Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 27.09.1916, Qupperneq 3

Lögrétta - 27.09.1916, Qupperneq 3
LÖGRJETTA 165 ur meö valdboöi eins og aöra ómaga, heldur verSa fræðslunefndir á hverju sumri að manga til við bændur í sveit- inni, hver vilji vera til að hýsa skóla- krakka og kennara á komanda vetri. — Og alt gengur þetta í aögæslu- leysi. Kemur nauðasjaldan fyrir og óvíða, að fræðslunefndir ráðfæri sig við hjeraðslækni um valið á vistarheimilum fyrir börnin, eða heilsu þeirra og kennaranna og heimafólksins á farskólaheimilunum. Það er víst — veit jeg nú orðið — að menn með smitandi (opin) berkla- rnein hafa alloft verið ráðnir til barnakenslu bæði í fastaskólum og farskólum; það er efalaust, að börn með smitandi sjúkdóma hafa oftsinnis verið vistuð með heilbrigðum börn- um og látin sofa saman sjúk börn og heilbrigð; og það er augljóst, að þetta aðgæsluleysi er stórháskalegt. Varn- ir gegn berklaveiki eru t. d. að öllu öðru leyti komnar í bærilegt horf; en hjer er um nýja og mikla berkla- hættu að ræða, þar sem alþýðuskól- arnir nú eru, einkum þessir svonefndu farskólar, á annari hvorri þúfu. f vetur sem leið gerði jeg land- stjórninni ljósa grein fyrir þessum vandræðum og lagði til að fyrirskip- uð yrði læknisumsjá á öllum alþýðu- skólum. Og nú hefur stjórnarráðið aðhylst þær tillögur mínar, sem sjá má á auglýsingu í Læknablaðinu til hjeraðslækna. Þó hefur stjórnarráð- ið ekki sjeð sjer fært að aðhyllast eitt af því, sem jeg lagði til: Jeg fór fram á að læknar fengju borgun úr 1 a n d s j ó ð i fyrir eftirlitsferðir sín- ar, sem hjer ræðir um, en nú er á- kveðið að þeir skuli fá borgunina úr skólasjóðum fræðsluhjeraðanna. Mjer er það fulljóst að þessi lækn- isumsjá verður erfið og að ýmsu leyti ónóg fyrst um sinn, enda ógerlegt að fara mjög hart í sakirnar. En hálfn- að er verk þá hafið er. Og eitt er víst: fræðslumálastjórnin er mjer alveg samdóma um þessa brýnu nauðsyn. Okkur kemur saman um það, að a 11 i' r alþýðuskólar, barnaskólar, unglingaskólar, kvennaskólar, hús- stjórnarskólar, búnaðarskólar o. s. frv. eigi og verði að komast undir fast eftirlit fræðslumálastjórnar og heilbrigðisstjórnar landsins. Þá er líka að segja frá því, að mjög margir af hjeraðslæknum landsins hafa — eins og jeg — haft gætur á skólun- um og oft haft orð á því við mig að þetta megi ekki svo til ganga, en jafn- fiamt sagt mjer að þeir hafi ekkert getað aðhafst, engu fengið áorkað, þar sem þeir hafa reynt að leggja orð i belg um farskólaflaustrið. Veit jeg að þeir fagna þessari byrjun til lækn- isumsjónar. Mjer er ljóst að þetta verður bæði vandasamt og vanþakklátt verk fyrir hjeraðslækna, og mun reyndin verða sú, sem endrarnær, að ekkert vinst á með hörkubrögðum, en alt um siðir með lægni og lipurð. Heilsan er meira verð en mentunin. Það er jafnan mitt orðtak i þessu máli — og það skilst öllum heilvita mönnum, ef laglega er farið að þeim. Jeg vona og býst við að þetta mál verði rætt vel og lengi í Lækna- blaðinu. En áður en jeg skilst við það að þessu sinni vil jeg minnast á tvö háíslensk skólamein. Það er þá fyrst, að jeg tel öldungis ófært að kenna börnum í samkomuhúsum eða hafa kenslustofur eða leikskála í barna- skólum fyrir samkomustaði. En það gengst mjög víða við á landi hjer. Þau hús eru auðþekt: gólfin svört, trosnuð, slitin og fúi'n, eins og flór í fjósi. Núna í sumar kom jeg í eitt ný- legt barnaskólahús, þar sem gólfin í kenslustofunum voru grómtekin