Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.05.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 31.05.1916, Blaðsíða 2
94 LÖGRJETTA LÖGRIETTA kemur út á hverjum mið- vikuiegi og auk þess aukablöð v\8 og vi8, minst 60 blö8 alls á ári. Verð 5 kr. árg. á tslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júli, því, hverjar orsakir liggja til þess að máliS er til orðiö, og hyggja aS því eftir megni, hvort þegnskylduvinnan muni vera líkleg til að eySa þeim orsökum. Sköpunarsaga málsins er í sem fæstum oríSum sú, aS ýmsum sóma- kærum mönnum var það mikiö á- hyggjuefni hve mikil óreiða til orðs og æöis væri ríkjandi meö þjótS vorri, — Til þess að gera sjer vel ljóst, hvaS þegnskylduvinnunni er ætlaö aS afreka, er óhjákvæmilegt aS kynna sjer, hverjum augum þegn- skyldumenn líta á menningarástand þjóSarinnar. í „Andvara" 1908 skrifar hinn góö- kunni höfundur þegnskylduvinnunn- ar, Hermann Jónasson rithöfundur, grein um máliS, sem sannarlega er vert aS veita athygli. Þar stendur m. a.: „Á síSari árum hefur fáu veriS jafnoft hreyft, bæSi í ræöu og riti, sem þvi, á hve lágu stigi vjer stæSum í verklegri kunnáttu.“ „Stjórnleysi og agaleysi er á háu stigi .... Þá er og hörmung til þess að hugsa, hve ó- stundvísir vjer erum. ÞaS er tæplega í nokkru atriði, sem íslendingar standa öSrum þjóöum meira á baki en í stundvísi. En þetta er mjög skað- legur, þreytandi og amlóSalegur ó- kostur.“ Jeg býst við aS þeir sjeu fáir, sem ekki kannast viS aS þessi atriöu sjeu einhver lökustu þjóöar- meinin. Matthíasi Ólafssyni alþm. lýst í- skyggilega á ástandiS. Þeir eru hvorki fáir nje smáir í hans augum skaplestir þjóöarinnar. „Tortrygnin. öfundin, einræningsskapurinn, fje- lagslyndisleysiS, óstundvísin og meö henni ýms óreiSa í orðum og gjörS- um“, segir hann í nefndaráliti sínu, aS mundi „væntanlega meö öllu hverfa“ ef þegnskylduvinnan kæmist í framkvæmd. Enn fremur segir hann aS „agaleysiS færi í sömu gröfina og á moldum þessara bresta og lasta muni vaxa: áhugi, hlýðni, háttprýði, atorka, fjelagslyndi, þrifnaSur, stund- vísi og áreiðanleiki í oröum og viö- skiftum.“ Jeg efast ekki um aö þetta sje talaS af heilum hug málinu til stuönings, en mjer er kunnugt um, aS jafn-öfgaþrungin ummæli og þessi eru ýmsum góðvinum þegn- skylduvinnunnar til hinnar mestu skapraunar. í ræöu, sem M. Ó. hjelt í fjelaginu „Fram“ og birt er í 2. tbl. Lögrjettu, stendur: „ÞaS hefur lengi veriö svo hjer á landi, aö úrtölur, tortrygni, getsakir og hrakspár hafa falliS í frjósama jörö, en flest hvataorö í grýtta.“ Jafnframt getur hann um, aS hugsunarháttur þjóöarinnar sje nú „stórum breyttur til hins betra“. Reyndar er hann ekki alveg viss um aö svo sje fyr en eftir atkvæðagreiSsl- una í haust. Gefur í skyn, aS þeir, sem ekki ljá málinu fylgi sitt, geri meS því opinbert, aS innræti þeirra sje þaS, sem hjer aS ofan er lýst. Skoöun ' þegnskyldumanna finst mjer i stutu máli vera sú, aS „skek- inn sje þrótturinn“ úr þjóSinni til margra góöra hluta, en tilhneiging til margs konar ómensku sje býsna rík. ÞaS er svo sem auðvitaS, aS þeir, sem ætla aS sannfæra alþjóS manna um nauösyn þegnskylduvinnunnar, verSa aö benda á einhver mein, sem henni er ætlaS aö ráða bót á. En