Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.08.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 23.08.1916, Blaðsíða 4
146 LÖGRJETTA Fyrri myndin sýnir það, er verið er að hlaða stórskotavjel. Granatinn, sem hún á að senda frá sjer, er svo stór, að lyftivjel er notuð til þess að koma honum upp í fallbyssuna. Það eru þessi skot, sem engir kastalar standast. Þegar þeim er skotiö, nötrar jöröin á löngu svæði. Þessum stórskotum rignir niður báöumegin frá í orustunni hjá Somme. Síðari myndin sýnir stafn á stórskipi, sem torpedóskot hefur hitt. aö honum og biöja guö fyrir honum, elskar hann jafnt, hvaö sem hann gerir — hún er persónugjörving móð- urástarinnar sjálfrar. Og um leið sönn lýsing á ýmsum öldruðum mæðr- um, hjer í Reykjavík og annarstað- ar...... Frásögnin er öll lipur og ljós, efn- ið aðlaðandi og sálarlífsskilningur höf. mikill. Hann virðist sanna orð- tækið: Sá fyrirgefur alt, sem skilur alt. Og trú hans á manneðlið er mik- il — ótrúlega mikil, finst mjer. Jeg er reyndar ekki frá því, að insti kjarni eðlis vors sje góður, að möguleikarn- ir til hins góða felist með hverjum manni, að viö sjeum allir ef til vill útstreymi frá guði, neistar af hans eldi — en undralítið verður flestum okkar úr þessum möguleikum. Lítil- menska og illgirni virðast að minsta kosti oft vera sterkustu þættirnir í sálum mannanna. — Málið á sögunni er látlaust og hreint. Fjðrmennlngainerltið. Leynilögreglusaga eftir A. CONAN DOYLE. XII. KAPÍTULI. Jonathan Small segir einkennilega sögu. Frh. „Það rigndi jafnt og þjett, því að rigningatíminn var einmitt að byrja. Kolsvartir skýjabólstrar sigldu yfir himininn og ekki sást nema steinsnar. Djúpir forarpollar voru fram undan hliðinu, og varð að ganga í króka til þess að sneiða fram hjá þeim. Það var einkennilegt að standa þama með tveimur viltum mönnum og bíða eft- ir þeim manni, sem kom til þess að bíða bráðan bana. „Alt í einu sá jeg ljós glitra hinu megin við forarpollinn. Það hvarf snöggvast en kom svo aftur í ljós nær og var auðsjáanlega að koma. „ ,Þarna eru þeir/ kallaði jeg. „ ,Þjer verðið að heilsa honum, Sahib, eins og vandi er til/ hvíslaði Abdullah. ,Gefið honum enga ástæðu til ótta. Látið hann fara með okkur og þá skulum við annast það, sem eftir er. Hafið ljóskerið til, svo að við getum sjeð upp á víst, að það sje rjetti maðurinn/ „Ljósið flökti til; stundum sýnd- ist það stansa, stundum halda áfram, þangað til jeg gat greint tvo menn rjett hinu megin við pyttinn. Jeg lof- aði þeim að klifrast niöur barðið, yf- ir pyttinn og upp í mitt barð á móti áður en jeg hrópaði í þá. „ ,Hver er þar?‘ kallaði jeg lágt. „ ,Vinir/ var svarað. Jeg opnaði ljóskerið, sem jeg hjelt á, og ljet ljós- ið streyma á þá. Sá, sem á undan gekk, var ógurlega stór Sikh, með kolsvart skegg, svo mikið, að það huldi alla bringuna. Jeg hef aldrei sjeð eins stórvaxinn mann, nema á sýningu. Hinn maðurinn var stuttur, feitur og kringlóttur náungi, með gulan túrban og eitthvað í hendinni vafiö inn í sjalklút. Hann leit út fyrir að vera skjálfandi af hræðslu, því að hendur hans nötruðu eins og í kulda- flogum, og höfuðið, með hvikum augunum, snerist óaflátanlega út á báöar hliðar, eins og á mús, þegar hún kemur út úr holunni. Mjer rann til rifja, að þaö skyldi eiga að drepa þetta grey,*en jeg hugsaði um fjár- sjóðinn og hjarta mitt varð hart eins og steinn. Þegar hann sá að jeg var hvítur maður, rak hann upp gleðióp og kom þjótandi til mín. „ .Verndið mig, Sahib/ sagði hann. ,Verndið vesalings Achmet kaup- mann. Jeg er búinn að brjótast gegn um Rajpootana til þess að leita skýl- is í Agra. Það er búið að ræna mig og misþyrma mjer og berja mig, af því að jeg er vinur Englendinga. Blessuð veri þessi nótt, þegar