Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.07.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.07.1916, Blaðsíða 2
120 LÖGRJETTA ^a. t r Jón'Olafsson, rithöfundur. Seint í gærkvöld andaðist á heimili sínu hjer í bænum Jón ólafs- son rithöfundur. Hann hafði verið.veikur um tíma síðastliðinn vetur og fjekk þá aðkenningu af slagi, en nú endurtókst það og varð hon- um að bana. Hann fjekk slagið nál. kl. 5 í gærdag, en andaðist kl. 11. Hann var 66 ára gamall, fæddur 20. mars 1850. Verður hans nán- ar minst í næsta blaði. G-ullfoss fifi fer hjeðan til New York í byrjun septembermánaðar, þaðan beint til Reykjavikur. Skipið fer hjeðan aftur vestur og norður um land til þess að taka kjöt. M fifi fer hjeðan til New York síðast í september. Flutningsgjaldsskrár fást á skrifstofu fjelagsins. Fargjöld verða þau sömu og í fyrra. H.f. Eimskipafjelagf íslauds. Lj Matth. Jochumsson: i 0' ð m æ 1 i. Ú rval. Valið hefur í samráði við höfundinn Guðm. Finnbogason dr. phil. Stór bók og eiguleg. Kostar kr. 3.50. Innbundin kr. 4.50. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. LÖGRJETTA kemur út á hvtrjum mið- vikuitgi og ouk þess aukablöí við og við, miust 60 blöð alls á ári. Vtrð s kr. árg. á Islandi, trlendis kr. 7.50. Gjolddagi 1. júli, drotnandi þjóS. Þó ófriöur sá, sem nú stendur yfir, sje ekki byrjaður í þessu skyni, þá er ástandiö þannig, að Þýskaland mundi eftir ísigurinn vera neytt til aö ná yfiráðum yfir megninu af ströndum Evrópu og þannig halda áfram frá sigri tii sigurs, alveg eins og rómverska ríkið til forna. Til þess að forðast sívaxandi herútbúnað og hernaðarhættu, yrði það að ná föst- um stöðvum við öll höf. Það gæti ekki látið sjer nægja álika vald og hið svonefnda heimsríki Breta hefur nú við að styðjast, þar sem stærstu landsvæðin eru í raun og veru frjáls sambandslýðveldi, sem geta skilið við aðallandið hvenær sem þeim sjálfum lítst, svo sem Kanada, Ástralía og Bandaríki Suður-Afríku. Innan Miðveldasambandsins hefur þýska þjóðin mjög mikla yfirburði yfir allar bandaþjóðir sínar. í Þýska- landi sjálfu á hún yfir 60 miljónir þýskumælandi manna, og í Austur- ríki-Ungverjalandi 12 miljónir, móti eitthvað um 10 milj. Magyara, álíka mörgum ósmönskum Tyrkjum, og svo Búlgurum og Slövum innan bandalagsins. En þessu er öðruvísi varið innan þess stóra bandalags, sem á móti er. Þar er engin ein þjóðin svo sett, að hún með nokkrum rjetti geti að leiks- lokum komið fram sem drotnandi þjóð yfir hinum. Hvorki England nje Frakkland, Rússland nje Italía, geta trygt sjer vinnufrið eftir stríðið öðru- vísi en með bandalagi þar sem allir aðilar hafi jafnrjetti. Jafnvel Rúss- land er of veikt til að geta þetta í yfirsjáanlegri framtíð, enda er það nú, eftir hreyfingu þá, sem komin er á hinn gula mannflokk, berskjaldað fyrir í Austur-Asíu. Ekkert þessara ríkja getur vænst fullrar viðreisnar eftir ófriðinn öðruvísi en í jafnrjettis- bandalagi við hin. Að tala um, að næsti ófirður hljóti að verða stríð um líf og dauða milli bretska ríkisins og Rússlands, virðist