Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.11.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 15.11.1916, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 197 Þessi mynd er frá Kings Street (Konungsgötu), aöalgötunni í Krist- jánsstaö á St. Croix, hinni stærstu af vestureyjum Dana, sem nú er talaS um aS selja. Asg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, s e 1 j a: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- *g innrifatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla. Smurningsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. Minn látni, kæri eiginmaSur kom eitt sinn heim frá kirkjunni og átt- um viS tal um VíSidalstungukirkju. Ljet hann orS falla um þaS, aS sjer leiddist aS sjá eySuna yfir altarinu, og ljet hann mig heyra þaS oft síSar, aS hann vildi geta úr þessu bætt, vildi aS viS gæfum kirkjunni altaristöflu. Ýms atvik, og þar meS aldurinn, sem yfir hann færSist, dró úr framkvæmd á þessu, og svo komu veikindi og dauSi, og hann bindur enda á fram- kvæmdir. okkar hjer. ÞaS gleSur mig nú aS geta gert þetta. Fyrst og fremst af þvi, aS þaS var hans vilji, sem jeg ekki síSur nú, þó hann sje mjer aS sinni horfinn, met mikils. En þaS er margt, sem bindur huga gamallar konu viS þá kirkju, sem hún sótti til oft viS ýms tækifæri gleSi og sorgir um fulla fjóra tugi ára. MaSurinn minn sálaSi liggur sunnan undir kirkjunni, börn mín sömuleiSis, starfsbræSur og ná- grannar á alla vegu, og fleiri eSa færri af okkur, sem nú erum hjer stödd, hvílumst sjálfsagt kringum hana þegar kalliS kemur, Þetta á ekki aS vekja okkur kviSa eSa sorg; þaS er lögmál lífsins, sem allir lúta. En hugsunin um þaS helgar staSinn og viS lítum til hans meS meiri alvöru, meiri lotning, en annara staSa. Jeg vildi þá líka óska, aS þessi staSur, þessi okkar kirkja, gæti orSiS okkur helgur staSur, okkur og eftirkomend- um okkar. Jeg vildi óska, aS börn þessa safnaSar gætu hjer lyft huga sínum til þess, sem göfugt er og fag- urt og viS þaS orSiS betri menn. Og máske getur altaristaflan stutt aS því. Þá væri tilgangi mínum náS. VirSiS viljann." Þá stóS upp einn sóknarmanná og þakkaSi gjöfina meS ræSu, en annar bauS gefandanum næsta sunnudag til heiSurssamsætis á AuSunnarstöSum. Á stólnum var fjállræSan lesin upp og útskýrS." Aukaþingið. Á öSrum staS í blaSinu er skýrt frá því, aS aukaþing sje kvatt saman meS konungsbrjefi í Lögb.blaSinu io. þ. m. Stjórnin gerir í ísafold n. þ. m. grein fyrir aulcaþinghaldinu á þennan hátt: „Hjer er, eins og allir vita, svo á- statt, aS þingiS hefur ekki komiS saman síSan sumariS 1915, enda eigi löglega skipaS aS fullu síSan stjórn- arskráin 19. júní 1915 kom til fram- kvæmda 19. jan. þ. á. Þá fjell brott umboS konungkjörnu þingmannanna, en i staS þeirra voru landskjörnu þingmen'nirnir fyrst kosnir 5. ágúst, og þau kosningaúrslit fyrst kunn II. september. Nú eru almennar kosning ar nýafstaSnar og nýtt þing skipaS. AfstaSa stjórnarinnar til þess þings er óviss. Því er þaS fyrst og fremst þingræðislega sjeð í fylsta máta rjett, að þingið sje kvatt saman. ÞaS getur þá þegar tekiS ákvörSun um þaS, hvernig stjórnin skuli skipuS. Og verSi breyting á skipun stjórnar- innar, verður hún svo tímanlega, aS ný stjórn getur undirbúiS málin til reglulega þingsins sumariS 1917. í annan staS vita þaS allir, aS styrjaldarástandið, sem