Lögrétta - 29.12.1915, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON,
Þingholtsstrzti 17.
Talsími 178.
LOGRJETTA
AfgreiSslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLAKSSON,
Veltusundi I.
Talsími 359.
Nr. 60
Reykjavík, 29, desember 1915,
X. árg.
Þessi mynd er frá Riga. ÞjóSverjai nær þvi umkringdu borgina síðastl.
sumar, en samt hefur þeim ekki tekist enn aS ná henni, enda urSu þeir aS
minka her sinn á þeim stöSvum, er þeir rjeðust með her suSur á Balkan-
skagann. Framhluti myndarinnar er frá „gamla bænum“, sem svo er kall-
aSur, og gnæfir þar upp dómkirkjuturninn, en á bakviS sjest á húsin í
„nýja bænum“. Dómkirkjan er bygS 1204 og í henni er stærsta orgeliS,
sem til er. En taliS er aS borgin Ríga sje grundvölluS 1201 af biskupinum
Álberti af Livlandi.
Hlutafjel. „VOLUNDUR“
Trjesmídaverksmidja — Timburverslun
Reykj a vik
hefur ávalt fyrirliggjandi mikiar birgðir af sænsku timbri (unnu og
óunnu), vanalegar, strikaðar innihurðir af flestum stærtum og allskon-
ar lista til húsbygginga.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappír og alls-
konar ritföng, kaupa allir í
Bókaversli Slglúsar Eymundssonar.
Lárus Fjeldsted,
Y f irr jettar málaf ærslumaður.
LÆKJARGATA 2.
Venjulega heima kl. 4—7 síSd.
Bókafregfn.
Islandica. An annual relating to Ice-
land and the Fiske Icelandic Col-
lection in Cornell University Lib-
rary. Vol. 8. An Icelandic Satire
(„Lof lýginnar“) written in the
beginning of the 18. century by
Þorleifur Halldór s’s’o n.
Ed. vith an introduction and ap-
pendix by Halldór Hermannsson.
Ithaca, N. Y. 1915 (XIX+54 bls.).
Þetta nýja bindi af Icelandica er
ólíkt undanfarandi bindum safnsins
aS því leyti, að það er ekki bókfræði-
rit, heldur útgáfa á merkilegu eldra
riti. Vonandi kemur fleira af sarria
tægi. ÞaS er svo mikið óútgefiS af
íslenskum ritum frá siSari öldum, að
hjer er verkefni fyrir fjölda manna
og í marga mannsaldra, og sumt af
því, sem útgefið hefur veriS, þarf
nauSsynlega aS gefa út aftur, af því
aS útgáfurnar hefa veriS svo illa af
hendi leystar. Þaianig eru allar þær
útgáfur lítt hæfar til rannsókna á orS-
myndun, sem ekki fylgja nákvæm-
lega rithætti frumritsins, og sje hann
vafasamur og þurfi aS ákveSast meS
því aS bera saman mörg handrit, er
þaS erfitt starf og ekki hverjum
manni fært aS vinna slíkt svo vel
fari.
Þetta nýja rit H. Herm. er leyst
af hendi meS sömu vandvirkni og
samviskusemi og fyrri bindin af Ice-
landica. Fyrst er fróSlegur formáli
um æfi höfundarins, því næst kafli
um lík rit sem hafa haft áhrif á
hann og stutt lýsing a þvi, sem ein-
kennir „Lof lýginnar". Þá kemur
sjálfur texti ritsins, og aS lokum eru
prentuS ýms brjef um og eftir Þor-
leif Halldórsson, og nokkur latnesk
kvæSi hans.
