Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.07.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 05.07.1916, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgöir af fallegu og endingargóöu veggfóöri, margskonar pappír og pappa — á þil loft og gólf — og gipsuðum loftlistum og loftrósum. Símnefni: Sveinco. — Talsími 420. Sjúklingum mínum gefst til vitundar, aö jeg verS fjar- verandi um stund. ÞORV. PÁLSSON, læknir, Bankastræti io. Stríðid. Síðustu fregnir. Simskeytafregnirnar hafa nú síð- ustu vikuna einkum sagt frá sókn af hálfu bandamanna á vesturvígstööv- unum. 27. júní segir í skeyti hingaS, aS orustan við Verdun hefSi aldrei verið jafn-áköf og þá, enda má heyra þaS á síSustu útl. blöSum, sem hingaS hafa komiS, aS fariS var aS gera ráS fyrir, aS Verdun mundi ekki stand- ast til lengdar. En þá er hafin áköf sókn af hálfu bandamanna á öSrum staS. Eins og menn muna, liggur her- linan aS vestanverSu beint suSur frá hafi á löngu svæSi, eSa suSur aS Oise-fljóti, en beygir þar í austur og heldur þeirri stefnu alla leiS til Ver- dun. Bretar sjá nú um % hluta allr- ar herlínunnar, og sóknin hefur veriS hafin þar sem mætast herir Breta og Frakka, en þaS er nokkru norSar en herlínan sveigir af til austurs. Fregn- irnar segja nú, aS Bretar sæki fram á löngu svæSi fyrir norSan Sommefljót- iS, en Fakkar á hægri hönd þeirra, þar fyrir sunnan. Á þessu svæSi hafa báSir komist yfir fremstu herlínu ÞjóSverja aS minsta kosti, og ein fregnin sagSi, aS þeir hefSu brotist þar alveg i gegn, en hún kemur ekki heim viS síSari fregnir. NorSar hafa einnig veriS orustur milli Breta og ÞjóSverja, en aSalviSureignin er á þessu svæSi, sem nefnt hefur veriS; og svo áframhaldandi viS Verdun. Hafa Frakkar náS þar aftur Thiau- mont, austan viS MaasfljótiS, sem ÞjóSverjar tóku nýlega. Frá því í haust, sem leiS, hefur ekki veriS sókn af hálfu bandamanna á vesturherstöSvunum fyr en nú. ÞaS var álitiS, aS sú sókn ætti aS byrja þegar meS vorinu nú í ár, og þá sam- tímis aS vestan og austan. En áSur til þess kæmi, hófu ÞjóSverjar sókn- ina á Verdun, og síSan hef.ur öllum kröftunum veriS beitt þar, bæSi til sóknar og varnar, alt þangaS til nú. Sagt er, aS kur hafi veriS kominn upp meSal Frakka út af þvi, aS þeim hafi þótt Englendingar ekki beita sjer sem slcyldi þarna á vesturher- stöSvunum, svo aS meginþungi ófriS- arins lenti þar á sjer. En ástæSur Englendinga hafa veriS þannig, aS þeir hafa ekki haft æfSú liSi á aS skipa og þurfa því mikinn undir- búning, en her Frakka er eini land- herinn, sem jafna má viS her ÞjóS- verja. Nú virSist fyrst vera komiS aS sókn þeirri, sem ráSgerS var af banda- mönnum þegar meS vorinu, og er þá upphaf hennar framsókn Rússa í Galiziu, sem nú virSist þó aftur vera i rjenun. SíSustu vikuna hafa þær ein- ar frjettir komiS þaSan aS austan, aS Rússar hafi tekiS Kolomea, sem er í Búkówínu, norSvestur frá Zernówitz. ftalir sækja nú einnig fram aftur i Tyrol og hafa tekiS sumar helstu stöSvarnar, sem Austurríkismenn höfSu áSur náS, svo sem Arsiero og Asiago. í skeyti frá 29. f. m. er getiS um sjóorustu i Eystrasalti milli ÞjóS- verja og Rússa, en nánari fregnir um liana engar. Liebknecht, jafnaSarmannaforing- inn þýski, hefur veriS dæmdur í 30 mánaða