Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.10.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 17.10.1916, Blaðsíða 3
Nýja Bókbandsvinnustofan tekur aö sjer alla vinnu, sem aö bók- bandi lýtur og reynir aS fullnægja kröfum viöskiftavina sinna. Bókavin- ir, lestrarfjelög og aörir ættu því að koma þangaö. — Útvegar allar bækur er fáanlegar eru. Þingholtsstræti 6 (Gutenberg). Brynj. Magnússon. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talsími 16. Mjer er spurn: Er ekki í framtíS- inni hægt aS koma því til leiðar, aS þeir menn, er fara meö stjórn lands- ins, verði að kalla saman þingið til að ráða svona stórræðum til lykta? Jeg hef tekið það fram áður, að sjálfsagt hefði veriö aö semja viö Englendinga um verslun og viöskifti, — að greiða fram úr vandræðum, sem fyrir kunna að koma, á sem hagan- legastan hátt, — en það átti að gera á þann hátt, að senda þar til hæfa menn — nefnd manna —■ til að semja um deiluatriðin, að dæmi annara þjóða. En að selja afurðir íslands að fornspurðum framleiðendunum fyrir lágt verð •— miklu lægra en markaðsverð var á þeim tíma, sem samningurinn var gerður — og tak- andi ekkert tillit til þeirra samninga, sem einstakir menn hafa kunnað að vera búnir að gera áður með sölu, slíkt er, vægast sagt, óforsvaranlegt. Það kemur í sjálfu sjer ekki málinu við, en má þó geta þess í sambandi við þetta, að síðan lögin frá 24. maí og reglugerðirnar voru gefnar út, hafa Bretar tept samgöngur og að- flutning til landsins miklu meir en áður, svo að því leyti hefur ástandið versnað frá því sem áður var. Hvað viðvíkur þeim ákvæðum, er þeir hafa sett, að skip mættu ekki sigla með vörur frá íslandi til Danmekur eða Norðurlanda, þá er það ekki nema eðlileg afleiðing af samningnum, því eftir honum hafa þeir umráðarjett yfir framleiðslu landsins. Líta má á þetta frá þeirri hlið líka, hvað framleiðsla öll er geysilega dýr nú, án tillits til þess, hvaða ógrynni fjár liggur hjá síldarútgerðarmönnum í tunnum og salti, sem keypt hefur verið fyrir afarhátt verð, en verður nú að liggja með fyrirsjáanlegri rýrn- un og tapi. En beri maður saman út- gerð Islendinga og Norðmanna — kostnaðinn við framleiðsluna hjá hvorum fyrir sig — þá verður mis- munurinn mikill. Tunnur hafa Norð- menn heima hjá sjer fyrir 7 kr. stykkið — lögskipað verð —, en fs- lendingar hafa orðið að kaupa þær á 13 kr. og jafnvel alt að 20 kr. hverja. Og svo er salt, veiðarfæri, bátar, kol, olía, verkun og alt annað dýrara hjá okkur. Eins er með þorsk- veiðina, sú framleiðsla verður miklu dýrari hjá okkur. En þegar nú Norð- menn fá miklu meira fyrir afla sinn en við, hversu verða þeir þá ekki bet- ur staddir efnalega? Ef maður hugsaði sjer blaðinu snú- ið við þannig, að Islendingar fengju verð það fyrir afla sinn, sem Norð- menn fá, en þeir yrðu að hlíta okk- ar söluskilmálum, þá yrði liklega á- halt um ávinning hjá báðum. Á þessu getið þið nú meðal annars sjeð, góðir menn, hve hraparlega við erum grátt leiknir. Og meðan ekki koma sann- anir fyrir því, að Bretar hafi kúgað okkur til að selja — eða greiða þess- ar miljónir kr. í skatt —, þá ber ein- göngu stjórn sú ábyrgð á þessu, sem komið hefur verkinu til leiðar. Mjer finst eftir atvikum liggja bein- ast við að ætla, að í áminstum lögum frá 24. maí sje ein hraparleg prent- villa og þar eigi ekki að standa „að nauðsynlegt sje nú þegar að gera ýmsar ráðstafanir til þess, að iníi- flutningur varnings til Islands frá Bretlandi heftist eigi með öllu“, held- ur frá íslandi til Bretlands, því þann- ig