„Lof lyginnar“ er all-merkilegt rit,
aS því leyti, aS þaS sýnir einkennilega
hliS á andlegu lífi íslenskra menta-
manna í þá tíS. ÞaS er eins konar
skólaæfing, stæling á hinu heims-
fræga riti Erasmusar frá Rotterdam
„Lof heimskunnar", en stendur því
auSvitaS langt aS baki. En þegar á
þaS er litiS, aS þaS er skrifaS af
kornungum stúdent, sem ekki hafSi
aSra mentun fengiS, en þá litlu, sem
til var aS tjalda í Hólaskóla, eins og
hann var þá, er ritiS í rauninni alveg
undrunarvert, sýnir bæSi smekk og
dómgreind höfundarins, er víSa fynd-
iS, og gerir augljóst, aS hann hefur
veriS mesti efnismaSur, og mikill
skaSi íslenskum bókmentum, livaS
hans naut skamt viS, því hann dó úr
brjóstveiki 1713, um þaS bil þrítugur,
og var þá nýorSinn skólameistari viS
Hólaskóla. SamtíSamenn hans lærSir
lúka einróma lofsorSi á hann, bæSi
innlendir og útlendir. Einkum virS-
ist hann hafa veriS vel aS sjer i
stjörnufræSi og sögu hennar, og eru
til nokkur latnesk smárit eftir hann,
er aS þeim vísindum lúta.
Efni ritsins er þetta:
Lygin kemur fram sem persóna
og heldur ræSu sjer til varnar og
telur sjer alt til ágætis. Hún skýrir
svo frá ætt sinni, aS hún sje dóttir
Lúcifers og öfundarinnar, fædd í
Paradís og þar hafi hún unniS sitt
fyrsta afreksverk, aS ginna forfeSur
mannkynsins til aS óhlýSnast boSi
guSs — en eiginlega sje hún þó ekki
sök í aS þau voru rekin þaSan — því
að þaS hafi fyrst veriS gert, þegar
þau ösnuSust til aS segja sannleikann.
Hún bendir því næst á, aS þaS sem
aSallega einkenni manninn frá dýr-
unum sje þaS, aS hann kunni aS ljúga.
Á lyginni sjeu öll vísindi meira eSa
minn bygS, og einkum þó skáldskap-
ur, enda sjeu skáldin sínir virktavinir,
jafnvel guSfræSin sje mest öll bygS
á gömlum uppspuna, engu síSur en
heiSnin á sínum tíma, og þeir góSu
menn, sem Biblían segir frá, hafi á-
gætlega kunnaS aS ljúga, þegar þeim
þótti þaS hentugt, og hún tilnefnir
Abraham, Isak, Móses, DaviS kon-
ung og Pál postula. ÞaS er fjarri
þvi aS hún lasti þessa ágætismenn, en
hún hrósar þeim fyrir visku og ráS-
snild, og heldur því fram, aS dæmi
þeirra sýni, hvaS lygin sje nauSsyn-
leg. Alt skraut x byggingum, listum,
klæSum o. s. frv. sje í rauninni sjer
aS þakka, því ef hún hefSi ekki gint
fyrstu foreldra okkar, myndi mann-
kyniS lifa í sakleysisástandi í Para-
dýs, alstrípaS og húsnæSislaust, án
skrauts og lista. Ætli þaS mundi ekki
hafa orSiS þreytt á því aS reika fram
og aftur um garSana og fá ekki annaS
en aldini til aS jeta? Og þá sje hún
svo nauSsynleg í daglegu lífi manna,
geri þaS þægilegra og ánægjulegra,
því ef menn í hverju smáræSi vilji
reyna aS finna sannleikann, þá endi
alt meS rifrildi — hvernig hafi ekki
trúarbragSastríS risiS upp úr deilum
um fáein atkvæSi í einstökum orSum ?
