Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.07.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 12.07.1916, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 121 hefst i. nóvember og endar 30. apríl. Þa eru kendar þessar námsgreinir: fslenska, danska, enska, saga, heilsufræöi, eölisfræöi, landafræöi, stæröfræöi, söngur, teikning og leik- fimi. Kenslan fer fram í barnaskólahúsi bæjarins, sem aö öllu leyti er vel útbúiö og fullnægir kröfum nútimans, meöal annars raflýst. — Kenslu- áhöld góð og kenslukraftar ágætir. Umsóknir um skólann þurfa aö vera komnar fyrir 20. október n. k til skólanefndar Seyðisfjaröar, sem gefur fúslega allar upplýsingar um skól- ann, og leiðbeinir umsækjendum með að fá sjer húsnæði og fæöi — þeim sem óska. Seyðisfirði 1. júlí 1916. f. h. Skólanefndar Seyöisfjaröar Sigurdur Jónsson. Ad getnu tileix&i tilkynnist, að á þeim stöðum, sem skylduvátrygging er, eiga húseignir að vátryggjast í Brunabótafjelagi íslands frá 1. janúar næstkomandi. — Menn mega því e k k i endurnýja núgildandi ábyrgðir lengur en til ára- móta. Reykjavík 11. júlí 1916. Sveinn Björnsson. mannsins og barnakennarans. Það er sá galli á þessum þremur reikningum, aö þeir hafa ekki gengið í gegnum hendur og heila endurskoðunai'- manna. Það má fara nærri um matarreikn- inginn; sjá hvort of mikið af fæði er lagt í heimilið. Lífeðlisfræðingar kunna þá list, að ákveða næringar- þarfir manna og dýra, i hitaeiningum, og næringargildi fæðunnar sömuleið- is. Jeg sæki ráð til eins þessara manna, dr. Fr. Weis. Hann telur að hver meðalþungur karlmaöur, með meðalvinnu, þurfi daglega fæðu, sem svarar 3000 hitaeiningum, kvenfólk og börn minna. Steingrímur læknir Matthíasson fylgir sömu skoðun. Nú vita menn hve mikið hitagildi ein- hver ákveðin þungi í einni eða ann- ari fæðutegund hefur. Handa heimili sínu yfir árið hefur bóndi þessi þurft fæðu sem svarar um 5,740,500 hitaeiningum (hátt á sjöttu miljón). Upp í þetta fjekk bóndinn úr fæð- unni: Hitaeiningar 3000 kg. undanrennu mjólk 1,200,000 1000 kg. nýmjólk............ 650,000 45 kg. tólg ................ 900,000 800 kg. rúgmjöl .......... 1,200,000 50 kg. hveiti .............. 150,000 250 kg. hrísgrjón........... 775,000 49 slátur (ómatbætt) .... 126,480 58 kg. dilkakjöt ........... 104,400 200 kg. fiskur ............. 240,000 280 kg. sykur .............. 560,000 Samtals 5,905,880 Hjer er þá 165,884 hitaeiningum meira en gert er ráð fyrir að þurfi handa þessu heimili. En hjer er ekk- ert ætlað gestum. Sykur og rjómi í gestakaffi fer fljótt með þessar af- gangs tölur, hitaeiningarnar. En við þetta hef jeg það að athuga, að eftir minni reynslu um mörg und- anfarin ár, þarf hver fulltíðamaður á íslandi til jafnaðar meiri fæðu en dr. Weis gerir og talið er vísindalega at- hugað. Það er alveg óhætt að færa tölurnar upp og scgja, að í minsta lagi þurfi hver meðal karl- maður vinnandi fæðu sem svarar til 325t> hitaeininga daglega. En í hverju liggur þessi munur? Hann er blátt áfram sagt fólginn í því, að við ís- lendingar búum í köldu landi, þar sern loftslag er ómildara en hjá þeim Jijóðum, sem vísindarannsóknir i þessa átt hafa verið gerðar á. Eftir skoðun dr. Weis, þarf meðalmaður