Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 13.12.1916, Side 2

Lögrétta - 13.12.1916, Side 2
212 LOLíRjfETTA V. B. K. hefur landsins stærstu birgöir af V efnadarvörum svo sem: Tvisttau, Oxfords, Verkmannaskyrtutau, Flauil sljett og rifluð mikiö úrval. Karlmannafatatau, Cheviot, Flúnel, Ljereft bl. og óbl., ágætar tegundir. Morgunkjólatau, Kjólatau, Handklæði, Silki mikið úrval. Handklæðadregill, Lastingur i ýmsum litum, Silkibönd, Náttkjóla þá bestu í bænum. Millipils, Vasaklúta, Nærfatnaö kvenna s. s. Bolir o. fl. Kvenslifsi, Karlahúfur, NærfatnaSur karla mikiS úrval og ódýrt. Kvensokkar, Axlabönd, Bendlar, Teygjubönd mjó og meS götum. Millumv. og Blúndur brod. Prjónagarn, Barnalegghlífar, Regnkápur karla. Tvinni bezta teg. er til landsins flytst. Handsápur og Ilmvötn mikiS úrval. Segldúkur No. 8 og 10 besta tegund, en langódýrasta, vegna sjerlegra góðra innkaupa. -■ MU U- Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verslunin Björn Kristjánsson. Nýjustu bækur: GLÍMUBÓK. Gefin út af Iþróttasambandi íslands. Meö 36 myndum. VerS kr. 2.75. KHATTSPYRNULÖG. Gefin út af íþróttasambandi Islands. MeS uppdráttum. VerS kr. 0.50. Fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og ouk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á tslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí. erlendis, svo sú ástæSa ein nægir ekki. En annars virSast gögn þau, sem höf. tilfærir, alveg styrkja skoSun hans og röksemdaleiSsla hans óhrekjandi. Bókin er prýdd ágætum myndum af titilblöSum og sýnishornum af prenti sjaldgæfra og merkilegra bóka. Jeg sakna þar samt myndar af hinum ný- fundnu blöSum úr Breviarium Nidro- siense,elstu bók semáíslandi er prent- uS. Annars bendir höf. rjettilega á, aS margt getur enn komiS fram af bókum og bókatitlum frá þeim tíma, bæSi í handritasöfnum, bókaskrám frá uppboSum frá 17. og 18. öld mætti sjálfsagt finna eitthvaS fleira af þess konar, og ekki er ómögulegt aS ein- stöku bækur komi í leitirnar. Þannig þekkja menn frá skránni yfir bóka- safn Harboes biskups og annarstaS- ar aS titla á ýmsum íslenskum bók- um, og nefnir höf. þá sem hann hefur náS í. Mig vantar þekkingu á þessu sviSi og tima til aS leyfa mjer að rannsaka nánar eSa dæma um einstök atriSi bókalýsinganna,en þaS má reiSa sig á þaS, aS enginn maSur sem nú er á lífi mundi hafa gert þetta verk betur úr garSi en Halldór Hermanns- son. Khöfn 11. nóv. 1916. Sigfús Blöndal. Alþing sett. Ráðherra tilkynnir, að hann segi af sjer. Alþing var sett, eins og til stóS, 11. þ. m., á hádegi. Sjera Bjarni Jóns- son prjedikaSi í dómkirkjunni. 10 þingmenn voru ókomnir, allir AustfjarSaþingmennirnir 5, Þingey- ingarnir 2 og 2 EyfirSinganna, en Stefán í Fagraskógi var kominn land- veg. Ókominn var og þingmaSur Vestmannaeyja. Allir þessir þing- menn eru væntanlegir meS „Botníu“ í dag, og kom hún til SeySisfjarSar frá útlöndum á sunnud. var. RáSherra las boSskap konungs og lýsti yfir, aS alþing væri sett. Ald- ursforseti, Ól. Briem, skýrSi frá, aS þingfundum yrSi frestað þangaS til þingmenn þeir væru komnir, sem nú vantaSi, og