Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.08.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 16.08.1916, Blaðsíða 2
140 LÖGRJETTA Matth. Jochumsson: L j ó ð m æ 1 i. Úrval. Valið hefur í samráði við höfundinn Guðm. Finnbogason dr. phil. Stór bók og eiguleg. Kostar kr. 3.50. Innbundin kr. 4.50. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 6o blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á íslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí. en það var að gefa út Árbækur Espó- líns, sem er nokkurskonar framhald af Sturlungu og rekur sögu landsins fram á daga höfundarins. Þetta rit hefur síðan verið leiSarsteinn allra þeirra, sem fengist hafa viS sögu lands vors á síSari öldum, og jafn- framt er það ritaS á hreinu og fögru sögumáli, sem hafði mikil áhrif í þá átt að hreinsa og bæta íslenskuna. Me5 útgáfu þessarar tveggja rita, Sturlungu og Árbóka Espólíns, bjó fjelag vort því aS nokkru leyti í hag- inn fyrir Fjölnishreyfinguna, sem hófst á 4. áratug 19. aldarinnar. En jafnframt gaf fjelagið á árunum 1820 til 1830 út ýms önnur rit, svo sem LandafræSi Gunnlaugs Oddssonar, á- gæta bók fyrir sinn tíma, LjóSmæli Stefáns Ólafssonar, Paradísarmissi Miltons, þýddan af Jóni Þorlákssyni, Grasafræði Odds Hjaltalíns o. fl. Eft- ir 1830 verður bókaútgáfan nokkuð strjálli um hríð, og kemur það af því, að fjelagið tekur þá aö sjer að styðja Björn Gunnlaugson í því að mæla landið og koma uppdráttum landsins þeim er hann gerði á prent, en það var mjög kostnaðarsamt fyrirtæki og hefði orðið fjelaginu um megn, ef þaö hefði ekki fengiö ríflegan styrk til þess frá stjórninni. Þetta er eitthvert hið þarfasta verk, sem Bókmentafje- lagið hefur unnið aS, og er bæSi Birni Gunnlaugssyni og fjelaginu til ævar- andi sóma. Uppdrættirnir komu út, hinn stærri 1845, en binn rai1111! 1849. MeSan á þessu kostnaSarsama verki stóS, gaf þó BókmentafjelagiS út ýms merk rit, svo sem Messías Klopp- stokks í þýSingu Jóns Þorlákssonar (1834—38), Frumparta íslenskrar tungu eftir KonráS Gíslason (1846), og kvæSi þjóSskáldanna Bjarna og Jónasar, sem höfSu svo mikil áhrif á kveSskap íslendinga á síSari hluta 19. aldar (1847), auk ýmsra smærri rita. Enn fremur gekst fjelagiS fyrir því á þessum árum, aS fá sýslumenn og presta til aS semja sýslna og sókna lýsingar og senda fjel., og varS úr því mikiS safn og merkilegt, sem nú er geymt í Landsbókasafninu, og hef- ur orSiS ýmsum aS notum (t. d. dr. Kr. Kálund í Islandslýsingu hans). Á þessu tímabili (1816—1851) hlóSust næstum því allar fram- kvæmdir fjelagsins, bæSi um bókaút- gáfu, útsending bóka og innheimtu á Hafnardeildina af þeim ástæSum, sem jeg áSur tók fram. ÞaS varS smám saman aS venju, aS Hafnar- deildin innheimti eigi aS eins öll til- lög erlendra manna, heldur og mest af tillögum manna hjer á landi, en Reykjavíkurdeildin innheimti aS eins tillögin úr Reykjavík og þar í grend, og sendi þó mest af þeim til Hafnar- deildar til útgjalda fjelagsins þar. Hún varS því í reyndinni nokkurs konar innheimtustofnun fyrir Hafn- ardeildina í Reykjavík og þar í grend- inni. ViS þetta drógust mestallar