Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.12.1915, Blaðsíða 3

Lögrétta - 29.12.1915, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 217 Vidskiftamenn eiga frá nýári aS snúa sjer til undir- ritaSs, hvort heldur er meS peninga- viðskifti, ritgjörSir eSur pöntun bóka. TRYGGVI GUNNARSSON. Adalfundur Námuljelags íslands veröur haldinn i I Ð N Ó uppi þriðju- daginn n. janúar, kl. 5 e. h. Reikningar verSa framlagSir og tekin ákvörSun um lántöku, STJÓRNIN. eftir megni og er þaS mál ekki útkljáS enn. Mintist hann svo á dóma banda- manna um innrás ÞjóSverja í Belgíu í byrjun ófriSarins, og var þá einkum harSorSur í garS Englendinga. Taldi nú sýnt, aS ekkert væri aS marka full- yrSingar þeirra um, aS þá hefSi tek- iS svo sárt til Belgíu, aS þeir henn- ar vegna hefSu lagt út í stríSiS, enda væru þeir nú horfnir frá aS halda því fram, þótt lengi fram eftir hefSi ver- iS flaggaS meS þeirri ástæSu. Eng- land hefSi meS samningum,án vitund- ar þingsins, tekiS á sig skuldbinding- ar viS Frakkland, er hlekkjaS vær: viS Rússland, og þetta hefSi dregi* England inn í ófriSinn, er RússlanS hefSi boSiS út her sínum. Kvaöd ekkert skyldu um þaS segja, hvort Grey hefSi meS glöSu geSi tekiö bá ályktun, aS England yröi hluttakandi í striSinu, eSa honum hefSi veriö JiaS óljúft. En alt hefSi veriS afráSiS um þetta áöur en hlutleysi Belgíu htföi komiS til tals í þessu sambandi. Þetta kvaS hann ÞjóSverja veröa aö enJur- taka stööugt fyrir heiminum mtöan mótstöSumennirnir gerSu sjer fai um aö dylja sannleikann. Annars væfi nú fariö aS viöurkenna þetta heima í sjálfu Englandi. I leiSandi grein i Westminster Gazette frá 30. nóv væri þaö viSurkent, aS England heföi far- iS út i ófriSinn gegn Þýskalandi af því aS ella hefSi veriS vonlaust um aS Þýskaland yröi sigraS. Þar næst talaSi kanslarinn um viö- búnaSinn á herstöövunum. Á austur- herstöSvunum kvaS hann niiövelda- herinn vera vel búinn til varnar, enda þótt liann heföi sótt langt inn í Rúss- land, og einnig viS Javi búinn tö sækja lengra fram. Á vesturherstöSvunum heföu bandamenn meS hinrd höröu sókn síSastliöiS haust þokaS vígstööv- um ÞjóSverja nokkuS aftur áeinstöku staS, en. allar tilraunir Jreirra til aS brjótast í gegn um herlínu Þjóðverja hefðu mistekist. Á suðurvrgstöðvunt um hefSi her Austurríkis staSiö fast fyrir ítölum, en í sókninni þar hefSu ítalir beSiS mikiS manntjófi. Þá mintist hann á ástandiS í þeim löndum, sem ÞjóSverjar hafa lagt undir sig síSan stríSiS hófst. Hann tagöi, aS ástæöur landbúnaSarins i Belgíu væru nokkurn vegin eins og þær ættu aS sjer aS vera: í iSnaS og verslun væri aS færast nýtt líf, og peningamálin væru komin í lag. Póst- göngur væru í reglu, sömuleiSis járn- brautarekstur og skipaferSir innan- lands. Kolaframleiöslan væri aS auk- ast og heföi veriS síöasta ársfjóröung 3^4 milj. tonna. ÞaS væri veriS aS reyna aS bæta úr vinnuléysinu, en til fullnustu væri ekki hægt aö koma því máli í lag meSan E'ngland kyrkti iSn- aS Belgiu meS útflutningsbanni. Al- menn skólaskylda