Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.10.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 19.10.1916, Blaðsíða 2
i8o <*• LÖGRJETTA 1 Nýjustu bækur: GLÍMUBÓK. Gefin út af Iþróttasambandi íslands. Me?5 36 myndum. VerS kr. 2.75. KNATTSPYRNULÖG. Gefin út af íþróttasambandi Islands. MeS uppdráttum. VerS kr. 0.50. í Fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Nýjar bækur: JÓN TRAUSTI: TVÆR GAMLAR SÖGUR. Verð innb. 4.00, í kápu 3.00. SIGURÐUR MAGNÚSSON: BERKLAVEIKI OG MEÐ- FERÐ HENNAR. Verð 1 kr. JULES VERNE: DULARFULLA EYJAN. Verð kr. 0.60. CONAN DOYLE: MORÐIÐ í LAURISTONSGARÐINUM Verð kr. 0.75. Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala í Bankastræti 11. Þór. B. Þorláksson. í Dagsbrún og Landinu er því hald- ið fram, aö jeg hafi haft af landinu hálfa aöra miljón króna vegna þess að alþingisnefndin, sem þar er köll- uö velferöarnefnd, hafi ekki viljað sinna tilboði enskra námufjelaga fyr- ir milligöngu Matth. Þórðarsonar ráðunauts um að láta ísland fá 50 þús. tons af kolum. Ef jeg ætti hjer sök á, þá væru mjer samsekir Guð- mundur Björnson, Jósef Björnsson, Skúli heitinn Thoroddsen og Sveinn Björnsson. — En það er satt að segja, að jeg hef aldrei heyrt um þetta kola- tilboð getið eða neitt í þessa átt fyr en í grein Matth. í Landinu fyrir fá- um dögum. Alþingisnefndinni hefur aldrei verið skýrt frá því, hún hefur aldrei fengið til meðferðar neitt brjef frá Matth. Þórðarsyni þessu viðvíkj- andi. Jeg hef spurst fyrir imi það í viðkomandi deild stjórnarráðsins, hvort nokkurt brjef um þetta hafi nokkurntíma komið þangað frá Matth., og svarið var: Nei. Meira að segja var sagt, að ekkert væri á þetta drepið í skýrslum hans um starf hans. Þetta hlýtur að vera einhver endemis vitleysa. Jeg skal ekki gera neinar gyllingar með fögrum loforðum; það er ekki minn siður. Jeg vil að eins segja það, að jeg mun hafa það fyrir augum við þingstörf mín, ef jeg verð kosinn, að gera það, sem jeg veit rjettast. Áttræðisafmæli. í gær varð Magnús Stephensen landshöfðingi áttræður, og ber hann aldurinn vel, er sífelt á ferli og einn- ig andlega hress og heilbrigður. Um 18 ár var hann æðsti valds- maður þessa lands, og frá þeim ár- um liggur eftir hann mikið og merki- legt starf, er jafnan mun verða minst í sögu þessa lands og ætíð þannig, að hann hafi sæmdir af. Heiðurssamsæti átti að halda hon- um hjer í bænum á áttræðisafmælinu, en hann baðst undan því. En samskot hafa farið fram til þess að koma upp af honum brjóst- mynd úr bronze, sem Ríkharður Jóns- son hefur gert. Kvæði hefur sjera Matth. Jochums- son ort til M. St, á áttræðisafmælinu, og er það birt í ísafold í gær. Þar í er þetta erindi: Þigg vorar þakkir. Þú hefur verið leiðtogi vitur, lastvar 0g trúr. Skers milli og báru skeið vorra mála stýrðir þú stilt í stórmargri skúr. Þegnskylduvinnan. Jafnframt kosningunni á laugar- daginn á að greiða atkvæði um þegn- skylduvinnuna. Kjósandi fær með kjörseðlinum atkvæðaseðil og stendur þetta á honum: „Þeir, sem vilja að lögboðin verði