þar veröur aS gæta hófs. ÞaS stoöar ekki, sem þegnskyldumönnum hættir til, aS færa þjóöbrestina svo í aukana, aö þaS sje hverjum manni augljóst, aS þeir sju ekki þegnskylduvinínunnar meöfæri. Athugi menn nú framanrituS um- mæli þegnskyldumanna, þurfa þeir ekki aS ganga þess duldir hvert sje hlutverk þegnskylduvinnunnar. Og jeg býst viö, aö flestum muni finnast viöfangsefnin æriö stórkostleg. Jeg hygg aö fullyrða megi, aö sú uppeld- isaðferö sje óþekt, sem á 3 mánuðum hafi upprætt alla þá velsæmisbresti, sem hjer að framan eru taldir. Hing- aö til hefur hvorki mannsandinn nje líkaminn reynst svo þjáll viðureign- ar, aS á 3 mánuöum yröi þar miklu um þokaö, jafnvel þó aö góS skilyröi væru fyrir hendi. Þó aö þjóöin sje enn, ef til vill, ekki eíns meingölluS og hjer aö fram- an er taliö, þá eru þjóðbrestirnir samt svo margir og miklir, aö þriggja mán- aSa þegnskylduvinnu, eftir 17 ára ald- ur, er gersamlega um megn aö ráða nokkura verulega bót á þeim. Og þaS eitt ætti aö vera nægileg sönnun þess aö enn er ekki kominn tími til aS lög- leiöa þegnskylduvinnu. En þó eru enn ótalin sterkari rök, sem taka bet- ur af skariS. (Frh.) Óberja og* óbyrja. ÞaS er þó sannast aö segja, að enn rætist hiö forna mál, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, ef annarhvor okk- ar Jóns Ólafssonar —■ þvílíkir á- buröarmenn sem viS erum! — Hgg- fallinn um eitt þúfukríli eöa hrjónu. Orðiö ó b y r j a kemur fyrir i sögu- korni eftir mig og er haft um þaö náttúrusmiSi, sem dr. Ág. Bjarnason og Jón Ólafsson, orSabókarhöfund- ur, segja, aS sje rjett nefnt ó b e r j a — óslægt land fyrir grasleysi. Dr. Ágúst drap á þetta í ritdómi og taldi prentvillu. En af því aS orðmynd þessi var i handriti mínu, vildi jeg ekki láta kenna þeim um, sem sýknir voru sakarinnar —ef um sök var aS ræöa, og bar jeg því varnir fram í þessu máli í Lögrjettu, eftir því sem mjer þótti rjett vera og hæfilegt. ÞaS var hvorttveggja, aS dr. Ágúst yrti á mig svo kurteislega, og í ann- an staS var þetta málefni svo smá- vaxiS, aS þaS gat ekki eftir eðli sinu oröiS hólmgöngusök milli okkar dr. Ágústs — nema þá þvi aS eins, aö verri menn en viö erum spiltu um t d. meö útúrsnúningi. Og þar sem dr. Ágúst mun af öllum lýö vera tal- inn fyllilega fær um aS toga hönk móti mjer, rökfræði, ritmensku, mál- venju og málfræSihönk, mátti Jón liggja rólegur í rúmi sínu og láta okkur dr. Ágúst eiga saman um þetta. Þó er þetta ekki þann veg aö skilja, aö jeg kvarti undan því, aS veröa fyr- ir málfræðisbarSi Jóns Ólafssonar. Þar sem um málvenju og alþýðumál er aö ræSa, þykist jeg vera honum jafnsnjallur. Hitt er annaS mál, aS jeg er svo fjarlægur blööunum, aö jeg get ekki gripið í strenginn oft eSa títt, til þess þá aö lesendur fylg- ist meS í málinu, eða muni þaö sem áöur er greint. Jeg kalla grein Jóns Ólafssonar olbogasmíS. Hann er sagður aö hafa verið rúmfastur um þær mund- ir, sem hann skrifaði hana. Og hefur hann þá orðiö aS rísa upp viö olboga á meðan. Þetta sýnir löngun manns- ins til þess aS ná í mig, og er þaö ilt, ef sú ástæSa varnar honum þess, aS búa sig undir dauöann, þegar þar aö kemur. Jeg ætla aS honum stæSi þó nær aö þæfa viS oröabók sína — bandritiö —. ÞaS starf mun aS visu hafa