Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 06.09.1916, Síða 1

Lögrétta - 06.09.1916, Síða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 41. Reykjavík, G. september 1916, XI. árg. Klæðaverslun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Búkauerslun Sigiðsar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irrjettarmálaf ær slumað ur. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síöd. Nýja Bókbandsvinnustofan tekur aS sjer alla vinnu, sem at5 bók- bandi lýtur og reynir að fullnægja kröfum viSskiftavina sinna. Bókavin- ir, lestrarfjelög og aörir ættu því að koma þangað. — Útvegar allar bækur er fáanlegar eru. Þingholtsstræti 6 (Gutenberg). Brynj. Magníísson. Rjettritun og framburður málsins. Hálfyrði. Blaðið Þjóðstefna mintist s. 1. vor á „rangritun“ málsins á þann hátt, að mjer virtist, sem átt væri við Blaða- mannarjettritun og stafsetningarregl- ur hennar. Jeg tek mjer ekki sjerstak- lega nærri, þó að henni sé hallmælt, af því að jeg var ekki frumkvöðull hennar. En af því að jeg aðhyltist þessa rjettritun, þegar henni var leit- að fylgis út um landið, þykir mjer rjettara að nefna, þó seint sje, hvað fyrir mjer vakti í þessu máli, og vakir enn. Engin ein stafsetning hefur unnið sjer fylgi í málinu. Stafsetning forn- manna og greinarmerkjaskipun eru svo gerðar, að það er ekki fastur grundvöllur, eða einsteyptur. T. d. a. t. — Ari fróði ritar á íslendingabók sína: „En ek heite Are.“ Engum lif- andi manni dettur í hug, að rita þann- ig, hversu sem hann kýs að regja sig aftur á bak í rithætti. Flateyjarbók hefur ekki upphafsstaf á eftir depli, nje heldur kommu milli sambands- setninga. í fornum gullaldarhandrit- um sumum eru eiginnöfn með litlum staf. Svo mætti lengi telja. Styrkur þeirra gömlu rithöfunda er fólginn í orðavalinu. Mótstöðumenn Blaðamannastaf- setningarinnar finna henni til foráttu fyrst og fremst það atriði, að hún sleppir víðast hvar tvöföldum sam- hljóðanda. Þeir menn kveða svo að orðiy að með þeim hætti sje gerð eftirgjöf við dragmæltan og linan framburð. Jeg get ekki fallist á þá at- hugun. Einfaldur samhljóðandi er oftast nær eins harður að hljóði sem tvöfaldur er; t. d. 1 og s og r eru svo harðir stafir að hljóðmagni, að tvö- földun þeirra bætir engu við hörk- una. Hitt væri sönnu nær að segja, að sumir samhljóðendur hafi stundum að eins hálft hljóð, t. d. í upphafi at- kvæðis: la, ra, sa o. s. frv. Annar ásteitingarsteinn Blaða- mannarjettrutunarinnar er é. Mjer þykir fljótlegra að rita það en je. En að deila um þvílíka smámuni, tel jeg vera sama sem að leggja sig í fram- króka um að kljúfa hár. Málefni vax- inna manna ættu að velta á stærri keflum. Jeg fjelst á Blaðamannarjettritun- ina vegna þess, að jeg tel enga rjett- ritun, þeirra sem þó hafa náð fylgi og hefð, fyrsta skilyrði þess, að málið sje gott. Mjer finst alt velta á öðrum atriðum, það sem gerir málið gott eða vont. Þau atriði eru þessi: 1. Orðavalið í setningu. 2. Skipun orðanna í málsgrein. 