væri fyrirskipuS o s. frv. — í Póllandi og Eystrasalts- löndunum sagöi hann aS ástandiS heföi veriS ilt, er Rússar hörfuöu JiaS- an, vegna þess, hvernig þeir heföu eySilagt löndin áSur en þeir skildu viS Jiau. Nú væri komin þar á ný lögreglustjórn, ný skipun á sveitamál- efni, dómgæslu og heilbrigðismál. LandbúnaSarstarfiS hefSi veriS stutt, járnbrautir lagSar og nýir vegir. Kensla væri nú komin á í öllum skól- um. Háskólinn og fjöllistaskólinn í Warschau væru teknir til starfa. Eng- in dæmi væru til þess í veraldarsög- unni, aS jafnmikiS hefði veriS gert aS menningarstarfsemi á sama tíma og háS væri blóöugt stríð. Matvörur sagöi kanslarinn aö væru nógar til i landinu, ef þeim væri rjett skift niSur, og kvaS nú hærra verS á helstu fæöutegundum i óvinaríkjun- um en i Þýskalandi. MótstöSumenn- irnir væru aS segja, aS ÞjóSverjar væru nú aS þrotum komnir og vildu fá friS. Alstaðar ættu þeir aS hafa út senda menn til aS vinna aS því, aS koma friöi á, svo sem Búlow fursta i Sviss. En i sögum þeim, sem um þetta gengju í blööum mótstöSumannanna, væri ekki eitt orð satt. Þótt mótstöSu- mennirnir vildu enn ekki beygja sig fyrir reynslunni, þá yrSu þeir síSar meir neyddir til aS gera þaö. Miöveld- in mundu berjast til þrautar til þess aS fullnægja því, sem framtíö þeirra kreföist. Þetta er aS eins stuttur útdráttur úr ræSu kanslarans, en þó drepiS á öll höfuöatriSi hennar. Aö henni lok- inni tók til máls 1. varaformaSur þingsins, Philipp Scheidemann, úr flokki jafnaSarmanna. Hann kvaS þann, sem máttinn hefSi, standa best aí vígi til J>ess aS tala um friS, því hann gæti tekiS því meS rósemi, þótt aSrir teldu þaS merki um veiklun hjá honum. Setti svo fram þær skoSanir á ófriSnum, sem þýskir jafnaSarmenn hafa alt af haldiö fram, aS þeir vildu ekki berjast til nýrra landa, heldur berSust þeir til þess aS hnekkja þeim banaráSum, sem lögð væru gegn Þýskalandi af fjandmönn- um þess. KvaS þaS áform Englend- inga, aS svelta ÞjóSverja inni, nú strandað, enda heföi J>aS hlotiS aö stranda. Auðvitað vanhagaSi Þjóð- verja um ýmislegt, en matvælaskort kvaðst hann ekki óttast. ÞaS væri beinlínis glæpsamlegt af stjórnmála- mönnum mótstöðumannanna aS telja J>jóöum sínum trú um, aS útlit væri fyrir aS hernaðinum færi úr þessu verulega aö halla á miöveldin. Ef blöS mótstöSumannanna hefSu leyfi til aS birta þær óskir um friS, sem til væru hjá þjóðunum, þá mundi í öllum ófriSarríkjunum koma fram, aS þar væri vilji til friðar. Þýska þjóöin vildi ekki ófriS einum degi lengur en hún teld hann óhjákvæmilegan. Hún gæti opinberlega sagt, aS hún vildi friS, af J>ví aS hún væri sterk og jafnframt einráöin í því, aS verja fööurland sitt, ef mótstööumennirnir vildu ekki friSinn. En hann kvaðst í nafni flokks sins bera fram þá ósk, aS fyrsta skrefiö, sem stigiS væri til þess aS fá enda á stríðiS, væri stigið frá hálfu Þýskalands. Og um vilja jafnaöarmannaflokksins í Austurríki kvaSst hann geta lýst því yfir, aS hann væri þýska jafnaðarmanna- flokknum samdóma bæSi um þaö, aS