fang'elsi. Era Balkan eru engar merkar nýj- tmgar sagSar. En skeytafregnir frá 28. f. m. segja, a8 Arabia hafi lýst sig lausa viS Tyrkjaveldi og sje orS- in sjálfstætt ríki. Frjettir. Tíðin. Þurkar miklir og hitar hafa veriS hjer sunnanlands nú aS undan- förnu, og vegna þurkanna er gras- vöxtur lítill. Austur í Skaftafellssýslu gerir grasmaSkur mikiS tjón. Segir sjera SigurSur SigurSsson í Ásum, sem hingaS kom í síSastl. viku, aS gras- maSkurinn hafi aldrei veriS þar eins mikill og nú og eySileggi hann heil svæSi af landi. Ferðalög. Jón Þorláksson lands- verkfræSingur fór til NorSurlands meS „lslandi“ í síSastl. viku. GuSm. Björnson landlæknir fer norSur og austur um land meS „Flóru“ næst. Þorvaldur Pálsson læknir fór til út- landa meS „íslandi“, sömuleiSis Sig- fús Einarsson organisti, og gegnir Pjetur Lárusson organistastarfinu í fjarveru hans. Einar H. Kvaran skáld fer nú í vikunni norSur í Húnavatns- sýslu, meS Ara sýslumanni Arnalds, tengdasyni sínum, en í ágúst verSur Kvaran á Akureyri og flytur þar fyr- irlestra. „Um berklaveiki og meSferS henn- ar“ heitir nýútkomiS rit, eftir SigurS Magnússon lækni á VífilsstöSum, góöar og þarfar leiSbeiningar, fyrst og fremst öllum þeim, sem berkla- veikir eru, eSa hafa meS berklaveikt fólk aS gera, en einnig hverjum manni, sém vernda vill sem best heil- brigSi sína. ASalútsala er hjá Þór. B. Þorlákssyni, Bankastræti 11. VerS: 1 kr. Hafís við Norðurland. „ísland“ var á Akureyri um síSustu helgi á leiS norSur um land til útlanda. HafSi þaS fariS gegnum töluvert íshröngl utan viS EyjafjörS og þar vestur af, en austurundan var sagt íslaust. Þoka var þá útifyrir NorSurlandi. Cabiria heitir leikur, sem nú er ver- iS aS sýna á Gamla Bíó, eftir ítalska skáldiS Gabrielle d’Annunzio, og ger- ist hann á Sikiley, í Róm, og þó mest i Karthago og öSrum borgum í NorS- ur-Afríku á dögum þeirra Hanníbals og Scipíos Afríkufara. Er þar meSal annars sýnd för Hanníbals meS her yfir Alpafjöllin, en í HeljarslóSaror- ustu Gröndals segir, aS spor hans sjá- ist þar enn í snjónum. Ráðherra og símastjóri eru vænt- anlegir heim frá Khöfn meS gufusk. „Tjaldur", sem fór þaSan í gær. Loftskeytastöð í Rvík. Mrgbl. seg- ir frá því í gær, eftir frjett frá For- berg símastjóra, aS kaup sjeu gerS á loftskeytatækjum, og hefur þetta gerst í utanför þeirra ráSherra og símastjóra nú. Fjárveiting í þessu skyni er til frá alþingi. Nánari fregn- ir eru enn eigi sagSar af því máli. Pjetur Jónsson alþm. frá Gautlönd- um er staddur hjer í bænum, en mun fara heiml. aftur meS „Flóru“ næst. Mentaskólinn. Honum var sagt upp 1. þ. m. Undir stúdentspróf gengu 31 nem., en einn náSi eigi prófi og nokkrir veiktust af mislingum o. fl. meSan á prófi stóS. Stúdentar urSu 24: Ágúst Olgeirsson 69 st., Árni Pálsson 69 st., Ársæll Gunnarsson 53 st., Brynj. Stefánsson 83 st., Egill Jónsson 62 st„ FriSrik FriSriksson 65 st., Helgi Jónasson 52 st., JófríSur Zoega 72 st., Kristín Ólafsson 61 st., Lárus Jónsson 59 st., LúSvik Nordal 60 st., Magnús GuSmundsson 65 st., Ólöf Jónsdóttir 63 st., Sig. Jónasson 60 st., Stanley GuSmundsson 58 st., Steingr. GuSmundsson 57 st., St. Anna Bjarnadóttir 88 st., Svanlaug Árnason 67 st., Sveinbj. Blöndal 65 st., Valtýr Blöndal 63 st., Þórh. Sig- tryggsson 