Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.10.1916, Blaðsíða 1

Lögrétta - 17.10.1916, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingheltsstraeti IJ. Talsími 178. LÖGRJETTA AfgreiSslu- og innhtimttMa.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSOK, Bankastræti II. Talsími 359. Nr. 49. Reykjavík, 17. október 1916. XI. árg. Klæðaverslun H. Andcrsen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Síml 32. Par eru fötin saumuð flest Þar tru fataefnin best. I ---- J Bœkur, innlendar og erlenáar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókauerslun Sigfúsar [ymundssonar. Lárus Fjeldsted, Yfirrjettanaálafnrilttmafux. LÆKJAROATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 lítJd. Bretski samningurinn. Tilefni, áhrif og afleiðingar. Eftir Matth. Þóríarson, erind- reka Fiskifjelagsins erlendis. Leyndardómurinn. Hinn 24. maí síðastl. hefur ráð- herra undirskrifað meS konungi „BráSabirgSarlög til heimildar handa landstjórninni til tryggingar aðflutn- ingum til landsins". Sem ástæSu fyrir senting þessara laga stendur: „aö nauSsynlegt sje nú þegar að gera ýmsar ráðstafanir til þess að innflutningur varnings til ís- lands frá Bretlandi heftist eigi með öllu". ,. ,.,, Samkv. þessum lögum veittist svo ráðherra heimild til aS setja ákvæði um verslun og siglingar til og frá landinu með reglugerð eða reglugerð- urn, „er nauðsynleg þykja til að tryggja aðflutning til þess". Það eru þessi lög með þar af leiíS- andi reglugerðum sem birt hafa ver- ið opinberlega og leyndarsölusamn- ingurinn viS Breta, sem jeg hef heyrt kallaSan hinn „óttalegi leyndardóm", sem gefur mjer tilefni til aS skrifa línur þessar. Jeg vil geta þess nú þegar, aö grein þessi, eins og hún birtist nú, er aS mestu leyti skrifuS snemma í sumar, en jeg hafSi óskað að fá leyfi hlut- aðeigandi manna, er jeg hafði brjefa- og skeytaskifti við, til þess aS birta nöfn þeirra opinberlega, en þeir hafa óskaS þess aS þaS yríSi ekki gert, en viS þetta hefur birting greinarinnar taf ist, en hins vegar ætti hún ekki arj missa neitt gildi sitt fyrir þaS. MeS hjer umræddum lögum hefur ráSherra fengiS í hendur það vald, sem alþingi og hann hafa vanalega í sameiningu, en jeg vil með eftirfar- andi línum sýna fram á, hve óhappa- lega hefur tekist hjer til, og hve mik- ið tjón umræddar ráðstafanir, sem gerðar hafa veriS í skjóli þessara laga, hafa orSiS fyrir Island. Mjer er ekki kunnugt, hvort til- kvaddir hafa veriö menn af hálfu landbúnaðar og fiskiveiða til sam- eiginlegra ráðsályktana með land- stjórninni áður fullnaðarsamningur var undirskrifaður,* sem gaf Bretum afurðir Islands í hendur fyrir hiS af- arlága verð, sem þar um ræðir; en svo mikið er víst, að hvorki Hall- grímur Kristinsson, umboðsmaður kaupfjelaganna norðlensku, eða jeg, erindreki Fiskifjelagsins erlendis, var spurður til ráSa, og gefur þaS mjer tilefni til að álíta, samfara hinni leyndardómsfullu aðferð, er höfð var viS undirbúninginn, aS stjórn lands- ins hafi því miSur unniS of mjög upp á sitt eindæmi og hafi þar meS tekið á sig ábyrgS, er hún verður ein að bera