirlestrar eru þar
oft. Og — þar er líka allmyndarlegt
sjónleikahús! Jeg býst við að prest-
arnir segi, að það sje alt tildur og hje-
gómi einber, sem jeg fer með, er jeg
nefni leikhús. En þá skal jeg segja
þeim það, að einn merkur sagnfræð-
ingur Dana kveður svo að orði um
gamla Holberg þeirra, að hann hafi
unnið þjóðinni sinni meira gagn með
sjónleikunum, en allar prjedikanir
prestanna. Þetta er líka rjett, því eng-
iun hlutur vekur eins fegurðartilfinn-
ingu og mannúð en flettir um leið
ofan af allri hræsni og varmensku,
— eins og góðir sjónleikir. Og hvað
er stúlkunum nauðsynlegra, en að sjá
fyrir sjer alla prúðmensku er styður
að því, að þeim hlotnist gott hlut-
skifti, sem fyrir þeim er aðalákvörð-
un lífsins.
Sýslunefndirnar ráða nú úr því,
h v a r flest mælir með því, að skólinn
skuli standa, hvort heldur í Ólafsdal,
Flatey, Búðardal kannske, eða — í
Stykkishólmi.
Staddur í Reykjavík, lo. okt. 1915.
S t. D a n í e 1 s so n.
Strídid.
Viðureignin á Balkan.
Khöfn 21. okt.: „Þjóðverjar og
Búlgarar sækja fram í Serbíu og hafa
nálgast járnbrautarlínuna milli Nisch
og Saloniki.“
Nisch er norðar en i miðju landi,
og þar hefur stjórn Serba setið nú
í ófriðnum vegna þess, hve Belgrad
er illa sett, norður á landamærum.
Nú, þegar herflutningar eru byrjaðir
ncrður eftir frá Saloniki, er það auð-
vitað mikils vert, að hafa vald yfir
járnbrautinni til Nisch, og þvi leggja
nú Búlgarir og miðveldaherinn kapp
Myndin hjer sýnir vígvöll á vesturherstöðvunum. — Þó undarlegt megi virðast, þeim er vígvellina skoð-
ar, þá sjást þar færri og færri hermeitn eftir því sem nær kemur framlínu heranna. Þar eru hermennirnir duldir
í göngum neðanjarðar, og liggja þau göng í samhliða röðum, hver aftur af öðrum, og þannig er línan óslit-
in alla leið norðan frá hafi og suður að takmörkum Svisslands. Milli ganganna eru þvergangar, sem mynda
leiðir frá einum langgöngum til annara. Langgöngin eru kölluð hlaupgrafir. Framan við þær eru endalaus-
ar gaddavírsgirðingar. Úr öllu þessu 'er órðið slíkt' völundarhús, að ógerningur virðist fyrir óvinalið, að kom-
ast í gegn um það. Umbúnaður er eins báðumegin, og er litið er yfir framlínur heranna beggja, er þar hvergi
mann að sjá, heldur endalausar gaddavírsgirðitígar og jarðgöng. Milli herlínanna, Þjóðverja öðru megin og
bandamanna hins vegar, er dálitið autt svæði, land, sem enginn getur helgað sjer. Hætti nokkur maður sjer
út á það svæði i björtu, þá er dauöinn vis. En frá fremstu hlaupgröfunum báðu megin er í sifellu grafið
niðri í jörðinríi til þess að reyna að komast undir göng óvinanna og leggja þar sprengivjelar, sem síðar
ei' kveykt í eftir þráðalagningum úr fjarska. Alt landið þarna er því sundur grafið, eins og eftir stórar rott-
ur. En langt að heyrast fallbyssudunurnar frá ósýnilegum skotstöðvum, og stórskotin springa í lofti yfir
hlaupgröfunum. En þar fyrir ofan svíta flugvjelarnar á sífeldum njósnum eftir skotstöðvunum og með vak-
andi auga yfir öllu því, sem fram fer niðri i jarðgöngunum. Þannig er viðureignin mánuð eftir mánuð á
vesturherstöðvunum.
á að ná henni. Sagt hefur verið, í
skeyti í „Frjettum“ frá 21. þ. m.,
að hjálparher bandamanna, er frá Sa-
loniki kom, hafi sameinast her Serba.
ítalir hafa nú einnig sagt Búlgurum
stríð á hendur.
Grikkir sitja hjá. En eftir því, sem
fregnirnar segja, hafa þeir ekki leyft
bandamönnum umferð um land sitt.