hefur það orðið í framkvæmdinni. Jeg þykist vita, að stjórnin muni koma með ástæður fyrir gerðum sín- um — það verður hún líka að gera —, en jeg segi þá að eins eins og hans hágöfgi ráðherrann svaraði mjer: „Þeir um það." LÖGRJETTA Eins og frá er skýrt í síðasta blaði, hefur Lögr. gefið ráðherra Einari Arnórssyni kost á að svara grein hr. Matth. Þórðasonar og hefur hann sent Lögr. eftirfarandi: Athugasemdir við grein M. Þ. I öllum siðuðum löndum eru utan- ríkismálin kölluð viðkvæmust allra mála. Og nú á styrjaldartímum eru þau margfalt viðkvæmari en ella. Því hafa menn í hlutlausum löndum, annarstaðar en hjer, gert sjer að reglu að fara ekki í innanlandsrifrildi og deilur út af því, sem stjórnir land- anna hafa neyðst til að gera í þeim málum. H j e r eru þessi mál þar á móti af einum stjórnmálaflokknum gerð að pólitísku deilu- og æsinga- máli undir kosningar, og jafnvel einn maður, Matthías Þórðarson, sem er í þjónustu landstjórnarinnar og ætti að þekkja til, hvernig með sams konar mál erlendis er farið, lætur sjer sama að skrifa framan birta persónulega á- rásagein. En þar sem menn hafa látið sjer sama að gera verslunarmál vor við erlent ríki, Bretland, að opinberu æs- ingamáli, er óumflýjanlegt að svara rangherminu, firrunum og blekking- unum og skýra almenningi frá því, hvernig málinu er í raun og veru varið. ■ Það, sem aðallega skiftir máli í þessu efni er þetta: A. Var nauðsyn að semja við Breta um verslun og siglingar íslands, meðan á stríðinu stendur ? B. Hefur landstjórnin haft rjetta að- ferð við þá samninga? C. Hvers efnis eru hinir gerðu samn- ingar? D. Hefur það verð fengist, sem unt var að fá? E. Hvernig hefði farið, ef stjórn ís- lands hefði ekld samið ? Hvert þessara fimm atriða skulu nú nánar athuguð. A. Nauðsyn á samkomulagi við Breta. Eins og kunnugt er, hefur markað- ur fyrir afurðir vorar aðallega verið á Norðurlöndiun, Noregi, Danmörk og Svíþjóð. Til Norðurlanda hefur farið alt saltkjöt, nær öll síld, síldar- lýsi, þorskalýsi, hákarlalýsi og einn- ig mikið af saltfiski og ull. Til Spán- ar og ítalíu hefur hjeðan verið selt mikið af fiski, nokkuð af ull til Ame- ríku og lítið eitt af síld á síðustu ár- um. Framan af stríðinu var verslunin frjáls að mestu leyti. Varð þá verð- hækkun mikil á ýmsum vörum, eink- um þeim, er Þjóðverjar keyptu. En síðan hófst kafbátahernaður Þjóð- verja, í febr. 1915. Þá svöruðu Bret- ar og bandamenn þeirra með því, að hindra útflutning varnings úr Þýska- landi og innflutning þangað. Siunar- ið 1915 gerðu Bretar þetta með því að sleppa engu skipi með þýskar vör- ur og að leggja svonefndar „klausúl- ur“ á vörur, sem skip fluttu og þeir náðu í, eða skuldbindingar um það, að þær skyldu eigi verða fluttar til Þýskalands. Með þessu móti var t. d. mikið flutt hjeðan af kjöti, gærum, fiski o. s. frv. til Danmerkur árið I9I5- En síðastliðinn vetur fóru Bretar miklu lengra. Þeir töldu sig hafa gengið úr skugga um það, að vörur hjeðan — og frá Ameríku — sem kæmust til Norðurlanda eða Hol- lands, kæmu Þjóðverjum, beint eða óbeint, til góða. Beint fyrir þá sök. að þær yrðu meira eða minna fluttar þaðan til Þýskalands, þrátt fyrir all- ar „klausúlur". Óbeint með því að vegna innflutnings þeirra til Norður- landa og Hollands yrði meira afgangs í þeim löndum af vörum, framleidd- um þar, til útflutnings handa Þjóð- verjum, ef vörum vorum væri slept þangað (þ. e. til Norðurlanda eða Hol- lands). Þess vegna tóku Bretar þann sið upp að „klausulera" ýmsar fram- leiðsluvörur, sem vjer fáum frá út- löndum. Fyrst