afleiðingarnar af, þótt auðvitað hið fjárhagslega tjón, sem af þessari ráSsmensku leiSir, lendi á framleiS- endum landsins. ÁSur áminst lög og reglugerSir eru aS mínu áliti nokkurs konar um- búSir utan um leynisamninginn — sölusamninginn bretska —, því hann er eiginlega afkvæmiS og ekkert ann- aS. Lögin og reglugerSirnar eru aS eins til aS byggja á tilverurjett hans, og um leiS trygging fyrir því, að ekki sje hægt aS rjúfa hann. Þegar á alt er litiS, þá gefa svona ráSstafanir manni ástæSu til aS halda aS stjórnarfariS okkar sje mjög í bernsku, því í engu landi, sem hef- ur fulltrúasamkomu kosna af þjóS- inni, mundi slík ráSstöfun hafa ver- iS gerS, án þess aS hún hefSi veriS þar um spurS og veitt sitt samþykki til þess. Hvers vegna var gripiS til þessa óyndisúrræSis aS gera þetta á bak viS þing og þjóS ? Hvers vegna var ekki þingiS kall- aS sama'n? * Mjer er skýrt svo frá, aS svo hafi ekki v'erið. Eins og áSur er sagt, er þaS tekiS fram sem ástæSa fyrir þeim lögum sem hjer liggja fyrir, „að nauðsynlegt sje nú þegar að gerðar sjeu ráðstaf- anir, til þess að innflutningur varn- ings frá Bretlandi til íslands heft- ist eigi með öllu". ViS skulum nú, til aS byrja meS, at- huga aSstöSu okkar gagnvart Eng- lendingum, meS samanburSi á aS- stöSu annara hlutlausra þjóSa gagn- vart þeim hins vegar. Legu landsins er svo háttaS, eins og alkunnugt er, aS þaS liggur fyrir vestan þá línu, er kallast ófriSar- svæSi. —s Ameríka liggur annars vegar en Bretland hins vegar. ViS böfum því í raun og veru alt aSra aSstöSu en löndin, sem liggja mitt í ófriSarsvæSinu og geta tæplega rjett út hendina nema aS fá leyfi hjá öSr- um hvorum ófriSaraSila, og þar sem um sjóleiSina er aS ræSa, þá eru þaS Englendingar, sem þar um setja aS- alskilyrSin, og þau eru, aS ekki sjeu fluttar vörur til óvina þeirra.* Þegar því gætt er aS legu landsins, og meS tilliti til þés5 árangurs sem orSiS hefur af vt>rslunar- og sam- göngutilraunum þeim, sem gerSar hafa veriS til Ameríku, þá á maSur bágt meS aS reka augun í þaS atriSi, sem gert hafi aS verkum þá knýjandi nauSsyn aS grípa til þeirra örþrifa- ráSa, aS selja afurSir landsins fyrir þetta dæmlausa verS aS eins til aS tryggja okkur vörur frá Bretlandi; þegar viS einmitt höfSum á þessum tveimur síSustu ófriSarárum sjeS aS viS gátum fengiS allar okkar lífs- nauSsynjar frá Ameríku. Einmitt frá því landi, sem Bretar sækja megniS af sínum afurSum til. ÞaS virSist óþarfi aS benda á aS skip þau, sem send hafa veriS til Ameríku til vörukaupa, hafa komiS hingaS óhindruS af öllum og nægar matvörubirgSir mátti fá þar, ódýrari en fengust hjer í álfunni. ÞaSan mátti líka fá steinolíu, kol, veiðarfæri, salt, já, alt, svo aS viS þurftum ekkert aS vera upp á Breta komnir. SaltbirgSir þær, sem Island þarfn- ast, hafa aS jafnaSi veriS sóttar til MiSjarSarhafsins og verSa þaS eins eftirleiöis, svo ekki þurfti þetta sjer- staklega aS vera tilefni til aS lög þessi væru gefin út. Menn mega ímynda sjer, aS þaS sjeu kolin, sem hjer sjeu aSalatriSiS, sem ráSiS hafa þessum úrræSum stjórnarinnar, því ef kolaflutningur til landsins hefSi