þýðingu, þó aS ýmislegt megi aS bókinni finna — eins og von er til um hjáverkastarf. Og ekki er jeg þeirrar trúár, aS sú bók veröi „brek- ánsburöur" hvorki út á óbyrjur nje í eldinn. Þeim ritsmíöum er reyndar rangt aS svara, sem geröar eru meö öfug- snúSi útúrsnúninga. Þessi smágrein Jóns er ekki laus viö þann ágalla. UmræSa um málvenju og málfræöi- efni ætti aS geta veriö laus viö þann annmarka — meöan engin ástæöa er gefin til þess. En útúrsnúningur Jóns er þessi: Hann gefur í skyn, aS jeg og aörir bændur muni óttast þaö, aS þær þúfur æxlist okkur bændum til meins og miska, þær þúfur, sem ekki eru óbyrjur! Ef Jóni þykir þessi öf- ugsnúöur hæfa aldurshæS sinni og afavirðingu, þá á hann um þaö viS sjálfan sig. Og ekki þurfti hann aS draga Hannes sál. Árnason, sjóö- gjafa, inn í þennan öfugsnúS, því aö hann var ekki þvilíkur maður sem snúiö roö — nje öfuguggi. En þó aö þessi öfugsnúS§ástæða Jóns skipi honum á bekk meSal þeirra ritgerSa- smiöa, sem rjettast er aö humma fram af sjer meS þögnínni, vil jeg þó í þetta sinn finna hann aö máli — þess vegna sjerstaklega, aS jeg vil ekki aS hann deyi í þeirri oftrú á mál- fræðisvisku sína og málvenjuspeki, sem hann er enn þá barmafullur af. Mjer er sagt, aö öll sjálfselska og eigingirni þvergiröi fyrir sáluhjálp- ina og vöxt manngildisins upp í ljós- iö. Og ef jeg gæti vakið í.sál hans e f a n n um óskeikulleik hans í þeim efnum, þá er betur fariS en heima setið. Jón ber fyrir sig tvær orSabækur, Eiríks Jónssonar og Björns Hall- dórssonar, máli sínu til stuSnings og seilist hann þá meS öSrum lámanum austur á land en breiöir hinn út vest- ur, og þykist þar meö sanna, aö ó- berja sje rjetta myndin. Og í annan staS vitnar hann undir framburöinn, þar sem hann — Jón — hefur heyrt orðiS boriö fram. Þarna mun Jón þykjast máta mig. Þetta er og skák allmikil. En stundum er hægt aö, bjarga úr skákinni — f æ r a t i 1 þann sem er í veöi. Og þess mun jeg neyta. ÞaS er þá um oröabækur aS segja, aS þær eru ekki óskeikular. Höfund- um þeirra getur skjátlast, bæSi þeim sem dánir eru og hinum, sem enn eru ofan jarSar — eins og dæmin sýna.— Höfundum orSabóka er tamt aS vitna undir þann framburS, sem rótgróinn er í þ e i r r a átthögum og telja h a n n gildan og algildan. Þegar jeg var á Möðruvallaskólanum, lásum viö málfræði eftir Hjaltalín, skólastjóra. Hann hafSi kafla um framburS tungu vorrar og taldi þar þann framburS algildan, sem hann hafði alist upp viö og voru sumar staShæfingar hans rangar, þegar þær komu austur í ÞingeyjarsýsluframburSinn. FramburSur málsins er mjög rang- ur víösvegar á landinu. Tje er t. d. borið fram eins og dje í sumum sýslum. Þá er eS oriS fram eins og dje í sumum. E og i víxlast á í sumum sýslum, einkum er i boriS fram eins og e t. d. búrkesta fyrir búrkista á Suðurnesjum. Þar sem þannig er háttaS framburöinum, mundi ó- b y r j a vera kölluS ó b e r j a. Og orðabókarhöfundar g e ta vilst á þessu eöa þvíliku. FramburSur máls- ins er yfirleitt rjettastur í Þingeyjar- sýslu. Hjer er aldrei víxlaS e og i hljóSum. Og í mínum átthögum er ávalt sagt ó b y r j a — og þó er orSið fátítt. En látum nú svo vera, aS ó b e r j a sje rjett. HvaS væri þá á móti því, aS j e g kallaSi þá þúfu