og fremst kol og all- ar framleiðsluvörur, sem vjer verð- um af fá frá Bretlandi. Kaupandinn varð, til þess að fá vörurnar, að skuldbinda sig, að viðlögðum háum sektum, til þess að selja alls eigi þær vörur, sem hann framleiddi með inn- fluttu vörunni, til óvinaríkja Breta eða til Norðurlanda eða Hollands. Og um vörur, aðfluttar frá öðrum lönd- um, varð sama uppi á teningnum, svo sem steinolíu, striga, salt, tunnur 0. s. frv. Þessu komu Bretar í framkvæmd á ýmsan hátt, ýmist með því að neita skipum, sem vörurnar fluttu, t. d. salt frá Spáni, um kol til ferðarinnar. Stundum fengu þeir skipaútgerðar- mennina til þess að undirgangast nefndar skuldbindingar með því að ógna þeim með því, að þeir fengju engar nauðsynjar sínar frá Bretlandi o. s. frv. Því var svo komið hjer, að kol, salt, umbúðir, tunnur, steinolía o. s. frv. var þannig „klausulerað", að ekki mátti láta fisk, sem veiddur var, verkaður eða umbúinn með þess- um vörum, til Norðurlanda eða Hol- lands, ekki láta þangað lýsi, sem láta varð á „klausuleraðar" tunnur, ull í „klausuleruðum" umbúðum o. s. frv. Stórkaupendurnir, eins og t. d. Stein- olíufjelagið, urðu svo aftur að heimta slíkar skuldbindingar af þeim, sem þeir seldu aftur í smásölu. Á þenna hátt höfðu kaupmenn og framleiðendur orðið neyddir til að útiloka sig frá markaði fyrir vörur sínar við Norðurlönd og Holland þeg- ar áður en nokkrir samningar höfðu verið gerðir milli bretsku og íslensku stjórnarinnar og án þess að hafa nokkra von um markað fyrir vörur sínar í staðinn. Það er því mesta fjarstæða hjá M. Þ. og öðrum, að lokað hafi verið nokkrum markaði með samningnum. Þeim markaði var lokað áður, þeg- ar af þeim ástæðum, sem nú voru nefndar. En markaðinum var lokað af enn öðrum ástæðum. Bretar og banda- menn þeirra höfðu einsett sjer að stöðva allan innflutning til óvinaríkja sinna. Fyrir því kom hingað í skeyti 30. mars 1916, sem gekk í gegnum utanríkisráðuneyti Breta og ræðis- mann þeirra hjer sú tilkynning, að bretska stjórnin hefði ákveðið „að stöðva allan útflutning á allri síld, ull, lýsi, saltfiski og líklega líka kjöti, er framvgis yrði sent frá íslandi og kynni að geta komist til Þýskalands beint eða óbeint“. Hins vegar segir í þessu skeyti, að „bretska stjórnin muni vilja kaupa þann hluta af fisk- inum, síldinni, lýsinu, ullinni og lík- lega kjötinu, er ísland geti eigi selt til vinaþjóða Breta eða hlutlausra landa annara en Norðurlanda og Hollands", fyrir verð, er gefi sæmi- legan (reasonable) ágóða. Þvi næst segir í skeytinu, 1. a ð ísland skuli óhindrað fá kol og aðrar nauðsynjar meðan stríðið stendur, 2. a ð allar siglingar skuli verða greiðari, og 3. að íslensk botnvörpuskip skuli fá óhindruð að selja afla sinn í Fleet- wood. Engum kemur til hugar að efast um það, að Englendingar bæði vildu banna og gætu heft flutning afurða vorra til Norðurlanda. Allir vita það, að þeir eru einráðir á þeim hluta haf- anna, sem fara verður hjeðan til þeirra landa. Hjer var því annaðhvort að gera: að missa aðalmarkað vorn án þess að fá nokkurn markað í staðinn, eða að reyna að komast að sem aðgengi- legustum samningum við Breta, um það að þeir keyptu þær vörur, sem vjer hjer eftir gætum ekki selt til Spánar, ítalíu eða Ameríku, því að um markað í öðrum löndum var ekki að tefla fyrir áðurnefndar vörur. Enn fremur var það sýnilegt af öllu og kom líka glögt í ljós, að Bretar mundu alveg taka fyrir útflutning kola og annara nauðsynja frá sjer til íslands, ef menn hjer reyndu til að koma vörum sínum að óvilja Breta