og gatslitin eftir fundatraðk og dans- skelli. Til allrar blessunar eru mjög óvíða til leikskálar, því þar er þessi sóðaskapur vitanlega langmeinleg- astur. Þó kom jeg i sumar í reisulegt skólahús; voru skólastofurnar prýð- isþrifalegar; en k j a 11 a r i n n hafð- ur fyrir leikskála — og þinghús og fundahús, og gólfið hryllilegt. Þá er það annað, sem við læknar verðum að veita fulla athygli hjer á landi. Jeg hef tuttugu ára reynslu fyr- ii' mjer í því, að börn þola yfirleitt mjög illa langar — 6—7 tíma — skólaetur á hverjum degi í s k a m m- d e g i n u, þau verða fjörlaus, lystar- laus, föl og guggin og ónýt til náms- ins; hjer í Rvík verður t. d. jafnan að taka mjög mörg börn úr skóla i skammdeginu, af þvi þau þola ekki þessa miklu áníðslu, að sitja í skóla- fangelsi milli myrkra meðan dagarnir eru skemstir. Þessu v e r ð u r að breyta. Er þá annaðhvort að fækka kenslustundun- um, t. d. frá 15. nóv. til janúarloka, fækka þeim um helming, eða þá að láta ekki börnin koma í skóla nema annanhvern dag, og þ a ð ráðið er að mínu viti langhyggilegast og hollast i alla staði, bæði fyrir heilsuna og námið. Og brýnust er þessi nauðsyn i fastaskólum, þar sem börnin ganga í skóla allan veturinn. En það er lika víst, að börnum er oft ofþjakað í far- skólunum, þó að kenslumánuðimir sjeu þar miklu færri. Það er annars vert fyrir okkur lækna að gefa fullan gaum að þvi, að farskólarnir eiga það til i sjer að geta orðið bestu barna- skólarnir hjer á landi. Mörgum okkar bestu barnafræðurum ber saman um það, að börnin mentist fult eins vel i þriggja mánaða farskóla eins og í sex mánaða fastaskólum. Þetta má undar- legt virðast, en mun stafa af þvi, að farskólabörnin reynast miklu áhuga- meiri af þvi námstími þeirra er svo stuttur, og svo eru þau allvíðast ekki nema 10—15 saman um kennara, en 20—30 í bekk í fastaskólunum. — Höfuðmein farskólanna er húsleysið — og þar með þetta, að þeir eiga víð- ast engan fastan samastað í sveitun- um, eru á sífeldum flækingi. Menn- ingu og heilsu komandi kynslóða er ekki borgið fyr en komið er upp góð- um skólahúsum yfir börniti í hverri sveit á la>ndinu og börnunum fengnir góðir kennarar og strangt eftirlit á kenslurúmi og aðbúnaði barnanna. Það kemur okkur vel saman um, vini mínum Jóni fræðslumálastjóra og mjer. En meðan við eigum í þessum vandræðum, þá má aldrei gleyma því, sem jeg segi — að heilsan er meira verð en mentunin. Læknabl. Stridid. Frá Balkan. Síðustu fregnir segja, að banda- menn vilji ekki viðurkenna hina nýju stjórn í Grikklandi og standi enn til nýjar deilur út af því. Frá 3. þ. m. hafa bandamenn haft stranga gæslu á símasambandi og póstflutningum í Grikklandi. Hafa þeir krafist, að ýmsum miðveldamönnum, sem þeir telja hafa sjer óvinveitt áhrif, verði vísað burtu úr landinu. Sendiherra Þjóðverja i Aþenu, Schenk barón, hafði búið um sig og varist með vopn- um í sendiherrahöllinni, en var ofur- liði borinn og fluttur þaðan til her- búða bandamanna Þegar floti banda- manna hjelt inn í Pireushöfn, sem áð- ur er frá sagt, voru hermenn settir í land og tóku þeir loftskeytastöð Grikkja þar, en lögðu hald á 3 þýsk skip, sem á höfninni voru, og drógu upp á þeim flögg bandamanna. Á- standið í Grikklandi er yfir höfuð hið versta, uppreisnarhreyfing í Make- dóníu, eins og áður segir, og einnig á Krítey, að því er segir í síðustu út- lendum blöðum. Mun Venizelos að sjálfsögðu ráða þar mestu. Þingkosn- ingar Grikkja eiga að fara fram í