60 st., Þorkell Gíslason 60 st. — Utanskóla: Árni SigurSsson 68 st., Helgi Ingvarsson 65 st. — St. Anna Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Sæ- mundssonar kennara, hefur hlotiS hæstu einkunn, sem gefin hefur ver- iS viS prof þetta síSan reglugerS skól- ans var breytt. HrósaSi rektor henni mikiS viS skólauppsögn. — Undir inn- tökupróf hÖfSu gengiS 37 nemendur. Landskjörið. Hr. Gestur Einarsson á Hæli hefur sent Lögr. svohljóSandi leiSrjettingu: „Jeg lýsi því hjer meS yfir, aS þaS eru ósannindi, aS jeg hafi hvatt nokkurn mann til aS stryka nafn SigurSar á Ystafelli út af lista óháSra bænda og veit ekki til þess, aS aSrir hafi haft á orSi aS gera þaS.“— ViS því var nú varla aS búast, að Gestur mundi viSurkenna þetta opin- berlega; en miklu betur trúir Lögr. sögusögnum manna úr Árnessýslu um þetta mál, en yfirlýsing Gests, og er hún í engum efa um þaS, aS hann fari meS ósannindi i yfirlýsingunni. Þrátt fyrir alt gaspriS um „gömlu flokkana" og „nýju mennina“ (sem eiga aS kaupa af honum Þorlákshöfn) ei Gestur nú viS kosningarnar í þjón- ustu Þversum-manna og rekur þeirra erindi, en hugsunin er sú, aS veiSa atkv. Heimastj.manna á listann meS nafni SigurSar á Ystafelli, en fá svo aSra til þess aS stryka hann út. England og Þýskaland. SiSan ófriSurinn mikli hófst, hafa margir dómar komiS fram, þar sem lögS hefur veriS á metin menning þjóSanna, sem í ófriSnum eiga, og er ýmiskonar fróSleikur í mörgum slík- um greinum, þótt hins vegar kenni þar oft og einatt hlutdrægni. Hjer á eftir fara kaflar úr einni slíkri grein, þar sem höf. ber saman ýmis- legt í menning og siSum ÞjóSverja og Englendinga, en höf. er frægur rithöfundur, Houston Stewart Cham- berlain, enskur maSur aS ætt og upp- eldi, er stundaS hefur nám i Eng- landi, Frakklandi og Sviss, en síSan tekiS sjer bústaS í Þýskalandi og síSast í Vínarborg. Hann hefur getiS sjer frægS fyrir rit um ýms hin erf- iSustu viSfangsefni, svo sem um heimspeki Kants, um R. Wagner, um indó-ariskar heimsskoSanir o. fl. Grein sú, sem hjer er tekinn útdrátt- ur úr, er skrifuS eigi löngu eftir aS ófriSurinn hófst. Oft má heyra þá staShæfingu í út- löndum, aS óvinir Þýskalands sjeu aS berjast fyrir frelsi og gegn kúgun. Því er dreift út um alla veröld, aS Þýskaland vinni frelsinu tjón. Jeg hef t. d. hitt alvörugefna vísindamenn á Englandi og Þýskalandi, er báru hlýjan hug til þýskra vísinda og bók- menta, en hjeldu þvi fram, aS frelsinu væri mikil hætta búin, ef ÞjóSverjar næSu enn meiri yfirráSum í Evrópu. Þó aS Georg 5. konungur hafi líka fariS meS þessa staShæfingu í opnu brjefi sínu til enskra nýlendna, erum viS engu nær; því aS hann hefur ekki haft meiri tíma til bóklestrar en aS hann fyrir örfáum árum heyrSi nafn Goethes nefnt í fyrsta sinni. Á þessu má sjá, hvílíkt gildi slíkar fullyrS- ingar hafa. Jeg hef reyndar oft reynt aS halda hinu fram, aS Þýskaland hafi í fleiri aldir veriS aSalheimkynni manngöfgandi frelsis, en ekki hefur mjer hepnast aS auka skilning manna í því efni; Engl. og Frakkar, þó mentaSir sjeu, hugsuSu ekki um eSli frelsisins, nje heldur um, hversu frels- inu innan um margflókna starfsemi sálarinnar er variS; þeir hugsuSu aS eins um stjórnmálahugtök og hjeldu aS þeir sönnuSu mál sitt, ef