Lögrétta - 27.09.1916, Side 4
i66
LöGRJETTA
Myndin sýnir verkafólk viS uppskeru í Þýskalandi. Uppskeran er í
besta lagi i sumar og nú sögS engin ástæða til aö ætla að ÞjóSverjar kom-
ist í brauð-þröng næsta vetur. Hermennirnir, sem heimfararleyfi fá frá
vigstöðvunum til hvíldar, vinna þá aS uppskerunni meS kvenfólkinu, sem
heima er. Efst á myndinni eru karlmenn viS slátt, þar næst fer maSur meS
rakstrarvjel, sem tveir hestar draga, og neSst er kvenfólkiS aS binda grasiS
í knippi og hlaSa því á vagna.
Bæjarbruni. Sunnudaginn 17. þ. m.
brann bærinn Krókur í Grafningi. Um
hádegi varS eldsins vart og kom hann
upp í heyjum er stóSu á húsagarSi,
norSanrok var á og var eldurinn á
svipstundu orSinn óviSráSanlegur;
læsti hann sig í geymsluhús, er stóS
rjett hjá, og frá því í íbúSarhús og
eldhús; brunnu öll á örstuttum tima.
Bónda (Grími Jóhannssyni) tókst
meS naumindum aS bjarga sængur-
fatnaSi, klæSnaSi, og nokkrum laus-
um búshlutum úr íbúSarhúsinu, en
fyrir snarræSi manna tókst aS stöSva
eldinn áSur hann náSi heyhlöSu og
fjósi, sem innangengt var í frá eld-
húsi.
Tjón þetta er mjög tilfinnanlegt
fyrir ábúanda, bæSi íbúSarhús og
geymsluhús nýbygS (6—7 ára?), all-
ur búsforSi brann og áhöld, um 150
hestar af heyi, skaSi áætlaSur 4 til 5
þús. kr. Vátrygt hafSi íbúSarhúsiS
veriS fyrir 1800 kr. Alt annaS óvá-
trygt.
Orsakir aS því hvernig kviknaS
hafi í heyinu vita menn ekki.
„Fornaldarsaga handa æSri skól-
um“ heitir nýútkomin bók eftir Þor-
leif H. Bjarnason kennara, en útgef-
andi er Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar. Þetta er allstór bók, 227
+4 bls. í stóru broti, og frágangur
hinn vandaSasti. Hún er samin handa
lærdómsdeild hins almenna menta-
skóla, en er án efa einnig hentug og
góS fræSslubók hverjum manni. Seg-
ist höf. hafa gert sjer far um, aS
skýra ítarlega frá þjóSfjelagsskipun
og menningarástandi þeirra alda, er
merkastar teljast i hinni sögulegu
framþróun.
Sigurður Sigtryggsson magister í
málfræSi er nýlega orSinn fastur
kennari viS latínuskólann í Víborg í
Danmörku. SigurSur er sonur Sig-
tryggs heitins, sem lengi var í lyfja-
búSinni hjer í Rvík.
„Iðunn“. Af tímaritinu „I8unn“ eru
nýkomin út í einu 2 fyrstu hefti II.
árg. og er þar fjölbreytt efni. Fremst
er mynd af Jóni heitnum Ólafssyni og
tvær minningargreinar um hann, önn-
ur eftir Eirik Briem prófessor, úr hús- ,
kveSjuræSunni, sem hann flutti viS
jarSarför J. Ól. Hin er eftir Matth.
Jochumsson skáld, og er kafli úr
ræSu, sem til stóS aS hann flytti viS
jarSarförina í fordyri Alþingishúss-
ins, en af einhverjum ástæSum fórst
þaS fyrir, aS likkista Jóns heitins
væri borin þangaS. Minnist M. J. á
ýmislegt frá fyrstu viSkynningu
þeirra J. Ól., komu Jóns í skóla og
byrjun blaðamensku hans. SíSar í
heftnu er góS grein eftir Ág. H.
Bjarnason um skáldskap Jóns Ólafs-
sonar, og í næstu heftum ritsins eiga
aS koma sjerstakar greinar um blaSa-
mensku Jóns og þingmensku. Stutt
framhald er af Endurminningum J.
Ól. í heftinu, en meira en þaS, sem
þar er, hafSi hann ekki skrifaS, og
fellur því niSur úr þessu sá kafli rits-
ins. KvæSi eftir J. Ól. er í heftinu meS
fyrirsögn: „Sú kemur stund —“ og
ætlar ritstjórnin, aS þetta sje síSasta
kvæSi hans, en svo er ekki. KvæSi
þetta orti. hann á sextugsafmæli sínu,
20. marz 1910, og þaS er prentaS í
marz-blaSi „ÓSins“ þaS ár. Sjerstak-
lega er vert aS minnast á, hve mynd-
in af J. Ól. framan viS heftiS, hin
sama sem áSur var á boSsbrjefi aS
OrSabók hans, er vel prentuS þarna.