voru hvorki skipaöar kjörbrjefanefndir nje kosnir embætt- ismenn þingsins. Ráöherra skýrSi frá, aS hann ætl- aöi svo fljótt sem unt væri aS biSj- ast lausnar og lægi því þegar fyrir þingmönnum aS fara aS hugsa um, hver viö skyldi taka. Sýður á keipum heitir fyrri sagan i hinni nýju bók skáldsagna-hamhleypunnar Jóns Trausta. Sögu þessa tel jeg tvímælalaust bestu sögu höfundarins; efniö er mik- ilfenglegt en þó ýkjulaust og trygt. Þungur brimgnýr mannlegra á- striöna svellur undir allri sögunni — og lesandinn veit aS björgin muni skjálfa, þá er sú „kalda undiralda“ brotnar. Svo fer þaö og, og mun mönnum ef til vill þykja fullmikiö sogast út meS útsoginu, — því allar söguhetjurnar, sex aö tölu, hverfa þá í sama vetfangi. Veröa þær samferSa í dauSann, nokkuö þó á sinn veg hver. ÞaS er siður ýmsra sagnaskálda vorra, sem lítilsigld eru, aö slátra öllu fólkinu í sögulok. Er þá ýmist aö skáldinu finst „táradalur“ mannlífs- ins svo dauöans dimmur aö þar sje enginn á vetur setjandi, ellegar hitt aS sagnaritarinn er leiöur orSinn á sögu- hetjum sínum og nennir ekki aS skapa þeim meiri framtíðarmöguleika. Þarna er eigi aS tefla um þesshátt- ar aðfarir. Enda þótt öllum sje slátrað aS vísu, er þar alt meS líkindum og öfgalaust. En ekki eru þeir HraunbótarfeSgar eöa Salómon háseti þeirra búnir skapsmunum miölungsmanna, er þeir vinda upp segliS í hinsta sinn og hleypa út á heljarhafiö. Jeg vil sem minst spilla fyrir þeim, sem enn eiga ólesna söguna, og tala því sem fæst ym efni hennar. Dauðasigling þeirra Hraunbótar- manna, sem jeg drap á, hygg jeg vera einhverja merkilegustu lýsingu i ís- lenskum skáldsögum, svo fáorS er hún og mikilúðleg. Sumir af sjógörpunum í Dritvík, sem Jón Trausti tekur sjer fyrir hend- ur aS lýsa i sögunni, munu veröa tald- ir fremstir í flokki þeirra ramíslensku einkennilegu klettakarla, sem þessi höfundur virðist þekkja e i n n og öllum betur, og dregur svo oft fram á sjónarsviöiS. Einkum verSur SigurSur gamli í Totu öllum mönnum ógleymnanleg- ur.-------- J- (Höfuðstaðurinn.) ,Goðafoss‘-strandið. ÞaS fór svo, að eftir að þær frjett- ir komu af strandinu, sem frá er sagt í síSasta blaSi, vöknuSu enn vonir um, aö skipinu yröi bjargaö. Fór „Apríl“ þá noröur til hjálpar, eftir beiöni skipstjórans á „Geir“, og var hann þar nokkra daga viö björgunartil- raunir ásamt „Geir“. En ekki tókst björgunin og var öllum tilraunum viö hana lokiö á mánudag og „Geir“ þá kominn til ísafjaröar. Allar vör- ur hafa náSst úr skipinu, og rifiö hefur veriö innan úr því alt lauslegt, þar á meðal partur úr vjelinni. Er þaS óbrotiS aS ofan, en botninn svo mikið skemdur, aS ógerningur þykir aS ná því fram. „Geir“ og „Apríl“ komu hingaö í gærmorgun og meö þeim skipsmenu- irnir af „Goöafossi" og mikiö af þvi, sem bjargaS var innan úr skipinu^ Zöllner stórkaupm., sem var einn farþegi á „Goðafossi“, hefur skýrt „Mrg.bl.