ó b y r j u, sem er frá mínu sjónarmiöi því lík meöal þúfna eöa lendna, sem ófrjó kona er meðal mæSra? OrSaleikur er margs konar og líkingar deilast á ýmsa vegu eftir því sem sá vill vera láta, sem fer meö orSaleik og líking- ar. Sá siöur er gamall. Meistarinn kallaSi suma menn nöðrukyn t. d. Forntungan var hagkvæm aS þessu leyti. Allar Eddukejjningarnar eru í raun rjettri orðaleikur. Rímlistin freistar til oröaleiks. Og samfast má} bregður honum fyrir sig, jafnvel þeirra manna í fyrnsku, sem þó voru fáoröir. Þannig er ein kona kölluS knararbringa, önnur m a n n- vitsbrekka, þriSja landasól, fjórSa borgarhjörtur o. s. frv. Þetta eru auknefni sem koma í raun rjettri i staö lýsingar. En ef þaS er rjett, aö miöa konu viS b r e k k u, b r i n g u skips, s ó 1 i n a og jafnvel dýr, þó göfugt sje — hjörtinn — þá má meS sama hætti miSa þúfu eöa líkja henni viS (ófrjóa) konu. ÞaS var þetta sem jeg gerSi, þegar jeg skrifaði orðið óbyrja. ÞaS skiftir alls engu máli hvort oröiö er algengt að þýSingu og notkun. Jeg hef fullan rjett til þess að nota þaS í oröaleik og þarf hvorki nje vil spyrja orðabókarhöfunda um leyfi — hvorki lifandi nje dauða. Þeir hafa ekkert yfir mjer aö segja í því efni fremur en t. d. Jóni Ólafssyni, þegar hann fann upp ágætt orS og fyndna hugmynd um afturhaldsapa á árunum. Jeg vil kalla þessa þýSingu orðanna í líkingarmáli a f 1 e i d d a, af því aS hún er leidd af bókstafsoröinu. Tunga vor er flugrík af orðatiltækjum í þá átt, svo sem aörar auöugar tungur munu vera. Jeg er ekki svo lærður maður, aö jeg viti um auðlegS ann- ara tungna í þeirri grein. En þaS man jeg, aS Renan franski segir um tungu Jesú, þá er hann mælti á, aö hún hafi verið svo auðug af oröa- leik og likingarmálsgreinum, og kenningar meistarans svo fljettaöar saman af þeim þáttum, aS nálega sje ókleift að þýða þaö málskrúS svo aS vel sje náð hugmyndinni. Sú tunga, sem leyfir þaö, aS kona sje kölluð h j ö r t u r, hún er meira en frjálslynd. Hún getur ekki meö gildum rökum fundiö aö því, aö þúfa er kölluS óbyrja — hvort sem mál- venjan hefur helgaS nafniö eða ekki. Einu sinni hafa öll orö verið óhelguS — ekki veriS oröin helguö — af mál- venjunni.. ÞaS er Jóni ÓlafssynÍ kunnugt, þar sem hann hefur búiS til orS og 1 á t i S venjuna helga þau, nauSuga, viljuga. Jeg mintist á afleidda þýöingu oröa, sem leidd er frá frumþýSingu þeirra. Um þaö efni mætti margt segja. Al- þýSumáliS á þar yfir aS ráða mikl- um auSæfum. Og ef Jón Ólafsson nær í nokkurn hluta þeirra og kemur hon- um í orSabók sína, þá hefur hann til nokkurs—til meira en „lítils lifaö“.— Þó aS viö höfum ekki boriö gæfu til samþykkis, get jeg látið hann njóta sannmælis. —• Mjer kemur í hug orSiS h j ó m. Nú er þaö kallaö hjóm á engi, sem eij naumast hærandi, og sá sláttur kall aSur a S h j ó m a. En þegar jeg var barn og mjólkurtrog voru í skemmu, var sá rjómi kallaður h j ó m, sem minstur sjest á trogi. Og hann var hjómaSur. —■ Á þennan hátt og þvílíkan færast frumþýðingar orö- anna frá upprunastöðvum sínum, ým- ist út yfir dauöa náttúru eSa lifræna — frá dauSri náttúru til lifandi vera og frá lifandi verum til dauSrar nátt- úru, og veltur sá tvístigandi á sívölu kefli Hkinganna. Sá kembir