daglega fæðu sem svarar 1600 hita- einingum til Jiess að bæta líkamanum það hitalát, sem hann verður fyrir af hitageislun og hitaleiðslu um hörund- ið. En ])ví meira geislar út af likam- anum sem umhverfið er kaldara. Mjer vitanlega hefur eigi verið gerð nein rannsókn á íslendingum með matar- hæfi samanborið við vinnuna og lofts- lagið. Þetta þarf ])ó að gera. En ýmislegt fleira getur komið til greina, t. d. vani. Þeir, sem lengi hafa nærst á fyrirferðarmikilli fæðu, en ljettri, melta eigi eins vel fyrirferða- minni kjarnfæðu, og aðrir, sem henni hafa vanist. Yfirleitt nota íslending- ar of mikla eggjahvítufæðu, sumpart af þörf en sumpart af vana. Af þessu þreytast rrfeltingarfærin um of og eggjahvítan brennur tiltölulega ver í líkamanum en hún ætti að brenna eða brennur, þegar hún er hæfileg. Öll eggjahvíta úr dýraríkinu meltist þó miklu betur en sú, sem úr jurtum fæst. Þetta eitt meðal annars bendir á villu hinna svo nefndu gróðrarneyslu- manna. — En hjer skal staðar numið að sinni. Sigurður Þórólfsson. Striðið. Síðustu frjettir. Khöfn 10. júlí: Englendingar hafa sótt nokkuð fram fyrir noröan Som- me og Frakkar fyrir sunnan ána. Annarstaðar hafa Þjóðverjar hrundið sókn bandamanna og einnig blóðugri árás frá Rússum. Önnur símskeyti frá síðastl. viku segja engar stórvægilegar fregnir frá bandamannasókninni að vestanverðu. í fregnskeyti til „Vísis“ frá 5. þ. m. var sagt, að bandamenn ættu þar við mikla örðugleika að striða, því að víggirtir bóndabæir og neðanjarðar- vígi væru þar á hverjum hundrað metrum og því búist við að sókninni miðaði hægt áfram, en að henni yrði fast fylgt. Aðalsóknin er á linunni norðan frá Armentieres og suöur fyr- ir ána Somme, en við hana mætast herir Englendinga og Frakka. | Um bardaga við Verdun er ekki 1 getið i skeytafregnunum síðustu dag- ! ana. En í yngstu enskum blöðum, er ! hingað hafa komið, er talað um, að Þjóðverjar hafi sótt allmikið fram norðvestan við borgina og sje nú her þeirra þar að eins 3 enskar mílur frá henni, en það er við Fleury, og fylg- ii hjer uppdráttur af umhverfi borg- arinnar á þessu svæði. Hafa Þjóð- verjar komist þetta næst borginni. En síöan hafa komið fregnir um, að Frakkar hafi unnið eitthvað á þarna aftur og er óljóst, hvernig afstaðan er nú sem stendur. Frá austurherstöðvunum eru fregn- irnar óljósar síðustu vikuna. Ein get- ur um sókn frá hálfu Rússa á norð- urhluta vígstöðvanna, hjá Ríga, og aðrar segja frá smærri framsóknum á suðurhluta þeirra, en engir sjerleg- ir viðburðir nefndir. Skeytið hjer á undan talar um harða sókn frá hálfu Rúgsa, en segir Þjóöverja hafa hrund- iö henni. I siðustu þýskum blöðum segir, að Rússar hafi hvergi rofið herlínu Austurríkismanna til fulls nje aðskilið heri Austurríkismanna og Þjóðverja, eins og fyrri fregnir sögðu; en Austurríkism. hafi hörfað útúrBúkówínu og hrokkið mikið und- an í Galizíu og Wolhyníu. Segir þar, að Rússar hafi dregið mjög mikið lið að þessu svæði; hafi þar verið lið frá Kákasus og frá Síberíu og jafnvel austan úr Mandsjúríu, þúsundum saman unglingar, sem varla sjeu 16 ára gamlir, og fjöldi manna, sem komnir sjeu langt yfir fimtugt. Fót- gönguliðið sje því að eins sterkt að fjöldanum til. En stórskotalið