Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.03.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 08.03.1916, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 39 Brynj. Magnússon bo'kbindari (Nýja bókbandsvinnustofan), í Þingholtsstræti 6 (Prentsmiðjan Gutenberg), Sími 579. hefur talsíma 579. Sími 579. « Hallgrímsmyndin =» er nú aftur til sölu hjá undirrituöum. Hinir mörgu, sem pantað hafa hana hjá mjer, geta því, fyrst um sinn, fengiö hana, ef þeir snúa sjer til mín. Með því aö tiltaka eintakafjölda má fá myndina senda hvert á land sem óskað er,. gegn póstkröfu, aö frádregnum sölulaunum. — Myndin er endurbætt og kostar kr. 1.25. Á sama hátt geta menn fengið brj efspjöld mín, sem til eru, gegn póst- kröfu.. Virðingarfylst Samúel Eggertsson. Njálsgötu 15. Reykjavík. SkákHing islendinga hefst i Reykjavík 28. þ. m. Þátttakendur gefi sig fram fyrir 26. þ. m. við Harald Sigfurdsson, hjá zimsen, Reykjavík, 4. mars 1916. Stjórn laílfj cg að sú fækkun ætti að verða þeim sem skaðminst, þá þyrfti haustskoð- unin að fara fram á þeim tíma hausts- ins, sem fjársala og sláturtíð stendur yfir. En eftir núgildandi forðagæslu- lögum og reglugerðunum flestum, er ekki þessu að heilsa. Það er þvi ekki nema um tvær leiðir að tala. Onnur er sú, að bændur skeri heima það af búfje sínu, sem ofaukiö er á heyin, að dómi forðagæslumanna, þegar fjeð er máske farið að leggja af, og þó að búið sje að leggja eins mikið af þeirri vöru fyrir heimilin °g upphaflega var til ætlast. Hin að- ferðin er sú, að fara ekki að ráðum forðagæslumanna, en setja á eftir gömlu ásetningsreglunni: á guð og gaddinn. Og mun sú leiðin, oftar en hitt, þegar því er að skifta, vera farin. En sje nú betur að gætt, má að miklu leyti á sama standa á hvaða túna „snemma vetr'ar“ fyrri aðal- skoðunin fer fram, því enga áherslu leggja forðagæslulögin á gætilegan ásetning. Og að ööru leyti er ekkert ábyggilegt eftirlit haft með því, að neinum ákvæðum laganna, þó ómerk sjeu, nje heldur fyrirmælum reglu- gerðanna, sem sumar ákveða þó eitt- hvað frekar um þetta en sjálf forða- gæslulögin, verði framfylgt. Skelli bændur skolleyrunum viö leiðbeiningum þeim og tillögum, sem forðagæslumennirnir kunna að gefa þar að lútandi, sem ekki mun ótítt, þá verða þeir, þ. e. forðagæslumenn- lrnir, að gera sjer það að góðu, og við það að láta sitja, að minsta kosti svo lengi, að menn þessir ekki kom- ast undir ákvæði 10. og 11. gr. forða- gæslulaganna, — því skipunarvald hafa þeir ekkert. Eins er og hitt, að ef foröagæslu- nienn vanrækja starf sitt, sem held- ur ekki mun örgrant um, og vel get- ur fyrir komið af ýmsum ástæðum, þá er sjáanlega ekki svo auðvelt við því að gera, þó aö slíkt sje með öllu óhafandi, — þvi „það sem höfö- ingjarnir hafast að, hinir meina sjer kyfist það“. Striðid. Frjettirnar, sem borist hafa hing- að af ófriðnum nú um tíma að und- anförnu, eru nær eingöngu enskar. f'-nsk blöð hafa komið hingað, en ekki hlöð annarstaðar frá, og loftfregnirn- ai, sem birtar hafa verið, virðast euinig allflestar vera úr sömu átt. Það hefur gengið mikið á að vest- anverðu, og gengur enn. Þjóðverjar sækja nú þar á af miklu kappi á ýmsum stöðum. En áköfust er viður- eignin noröan við Verdun. Segja fregnirnar