t. d. hær- urnar, sem er gamall og gráhæröur. ÞaSan er Hkingin færö út í flekk, og þar kembir sá eöa sú hærurnar, sem rakar dreif aS garöi þeim, sem snú- ið er inn í flekkinn, svo aö eftir verð- ur af garSinum. Þvílík dæmi mætti telja látlaust, svo aS þau yröu mý- mörg. Læt jeg nú staðar numið, og hafi þeir þökk sem hlýddu — og skildu. Guðmundur Friðjónsson. Striðið. Síðustu frjettir. Enn segja simfrjettirnar hingaS frá áköfum orustum hjá Verdun. Höföu Frakkar í síSastliðinni viku sótt fram austan ár, hjá Douaumont, og unnið þar á, en beðiS mlkiS manntjón. í síðustu frjettum segir, aS Þjóðverjar sæki fram vestan ár og hafi tekiS Cumieres, sem er við járnbrautina noröur frá Verdun, skamt fyir vestan Maasfljótið. Töluvert af rússnesku HSi kvaö nú vera komiö til vígstööv- anna i Frakklandi, þvi mannfjölda hafa Rússar nægan, en skortir hernaö- artæki til útbúnaSar honum. í Frakk- landi er aftur á móti enginn skortur á vopnum og hertækjum. Englending- ar hafa nú tekiS aS sjer aö minsta kosti )4 hluta allrar herlínunnar að vestanverSu og munu vilja auka her sinn þar sem mest. Hjá þeim er nú komin á almenn herskylda, eftir mik- ið stimabrak, og samþykti þingiS ný- lega frumvarp þess efnis meö mikl- um atkvæSamun. Eru nú allir Eng- lendingar herskyldir frá 18 ára aldri til 41 árs, bæði kvæntir menn og einhleypir. Fregnirnar segja aS Búlov, fyrv. rikiskanslari ÞjóSverja, sem i byrjun stríSsins var fulltrúi þeirra í Italíu, sje nýlega farinn til New-York, og er þess getiö til, aö hann eigi aö ræöa um milligöngu við Wilson forseta til þess aS koma friöi á. En sakirnar eru ýmislegar út af stríSinu, sem jafna þarf milli Þjóöverja og Bandaríkj anna. Á suðurvígstöSvunum segja sein- ustu frjettir, aö Austurríkismenn hafi unniö mikiS á og tekiö fjölda fanga, og viröist svo sem ítalir sjeu dasaðir eftir vetrarhernaðinn. Vilhjálmur Þýskalandskeisari kvaö nú vera þar á vígstöövunum. Frá austurvígstöövunum eru engar nýjungar sagöar þessa vikuna, og ekki heldur frá Balkan nje úr Asíu. Eystrasaltslöndin. í fyrra sumar tóku ÞjóSverjar af Rússum, auk Póllands, nokkuö af Eystrasaltslöndum þeirra, eða Kúr- land alt, og svo Lithauen, sem er þar fyrir sunnan. Hjer í blaðinu hefur áö- ur veriö sagt frá ummælum, sem fram komu ekki alls fyrir löngu í þýska þinginu í þá átt, aö þessum löndum, sem af Rússum væru tekin, ætluSu Þjóðverjar sjer ekki aS skila aftur. Og nú sem stendur er aSalrimman milli Rússa og ÞjóSverja norSur í Eystrasaltslöndum, við DýnufljótiS. En hjeruSin þarna við EystrasaltiS hafa sjerstööu, álíka og Pólland, meö því aS þar eru göniul þjóöerni enn viö líði, sem gera kröfu til sjálf- stæöis, aö minsta kosti i máli og menningu. Þessi hjeruS eru hin gömlu lönd Eistland, Lífland og Kúr- land, og eru þau samtals 93,800 fer- kílóm. aö stærö. Eistland er nyrst, sunnan viö finska flóann, og er þaS minst þeirra þriggja, en Lífland stærst. ÞaS er sunnan viS Eistland, austan Rígaflóans, og er borgin Ríga i suðvesturhorni landsins. En vestan viö Rígaflóann er Kúrland og nær langt austur eftir sunnan við botp hans. HjeruSin hafa nöfn eftir þjóS- flokkum, sem þar bjuggu fyr á öld- um. Þeir þjóSflokkar voru skyldir Finnum, og tunga þeirra af sömu málaætt. En