október og hefur það kosningastríð nú að undanförnu verið fast sótt, þótt aðstaðan sje næsta fágæt, þar sem Búlgarar hafa yfirráðin í sumumhjer- uðum landsins, en bandamenn í öðr- um. Það er barist um, hvort Venize- los eigi að fá völdin í hendur eða ekki. Hann telur Búlgara erfðafjend- ur Grikkja og aðalætlunarverk sitt, að hefta framrás þeirra. En frá þeirra hálfu hefur hins vegar verið lýst yfir, að þeir ætluðu sjer ekkert mein að vinna Grikkjum og ekki að skerða landeign þeirra, heldur sje innrás þeirra í Grikkland eingöngu gerð vegna bandamanna. Italir hafa nú sent lið til vígstöðv- anna við Salonikí, eftir að friði var sagt í sundur milli þeirra og Þjóð- verja, og einnig hafa ítalir nú eitt- hvað af herliði í Albaníu, en Grikkj- um er mjög illa við öll afskifti þeirra þar, því yfirráðin i suðurhluta Al- baníu höfðu þeir ætlað sjer og gert allar ráðstafanir í þá átt. Milli Búlgara og Rúmena er nú stríðið fast sótt. Á löngu svæði skilur Dóná löndin og er þar ilt til aðsókn- ar báðumegin frá, því áin er breið og strendurnar, einkum Rúmena megin mjög votlendar og óhægar umferðar með herlið. Viðureignin milli Búl- gara og Rúmena fer því mest fram austur i Dobrudscha, en það er aust- Myndin hjer er frá herstjórnarstöðvum Búlgara á Balkan og sjest þar Mackensen hershöfðingi í viðtali við búlgarska hershöfðingja, en lengst til vinstri handar er tyrkneskur herforingi. an við Dóná, milli hennar og Svarta- hafs. Rennur áin þar lengi beint til norðurs og austur við Svartahafið skilur hún lönd Rúmena og Rússa. Þar vildu Rússar fá að koma liði landveg suður á Balkan, en fengu það ekki fyr en Rúmenía var orðin þéirra megin í ófriðnum. Þá hjeldu þeir í sambandi við Rúmena her suður í Dobrudscha, er gera skyldi innrás í Búlgaríu, en Búlgarar hjeldu með her á móti að sunnan og virðist honum alt til þessa hafa gengið þar betur. Yfirherstjórnina þar, og á öllum víg- stöðvunum á Balkan, sem vita gegn Rúmeníu, hefur Mackensen hershöfð- ingi Þjóðverja, sem stjórnaði herferð- inni á Balkan í fyrra. Að vestanverðu hafa Rúmenar aft- ur á móti haldið með her inn í Aust- urríki, í hjeraðið Siebenbúrgen, en Rúmenía lykur um það að sunnan og austan, og að nokkru leyti að norðan líka. Lítur út fyrir að Austurríkis- menn hafi verið þar lítt við búnir og að friðslitin af hálfu Rúmena hafi komið þeim á óvart. Er það löng lína, sem Austurríkismenn verða að bæta þarna við sig til varnar, alla leið norðan frá Galizíu og suður að Dóná. Ætlun bandamanna er, að taka fyr- ir samband miðveldanna um Balkan austur til landa Tyrkja í Asíu og er því ekki lítils um það vert, hvernig viðureignin gengur þarna milli ófrið- ar þjóðanna. Það er nú látið uppi i blöðum bandamanna, að viðbúnaður þeirra í Salonikí hafi verið mest til þess gerður, að koma Rúmenum út í stríðið með sjer. Tyrkir hafa sagt Rú- menum stríð á hendur og er her frá þeim með her Búlgara í Dobrudscha. Loftárás á England. í opinberum tilkynningum ensku stjórnarinnar frá 25. þ. m. segir svo frá: 14 eða 15 loftför tóku þátt í loft- árás á Bretland aðfaranótt 23. sept- errfber. Var einkum ráðist á suðaust- urhluta Middlands-hjeraðs og Lin- cotnshire. Tvö loftför rjeðust á út- hverfi Lundúna frá suðaustri, milli kl. 1 og 2 um morguninn og eitt loft- far kom úr austri milli 12 og 1 um morguninn. Flugvjelar voru sendar upp, skot- hríð var hafin úr loftvarnarfallbyss- um og árásarmenn reknir á burt. Sprengikúlum var varpað í suður- og