að hún sje ein hin allra- snarpasta og mannskæðasta, sem háð hafi verið á vesturherstöðvunum. Þjóðverjar höfðu dregið þar saman mikið lið, og árásin hófst með margra daga stórskotahríð á 25 enskmílna breiðu svæði norðan við borgina og byrjaði aðfaranótt mánudagsins 21. febr. En eins og gengur í þessum skotgrafaorustum, fór fótgönguliðs- áhlaup á eftir stórskotahríðinni. Tóku Þjóðverjar þá fremstu skotgrafir Frakka á löngu svæði, en gátu ekki brotist í gegn um herlínuna. Virð- ist árangurinn hafa orðið hinn sami og hjá bandamönnum í hinni miklu árás þeirra á vesturherstöðvunum síðastl. haust. Loftfregnirnar fyrstu dagana eftir mánaðamótin segja, að þá sje skothríðin farin að hægjast þarna. En skeytin frá 5., 6. og 7. þ. m. segja enn ákafa stórskotahríð norðan við Verdun. 6 þ. m. segir einnig í skeytunum, að víða á vestur- herstöðvunum sje sókn frá Þjóðverja hálfu og barist af mikilli grimd. Það má sjá af frjettaskeytunum, að Þjóðverjar hafa tekið að nokkru leyti eitt af útvirkjunum hjá Verdun, Donaumont-kastalann, sem er nyrsta vígið að austanverðu við Meusefljót- ið. Segir í skeytunum frá 6. þ. m. að Frakkar haldi enn útjöðrum þessa vígis og má sjá, að höfuðárásin er þarna. En skamt fyrir sunnan og austan Donaumont-kastalann er ann- ar kastali, sem Vaux heitir, og sunn- an við þá tvo kastala eru enn 5 kast- alar í boga norðaustan við borgina, austan fljóts. Alls eru sýndir á upp- dráttum 18 kastalar kringum Verdun, 10 austan fljóts og 8 vestan. Má af þessu sjá, að hafi Þjóðverjar hugsað sjer að brjótast þarna í gegn um her- línuna, þar sem hún er svona ram- byggileg, þá er, enn sem komið er, að eins að ræða um byrjun á viðureign- inni þarna. Um mannfallið i fót- gönguliðsáhlaupinu fer ýmsum sög- um, en opinberar tilkynningar hlut- aðeigandi stjórna um þetta hafa fregnirnar enn ekki flutt. Mikið er mannfallið án efa, einkum hjá þeim sem fram sækja, eða Þjóðverjum, þótt frásagnir mótstöðumannanna um það sjeu að líkindum meira og minna ýktar. Frá byrjun ófriðarins liefur þýski krónprinsinn stýrt þeim her Þjóð- verja, sem er við Verdun. Það er sagt, að keisarinn sjálfur hafi verið þarna um það bil, sem árásin hófst, og að Þjóðverjar liafi haft langan við- búnað til hennar. Alt frá því að við- ureignin á vesturherstöðvunum varð að kyrstöðu i skotgryfjunum, hefur herlínan verið í breiðum boga kring um Verdun að norðan, austan og ! sunnan. Skamt fyrir norðan borgina i liggur hún á löngu svæði beint í ! vestur, en beygir til suðurs nokkru austan við hana, og þar er á henni skörp lykkja til suðvesturs, vestur að St. Mihiel, en þaðan liggur hún aftur j hjer um bil þvert austur að landa- mærum og fylgir þeim síðan lengi, eða því sem næst. Verdun er ekki mannmörg borg. íbúar þar voru fyrir nokkrum árum að eins 22 þús. En hún er ein af sterkustu kastalaborgum Frakka og þeir eiga þar hergagnasmiðjur og her- gagnaforða mikinn, en járnbrauta- sambönd eru þaðan góð bæði vestur til Parísar og suður um land. Borgin er því ef til vill sá staður á vestur- herstöðvunum, sem einna mest er um vert fyrir Frakka að verja, en Þjóð- verja að taka. Þó hafa Þjóðverjar ekki sótt þar á að neinu ráði, frá því að skotgrafaviðureignin hófst, fyr en nú. Gegnum borgina rennur áin