árs- tekjur fjelagsins til Hd. og þeim fylgdu framkvæmdirnar. Samt safn- aSi Rvd, smátt og smátt nokkrum sjóSi af sínum árstekjum, og oft sendi hún Hd. góSar tillögur til fram- kvæmda, sem Hd. tók til greina. T. d. átti Rvd. frumkvæSiS aS landsmæl- ingarfyrirtækinu. En þaS er ekki fyr en seint á þessu tímabili, áriS 1846, aS Rvd. fer aS gefa út nokkuS hjer heima. Stendur þetta eflaust í sam- bandi viS þaS, aS landsprentsmiSjan var flutt til Reykjavíkur 1844, svo aS þá fyrst var unt aS fá hjer bækur prentaSar, en meSfram stafar þessi röggsemi deildarinnar af því, aS Reykjavík var þá vaxinn nokkuS fiskur um hrygg og meiri kostur þar á ritfærum mönnum, en áSur hafSi veriS. Fyrsta bókin, sem Rvd. gefur út, eru Skýringar yfir fornyrSi Lög- bókar eftir Pál Vídalín, 0g sá ÞórS- ur Sveinbjörnsson um útgáfuna (1846 —1854). ÞaS sem gerSi aS fjelagiS gat af- kastaS svo miklu á þessum fyrstu ár- um sínum og þó safnaS miklum sjóði (1837: 12800 kr.), var aSallega tvent: þaS greiddi framan af engin ritlaun og ljet fjelagsmenn ekki fá neinar bækur fyrir tillög sín. Hvorugt gat gengiS til lengdar, og seint á þessu tímabili kemst breyting á þetta. Frá 1840 fer fjelagiS aS greiSa ritlaun og 1845 er samþykt aS láta fjelagsmenn fá bækur fjelagsins ókeypis. ÞaS hafSi sannast á fjelaginu, aS „leiSir verSa langþurfamenn", Af því aS menn fengu ekkert fyrir tillög sín, gengu margir úr fjelaginu, einkum á Islandi. Á hinum fyrstu árum hafSi fjelögum fjölgaS óSum og komst fje- lagatalan á Islandi brátt upp í 600, en um 1837 voru fjelagsmenn á ís- landi komnir niSur i 28, og var þaS mjög ískyggilegt. Menn vonuSu, aS þetta mundi lagast og fjelögum fjölga, ef fjelagiS tæki upp þann siS, aS láta fjelaga fá bækur fyrir tillag sitt, og sú varS líka raunin á þegar fram liSu stundir, AnnaS tímabil í sögu fjelagsins tel jeg stjórnarár Jóns SigurSssonar sem forseta i Hafnardeildinni 1851-1879. Þessi ár marka djúpt spor í sögu fje- lagsins. Jón Þorkelsson rektor, sem þó hafSi átt í töluverSri deilu viS Jón SigurSsson út af fjelagsmál- um, ann honum þess sannmælis, aS „enginn af forsetum Bókmenta- fjelagsins hafi veriS jafn dugleg- ur og Jón SigurSsson og aS undir einskis forseta stjórn hafi fje- lagiS gefiS út svo margar og merki- legar bækur“. Jeg hef áSur ritaS all- greinilega um starf Jóns SigurSsson- ar fyrir BókmentafjelagiS, í Skírni 1911, og get þvi vísaS til þess og til Minningarrits þessa afmælis. Hjer skal aS eins drepiS á hiS merkileg- asta. Jón SigurSsson sá fram á þaS aS besta ráSiS til aS fjölga fjelagsmönn- um og halda þeim í fjelaginu var aS láta þá fá á ári hverju svo mikiS i bókum, sem svaraði árstillagi þeirra eSa ríflega þaS. Þetta markmiS setur hann sjer frá upphafi og kemur því í framkvæmd frá árinu 1853 og síS- an. Bókaútgáfuna, sem hafSi næstu ár á undan legiS mikiS til í dái, eykur hann stórum. Skömmu eftir aS Jón tekur viS stjórn Hd.ar fer sú deild aS snúa sjer aS útgáfu stórra safnrita um sögu íslands og bókmentir, lands- hagi og stjórnarmálefni. Þessi rit eru Safn til sögu íslands og ísl. bók- menta, íslenskt fornbrjefasafn, Bisk- upasögur, Skýrslur