þeirra sje gott og vel búið og sjeu þar með Rússum bæði Frakkar og Japanir. Mjög mikið segja þýsku fregnirnar mannfall Rússa í sókninni, og eftir rússneskum föngum hafa þær það, að Rússakeisari hafi gefið út ávarp til hersins og sagt þar, að hjer væri um úrslitabardaga að ræða. Frá suðurvígstöðvunum eru engar nýjar fregnir, og ekki heldur frá Bal- kan. Um uppreisnina í Arabíu er það sagt, að henni sje stjórnað af stór- sherifnum í Mekka og hafi uppreisn- armenn tekið Mekka, Jeddah, píla- grímahöfnina við Rauðahaf, og Taif, og sitji um Medína. Sir Roger Casement hefur nú ver- ið tekinn af lífi í London; var hann dæmdur til dauða fyrir drottinsvik. Hafði hann haldið snjalla varnarræðu áður dómurinn fjell og neitað því, að Englendingar hefðu rjett til að dæma sig; írar ættu að dæma mál sitt, en ekki Englendingar. Brjef frá Þýskalandi. Þýskur mentamaður skrifar kunn- ingja sínum hjer eftirfarandi brjef: í sjúkrahúsinu B...., 6. júní 1916. .... Jeg tók þátt í sókninni á Ver- dun og særðist í byrjun mars, ekki hættulega þó. Síðan hef jeg legið á sjúkraskýli hjer í Schwarzwald á ljómandi fallegum stað. Jeg komst í hús ríks verksmiðjueiganda og ung sænsk stúlka hefur hjúkrað mjer; er nú bráðum jafngóður, en verð að fara varlega með hjartað. Eftir nokkra daga losna jeg hjeðan og fer þá aft- ur til herdeildar minnar. Jeg er orð- inn flokksfyrirliði fyrir nokkrum mánuðum. .... Á frið er oft minst í blöðun- um, en ekki er mikið mark á því tak- andi. Óvinirnir sýna engan vilja á að beygja sig undir skilmála okkar og fyr er ekki hægt að tala um frið. Engin hætta er á, að miðveldin verði svelt inni. Uppskeruhorfurnar i Þýskalandi og Ungverjalandi eru á- gætar; auk þess fáum við frá Rú- meníu og Austurlöndum alt er við þurfum með .... Frjettir. Fjórðungsþing Sunnlendinga. Hið 8 þing fjórðungssambands ung- mennafjelaganna sunnanlands var háð við Þjórsárbrú 22. og 23. júní. Fjórðungssambandið nær yfir svæðið frá Skeiðarársandi vestur að Snæ- fellsnessfjallgarði og eru í því 39 fjelög með 1560 fjelagsmönnum. Að- alframkvæmdamál þessa sambands eru íþróttakensla og fyrirlestrastarf- semi. Voru á síðasta starfsári veittar til þeirra mála 650 kr. úr fjórðungs- sjóði. íþróttanámsskeið haldið í Reykjavík og fyrirlesarar sendir um allan fjórðunginn, tveir til hvers fje- lags. Á þinginu mættu auk fjórðungs- stjóra 24 fulltrúar frá 17 fjelögum. Auk þess að gerðar voru ýmsar álykt- anir um framkvæmdir sambandsins og starf þess inn á við á næsta Starfs- ári, voru ýms önnur mál tekin til með- ferðar á þinginu. Þessi voru hin helstu þeirra. 1. Bannlögin. Svohljóð- andi tillaga var samþykt: „Þingið skorar á ungmennafjelögin að ‘styðja og vernda eftir mætti lögin um að- flutningsbann áfengis, einkum með því að fræða unga menn um skað- semi áfengis og innræta þeim virð- ingu fyrir lögum landsins."