Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 29.12.1915, Síða 2

Lögrétta - 29.12.1915, Síða 2
2IÓ LÖGRJETTA Fullprentaðar eru, og þegar til sölu hjá öllum bóksölum, bæði í Reykja- vík og úti um land: Ágúst H. Bjarnason próf.: Drauma-Jói .................. Verð kr. 2.00 Jón ólafsson: Litla móðurmálsbókin .................... —..— 1.00 Sigfús Sigfússon: Dulsýnir................................ — — 0.75 Jón Jónsson dócent: íslendingasaga, innb.................. — — 3.50 Jón Kristjánsson prófessor: fslenskur sjórjettur......... — — 3.50 Jón ófeigsson: Ágrip af danskri málfræði ................ — — 1.25 Sigurður Þórólfsson: Á öðrum hnöttum. Getgátur og vissa — — 1.50 Sigurður Guðmundsson: Ágrip af fornísl. bókmentasögu ib. — — 1.00 Sigurður Hvanndal: Litli sögumaðurinn I. ib. ... j........ — — 0.75 Ennfremur fást hjá bóksölum 1 Reykjavík: Matth. Jochumsson: Ljóðmæli. úrval.............ób. kr. 350, ib. kr. 4.50 íslenskt Söngvasafn. I. Bd., ób............................. — 4.00 Búkauersliin Siolðsar Eymundssonar. Forsetar Alþingis hafa ákveðið, að selja fyrst um sinn bókasöfnum og lestrarfjelögum hjer á landi Alþing'istídindi 1845—1905 fyrir 50 króniir, auk burðargjalds. Einstaka árganga Alþingistíðindanna frá sama timabili hafa forsetar ákveðiS aö selja bókasöfnum og lestrarfjelögum á i kr. 50 aura, auk burð- argjalds. Enn fremur hafa forsetar ákveðið, að selja bókasöfnum og lestrarfje- lögum fyrst um sinn Landsreikning'aiia 1884—1913 fyrir 10 krónur, auk burðargjalds. Þetta verð á Alþingistíðindum og Landsreikningum nær AÐ EINS til bókasafna og lestrarfjelaga hjer á landi. Skrifstofustjóri Alþingis veitir pöntunum móttöku og annast afgreiðslu til hlutaðeigenda, þó því að eins, að borgun fylgi pöntunum og trygging sje fyrir burðargjaldi af hálfu kaupanda. , fslenskt songvasðln. Safnað hafa og búið til prentunar Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson. Bóka- verslun Sigf. Eym. 4 kr. Þetta er fallegasta og eigulegasta söngvasafnið, sem komið hefur út á íslensku til þessa, — 150 lög í einu hefti, lang-flest gamlir æskuvinir hvers manns, sem nú er upp kominn, margt af því, sem okkur þótti vænst um í sönglist í fyrri daga og öllum er enn þá hlýtt til. Nú kemur það til okkar aftur i prýðilega vandaðri út- gáfu, miklu fegurri en áður, og samt miklu ódýrari. Von á öðru hefti til, jafnstóru, og ef til vill því þriðja. Slíku örlæti í þessari grein hefur söngelsk alþýða á íslandi aldrei átt að venjast. Mörg af lögunum eru, sem sagt, gamal-kunn, einkum úr heftum Jón- asar Helgasonar, en nú hafa þau hefti verið ófáanleg um mörg ár, — ekkert fáanlegt nema barnaheftin, en þar eru lögin einungis við barna hæfi. En þótt 1 ö g i n sjálf sjeu áður kunn og vinsæl orðin, birtast þau nú i nýjum búningi og miklu betur úr garði gerð en þá. Jónas ætlaði sín lög fyrir sam- söng (ósamkynja raddir), en nú eru þau fyrst og fremst skrifuð fyrir harmóníum. Lög, sem voru þrí- rödduð hjá Jónasi, eða ekki einu sinni það, koma nú fjórrödduð, o. s. frv. Frágangur að raddsetningu er fegúrri og hentugri, og prentun og pappír er ekkert saman berandi. Þetta er nú um gömlu lögin. En svo er mikið í þessu hafti af öðrum nýrri lögum, sem orðin eru að vísu dálítið kunn flest, en ekki hafa feng- ist hingað til í hentugum alþýðuút- gáfum. Meðal þessara laga eru mörg af vinsælustu lögum þeirra Sigfúsar Einarssonar, Árna Thorsteinssons, Jóns Laxdals, sr. Bjarna Þorsteins- sonar og S. Sveinbjörnssonar. Jeg nefni