Bandamenn tilkyntu stjórn Grikkja,
að þeir settu her á land i Saloniki
cg ætluðu að halda honum til liðs við
Serba. Mintu Grikki um leið á banda-
lag þeirra við Serba, og kváðust
vegna þess vænta, að ráðstafanir sín-
ar urn þetta mættu ekki mótspyrnu
hjá Grikkjum. Þetta var áður en
Venizelos fór frá völdum, og mót-
mælti hann þessum aðförum, en þó
aðeins að yfirskyni, að því er öðr-
um fanst,,og engar frekari tilraunir
gerði hann til þess að hindra áform
bandamanna. Af þessum sökum gátu
þeir konungur eigi lengur unnið sam-
an, og fór þá Venizelos frá. En ekki
hafa Grikkir að heldur eftir það reynt
að hindra umferð bandamannahers-
ins um landið með hervaldi. Þeir eru
nú alveg eins settir og Belgar í upp-
hafi ófriðarins, en þeir fara öfugt að
við þá. Þeir verja ekki hlutleysí sitt
með vopnum. Bandamenn hafa nú
gert Grikkjum sömu kosti og Þjóð-
verjar Belgum áður. Brotið er það
sama, að eins öðru vísi við því snú-
ist af þeim, sem fyrir verða. En Þjóð-
verjar geta ekki láð Grikkjum fram-
komu þeirra, af því að hún er hin
sama, sem þeir sjálfir ætluðust áður
til af Belgum, enda heyrist ekki held-
ur getið um, að þeir telji jietta fjand-
skaparvott frá Grikkjum.
Bediers-málið.
Eitt af þvi, sem pennastríð mikið
hefur staðið um nú í ófriðnum, er
hið svonefnda Bediers-mál. Franskur
prófessor frægur fjekk til rannsóknar
og umsagnar mikið af brjefum, er
sagt var að fundist hefðu í vösum
Jjýskra hermanna, sem handteknir
voru af Frökkum í fyrra sumar og
haust, sem leið. Prófessorinn gaf svo
brjefin út og ritaði um þau, og sum
jieirra voru sýnd í bók hans ljósmynd-
uð. Markmiðið með útgáfunni var að
sýna, að J)ýski herinn hefði komið
fram með grimd í innrásinni í Frakk-
land i fyrra. Risu miklar deilur út af
brjefunum milli frakkneskra og
þýskra rithöfunda og bárust þær deil-
ur einnig út til annara þjóða. Var t.
d. harðlega deilt um þetta efni síðastl.
sumar í dönskum blöðum. Þjóðverj-
ar og þeir, sem þeirra málstað tóku,
sýndu fram á, að brjefin væru all-
víða misskilin, og töldu þeir yfir höf-
uð hlutdrægni koma fram í meðferð-
inni á þeim, og sumir töldu brjefin
jafnvel falsbrjef. Um þetta mál kom
hjer út pjesi fyrir nokkru eftir Guð-
brand Jónsson skjalaritara í Khöfn,
skrifaður frá sjónarmiði Þjóðverja,
til þess að sýna fram á ýmsar villur
í riti Bediers og hnekkja gildi þess.
En eins og Lögr. hefur margbent á,
skyldu menn ekki leggja mikinn trún-
að á sögur um grimdarverk frá stríð-
inu, hvorugu megin frá, nje hampa
þeim, j)ví margt af þeim reynist, j)eg-
ar betur er gætt, meira og minna ósatt
eða ýkt, og svo eru oft atvikin, sem
til þeirra sagna liggja, hulin. Þjóð-
irnar, sem hjer eigast við, standa svo
hátt í menningu, að menn hljóta að
lita svo á, að mannúð og menning sje
hjer sameinuð hernaðinum að svo
miklu leyti, sem unt er að samrýma
það tvent.
Kafbátarnir í Eystrasalti.
Það lítur út fyrir að Englending-
ar hafi nú fjölda kafbáta í Eystra-
salti, og hafa Jreir sökt þar mörgum
flutningaskipum fyrir Þjóðverjum.
Þeir hafa nú tekið upp kafbátahern-
aðinn, er Þjóðverjar eru að hætta
honum. Áður hafa Þjóðverjar feng-
ið mikið af vörum yfir Eystrasalt
frá Svíþjóð, og jjað er jjetta, sem
Englendingar vilja nú hindra. Við
j)etta eykst auðvitað hættan á j)vi, að
Norðurlönd lendi inn í ófriðnum.
Nýjar bækur.
Rit Sögufjelagsins.