—2. Þegn- skylduvinnan. Svohljóðandi tillaga samþykt með 16 samhljóða atkvæð- um: „Þing Sunnlendingaf jórðungs U. M. F. í. telur eðlilegt, að ung- mennafjelögin sjeu þegnskylduhug- myndinni hlynt, þótt eigi verði það mál talið stefnumál þeirra, nje sam- bandinu sem heild ætlað að beita sjer fyrir framkvæmd þess. Þingið er síð- asta alþingi miður þakklátt fyrir af- skifti þess af málinu, og skorar á fylgjendur málsins, að leggja meiri áherslu á öruggan undirbúning en fljóta afgreiðslu. — 3. Ættarnöfnin. Svohljóðandi tillaga samþykt í einu hljóði: „Þingið telur íslenskunni svo mjög misþyrmt með hinni nýju ættar- nafnahreyfingu, að óþolandi sje, og skorar á ungmennafjelögin að vinna af alefli gegn henni. Einnig telur það nauðsynlegt að vanda eiginheiti manna og útrýma úr málinu óþjóð- legum nöfnum.“ Mannalát. Dáinn er á Vífilsstaða- hælinu 7. þ. m. stud. art. Arinbjörn Hjálmarsson frá Grenjaðarstað, fóst- ursonur sjera P. H. Hjálmarssonar, fæddur 1. jan. 1896, sonur Hjálmars J. Stefánssonar og Jakobínu Björns- dóttur, er þá bjuggu á Loftsstöðum í Laxárdal í Þingeyjarsýslu. Arin- björn fór í Akureyrarskóla 1910 og útskrifaðist þaðan 1913 með besta vitnisburði. Kom þá í 4. bekk Menta- skólans og átti að útskrifast þaðan i vor, en varð berklaveikur nú á síð- astliðnum vetri og fór á Heilsuhælið á Vífilsstöðum um páska í vor. Hann var greindur piltur og reglusamur og mjög vel látinn af öllum, sem honum kyntust. Dáin er 8. þ. m. frú Eugeníe Niel- sen á Eyrarbakka, eftir langa og þunga legu, mesta merkiskona, og verður hennar nánar minst síðar. Mál út af flutningi á ísl. vörum til Þýskalands er nú fyrir í Khöfn gegn nokkrum kaupmönnum, þar á meðal Herluf Bryde og Ingolf Jacobsen, sem báðir eru kunnir hjer á landi. Ætlaði kaupmaður einn, Ulrich Holm að nafni, að senda ísl. saltfisk og kjöt, er útflutningsbann lá á, með járnbraut til Þýskalands, en sendingin var heft og maðurinn tekinn fastur, og svo einnig þeir, sem áður höfðu selt þess- ar vörur, þar á meðal þeir H. B. og I. J., og þykir grunsamlegt, vegna verðsins á vörunum, að allir hafi þeir ætlað þeim til Þýskalands. En látnir voru þeir lausir þegar samhengi máls- ins var kunnugt orðið. Kennaramótið í Kristjaníu, sem ráðgert var að halda í ágúst í sumar og áður hefur verið minst á hjer í blaðinu, ferst fyrir að þessu sinni, að líkindum vegna örðugleika, sem af stríðinu stafa. Vörukaup Breta. Ásgeir Sigurðs- son konsúll er orðinn umsjónarmaður ensku stjórnarinnar hjer á landi með vörukaupum hennar. Samtímis fór hann úr Kaupmannaráði Islands. Mentaskólinn. Fjórir piltar, sem ekki gátu lokið stúdentsprófi þar á rjettum tíma vegna veikinda, hafa nú tekið það og fengið þessar einkunnir: Guðbr. ísberg 68 st., Pjetur Magnús- son 57 st., Ingimar Jónsson 62 st. og Jón Helgason 69 st. — Hinn síðast- nefndi er sagður útskrifast yngstur allra stúdenta frá skólanum, varð 17 ára 30. júní síðastl. Hátt verð á ám. „Visir“ segir frá því, að í vor hafi 2 ær verið seldar á uppboði í Bjarnarhöfn fyrir 144 kr., eða hvor um sig á 72 kr. Þær voru báðar tvílembdar. Stúdentarnir frá 1891 hjeldu 25 ára stúdentsafmæli sitt 22. f. m. Af 16 stúdentum frá því ári mættu þessir átta: Björn Bjarnarson, prestur i Laufási, Guðmundur Sveinbjörnsson, skrifstofustjóri, Helgi Pjetursson, doktor, Jens B. E. Waage, bankarit- ari, Jes A. Gíslason verslunarmaður, Karl Nikulásson, forstjóri, Magnús Einarsson, dýralæknir, Magnús þor- steinsson, prestur á Mosfelli. Af hjer- lendum vantaði þá sjera Svein Guð- mundsson í Árnesþingum og sjera Vigfús Þórðarson á