“ þannig frá strandinu: „GoSafoss fór frá IsafirSi um miö- nætti á fimtudag, og var þá tiesta veður. Tæpum þremur stundum síö- ar var komin kafaldshriö, en sjór var mjög lítill. Um 10 minútum áöur en skipiS strandaöi haföi skipstjóri gengið af stjórnpalli, en stýrimaöur hafSi stjórn. MaSur sá ekkert land, því bylur var á. — Skyndilega virt- ist stýrimanni sem skipiS væri kom- iö of nærri landi, því aö þaS rendi inn í ládauðan sjó. — Sendi hann boö til skipstjóra, en í sömu andránni sem skipstjóri kom á stjórnpallinn, rakst Goöafoss á skeriS. Nú var vjelin stöSvuS og látin taka öfuga sveiflu eins hratt og unt var, en skipiS stóö sem fastast. Um leiö og skipið rakst á, biluöu loftskeytaþræSirnir, svo aö þær vjel- ar urðu ekki notaSar. En tilraun var þegar gerS til þess aS senda út neyS- armerki, S O S, sem þaS heitir í loft- skeytamálinu, en auSvitaS var þaö árangurslaust. Og um 10 mínútum síðar slojcnuðu öll ljós á skipinu og hitaleiöslan um skipið stöSvaöist. Þegar birti um morguninn, var stýrimaSur sendur ásamt 5 hásetum í björgunarbáti skipsins áleiSis til ASalvíkur til þess aS sækja hjálp. Um daginn geröi ofsarok og þar eö báturinn ekki kom aftur aS kvöldi, hugsuSu menn á GoSafossi, aS hann hefSi farist og menn allir sem á hon- um voru. Sem betur fór, var þaö eigi svo, því á þriSja degi kom skips- báturinn og nokkrir vjelbátar frá AS- alvík á strandstaöinn. HafSi stýri- maöur orðiS aö dvelja i Aöalvík þann tima, þar eö ófært var veöur. ÞaS var fyrst á laugardag að fært var bátum milli ASalvíkur og IsafjarS- ar og þess vegna kom fregnin ekki hingaö fyr. I tvo sólarhringa uröu farþegar aS dvelja í hinu strandaða skipi. Var þaS eigi áhættulaust, því sjóarnir og brim- iS gat mölbrotið skipiö á hverri stundu. Enda reyndi skipstjóri að koma kaðli á land, en þaS var ekki unt vegna brims. Háir hamrar þar sem skipiö lá og urSargrjót alt i kring, en býlalaust meö öllu. Er lík- legt aö skipbrotsmenn mundu hafa týnt tölunni þó þeir hefðu komist á land, og því rjettara aS láta alla dvelja i skipinu. Farþegar voru allir í rúmum sínum þegar skipiS strand- aði. Greip þá suma hræSsla fyrst, sem vonlegt var, en annars fór alt fram i bestu reglu. Kalt var mjög og ó- vistlegt í skipinu, svo farþegar fluttu allir upp í reyksal skipsins og hjeldu þar til að nokkru leyti. Á laugardag komust þeir allir, ásamt skipverjum, til Aöalvíkur á vjelbátum, sem það- an komu. — Miklar áhyggjur höfSu farþegar út af því, aS að eins einn björgunar- bátur var eftir á skipinu (stýrimaSur á hinum í ASalvík). Ef til þess kæmi að yfirgefa skipiö, hefði um 60 manns þurft aS komast fyrir í einum báti og má geta nærri hvernig það hefði fariS í því veöri, sem þá var. I Aöalvík var flestum skipverjum og ferþegum komiö fyrir x skólahús- inu. Skipstjórinn og nokkrir aðrir fengu inni á heimili kaupmanns eins. I skólahúsinu fór vel um okkur, en þaö var litiö um matvæli á staðnum. Brytinn hafSi þó tekiö meö sjer dá- lítiS af brauði og smjöri, en þaS var ekki nægilegt. Næsta dag var sendur bátur til skipsins til þess aö sækja -mat, steinolíu og kol, og eftir það fór ágætlega um okkur. — GerSi Sör- ensen vjelameistari mikiS til þess að halda uppi gleöskap. Er hann fór frá skipinu hafði hann tekið með sjer grammófóninn og plöturnar úr reyk- salnum. Þegar þar viS bættist