Þau eru nú nýkomin út fyrir yfir-
standandi ár og eru j>essi:
1. Biskupasögur Jóns prófasts Hall-
dórssonar, II. B., 5. h. Með jæssu
hefti, sem er miklu stærra en hin fyrri
og kostar í lausasölu kr. 3.50, er verlr-
inu lokið. Heftinu fylgir titilblað á
II B. með efnisyfirliti og formála
eftir Hannes Þorsteinsson, og hefur
hann sjeð um útgáfu Jæssa bindis,
segir þar, en dr. Jón Þorkelsson um
útgáfu I. bindis. Heftið byrjar á kafla
úr líkræðu, er Árni prófastur Helga-
son flutti við útför Geirs biskups
Vídalíns í Reykjavikurdómkirkju 6.
okt. 1823. Þar næst er æfisaga Bryn-
jólfs biskups Sveinssonar, eftir sam-
tíðarmann hans, Torfa prófast Jóns-
son í Gaulverjabæ. Þessi æfisaga er
52 bls. og hefur H. Þ. ritað formála
fyrir henni. Sagnfræðingum okkar
hefur verið ókunnugt um tilveru
hennar, ]>angað til nú nýlega, að
Hannes Þorsteinsson rakst á handrit-
ið í Landsbókasafninu, og hyggur
hann það komið þangað skömmu
eftir 1900 og af Vestfjörðum, en ;.f-
komendur sjera Torfa áttu Núp í
Dýrafirði og bjuggu j>ar. Æfisögttnni
fylgir brot úr brjefi frá sjera Torfa
um fráfall Brynjólfs biskups, og er
brjefið skrifað i Skálholti 167S. Þá
eru myndir ýmsra Hólabiskupa, 5
myndir af Guðbrandi Þorlákssyni, x
af Gísla Magnússyni, 2 af Gísla Þor-
lákssyni, 1 af Halldóri Brynjólfssyni,
I af Sigurði Stefánssyni, 1 af Steini
Jónssyni, 1 af Árna Þórarinssyni og
1 af Þorláki Skúlasyni, eftir útsaums-
mynd. Þar næst er biskupatal, eftir
Hannes Þorsteinsson, og loks langt
nafnaregistur, sem á við bæði bindi
Biskupasagnanna.
Biskupasögur sjera Jóns Halldórs-
sonar, með hinum langa viðbæti, sem
þeim fylgja, eru mjög merkilegt
sagnarit, og hafa þær verið að koma
út frá þvi Sögufjelagið tók til starfa
og þangað til nú. Verð 1. bindis er í
lausasölu kr. 8.90, en verð 2. bindis
kr. 8.50.
2. Æfisaga Jóns prófasts Stein-
grímssonar, 3. hefti. Æfisögunni er
þar með lokið, og er hún í heild sinni
fróðleg bók og víða skemtileg. Hún
er alls 320 bls. En nær helmingur
jiessa síðasta heftis er viðbætir, og
])ar í ýmisleg skjöl, sem snerta Jón
prest Steingrímsson, kvæði um hann
dáinn, viðaukar við æfisöguna, eftir
Steingrím biskup, brjef frá Jóni
Steingrímssyni, langt kvæði eftir
hann um Skaftáreldana o. m. fl..
Bókin er í heild 416 bls. og kostar
kr. 6.50.
3. Alþingisbækur íslands, II. B., 1.
h. (1582—1592). Heftir er 320 bls. í
stóru broti og lausasöluverð kr. 6.40.
4. Búalög, um verðlag og allskon-
ar venjur i viðskiftum og búskap á
íslandi, 1. hefti. Þetta hefti er 80 bls.
og lausasöluverð kr. 1.60.
5. Söguþættir eftir Gísla Konráðs-
son, 1. og 2. hefti, búnir undir prent-
un af dr. Jóni Þorkelssyni. Þessir
sögujiættir eru gefnir út af Fjallkonu-
útgáfunni og fengnir hjá henni handa
Sögufjelaginu, og hefur Jieirra áður
verið getið hjer í blaðinu. Verð hvers
heftis er í lausasölu kr. 0.75.
Eins og sjá má á þessari upptaln-
ingu, er ]>að mikið, sem .Sögufjelag-
ið lætur fjelagsmönnum sinum í tje
af bókum á þessu ári. Lausasöluverö
jæssara bóka er kr. 16.25, en tillag
fjelagsmanna 5 krónur.
Dagrúnir.
heitir nýútkomin skáldsaga, á kostn-
að Arinbj. Sveinbjarnarsonar, og eft-
ir áður ójiektan höfund, sem nefnir
sig Val. Hún er 75 bls. Ólesin er hún
enn, eins og j>ær bækur aðrar, sem
um er getiö hjer á undan, en ef til
vill verður hennar nánar getið síðar.
Höf. kvað vera ungur maður norð-
lenskur, en meira veit Lögr. ekki um
liann.
Grundvöllurinn er Kristur,
tiúmálahugleiðingar frá nýguðfræði-
legu sjónarmiði, heitir nýútkomin bók
eftir Jón prófessor Helgason. Fram-
an við er mynd höfundarins. Útgef-
andi er Guðm. Gamalíelsson bóksali.