suðausturhjeruðunum og því mið- ur biðu 28 manns bana, en 99 meidd- ust. Tvö loftför voru skotin niður í Essex-hjeraði, hvorttveggja feikna stórt og af nýrri gerð. Annað fjell til jarðar í ljósum loga og brann ásamt allri áhöfn. Flugmennirnir í hinu loft- farinu, tuttugu og tveir talsins, voru handteknir. Frjettaritarar frá ýmsum stöðum milli London og Essex-strandar, lýsa loftárásinni að kvöldi hins 23. sept. og segja að hávaðinn af skotum fall- byssanna og brestandi sprengikúlum hafi verið svo mikill að fjöldi fólks hafi hlaupið út úr húsum sínum til þess að horfa á loftfarið er það sigldi austur á bóginn, en varpljósin eltu það og sprengikúlurnar brustu hring- inn í kringum það og svo nærri að menn voru ekki í neinum efa um það, að kúlur hefðu hitt loftfarið. Meðan menn horfðu á þetta kom skyndilega mikill glampi og eftir fáar sekúndur sáu menn að loftfarið stóð í ljósum loga. Laust þá upp fagnaðarópi, en logarnir læstu sig um alt loftfarið þangað til það var eitt eldhaf. Loft- farið lækkaði smám saman, en alt í einu stakst það á höfuðið og fjell logandi til jarðar. Hitt loftfarið, sem opinberlega hef- ur verið tilkynt að skotið væri nið- ur en flugmennirnir handteknir, fjell til jarðar án þess að í því kviknaði. Seinna hafa frjettaritarar skýrt frá því, að loftfarið hafi fallið niður á engi í Essex, tvö hundruð metra frá þjóðveginum, snemma morguns hinn 24. september. Áður en loftfarið kom til jarðar lenti það á trje og braut af því alla laufkrónuna, en bolur þess stóð eftir, um 40 feta hár. Virðist svo sem þetta hafi dregið úr falli loft- farsins. Loftfarið er nú ein brota- hrúga, 16 feta há, og sjest þar grind þess. Nokkur lík hafa fundist í rústum loftfarsins, sum þeirra alveg óbrunn- in, en á þeim mátti sjá að mennirnir höfðu fengið hræðilegan dauðdaga. Foringinn þektist á einkennisbúningi hans og bar hann járnkrossinn. Voru líkin fljótt dregin burtu úr rúst- unum og klæði breidd yfir þau. Það virðist svo sem nokkrir flugmennirn- ir hafi stokkið út úr loftfarinu áður en það tók niðri, því að lík þeirra fundust á víð og dreif um jörðina, nokkuð frá rústum loftfarsins. Eitt líkið fanst mílu vegar þaðan. Frjettir. Sönglög eftir Jón Laxdal eru ný- útkomin, 1. hefti, með mynd höf. í því eru: 1. Helga hin fagra, 2. Gunn- ar á Hlíðarenda, kvæðaflokkar eftir Guðm. Guðmundsson fyrir einsöng, tvísöng og kór. Aðalútsala er í Bóka- verslun Arinbj. Sveinbjarnarsonar, en verkið er prentað í Gutenberg. Höf. segir í formálanum, að það hafi verið ætlun sín að koma út á síðastl. ári lögum þeim, sem í þessu hefti eru, ásamt ýmsum fleiri lögum, og hefði þá þetta hefti orðið meir en helmingi stærra en það nú er. Handritið hafi verið tilbúið frá sjer, en staðið hafi á prentun og pappír. Gerir hann ráð fyrir, að 2. heftið komi út áður en langt líður. Þetta 1. hefti er 60 bls. I flokknum um Helgu fögru eru 7 kvæði, en 10 í flokknum um Gunnar á Hlíðarenda. Lögin hafa verið sung- in og leikin hjer í Rvík og hefur verið gerður að þeim góður rómur. Annars mun Lögr. síðar flytja dóm um þau fiá manni, sem til þess er fær. Úr Árnessýslu. Þar hjeldu þing- mannaefnfn fund vjið ölfusárbrú í gær, en i dag verður næsti fundur á Húsatóftum. Böðvar bóndi á Lauga- vatni, sem er Heimastjórnarmaður, hafði boðið sig fram, en tók fram- boð sitt aftur á Ölfusárbrúarfundin- um. Jón Jónatansson búfræðingur hafði einnig boðið sig fram, en af 12 meðmælendum reyndist svo, er að var gáð, að einn var ekki