har- monika, sem einhver átti, þá höfö- um viö góða skemtun eftir föngum. ÞaS var spilaö allan daginn. Ullar- teppi voru einnig sótt út á skipið og veitti oss sist af því, því þaS var mjög kalt. Annars sváfurn við öll á gólfinu í skólahúsinu og bjuggum um okkur eftir föngum. Á mánudaginn var Geir kominn á strandstaöinn og haföi honum nær lánast að ná skipinu út þegar vestan- brimiS kom. Enginn meiddist neitt verulega. Þó lá nærri aS Sörensen vjelameist- ari hefði meiöst mikið. Þegar gufu- pípan sprakk var hann þar staddur og brendist hann eitthvaS dálítiS. — ÞaS er ákaflega sorglegt, segir "nr. Zöllner, aö íslendingar skuli hafa mist þetta ágæta skip. En viS far- þegarnir megum vera fegnir aS við komumst lífs af, því útlitiS til björg- unar var sannarlega ekki mikið um eitt skeiö.“ Nýja guðfræðin enn og kristindómsfræðslan. Eftir sjera SigurS Stefánsson i Vigur. I 10. bl. SkólablaSsins þ. á hefur kennaraskólastjóri sr. Magnús Helga- son gert grein mina „Nýja guSfræðin og kristindómsfræðslan“ í 16. tbl. Bjarma aS umtalsefni. Eins og kunnugt er, er M. H. and- vígur kvernáminu og vill helst nota Barnabiblíuna eina viS kristindóms- fræösluna; telur flestum kennurum ofvaxið aö kenna kverið svo i lagi sje. I grein minni gat jeg þess stuttlega, að kvernám og biblíunám yrði að haldast í hendur í kristindómsfræösl- unni, ætti nokkurt lag aö vera á henni hjá öllum þorra kennaranna. AS öSru leyti fór jeg ekkert út í þann ágreining, sem nú er uppi um þetta mál. Mjer þykja ekki eins mikil tor- merkin á kvernáminu og M. H. Tel best fara á því, að kvernám og biblíu- nám haldist í hendur og tel Barna- biblíuna góöan feng bæSi fyrir kenn- endur og nemendur, þótt margt í henni þurfi aö vísu engu miiini skýr- ingar og leiSbeiningar af hálfu kenn- arans, en kveriö. Kvernámi án biblíunáms mun eng- inn kristindómsfræöari vilja halda fram. En um hitt eru skiftar skoðanir, hvort kristindómsfræSslan yrði aS nokkru bættari, þótt alveg væri horf- iö frá kvernáminu. Sjeu kennararnir ekki alment færir um að kenna krist- indóminn meö stuöningi kversins og biblíunnar, er hæpiS, aö þeim takist það nokkuS betur meS biblíunni einni. BæSi kverin, sem nú eru mest not- uö (Helga og Klaveness), gera beint ráS fyrir því aS biblían sje notuS jöfnum höndum viö kverið. Trúarlærdómarnir eru settir þar fram meö stööugum tilvitnunum til bibliunnar, sem þeir eru bygöir á. Vilji kennarinn rækja trúlega starf sitt, getur hann ekki látið barnið læra svo eina einustu atriöis-grein í kver- inu, aS hann ekki jafnframt bendi því á hina tilvitnuöu ritningargrein og útskýri efni og innbyrSis sam- band beggja greinanna. Fæstir kennarar munu færir um aö skýra samband kristindómsins betur með sínum eigin oröum en meS orö- um kversins í sambandi við biblíuna. Hver einasta grein í sumum köfl- unum í Helgakveri minnir kennar- ann á aS leiSa barnssálirnar til Jesú Krists og sýna þeim líferm hans, kenningu og verk meS orSum biblí- unnar og kveriö hjálpar þeirn til aS gera mynd frelsarans sem skýrasta í öllum hennar háleik, hreinleik og kær- leika í hug og hjarta barnanna. ÞaS