að eins sem fá dæmi: „Sjá, hin ungborna tíð“. „Þótt þú langförull legðir“ og „Þú álfu vorrar yngsta land“, öll eftir Sigfús. „Er sólin hníg- ur“, „Fífilbrekka, gróin grund“ og „Já, láttu gamminn geisa fram“, öll eftir Árna. „Drottinn, sem veittir frægð og heill til forna“ og „Sjá roð- ann á hnúkunum háu“, bæði eftir Lax- dal. „Vakir vor í bæ“, „Jeg elska þig, stormur" og „Jeg vil eiska mitt land“, öll eftir sr. Bjarna. „Töframynd í Atlants-ál“ eftir Sveinbjörnson, og auk þess mörg af lögum Helga Helga- sonar og ýmsra annara íslenskra höf- unda. Meðal laga, sem lítið munu vera kunn hjer á landi áður, má nefna: „Ástkæra, ylhýra málið,“ eftir Holger Wiehe, „Hvílir á hvítum“, eftir H. Möller og „í svanalíki“ eftir Inga T. Lárusson. Þetta er nú álit- legur nýgræðingur í alþýðubók, og fer því þó langsamlega fjarri, að alt sje talið. Gaman er nú að eiga , ,Björne- borgar“-slaginn, með hinni snildar- fallegu þýðingu H. Hafsteins, og „Dalkarla“-sönginn (jeg hauður veit), þótt ekki sje þar textinn jafn-glæsi- legur. — „Þú stóðst á tindi Heklu hám“ er eitt af lögunum, sem varla varð i náð nema í útl. bókum. — „Skín við sólu Skagafjörður“ er prýðis-laglegt lag og hingað til alt of fágætt. — Þannig mætti lengi halda áfram. Lang-mesti kostur bókarinnar, þeg- ar til þess er litið, hvert erindi henni er ætlað að eiga, er það, hve lögin eru einföld og auðveld. Það er við hvers meðal-viðvanings hæfi að leika þau, allflest, án nokkurs undirbún- ings. Og þó eru þau smekklega radd- sett. Jeg minnist þess ekki, að hafa sjeð sömu lögin í útlendum söngbók um jafn-haganlega raddsett. Og lang- flest íslensku lögin eru raddsett að r.ýju að meira eða minna leyti. Og þó þarf ekki nema lítið að víkja radd- setningunni við, til þess að lögin verði hæf fyrir samsöngva með ósamkynja röddum. Á þessu er hvervetna auð- þekt smekkvísi og vandvirkni Sigfús- ar Einarssonar. Alstaðar virðist mjer þetta hvorttveggja, samsöngurinn og harmoniið, haft fyrir augum, enda tiðkast það nú mest í útlendum bók- um með sama augnamiði, því að þótt ekki verði samsöng við komið, t. d. í heimahúsum, er það mikill kostur, að hafa lögin þannig sett.að sem fæst- um sje ofvaxið að syngja þau með hljóðfærinu. í þessu hefti man jeg ekki að nokkurt lag stigi hærra en á tvistrikaðan f i s, eða óvíða dýpra en á sama tón í stóru áttund. Lagið nr. 100 (Sjáið hvar sólin nú hnígur) er dálítið breytt frá því sem jeg þekki það i þýskri söngbók, og það til hins lakara, án þess jeg geti komið auga á ástæðuna. Breytingin, sem jeg á við, er í laginu sjálfu, en ekki í fylgiröddunum. Sumt í ættfærslu laganna kemur undarlega fyrir, en þó einkum það, að lagið „Nú er frost á fróni“ sje talið í s 1 e n s k t þjóðlag (íslenskt er það talið í yfirlitinu, þjóðlag yfir lag- inu sjálfu). Lagið er notað í „Gen- boerne“ eftir Hostrup (Op, I gæve Sönner | af den röde Gaard) og þar er gerð sú grein fyrir þvi, að það sje tekið úr „Lumpacivagabundus". Það er þvi miklu eldra en kvæði Krist- jáns, sem hefur breitt það út hjer á landi. Ef til vill er lagið þjóðlag, en íslenskt er það varla. — Lagið: „Sjá, brostin klakabönd" hefði liklega ver- ið óhætt að telja norskt, að minsta kosti er það lang-kunnast við norska vísu (Se Norges Blomsterdal). Lagið : „Jeg veit ekki af hvers konar völd- um“ er eignað Silcher, en er eins oft talið þýskt þjóðlag. Mörg fleiri lög mætti í raun og veru telja þjóðlög, en aftur eru önnur, sem fremur bæri að eigna einstökum mönnum, en slikt skiftir