Maas, eða Meuse, og er meginhluti borgar- innar austan við hana. Samtímis árásinni á Verdun gerðu Þjóðverjar einnig árásir á tveimur öðrum stöðum, segja ensk blöð frá síðastl. mánaðamótum. Önnur var gerð austan við Souches, þar sem oft hefur áður verið barist, en hin norð- ur við Yserskurðinn, þar sem leiðin liggu vestur til Calais. Á hvorugum þeim stöðvum er getið um neinar verulegar breytingar, enda eru fregn- irnar, sem hingað hafa boist af allri þessari viðureign á vesturherstöðvun- um, hvergi nærri ljósar. Englendinga og Frakkar hafa nú all-lengi haft sameiginlega herráðs- fundi öðru hvoru, og hafa þá ein- hverjir af ráðandi mönnum Englend- inga verið suður í Paris, eða Frakkar í London. í Englandi var nýlega stofnað nýtt ráðherraembætti, og í það settur Robert Cecil lávarður. Undir liann eiga að koma öll þau mál, sem rísa við hlutlausar þjóðir út af vöruflutningaafskiftum Englendinga, en þeir eru nú alt af að herða á þeim afskiftum og þykja þau verri og verri þeim, sem fyrir verða. I loftfregnum hingað frá 3. þ. m. segir, að Breta- konungur hafi gefið út auglýsingu um viðskiftabann við tiltekna menn af ættum óvinaþjóða, sem heima eiga i hlutlausum löndum, eða menn, sem átt hafa skifti við óvinaþjóðir. Hef- ur enska stjórnin gefið út skrá yfir þessa menn, segir í skeytinu, og eru á henni ýmsar verslanir í Hollandi, 50 kaupmenn í Svíþjóð og 25 í Grikk- landi. I sambandi við þessi verslunar- liöft stendur það án efa, sem frá er sagt í loftskeyti frá 4. þ. m., að for- sætisráðherrar Norðurlanda ætli inn- an skamms að koma saman á fund til þess að tala um samvinnu sín á milli. I Svíþjóð er flokkur manna, og þó eigi stór, sem heldur því fram, að Svíar grípi til vopna út af versl- unarafskiftum Englendinga. Þessi flokkur er kallaður „Aktivistar" og hefur hann hátt um sig. í hásætis- ræðu Svíakonungs 17. janúar voru og nokkur orð sem gáfu tilefni til að ætla að Sviar lentu i ófriðnum til varnar atvinnumál- um sínum. Hann kvaðst vona, að Svíar gætu haldið hlutleysi sínu hjer eftir sem hingað til, að því kvaðst hann hafa unnið og vilja vinna áfram. En hann kvartaði yfir að almennum þjóðarjetti væri meir og meir mis- boðið af ófriðarþjóðunum og að af- skifti þeirra næðu meir og meir til atvinnumála hlutlausra þjóða, svo að verra og verra yrði undir því að búa, og miðuðu þau ummæli mest að við- skiftum Svía og Breta út af verslunar- haftinu. Hafði konungur sagt, að hann og sænska þjóðin óskuðu einsk- is framar en að Svíþjóð gæti verið utan við ófriðinn, en reiðubúnir væru Svíar til þess að hleypa af fallbyss- um sínum, ef á þyrfti að halda. Þessi ummæli úr hásætisræðunni ásamt framkomu „Aktivistanna“ vöktu um tíma umtal um það, að Svíar væru komnir á fremsta hlunn með að taka þátt í ófriðnum, en síðari fregnir frá Svíþjóð eru allar í þá átt, að Svíar muni meta hlutleysið mest. Skömmu fyrir síðastliðin mánaða- mót varð umtal um frið í enska þing- inu. Vöktu það tveir af þingmönn- um verkmannaflokksins og beindu þeirri fyrirspurn til stjórnarinnar, hvort hún vildi ekki bjóða Þjóðverj- um frið. Sögðu þeir nú auðsjeð, að hvorugir mundu sigra til fullnustu, þótt áfram væri haldið. En Asquith tók þessum tillögum ekki vel, og kvað Englendinga ekki mundtt hætta