veriS stöSvaSur, gat þaS haft mjög alvarlegar afleiS- ingar (og þá þurfti aS minsta kosti aS fá kol frá Ameríku). En aS svo hafi ekki veriS, þaS sýnir ljóslega, hvernig stjórnin virti að vettugi til- boð um 50,000 smálestir af kolum, er meS brjefi 12. nóv. s. 1. var boSiS aS selja íslandi af nokkrum hinum stærstu námuf jelögum í Englandi og meS þar til fengnu útflutningsleyfi. AfgreiSsla átti aS fara fram smátt og smátt á yfirstandandi ári. Önnur kjör og borgunarskilmálar voru svo góSir, aS enginn einstakur maSur eSa út- gerSarfjelög gátu vænst slíks. — En stjórnin þáSi ekki boSiS, virti tilboS- iS ekki svars. MeS brjefi frá umboSs- manni námaeiganda, skrifuSu þ. 20. júlí í sumar, segir hann,aS fullvíst sje, aS ísland hafi þá tapað rúmlega 1 milj. króna á því, aS taka ekki til- boSinu og Yi milj. í farmgjöld eSa samtals iy2 milj. króna. Eftir þessu aS dæma er þaS ekki vöntun á kol- um, sem hefur ráSiS samningunum. Nú vill svo vel til, aS umsögn utan- ríkisráSherra Breta liggur fyrir ein- mitt nú um aSflutninga til Islands, þar sem hann í brjefi til mín, dag- settu 5. jan. 1915, segir aS þess megi vænta, aS ísland geti fengiS vörur frá Bretlandi eftir því sem vörur sjeu fyrir hendi.* En inngangurinn aS lögunum sýn- ir, aS þaS er eingöngu flutningurinn frá Bretlandi, sem lögin eiga að tryggja, aðra verslun ekki. BráSabirgSarlög þessi hefSu veriS skiljanleg, hefSu þau veriS gefin út tæpum 2 árum áSur eSa 20. ágúst 1914, eSa eftir þaS aS landlæknir GuSmundur Björnson hjelt s'ma nafn- kunnu ræSu í þinginu út af fyrir- spurn til ráSherra um „hvaSa ráSstaf- anir gerir landstjórnin í tilefni af Ev- rópustríSinu um aS sjá landinu fyrir birgSum". Þá var ekkert gert, þá höfSu menn engin úrræSi, ef þá hefSi veriS hafist handa og ráSstafanir gerSar, þá má ætla aS leynisamning- urinn hefSi ekki orSiS til. ÞaS sanna er, aS þá átti strax aS taka í taumana, kaupa vörubirgSir — nauSsynjavörur af flestum vöruteg- undum — sýna framkvæmdir í verk- inu, af því hefSi landiS haft óútreikn- anlega hagnaS. AS gera ráSstafanir og kaupa, þegar átti aS kaupa, en ekki eins og nú er fram komiS, aB selja, þegar ekki átti að selja, þaS mátti aldrei eiga sjer staS. ÞaS virSist því vera fulllangt far- iS í sakirnar af landstjórninni, aS lög- festa sölu afurSa landsins fyrir verS út í loftiS, því þannig reynist samningurinn í farmkvæmdinni — og þar aS auki að framleiðendum forn- spurSum, þótt hún hafi öSlast heim- ild til að setja ákvæSi um verslun og siglingar til landsins. — Ef hún hefSi samkvæmt þessum lögum keypt vörur frá Ameríku, það sem landiS þarfnaSist, þá hefði tilganginum ver- iS náS. Enginn taki orS min svo, aö viS ættum alls ekki aS semja viS Breta um deiluatriSi, sem upp kunna að koma út af verslun og viSskiftum, fjarri sje því. Við áttum einmitt aS semja og fara að því aS dæmi er- lendra þjóSa. Öll Norðurlönd og Hol- land hafa t. d. hvað eftir annað, hvort fyrir sig, sent nefnd á fund stjórnar- innar bretsku, þegar einhver ágrein- ingsatriði hafa komiS fyrir, og árang- urinn hefur oftast orSiS báSum máls- aðilum geSfeldur; þaS virSist því