ekki miklu í bók eins og þess- ari. Ókost tel jeg það á bókinni, að fall- hraði er táknaður með islenskum orð- um — eingöngu. Tilgangur höfund- anna er auðsær og lofsverður í sjálfu sjer, enda farinn að tíðkast víða í út- löndum, en ber jafnan vott um þröng- sýni. Það er gamla sagan frá Babels- turninum, gamla óheilla-tilhneiging- in til að tvístra málunum sem mest má verða. Allir, sem stund leggja á söngvísi, m e g a t i 1 að þekkja ítölsku orðin. Fæstar söngbækur eru til á íslensku, og ekki heldur á neinu einstöku máli öðru, en ítölsku söng- fræðisorðin eru fyrir löngu orðin al- heimsmál. í bók þessari er mesti fjöldi íslenskra laga, en útlendingar, sem fá bókina í hendur, hafa þeirra ekki hálf not, vegna þess, að þeir sjá ekki fallhraðann, — skilja ekki orðin. Út- lendu orðin hefðu mátt standa í svig- um, en þau má ekki vanta. Ekki var meiri móðurmálslýti að hafa þau, en t. d. útl. áherslu-orðin, p. (piano), mf. (mezzo forte) o. s. frv. Allur ytri frágangur á bókinni tek- ur langt fram öllu, sem við höfum áð- ur átt að venjast um íslenskar nótna- bækur. Pappirinn er mjög sterkur og vandaður. Bæði nótur og textar er steinprentað, hvergi of þjett og al- staðar skýrt og greinilega. Hvergi þarf að fletta við blaði, þegar lag er spilað. Og þótt þetta sje gert suður á Þýskalandi og að eins lesin ein próförk hjer heima, hef jeg hvergi rekið mig á prentvillu, hvorki í text- um nje fyrirsögnum. — Málverkið ut- an á kápunni þykir mjer minst um vert, en stafirnir í titlinum eru fal- legir. Þessar aðfinslur eru smáræði eitt. Kostir bókarinnar yfirgnæfa lang- samlega bresti hennar, og gleði sú, sem íslensk alþýða mun hafa af henni, verður vafalaust bæði mikil og inni- leg. Fáar bækur eru bornar til al- mennari vinsælda. G. M. Bændur á þing-i. Þótt jeg í síðasta blaði Lögrjettu tæki svari bænda og landbúnaðarins, var ekki þar með sagt, að jeg áliti bændur þá, sem á þingi sitja, alla góða og gilda þingmenn. Það er öðru nær. Þó vil jeg ekki vera svo nær- göngull að nafngreina þá bændur, sem nú eru þingmenn og jeg álít að alls ekkert erindi hafi á þing. Jeg vil ætla kjósendum að sjá fyrir þeim. Og þá er jeg heldur ekki að rekja feril einstakra bænda á þingi. En jeg leyfi mjer að benda á dæmi, er sýna, að bændur á þingi eru atkvæðalitlir. Og vík jeg þá að því máli, sem að mínu áliti ætti að vera hæst á blaði sameiginlegra stórmála bænda á þingi, en það erjarðamálið. Það ætti mönnum ekki að blandast hugur um, að það mál þarf að taka miklum umbótum, bæði með tilliti til eignar- rjettarins, ábúðarrjettarins, fjölgunar býla og þarfarinnar til að rækta og bæta jarðirnar. Málið hefur þó verið til umræðu á þinginu nú lengi, en að eins sundurlaust og í pörtum. Og nú síðast til viðbótar fjölgun býla, sem þingið nefnir gras- býli,. En mjer finst jeg enn ekki hafa heyrt neina rödd frá þinginu í þessu stórmáli, sem nokkur veruleg dáð eða dugur er í, hvorki frá bændum nje öðrum þingmönnum. Bændur, sem á þingi sitja, horfa á það, að vegna hins ótakmarkaða eignarrjettar á jörðum geta menn lagt þær i eyði, selt þær i hendur útlendinga, og þröngvað kosti leiguliða — bæði með háu afgjaldi og svo með því að launa þeim ekki verk þeirra til umbóta jörðunum. Og bændur á þingi horfa á það, að fjöldi af duglegu fólki flýr sveitirnar af því að það fær ekki jarð- næði; og þeir horfa á það um leið, að nóg er hjer moldin til að rækta og viðast nóg landrými til að fjölga býlum í sveitum. Og þeir horfa á það, að margt verður