verja fööurlandiS svo lengi, sem þess }>yrfti viS, og líka um hitt, aS kjósa helst friðinn. Kanslarinn svaraSi síSan ræSu Scheidemanns og sagði, aS meöan valdhafar mótstööumannanna hjeldu fram heima fyrir hjá sjer þeim skiln- ingi á ófriönum, sem enn væri ráS- andi, J>á væri friöartilboö frá hálfu ÞjóSverja heimska ein, sem aS eins gæti orðiö til þess aS lengja stríSiö. Fyrst yröu allir aS kasta grímunum. En kæmi friSaruppástunga frá mót- stöðumönnunum, sem Þýskalandi væri sæmileg, þá væri stjórnin alt af reiöubúin til aS ræöa hana. ÞaS skyldi aldrei sagt verða, aS ÞjóSverjar aö nauSsynjalausu hjeldu áfram ófriöi af því einu, aS þeir vildu leggja undir sig ný landsvæði. KvaSst ekki geta lýst þvi yfir aS svo stöddu, hverjar kröfur ÞjóSverjar mundu gera, t. d. þar sem um Belgíu væri að ræSa. En því mættu mótstöSumennirnir trúa, aö því lengur sem ófriöurinn stæSi, þess meir færu þær kröfur vaxandi. Núverandi mótstöSumenn okkar, sagöi hann, mega ekki aS ófriSnum loknum ráða yfir dyrum, hvorki aS austan nje vestan, sem þeir gætu not- aS til þess aS ógna okkur fastar en áSur meS innrásum, hvenær sem þeim sýndist. Þaö væri kunnugt, aS Frakk- ar hefðu hingaS til lánaS Rússum fje meS þeim skilyrSum, aö Rússar efldu vígbúnaS sinn gegn Þjóðverjum í Pól- landi, og hins væri lika aö gæta, aS Englendingar mættu ekki eiga opna leiö til árása á Þýskaland um Belgíu. Smáu þjóðunum stendur engin ógn af okkur, sagSi kanslarinn, og viS berj- umst ekki til þess aS leggja undir okkur aSrar þjóöir, heldur til þess aS verja líf okkar og frelsi.Þýska stjórn- in hefur frá upphafi litiS á þetta stríS sem varnarstriS fyrir þýsku þjóöina og framtíS hennar, og þannig lítur hún á þaS enn í dag. StríSiS getur ekki endaS öðruvisi en meS friöi, sem tryggir okkur, að svo miklu leyti sem hægt er, fyrir endurtekningu á sams konar ófriSi og nú er háður. Afgreidsla Lögrjettu er í Bankastræti 11. Frjettir. Veðrið hefur veriS mjög gott nú um jólin. í dag 3 st. hiti C. Háfaveiði. Úr garöinum reru fyrir jólin tveir bátar og hjeldu út á djúp- miö, sem annars er ekki venja nú. Þeir fengu lika óvenjulegan afla, sem sje eintóma háfa. Voru þeir 900 tals- ins hjá öörum, en nokkuS á annaS þúsund hjá hinum. 80,000 kr. tap. NýkomiS „Lögberg" segir svo um íslenska síldarfarminn meS Botníu, sem seldur var í New York í haust: „SíldarhleSslan, sem skipiö kom meS, var seld fyrirfram, en svo mikil eftirspurn var eftir ís- lenskri síld, aS sagt er að tapast hafi $ 20,000 á farminum fyrir þá sök aS fyrirfram var samiS um verðiS. Mjólkurverð. VerSlagsnefndin hef- ur ákveðiS að útsöluverð nýmjólkur hjer í bænum verði 22 au. literinn en undanrennu 12 au. Nýmjólk á aS hafa aS minsta kosti 3 pct. fitu, undan- renna ýý pct.. Mjólk sem hefur y2 pct. til 3 pct. fitu má ekki selja dýrara en 12 au. Dr. Jón Stefánsson, sem er dócent í íslensku og íslenskum bókmentum i Lundúnum, hefur skrifaS sögu Dan- merkur og Noregs á ensku. Bókin er 400 síöur aS stærö og kemur út á forlag „Fischer Unwin & Co.