um landshagi á íslandi og TíSindi um stjórnarmál- efni íslands. Jón SigurSsson átti ekki frumkvæSiS aS öllum þessum framkvæmdum sjálfur—þaS var Gísli Brynjólfsson, sem átti fyrstu hug- mynd aS Safni t. s. ísl. og Jón Pjet- ursson aS Fornbrs., en hann kom öllu þessu í verk og átti sjálfur drýgst- an þáttinn í flestum þessum safnrit- um. ÞaS þarf ekki aS taka þaS fram, hve mikla vísindalega þýSingu Safn, Biskupasögur og FornbrjefasafniS hafa fyrir sögu vora og bókmentir. AS Safni vann Jón mikiS sjálfur og hefur fjelagiS haldiS því riti áfram jafnan síSan; í Biskupasögum, 1. bindi, á hann útg. Kristnisögu, en GuSbr. Vigfússon hitt, og í síSara bindinu á Jón ýmsa merkilega sögu- þætti um siSaskiftin; um hiS fyrsta bindi Fornbrjefasafnsins annaSist hann eingöngu sjálfur og ljet eftir sig stórmikiS safn til framhaldsins, og var þaS ómetanlegur stuSningur fyrir þann mann, sem hjelt verkinu • áfram eftir Jón látinn, dr. Jón Þor- kelsson yngra. Til Skýrslna um landshagi og Tíðinda um stjórnar- málefni útvegaSi hann ríflegan styrk hjá stjórninni, svo aS þau rit urðu f jelaginu ekki þungbær. Þessi rit voru nauðsynlegt skilyrði fyrir því, aS bæði Jón SigurSsson og aðrir, sem viS landsmál fengust, gæti haft eftirlit meS gjörSum stjórnarinnar, og varla mun Jóni á öllum sínum langa stjórn- málaferli hafa komiS til hugar meira snjallræði en þetta, aS knýja stjórnina til að birta gjörðir sínar og nota til þess BókmentafjelagiS, án þess þó aS bendla þaS viS deilumál dagsins. Fjelag vort veitti Jóni þannig óbein- línis góðan styrk í stjórnmálabaráttu hans. Auk þessara safnrita komu margar merkilegar bækur frá Hd. í stjórnar- tíS Jóns SigurSssonar. Nefni jeg af þeim aS eins Sálmasöngbók Pjeturs GuSjohnsens, sem varð til aS gjör- breyta sálmasöngnum hjer á landi, Fiskibók Jóns SigurSssonar og Varn- ingsbók,Minningarrit fjelagsins 1867, Skýrslu um Forngripasafn íslands I—II, Prestatal og Prófasta eftir Svein Níelsson, KvæSi Jóns Thor- oddsens og skáldsögu hans Mann og konu. Alls gaf Hd. út í stjórnartíS Jóns rúmar 1410 prentaðar arkir, sem svarar rúmlega 22,560 blaðsíSum í 8 bl. br. Jafnframt hjelt heimadeildin áfram bókaútgáfu þeirri, sem hún hafði byrjaS í lok næsta tímabils á undan, en alt var þaS í smærra stíl, því aS tekjurnar voru smáar. Telst svo til aS bókaútgáfa heimadeildarinnar hafi á þessum árum veriS hjer um bil sjött- ungur móts viS bókaútgáfu Hafnar- deildar.. Deildin undi því illa, aS tekj- urnar leyfðu ekki aS gefa meira út og eitt sinn (1872) var gerS tilraun til þess af deildarinnar hálfu aS ná undir sig meiru af árstekjum hjer á landi, en sú tilraun mistókst. Af bókum þeim, sem heimadeildin gaf út á þess- um árum, má nefna hina alþýðlegu mannkynssögu Páls MelsteS, Islensk- ar rjettritunarreglur, ísl. málmynda- lýsing og Skýring hinna almennu málfræðilegu hugmynda eftir H. Kr. FriSriksson, Úr Hauksbók 0g GuS- mundarsögu útg. Jón Þorkelsson, Um siðabótina á íslandi eftir Þorkel Bjarnason, Um eSli og heilbrigði mannlegs líkama eftir J. Jónassen o. fl. og Frjettir frá ísl., sem deildin byrjaði aS gefa út 1873. Forsetar