HvaSa gagn sje aS því aS þekkja
sannleikann? Oft sje þaS jafnvel
skaSlegt aS fylgja honum. Ef maSur
t. d. líti á titla konunga og keisara, þá
sjeu þeir mest grobb og lygar, en
þó sje óhyggilegt aS vera aS fetta
fingur út i þá. Vitrustu löggjafar
heimsins og Plato sjálfur hafi viSur-
kent aS án lygi og tálsmíSa sje ekki
hægt aS stjórna alþýSu manna. Yfir
höfuS aS tala, vilji flestir manna alls
ekki heyra sannleikann. Svo fer hún
aS rannsaka þær svo kölluSu andlegu
dygSir, t. d. bænrækni. En hvaS
margir geti beSiS til guSs án þess
aS ljúga? í öllum bænabókum sje fult
af meiningarlausum setningum, ger-
sneiddum öllum sannleika, sem samt
sje nauSsynlegt aS hafa um hönd til
aS vekja og glæSa andann. Svo sje
nú auSmýktin: Hún kenni mönnum aS
neita þeim góSu eiginleikum, sem þeir
eiga til, og játa á sig ýmsu vondu, sem
þeir sjeu lausir viS. Nú standi í Bib-
líunni, aS sælir sjeu þeir, sem róg-
bornir eru, og af því sje víst óhætt
aS álykta, aS lygin sje ekki eins ill
og vant sje aS halda, ef menn aS eins
kynnu aS nota hana rjettilega og sjer
í hag.Og hún ræSur guSfræSingunum
til aS vera ekki mikiS aS tala um aS
sælan í öSru lífi sje meiri en sú, sem
mannkyniS hafi mist í Paradís, nema
þeir þá vilji skýra betur frá þvi,
hverjum sú sæla sje í rauninni aS
þakka. En nú segist hún sjá, aS guS-
fræSingarnir meSal áheyrendanna
sjeu farnir aS verSa þungir á svipinn,
og því fara aS hætta. Lyktar hún svo
meS því, aS hvetja áheyrendur sína
á aS hætta aS tala illa um sig, en nota
sig vel, og gæta þess þó aS vera aldrei
staSnir aS lygi.
RitiS er upphaflega samiS á latínu,
en höf. hefur sjálfur snúiS því á ís-
lensku og er sú þýSing prentuS hjer
eftir eigin handriti hans í Lands-
bókasafninu (ÍBf. 371, 40). Útgef.
hefur fylgt því stafrjett, aS eins sett
ð fyrir d, lengdarmerki yfir hljóS-
stafi, ritaS í fyrir ij o. s. frv., leiS-
rjettingar, sem flestir munu kunna vel
viS og engan baga geta gert mál-
fræSingum. Af prentvillum hef jeg
aS eins rekiS mig á þessar: bls. 7,
1 11. forfaSa ull, 1. farfaða ull,
bls. 14. 1. 10. n á 11 f. hátt.
Halldór Hermannsson á miklar
þakkir skiliS fyrir útgáfuna, ekki
síst fyrir þaS, aS hann hefur leytt í
ljós sjerstaka og áSur lítt kunna hliS
á bókmentum okkar.
Khöfn í desember 1915.
SIGFGÚS BLÖNDAL.
Mottó:
Vjer, íslands börn, vjer erum
vart of kát,
og eigum meira en nóg af
hörmum sárum,
þó lífdögg blóma sje ei sögð
af grát
og sævarbrimið gert að beisk-
um tárum.
H. H.
Barlómstónninn í blöðunum. ÞaS
hefur mátt heita svo, aS næstum í
hverju blaSi á landi hjer hafi kveSiS
viS barlómstónn um dýrtíS og hall-
æri síSan styrjöldin hófst. Menn hafa
slegiS fram ýmsum tillögum um þaS,
hvernig forSa skyldi vesalings Fróni
frá þessari yfirvofandi eymd. Sumir
hafa viljaS banna útflutning á inn-
lendum vörum, ef til vill af því aS
þær hafa aldrei veriS í eins háu
verSi(!), aSrir hafa viljaS banna all-
ar skemtanir o. s. frv. ÞaS var nú
skiljanlegt, aS stöku menn hugsuSu
þannig aS órannsökuSu máli í byrjun
styrjaldarinnar, hins var síSur aS
vænta, aS mentamenn og svokallaSir
leiStogar þjóSarinnar þyldu slíkar
harmatölur, en þó tekur út yfir aS
heyra enn kveSa viS sama barlóms-
tón.