framvegis til Norðurlanda eða Hol- lands. Bæði stjórnin, alþingisnefndin, kaupmannaráðið og stjórn íslenskra botnvörpunga útgerðarmannafjelags- ins, töldu þegar hjer var komið einu leiðina að semja við Breta. Og það hefði með rjettu verið mjög hallað á stjórnina, ef hún hefði ekki gert það Ef stjórnin liefði ekki samiö við Breta, þá hefði sjávarútvegur lands- ins bráðlega alveg orðið að hætta, bæði af því að kol, salt og olía hefðu eigi fengist lengur, og af því að al- veg vantaði markað fyrir helstu sjávarafurðirnar. Landbúnaðurinn hefði og beðið gífurlegan halla, þar sem enginn markaður hefði orðið fyrir kjötið og lítill eða alls enginn fyrir ullina. Ekki þarf heldur að taka það fram, hversu mikill atvinnumiss- ir, vaxtatap og ágóðamissir það hefði Nýjustu bækur: GLÍMUBÓK. Gefin út af Iþróttasambandi íslands. Með 36 myndurn. Verð kr. 2.75. KNATTSPYRNULÖG. Gefin út af íþróttasambandi íslands. Með uppdráttum. Verð kr. 0.50. Fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm NVjUSTU BÆKUR: Sönglög I. eftir Jón Laxdal. Verð 4 kr. Syngi, syngi svanir mínir, æfintýri í ljóðum eftir Huldu. Verð 1 kr. Brot, sögur úr íslensku þóðlífi, eftir Val. Verð kr. 1. Ársrit hins íslenska fræðafjelags meS myndum, 1. ár. Bókhlöðuverð 1 kr. 50 au. Búsettir áskrifendur á íslandi geta til ársloka fengið það á 75 au. Handbók í íslendingasögu eftir Boga Th. Melsteð, 1. bindi. Verð 2 kr. til ársloka 1917 fyrir kaupendur að öllum bindunum, er eiga að verða 6. Bókhlöðuverð 1. bindis 3 kr. 75 au. Aðalútsala: Bókaverslun Arinbj. Sveinbjarnarsonar. orðið, ef annar aðalatvinnuvegur vor, sjávarútvegurinn, hefði orðið að fara í kaldakol alt í einu, og hinn, land- búnaðurinn, að stórlamast. Þótt undarlegt megi virðast, sýnist M. Þ. ekkert hafa út í þetta alt hugs- að, og ekkert kynt sjer atvik þau, er lágu til þess, er gert var. M. Þ. segir, að hægt hafi verið að fá frá Ameríku veiðarfæri, kol, stein- oliu og salt. og alt, svo að við höfum ekkert þurft að vera upp á Breta komnir. Hægt er að sega hlutina, en stund- um erfiðara að framkvæma þá. En þótt svo væri, sem sýnt skal verða, að ekki er rjett, þá er hinn hnúturinn óleystur: Hvar átti að selja afurðirnar, þær sem ómögulegt var að selja nema á Norðurlöndum? Hvernig ætlaði M. Þ. að koma þeim í gegnum herskipagarð Breta? Salt er keypt frá Miðjarðarhafinu, segir M. Þ. En hverju máli skiftir það ? Veit M. Þ. ekki, að skip með salt þaðan þurfa að koma við í Bret- landi til að fá kol? En þau kol geta þau ekki fengið, nema saltið væri jafnframt „klausulerað". Og er M. Þ. ókunnugt um það, að hvorki fæst salt frá Miðjarðarhafi nje olía frá Ameríku, nema samþykki bretsks umboðsmanns sje til þess? Og veit M. Þ. það ekki, að kol frá Ameríku mundu, þótt kleift væri að ná þeim, verða um 30—40 pct. dýrari en bretsk kol vegna farmgjaldsins? Og hvaðan ætlaði M. Þ. loks fyrir- varalítið að fá allan þann skipastól, sem þurfti til að sækja allar þessar vörur til Ameríku? Hann gætir þess eigi, að þá hefðum vjer orðið að fá önnur og rniklu fleiri skip en vjer nú björgumst við, vegna vegalengdar- innar. Matthíasi fer eins og músinni, sem stakk upp á að hengja bjölluna á kött- inn, en athugaði ekki, hvaða ráð væru til þess. M. Þ. segist hafa fengið tilboö 12. nóv. f. á. um 50 þús. smálestir af kol- um frá Bretlandi. Stjórnin gat ekki hafa virt þetta tilboð að vettugi, eins og M. Þ. segir, því að hún hefur al- drei heyrt það nje sjeð. Hafi M. Þ. fengið það, þá hefur hann gleymt að segja stjórninni frá því. M. Þ. talaði um það í október