“ Leikhúsið. „Hadda padda“ var leikin þar á 2. í jólum og á mánu- dagskvöldiS, og húsfyllir í bæSi skiftin. Nánar verSur minst á leikinn síöar. Leiðrjetting. Misprentaö er í síS- asta tbl. i greininni „Alt — eitt“, 3. dlk. á 1. s., 15. 1. a. o, „Óteljandi er sá fjelagsskapur" fyrir: Óteljandi eru þau fjelög o. s. frv. Dularfulla eyjan. Eftir Jules Verne. V. KAPÍTULI. Cyrus Smith og Nab stóöu á ströndinni þegar þeir fjelagar lentu. „Velkomnir,“ kallaSi Smith. „Kom- ið þiS meS skipbrotsmanninn meS ykkur?“ „Já, þaS gerum viS, en jeg veit naumast hvort þaS er rjett gert,“ sagSi Pencroff um leiS og hann hljóp i land. „Hvers vegna þaS?“ spuröi Smith. „Hann er brjálaður.“ „Hann hlýtur aS vera nýoröinn þaS,“ svaraöi Smith. „Af hverju dregur þú þaS?“ spurSi Herbert. ,,Af þvi aS flaskan hefur nýlega veriS send, og þaS hefur ekki annar getaS gert en hann sjálfur. Bonadventure var fluttur til Bal- lonshafnar og þeir þremenningarnir hjeldu því næst til hellis síns. Skip- V brotsmaöurinn var stööugt rólegur og stiltur en talaSi ekki nokkurt orS og var því likast aS hann forSaðist mennina. Smith gerði hvaS hann gat til aS hæna hann aS sjer enda varð hann honum eftirlátur. Tókst houm aS klippa hár hans og skegg og fá hann til aS klæSast. Einnig fór hann aö boröa af sama mat og aSrir. Og smásaman fór aS brá af honum og hann tók aö hjálpa þeim viS störf þeirra. Fyrst í stað tók hann sig þo oftast út úr og stansaði annaS veifiS, stóö lengi hugsandi og andvarpaöi. Einhverju sinni er hann stóS þannig, gekk Cyrus Smith aS honum, lagSi höndina á öxl hans og sagSi blið- lega: „Vinur minn.“ ÞaS var eins og kæmi hrollur í vesalinginn og fyrst í staS sýndist hann ætla aS leggja á flótta. En af því varS þó ekki og eftir nokkura stund sagði hann meS hljómlausri rödd: „Hver eruS þér?“ „SkipbrotsmaSur, eins og þjer. Þjer eruö meðal ySar líka.“ „Jeg er ekki ySar líki.“ „MeSal vina þá.“ „Jeg meSal vina — meðal vina. Net — aldrei. FariS þjer, fariS J>jer!“ sagöi hinn ókunni og fól andlitiS í höndum sjer. Smith gekk burt, en skömmu síS- ar kom TabormaSurinn til hans rauð- eygöur af gráti og sagði: ,,Herra minn, eruS þjer og fjelagar ySar Englendingar ?“ „Nei, viö erum Ameríkumenn,“ svaraöi Smith. ÞaS var eins og fargi væri ljett af honum og hann sagSi i hálfum hljóSum: „Gott, gott.“ Hann gekk burt, en seinna um dag- inn kom hann til Herberts og spurSi hann hvaSa mánuður væri. ,,Desember,“ svaraði Herbert. „Og ár ?“ „1866.“ „Tólf ár, tólf ár,“ stundi hann og fór. Herbert sagSi fjelögum sínum frá þessari viöræSu. ,,Jeg gæti best trúaS,“ sagöi Pen- croff, „aS þessi maður hafi ekki kom- ið til Tabor sem skipbrotsmaður, heldur hafi hann veriS settur þangað fyrir eitthvert afbrot.“ „Sennilega er þaS rjett á litið hjá yöur,“ svaraöi Spilett. „En þá er þó hins vegar eitt, sem jeg get ekki áttaS mig á,“ sagSi Pen- croff. „Sje maöur þessi búinn aS vera 12 ár á Tabor, þá hlýtur hann aS hafa veriS langan tíma í líku ástandi og þegar viS fundum hann.