að vera ógert í sveitunum af því að bændur fá ekki hagkvæm peningalán til jarðabóta; og þeir ættu að sjá það, að fjölgun og umbætur sveitabýlanna er það, sem fyrst og fremst gerir landið sjálft verðmeira og styður að þvi að fólk- inu fjölgi og það þroskist eðlilega. Það má því alveg furðu gegna, hversu litlar eru aðgerðir þingsins í þessu máli, og hversu bændur láta þar lítið til sin taka, og bendir það á óþroskaðan hugsunarhátt þeirra. En hversu dáðlaust það er, sem gert er i málinu, að þvi leyti sem það kemur til tals á þingi, nægir að benda á, að síð- asta þing fól stjórninni að leita sjer upplýsinga um kjör húsmanna er- lendis, og auk þess var verið að skeggræða um það á þingi, að k o m a upp húsmannastjett í land- i n u, og koma upp tiiraunabýli í þá átt. Þarna er verið að ræða eitt at- riði þessa stórmáls og það alt öfugt. Það ætti að vera sjáanlegt, að ef húsmannastjett gæti þrifist til sveita, þá væri hún þar fyrir, og að ræða um tilraunabýli er eins og annað, sem sagt er út í bláinn. Það er vel hægt án allra tilrauna að gera sjer í hugar- lund, hvað mikið land óg aðra mögu- leika þarf hjer til sveita svo að meðal- fjölskylda geti lifað bærilegu lífi. Þegar um þennan lið málsins er að ræða, á að byrja á því að mynda hjer ný sjálfstæð býli. Og alt málið verður að ræða með tilliti til þess, sem jeg nefndi hjer að framan, eða: tak- markana e i gn a r r j e 11 a r i n s, kjara leiguliðanna, fjölg- unar býla og svo p e n i n g a- m á 1 a.* Fleira mætti benda á, er sýndi, að bændur á þingi eru of atkvæðalitlir, og þurfa að menta sig betur til að verða starfinu vel vaxnir og geta heitið góðir og gildir þingmenn, og því meiri nauðsyn er á því, að bænd- ur manni sig betur til þingsetu, þar sem það er alveg sjálfsagt, að bænd- ur velji menn úr sinum flokki til þingsetu. Bændur verða og að verða at- kvæðameiri á þingi, svo að þeir láti ekki hafa sig til að samþykkja óþarf- ar fjárveitingar eða annað, sem ó- þarft kann að vera og varasamt. Enn fremur þyrftu þeir að verða upp úr því vaxnir að vera í sífeldum „hrossakaupum" á þingi (þess þurfa allir þingmenn) og vera of hlut- drægir, og einnig ættu þeir að vera upp úr þvi vaxnir, að vera hróðugir yfir og sækjast um of eftir kunnings- skap „háttstandandi" manna. Bændur á þingi þurfa að vera vel að sjer, áhugasamir um öll framfara- mál, velviljaðir öllu landinu, dugleg- ir, sjálfstæðir í skoðunum og áreiðan- legir. JÓN H. ÞORBERGSSON. Strídið. Síðustu frjettir. Khöfn 25. des.: „Þjóðverjar hafa tekið Hartmannsweilerkopf." Þetta eru vigstöðvar í Elsass, sem mikið hefur verið barist um og ýmist hafa verið á valdi Frakka eða Þjóðverja. Hefur verið barist Jjarna að undan- förnu af miklum ákafa, að því er ein fregnin hingað segir, samfleytt í 9 daga. Annars ber frjettunum hingað ekki saman um það, hvernig jólin hafi verið haldin á vígstöðvunum. Ein segir, að þar hafi verið kyrt um jólin, en önnur segir, að á jólanótt- ina hafi verið skothríð og spreng- ingar alstaðar á vigstöðvunum. Afstaðan á Balkanskaganum virð- * Nú er von tímarits, sem sjerstak- lega ætlar að ræða þetta mál. ist ekkert hafa breytst síðustu vik- una. Eitthvað af her Serba hefur sam- einast her ítala í Albaníu, en annars eru óljósar fregnirnar um afstöðuna þar. Pjetur Serbakonungur kvað nú vera korninn til Italíu, en stjórnar- ráð Serba situr enn í Skutari. Friðarleiðangurs-mennirnir frá Bandaríkjunum eru nú komnir til Stokkhólms, nema foringi fararinnar, Ford. Hann veiktist í Noregi og held- ur þaðan heim aftur vestur um haf. Þýski ríkiskanslarinn gefur yfirlit yfir stríðið. 