fyr Ivanov hershöfðingi. en Belgíu og Serbíu væri bætt það tjón, sem þær hefðu beðið, Frakk- land trygt gegn árásum framvegis, rjetti smáþjóða Norðurálfunnar væri fyllilega borgið og hernaðarvald Prússa algerlega brotið á bak aftur. En ekki voru allir ánægðir með þetta svar, og fanst einum af ræðumönn- um óljóst, hvað átt væri við með því, að brjóta hervald Prússa algerlega á bak aftur og varla gerandi að fórna mörgum þúsunda mannslífa fyrir það takmark. Hann kvað friðarvini eigi fáa meðal ensku þjóðarinnar og gaf í skyn, að ef stjórnin yrði mjög hörð í kröfum um áframhald ófriðarins þangað til endalyktirnar yrðu þær, sem hún hugsaði sjer, þá gæti svo farið, að hún vekti í landinu inn- byrðis ófrið milli þjóðar og stjórnar. Þessu mótmæltu margir fastlega, en nokkrir urðu þó til þess að taka í strenginn með fyrirspyrjendum. Sum- ir vildu ekkert friðarskraf hafa í þinginu og töldu það ekki geta orðið til annars að svo stöddu en að spilla milli bandamanna, en auka hug hjá Þjóðverjum. Frá austurvígstöðvunum eru litlar frjettir. Þó tala loftfregnir frá 4. þ. m. um stórskotahríð þar á norðan- verðum herstöðvunum. En nú fer að líða að'því að vorleysingar byrji þar eystra, og verður þá um tíma ekkert hægt að hafast þar að fyrir vatna- gangi. En er honum lýkur, mun aftur hefjast atgangurinn að austan, sem legið hefur niðri frá síðastliðnu hausti, og þá munu Þjóðverjar, eins og í fyrra, flytja þangað mikið lið frá vesturherstöðvunum, en nú geta þeir um tíma beitt sjer þar með krafti vegna þess að þeir þurfa ekki að hafa margt manna að austanverðu. Heima fyrir í Rússlandi hefur í- haldsflokkurinn mjög mist f y lgi siðastliðið ár. Goremykin er nú fyrir nokkru kominn frá völdum, og þing- ið, sem sent var heim í fyrra, er stjórnin óttaðist að það mundi alveg umhverfa núverandi stjórnarfari, komið saman á ný. Þótti það mikil nýlunda, að keisarinn var nú sjálfur við, þegar þingið var sett, og ávarp- aði það. Þykir það benda á, að þeir, sem að undanförnu hafa haft völdin, sjái sjer nú ekki annað fært en að leita góðs samkomulags við þingið, en af því leiðir aftur, að miklar stjórn- arfarsbreytingar munu vera i vænd- um hjá Rússum. Sem dæmi um fylgis- missi íhaldsflokksins nú á síðustu tímum er það sagt, að blöð hans í St. Pjeturborg og Moskvu, er studdu Goremykinstjórnina, hafi komið út að eins í 2—3000 eintökum, en hin blöðin, sem fylgdu fram skoðunum þingmeirihlutans frá i fyrra, hafi stórum aukist. Sökinni fyrir ófarir Rússa á vígvöllunum í fyrra hefur verið skelt á íhaldsflokkinn og kent um sviksemi hjá þeim, sem áttu að sjá um allan útbúnað ófriðarins. Mun þinginu nú eigi síður áhugamál að koma fram umbótum heima fyrir en hitt, að reka stríðið með sem mestum krafti, þótt það snúi sjer að sjálf- sögðu að hvorutveggja. Frá ítölsku vigstöðvunum er það sagt í loftskeyti frá 5. þ. m. að stór- skotaliðsbardagar sjeu háðir þar, einkum i grend við Görtz, en mikill snjór sje nú þar í fjöllunum, sem geri hreyfingar torveldar. En á Balkanskaganum er nú alt kyrt. Vígstöðvar bandamanna norðan við Saloniki, sem sýndar voru á upp- drætti i síðasta blaði, munu vera tor- sóttar, enda hefur her miðveldanna Pflanzer-Baltin hershöfðingi. og Búlgara þar syðra ekki enn gert tilraun