viS ísland kémur aS mörgu leyti á svipaSan hátt sem önnur hlutlaus lönd, rjettlætir eitt út af fyrir sig samkvaðningu þings- ins. ÞaS þarf eigi aS lýsa því, aS ísland á líka i vök aS verjast vegna stríSsins. Stjórnin hefur orSiS aS gera margskonar ráSstafanir vegna stríSs- ins. Þar af er samningurinn viS Bret- land auSvitaS stærsta ráSstöfunin. Og vænta má þess, aS gera þurfi ýmsar fleiri en þær, sem hann hefur beinlínis í för meS sjer. Og þenna samning á nú aS endurskoSa, verS- lagsákvæSi hans. Nú hafa andstæS- ingar núverandi stjórnar ráSist gifur- lega á hana fyrir þá ráSstöfun. VerS- ur þeim og öSrum þá gefinn kostur á aS láta þinglega uppi álit sitt um þær ráSstafanir. Þeim gefst og þá tækifæri til aS laga hann, ef þeir eru þess megnugir. Og þeim og öSr- um gefst /enn fremur færi á aS segja nei viS honum, viS framlengingu hans, ef þeir telja hann óþarfan eSa aS minsta kosti ónauSsynlegan. Af styrjöldinni stafar þaS, aS strandferSir vorar eru alveg ófullnægjandi. Auk þess er illa var- iS svo stórum og dýrum skipum sem Gullfoss er 0g GoSafoss aS hafa þá í slikar strandferSir, sem veriS hef- ur þetta ár. BurSarmagn þeirra marg- falt betur notaS á annan hátt, til millilandaferSa, enda skortir mjög til- finnanlega skip til þessa. Hjer viS bætist þaS, aS stjórn Eimskipafje- lagsins telur fjelaginu ókleift að halda strandferSunum áfram, nema greitt sje margfalt meira fyrir þær en þetta ár. Hjer eru því góS ráS dýr. Liggur því eigi annað fyrir en annaShvort 1. AS leggja strandferSir n i S u r, nema aS því leyti sem Sam- einaSa og EimskipafjelagiS kemur væntanlega eftir sem áSur í sumum ferSum á ýmsar hafnir, eins og veriS hefur. En stjórnin telur of ábyrgSar- mikiS og alls eigi rjett fyrir sig aS ákveSa niSurfall strandferSanna. ÞingiS hefur ákveSiS, ætlast til þess 1915, aS ferSir þessar væru farnar meS ákveSnum landsjóSsstyrk. Og þingiS verSur þá sjálft aS breyta þeirri ákvörSun sinni. 2. AS semja viS aSra, ef kostur er. En til þess aS slíkir samningar mundu geta komiS til tals, þyrfti mörgum sinnum meira fje aS vera í boSi en þær milli 70 og 80 þúsundir, sem þingiS 1915 gerSi ráS fyrir, sjálfsagt 300—400 þúsund kr. En stjórnin telur sig ekki heldur hafa heimild til slíkrar samningagerSary þar sem ræSa er um fjárgreiSslu úr landsjóSi, er hundruSum þúsunda færu fram úr áætluii þingsins og samþykt. 3. AS kaupa skip. Til þess þarf auSvitaS eigi síSur heimild þingsins en hins aS leigja skip eSa semja viS eitthvert skipafjelag á þann hátt, er áSur getur. En eigi aS gera einhverjar ráSstaf- anir í þá átt aS halda uppi strand- ferSunum, er bráSnauSsynlegt, aS þingis geti ákveSiS þaS sem fyrst, hvaS gera skuli, svo aS stjórnin hafi tímann fyrir sjer til aS framkvæma, eða reyna að framkvæma þær ráSstaf anir. Reglulegt þing gæti alls ekki komiS saman fyr en í apríl eSa maí. En þaS er of seint vegna strandferSa- málsins. Ef heimild þingsins væri eigi fyrr fengin, gæti tapast fje á því, t. d. af því aS aSgengilegu tilboSi yrSi hafnaS vegna heimildarskorts stjórn- arinnar til aS taka því. Og svo er strandferSanna þörf þegar aS vorinu, i byrjun aprílmánaSar. En þeirri þörf væri ómögulegt aS sinna, ef eigi væru gerSar ráSstafanir í þessu efni fyr en á reglulegu þingi í vor eSa suniar." ÞaS má vel vera, aS heppilegast sje aS Alþingi komi sem fyrst saman nú eftir