í fyrra við ráðherra ! Khöfn, að hann hefði skrifað ein- hverjum málaflutningsmanni í Lon- don viðvíkjandi kolum. Síðan hefur ekkert frá Matthíasi um þessar brjefa- skriftir eða kol heyrst eða sjest fyr en nú, að hann skrökvar því, að stjórnin hafi ekki þegið þetta boð. En ummæli M. Þ. um þetta tilboð sýna dálítið verslunarþekkingu hans og kunnugleika á afstöðu bretsku stjórnarinnar. Hvernig dettur mann- inum í hug, að bretska stjórnin hafi veitt útflutningsleyfi á 50 þús. smá- lesturn af kolum í einu til íslands? Og heldur hann virkilega, að bretska stjórnin hefði eigi jafnt tekið fyrir útflutning á þeim kolum sem öðrum, ef til þess hefði komið, að útflutning- ur hingað frá Bretlandi hefði tepst? F.ða heldur hann, að þau kol hefðu fengist „óklausuleruð" eftir að sá sið- ur var tekinn upp að „klausulera“ kolin ? M. Þ. þykist hafa fengið brjef frá utanríkisáðherra Breta 5. jan. 1915. Þótt ráðherrann telji þá — rjett í önd- verðu stríðsins — líklegt, að vjer fá- um vörur frá Bretlandi, er ekkert á því að byggja, því að þá höfðu Bret- ar alls ekki tekið upp hinar ströngu hernaðarreglur sínar. Brjefið — sem M. Þ. nefnir að eins til að geta getið þessara brjefaskrifta opinberlega —■ er ekki hið allraminsta sönnunargagn í þessu máli. Það sýnir, að M. Þ. tjaldar í einberu hugsunarleysi öllu því, sem til er og hann hyggur í flaustrinu styðja mál sitt. Aldrei hefur slík firra heyrst eða sjest sem sú, að Noregur sje ver sett- ur í stríðinu gagnvart Englandi en Island, eins og M. Þ. heldur fram. Noregur, sem er nál. 30 sinnum fólks- fleiri, 60 sinnum ríkari en ísland, er mesta siglingaþjóð heimsins, hefur beint samband við Þýskaland, svo að Bretum er ómögulegt með herskipum að stöðva samgöngur milli Noregs og Þýskalands. Það er einmitt af þessari síðastnefndu ástæðu að Norðmenn hafa getað fengið meira fyrir vörur sínar hjá Bretum en vjer. En þó hafa þeir orðið að semja við Breta um miklu lægra verð, meira en helmingi lægra á sumu, en þeir hefðu getað fengið í Þýskalandi, og sett útflutn- ingsbann hjá sjer á nær allar afurðir sínar, alt til þess að geta haldið vin- fengi við Breta. Eitt er enn, er sýnir átakanlega, að samningarnir við Breta voru gerð- ir af óumflýjanlegri nauðsyn. Það er það, að hvorki þýska, norska eða sænska stórnin hafði uppi mótmæli gegn því, sem gert var. Enn fremur það, að danska stjórnin blandaði sjer ekkert í málið, enda þótt verslunar- viðskifti íslands og Danmerkur hlytu stórkostlega að minka. Nauðsyn samningagerðarinnar vak- ir óljóst fyrir M. Þ., því að hann segir, að enginn megi skilja orð sín svo, að vjer ættum eigi að semja við Breta um deiluatriði vor og þeirra. Er þetta meira en gera mátti ráð fyrir af M. Þ. og felur í sjer vjefenging hans sjálfs á flestu því, sem hann segir í grein sinni, B. Samninga-aðferðin. M. Þ. spyr: „Hvers vegna var þing- ið ekki kallað saman?" Ástæður til þess voru þessar: 1. A ð enginn tími var til þess. Bret- ar heimtuðu, að sem allra fyrst yrði út um það mál gert.Liggja fyrir þessu mörg rök. Það var reynt að fá frest til að útkljá málið, en svarað var, að það yrði að gerast strax. 2. A ð þingið — allir flokkar — hafði sjálft kosið 5 fulltrúa til að- stoðar og ráðuneytis stjórninni í slík- um málum. Þessir menn voru: Jón Magnússon bæjarfógeti, G. Björnson landlæknir, Sveinn Björnsson yfir- dómslögmaður, Skúli sál.Thoroddsen alþingismaður og Jósef Björnsson bændaskólakennari og alþingismaður. Ekkert hefur verið gert í þessu máli

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.