þeir bentu mjer á, aS kanslarinn þýski væri til- nefndur af keisaranum og þyrfti ekki aS fara frá völdum, þótt meiri hluti þingsins væri á móti honum. Þetta er þá eSli frelsisins aS geta steypt kanslaranum úr völdum, ef menn vilja! Jeg ætla nú aS eins aS benda á hitt og þetta, veita mönnum efni til umhugsunar. Spyrjum okkur fyrst: hvernig er þá stjórnarfarslegt frelsi Englands, er menn hafa gumaS mjög af? Ef viS lítum á sögu Englands fram aS 1688, getum viS sagt, aS hún sje um baráttuna á milli fulltrúa aS- alsstjettarinnar og þeirra manna, er báru konungstign. Hvorugur þessara valdhafa hugsaSi um frelsi, báSir vildu hrifsa völdin til sín. Þegar C'romwell kom til sögunnar, gerSu þessir áSurnefndu valdhafar bandalag gegn honum og stefnu þeirri, er hefSi getaS grundvallaS sannarlegt frelsi á Englandi. Seinna varS enska þingiS til, er átti aS verSa sú fyrirmynd, er ekki yrSi hægt aS jafnast viS; neSri málstofan hefur þó fram aS síSustu timum veriS jafnmikil höfðingjasam- kunda og efri deildin. Fámennisstjórn hefur lengi ráSiS yfir Englandi; kon- ungarnir eru venjulegast brúSur, nema þegar þeir eru bragSakarlar eins og JátvarSur 7. Fram aS byrjun 19. aldar gat konungur haft áhrif á kosn- >ngu forsætisráSherra; þá glataSi hann þessum rjetti og síSan ráSa ör- fáir menn i þinginu öllu. Reyndar lít- ur út fyrir, aS þjóSin hafi liönd í bagga meS, því aSalflokkarnir skift- ast á völdum, eftir því hvor er í meiri hluta. En foringjar beggja flokkanna koma sjer saman um aS bægja öllum burtu, er vilja taka þátt í valdaskift- ingum og bitlingagjöfum. Stjett sú, er viS stjórnartauminn situr, ræSur ein yfir öllum embættum; foringi flokks þess, sem er í meiri hluta, verSur ætíS yfirráSherra; aSrir ráS- herrar eru ekki tilnefndir af flokkn- um, heldur af flokksstjórninni, kon- ungur og þjóS eiga ekkert atkvæSi um þaS. Agans innan flokkanna er gætt af svonefndum „whips“, svipu- svéiflurum; ekki á sá þingmaSur upp á háborSiS, er gerist svo djarfur aS halda fram sjerstökum skoSunum. Reyndar hefur þingiS fengiS meiri lýSveldisblæ eftir þær breytingar á kosningarjetti, er Disraeli og Glad- stone komu til leiSar, en munurinn er aS eins sá, aS höfSingjavaldiS hefur 1 orSiS aS víkja fyrir auSvaldinu. En j harSstjórnin í þinginu er enn meiri en áSur, eftir aS niSurskurSar-fyrir- komulagiS komst á: allar umræSur er hægt aS skera niSur á vissum tíma og láta ganga til atkvæSa. Úr þessu frjálsa þingi er því orSin vjel, er ör- fáir stjórnmálamenn geta notaS til þess aS vera viS völd í 7 ár. Og hert var á böndunum, þegar efri málstof- an fyrir 2 árum var svift þeim rjetti, aS hafa úrslitaáhrif á löggjöfina. Neitunarrjettur (veto) konungs er löngu horfinn. Og þetta nefna menn frelsi? Jeg vil leggjast dýpra. Því eSli frelsisins er viSkvæmt mjög, og verS- ur þaS oft aS flýja hávaSa lífsins til þess að draga fram lífiS í baráttuþreki einstaklinganna; nægir þar aS benda á Bandaríki NorSur-Ameríku. AS vissu leyti er þessu einnig þannig háttaS á Englandi, hvergi hittast fyrir aSrir eins sjervitringar, er ekki kæra sig um skoSanir annara, um venjur, um orSróm, illan eSa góSan, heldur hugsa og lifa eins og þeim lætur best. En þetta eru bara undantekningar frá reglunni. Þvi reglan er tilbreytinga- leysi