kosningarnar, og aS ástæSur stjórnarinnar sjeu góSar og gildar. En margir munu horfa í kostnaSinn. Og svo er tíminn óhentugur, bæSi örS- ugt fyrir þingmenn marga hverja aS komast hingaS þegar komiS er fram í desember, einkum þar sem þeir munú ekki hafa búist viS því ferSa- lagi, og svo falla hátíSarnar inn í þingtímann og lengja dvöl þeirra hjer aS miklum mun. BoSskapurinn um aukaþinghaldiS hefSi átt aS koma fram undir eins aS kosningunum af- stöSnum, og þá hefSi mátt halda þaS fyr og á hentugri tíma. Stjórnin hlýt- ur þá þegar aS hafa vitaS þær á- stæSur, sem hún nú tekur fram fyrir aukaþinghaldinu og hefSi átt aS geta boSaS þaS fyr. Drátturinn á atkvæSa- talningunni í sumum kjördæmunum et lítil afsökun, því hann hefSi alls ekki átt aS eiga sjer staS. ÞaS er al- veg ástæSulaust, aS upptalning at- kvæSa þurfi í nokkru kjördæmi aS dragast frá 21. okt. til 13. nóv. AfstaSa stjórnarinnar til hins ný- kosna þings virSist Lögr. ekki geta veriS í mikilli óvissu, eftir aS fariS hafa fram tvennar kosningar og stjórnin hefur haft menn sína í boSi viS báSar, bæSi viS landskjör og kjör- dæmakosningar. Fylgisleysi stjórnar- innar viS landskosningarnar er ótví- ræS yfirlýsing um afstöSu þjóSarinn- ar til hennar, jafnvel miklu skýrari en vantraustsyfirlýsing á þingi. Og kjördæmakosningarnar bæta ekkert úr. Þegar menn líta á þennan kosn- ingaárangur, getur engum dulist, aS stjórnin er svo aS segja fylgislaus, jafnt hjá þingi sem þjóS. Svona er þessu variS, og þaS er hollast aS líta á þaS eins og þaS er, án þess aS gylla þaS eSa sverta. MeS tilliti til þessa gat Lögr. þess til í síSasta blaSi, aS ráSherra mundi segja af sjer, enda hafSi hún líka viS aS stySjast ummæli hans ekki alls fyrir löngu um þetta mál, og þótti henni þá líklegast, aS landritari tæki viS til bráSabirgða, eins og ráð er fyrir gert í stjórnarskránni. BoSskap- urinn um aukaþinghaldiS var þá ekki kominn fram. En nú, þegar hann er fram kominn og þing á bráSum aS koma saman, er orSiS nokkuS öSru máli aS gegna um hitt en áSur var. Hið íslenska fræðafjelag í Kaupmannahöfn. Þá er HiS íslenska fræSafjelag var sett á stofn, ákváSu stofnendur þess aS selja eigi bækur þess fyrir ákveSiS árstillag, til þess aS keppa eigi viS BókmentafjelagiS. í annan staS vill þó FræSafjelagiS greiSa fyrir þvi, aS viSskiftamenn þess, einkum þeir sem árlega kaupa bækur þess, geti fengiS þær fyrir lægra verS en bókhlöSu- verð, serstaklega er um stór rit er aS ræSa. Fyrir því hefur FræSafjelagiS sett þriSjungi lægra verS fyrir áskrif- endur aS allri JarSabókinni, en bók- hlöSuverSiS er. Af sömu ástæSu seldi þaS og FerSabók Þorvalds Thorodd- sens fyrir nálega hálfvirSi til 1. júlí 1915; notuSu sjer þaS meSal annars ýmsir fróSleiksfúsir alþýSumenn og var þaS vel fariS. Hins vegar þurfti FræSafjelagiS eigi aS selja FerSabók- ina svona ódýrt, því aS hún hefSi selst hvort sem var, eins og nokkur reynd var fengin fyrir meS fyrsta hefti, áS- ur en þaS ákvæSi var tekiS, aS selja hana fyrir hálfvirSi. En FræSafjelagiS óskar eigi aS eins aS gefa þeim mönnum, sem kaupa flestar bækur þess, tækifæri á aS fá þær fyrir mjög gott verS, heldur vill þaS og efla greiSa bóksölu, og venja menn aS því leyti sem þaS getur viS greiS viSskifti. Fyrir því selur þaS stærstu bækurnar ódýrt fyrst eftir aS þær koma út. AS þessu verSa viSskiftamenn FæSafjelagsins aS