3. Lengd málsgreinar. Fjórða atriðið er það, hvernig staf- að er í orðin. Að sjálfsögðu þoli jeg það ekki, að latmælastafsetning sje notuð, eða sá hrærigrautur stafsetn- ingar, sem hringlandi vitlaus fram- burður skapar sjer, og kann að láta frá sjer fara í sendibrjefi. En hitt 1 sýnist mjer litlu skifta fyrir t u n g- u n a, hver rjettritun er notuð, þeirra sem unnið hafa sjer fylgi og vit er i. Hitt skiftir miklu, að eigi sjeu rjett- ritunarreglur margar vegna kenslu í skólum. Mjer sýnist rjettast að hall- ast í það horfið að gera stafsetningu og rjettitun einfaldari en verið hefur. Einfaldúr samhljóðandi í staðinn fyr- ir tvöfaldan er spor í þá áttina. f það horfið munu og nágrannaþjóðir vor- ar stefna — tvöfalt e t. d. nú lagt nið- ur í dönsku ritmáli. Framburður orð- anna er enn þá eitt höfuðatriði, þegar um mælt mál eða lesið og sungið mál er að ræða. Jeg er hræddur um, að sú grein tungunnar sje i hnignun. Jeg hef rekið mig á það, að sumir menn eru teknir til að leggja rangar áhersl- ur á atkvæði og orð — rangt atkvæði í orði og rangt orð í setningu. Reyk- víkingar kunna að þekkja þetta frá leikhúsinu sinu — ef mjer er rjett sagt frá hljófallinu þar, sumra leik- enda. Annars eru hlustir manna misjafn- lega hljóðnæmar á framburð stafa og orða. T. d. má nefna það, að Hjalta- lín skólastjóri (Möðruvalla) sagði ýmislegt um framburð stafa, sem þingeyskt eyra getur ekki samþykt. Hann sagði m. a., að „ö væri borið fram eins og u svo sem í blómur fyr- ir blóðmör"; 11 væri borið fram eins og ddl, svo sem í orðinu stóll; nn væri borið fram eins og ddn, svo sem í orðinu prjónn. Margt taldi hann af þessu tægi, sem jeg hirði eigi að nefna. Þetta er ekki tiltínt Hjaltalín til minkunar, heldur sem dæmi þess, að málfræðingar eru með sjerkreddur í fræðikerfum sínum, sem jeg tel var- hugaverðar, ef gleiptar eru. Nú x nýjum íslenskubókum (kenslubókum) bryddir sífelt á kreddunum. T. d. seil- ast höfundarnir eftir því að kalla og skíra nýjum nöfnum alt sem heiti þarf að hafa í málfræðinni og er gerður með þessu óþarfur hræri- grautur. Áhrifssögn hjet á Möðruvöll- um sú hin sama sögn, sem nú er köll- uð við Akureyrarskólann v e i k s ö g n — eins og allar sagnir sjeu ekki veikar! Jeg nefni þetta sem dæmi . í reikningsbókum úri og grúir af nafnabreytingum, til óþurftar og flækjugerðar, tildurs og kostnaðar, og tálmunar. Með þesum hætti er þeim hamlað frá tilsögn og að kenna æsk- unni, sem lært hafa á eldri bækurnar. Og það er þó óþarfi og jafnvel skað- ræði. Öll þessi spor eru til þess að gera námið örðugra. En kenslan ætti að vera einföld, svo sem kostur er á. — En jeg var að tala um tunguna og framburðinn. Framburður málsins er eitt höfuð- atriði hennar. Hann er svo rnarg- breyttur i landinu, að naumast er rjett að hafa fullyrðingar um einstök at- riði framburðarins, hvernig háttað sje, því að hann deilist eftir áttum og landsfjórðungum að sumu leyti. — Hjaltalín var alinn upp við vestfirsk- an framburð og sneið málfræði sína eftir honum að of miklu leyti. Hjalta- lín var ekki slyngur kenslubókahöf- undur. En samt var hann góður kenn- ari — þó að honum tækist ekki að gera m a n n úr Árna Árnasyni. (Sjá