Reykjavíkurdeildarinnar á þessum ár- um voru þeir Pjetur Pjetursson, Jón Þorkelsson og Magnús Stephensen. Jafnframt bókaútgáfunni lagði Jón SigurSsson mjög mikla stund á aS safna handritum til Handritasafns Hafnardeildarinnar. Þegar Jón tók viS, átti deildin aS eins 37 handrit, en 1217 sex árum eftir dauða hans og var flestum þeim handritum safnaS af honum. Rvd. hafSi líka eignast nokk- uS af hdr. og voru söfn beggja deilda síðan seld Landsbókasafninu, og eru þar nú vel geymd, en líklega væri nú mikið af þessu merka safni týnt og tröllum gefiS, ef J. S. og fjelagiS hefði ekki haldiS handritunum saman. MeSan Jón SigurSsson var forseti Hd., datt engum í hug aS leggja hana niður. En skömmu eftir dauSa hans kemur upp sterk hreyfing í heima- deildinni í þá átt aS flytja Hd. heim. Og þaS er einmitt þessi stefna, sem setur mót sitt á hiS næsta (þriðja) timabil í sögu fjelagsins, sem nær frá dauða Jóns SigurSssonar (1879) til vorra daga. Þær ástæSur, sem höfSu lagt mestallar framkvæmdir fjelags- ins í hendur Hd. voru ekki framar fyrir hendi. Reykjavík var orðin reisulegur bær og þar var komin miS- stöS hins andlega lífs hjer á landi. Prent og annaS, sem til bókaútg. þarf, var yfirleitt ódýrara hjer en i Höfn og hægt að fá fjelagsbækur prentaSar hjer. Samgöngur innanlands höfðu stórum batnaS, svo aS nú var bóka- útsending frá Reykjavík fult svo auS- veld og ódýr eins og frá Khöfn. Svo vakti þaS og fyrir mönnum, að þaS mundi efla mentalíf þjóðarinnar, ef BókmentafjelagiS yrði algerlega inn- lent. Af þessum og fleiri ástæðum stafar barátta sú, sem nú hefst og miðar aS þvi aS flytja Hafnardeildina ina heim. Hin fyrri heimflutnings- barátta hefst árið 1883 meS því, aS Reykjavíkurdeildin samþykkir eftir tillögu, sem upphaflega var runnin frá Gesti Pálssyni, breytingar á lög- um fjelagsins, sem fóru í þá átt, aS afnema Hd. Deila þessi milli deild- anna stóS í 6 ár og endaði meS ó- sigri fyrir Reykjavikurdeildina aS því er snerti aSalmáliS. Hd. tókst aS verja tilveru sína meS því aS neita aS bera upp til atkvæða lagabreyting- artillögur, sem hin deildin hafði sam- þykt á löglegan hátt. En hins vegar vann Rvd. þó það á, aS hún hafði fram jafnari skifting á fjelagstekj- unum milli deildanna og fjekk aukiS starfsviS sitt aS nokkru. Hin síSari heimflutningsbarátta hófst áriS 1906 og stóS til 1911. Hún var aS því leyti ólík hinni fyrri, að í fyrri baráttunni áttu deildir fjelags- ins hvor viS aðra, en síðari baráttan hjelt sjer lengst af innan vjebanda Hd. og stóS þar milli tveggja and- stæðra flokka innan deildar; harðn- aði deilan milli flokkanna ár frá ári, þangaS til aS alt í einu dettur alt í dúnalogn áriS 1911 og báSir flokk- arnir koma sjer saman um frumvarp til nýrra laga, sem fela í sjer tvent í einu, bæSÍ sameining deildanna í eitt fjelag meS heimili í Reykjavík og gagngerða breyting á fyrirkomulagi fjelagsins, sem fer í þá átt aS tak- marka fundarhaldiS en auka vald stjórnarinnar og gera hana fastari 1 sessi. Samningarnir, sem gengu a undan þessu samkomulagi, og leiddu til þess, gerSust aS mestu bak viS tjöldin og er öll sú saga nú sögS í fyrsta sinn í Minningarritinu, sem fje- lagsmönnum verður sent, áSur langt um líSur. Reykjavíkurdeildin tók auSvitaS fegins hendi tilboSi Hd.