þegnskylduvinna fyrir alla heilbrigða karlmenn, við verk í þarfir hins opin- bera, einhverntíma á aldrinum 17—25 ára, alt að 3 mánaða tíma, í eitt skifti, geri kross í ferhyrninginn fyrir fram- an „Já“, en þeir, sem eru á móti því, geri kross í ferhyrninginn fyrir fram- an „Nei“. Já. Nei. Til kjósenda í Reykjavík. Heimastjórnar-menn og konur! Og allir þið, sem hafið áhuga á að kosningarnar í Reykjavík takist sem best, fjölmennið á laugardaginn til kosninganna og kjósið: Jón Magnusson bæjarfógeta Og Knud Zimsen borgarstjóra. Kjósið þá, Heimastjórnarmenn og Heimastjórnarkonur, af því að þið vitið, að gamli flokkurinn ykkar hef- ur ætíð verið heilbrigðasti og besti stjórnmálaflokkur landsins og að málefnum þess muni því einnig í framtíðinni best borgið í hans hönd- um. En þið hinir, sem ekki hafið verið í flokki Heimastjórnarmanna, minnist þess, að hin eldri flokka- deilumál eru nú úr sögunni og að framundan er það verkefni, að skapa nýtan og sterkan framtíðarstjórn- málaflokk, og að ástæðurnar eru nú þær, að Heimastjórnarflokkurinn er eini heilbrigði grundvöllurinn til þess að byggja á nú sem stendur. Kjósið ekki Jörund Brynjólfsson og Þorvarð Þorvarðsson, þótt þið sjeuð i fjelagsskap verkmanna eða sjó- manna, af því að málum þessara stjetta er það til einskis gagns, þótt þær kæmu inn í þingið einum manni eða tveimur, sem yrðu þar rótlausir og ekki ættu stoð í neinum flokki, en hitt aftur á móti miklu heillavænlegra fyrir þær, að fela áhugamál sín á- hrifamiklum mönnum innan sterk- asta flokks þingsins, svo sem einmitt þeim Jóni Magnússyni og K. Zimsen. Kjósið ekki Magnús Blöndahl og Svein Björnsson af því, fyrst og fremst, að með því er atkvæði ykkar katað á glæ, því hvorugur þeirra get- ur náð kosningu. Hygnir „langsum“- menn ættu ekki einu sinni að láta þangað atkvæði sín, hvað þá heldur Heimastjórnarmenn, þótt aldrei nema einhverjir þeirra hefðu viljað kjósa annanhvorn þessara manna, því með því að ónýta atkvæði sín styðja þeir óbeinlínis kosningu þeirra, sem þeir síst vildu. í öðru lagi skyldu menn ekki kjósa þá vegna þess að þeir koma fram sem fulltrúar frá afllausu flokksbroti, sem ekki er líklegt til þess að eiga neina framtíð á alþingi. .. Mikil líkindi eru til þess, að Heimastjórnarflokkurinn fái algerð- an meirihluta á alþingi nú við kosn- ingarnar, og ætti það að vera Heima- stjórnarmönnum Reykjavíkur sterk hvöt til þess að sækja vel kosning- arnar, svo að kjördæmi þeirra verði ekki eftirbátur annara. Fjölmennið því á laugardaginn og kjósið: Jón Magnússon og K. Zimsen. ,Fr amc-funduriuu 14- Þ. m. Það var sagt i síðasta tbl., að nán- ar yrði síðar skýrt frá honum en þar var gert. Og í þessu blaði birtist nú ræða sú, sem Jón Magnússon bæjar- fógeti flutti þar, eða mjög ítarlegt ágrip af henni. En því miður getur Lögr. ekki flutt ræðu hins þing- mannsefnisins, K. Zimsens borgar- stjóra, en hann talaði einnig vel og greinilega um flest hin stærri mál, sem nú eru uppi. Fyrst skýrði hann frá því, hvers vegna hann hefði jafrtan fylgt Heima- stjórnarflokknum