á öllum sviSum. Þegar jeg dvaldi á Englandi fyrir nokkrum vik- um, urSu vinir mínir forviSa, er jeg sagSi viS þá: „ÞiS eruS sauSir, Eng- lendingar." í öllum siSum daglega lífsins og eins í stjórnmálum er sama venjan. Allir karlmenn bera sams konar brækur, allar konur eins gerSa hatta; man jeg eftir, aS einu sinni var ekki hægt aS fá í allri London blátt hálsbindi; blátt var ekki tíska þá nefnilega; í Berlin, París og Wien er þetta ekki hugsanlegt. Allir menn á Englandi, konur og karlar, lesa sömu skáldsögurnar, gleypa þær, eitt bindi á dag. Þegar kappróSrarnir milli háskólanna í Oxford og Cam- bridge fara fram, eru allar götur í London tómar, allir eru gagnteknir af þessu æSi, frá elstu hertogafrúnni til yngsta sótarans; því þegar best lætur, sjá þau eitthvaS af því, er fram fer, en skilja ekkert af því, þar eS þaulvanur róSrarmaSur einn hefur skilning á því, er úrslitunum veldur, straumum, vindáttum 0. s. frv. Fyrir- litning á öllum andlegum gæSum er samfara þessu líkamsíþróttaæSi. Jeg tala ekki aS eins um fáviskuna, sem er á svo háu stigi aS undantekinni fá- mennri stjett hámentaSra manna, aS ÞjóSverjar geta ekki gert sjer hana í hugarlund; fyrir fáum árum síSan var ekki hægt í enskum bæ, er hafSi 40000 íbúa, aS ná i einn einasta mann, er var fær um aS lesa upp ensku galla- laust fyrir sjúkan mann (gegn borg- un) — þegar þriggjaatkvæSa orS kom fyrir, rak þá i vörSurnar, og viS fjögra atkvæSa orS námu þeir staSar! Reyndar skal jeg ekki minn- ast nánar á þetta nú, heldur á lítils- virSingu Englendinga á allri andlegri starfsemi. Allir sannmentaSir menn á Englandi verSa fyrir tortrygni; þeir eru virtir, ef þeir vinna sjer inn peninga fyrir andleg störf sín, annars eru þeir álitnir flón. Fyrir nokkrum árum kom jeg — því miSur nokkrum vikum of seint — til borgar á Englandi, þar sem ársfundur náttúruvísindafjel. var nýafstaSinn; jeg hitti einn helsta íbúa borgarinnar, sjerlega gáfaSan mann, er var í miklu áliti við hirSina, þektan af öllum og mikilsvirtan, og óskaSi jeg honum til hamingju, af því aS allir helstu vís- indamenn Englands og margir út- lendir hefSu þar veriS saman komnir, og nú hefSi hann fengiS gott tæki- færi til aS örva anda sinn og fræS- ast. Hann skildi mig í fyrstu ekki, en brosti síSan og svaraSi: „Nú, þjer er- uS aS tala um bretska asnann, sem viS köllum fjelagiS!" (orSaleikur: British association, er verSur aS ll7 British ass). „Svo er guSi fyrir þakk-1 andi, aS jeg komst úr vegi þessara herra og sá því engan þeirra!“ Þann- ig er virSing bestu manna á Englandi fyrir vísindum. Jeg gæti enn nefnt r.iörg dæmi; í sambandi viS þetta vildi jeg benda á, aS sannarlegt frelsi getur ekki veriS samfara slíku hug- arfari. Frelsi er hugtak, þaS hefur Kant kent okkur. Enginn maSur fæSist frjáls; einstaklingurinn verSur aS vinna sjer frelsi. Til þess verSur aS menta andann og gera hann sterkan, lyfta honum samkvæmt vissum lög- málum upp yfir byrjunarástandiS, þangaS til hlekkirnir hristast af og andinn verSur frjáls. Frelsi er sá hæfileiki aS geta litiS yfir atvik og lagt á sjálfstæSan dóm. Ytra frelsi verSur aS einhverjum óhemjuskap, ef innra freÍsiS vantar. Englendingurinn hyggur, aS frelsiS sje í þvi fólgiS, aS geta gengiS út á grasvöll án þess aS