mjer vera tilraun til þess að skygn- asti inn í framtíð, sem sjón okkar nú á tímum nær ekki til. England og Rússland geta ekki verið án stuðn- ings hvort frá öðru um langan tíma hjer á eftir. Og sama er um Eng- land og Frakkland. Til þess að geta spáð stríði milli þessara þriggja ríkja, verða menn að skilja hagsmuni þeirra betur en íbúar sjálfra þeirra nú. Þau fjögur stórveldi, sem nú hafa myndað varnarsamband gegn til- raunum Miðveldanna til þess að ná fullkomnum yfirráðum í Norðurálf- unni, eru einmitt þau hin sömu stór- veldi, sem á Haagfundunum hafa verið hlynt stofnun rjettarsambands milli allra mentaþjóða heimsins. En Þýskaland lagði einkum hindranit* fyrir framgang þess máls, með stuðningi frá Austurríki-Ungverja- landi og Tyrkjaveldi. 1911 voru bæði England og Frakkland reiðu- búin til þess að gera ófrá-víkj- anlega samninga við Bandaríkin um gerðardóma í sama sem öllum á- greiningsmálum, og það var að eins hik efri málstofu Bandaríkjaþingsins, sem hindraði Taft forseta frá að koma í framkvæmd hinum víðtæku gerðardómaráðstöfunum Ameríku- manna, sem ef til vill hefðu getið orðið til þess að afstýra núverandi ó- friði, hefðu þær komist í framkvæmd. Höf. segir að því hafi verið haldið fram af tveimur eða þremur norskum rithöfundum, að England hafi valdið því, að þetta stríð hafi verið óhjá- kvæmilegt, eða neytt Þýskaland út í það með innilokunar-stefnu sinni gagnvart Þýskalandi, er haft hafi það markmið, að takmarka eðlilegan vöxt þýsku þjóðarinnar. Og þetta er ein- mitt það, sem Þjóðverjar hafa haldið fram, einkum hermálamenn þeirra, segir höf. En sannleikurinn er sá, að það var ekki England, heldur Bis- mark, sem lengst andæfði því, að Þjóðverjar færu að gera tilraunir til stofnunar stórs, þýsks nýlendurikis, meðan enn var nóg af hrávörulönd- um að vinna. Bismark hvatti Frakka til þess að leita bóta fyrir missi El- sass og Lothringen í landvinningum í öðrum heimsálfum. Og er þýska- land breytti stefnu að þessu leyti og fór að sækjast eftir nýlendusvæðum, þá studdi England það til þess að ná tökum á helstu nýlendunni, en það er eign Þjóðverja í Austur-Afriku. Eng- land hindraði það ekki, að Þýskaland á mjög stuttum tíma náði yfirráðum yfir nýlendusvæði, sem að víðáttu er meira en 5 sinnum stærra en alt Þýskaland. Að vísu er það satt, að bæði Frakk- land og England eiga miklu stærri ný- lcndusvæði, einkum England. En England á ekki sök á því, þótt stjórn- málastefna Þýskalands hafi ekki hneigst í þá áttina um langt skeið, að afla sjer nýlendna. Prússar hafa sótst eftir landvinningum í Norður- álfu og fengið þá. Og enn ætla stjórn- málamenn Þjóðverja að auka vald- svið þýska ríkisins hjer í álfu á kostn- að annara ríkja, eftir því sem ríkis- kanslaranum hafa nýlega farist orð. England hefur aftur á móti alt frá dögum Shakespeares, eða í hálft fjórða hundrað ár, að eins leitað sjer landvinninga í öðrum heimsálfum. Ætlast menn til að England skifti Indlandi milli sín og Þýskalands? í Indlandi sjálfu eru engar óskir um slíkt uppi. Eða á England að skifta