gæta. Þá er bókhlöSuverSiS eitt sinn er gengiS í gildþ má eigi vænta þess, aS bækurnar fáist úr því meS öSru verSi. FræðafjelagiS mun ekki hafa þann siS aS setja bækur niður, þá er þær eru orSnar nokkurra ára gamlar, eins og margir bóksalar gera og sum fjelög. VerSiS á öllum bókum FræSafjelagsins er í hlutfalli viS prentunarkostnaSinn sett svo lágt, aS fjelagiS gæti alls ekki staSist, ef þaS hefSi ekki 1000 króna styrk á ári til þess aS bera hallann, og ef sumir fje- lagsmenn sýndu því eigi mikla óeig- ingirni, sjerstaklega meS þvi aS vinna ókeypis fyrir þaS. UpplagiS af flestum bókum FræSa- fjelagsins er fremur lítiS ; er þaS meS- fram gert til þess aS þurfa aldrei aS setja niSur neina bók. AS eins af Stafsetningarorðabók Finns Jóns- sonar er prentaS stórt upplag, en hún er líka seld fyrir hálfvirSi; hjer er mjög dýrt aS prenta orSabækur. Af Ársriti Fræðafjelagsins, sem nú er aS hlaupa af stokkunum, er og prentaS heldur stórt upplag, en þó eigi stærra en svo, að allur kostnaS- urinn viS útgáfu þess fæst ekki, þótt þaS seljist alt fyrir 75 aura eintakiS. Erlendis er þaS selt á 1.50, og ætti þaS aS borga kostnaSinn allan, þyrfti aS selja þaS svo, enda er þaS mjög lágt verS, aS minsta kosti þriSjungi lægra en þaS ætti aS vera eftir prentunar- kostnaSinum nú á tímum og eftir því, sem bókaverS er alment á NorSur- löndum. En FræSafjelagiS gerir i þetta sinn tilraun til aS koma á fróS- legu Ársriti handa öllum almenningi, er verSi svo ódýrt sem framast má verSa, svo aS sem flestir alþýSumenn geti eignast þaS. ÞaS getur áreiSan- lega haft töluverSa þýSingu fyrir all- an almenning og alþýSumentunina, ef landsmönnum tækist aS eignast al- þýSlegt ársrit, afaródýrt, meS marg- breyttu efni, fróSleik og nýungum, er aS gagni mættu verSa. En þetta getur þvi aS eins tekist, ef margir kaupa ÁrsritiS og stySja þaS á þann hátt. FræSafjelagiS vonar aS margir góSir menn vilji gera það víSsvegar um landiS, og þar á meSal æskulýður landins. Kaupmannahöfn, i septbr. 1916. B o g i T h. M e 1 s t e S. Glíma. »Hrörnar þöll, sús stendr þorpi á, hlýrat henni börkur né barr«. Nú er íslenska glíman aS verSa oln- bogabarn þjóSarinnar. Nú er hún hrakyrt af mörgum og fáir leggja henni HSsyrSi. Láta margir gildlega gegn henni og vinna henni þaS ógagn er þeir mega. Reyna þeir aS koma þeirri flugu i munn fávísum mönnum, aS hún sje hættuleikur og lítt fallin til gamans, þvi stór meiSsl geti hlot- ist af. Þar aS auki sje hún ljót og leiS- inleg íþrótt. Þeir menn, sem slíkt mæla, þekkja lítiS til glimunnar, og sýnist svo, aS ekki þyfti aS saka, þótt menn þessir vildu gerast henni gustillir. En þaS verSur jafnan svo, aS fleiri trúa lasti en lofi. HvaSan þessar óvinsældir eru runnar, veit jeg ekki gerla, en rekja má víst sum sporin aS dyrum glímu- mannanna sjálfra. Þeir hafa fáir bor- iS þá virSingu fyrir íþróttinni, sem hún á skilið. Nú eru aldrei kappglimur háSar, af því aS engir fást til aS glíma. Nú eru glímufjelög aS leggjast niSur af því aS enginn vill læra aS glima. Nú talar fólkiS um íslensku glímuna eins og úrelt gaman. Svona er nú komiS fyrir þjóSlegustu og fegurstu íþrótt vorri. Tómlæti íslendinga ríSur ekki viS ein- teyming. ÞaS lítur nú helst út fyrir, aS glím- an ætli aS leggjast niSur meS öllu. Er slikt allmikil skömm fyrir íslendinga, aS týna þannig íþrótt, sem hefur ver- iS