“ „Sennilega," svaraSi Smith. „En þá hljóta aS vera mörg ár síö- an hann skrifaSi seðilinn.“ „Eflaust, en þó — þó var hann því líkastur aö hann væri nýskrifaSur." Um þessar mundir voru þeir aS smiða vindmylnu uppi á sljettunni. Þá var þaS einu sinni, aS TabormaSurinn kom til Smiths og sagSi viS hann: „ÞiS hafiö hjer giröingu fyrir geitur og sauöfje.“ „Já,“ svaraSi Smith ofur rólega. ,,Jeg hef vanist við aS gæta kvik- fjár. GefiS mjer leyfi til aS búa þar.“ „Jeg hafSi vonað,“ sagSi Smith, „aS þjer munduö setjast aS hjer hjá okk- ur sem vinur og fjelagi. En sje yður áhugamál meö þetta, skal yður veitt sú ósk, jafnskjótt og búið er að byggja kofa handa ySur í girSing- unni,“ mælti Smitli. Hinn gekk burt, sjáanlega glaSari. Þegar morguninn eftir tóku þeir aö smíSa hús inni í girðingunni. Vönd- uSu þeir til þess eftir föngum og fluttu þangaS klæSnaS, áhöld, byssu og skotföng og matvæli. Því næst flutti ókunni maSurinn þangaS en hin- ir 5 hjeldu áfram mylnusmíSinni. Eitt kvöld, þegar þeir voru hættir vinnu og sestir fyrir í helli sínum, heyröu þeir aS bariS var aS dyrum. Herbert lauk upp og inn gekk Tabor- maöurinn. Hann sýndist dapur í bragöi en rólegur. „Herrar mínir,“ mælti hann, „jeg ætla aS segja ykkur sögu mína.“ Cyrus Smith stóö upp í talsverðri geSshræringu. „Vinur minn,“ mælti hann, „viS biSjum ySur ekki um þaS. ÞaS er skylda okkar ... „ÞaS er skylda mín aS tala,“ sagði hinn og hóf umsvifalaust frásögn sína á þessa leiö: „20. desember 1854 lagðist viS akkeri hjá Benonvillehöföa á Suöur- Ástralíu ensk listiskúta, Duncan aö nafni. Eigandi skipsins var Glenar- van lávarður og var hann þar sjálfur á því. Á skemtiferS áriS áður hafði lávarðurinn fundiS flösku og í henni skeyti þess efnis, aö Grant skipstjóri, er menn hjeldu^ aö druknaS hefSi fyrir nokkrum árum, væri enn á lifi ásamt tveimur mönnum sínum. Þeir voru einhverstaSar á 37. stigi sl. br., et' hádegisbaugurinn hafSi máðst af. En nú hafði Glenarvan lávarSur tekist ferS á hendur til aS leita hann uppi. Lávarðurinn gekk í land á Benon- ville og leitaSi upplýsinga um Grant skipstjóra á næsta bæ. Enginn gat gefiS neinar upplýsingar um hann, þangaS til einn af vinnumönnum bóndans, Ayrton aS nafni, gekk fram og kvaSst þekkja Grant. Sagðist hann hafa veriS undirstýrimaSur hjá hon- um. SkipiS hefði strandaS á austur- strönd Ástralíu og síSan heföi hann ekkert heyrt af Grant og hugsaS hann dauSan fyrir löngu. En væri hann enn þá á lífi, hefSi hann eflaust veriS tekinn höndum af innfæddum mönn- um í Ástralíu og fluttur inn í landiS. LávarSurinn spuröist fyrir um Ayr- ton hjá bóndanum. Bóndinn gaf hon- urn hinn besta vitnisburS, kvað hann 1 Þegar Lögr. var 5 ára, gaf hún skuldlausum kaupendum sínum, sem borgaö höföu alla árgangana, kaup- bætir, eða verSlaun fyrir skilsemina. Nú um áramótin er blaSið 10 ára, og gefur nú öllum skuldlausum kaup- endum sínum, sem verða áskrifendur áfram, einhverjar af þessum bókum, og geta kaupendur valiS um, hverjar af þeim þeir vilja fá, svo lengi sem bækurnar endast, hver um sig: 1. Baskervillehundinn, eftir A. Conan Doyle og hefti af „Sögusafni Reykjavíkur". 