milli sín og Þýskalands nýlendum þeim, sem best eru lagaðar til íbúð- ar handa hvítum mönnum, svo sem Kanada, Suður-Afríku og Ástralíu? En þessi lönd eru sambandslýðveldi Englands með sjálfstjórn, sem í raun og veru eru Englandi óháð og geta, hvenær sem íbúar þeirra vilja, skift um og valið þýska flaggið í stað þess ensku. Stríðið, sem nú stendur yfir, sýnir, að þau vilja helst halda sam- bandinu við England, einnig Suður- Afríkubandaríkin, sem stjórnað er þó að meiri hluta af hollenskumælandi Búum. Það eru þeir, sem nú eru að taka eignir Þjóðverja í Suður-Afríku af þeim handa Englendingum eða sjálfum sjer. Nýbyggjarnir þar syðra vilja ráða sjer sjálfir, hvorki láta Þjóðverja nje nokkra aðra af þjóðum Evrópu stjórna sjer. Og þeir halda með Englandi af því að þeir búast við því af stjórnmálamönnum þess, að þeir virði að öllu leyti rjettindi þeirra sem frjálsra manna. Indverjar óska ekki heldur eftir þýskum yfir- ráðum. Mentuðustu menn Hindúa vita, að von bráðar muni líða að því, að sjálfstjórnarnýlendur Breta fái aðgang að stjórnmálabandalagi við hinar bretsku eyjar, þar sem fullkom- ið jafnrjetti gildi og ekkert sambands- landið verði undir annað gefið. Og þá muni opin leið fyrir Indland og Egiftaland til þess að ná sams konar stöðu í bandalaginu, eða þá að verða sjálfstæð ríki. Það er öllum ljóst, að Bretland og írland geta ekki haldið yfir þrjú hundruð miljónum manna, sem Indland byggja, föstum við sig, ef þessi fjöldi verður sammála um, að vilja mynda sjálfstætt ríki út af fyrir sig. Sannleikurinn verður þá sá, að England á ekkert heimsríki. í gamalli merkingu, er haldið sje saman af her- valdi. Vöxtur enska ríkisins er fyrir tímanna rás orðinn þannig, að hann bendir til fullkomnara fyrirkomulags á bandalagi meðal þjóðfjelaganna. Bretskir nýlendumenn í Bandaríkj- um' Norður-Ameríku, þjóð stjörnu- flaggsins, gaf eftirdæmið. Og síðan breytingin varð á gamla nýlendu- málasniðinu, eftir 1840, hefur Kan- ada, Ástralía og nú síðast Suður-A- frika orðið að sambandslýðveldum, án þess að slíta stjórnmálasamband- inu við hinar bretsku eyjar. Svo langt eru menri þegar komnir áleiðis í því að gera að virkileik hinn stóra draum þeirra Penris og Kants. Endi striðið hagkvæmlega fyrir Frakkland, Eng- land og bandamenn þess, þá eru lík- indi til þess, að helmingur alls land- svæðis jarðarkringlunnar, að minsta kosti, komist undir eitt rjettarsam- band með sameiginlegri lögreglu- stjórn til þess að halda uppi friðnum. Mig undrar það, segir höf., er há- mentaðir norskir rithöfundar láta í ljósi, að England hefði átt að styðja hið þýska ríki, sem hefur yfirtökin í hermenskunni á landi, til þess að ná flotastöðvum úti um heim, og þar með afsala frá sjálfu sjer þeim yfir- tökum, sem það nú hefur. Mjer finst það í mesta máta ósanngjarnt, að krefjast þess af Englandi, að það styrkji annað ríki til þess að ná því heimsveldi, sem það er nú sjálft að afsala sjer og best mentuðu menn þess telja nú meðal úreltra hugsjóna. Menn geta haft mesta samhug með hinni þýsku þjóð og óskað henni