á samá hátt hafa veriS ástæða fyrir stjórnina aS leita samkomulags, og reyna að komast að viðunanlegum kjörum, en ekki fara út yfir þau tak- ' mörk, sem mátti semja um, nema þá að skýra þjóðinni frá, hvað i húfi var, og bera ráS sín undir þá menn, er bæði höfSu þekkingu á því svæSi, er samiS var á, og eins fá umboS frá henni til að semja. * í auglýsingu bretska ræðismanns- ins í Bergen 2. júní viSvíkjandi síld- veiSi Norðmanna við Island, stóS þaS ákvæði, að stjórnin áskildi sjer rjett til að samþykkja væntanlega kaup- ehdur. V. B. K. Vandaðar vörur. Ódýrar vðrur. Ljereft, bl. og óbl. — Tvisttau. — Lakaljereft, 1— Rekkjuvoðir, Kjólatau. — Cheviot. — Alklæði. — Cachemire, Flauel, Silki, TJll og Bómull. Gardínutau. — Fatatau. — Prjónavörur allskonar. Regnkápur. —¦ Gólfteppi. Fappír og ritföng. Sólaledur og skósmíðavörur. Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Markaðsverð, tilboð og sölutitraunir. „Dálaglega hefur þú rekiS erindi þitt fyrir hönd sjávarútvegsins, um * Skv. skýrslu minni til stjórn- arráðsins og stjórnar Fiskifjelagsins fyrir fyrri hluta ársins 1915. það ber samningurinn vott, sem gerð- ur hefur veriS viS Englendinga, eins og hann er líka vilhallur í okkar garð íslendina!" Þessum og þvílíkum spurningum var beint til mín af fjölda manna, meðan jeg dvaldi á Islandi i ágúst- mánuði siðastliðnum. Svarið, sem jeg gat gefiS við þessu ávarpi, var aS eins á einn veg, þann- ig, aS jeg hefði þar ekki ráðiS neinu um og vissi ekkert um samningsgerð þessa eða innihald, fyr en það var kunngert þeim mönnum, er ákveSiS var aS ættu aS hljóta heiSurinn af að hafa hann meS höndum, sem jeg hafSi heyrt sagt, aS væru lögreglustjórar og kaupmenn. ASrir áttu aS öSlast vís- dóminn hjá þeim. Út af þessu hef jeg jafnframt fund- ið ástæSu til aS skrifa um samning- inn, meðal annars það, sem að fram- an er sagt, og um leiS skýra frá því, sem jeg hafSi starfað, sem að miklu leytir snertir það atriði, sem samn- ingur þessi tekur til, sem er verslun með sjávarafurðir íslands. Strax í byrjun ársins fer að bera á því, að Englendingar fóru að Ieggja kapp á að kaupa síld, fisk og fiski- aíurðir frá Noregi, og í lok þorsk- og síld-veiSanna varS þaS kunnugt, aS megniS af þessum afurSum var selt Englendingum, og taldist til í byrjun maí, aS Bretar hefSu þá þegar keypt af NorSmönnum síld, fisk og lýsi fyr- ir um 120 milj. króna og gefiö fyrir það sem hjer segir: Saltfisk blautan 80—90 au. pr. kg. Meðalalýsi 500—575 kr. pr. tn. Annað lýsi 380—450 kr. pr. tn. Síld 75—110 kr. pr. tn. Hrogn 80—85 kr. pr. tn. Alt liggjandi í vörugeymsluhúsum í Noregi. Nú bar svo til jafnhliða, aS Norð- menn áttu geysimikinn hvalveiðaflota í Suðurhöfum, sem árlega hafði fram- leitt um og yfir 100 þús. föt af lýsi, fyrir utan aðrar hvalveiðaafurSir. Þetta vildu Englendingar kaupa, enda lögSu þeir hald á skipin jafnóðum og þau komu. Þegar farið var aS teppa skipin, sendu NorSmenn nefnd manna á fund Englendinga og varS árangurinn sá, aS þeir keyptu alt lýsi og aSrar afurSir af NorSmönnum fyr- ir hátt verS, sem NorSmenn kváSust sjálfir hafa veriS ánægSir meB