Auk þessa er ýmisl. efni í heftinu:
grein um fjárhagsframfarir íslend-
inga eftir IndriSa Einarsson, um
landsspítala eftir G. Björnson,
Heimsmyndin nýja eftur Á. H.
Bjarnason, Baugabrot eftir Sig. Nor-
dal, Skotthúfan og hestskónaglinn,
æfintýri eftir Hallgr. Jónsson, Sól-
bráS, smásaga eftir Jóh. FriSlaugs-
son, ritdómur um Sálin vaknar, eftir
Á. H. B. og annar um Berklaveikis-
rit Sig. Magnússonar læknis. KvæSi
eftir ýmsa.þará meSal langt kvæSium
Dettifoss eftir GuSm. FriSjónsson og
tvö gömul kvæSi eftir Matth. Joch.
Ýmsar þýddar sögur og greinar og
loks fjörug gamangrein, sem heitir
Ingimundar-spá og þar sögS fyrir
ýms stórtíSindi, sem hjer eiga aS ger-
ast á næsta ári.
Kveðið við leiði Andrjesar heit.
Björnssonar.
~7“^
Lághreimur leifjandi tára
loftsins hjá beSinum þínum
minnir á söknuSinn sára,
sorg yfir dagvonum mínum.
Vonir um viSreisn og frelsi
vaktirSu mörgum aS liSi.
Kúgunar hataSir helsi
heitt, á hverju’ einasta sviSi.
Framsóknar einkennin ungu
öll voru meS þjer í förum.
Lyftandi ljóSmögn á tungu
ljeku i snjöllustu svörum.
Þegar er þjóS vorri svellur
þrek undir í s 1 e n s k u m fána
ljósalda’ aS leiSinu fellur
ljettstreym í minning þess dána.
*
Ættlandsins bláheiSar blíSar
bæturnar verSiS aS gjalda,
er frjólendur hugsunar fríSar
fölna hjá berginu kalda.
Margeir Jónsson.
Eftsrmæli.
Rögnv. R. Magnúsen.
Hinn 13. mars síSastliSinn andaS-
ist í Tjaldanesi í Saurbæjarhreppi
kaupamaSur Rögnv. R. Magnúsen.
Hann var fæddur í Innri-Fagradal í
Saurbæjarhreppi 7. sept. 1869. For-
eldrar hans voru Rögnvaldur gull-
smiSur Sigmundsson, Magnússonar
sýslumanns Ketilssonar, og seinni
kona hans, GuSrún FriSriksdóttir
prests Eggerz í Akureyjum, og eru
þetta svo merkar og alkunnar ættir,
aS óþarfi er aS rekja þær hjer frek-
ar. Kornungur misti Rögnvaldur sál.
foreldra sína. Þau dóu bæSi sama ár-
iS meS mjög stuttu millibili, og ólst
hann eftir þaS aS mestu upp hjá
skyldfólki sínu í Innri-Fagradal og
i Akureyjum. ÞaS var hvorttveggja
aS Rögnvaldur sál. var af góSu og
merku fólki kominn, enda var hann
sjálfur hinn mesti merkismaSur.
Hann var mjög vel gefinn maSur
bæSi til sálar og líkama, hafSi mikl-
ar og skarpar gáfur og glöggan skiln-
ing. Innan viS tvítugt gekk hann inn
í latinuskólann, og var þaS þá ætl-
un hans aS ganga lærSa veginn, sem
kallaS er. En eftir einn vetur hvarf
hann frá námi af því hugur hans
hneigSist þá aS öSru, en ekki af því
aS hann hefSi ekki næga hæfileika til
náms. 14. nóv. 1890 kvæntist Rögnv.
sál. eftirlifandi ekkju sinni, önnu
Soffíu Oddsdóttur ljósmóSur, hinni
mestu ágætiskonu. Er Anna dóttir
Odds Jónssonar söSlasmiSs og bónda
á OrmsstöSum á SkarSströnd og
seinni konu hans, Helgu GuSmunds-
dóttur hreppstjóra á Hnúki. Þeim
hjóniun, Rögnvaldi sál. og önnu,
varS auSiS 5 barna. Elsta barniS,
GuSrún, dó 4. sept. síSastl., hin efni-
legasta og mannvænlegasta stúlka.