alls góðs, án þess að vilja að hún verði yfirþjóð álfunnar eða drotnandi þjóð heimsins. Spurningin er ekki um það, livora við metum, þegar alls er gætt, meira sem þjóð, Breta eða Þjóðverja, heldur er hún um það, hvort við sjálf- ir óskum að vera frjáls þjóð, sem síð- ar meir getum vænst að fá sómasam- legt rúm í samfjelagsskap þjóðanna, væntanlega með Frökkum, Bretum, Þjóðverjum og öllum öðrum þjóðum. Eitt ókunnugt drengskapar- bragð Jóns Sigurðssonar. Merkur Færeyingur getur þess í brjefi til mín, að Jón Sigurðsson hafi eitt sinn gerst hvatamaður að því, að koma á fót bókmentafjelagi í Fær- eyjum í líkingu við það íslenska. ’ Hann segir: „Ti verri hevur bróður- hondi, sum íslendingar raktu okkum i sinni tíð, verið afturkastað. Eg sigi til, tá Jón Sgurðsson, saman við öðr- um góðum monnum, starvaðist fyri at fáa eitt föroysk bókmentafelag, á- líkt tí íslenska, í lag. Tá tað her um bil var sett á laggirnar, sviku Föroy- ingar, sum við skuldi verða; teir mistu dirvið av ótta fyri andróri frá Dana síðu.“* Þessi viðleitni Jóns Sigurðssonar virðist vera þjóðkunn í Færeyjum, en hennar hefur aldrei verið getið hjer á landi, svo að mjer sje kunnugt. Er rjett líklegt að til sjeu í Færeyjum einhver brjef frá Jóni Sigurðssyni um þetta mál, og væri vert fyrir sagna- menn okkar að grenslast eftir því. G. B. Gróði bænda í dýrtíðinni. Gamall kunningi minn skrifaði mjer hjerna á dögunum um búskapargróða sinn, undraárið 1915. Afkoma hans bendir á, að flestir bændur hafa ekki grætt svo þetta ár, að mikil ástæða sje til að öfunda þá stórum. Satt er það, að annað eins velti ár hefur eigi komið hjer á landi í 1000 ár. En hvað hefur farið á undan og hvað fer á eftir? — Bændur hafa lengi eigi fengið meira verð fyrir kjöt sitt en fjekst á Þýskalandi — áður en striðið hófst — fyrir feitt hundakjöt, sem til manneldis var not- að. Svo gerðust þau stórtíðindi, að bændum var boðið alt að því eins hátt verð fyrir kjötið og hefur tíðk- ast í nágrannalöndunum mörg und- * Það er ljót íslensk heimska að lasta málfæri Færeyinga. Þar kennir margra fornra grasa, sem fölnuð eru í okkar mállýsku. Og Færeyjamálið er miklu gjörvilegra og rithæfara en þessi sambreyskingur a_f norskum mállýskum, sem þeir Norðmennirnir kalla ný-norsku! — Þó það sje nú reyndar e 1 s t a norskan þeirra. G. B. anfarin ár. Vildu þá sumir kaup- staðarbúar að þingið skærist í leik- inn og bannaði bændum að selja kjöt sitt út úr landinu, svo að þeir, sem ekki framleiddu kjöt, gætu fengið það með góðu verði. — Þessa sögu kunna nú allir og þvi fer jeg eigi út í það mál. Embættismaður og barnaskóla- kennari hafa birt búreikninga sína í blöðunum. Má af þeim sjá, að ekki hafa þeir of miklu „úr að spila En margir hafa minna, jafnvel bænd- urnir í sveitunum, sem sumir halda að „baði í rósum“, lifi í lystisemd á skyri, nýmjólk og kjöti I — „Hver befur sinn djöful að draga^. Það eru til fátækir bændur, bjargálna- bændur, og efnaðir, eða jafnvel rík- ir bændur, en þeir eru fæstir. Bóndinn, sem skrifaði mjer um hagi sína, á 2 mjólkandi