9. des. hjelt Betmann Hollveg rík- iskanslari langa ræðu í þýska ríkis- þinginu, er þá var nýlega kvatt sam- an, til þess að skýra frá því, hvað gerst hefði i ófriðnum frá því að þingi var slitið í ágúst í sumar og til þess tima. Aðalviðburðina taldi hann hluttöku Búlgara í stríðinu og það, sem gerst hefði á Balkanskaganum. Hann lýsti því, hve mjög bandamenn hefðu sótst eftir því, að ná Ferdínand Búlgarakonungi sin megin, og gerði skop að gjafmildi þeirra, er þeir hefðu lofað honum landaukningum úr öll- um áttum: frá mótstöðumönnunum (Austurríki), frá hlutlausum þjóðum (Grikkjum) og frá bandamönnum sínum (Serbutn). Taldi hann undar- legt, að þeim skyldi koma til hugar, að bjóða Búlgaríu hluta af Serbíu, þar sem stríðið hefði upphaflega ver- ið byrjað af Rússum, að sögn þeirra, til þess að vernda Serbíu gegn ójöfn- uðj utan að. Búlgaría hefði borið höfuðþungann af Balkanófriðnum fyrir nokkrum árum, en þá hefði hún orðið út undan, er löndunum var skift á eftir, og hefði Rússastjórn ekki viljað sinna kröfum hennar þá, en dregið taum Serbíu á kostnað Búlg- ara, vegna þess, að Serbía hefði átt að verða forvörður Rússlands gegn Austurríki. En nú gæti Ferdínand konungur uppfylt það loforð, sem hann hefði gefið þjóð sinni við lok annars Balkanstríðsins. Flagg Búlg- aríu blakti nú yfir svæði því, sem hún hefði þá verið svift. Kanslarinn lýsti svo nánar herferð miðveldanna til Balkan og kallaði það þáttaskifti í sögu ófriðarins, að náðst hefði samband frá miðveldun- um yfir Balkan og austur til Asíu. Beint samband við Tyrkjaveldi kvað hann svo njikils virði fyrir hernað miðveldanna, að erfitt væri að meta það. Vöruflutningar frá Balkanríkj- unum og austan úr Asíu kæmu mið- veldunum mjög vel til þess að bæta upp þær birgðir, sem fyrir væru. Út- litið væri nú mjög gott. Það væri að þakka víðsýni Ferdínands Búlgara- konungs, að nú væri örugg brú bygð milli miðveldanna, keisararíkjanna, sem tengd væru órjúfandi böndum, Balkanskagans og Vestur-Asíu. Þessi brú ætti ekki að notast til herflutn- inga að þessum ófriði loknum, heldur í þjónustu friðsamlegrar menningar- starfsemi. Bræ^ralagið, sem nú væri myndað í hernaðinum, ætti að verða að bræðralagi í viðskiftum, er miðaði að því, að efla menningu þeirra land- anna, sem straumar framfaranna hefðu enn ekki náð til. Kanslarinn fór síðan hörðum orð- um um aðfarir bandamanna gegn Grikkjum. Kvað þá fyrst, er þeir byrjuðu að setja her á land í Salo- niki, hafa sagt, að Grikkir hefðu beðist hjálpar af þeim. En þessu hefði verið neitað af Venizelos. Gríska stjórnin hefði fastlega mót- mælt landsetningu hersins. En nú láti bandamenn sem þeir sjeu þar í sínu eigin landi. Þeir, sem þykist vera að berjast móti hervaldi Þjóðverja, noti enska flotann til þess að kúga Grikk- land til þess að brjóta hlutleysis- skyldur sínar. Fyrst hefði Grikkjum verið þröngvað af bandamönnum til að gefa þeim yfirlýsingu um velvilj- að hlutleysi. Að henni fenginni hafi þeir heimtað, að Grikkir drægu all- an her sinn burt frá Saloniki og hjer- aðinu þar umhverfis, en gæfu banda- mannahernum öll ráð yfir borginni, höfninni og járnbrautunum norður frá borginni, svo að hann gæti búist þar um til varnar. Þetta kölluðu banda- menn þarna velviljað hlutleysi. En það er föst ætlun Grikkjastjórnar, sagði hann, að halda hlutleysi sínu

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.