er ekki gert lítiö úr hæfileik- um alls þorra kennaranna, þótt því sje haldiS fram, aS þeim myndi kristin- dómsfræSslan töluvert torveldari, ef þeir heföu ekki þennan stuöning í kverinu til aS gera kristindóminn að lífandi og ávaxtasamri þekkingu fyr- ir barnssálirnar. Biblían er ekki beint kenslubók, en hún er lindin, sem hver kristindóms- kennari á aS ausa úr andlegu lifi og þekkingu inn í sálir barnanna, og til þess aö auövelda það verk hans, hef- ur hann einmitt góöajn1 stuðning í kverinu. Án þess stuSnings myndi mörgum kennaranum geta fremur sjest yfir þýSingarmikil atriði í kristindóms- fræSslunni, sem kveriö i sambandi viö biblíuna gerir honum auSfundnari og sjálfsagt umræðu og uppfræöingar- efni viö börnin. Kveriö verSur kennaranum þannig leiðarvísir til aS nota biblíuna viö kristindómsfræösluna og gera hana lifandi og fjölbreyttari en ella. KristindómsfræSslan meö biblí- unni einni reynir meira á hæfileika kennarans en meS kverinu og biblí- unni til samans. ÞaS er ekki lagt siöan að þaö var tekiS í mál aö útrýma kverinu, en þó eru þegar teknar aö heyrast raddir frá kennarastjettinni sjálfri um þörf á nýju kveri eða leiöarvísi í sam- bandi viö Barnabiblíuna. Kverkenslunni er mest fundinn til foráttu. utanaöbókarlærdómurinn eöa þululærdómurinn svo nefndi. OfmikiS hefur veriS gert aö hon- um um langan aldur, en skamt getur oröiö hjer öfganna á rnilli. I höndum góSs kennara þarf kver- kensla og þululærdómur alls ekki að vera samfara, enda hvergi skrifað aS láta börnin læra alt kveriö utan- bókar. Hitt er aftur mikið álitamál, hvort rjett sje aö hverfa alveg frá þvi aS láta börnin læra utan að sum höfuS- atriöi kristindómsins, hvort sem um er aö ræða biblíunám eða kvernám eða hvorttveggja. Mjer kemur ekki til hugar að mæla bót hinum andlausa þululærdómi kristindómsins, leiöbeiningarlausum eöa leiðbeiningarlitlum frá kennar- ans hálfu. En það læt jeg mjer detta í hug, aS höfuðatriSi kristindómsins festist betur í hug og hjörtum barnanna með hóflegu utanaöbóknámi en meö lauslegri yfirferð aS jafnri tilsögn kennarans aö öSru leyti. Og þaS á þó aö vera aöalatriði kristindómsfræSslunnar. Hjer má ekki einblína á þaS, hvaS börnunum er auSveldast, og undir leiSsögn góðs kennara þarf utanaS- bókarlærdómurinn alls ekki aö vekja neinn leiSa hjá börnunum á kristin- dómnum. ÞaS er kennarinn, sem mest veltur á í þessu efni. MeS ljelegri kenslu má gera alt nám leiSinlegt og þreyt- andi fyrir börnin og ófrjótt fyrir líf þeirra og á það engu síöur viS biblíu- en kvernámiS. Mjer er þaö mikiS efamál, aS barn- ið fari nokkuS betur kristiS út í heiminn meö ljelegri biblíukenslu en ljelegri kverkenslu, jeg hygg jafn- vel að barniS bíSi meira tjón viS lje- lcga tilsögn í biblíunáminu en í kver- náminu, þar er ekki eins mikiS kom- iö undir góöri leiöbeiningu og tilsögn kennarans. MeS afnámi kversins er heldur eng- in trygging fyrir andlausum þulu- lærdómi í biblíunni, hann getur hald- ist eftir sem áSur fyrir því. Hvern- ig hefur biblíusögukenslan veriö hjá mörgum kennurum?

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.