Bókin er 156 bls og er hún endur-
prentun á greinum höfundarins, er
út komu neðanmáls i ísafold fyrir
eitthvað tveimur árum, og var j)á all-
mikið um ])ær talað og ritað, en höf.
segir í eftirmála, að mörgum hafi þótt
erfitt að átta sig nægilega á mál-
inu af lestri blaðagreina, er komu
út á margra vikna fresti, og hafi
því skorað á si£, að birta greinarnar
að nýju í bókarformi.Ýmsar breyting-
ar segist höf. hafa gert á greinunum,
sem hann telur til bóta, svo sem stytt-
ingar á ýmsum köflum, en innskot
á öðrum stöðum, og hugleiðinguna
um hinn kirkjulega friðþægingar-
lærdóm kveðst hann að mestu hafa
endursamið, enda hafi sá kafli áður
valdið misskilningi svo mögnuðum,
að hann kveðst hafa furðað sig á
livi. En aðalstefna luigleiðinganna er
gersamlega hin sama og upphaflega,
segir hann, og kveðst hvergi víkja
frá þiem skoðunum, sem hann hafi
áður sett fram.
Frjettir.
Sextugsafmæli Mortens Hansens. I
samsætinu, sem kennarafjelag Barna-
skólalis hjelt hr. M. H. á sextugsaf-
ntæli hans, 20. ji. m., talaði Sigurður
Jónsson kennari fyrir minni hans, en
kvæði var sungið eftir Hallgrím Jóns-
son kennara. Heiðursgestinum var af-
hent að gjöf mjög vandað málverk
eftir Ásgr. Jónsson, af Höfn í Horna-
firði. Skólanefnd bæjarstjórnarinn-
ar færði honum að gjöf aðra mynd,
stóra og vandaða, er sýnir Krist 12
ára meðal lærifeðranna í musterinu.
Skólanefndin ætlaði að halda hr, M.
H. opinbert samsæti, en hann baðst
undan ]>ví. — Mynd af hr. M. H. er
í nóvbr.bl. „Óðins“, sem er að eins
ókomið út.
Fyrsti vetrardagur er í dag. Liöna
sumarið hefur verið mjög gott. Alt
fram til þessa stöðug hlýindi.
„Fram“-fundur, áður auglýstur, í
kvöld.
Sorglegt slys. 20. þ. m. vildi það
ti! á hafnarbryggjunni í Hafnarfirði
að vagn fór þar út af spori. Á honum
sat 12 ára drengur, sem við jietta
hrökk út af bryggjunni og druknaði.
Drengurinn hjet Ingólfur Eyjólfsson,
frá Langeyri vestan við Hafnarfjörð.
Meðalalýsisbræðsla. Frú Marta
Strand hefur fengið leyfi bæjarstjórn-
arinnar til aö byggja bræðsluhús fyr-
ir meðalalýsi við Sundlaugaveginn.
L. H. Bjarnason próf., hefur verið
ráðinn til þess að tína saman lög og
reglugerðir, sem snerta Reykjavíkur- ;
kaupstað. Á síðan að prenta þetta í
einni heild. Fyrir söfnunina og próf-
arkalestur greiðast 500 kr.
Heimilisiðnaðarfjelag Reykjavík-
ur fær úr bæjarsjóði Reýkjavíkur
200 kr. styrk, gegn j>ví, að veita 15
drengjum úr Barnaskóla Reykjavík-
ur ókeypis kenslu.
Guðbrandur Jónsson (dr. Jóns Þor-
kelssonar) liggur veikur á sjúkrahúsi
í Kaupmannahöfn.
Heybruni. Á jiriðjudaginn brunnu
í Kvíslaseli í Bæjarhreppi í Stranda-
sýslu 30 hestar af töðu og 100 hestar
af útheyi. Þetta var kúaheyforði
bændanna er þar búa, Halldórs Jóns-
sonar og Jóns Tómássonar, og skað-
inn J>eim mjög tilfinnanlegur. Heyið
stóð nokkuð frá bænum og mun hafa
kviknað þannig í því, að neistaflug
hefur borist i J>að úr reykháfnum á
bænum, en vindur stóð þaðan á hey-
ið. Þetta gerðist um hádag en þó
varð engu bjargað. „Frjettir".
Vátryggið fyrir eldsvoða í
GENERAL.
Stofnsett 1885.
Varnarþing í Reykjavík.
SIG. THORODDSEN. Sími 227.
Umboðsm. óskast á Akranesi, Kefla-
vík, Vík, Stykkishólmi. Ölafsvík.
Prentsmiðjan Rún.
)