til þess að taka Saloniki. Hins vegar heyrist það ekki heldur, að bandamönnum komi til hugar, að gera útrásir þaðan. Búlgarar hafa þar rnestan her fyrir. Það er nú talað um missætti milli þeirra og Þjóðverja og að Búlgarar, og jafnvel Tyrkir líka, vilji fara að semja frið við banda- menn. En óvíst er, hvað á þeim frjett- um má byggja. Eftir undanhald Tyrkja við Erserum hafa hersveitir þeirra, sem áttu að vera með í sókn- inni að Saloniki, verið kallaðar aftur austur í Litlu-Asíu. Það mun vera allmikill ósigur, sem Tyrkir hafa beðið fyrir Rússum við Erserum, þótt fyrstu fregnirnar hing- að um hann hafi verið ekki lítið ýkt- ar. Eftir það hafa Rússar sent her norður og vestur þaðan, til Svarta- hafs, og segja síðustu fregnir, að sá her hafi umkringt bæinn Trebisond. Sjálfsagt snúa nú Tyrkir miklu af hersveitum sínum í Litlu-Asíu norð- ur á bóginn á móti Rússum, og með- an svo stendur, að þeir eiga i hættu þeim megin, mun ekki hugsað um leiðangurinn, sem fyrirhugaður var til Suez-skurðarins, enda er nú ekki á hann minst. Enver pasja er kent um, að hann hafi veikt um of her- inn að norðanverðu vegna útbúnaðar- ins í Egiftalandsleiðangurinn. Nú se'gja síðustu fregnir, að Enver pasja sje særður, en þess ekki getið, hvort hann hafi fengið sár á vígvelli, eða á annan hátt. Her Englendinga er enn innilukt- ur i Kut el Amara, þegar siðustu fregnir komu þaðan. Öðru hvoru er getið um loftskipa- árásir frá Þjóðverjum á England, sið- ast 1. þ. m. Eitt af þeim loftförum, sem heimsóttu England í febrúar, fórst í Norðursjónum. Hittu enskir botnvörpumenn það þar á floti, en þorðu ekki að bjarga mönnunum af flakinu, og báru það fyrir að þeir væru fleiri, svo að það ekki væri þor- andi að taka þá upp i botnvörpung- inn. Þýskt skip, sem „Möve“ (Már) heitir og hefur verið á sveimi um Atlantshafið nú að undanförnu, hef- ur vakið mikið umtal. Það hafði ver- ið smíðað sem flutningaskip, en sið- an útbúið sem herskip, og hefur það sökt mörgum enskum verslunarskip- um, en herskipum Englendinga hefur ekki tekist að komast í færi við það. Fyrstu fregnir af því eru þær, að það tók í hafi flutningaskipið „Appam“ og sendi það undir þýskri stjórn til Bandaríkjanna með skipshafnir af nokkrum enskum kaupförum, sem það hafði sökt, en síðan hefur það á sama hátt skilað frá sjer enskum skipshöfnum bæði til Spánar og vest- urstrandar Afríku, og eru það ekki fá ensk kaupför, sem það hefur nú eyðilagt á örfáum vikum. en allar sagnir um skipið hafa verið mjög á huldu og ýmsar tilgátur gengið um, hvaðan það væri komið og hvernig á útgerð þess stæði. Það hefur vakið ekki lítinn óhug meðal enskra far- manna, að vita af þessu skipi á sveimi úm leiðir þeirra á Atlantshafinu. En loftskeytafregnirnar í morgun segja, að skýrt hafi verið frá því í enska þinginu, að nú væri skipið komið heim til Þýskalands og mundi hafa farið fyrir norðan ísland. Tvö blöö koma út af Lögrjettu í dag. Þetta eru foringjarnir fyrir herunum, sem átst hafa við í Búkóvinu. Ivanov er foringi suðurhers Rússa, er sótti þar á, en Pflanzer-Baltin stýrði her Austurríkis, sem stóð þar á móti Rússum, og hefur hann í heiðursskyni fyrir þá vörn verið nefndur „frelsari Búkóvínu“.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.