Hjaltastað. Enn- fremur þá sjera Júlíus Þórðarson, sem nú er prestur í Sviþjóð, sjera Friðrik Hallgrímsson og sjera Pjet- ur Hjálmsson, sem báðir eru í Ame- ríku. Dánir eru: Sigurður verkfæð- ingu Pjetursson frá Ánanaustum, sjera Björn Blöndal og Valdemar Jacobsen stud. jur. — Afmælisstú- dentarnir fóru i bíl upp að Baldurs- haga og neyttu þar máltíðar, en höfð- ust að öðru leyti við suður í Rauð- hólum. — Margar ræður voru haldn- ar og margra ánægjustunda minst frá liðnum árum. Samfundirnir hinir á- nægjusömustu öllum viðstöddum og þess stengd heit að mæta aftur eftir 25 ár ef .... Tjaldur kom hingað í gær og með honum ráðherra, símastjóri o. fl. Síldveiðin. í frjettum frá Isafirði er látið vel yfir útliti á síldveiðum í sumar, og eru þær nú að byrja þar við Vesturlandið. Dýravinurinn er nýkominn út, fjöl- breyttur að vanda og með mörgum . fallegum sögum og myndum. Prestkosning hefur nýlega farið fram á Hólmum í Reyðarfirði, og fjekk sjera Stefán Björnsson frí- kirkjuprestur á Búðum í Fáskrúðs- firði 128 atkv., en sjera Ólafur Ste- phensen í Grundarfirði 68. Botnvörpungarnir eru nú allir að búa sig hjeðan að sunnan á síldveið- ar við Norðurland. A. Blanche, sem verið hefur hjer útsendur konsúll Frakka nú síðustu árin, hefur fengið konsúlsstöðu í Kap- landi í Afríku, en verður hjer þó á- fram fyrst um sinn. Frá stríðinu. Fregnir hafa komið um það, að Braun kaupm. hjeðan úr bænum, sem er í her Þjóðverja og ýmist hefur verið á austurvigstöðv- unum eða vesturvígstöðvunum, nú síðast hjá Verdun, hafi fengið járn- krossinn í viðurkenningarskyni fyrir góða framgöngu. — Um J. P. Brillu- in, áður Frakkakonsúl hjer, hafa komið þær fregnir, að hann sje nú við heræfingar og fari bráðum til vígvallanna, verði þar undirforingi. — Lögb. segir, að Guðm. Sigurjóns- son glímumaður, sem hjeðan fór til Ameríku fyrir nokkrum árum, sje kominn í líknardeild Kanadahersins, en í Kanadahernum eru ekki fáir Is- lendingar. Hjónaband. Nýgift eru hjer i bæn- um Ólafur Þorsteinsson læknir og frk. Kristín Guðmundsdóttir. Þau hjón fóru siðan til útlanda snögga ferð. Stjórnarráðið. Sigurður Lýðsson lögfræðingur er arðinn starfsmaður þar á 3. skrifstofu í stað Björns Páls- sonar, sem tekinn er við póstmeist- arastarfinu á Seyðisfirði. Verkfræðingafjelag íslands hefur nú breytt ársriti sinu þannig, að það kemur út í 4 heftum á ári, og eru 2 fyrstu heftin nýkomin út. Ásgeir Ásgeirsson cand. theol. hef- ur fengið styrk þann, er háskólaráðið veitir til framhaldsnáms í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla, 1200 kr., og er hann hærri nú en ella vegna dýrtíðarinnar. Landsímastöðvar. Nýlega er opnuð 3. fl. stöð á Bygðarholti í Lóni. — Borgarnes og Sauðárkrókur hafa ver- ið gerð að 1. fl. B. stöðvum frá 1. þ. m. Fr. Nathan stórkaupm. hjer í bæn- um, sem nú er erlendis, er nýl. trú- lofaður. Unnusta hans er sænsk, heitir Amelie Friedmann. Leiðrjettingar. I ræðu sjera Matth. Jochumssonar um íslands-fánann í 30. tbl. Lögr. eru þessar prentvillur: í 1. dálki 13. 1. „hugfult" fyrir: lög- fult, og í sama dálki 18. 1. „var ekki“ fyrir: var ekki til. I 3. dálki 4. 1. stendur: „á verði“, en á að vera: í veði.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.