smáskíttisgrein í blaðinu Vísi.) Höfuðatriði Blaðamannarjettritun- arinnar, eða aðalfrávikning frá gömlu skólarjettrituninni, sem kend er við H. Kr. Friðriksson — er þetta: að tvöfaldur samhljóðandi er gerður því sem næst rækur, setunni arnað og é ritað í staðinn fyrir je. Þessi atriði eru til engrar málspillingar, hvað sem hver segir. Þau miða að því að gera stafsetninguna einfaldari, á n þ e s s þó að veita eftirgjöf bögubósafram- burði og slepju-tungutaki. Jeg lit svo á, að það sje svo smávægilegt atriði að deila um rjettmæti je gagnvart é. að það sje lærðum mönnum þvílíkt starf, sem það væri lækni að s k e r a eftir augnagrómi, sem sleikja má burt með tungubroddinum. Sumir, sem aðhyltust Blaðamanna- rj ettritunarreglurnar, halda sj erkredd- um sínum. Jón Ólafsson fellir h-ið úr greininum, þegar hann er á und- an orðinu. Mjer fellur þessi kredda Jóns allvel og tel hana lýtalausa. Miður fellur mjer greinirinn hans sjera Jónasar, en, enn, eð, og tel jeg þar vera seilst óþarflega langt aftur i tímann. Þó er þessi kredda engin málskemd. Lakast fellur mjer útrým- ing y-sins. En þó er þeirra manna mál í besta lagi, sem þeim staf hafna. Trúin og málfræðin eiga sammerkt að því leyti, að áhangendur þeirra greinir á um ýms atriði. Þegar um smámuni er að ræða, ætti ekki að gera þá að ágreiningi. Tungan á víð- áttuland, bæði numið og ónumið. Þar geta margir miklir menn fengið fót- festu án þess að setjast í óðalsrjett- indi annara. Þeir sem hyggja til land- náms í ríki tungunnar, hafa um stærri efni að velja en mjóddina milli je og é. Þeir þurfa ekki að leggja sig í líma til þess að kljúfa sundur eitt einasta hár. Frægðin fæst með öðru móti og eignarhaldið á óðali tungunnar er svo að segja lagt upp í höndurnar úr annari átt, en þeirri sem málfræðis- bækurnar koma úr. Þrándur í Götu mælti eitthvað á þessa leið við móður drengsins, sem bann fóstraði — henni þótti Þránd- ur vera lítill kristindómskennari: „Þat er sem þú veist, at Kristur átti sjer 12 postula ok átti hver þeirra sjer sína kreddu, ok er mörg kredda, ok er þat ekki á eina lund rjett.“ Segja má um málfræðina — a. m. k. um stafsetninguna — því líkt. Hennar kieddur eru margar og geta verið, af því að fornu rithöfundarnir áttu sjer sína kredduna hver. Og þess vegna er grundvöllurinn ekki ein heild. En í þeirri átt er þó grundvöllurinn. G u ð m. F r i ð j ó n s s o n. Um fjárrekstra o. fl. Fjárrekstratíðin fer í hönd. í Stjórnartíðindunum er nýútkom- in fjárskilareglugerð fyrir sveitirnar milli ánna (Þjórsár og Hvitár) i Ár- nessýslu, lagabálkur í 74 greinum; hætt við ein af þeim, sem fáir lesa og þekkja, og enn færri breyta eft- ir. Virðist aðal-gagn margra slíkra reglugerða vera að auka atvinnu þeirra, sem að Stjt. vinna. 9. kafli er „um rekstra á sölufje“. Síst er vanþörf á reglum um slikt, ef hlýtt væri. Fyrsta grein þess kafla, hin 64. í reglug., skipar fyrir un; hversu „ment“ skuli við rekstra. Til þess að einn maður megi reka fáar kindur, alt að 15, útheimtist sam- þykki hreppstjóra þar, sem rekstur- inn er frá. Ætli það gleymist ekki, ef rekstrarmaður er af öðrum enda sveitar en hreppstj. býr á hinum? 