- fiokkanna um lagabreytinguna, og voru hin nýju lög samþykt fyrst á aSalfundi Reykjavikurdeildar 8. júlí 1911 og síðan á aðalfundi Hd. 31. okt. s. á. SíSan er fjelag vort ein heild meS heimili í Rvík Forsetar fjelagsins á þessu síðasta tímabili hafa veriS: I Rvd.: Magnús Stephensen, Björn Jónsson, Björn M. Ólsen (tvisvar), Eiríkur Briem og Kristján Jónsson. I Hd.: SigurSur L. Jónasson, Ólafur Halldórsson, Val- týr GuSmundsson og ÞorvaldurThor- oddsen. Framkvæmdir fjelagsins í bókaútg. hafa veriS mjög miklar, og skal jeg ekki þreyta fjelagsmenn á því aS telja upp bækurnar nema hin- ar allra helstu. Frá Hafnard. komu AuSfræSi Arnljóts Ólafssonar, ísl. fornsögur I—III, frh. af Safni t. s. ísl., KvæSi Stef. Ólafssonar 2. útg., ísl. gátur, þulur og skemtanir I—IV, frh. af fornbrjefas., sem byrjar fyrst í Hd., en síðan tekur Rvd. þaS aS sjer, LandfræSissaga Islands, sem byrjar í Rvd., en kemur síðan út hjá Hd., ísl. ártíðaskrár útg. af J. Þ., Landskjálftar á Islandi eftir Þ. Th. 1899 og 1906, Flóra íslands, Isls. Boga MelsteSs I—II, Bygging og líf plantna eftir H. Jónsson, Lýsing Is- lands eftir Þ. Th., Æfisaga Jóns Indíafara útg. af Sigf. Blöndal. — Frá Rvd.: Tímarit Bókm.f. 1.—25. árg., 1880—1904. Sýslum.æfir eftir Boga Benediktsson I—IV. Þegar TímaritiS hætti, var Skirnir aukinn og endurbættur og hefur hann komiS út í þeirri nýju mynd síSan 1905. ViS þessa breyting á Skírni brá svo, aS fjelagatalan hjer á landi, sem hafði lækkaS mjög mikiS á árunum 1888 til 1905, fer nú aS fjölga hröðum fet- um og eru nú í fjelaginu 1200 manns, sem er fleira en nokkru sinni áður. Annars skal jeg ekki fjölyrða um stjórn fjelagsins og framkvæmdir síS- an deildirnar sameinuðust, máliS er mjer of skylt til þess. AS eins skal jeg geta þess, aS fjárhagur fjelagsins er í allgóðu lagi. Þegar vjer nú aS lokum lítum yfir framkvæmdir fjelagsins á hinni liðnu öld, verSur varla annaS meS sann- girni sagt, en aS þaS hafi yfirleitt starfaS vel og gert bókmentum vor- um mikiS gagn. Ef stofnendur fje- lagsins, þeir Rask og Árni Helgason, mættu lita upp úr gröf sinni, þá er jeg sannfærSur um, aS þeir mundu gleðjast yfir þeim þroska, sem fóstur- barn þeirra hefur tekiS, og ekki kvarta undan því, aS þaS hafi brugS- ist þeim vonum, sem þeir gerðu sjer um þaS, meðan þaS var í reifunum. I þessu stutta yfirliti yfir sögu fje- lagsins hef jeg af embættismönnum fjelagsins aS eins minst á forsetana, af því aS það eru þeir, sem aðallega hafa markS þá stefuju, sem fram- kvæmdir fjelagsins hafa tekiS. Þetta er ekki rjettlátt. ASrir embættismenn fjelagsins hafa engu síður boriS hita og þunga dagsins og eiga engu síður þakkir skiliS. Lengst af hafa skrifar- arnir, og á síðari tímum sjerstaklega bókaverSirnir, veriS önnur hönd for- seta í öllum störfum. Og gjaldkerum fjelagsins eöa fjehirðum, sem þeir hjetu áður, má segja þaS til lofs, aS fjelagiS hefur aldrei á þessum 100 árum, svo jeg viti, tapaS einum eyri á ráSsmensku þeirra. En þær mörgu þúsundir, sem