nú eru Lettar fyrir löngu orönir fjölmennastir í Kúr- landi og Liflandi, gömlu Líflending- arnir aS eins strandbúar á norSur- jaöri Kúrlands, en í Eistlandi einu lif- ir enn hin forna menning þessara finsku þjóöflokka. Lettar eru af indó- evr. þjóSflokknum, og er svo taliS, aS ef málin greini þjóSernin, þá sjeu Lettar í Kúrlandi 78 pct., í Líflandi 44 pct., en ekki nema 1 pct í Eistlandi. Eistur og Líflendingar hinir fornu eru taldir í Líflandi 40 pct. og í Eist- landi 89 pct. Svo eru íbúar hjeraö- anna blandaSir ÞjóSverjum, Rússum og Pólverjum, og þó eigi meira en svo, að Þjóöverjar eru taldir 8—10 pct., Rússar 5—6 pct og Pólverjar 1—3 pct. Eistur eru taldir alls 884 þús. og hafa þeir . á siöastl. 60 ár- um haldið fast fram máli sinu og sjerstakri þjóömenningu. 1872 stofn- aði presturinn Jakob Hust hið „Eist- lenska bókmentafjelag", er safnað hefur gömlum þjóSsögum og kvæS- um á tungu landsbúa og gefið út. Lettar láta sjer ekki eins ant um þjóöerni sitt og tungu og margir mentamenn þeirra mæla helst á þýsku. Alls eru Lettar í þessum hjer- uSum taldir 1 milj. og 96 þús. Frá fornu fari er margt af aöals- ættum hinna rússnesku Eystrasalts- landa þýskt. Stafar þaS frá þeim tíma, er verið var aö kristna löndin, en sú alda kom þangaS vestan frá Þýskalandi og unnu hin gömlu ridd- arafjelög aS því. Þetta var ekki fyr en um 1200, eöa fullum 200 árum síöar en Island tók kristni, og gekk illa aS koma hinum nýja siö á þar eystra. Albert Brimabiskup fór meS her manns sjóveg austur í Rígaflóa og stofnaði þar borgina Ríga, en þaS- an lögöu Þjóöverjar undir sig landið og ruddu kristindóminum veg.Nokkr- um árum síðar fór Valdimar sigur Danakonungur krossferö austur og grundvallaði borgina Reval í Eist- landi. Fylgdi þessum krossferðum innflytjendastraumur að vestan og voru róstur og deilur um trúboöiS og vald kirkjuhöfðingjanna alla 13 og 14. öldina og lengra fram. UrSu þá Eystrasaltslöndin sífelt þrætuepli milli Letta og Pólverja aö sunnan, Rússa aö austan og ÞjóSverja, Dana og Svía aö vestan og norðan. Kúr- land var lengi hertogadæmi i pólska ríkinu og Lífland fylgdi þvi einnig ööru hvoru, en Eistlandi rjeöu Sví- ar lengi. Og á fyrri hluta 17. aldar komust öll þrjú löndin undir ‘Svía- konung. En á 18. öld náöu Rússar yfirráðum yfir allri strandlengjunni aS takmörkum Austur-Prússlands. Eistland og Lífland fengu þeir snemma á öldinni en Kúrland í ald- arlokin, er pólska ríkinu var sundraS. ÞaS var Pjetur mikli Rússakeisari, sem fjekk umráSin yfir Eistlandi og Líflandi snemma á 18. öld, og hann ljet þýska aðalinn halda rjettindum sínum, samkvæmt þeirra tíma venju, og lengi framan af ljetu Rússar sig litlu skifta innra stjórnmálafyrir- komulag landanna. Andlegt samband varS meira og meira, er leiS á 18. öld- ina, vestur á viö, til Þýskalands. Baltarnir, en svo kallast íliúar Eystra- saltslandanna einu nafni, sóttu ment- un til þýsku háskólanna í Königsberg og Jena og tóku mestan þátt í andleg- úm hreyfingum meöal Þjóðverja. Þegar sú hreyfing kom upp, á dög- um Alexanders fyrsta (1801—1825), aS nema bændaánauðina úr lögum í Rússlandi, varS Eistland á undan öör- um löndum ríkisins. Þar var bænda-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.