á kjörskrá, og varð því framboð hans ógilt. Eru því þingmannaefnin í Árnessýslu nú 5. Um eitt þeirra, Árna í Alviðru, veit Lögr. ekki hvar hann á að teljast i flokki. Síldveiðarnar Norðanlands. Botn- vörpungarnir hjeðan eru nú allir komnir að norðan. Hafa þeir aflað' vel, og ef tunnur hefðu ekki vantað um tíma í sumar undir síldina, mundi aflinn hafa orðið miklu meiri en nokkru sinni áður. Sagt er að enn sje síldarafli í reknet nyrðra. Svíar hafa fengið leyfi Englendinga til að flytja ekki lítið af síld hjeðan heim til sín og er sagt, að það muni vera meira en afla sjálfra þeirra nemi hjer, svo að líklegt sje að verð á síld- Bæjarfógeta- skrifstofan verður opin frá 1. október að telja kl. 10—12 og 1—5 hvern virkan dag. Iiærliugfur. Reglusamur og lipur piltur getur fengið að læra gullsmíði nú þegar hjá Jóni Sigmundssyni, gullsmið, Laugavegi 8, Reykjavík. Borgarstjóra- skrifstofan verður opin frá 1. okt. að telja frá kl. 10—12 og 1—3 hvern virkan dag. Skritstofa bæjargjaldkera verður opin frá 1. október að telja kl. 10—12 og 1—5 hvern virkan dag. inni geti hækkað hjer eitthvað, er þeir fara að bjóða í hana. Eggert Stefánsson söngvari er hjer nú staddur, en fer í kvöld áleiðis til Stockhólms með „Botníu“. Hingað kom með honum Sigvaldi læknir Kaldalóns bróðir hans, en hjá honum hefur Eggert verið í sumar. Eggert hefur sungið hjer tvisvar opinberlega þennan stutta tíma, sem hann hefur beðið hjer skips, og hefur verið mikil aðsókn að söngnum og mjög vel yfir honum látið. Frú Ásta Einarsson að- stoðaði. Meðal Annars hefur Eggert sungið 5 lög eftir Sigvalda bróður sinn, og eru þau gerð við þessi kvæði: „Þótt þú langförull legðir —“ eftir St. G. St., „Jeg lít í anda liðna tíð“, eftir konu vestanlands, „Ríðum, ríð- um“ og „Ásareiðin", eftir Gr. Th. og „Sofðu, sofðu, góði“, eftir G. G. — Hefur Sigvaldi læknir unnið ekki lítið að sönglagagerð og mun von á söng- lagahefti eftir hann áður en langt um líður. Lögum hans, þeim sem Eggert söng, var mjög vel tekið. Auk þessa söng Eggert lög eftir Vagner, Sjögren, Alnæs, P. Tosti, og af íslenskum lögum söng hann einn- ig lög eftir Sv. Sveinbjömsson, úr konungsmóttöku-kvæðaflokknum og fl., og Árna Thorsteinsson, „Rósin“. Kirkjuhljómleik hjelt Páll fsólfs- son hjer í dómkirkjunni síðastl. sunnudagskvöld og ljek þar lög eftir ýmsa fræga tónsnillinga, svo sem Mendelsohn, Back o. fl. Þykir hon- um aldrei hafa betur tekist og dást menn mjög að list hans. Páll er nú á förum hjeðan til Þýskalands og ætlar að dvelja þar um hríð. Bæjarbruni. Nýlega brann bær- inn Forsæti í Landeyjum til kaldra kola. Er mönnum ókunnugt um hvernig eldurinn hefur komið upp. Mestum hluta innanstokksmuna hvað hafa verið bjargað. Mrg.bl. Kristján konungur X. átti afmælis- dag í gær, varð þá 46 ára. Goðafoss er nú við Norðurland, á leið hingað. Mrg.bl. segir þessar fregnir af ferð hans nú: „Á leiðinni frá Bretlandi til Aust- fjarða hrepti skipið afskaplegt óveð- ur, storm og stórsjó, áreiðanlega versta veðrið, sem skipið hefur feng- ið síðan það hóf siglingar. Á þilfar- inu hafði Goðafoss töluvert af stein- olíutunnum, en þær skoluðust flestar fyrir borð, 140 talsins. Ýmislegt laus- lagt á þiljum skolaðist og út eða skemdist. Hurðin inn að fyrsta far- rými braut brotsjór og skall sjórinn grængolandi niður í skipið. Skipverj- um tókst þó brátt að birgja fyrir hurðaropið og ausa sjónum út úr far- þegaklefunum.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.