2. Oliver Tvist, eftir C. Dickens. 3. Percival Keene fyrir hálfvirði, eða 1 kr., og auk hans eitt hefti af „Sögusafni Reykjavíkur“ og „Næstu harðindin“ eftir G. Björn- son landlækni. 4. 2 hefti af „Sögusafni Reykjavík- ur“, „Þrjár sögur“ gefnar út af Lögr. 1909 og „Næstu harðindin'*. Þeir, sem ekki taka kaupbætirinn á afgreiöslu blaSsins, Bankastræti 11, en óska aS fá hann sendan sjer, verða aS senda afgreiðslumanni, t. d. í frí- merkjum, 18 au. Þeir, sem kjósa 3. flokk, sendi, auk burSargjalds, 1 kr. Útgefendurnir. hafa unniS hjá hjá sjer fyllilega ár og heföi jafnan reynst heiðarlegur og dyggur. En þaS var á annan veg. Ayrton haföi aS sönnu veriö undirstýrimaður hjá Grant skipstjóra, en hitt var ó- satt aS hann hefði veriS þaS. þegar strandiS varS. Hann haföi nokkru áS- ur gert samsæri viS fáeina fjelaga sína á skipinu og ætluSu þeir sjer aö vinna á Grant skipstjóra og ná skipinu á sitt vald. En ráSagerðin komst upp og samsærismennirnir voru settir á land í Ástralíu. Þar hafði Ayrton komiö á fót ræningjafjelagi og nú var sú, ætlun hans aö ginna Glenarvan inn í landið, en ná undir sig og fjelaga sína skipi hans. « Glenarvan sendi nú skip sitt áleiö- is til Melbourne, en hjelt sjálfur inn i Ástraliu meS nokkra af mönnum sínum. Ayrton fjekk hann fyrir leiS- sögumann. En í Melbourne gat Ayrton ekki tekiö Duncan. Hann varS aS fá hann sendan á vesturströnd landsins. Og þaö tókst honum. LávarSurinn ljet skrifa brjef, er bauS skipstjóranum á Duncan aS halda til ejins tiltekins staöar á austurströndinni. Þorpararn- ir stóðu sigri hrósandi, en rjett þegar hann var aö leggja af staS meS brjef- iS, komst svikræöi hans upp. Hann skaut á lávarðinn og særði hann, en slapp undan meö brjefiS. Glenervan sendi þegar annaS boS til Melbourne. En þegar þaö kom, var Dunkan far- inn og enginn vissi hvert. Glenarvan taldi nú vist aS Ayrton heföi hepnast tilraun sín og tekiS Duncan á sitt valdv En hann ljet þó ekki hugfallast og hjelt áfram leit- inni. Frá meginlandi Ástraliu fór hann til Nýja-Sjálands. En mikil varS undr- un hans, þegar hann kom á austur- 1 strönd eyjarinnar og sjer Duncan vagga sjer rólega á öldunum. Af ógáti haföi verið sett Nýja-Sjá- land í staSinn fyrir Ástralíu i brjef- inu. Ayrton gerSi itrekaSar tilraun- ir til aS fá stefnunni breytt, en árangurslaust. Skipstjóri kvaðst halda sjer viS brjefið. Loks reyndi hann aö gera samsæri gegn skipstjóra, en vann einungis þaS á, aS hann sjálfur var settur í fangelsi, og beiS þar komu Glenarvans. Svo má nú fara fljótt yfir sögu. Glenarvan gerSi þann samning viS Ayrton aS hann skyldi skjóta honum á land í fyrstu eyju er þeir færu fram hjá, ef hann segSi satt frá öllu því, er hann vissi um Grant skip- stjóra. Upplýsingar Ayrtons voru lá- varöínum gagnslausar, en hann hjelt ei aS síður orS sín. Og svo undarlega vildi til, aS fyrsta eyjan, sem komiS var til, var Tabor, en þar hafSi Grant

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.