Hin börnin eru öll lifandi og flest
upp komin og eru þau þessi: Rögn-
valdur Axel, Oddur GuSmundur,
Helga Clara og Jón SigurSur. Sama
ár og Rögnvaldur sál. kvæntist byrj-
aSi hann búskap í Innri-Fagradal og
bjuggu þau hjón þar til vorsins 1903
aS þau fluttu aS Efri-Múla í Saurbæ
og bjuggu þar í 6 ár. Svo fluttist
Rögnvaldur sál. aS Tjaldanesi og
dvaldist þar búalaus til dauSadags og
verslaSi þar og sá um út- og upp-
skipun á vörum og fleiri störf hafSi
hann þar á hendi. Jeg sem þessar lín-
ur rita var nákunnugur Rögnvaldi
sál. Fyrst á skólaárum okkar byrj-
aSi sá kunningsskapur á milli okkar,
er síSar varS aS svo innilegri vin-
áttu, er viS kyntumst meira og höfS-
um meiri samskifti saman. Jafnframt
því sem Rögnvaldur sál. var gáfu-
maSur í besta lagi, þá var hann lika
mæta vel aS sjer, og hafSi aflaS sjer
meiri og víStækari mentunar en al-
ment gerist, hann var afar bókhneigS-
ur maSur og las mikiS, en hann hugs-
aSi líka meira og dýpra en allur fjöld-
inn. Hann átti hægt meS aS setja
hugsanir sínar fram x skýrum og ljós-
um orSum og var vel sjálfstæSur í
skoSunum, og fylgdist mjög vel meS
i öllu þvi, sem gerst hefur meS þjóS
vorri hin síSari ár; hann var einkar
vandaSur maSur til orSa og verka,
sjerlega stiltur maSur ög orSvar og
jafnlyndur og laus viS aS fella harSa
og ómilda dóma um aSra menn, og
blandaSi aldrei saman mönnum og
málefnum. Mjer er svo ofur vel kunn-
ugt um þetta; viS vorum iSulega á
gagnstæSri skoSun bæSi í stjórnmál-
um og trúmálum, en þó alt af hinir
sömu alúSarvinir. Jafnframt því sem
Rögnvaldur var vel sjálfstæSur í
skoSunum, var hann lika þjettur í
lund og hjelt sínu máli fram meS
skynsemd og einurS viS hvern sem í
hlut átti. Allir merkari og betri menn
sem þektu Rögnvald sál., kunnu vel
aS meta hæfileika hans og mannkosti
og möttu hann aS verSleikum mikils,
og hann ávann sjer líka einlæga vin-
semd og virSingu allra sem þektu
hann. HeimilisfaSir var hann hinn
besti, góSur eiginmaSur og um-
hyggjusamur faSir, og framúrskar-
andi gestrisinn og skemtilegur heim
aS sækja. Rögnvaldur sál. var í orSs-
ins sönnu merkingu merkismaSur, og
allir sem þektu hann sakna hans ein-
læglega og munu ávalt minnast hans
sem merks og góSs drengs. JarSar-
för hans fór fram aS StaSarhóli 23.
mars aS viSstöddu miklu fjölmenni.
Á honum áttu heima orS Salómons
konungs í OrSskv. 22: „Gott mann-
orS er dýrmætara en mikill auSur;
vinsæld er betri en silfur og gull."
S v. G.
■
KBONE EjAGEBÖL
er best.
(Fiskstrigfi) og*
Ullarballar
fyrir kaupmenn, kaupfjelög og útgerðarmenn.
Leitið yður upplýsinga um verðið, áður en þjer festið kaup annarstaðar,
hjá
T. Bjarnason.
Sími 513. Box 157. Simu.Tbjaruason^
Heimilisiðnaðarfjelag Islands
vantar kennara í ýmsum greinum heimilisiSnaSar.
FjelagiS getur veitt einum manni, karli eSa konu, styrk til þess aS sækja
námskeiö í heimilisiSnaSi erlendis, en styrkþegi veröur aS skuldbinda sig
til þess aö veröa kennari í þjónustu f jelagsins aö loknu námi.
Skriflegar umsóknir sjeu komnar fyrir i. des. þ. á. til undirritaðs for-
manns fjelagsins, er gefur allar nánari upplýsingar.
Inga L. Lárusdóttir
Bröttugötu 6.
Reykjavík.
Sýslanin sem forstööumaður ISnskólans í Reykjavík er laus.
Árslaun 500 kr.
Umsóknir eiga aS vera stílaöar til StjórnarráSsins en sendast skóla-
nefndinni fyrir 15. nóv. þ. á.
Jörð til sölu.
SmiSjuhóll íÁlptaneshreppi íMýra-
sýslu er til sölu nú þegar, og laus
til ábúöar næsta vor 1917. Gott timb-
urhús er á jöröinni, nógu stórt fyrir
flesta bændur, laxveiöi og silungs-
veiSi er þar talsverö og dúntekja í
vatni, sem liggur undir jöröina, og ^
má auka mikiS ef rjett er aö fariö. 1
Landareignin er stór, mest þakin fall-
egum skógarásum, miklar útheyja-
slægjur og má í flestum árum skifta
þeim í tvent, því afar víöslægt
er og landrými mikið og fyrirtaks
sauðjörð.
Upplýsingar allar gefur ekkjan
Ólöf Pjetursdóttir, sem býr á jörSinni,
og SigurSur Pjetursson fangavöröur
í Reykjavík.
Schannongi
Monumenf-Atelier,
Ö. Farimagsg. 42.
Köbenhavn.
= Katalog gratis. =====
Söðlasmíða-
og aktýja-vinnustofa
Grettisgötu 44 A.
TekiS á móti pöntunum á reiötýgj-
um og aktýgjum og fl. tilheyrandi.
AðgerSir fljótt og vel af hcndi leystar.
EGGERT KRISTJÁNSSON.
PrentsmiSjan Rún.