kýr og kvígu gelda, 70 ær og 6 hross. Hann á 4 börn á 11., 8., 5., og 3. ári. Heim- ilisfólkið er auk barnanna: hjónin, þjónustustúlka og kaupamaður að hálfu og kaupakona um sláttinn. Voriði9i5 fóru 72 lömb á fjall en komu af fjalli 66 og 68 ær. Hann seldi 45 dilka, setti 16 á vetur til við- komu, en skar í heimiliS 5 lökustu dilkana. Fjórar gamlar ær seldi hann líka. Hann átti ekkert hross til sölu. Kýrnar hans mjólkuðu í meðallagi, samtals 4000 kg. um árið. Tekjur bóndans voru þetta ár: Ull af 70 ám og 2 hrútum 2yí pd. að meðaltali á hverri á kr 2.25, 162,yí pd........ 367 50 Kjöt og gærur af 45 dilkum, meðalþungi dilka 28^4 pd. á kr. 0.48 ................... 615.60 Gærur 6 pd.af hverjum á 0.50 135.00 Seldar 4 gamlar ær á 20.00 80.00 100 pd. af kúasmjöri........ 95'00 Samtals kr. 1293.10 Sama ár voru útgjöldin: Borguð fóðurbætisskuld frá 1914 ........................ 156.00 Matvara: 800 pd. rúgmjöl kr. 136.00; 500 pd. hrísgrjón kr. 80.00; 100 pd. hveiti kr. 25.00; 280 pd. sykur kr. 90.00; kaffi og kaffibætir kr. 60.00; 400 pd. trosfiskur kr. 56.00........................ 447-00 Þjónustustúlkan: vorkaup kr. 30.00; sumarkaup kr. 85.00; haustkaup kr. 15.00; vetrarkaup kr. 35.00 ..... 165.00 Handa kaupakonu kr. 85.00; kaupam. 4^2 viku kr. 90.00 175.00 önnur aðkeypt vinna ein- yrkjans á árinu............... 62.00 Jarðarafgjald ................ 80.00 Opitiber gjöld ............... 50.00 Bækur, blöð og ritföng .... 21.50 Læknishjálp og meðul........ 29.30 Meðgjöf með barni í barna- skóla ........................ 64.00 Til áhalda utan húss og inn- an, viðgerð o. fl............. 36.80 Lítilsháttar til fatnaðar, o. m. fl. úr kaupstað .......... 108.65 Samtals kr. 1395.25 Mismunur kr. 102.15 Svona lítur nú út reikningur bónd- ans. En þessar kr. 102.15 eru eigi tap, því hann borgaði 156 kr. skúld frá f. á.. Ársgróðinn þá 54 kr. En svo á hann nú 16 gemlinga, sem hann enga átti vorið 1915 — því árið áð- ur var rýr heyfengur og lömb engin sett á. Ærnar hafa aftur á móti fækk- að úr 70 niður í 64. Vanhöld í vetur getur hann eigi um, en sjálfsagt verða þau einhver. — Nú er þess líka að gæta, að öll ullin var seld, og því engin vinnu-ull til, — sokkaplögg og annað gengur úr sjer, ef árl. er ekki bætt við. Skæðaskinn minnist hann eigi á, og svo er um fleira. En ef alt slikt á að kaupa að úr kaupstað, þá verður næsta lág talan hans yfir ým- islegt, sem hann í kaupstað hefur tekið. — Alt í háu verði. Þetta er afkoma bóndans í ómuna- veltiári. Hvernig var hún áður og hvernig verður hún næsta ár, ef allar búsafurðir lækka í verði, en alt ann- aö jafndýrt og sumt dýrara? — Það þarf ekki lengi að athuga þennan reikning til þess að fara nærri um það. Bóndi þessi er talinn bjargálna- maður í sinni sveit. Margir þar búa minna, nokkrir betur, en að eins 3—4 sem eru vel efnaðir, hafa allstór bú. Jeg býst nú við, að sumir, sem lítið þekkja til sveitabúskapar, vjefengi þennan reikning. En mætti þá eigi eins vjefengja reikninga embættis-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.