hafa stutt fjelagiS á þessum árum meS því aS ganga í þaS og leggja því árstillög, eiga líka skil- iS okkar bestu þakkir, ekki sist hinir mörgu alþýðumenn. ÞaS er einkenni- legt fyrir BókmentafjelagiS og á sjer ekki staS um samskonar fjelög í öSr- um löndum, aS þaS á engu síður fje- laga og styrktarmenn meðal óbreyttra alþýðumanna, en meðal mentamanna. Þetta sýnir, hve djúpar rætur fjelag- iS hefur fest í akri þjóðlífsins og er oss dýrmætur vottur þess, aS þaS hef- ur, aS minsta kosti aS nokkru leyti, náS þeim tilgangi sínum, aS „efla mentun hinnar íslensku þjóðar". GuS gefi, aS fjelag vort aldrei missi sjónar á þessu háa markmiði sínu, og aS því auðnist aS halda vinsældum sínUm meðal alþýSu manna. Fjelag vort er aS vísu ekki auðugt í samanburSi viS samskonar fjelög í öSrum löndum, en eftir íslenskum mælikvarSa hefur þaS góðan grund- völl til aS halda áfram þeim störf- um, sem fjelagiS á ólokiS viS, og til aS hefja ný störf á þeirri öld, sem nú er aS byrja. En skilyrðið fyrir þroska þess og þrifum er þaS, aS allir góður íslendingar leggist á eitt aS styðja þaS og styrkja og hefja þaS á hærra stig og hærra og sjerstaklega aS menn vandi vel stjórnarkosningar, svo aS ekki verSi kosnir aSrir en þeir, sem líklegir eru til aS hafa fult vit á, hvernig fjelagiS getur best náS til- gangi sínum, aS „styðja og styrkja íslenska tungu og bókvísi og mentun og heiður hinnar íslensku þjó5ar“,lík- legir til aS stjórna fjelaginu meS at- orku og dugnaði, gætni og hagsýni. Ef vjer leggjumst á eitt um þetta, þá er jeg sannfærður um, aS fjelagiS á sjer fagra og góða framtíS fyrir höndum á öldinni sem kemur. AS lokum er þaS mín innileg ósk og bæn, bæn sem jeg vona aS þiS allir, háttvirtu fjelagsbræður, getiS tekiS undir af hug og hjarta, aS guS, sem ávöxtinn gefur, blessi starf fje- lags vors á ókomnum árum, svo aS þeir sem lifa næsta aldarafmæli geti litiS yfir öldina, sem þá er liðin, meS ekki minni, heldur margfalt meiri á- ánægju en vjer yfir þá öld, sem nú er aS hverfa í tímans skaut. Kvæðaflokkur, fluttur á 100 ára afmæli hins íslenska Bókmentafjelags 15. ágúst 1916. Eftir Þorstein Gíslason. I. KÓR. Frá upphafi vega um aldanna sviS ýmsir strengir óma meS eilífum niS. Ýmsir strengir óma enn hiS sama lag, sem leikiS var frá fyrstu viS lífsins stóra brag. Sem leikiS var frá fyrstu viS lífsins gleSi og stríS og aldrei mun breytast um eilífa tíS. Aldrei munu breytast alviskunnar ráS, nje lögmálsorS lífsins í lýða hjörtu skráS. LögmálsorS lífsins þótt leyfi enga töf, þau verða sem þau voru, hjá vöggu og gröf. Þeir verSa sem þeir voru um veröld fjær og nær hljómar þeirrar hörpu, sem höndin drottins slær. Hljómar þeirrar hörpu, sem hjarta hvert á, er straumbylgjur eilífðar strengina slá. Vöggugjöf lífsins er ljósheimaþrá. En vængir hugans skamt yfir víddirnar ná. AS sækja lengra’ og lengra ei látiS verSur af, því óskin bendir útyfir eilífðar haf. Ljá oss, drottinn, ljós þitt í leitina þá, sannleikans leitina, sálnanna þrál Sú, er þrá í sál eftir sannleika ól, ljái hún oss ljós sitt, lífgjafans sól!

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.