jeg loksins komst til vina minna og varð öruggur — jeg og þessar litlu reitur, sem jeg á eftir/ „ ,Hvað er í þessum sjalklút?1 spurði jeg. „ Járnkistill/ sagði hann, ,0g í honum nokkrir smámunir, sem eru alveg verðlausir, en hafa gildi fyrir mig, af því að það er erfðagóss. En jeg er samt enginn beiningamaður, og jeg skal launa yður það vel, ungi Sahib, og stjórninni, ef jeg fæ örugt skýli/ „Jeg gat ekki fengið lengur af mjer að tala við manninn. Því lengur sem jeg horfði á þetta feita, hræðslulega andlit, því harðneskjulegra fanst mjer að við skyldum ætla að drepa hann vægðarlaust. Jeg vildi verða laus við hann sem fyrst. „ ,Farið með hann til miðstöðvar- innar/ sagði jeg. Fjelagar mínir gengu sinn við hvora hlið hans, en tröllið gekk á eftir honum, þegar þeir hurfu inn í koldimman ganginn. Ald- rei hef jeg sjeð mann meira um- kringdan af dauðanum. Jeg beið við hliöið með ljóskerið í hendinni. „Jeg heyrði fótatak þeirra inn eftir ganginum. Alt í einu hætti það, og jeg heyrði raddir, eitthvert þrusk og högg. Augnabliki síðar heyrði jeg mjer til skelfingar, hart fótatak koma í áttina til mín. Jeg heyrði másið í hlaupandi manni. Jeg sneri Ijóskerinu þannig að geislinn kastaðist inn eftir þráðbeinum göngunum. Þar kom þá feiti kaupmaðurinn hlaupandi eins og stormbylur, andlitið lagandi í blóði, og fast á eftir honum stóra tröllið eins og txgrisdýr stökkvandi með kolsvart skeggið flaksandi og stóreflis blikandi sveðju í hendinni. Jeg hef aldrei sjeð mann hlaupa eins af öllum lífs og sálar kröftum eins og kaupmanninn. Hann dró undan tröllinu og jeg var handviss um, að kæmist hann fram hjá mjer og út um hliðið, þá væri hann hólpinn. Jeg komst við af að sjá hann, en aftur kom hugsunin um fjársjóðinn og jeg var harður eins og steinn. Jeg henti byssunni minni í veginn fyrir hann, og hann datt um hana og veltist tvisv- ar eða þrisvar eins og skotinn refur. Áður en hann hafði tírna til að standa upp aftur, var hinn kominn ofan á hann og rak sveðjuna tvivar sinnum á kaf upp að skafti í síðuna á honum. Hann hreyfðist ekki og ekkert heyrð- ist til hans framar. Jeg ímynda mjer helst að hann hafi beðið bana af fall- inu einu. Þið sjáið, herrar mínir, að jeg geri eins og jeg lofaði. Jeg segi yður alla söguna eins og hún gekk til undandráttarlaust, hvort sem það mælir með mjer eða ekki.“ Hann stansaði og rjetti út sinabera hendina eftir whisky og vatni, sem Holmes hafði bruggað handa honum. Jeg verð aö játa að jeg var búinn að fá römmustu andstygð á manninum, ekki að eins fyrir þessar hroðalegu aðfarir hans, heldur öllu meir fyrir það, hversu kuldalega og kærulaust hann skýrði frá því. Hvaða refsing sem kynni að bíða hans, þá fann jeg að jeg mundi alls ekkert kenna í brjósti um hann. Sherlock Holmes og Jones sátu og studdu hönd undir kinn og voru afar hrifnir af frásögn- inni, og sama óbeitin skein út úr andlitum þeirra. Hann hefur að lík- indum tekið eftir því, því að það var eins konar varnarhreimur í röddinni þegar hann tók til máls aftur. „Þetta var náttúrlega ákaflega illa gert,“ sagði hann. „En gaman þætti rnjer að sjá þann mann í mínum spor- um, sem ekki hefði farið líkt að, ef hann hefði vitað, að það kostaði hann lífið að breyta út af því. Það var ekki um nema eitt að gera, annarhvor okk- ar varð að deyja. Hefði hann komist út, þá var alt málið komið í dags- ljósið og jeg hefði vafalaust verið skotinn. Því að í þeim kringumstæð- um, sem þarna voru, var ekki verið með neitt kák.