ÞaS virSist nú í sjálfu sjer ekki
vera neitt sjerlega flókiS mál, aS
vaxandi verSi á afurSum hvers lands,
hljóti aS vera samfara vaxandi þjóS-
arvelmegun, þegar verShækkun af-
urSanna er hlutfallslega miklu meiri
en verShækkunin á þeim vörum, sem
landiS þarf aö flytja inn. Þessu hefur
nú veriS svo fariS um ísland um síS-
asta árabil, og heimsstyrjöldin liefur
aS eins veriS ný lífæS, ný driffjöSur
í þeirri blómaöld, sem er aS renna
upp í þessu landi, eins og síSar verSur
vikiS aö.
Tvær stjettir manna beðið tjón af
styrjöldinni. BlaSaleiStogarnir bar-
lómsgjörnu virSast þó ekki hafa sjeS
þetta, þeir hafa aS eins fest augun á
aukaatriSunum, halla þeim sem ein-
stakir menn hafa haft af styrjöldinni,
en aSalatriSinu, verShækkuninni, og
þar af leiðandi aukinni framleiSslu á
itmlendum vörum, hafa þeir gleymt.
ÞaS er vitanlega augljóst, aS sumar
stjettir manna hafa í b i 1 i beðiS tjón
af styrjöldinni. Má þar fyrst nefna
embættis- og sýslanamenn, er föst
laun hafa, og í öSru lagi daglauna-
menn. En hitt er aftur á móti jafn-
auSsætt, aS laun þessara hljóta aS
hækka af sjálfu sjer viS afurSahækk-
unina og framleiSsluaukning. Jeg fæ
heldur ekki betur sjeS en aS augna-
blikstjón þessara tveggja stjetta hafi
einnig kosti í för meö sjer fyrir þjóS-
ina í heild sinni.
Embættismenn. Um embættismenn
er þaS aS segja aS mál er komiS til
þess aS önnur úrræSi opnist til frama
fyrir vora ungu efnilegustu menn, en
aS eySa blómaárum sínum, fjármun-
um sínum og vandamanna sinna í ca.
12 ára nám, og fá síSan, þegar best
lætur, embætti meS sultarlaunum eft-
nokkurra ára bil, sem þeir svo síSan
eru þrælbundnir viS, oftast æfilangt.
AS ógleymdri viSurkenningunni, sem
þeir fá hjá almenningi, sem sje aS
þeir sjeu ómagar, sem aSrir verSi aS
vinna fyrir. Vart mundi ástæSa til
aS syrgja þaS, þótt þeim mönnum
fækkaSi, sem þyrftu aS hirSa slíka
náSarmola, og þaS þótt þeir hafi!
gengiS mentaveginn. ÞjóSinni mundi
þá væntanlega skiljast að margir af
embættismönnum hennar eru þarfir.
Hún mundi læra aS draga út þá sjálf-
sögSu meginreglu, aS hafa aS eins
þarfa embættismenn, en launa þeim
sæmilega.
Daglaunamenn. Um daglaunamenn
er þaS aS segja, að þótt peningar
lækkuSu í veröi, en kaup þeirra hækk-
aði ekki fyrst eftir aS styrjöldin hófst,
þá er hagur þeirra mun betri nú, bæöi
af því aS laun þeirra hafa hækkaS,
en þó sjerstaklega af því aS vinna
hefur aukist aS miklum mun, sem er
vitanlega bein afleiSing af verShækk-
un afuröanna. Hjer á landi hlýtur
kaup daglaunamanna og verSlag af-
urSa aS fylgjast aS, sökum þess aS
verulegt auövald er hjer ekki til, og
síst í fárra manna höndum.Daglauna-
menn hafa þar aS auki, sem betur fer,
svo öflugan fjelagsskap meS sjer, aS
erfitt mundi aS kúga þá, þótt ein-
hverjir kynnu aS vilja beita þeirri aS-
ferS. ÞaS viröist líka svo, aS minsta
kosti hjer í Reykjavík, sem hagur
daglaunamanna sje betri en ekki verri
en hann var fyrir styrjöldina, enda
koma fæst af hallæri-neySarópunum
úr flokki þeirra. Einnig mætti minna
á þaS í þessu sambandi, aS þaS mundi
til gagns en ekki ógagns fyrir landiS,
aS eitthvað af daglaunafólki hyrfi aft-
ur til sveita og styddi aS framleiSsl-
unni þar, þar sem hún borgar sig nú
betur en hún hefur nokkru sinni áöur
gert.