og sem hefur veriS, eftir því sem næst verS- ur komist, um 400 kr. pr. fat. Út af þessum samningum og fleir- um verslun viSvíkjandi kom þaS þá þegar til mála, aS Englendingar vildu gera fastan samning viS NorSmenn um vörukaup eftirleiSis, og buðu þeim fyrir fiskaSa síld viS Island 60 au. pr. kílógr., en NorSmenn neituSu á almennum fundi, sem haldinn var af útgerSarmönnum og fiskimönum, að ganga að þessu boði, einkum vegna þess, hvað útgerðin væri kostnaðar- söm við ísland, og stóð í því stappi um hríð. Þegar mjer varð kunnugt um kaup Englendinga af NorSmönnum og samningsumleitun þeirra hins vegar um frekari verslun eftirleiSis, hug- kvæmdist mjer aS leita hófanna hjá nokkum mikilsráðandi mönnum í Englandi um, hvernig þeir mundu taka í þaS mál, ef um sölu ísl. fiski- afurSa væri að ræSa, til Englands i stærri stíl, og skrifaSi jeg svo nokkr- um mönnum brjef þessu viSvíkjandi, og birti jeg hjer eitt þeirra, dagsett 10. apríl, svohljóSandi: „HeiSraSi herra. MeS því mjer er kunnugt, aS NorS- menn hafa selt mest af fiski og fiski- afurðum sínum til Bretlands og samn- ingur um sölu eftirleiðis sje nú tek- inn til athugunar, leyfi jeg mjer að bera undir yður, hvort ekki geti kom- ið til mála, að svipaSar ráðstafanir með sölu á fisk og fiskiafurðum frá Islandi til Bretlands gætu átt sjer staS og sem bygðar væru á svipuðum grundvelli hvað verð áhrærir. Jeg tel engan vafa á því, ef hægt væri að ná samkomulagi með verð, sem íslend- ingar gætu unað við, aS þá ættu úr- slit málsins ekki aS þurfa aS mæta neinum örðugleikum. Til leiðbeiningar skal það tekið fram, aS mjer er kunnugt um, aS verð þaS, sem NorSmenn hafa selt fyrir, hefur veriS mismunandi og jafnvel einstöku vörutegundir náS óvenju háu verði, þá mætti ekki, ef til samn- inga kæmi, leggja þaS eingöngu til grundvallar, heldur meSalverS, sem verið hefur á síðustu markaðstímum, og með hliðsjón á hækkandi verði á veiðarfærum og öðrum vörum, er þarfnast til útgerðar. Til grundvallar fyrir sölu virðist mjer rjettlátt að leggja eftirfarandi verö: MeSalalýsi 450—500 kr. pr. tn. AnnaS lýsi 350—400 kr. pr. tn. Þorsk verk. 150—160 kr. pr. skpd. Síld söltuS 60 au. pr. kíló. Þótt verS þaS, sem hjer um ræSir, sje miklu lægra en verð það, sem NorSmenn hafa selt fyrir, þá þykist jeg mega fullyrða, aS seljendur á Is- landi mundu eftir atvikum geta gert sig ánægSa meS þaS. Til skýringar vil jeg geta þess, aS allur fiskur og fiskiafurðir Islands munu nema alt að 2}i milj. punda Sterling. Eftir að þjer hafið yfirvegað þetta mál væri mjer mjög kært að heyra álit yðar á því." Hinn 10. maí fjekk jeg svohljóð- andi svar: „London 25. apríl 1916. Brjef ySar frá 10. s. I. meStekiS og lesiS. Án þess að fara frekar út í ein- stök atriði þess, læt jeg ekki hjá líða að skýra yður frá því, að jeg get mjög vel fallist á uppástungu yðar um væntanlega samninga um sölu á fiski og fiskiafurðum til Bretlands; hvað viðvíkur verSi því, sem þjer haldið fram, þá get jeg að svo stöddu ekki sagt um, hversu sanngjarnt það kann að álítast, en hins vegar megið

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.