“ „Haldið þjer áfram með söguna,“ sngöi Ilolmes stuttaralega. „Jæja, við bárum hann burtu, Ab- dullah, Akbar og jeg. Hann var klett- þungur, þó að hann væri stuttur. Ma- homet Singh varð eftir á verðinum. Við fórum með hann í stað, er hinir voru búnir að undirbúa. Það var nokkuð frá í þröngum göngum, sem voru farin að hrynja hjer og hvar. í einum stað var dálitið jarðfall líkast gröf, og þar lögðum við Achmet kaupmann, og dysjuðum hann með múrsteinum. Síðan hjeldum við aftur til baka þangað, sem fjársjóðurinn var. „Hann lá enn þar sem kaupmaður- inn hafði mist hann við fyrstu árás- ina. Það var sama kistan, sem nú stendur hjer á borðinu. Lykillinn hjekk í silfurþræði við hölduna, sem er þarna á lokinu. Við opnuðum hana, og ljósið af ljóskerinu fjell á hrúgur af gimsteinum og perlum alveg eins og jeg hafði oft sjeð i huga mínum og lesið um í æfintýrum, þegar jeg var lítill drengur. Það var blindandi að horfa á það. Þegar við vorum bún- ir að horfa á það, tókum við alt upp úr kistunni og töldum það. Þar voru 143 demantar gagnsæir eins og vatn, þar á meðal demant, sem jeg má segja að heitir ,Stórmógúlinn‘ og sagt er að sje næst stærsti demant heimsins. Þá voru þar 97 fallegir emeraldar, 170 rúbínar, en sumir af þeim voru litlir. Þa vou 40 karbímklar, 210 saffírar, 61 agat, og heilmikið af berylum, onyxum, kattaraugum, túrkísum og ýmsum öðrum steinum, sem jeg ekki einu sinni vissi hvað hjetu í þann tíð, þó að jeg hafi síðan komist betur E.S. ,Grllllfoss‘ fer hjeðan til Stykkishólms, Flateyjar, Patreks- fjarðar, ísajjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar, föstu- dag 25 ágúst. Skipið fer frá Akureyri 2. september. kemur við á ísafirði, Onundarfirði, Dýrafirði og Ólafsvik, væntan- lega til Reykjavíkur 5. september. Hjeðan fer skipið áleiðis til New York 7. septem- ber að kvöldi. H.f. Himskipafjelagf íslauds. ■ KRONE |tAOERÖL er best. Stofiifiindux* b.f. ,,Breiðarfjarðarbáturirxn“ verður haldinn í samkomuhúsinu í Stykkis- hólmi 15. september næstk. og hefst kl. 11 f. h. Stykkishólmi 12. ágúst 1916. F. h. h.f. „Breiðafjarðarbáturinn“ Sæm- Halldórsson inn í þá ment. Að auki við alla þessa gimsteina voru þar nærri því 300 n.jög fagrar perlur, og tólf af þeim voru í gullumgerð. En þær voru horfnar úr kistunni núna þegar jeg fann hana aftur. „Eftir að við vorum búnir að telja alt, sem í kistunni var, settum við það aftur ofan í hana og fórum með hana til Mahomet Singh til þess að sýna honum það. Því næst endurnýjuðum við eiöinn um að standa fast saman og gæta leyndardómsins trúlega. Okkur kom saman um að fela fjár- sjóðinn á öruggum stað þangað til friður væri kominn á í landinu, og skifta því þá jafnt milli okkar allra. Það hafði ekkert að þýða að skifta því strax, því að ef svo dýrmætir munir sæjust hjá einhverjum okkar, þá hefði það vakið grun, og enga geymslustaði höfðum við fyrir okkur í virkinu, sem væru nógu öruggir. Við fórum því með kistuna inn í göngin, þar sem við grófum skrokkinn, og þar bjuggum við til holu í þann vegg- inn, sem heillegastur var, og settum þar í kistuna. Við aðgættum vand- lega staðinn, og daginn eftir bjó jeg til fjóra uppdrætti, einn handa hverj- um okkar, og setti fjórmenninga- merkið neðst í hornið til marks um að enginn okkar mætti neitt í þessu gera nema hafa allra hag jafnt fyrir augum. Þetta er samningur, sem jeg get lagt höndina á hjartað og svarið, að jeg hef alt af haldið. p. t. formaður. Nokkrar % gfódar jardir til kaups. Makaskifti á húsum i Reykjavík geta komið til greina. Upplýsingar hjá Jóni Magnússyni Suðurgötu 6, Reykjavík. Nokkrar húseignir á góðum stöðum í bænum fást keypt- ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur j snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. j Til viðtals í veggfóðursverslun Sv. i Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kl. 3—6 síðdegis. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—n og 4—5. Talsími 16. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.