66. gr. ákveður, að „alt fje í sölurekstr- urn skuli vera með ákveðnu rekstrai'- merki, er sje svo glögt, að sjáist til- sýndar i björtu, og svo traust, að það máist ekki af þó votviðri gangi, og sé samskonar rekstrarmark á öllum kindum í sama rekstri". Eftir þessu má ekki slá saman rekstrum, sem sitt merki hafa hver. Við merkinguna er það að athuga, að sje merkt á ull gærunnar, spillir það henni. Litmerki, sem margir hafa notað, er bannað öllum sláturfjelögum. Eins eru þau ohæf á gærum, sem raka á, og nota ullina sem vöru. Haustull af sölufje er oft rauð-, græn- eða bláflekkótt, Tilkyiining' Nýjar vörubirgðir er nú komnar til V. B. K. af flestum nú fáanlegum — Vefnadarvörum —■ í fjölbreyttu úrvali Vegna tímanlegra innkaupa getur verslunin boðið viðskifta- mönnum sínum þau bestu kaup, sem völ verður á í ár Ennfremur hefur verslunin: Pappír cg ritföng, Sólaleður og skósmíðavörur. Vandaðar vörur Ódvrar vörur Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. og verða ullarmatsmenn að dæma hana mislita, þó af hvítum gærum sje. Og til sútunar eru svomerkt- ar gærur óhæfar. Það er þvi að eins um höfuð kindarinnar að ræða, sem merkja má. En þá er vandinn að eigi verði sammerkt, er enginn veit, hvernig aðrir munu merkja. Er því hætt við, að þessi annars góðu ákvæði komi að litlu haldi. Spjöld eru best, sjeu þau vel fest, en það þykir taf- samt, og fáir hafa hirðu á þvi. 67. gr hljóðar svo: „Reka skal hægt og gætilega, æja nógu oft og hafa áfanga eigi of langa (hver á að meta slíkt). Eigi má æja á slægju- löndum meðan heyannir standa yfir (þó það), en úr þvi má æja hvar sem vill, hvort heldur i bygð eða óbygð.“ Hjer virðist algerlega brotinn eign- arrjettur manna og umráðarjettur yf- ir löndum sínum. Lífsatvinna bænda er afnot jarðanna, svo beit sem annað. Hjer virðist sölufjárrekstrarmönnum heimilað, að taka brauðið frá munni náungans ; þeir mega beita land hans, sem hann lifir af, jafnvel matjurta- reiti, þó ekki sje upp úr tekið, ef þeir vilja, og ekki sýnilegt að ætlast sje til að greitt sje fyrir. Þó að 68. gr. segi: „Svo skal rekstrum haga, að sem minstur bagi verði að, þeim er lönd eiga, sem um er rekið,“ kemur það að litlu haldi; því ef um er vand- að, segir rekstraiTnaðurinn; Eg vildi nú æja þarna og það er lögleyft, og jeg gerði ekki meiri baga, en mjer þótti þurfa, og er það einnig lögum samkvæmt. Og svo gengur koll af kolli oft á dag og vikum saman við þjóðveginn. Á þessu eiga bændurnir, sem á jörðinni búa, að lifa. Auk þess missa þeir árlega fje sitt, sumt að fullu, er í rekstra kaupmanna slæðist, eins og mörg dæmi eru til. Þvi þó reglug., 64. gr., segi, að rekstrarmenn skuli vera „vandaðir“, er vandi um slíkt að dæma, enda engum lagður sá vandi á herðar. Þeir rekstrarmenn eru til, sem þykjast góðu bættir, ef talan er full, þó týnt hafi kindum, en aðrar bætst í staðinn. Og kaupanda eða eig- andi rekstrarins veit sjaldnast um slíkt. Minni hætta er á að íslæðings- kindur tapist í Sláturfjelagsrekstrum; þær ganga þar af, er hver dregur sitt, og koma þar æfinlega til skila. Hefur Sláturfjel. útvegað sjer allar marka- skrár til leiðbeiningar við sundur- drátt og upplýsingar um eiganda, ef íslæðingskindur koma fyrir. En þó er það eigendum oft eigi bagalaust. 