Lækka íslenskar afurðir eftir styrj-
öldina? Eins og áSur er tekiö fram,
hafa flestar íslenskar afurSir stöðugt
verið að hækka í verði á síðari ár-
um, en styrjöldin hefur veitt nýju
magni i verShækkunina og greitt fyrir
íslenskum afurðum á heimsmarkaðin-
um. Sumir óttast nú aS íslenskar af-
urSir muni stórlækka í verSi aS af-
lokinni styrjöldinni, en sá ótti getur
naumast veriS á miklum rökum bygð-
Á myndinni hjer eru sýndir dönsku
prinsarnir, synir Kristjáns konungs
X., FriSrik krónprins og Knútur, en
þeir voru fermdir saman 7. nóvem-
ber í haust í hallarkirkjunni í Fre-
densborg af Fenger prófasti. FriSrik
krónprins er fæddur 11. mars 1899,
en Knútur 27. júlí 1900. ViS ferm-
ingarathöfnina var fjölmenni og fór
hún mjög hátíölega fram.
ur, aS minsta kosti er ekki ástæSa til
aS ætla aS þær lækki hlutfallslega
eins mikiS og þær erlendu vörur, sem
vjer þurfum helst á aS halda. Hjer
er aS visu ekki rúm til þess aS rekja
þaS mál í einstökum atriSum, en
benda má á þaS, aS fyrst og fremst
hafa íslenskar afurðir orðiS kunnari
út um heiminn en þær áður voru, í
öðru lagi er verðmæti þeirra meira
á heimsmarkaSinum en vörutegunda
þeirra, sem vjer þurfum aS kaupa, og
í þriöja lagi hlýtur framleiösla sömu
vörutegunda og vjer höfum á boS-
stólum aS minka aS miklum mun í
Norðrálfunni eftir ófriSinn, og nægir
þar aS benda á fiskinn, þar sem fiski-
skipum hefur stórfækkaS af völdum
styrjaldarinnar.
Hlutverk blaðanna er að glæða á-
huga manna. ÞaS er auösætt, aS svo
fer því fjarri aS nú sje um harSæri aS
tala, aS telja má aS þetta sje mesta
góðæri, er sögur fara af. GróSi fram-
leiSendanna er svo margfalt meiri
en hnekkir sá, er hinir biSa, í bili, aS
þjóSarauðurinn í heild sinni hlýtur aS
aukast stórum. ÞaS er runnin upp ný
blómaöld, ný gullöld, þessi langþráSa
öld, þar sem menn fá eitthvaS í aSra
hönd fyrir erfiði sitt og áhyggjur.
Hver er svo ástæðan til alls þessa
barlóms og blaSavíls? Hver er til-
gangur blaSanna? Sjá þau ekki, hve
skaSlegt þaS er að drepa UáS og dug
úr mönnum með ástæSulausu bar-
lómskveini? Væri ekki nær fyrir þau
aS hlúa heldur aS framtakssemi
ýmsra áhugamanna þjóSarinnar?
BlöSunum verSur aS skiljast þaS,
aS þaS er hlutverk þeirra aS hvetja
menn til dáSa og framkvæmda og
þaS jafnvel þótt einhver ástæða væri
til barlóms, því ekki bætti þaS um,
þótt menn legðu árar í bát og gengju
iðjulausir í barlóms- og hallærishug-
leiðingum. Flestir íslendingar eru
lika þannig skapi farnir, aS fremur er
ástæöa til aS eggja þá en draga úr
þeim.
GUNNAR SIGURÐSSON
(frá Selalæk).