að málum. Kvaðst hann hafa sjeð þar vitið og viljann til framkvæmda og framfara, heil- brigða stefnu og holla. Mintist svo á ritsímamálið og þær miklu framfarir, sem það verk hefði haft í för með sjer, en síðan á fleiri mál, sem skoð- unum hafa skift, og loks á stjórnar- skrána nýju og i sambandi við hana á kvenrjettindamálin, er hann taldi mikil framfaramál. Kvaðst hann jafn- an hafa fylgt Heimastjórnarflokkn- um af alhuga í öllum þessum mál- um. — En síðan talaði hann um þau málin, sem nú lægju fyrir og biðu lausnar á næstu þingum, og taldi þar í fremstu röð skattamálin. Kvaðst hann mikið hafa haft þau að um- hugsunarefni og vildi að beinir skatt- ár kæmu sem mest að hægt væri í stað tollanna. Vegna kynningar sinn- ar af fátækramálum Reykjavíkur- bæjar, kvaðst hann hafa löngun til þess að fást við að greiða úr þeim málum á alþingi, og bjóst við að sjer- þekking sín á þessu sviði mundi geta komið þar að nokkru gagni. — Um samgöngumálin sagði hann það, að hann vildi fá betri tilhögun á skipa- ferðum kring um landið ; hraðari ferð- ir en nú væru milli aðalkaupstaðanna, taldi hann nauðsynl.,ení sambandi við þetta taldi hann einnig járnbrautar- lagningar höfuðskilyrði fyrir veru- legum framförum i landinu og eigi kvaðst hann skilja í því, að nokkur maður gæti boðið sig svo fram til þings hjer í bænum, að hann ekki væri því fylgjandi að járnbraut kæmi sem fyrst milli Reykjavíkur og Suð- urláglendisins. — Bannmálinu var hann fylgjandi og taldi rangt, að kalla reynsluna, sem fengin væri af þeim lögum, vonda. — Skoðanir sínar á kirkjumálum kvað hann bæjarmönn- um kunnar, og líka hitt, að ef þau mál kæmu til þingsins kasta, mundi hann ekki sitja þar hjá afskiftalaus. Landspítalamálinu var hann mjög hlyntur 0g hrósaði kvenþjóðinni fyr- ir að hafa tekið að sjer forgöngu í því máli. En hjer er að eins mjög lauslega drepið á nokkur atriði úr ræðu hans, eingöngu eftir minni. tlann skýrði og frá því, að sú mót- bára gegn kosningu sinni, að hann mætti ekki sinna þingsetu vegna ann- ríkis þyrfti ekki að koma til greina hjá nokkrum manni, sem á annað borð hugsaði til að kjósa sig, því ein- mitt þeir mánuðurnir, sem þing væri nú háð á, væru sá tími, er hann væri minst bundinn við skyldustörf sín, og mætti meðal annars sjá það á því, að þennan tíma væri oft ekki funda- fært i bæjarstjórninni vegna þess að bæjarfulltrúarnir væru sinn í hverri áttinni og gætu ekki mætt á fundum, en um annríkið yfir höfuð sagði hann, að þeir, sem hefðu vilja og áhuga á því, að gera eitthvað, hefðu einnig að jafnaði tíma til þess, en þegar tímaleysinu væri við brugðið mundi oftast reynast svo, að viljann og á- hugann vantaði. Nokkrar fyrirspurnir voru gerðar til þingmannaefnanna af kjósendum, þar á meðal um afstöðu þeirra til einkasölu á ýmsum vörutegundum, og minti þá Jón Magnússon bæjar- fógeti á, að Heimastjórnarflokkurinn hefði áður haft þau mál með hönd- um bæði á þingi og utan þings, svo sem frumvarpið um kolaeinkasölu fyrir nokkrum árum; einkasöluhug- myndin sem nú væri