69. gr. ákveður, að stöðva skuli rekstur, ef fje lendir saman við, og kveða til 2 menn að rannsaka hann. „Getur enginn skorast undan slíkri rannsókn, sem til þess er fær, og ber að gera það ókeypis, ef það tekúr ekki upp yfir 2 klukkustundir, ella ber rekstrarmönnum að greiða þókn- un fyrir, eftir úrskurði sýslumanns, ef á greinir." Þetta er dálaglegt á- kvæði — ef eftir væri breytt! Þannig geta sömu menn, þeir sem fyrir mest- um ágangi verða, fá lönd sín uppurin af áningum, og fje sitt þvælt og ónáð- að af rekstrunum, sumt tapað, feng- iö í uppbót þá atvinnu, að standa 1 rekstrarannsóknum kauplaust alt haustið, því einn kemur þá annar fy- Og þó lengri tíma taki en 2 stundir að skoða rekstur, er hæg- ast fyrir rekstrarmenn að láta á greina, og munu hinir þá varla leggja út í sýslumannsúrskurðar-rekistefnu út af nokkrum aurum. Átroðningurinn á löndin, sem þjóð- vegirnir til Rvíkur liggja um, beitni af áningum, ónæði fyrir skeþriur bænda og algerð töpun sumra, er þeg- ar oi'ðinn óþolandi. Verðtrr MosfellsJ sveit, efstu bæir Seltjarnarnesshreþþs 0g Ölves verst úti af þessu. Getur1 varla svo til gengið aðgerðálaúst lengur. Kann þá að verða reynt, hvort búendur á örtraðarjörðum á þessu svæði eru á þenna hátt rjettdræþir bótalaust. 1 Grh., 31. ág. 1916. B, B. FerO mn Barðaslrandarsýsli] 191 Eftir G. H j a 11 a s o n. 18. Svefneyjar. Þar kom jeg nú i fyrsta skiftið, var þar 3 daga og talaði. Þar býr Magnús Jóhannesson. Er búinn að búa þar í 21 ár, er leiguliði, en hefur bætt eyjuna mikið. Þegar hann kom þar, fjekk hann 53 pd. æðardúns, en nú 80 pd. Þá voru 170 hestar af túninu, nú 250. Afgjald 60 pd. æðardúns. Útheysslægjur eru þar mestar í heimaeyjunni, en hagar í út- eyjunum. En frá hinum bygðu eyj- um hreppsins verður að sækja mesta útheyskapinn í úteyjarnar. 9—10 nautgripir eru í Svefneyj- um og um 200—300 fjár og 2 hestar, er annars fátt um þá í eyjum þarna. Svipaður sjávargróður og í Her- gilsey. Magnús einn af mörgum, sem matti fræðslustarfið. Jeg fór þaðan til Hvallátra, rann báturinn milli skerjanna yfir hávaxna þangskóga, var eins og maður liði á- fram í loftinu yfir skógarrunnum. Það er fögur og skemtileg sjón. 19. Hvallátur. Þær eru stór eyjaklasi og breyti- legur. Sama sjógróðurdýrð, og ættu grasafræðingar að skoða vel allar Breiðajarðareyjar. Mjer sárnaði þá, hvað jeg þekti litið af sægróðrinum. Mjer fanst eins og jeg liti í bók með fögru máli, sem jeg rjett skil stöku orð í. í Hvallátrum býr Ólafur Berg- sveinsson. Hefur búið þar í 22 ár. Þegar hann kom þar fyrst, þá fjekk hann af túninu 2 kýrfóður og úr varp- inu 94 pd. æðardúns. Nú fær hann 5 kýrfóður og 160 pd. æðardúns. Á um 160 ær og 70 gemlinga. Ein ær hjá honum átti sex lömd á 2 árum, eitt árið 4 lömb og fjórða árið 2 lömb. Það verða 12 lömb á 4 árum. Fjór-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.