lögreglan skifti sjer af því; aS hann geti fariS i æfintýraleit út um heim 16 ára gamall, af því aS engin her- varnarskylda hvílir á honum; aS hann geti sagt sig úr skóla í næst efsta bekk og fariS á skrifstofu hjá lögmanni og geti smámsaman orSiS slálfstæSur lögmaSur á þennan hátt, án þess aS leggja stund á hvimleitt lögfræSisnám o. s. frv. En ÞjóSverj- irtn má ekki ganga út á grasvöllinn; hann getur ekki hagaS lífi sínu eins og hann vill; hann er neyddur til aS gefa ættjörS sinni mörg dýrmæt æskuár og auk þess blóS sitt, ef þörf gerist; hann kemst í engar æSri stöS- ur, ef hann hefur ekki öSlast almenna þekkingu og víStæka um leiS i sinni grein. Er hann þó engu ófrjálsari en Englendingurinn. Þýskir hermenn standa öSrum framar og er þaS siS- ferSisþroska þeirra aS þakka. Þetta er frelsi, aS hermaSurinn vill þaS, er hann á aS gera. HvaS er þaS, sem einkennir þýska almúg- ann ? Mentunin, sem hver og einn verSur aS öSlast og gerir þaS aS verk- um, aS þjóSin dæmir frjáls um hlut- ina. Segir ekki Marteinn Lúter: Hold- iS skal ei frjálst vera, og allir eigum vjer aS vera þjónar annara, en hann bætir viS: í samvisku og anda er- um vjer allra manna frjálsaStir; vjer trúum engum, treystum engum, ótt- umst engan nema Krist. Ekki veit jeg, hvort nútíma Englendingar telja Mar- teinn Lúter frjálsan. Jeg er hræddur um, aS meiri hlutinn, einnig hinna mentaSri, þekki hann jafnlítiS og konungur þeirra Goethe, sennilega bara nafniS. FriSrik mikli sagSi, aS engin farsæld væri til án frelsis, en mjer mundi svaraS, aS hann hafi ver- if harSstjóri. Þýskt frelsi — ósvikiS frelsi — vildu og grundvölluSu þeir Martin Lúther, FriSrik mikli, Kant, Goethe, Wilhelm v. Humboldt, Bis- mark og þúsundir annara manna, er gengu í fótspor hinna miklu frelsis- höfunda. í aldalöngum vígum — meS vopn- um stáls og anda — hefur Þýskaland veriS aS eignast þetta hnoss, frelsíS. Þýskt frelsi er einstakt í sinni röS; heimurinn hefur aldrei þekt neitt svipaS; þetta frelsi er miklu meira virSi en hellenska freJsiS, enda á, traustara grundvelli. Einkenni þýsks frelsis er heildarhugsunin: allir ein- stakir hlutar halda sjereSli sínu, en sigrast þó á sjálfum sjer til þess aS verSa liSir í heildinni, eins verSur hver einstaklingur aS sigrast á sjálf- um sjer vegna heildarinnar. Frelsi er ekki sjálfstæSi, heldur sannleiks- ást, segir Rich. Wagner. En eins og frelsiS á Þýskalandi — er var fyrsti draumur og von einstakrá guSi kærra manna, og enn er aS eins eign þeirra manna, er örlög og eSlisgáfur hafa veriS hliShollar — mun læsa sig um allan þjóSlikamann, eins og viS höfum sjeS í stríSi þessu, er fleiri miljónir gripu til vopna af frjálsum vilja án þess aS nokkur her- skylda hvíldi á þeim: á sama hátt mun þetta þýska frelsi rySja sjer braut um alla veröld, þar sem þýsk tunga er töluS. En máliS, þýsk tunga, ei varSveitir þessa leyndardóma, mun ekki lengur verSa lítilsvirt og gleymt af eigin börnum sínum í fjarlægum löndum, heldur iSkaS og göfgaS og mun þaS grundvalla þýskt alheims- þjóSerni (Weltdeutschtum), og enn fremur ala upp aSrar þjóSir, eftir því sem auSiS verSur eftir legu landanna, svo aS þær fái fullan skilning á frels- inu og eignist þaS um IeiS.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.