verið að flagga með í blaði verkmannaflokkins til lausnar á skattamáladeilunni,væri eigi upp fundin af því, heldur hefði hún í fyrstu verið borin fram í Heima- stjórnarflokknum. Hann kvað einka- sölu á ýmsum vörutegundum vel geta komið til mála svo sem kolum, olíu og matvörum, en á öðrum vöruteg- undum hefði hún annarstaðar gefist illa, svo sem á tóbaki. Jón Þorláksson landsverkfræðing- ur talaði um afstöðu verkmanna- flokksins til kosninganna, gaf sam- tökum verkmanna til þess að bæta kjör sín og hafa áhrif á meðferð landsmálanna fult meðhald, en kvað markmiðið hljóta að vera það, að uppala menn úr sínum eigin flokki til þess að þeir yrðu færir um að taka að sjer forustuna, en ekki hitt, að flokkurinn ljeði sig til fylgis ein- hvefjum og einhverjum, sem ef til vill stæðu honum alls ekki nærri, en hugkvæmdist að nota sjer samtök hans til alls annars en þess, sem fyrir verkamönnum vekti. Hjer væri nú svo komið, að „þversum“-menn biðu fram þingmannaefni undir merkjum verkmannaflokksins, en þegar svo væri komið, þá væri farið að nota verkmannafjelagsskapinn alt öðruvísi en til hefði verið stofnað, og væri því illa farið, og hann væri of heilbrigð og góð hreyfing í sjálfu sjer til þess að vera notaður þannig. Gömul 0g ný mannfjelagsmeiu. Eftir S i g u r ð Þ ó r ó 1 f s s o 11. Svo langt aftur i tímann, sem til eru sannar sagnir af mönnunum, má rekja feril auðs og örbirgðar, mann- úðar og mannvonsku, misrjettis og kúgunar í heiminum. — Það eru þessi atriði, sem jeg geri að umtalsefni i eftirfarandi köflum. I fornöld sögðu spakir menn, að ekkert væri nýtt undir sólinni, alt, sem við bæri í veröldinni, hefði áð- ur skeð mörgum sinnum, alt væri sí- feld endurtekning, eilíf hringrás við- burðanna og náttúrufyrirbrigðanna. Skrítið er það, að frá öllum tímum sögunnar heyrast sárar kvartanir und- an’ yfirstandandi tíma, spillingu og vonsku mannanna. Yfirstandandi tími alt af, af þorra manna, talinn miklu verri en liðni tíminn, jafnvel stund- um „hinir síðustu og verstu timar“. Þar af hefur stafað óttinn og vonin um ragnarök og heimsendi til að hreinsa burtu illgresið úr akri drott- ins. —■ Flestar þjóðir hafa sagnir um ,,gullöld“, sem forfeður þeirra hafi lifað, endur fyrir löngu. Þá voru mennirnir hraustari og stærri, betri og vitrari en síðar. — Alt þetta er markleysu-hugarburður. Aldrei hafa mennirnir yfkleitt ver- ið betri og meiri en þeir nú eru. öllu mannlífinu hefur smájþokað áfram, frá því í árdaga til vorra tima til fullkomnunar. Að visu má finna í ýmsu afturför, en sje betur að gætt mun það sannast að slíkt er einungis mistök eða víxlspor menningarinnar um stutta stund. Það verður því feit- ara annað stykkið, sem hitt er magr- ara. — En bölsýnismaðurinn hrópar hástöfum: „Heimur versnandi fer.