þjóSaríþrótt þeirra frá landnáms- tíS og aSrar þjóSir hafa ekki þekt til skamms tíma. En nú eru ýmsar þjóS- ir farnar aS iSka þessa iþrótt og eng- an skyldi undra, þótt Mörlandinn yrSi eftirbátur þeirra í sinni eigin íþrótt áSur en langt um líSur. En hvaS þarf aS gera til þess, aS firra þjóSina þeirri skömm, aS glata þessari íþrótt og láta aSrar þjóðir verSa sjer snjallari í henni? HvaS þarf aS gera til þess, aS glímunni verði skipaS á þann bekk, er henni ber ? Það á að kenna glímu í öllum barnaskólum, „ÞaS ungur nemur gamall temur“. ÞaS á aS kenna drengjum aS glíma strax og þeir fara aS ganga í skóla. ÞaS á aS kenna þeim aS bera virS- ingu fyrir glímunni, eins og öllu sem þjóSlegt er. Þegar drengir fara fyrst í skóla, eru þeir vanalega svo stálp- aSir, aS þaS er hægSarleikur aS kenna þeim aS glíma svo vel fari. Leikfimi er nú kend í mörgum skólum. Glíman og leikfimin geta sameinast. Glíman á aS verSa skyldu-námsgrein í hverjum opinberum skóla, þar sem leikfimi er kend, og leikfimiskennararnir eiga aS vera færir um aS kenna hana. Jeg sje ekki aS neitt geti veriS þessu til fyrirstöSu, ef þeir, sem fyrir skól- unum ráSa, vilja sinna þessu. Ef þessi hugmynd næSi fram aS ganga, mundu glímufjelög rísa upp þróttmeiri en áSur. Áhuginn mundi vaxa og hópur glímumannanna stækka meS hverju ári. ÞaS vex ætíS gengi hvers málefnis því meira, sem fleiri veita því fylgi. En hygg, aS flestir drengir mundu halda áfram aS iSka glímu eftir aS þeir hætta aS ganga í skóla, ef þeim hefur veriS lcend hún þar og vakinn áhugi þeirra fyrir henni. Glíman verSur aS lifa og þetta er ráS til þess, aS auka gengi hennar. Ef þeir menn vilja sinna þessu, sem ráS hafa á aS koma því í framkvæmd, þá vinna þeir þjóSinni meira gagn en margir hyggja. [Vetrarblaðið]. Eftirmæli. Kristinn Stefánsson skáld andaSist á heimili sínu í Winnipeg seint i september siSastl. Lögb. frá 5. okt. minnist hans meS þessum orSum: „Kristinn Stefánsson var fæddur i júlímánuSi 1856 aS Egilsá í NorSur- árdal í SkagafirSi. Foreldrar hans voru þau Stefán læknir Tómasson og Vigdís Magnúsdóttir kona hans. Er móSurætt hans sú sama og Sigtryggs Jónassonar, B. L. Baldwinssonar og FriSbjarnar Steinssonar. Kristinn ólst upp hjá móSur sinni þangaS til hann var 12 ára, en föSur sinn misti hann þegar hann var 8 ára. Tólf ára fluttist hann aS Akureyri og dvaldi þar um fimm ára skeiS. Kom vestur til Ameríku áriS 1873, þá sam- ferSa þeim B. L. Baldwinssyni og SigurSi J. Johannssyni. Settist hann fyrst aS í Ontario og var þar i 8 ár, en áriS 1881 flutti hann til Winnipeg cg dvaldi þar til dauSadags. ÁriS 1884 kvæntist Kristinn Guö- rúnu Jónsdóttur Árnasonar frá Tjör- nesi í Þingeyjarsýslu; voru þau Guö- rún og sjera Árni Jónsson á Skútu- stöSum systkinabörn. ÁriS 1909 var þeim hjónum haldiS veglegt silfur- brúSkaup. Kristinn sál. veiktist í aprílmánuSi af æSakölkun og hjartveiki og ljetst af heilablóSfalli 30. september . JarS- arför hans fór fram á föstudaginn frá Únitarakirkjunni, aS viSstöddum fjölda manns, og voru ræSur fluttar af þeim sjera Rögnvaldi Pjeturssyni og sjera Fr. J. Bergmann. Kvæðabók kom út eftir Kristinn áriS 1900; heitir bókin „Vestanhafs" og er gefin út í Reykjavík af Jóni Ólafssyni. Úrval af öllum ljóSum Kristins eru nú í prentun. Kristinn var ejnn af útgefendum

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.