“ Þetta er argasta náhljóð úr ríki myrk- ursins, sem fælir frá manni allar holl- vættir. Lifum heldur og vinnum í þeirri trú: að heimur batnandi fari. Þá fer betur. I. Auður og auðmenn. Lengi hefur mönnunum þótt gam- an að gullinu, og hrinda fæstir hend- inni á móti því. Það er líka meðfædd eðlishvöt, að vilja eiga nokkuð fram yfir daglegar þarfir, að safna í „kornhlöður“ til erfiðu tímanna handa ættingjum sínum, bornum og óborn- um. Þetta er náttúrulöngun mannsins, þótt allir geti eigi framkvæmt hana. Missterk er gróðafýsn manna og mis- jafnir hæfileikar ’manfia til þess að safna fje og ávaxta það. I sumum ættum fæðist hver maður fram af öðrum með „fjetopp á nefinu“, með arfgengum hæfileikum til fjárafla og löngun til þess. En í öðrum ættum má rekja feril fátæktarinnar, auðnuleys- isins, ráðleysisins og óhagsýni i fjár- málum. í þessu sem öðru „kippir mönnum í kynið“. Þó brýnt hafi það verið fyrir mönn- um, að „ágirndin sje rót alls ills“ og að „hægra sje úlfaldanum að ganga í gegn um nálaraugað, en ríkum manni inn í himnaríki", þá hafa menn látið það sem vind um eyrun þjóta. Upp- eldi og mentun upprætir eigi arfgengt manneðli, hvort heldur sem það mega teljast kostir manna eða ókostir. En menn geta lært og vanið sig á að breiða yfir upplagið, gylla það á yf- irborðinu; undiraldan er æ hin sama frá vöggunni til grafarinnar.—„Nátt- úran er náminu ríkari." Margir páfar og aðrir stórklerkar hafa bannsungið gullið og heimsgæð- in x nafni kirkjunnar, en hafa þó ver- ið allra manna gráðugastir í gullið og glys heimsins. Líklega hefur þeim verið þetta óviðráðanleg eðlishvöt eða ástríða. Þess meira sem látið er eft- ir eðlishvötunum, því óviðráðanlegri eru þær. Þetta á eigi síst við auð- fýsnina, og „ágirnd vex með eyri“, svo hún að lokum verður öllum mann- legum ástríðum eða fýsnum sterkari, og sálin skrælnar og visnar undir gullþunganum. 1. Gullþorstinn í fornöld. Æsir á „Iðavöllum“ brendu árlega ungfrú Gullveigu þrisvar sinnum, en hún vildi lifna og lifnaði jafnóðum aftur. Þetta getur verið likingarmynd af gullþorsta mannanna, sem aldrei verður full svalað, aldrei getur dáið en alt af lifir, hversu oft sem reynt er að ganga milli bols og höfuðs á honum. Gullið er málmurinn, sem menn einna fyrst lærðu að vinna úr jörðu. Job gamli segir, að silfrið hafi sin göng og gullið sína staði. Á dög- um þessa nafnkunna manns, voru þá góðmálmar þektir. Gullið finst sum- staðar ofanjarðar, stundum táhreint í stórum molum. Þyngsti gullköggull, náttúrlegur, er nú í gersemasafni Rússakeisara, og veit enginn maður um uppruna hans eða aldur. í sjerstakri merkingu er sagt að á- gjarnir menn tilbiðji „Mammon". Á annan hátt tilbáðu Gyðingar til forna gullkálfinn fræga í eyðimörkinni, Bá- býlingar gullguðinn Babel og Grikk- ir gullbúinn Seif. — Gullið var þá æðstu gæði jarðarinnar í meðvitund manna. Þá sóttust menn eftir gullinu með öllu móti, engu miður en nú ger- ist. En torsóttari og fáförulli var auð- legðarvegurinn þá, en hann alment er nú. — Bókin helga segir frá góðum gmðsmönnum, sem áttu ósköp mikið af gulli, silfri og gangandi fjenaði. Salómon hinn vísi konungur safn- aði að sjer ódæmamiklum auði. Árs- tekjur hans frá skattlöndunum hafa verið, eftir vorum peningum, yfir 80

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.